Tíminn - 04.06.1942, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.06.1942, Blaðsíða 2
222 TÍMIM, flmmtndagmn 4. jiiní 1942 57. blað ‘gíminn Fimmtudag 4. júní Þéttbýli og dreiibýli Um þessar mundir heyrist og sést svo oft vitnaS í þessi tvö hugtök, að nokkur ástæða virðist til að stalþra við þau og gera sér sem ljósasta grein fyrir því, hvað í þeim felst. Með þéttbýli er vitanlega átt við kaupstaðina og hina vax- andi byggð við sjávarsíðuna. Dreifbýli er hins vegar sveitirn- ar með dreifðum býlum, byggðahverfi og smáþorp, sem víða eru einangruð og eiga við örðugar samgöngur að etja. Á undanförnum árum hefir margt manna flutt byggð sína úr dreifbýlinu í þéttbýlið. Kaupstaðirnir hafa vaxið og þeim hefir fjölgað, en í sveit- um hefir fólki fækkað eða fólkstalan staðið í stað. Orsökin liggur í augum uppi: Það er auðveldara að stofna nýtt heimili í kaupstað en í sveit. Hitt er annað mál, hvort ekki sé erfiðara að viðhalda og efla kaupstaðarheimilið. Við skulum gera okkur Ijóst, að mesta umhugsunarefni ungra karla og kvenna er spurningin: Hvernig á ég að stofna heimili? í sveitinni þarf til þess mik- inn undirbúning eins og þar stendur: „Ég hef lyst jafnvel að reisa bú. Ég þarf fyrst: jörð, hest, stúlku, kú.... “ Viðráðan- legar jarðir liggja ekki á lausu, bústofn ekki heldur. Jafnvel konuefnið er vandfengið, því að ungu stúlkurnar hópast í kaup- staðina sem vinnukonur á efn- uð heimili, þar sem þær sjá að minnsta kosti margt af því, sem hugurinn girnist. Sveitapiltur- inn verður, ef svo mætti segja, að vinna fyrir sinni Rakel og sínum bústofni í 7 ár eins og forðum. Hann verður oftast að byggja framtíð sína frá grunni. Flytji hann hins vegar til kaupstaðarins og fái atvinnu til hnífs og skeiðar fyrir sjálf- an sig og herbergiskompu með dívan, vantar í raun og veru ekki nema konuefnið og arin, sem vel getur verið prímus, til að eignast það, sem verður að kallast heimili. Og mörg stúlk- an, sem hefir séð bjartari hlið borgarlífsins, þótt ekki sé nema í gegnum glugga, er fúsari til að stofna heimili á þennan hátt, heldur en að verða húsfreyja í sveit með öllum þeim umsvif- um, sem því fylgir. En framtíðin er óviss. Hún er sæmileg, þegar maðurinn hefir vinnu, ótrúlega ömurleg, þegar atvinnuleysi sverfur að. í þessu felst mismunurinn á aðdráttarafli þéttbýlis og dreif- býlis. í þéttbýlinu má ganga að heimilinú tilbúnu með miðstöðv- arhita, ljósi, vatni, sölubúð í næsta húsi, steinlagðri gang- stétt — og ótryggri vinnu. í sveitum og þorpum fær fólkið ekkert af þessum lífsþæg- indum, nema það komi þeim upp sjálft eða kaupi dýru verði. En þar er nóg að staría, jafn- vel of mikið, og svo á bóndinn allt sitt undir sól og regni. Bæði þéttbýli og dreifbýli hafa sína annmarka og sín vandamál, en þéttbýlinu er á- skapað að verða þéttara, og dreifbýlinu dreifðara, ef allt er látið arka að auðnu. Þetta vandamál snertir allt þjóðfélagið. Það er uppistaðan og ívafið í hinni pólitísku bar- áttu í þjóðfélaginu. Þéttbýlið vex af sínum eigin þunga eins og snjóflóð, sem skríður niður bratta fjallshlíð. í Reykjavík verður t. d. að vinna meira að húsasmíði og leggja til meira byggingarefni en nokkursstaðar á landinu ella, til þess að smiðir og verka- menn séu ekki atvinnulausir. Og ekki stendur á fólki til að flytja inn í hin nýbyggðu hús með „öllum þægindum". En á venjulegum tímum, og einkum 1 slæmu árferði, stendur á at- vinnu handa þessu tómthús- fólki. Og þá er næsta skrefið að koma á„atvinnubótavinnu“, þ. Vill þjóðin fallast a undanhalds- stefnnna í sjálfstæDismálinu? Nefndarskípunín á seinasta þíngi seftur sjálfsftæðís- málið á bekk með aumusftu smámálum Sjálfstæðisflokkurinn hefir tekið forustu í sjálfstæðis- málinu, segir Morgunblaðið í gleiðletraðri fyrirsögn síðastliðinn sunnudag. Þetta er að vissu leyti rétt. Sjálf- stæðisflokkurinn hefir tekið forustuna í því, að yfir- lýsingar Allþingis í fyrra um stofnun lýðveldis hafa verið ómerktar, þar sem ári síðar er samþykkt stjórnar- skrárbreyting, er slær því föstu, að ísland sé enn kon- ungsríki og danski kóngurinn æðsti valdamaður lands- ins. Ritstjórar Morgunblaðsins eru auðsjáanlega stórlega ánægðir yfir þessari „myndarlegu“ for- ustu Sjálfstæðisflokksins. Það undrar heldur engan, sem þekk- ir þeirra fyrstu sögu við Morg- unblaðið. Danskir kaupahéðnar höfðu náð yfirráðum í hlutafé- laginu, sem átti Morgunblaðið. Þáverandi ritstjóri, Þorsteinn Gíslason, þoldi ekki stjákl dönsku kaupmannanna í skrif- stofum blaðsins. Hann vildi sjálfur ráða stefnu blaðsins. Þess vegna var hann rekinn. „Fjólupabbi" og „Moðhausinn“, sem voru þeim dönsku nógu eftirlátir, voru settir í sess hans. Þeir, sem vilja kynna sér þessa málavexti, geta lesið um þá í Lögréttu 1924. Valtýr og Jón voru alltaf þæg- ir og eftirlátir dönsku húsbænd- unum. Þeir eru það enn, þótt megnið af hlutabréfum í Mbl. e. gervivinnu. Menn, sem ekki eiga annarra kosta völ, fá að standa nokkrar klst. á dag uppi í holtum við að rífa upp grjót úr frosinni jörð og fá fyrir hátt tímakaup en sultartekjur. En nokkra km. frá bænum biða ó- unnin framleiðslustörf. Öllum má vera það ljóst, að slík vandamál hljóta að leiða af sér nokkurn skoðanamun milli þéttbýlinga og dreifbýlinga. Átök verða um það, hvort réttara sé að ýta undir vöxt þéttbýlisins eða halda í við hann með því, að gera ekki síð- ur lífvænlegt í dreifbýlinu, hjálpa fólkinu þar ekki síður til að fá þak yfir höfuðið og tryggja því jafnan betri laun fyrir vinnu sína þar en við gervivinnu í þéttbýlinu. Um þetta hefir mikill styrr sé nú komið úr klóm Dana í hendur Sveins i Völundi. Það sést bezt á fögnuði þeirra yfir undanhaldi seinasta Alþingis í sj álf stæðismálinu. Stefna þiugslns í fyrra. Ákvarðanir Alþingis í fyrra í sjálfstæðismálinu mörkuðu raunverulega stofnun íslenzks lýðveldis, þótt formlega væri ekki frá því gengið. Til þess þurfti að breyta stjórnarskránni í samræmi við hina nýju skip- un. í fyrra var litið svo á, að ekki væri rétt að ganga formlega frá þessum málum fyrr en í stríðs- lok. Hins vegar voru allir á einu máli um það, að yrði stjórnarskránni eitthvað hrófl- að, þyrfti lýðveldisstofnunin að vera fyrsta breytingin. Aðrar staðið milli Framsóknarflokks- ins og bæjaflokkanna um fulla tvo tugi ára. Einkum hefir þó baráttan orðiö við íhaldsflokk- inn meðan hann var og hét. Hver man ekki baráttuna um Byggingar- og landnámssjóð? Eða um afurðasölulögin? Það er ekki vert að nefna fleiri dæmi. Þessi tvö ná alveg inn í kjarna málsins. En nú, — nú er enn barizt um rétt þéttbýlisins til að ráða óskorað lögum og lofum í land- inu, og afnám þess réttar, sem dreifbýlið hefir nú til að jafna metin innan þjóðfélagsins. Þeir kjósendur til sjávar og sveita, sem telja atvinnuleysið og gervivinnuna í þéttbýlinu hættu fyrir þjóðfélagið, greiða Framsóknarflokknum atkvæði við kosningarnar í vor. + þjóðir myndu réttilega telja það merki um undanhald í lýðveld- ismálinu, ef stjórnarskránni yrði eitthvað breytt, en - héti samt eftir sem áður „stjórnar- skrá konungsríkisins íslands" og öll ákvæðin um völd og eríða- rétt danska konungsins stæðu óbreytt. Þessi skoðun kom m. a. mjög grenilega fram í ræðu Jakobs Möllers við 1.‘ umræðu um stjórnarskrárfrumvarpið í neðri deild í vetur, en þá var Sjálf- stæðisflokkurinn ekki búinn að ákveða, að fylgja kjördæma- málinu fram. Stefna Framsóknar- flokksins. Það þarf ekki að taka það fram, að þetta var stefna Framsóknarflokksins. Fyrst sjálfstæðismálið var ekki end- anlega leyst á þingi í fyrra, taldi flokkurinn rétt að fresta form- legri afgreiðslu þess til stríðs- loka og nota tímann til vand- legrar athugunar á stjórnar- skránni. Hann flutti í vetur þingsályktun, er var í samræmi við þessa stefnu. Hins vegar leit Framsóknar- ílokkurinn svo á, að yrði ein- hverjum öðrum atriðum stjórn- arskrárinnar breytt á þessum tíma, mætti ekki sleppa lýð- veldismálinu. Það yrði álitið undanhald og myndi veikja af- stöðu okkar erlendis. Þess vegna ætlaði Framsókn- arflokkurinn að leggja fram tillögur, sem fóru í þessa átt, þegar vitað var, að stjórnar- skrárbreyting yrði gerð á sein- asta þingi. En um líkt leyti bár- ust honum þau tíðindi, að hin- ir flokkarnir myndu fella slíkar tillögur og til þess að forða því reginhneyksli, að lýðveldisstofn- unin yrði þannig felld á Alþingi, hætti flokkurinn við að leggja þessar tillögur fram. Framsóknarflokkurinn ber því enga ábyrgð á því undan- haldi í sjálfstæðismálinu, sem felst í samþykkt „breytingar við stjórnarskrá konungsrikis- ins íslands". Þær háskasamlegu afleiðingar, sem þessi samþykkt getur valdið erlendis, eru á eng- „Uudarlegur maður“ Undarlegur maður............. Ingólfur er maður nefndur, búsettur austan fjalls. Hann hefir nýlega skrifað tvær grein- ar í Morgunblaðið. Fyrri grein- in er um mjólkursamsöluna, og verður nánar að henni vikið. Síðari greinin er um rafmagn. Ingólfur kvaðst vilja raflýsa alla bæi á Suðurlandi. Er sá vilji lofsverður. Ekki hefir þess vart orðið, að Ingólfur þessi hafi áður skrifað í blöð, svo að orði verði á gert, eða látið sig miklu skipta rafmagnsmál eða mjólk- urmarkað. Ástæðan til þessara blaðaskrifa mun hins vegar vera sú, að maður þessi ætlar að bjóða sig fram í Rangár- vallasýslu í sumar og hugsar sér að verða minnihlutaþing- maður þar í sýslu á næsta hausti. En alkunnugt er það, að við kosningar eru miklu fleiri áhugamenn um almenn mál en á venjulegum 'tímum. En ýmsum þeim, sem lesið hafa greinina um mjólkurmál- ið, mun þykja Ingólfur þessi skrítinn maður, a. m. k. er að- ferð hans, til að gæta hags- muna sveitunga sinna og sýslu- búa, býsna skrítin. Það er flestum vitanlegt, að mjólkurlögin og samsalan hefir orðið til stórmikils hagnaðar fyrir bændur í Árnes- og Rang- árvallasýslum. Þetta mun varla verða umdeilt mál, a. m. k. nú orðið. Kvartanir, sem uppi hafa verið um rekstur mjólkursam- sölunnar, hafa komið frá mönn- um í Reykjavík og sveitunum vestan heiðar, og aðalefni þess- ara kvartana verið það, að stjórn mjólkursölunnar dragi um of taum bænda austan fjalls og láti þá hafa hærra verð en eðli- legt væri. Þessir menn hafa viljað lækka það verð, sem bændur fá hjá Flóabúinu, en hækka verðið til mjólkurfram- leiðenda í Reykjavík og Mos- fellssveit sem því svarar. Þeir hafa sagt, að þessar ívilnanir til austanbænda væru stjórn mjólkurmálanna að kenna og ámælt henni fyrir það. Þess vegna hafa þeir viljað 3áta skipta um- menn í mjólkursölu- nefndinni. Nýju mönnunum var þá ætlað að lækka verðið austan fjalls og hækka það vestan fjalls. Hins vegar mætti þá ætla, að bændum í Árnes- og Rang- árvallasýslum væri það áhuga- mál, að mjólkursölunefndin væri áfram skipuð eins og nú er. Þeir hafa hagnazt á mjólkur- skipulaginu, þannig, að búskap- ur þeirra hefir orðið lífvænleg- ur. Það kann að mega eitthvað að því finna, frá einhverju sjón- armiði, en a. m. k. hafa bændur í þessum héröðum ekki ástæðu til að kvarta, og gera það held- ur ekki, a. m. k. ekki þeir, sem hafa aðstöðu til að kýnna sér þessi mál og ekki eru haldnir reykvískum st j órnmálagr illum. Það er alveg óumdeilanlegt hagsmunamál bændanna aust- an fjalls, að mjólkursölunefnd- inni verði ekki breytt. Þeir geta ekkert unnið á þeirri breytingu, en hins vegar miklu tapað, ef illa tækist til, og eru nú raun- ar bændur í nágrenni Reykja- víkur margir komnir á sömu skoðun, hvað þá snertir. En það er einmitt þetta, sem Ingólfur á Hellu vill, maðurinn, sem nú er að bjóða sig til þings í Rang- árvallasýslu. Hann telur það mest áríðandi af öllu, að stjórn mjólkursöl- unnar sé breytt. Það er svo sem auðséð, að stórframleiðendurn- ir í umhverfi Reykjavíkur, þar á meðal Reykjavíkurbær, sem nú er búinn að kaupa Korpúlfs- staði, eiga von á liðsmanni úr Rangárþingi. Kannske gætu þeir með einhverjum ráðið feng- ið yfirráð í nefndinni, og ekki er með öllu grunlaust um, að hinn fyrirhugaði minnihluta- þingmaður kunni að hugsa sér einhverskonar minnahlutamjólk austan fjalls, sem hann gæti fengið til yfirráða, og að at- kvæðisréttur hennar geti riðið baggamuninn, til að fá þeim mönnum völdin yfir mjólkur- sölunni, sem lengi hafa þráð þau, en ekki fengið. Það vekur enga furðu, þó að svona tillögur komi fram í Morg- unblaðinu í Reykjavík, en það vekur furðu, að þær skuli koma frá manni austan fjalls. Það hlýtur að vera undarlegur mað- ur. a. an hátt á ábyrgð hans. Stjórn- arflokkarnir, og þó fyrst og fremst Sjálfstæðisflokkurinn, bera alla ábyrgðina. IVcfndarskipun, sem lítilsvirðir sjálfstæðis- málið. Stjórnarflokkarnir reyna að afsáka undanhaldið með því, að málið hafi ekki verið nógu und- irbúið. Þess vegna hafi þeir lát- ið kjósa nefnd, sem eigi að at- huga málið fram að næsta þingi, og þá eigi að afgreiða það. Fyrv. ríkisstjórn hafði látið hæstarétt semja stjórnarskrá, þar sem gert er ráð fyrir sömu tilhögun og í þingsályktununum í fyrra. Sennilega er það sú eina tilhögun, sem hér getur orðið (Framh. á 4. síðuj HeÍgi Sæmnndsson; Tímaritið Dvöl i. Þegar Framsóknarmenn réð- ust í útgáfu dagblaðs í höfuð- staðnum, hófu þeir jafnframt útgáfu fylgirits þess, er Dvöl nefndist. Skyldi það koma í stað lesbóka og sunnudagsblaða hinna dagblaðanna. Fyrsti rit- stjóri Dvalar var dr. Þorkell Jó- hannesson. Varð hún þegar vin- sæl undir stjórn hans og skip- aði brátt þá sérstöðu meðal ís- lenzkra rita, að flytja úrvals- smásögur heimskunnra höfunda í vönduðum þýðingum. Minnist ég þess frá æskudögum, hversu Dvöl var kærkominn gestur á heimili þeirra, er unnu fróðleik og fögrum skáldskap. Ritstjórnarferill dr. Þorkels varð eigi langur. Urðu og húsbóndaskipti á heimili Dvalar, er hann lét af störfum við Nýja dagblaðið. Þá tók við ritstjórn hennar Vigfús Guðmundsson á- samt tveim ungum starfsmönn- um blaðsins. Héldu þeir síðan Dvöl úti um tveggja ára skeið sem fylgiriti Nýja dagblaðsins. Var efni þess og boðun mjög hin sama og á ritstjórnardög- um dr. Þorkels. Var Dvöl að flestra dómi vandaðasta og læsilegasta fylgirit dagblaðanna um þessar mundir. En útgáfa Dvalar var næsta kostnaðarsöm, og því kom þar, að aðstandendur hennar sáu eigi önnur ráð en leggja hana niður að þrem útgáfuárum liðnum. Þá réðist Vigfús Guðmundsson . í þá merku dáð, að breyta henni í mánað- arrit en láta hinna fyrri sér- kenna hennar í efnisvali gæta sem fyrr. Gerðist V. G. ritstjóri og útgefandi Dvalar með fjórða árgangi og hélt henni uppi um fjögurra ára skeið, unz Sam- band ungra Framsóknarmanna festi kaup á henni árið 1940 með áttunda árgangi hennar. Vigfús Guðmundsson er einn hinna merkilegu gáfumanna, sem hlotið hafa menntun sina nær einvörðungu af lestri góðra bóka og fjölbreyttu og ævin- týralegu lífsstarfi. Hann er Borgfirðingur að ætt og gerðist á unga aldri virkur þátttakandi á vettvangi félagsmála. Hann varð ótrauður baráttumaður ungmennafélagsskaparins og samvinnuhreyfingarinnar. Hug- sjónir æskunnar hafa heldur ekki gleymzt honum né fyrnzt, þótt ár færðust yfir. Vigfús er enn ungur maður í anda, þótt sjötti ævitugur sé hafinn. Eng- an mann þekki ég á sama ald- ursskeiði, sem unir sér betur í hópi glaðværra sveina og meyja en Vigfús. Vigfús Guðmundsson hafði tekizt för á hendur til Vestur- heims, er hann var kominn á manndómsár. Dvaldi hann þar um hríð og rataði í ýmis ævin- týr. — Einhverntíma voru þau orð látin falla um Vigfús, að ungmennafélagsskapurinn og samvinnuhreyfingin á æsku- dögum hefðu verið honum eins konar menntaskóli en Vestur- heimur háskóli. Tel ég þá sam- líkingu hina frumlegustu. V. G. er prýðilega sj álf menntaður maður, sem í senn hefir kynnzt mjög gullaldarbókmenntum ís- lendinga og ýmsu hinu bezta, er heimsbókmenntirnar hafa að bjóða. Kom þetta honum í góð- ar þarfir að vonum sem rit- stjóra bókmenntatímarits. Hag- sýni hans, framsýni og dugn- aður reyndust honum einnig ó- metanlegir eiginleikar sem út- gefanda á tímum, er þjóðin átti við kröpp fjárhagskjör að búa. Ekki gat talizt glæsilegt að ráðast í slíkt fyrirtæki sem út- gáfu Dvalar árið 1936. Mátti með sanni segja, að þá væri hart í heimi íslenzku þjóðar- innar. En Vigfús var bjartsýnn og vongóður. Hann trúði því, að íslendingar væru enn lesgjarn- ir, fróðleiksfúsir og vandlátir í vali bóka og rita eins og á bernskudögum hans heima í Borgarfirði. Vonir hans rætt- ust. Þegar hann hóf útgáfu Dvalar, hafði hún engan fastan kaupanda og átti sér fáa eða enga stuðningsmenn í hópi þeirra, sem réðu gildum sjóðum. Dvöl hafði þegar getið sér góð- an orðstír. Hún naut þess álits, að vera vandað rit, og hún eign- aðist örugga vini, sem kunnu að meta þetta sérstaka tímarit, sem flutti efni, er reyndi meira á andlegan þroska en hlátur- vöðva lesenda sinna. Vigfús Guðmundsson leitaði fyrst og fremst fulltingis ungra menntamanna og rithöfunda, er hann valdi efni til birtingar í Dvöl. Hann gaf seskumönnun- um kost á því, að kveða sér hljóðs á málþingi rits síns. Margir þeirra fulltrúa yngri kynslóðarinnar í landinu, sem skeleggastir teljast nú i ís- lenzk;ri rithöfundastétt, sendu Dvöl fyrstu þýðingar sínar, ljóð og sögur. Ritstjóri Dvalar tók þessum nýliðum í ríki íslenzkr- ar listar vel, en var þó vand- var sú samvinna í senn til gagns sú samvinna í senn til gagns og og gleði. HefirVigfús Guðmunds- son efalaust verið sá ritstjóri á íslandi, sem sýndi ungum mönn- um mesta tiltrú og traust og sannaði gleggst, að þeir voru verðir viðurkenningar. En Vigfús var eigi aðeins vandlátur og samvizkusamur ritstjóri. Hann var einnig dug- legur og djarfhuga útgefandi. Hann lagði mikla áherzlu á að útbreiða rit sitt og halda sam- bandi við kaupendur þess. Hann tók jafnan mikið tillit til álits og óska lesendanna og sam- verkamannanna, án þess þó að missa sjónar á tilgangi þeim, er ritið skyldi hafa, með því að falla frá kröfum um vandað efnisval. Árangur þessa varð sá, að Dvöl eignaðist brátt örugga og hollráða vini. Hefði Vigfúsar Guðmunds- sonar eigi notið við, myndi Dvöl hafa látizt á þriðja aldursári. Þeir, sem unna þessu sérstæða og vandaða riti, eiga því mikið að þakka manninum, sem gerð- ist fósturfaðir þess, er það skyldi út borið, og lét það ekki frá sér fara fyrr en framtíð þess gat örugg talizt. II. Er Dvöl hafði komið út um sjö ára skeið, seldi Vigfús Guð- mundsson hana Sambandi ungra Framsóknarmanna og lét jafnframt af ritstjórn henn- ar. Eftirmaður hans varð Þórir Baldvinsson. Hann hafði lagt leið sína til Vesturheims, eins og fyrirrennari hans í ritstjórn- arsessinum. Hann er maður vel menntur og hefir getið sér góðan orðstír se msmásagna- höfundur, þótt hann riti raunar undir dulnefni. Þórir Baldvinsson hélt í flestu sömu stefnu og Vigfús Guðmundsson. Þess gætti mjög á ritstjórnar- dögum Þóris Baldvinssonar, að fulltrúar hinna engilsaxnesku þjóða kveddu sér oft hljóðs á málþingi Dvalar. Var þó engan veginn gengið framhjá fulltrú- um annarra þjóða. Þórir Bald- vinsson lagði og áherzlu á að kynna nýja menn. Var það vel farið og tókst oft hið bezta. Vann Þórir þarft verk og óeig- ingjarnt í þjónustu ritsins þau tvö ár, sem hann gegndi störf- um sem ritstj óri þess. Mun harin þó allan þann tíma hafa verið maður mjög í önnum við marg- vísleg skyldustörf, og auk þess átt við heilsubrest að stríða. Mun hann því ekki hafa átt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.