Tíminn - 04.06.1942, Blaðsíða 3

Tíminn - 04.06.1942, Blaðsíða 3
57. blað TÍMIM, fimmtudagiim 4, júní 1943 223 Athugasemd írá Menntamálaráðí f Morgunblaðinu 28. f.m. seg- ir prófessor Sigurður Nordal, að Menntamálaráð hafi samhljóða gefið út rangt vottorð. Eru ó- breytt orð hans þannig: „—Þeg- ar hann lætur Menntamálaráð samhljóða gefa út rangt vott- orð.“ Þessi alvarlega ákæra um rangt vottorð hefir við engin rök að styðjast. Hún er ber- sýnilega miðuð við niðurlags- greinina í yfirlýsingu Mennta- málaráðs 7. maí 1942. Yfirlýs- ingin var gefin til þess að hnekkja dylgjum og sakargift- um, sem beint hafði verið að Menntamálaráði um meðferð Menningarsjóðs, svo sem að reikningar hans hefðu aldrei síðan 1936 verið sendir til venju- legrar endurskoðunar í fjár- málaráðuneytinu. En niðurlags- grein yfirlýsingarinnar var svona: „Þess skal ennfremur getið, að samkvæmt skjölum Mennta- málaráðs voru reikningar þess alls ekki sendir til endurskoð- unar fyrstu þrjú árin. Var það fyrst gert 1931, eftir að Barði Guðmundsson varð formaður Menntamálaráðs.“ Það ætti ekki að þurfa að taka það fram, að hér er auð- vitað átt við þá endurskoðun, sem fyrirskipuð er í 7. gr. laga um Menntamálaráð frá 7. maí 1928, en þá grein tókum vér upp í sjálfa yfirlýsinguna. Lítum nú á þau skjöl Mennta- málaráðs, sem vitnað er til í niðurlagsgreininni. Samkv. fundargerð Mennta- málaráðs frá 22. sept. 1931 „samþykkti ráðið að gera þá kröfu til ríkisstjórnarinnar, að allir reikningar Menningarsjóðs og listakaupasjóðs, þeir er nú liggja fyrir frá fyrrverandi for- manni, verði endurskoðaðir af endurskoðunarmönnum lands- reikninganna eftir ákvæðum laga um menningarsjóð.“ Daginn eftir skrifaði hinn nýi formaður Menntamálaráðs, Barði Guðmundsson, svohljóð- andi bréf fjármálaráðuneyt- isins: „Reykjavík, 23 sept. 1931. Með því að svo virðist, að reikningar Menningarsjóðs fyr- ir árin 1928—1929, 1929—1930 og 1930—1931, ásamt reikning- um listadeildar Menningarsjóðs fyrir sömu ár, hafi ekki verið endurskoðaðir, þá leyfir Mennta málaráð sér hér með að senda hinu háa fjármálaráðuneyti þessa reikninga, ásamt öllum fylgiskjölum, og æskja þess, með tilvísun til 7. gr. laga nr. (Framh. ú 4. alBu) þess kost, að helga sig starfinu við Dvöl á sama hátt og fyrir- rennari hans. En það munu margir harma, ef hann léti rit- störf síður til sín taka hér eft- ir en hingað til hefir verið. Hæfileikar hans og menntun gefa fyllsta tilefni til að hann fengist mun meira við ritstörf en verið hefir. Það mun óvenjulegt, að sam- bönd stjórnmálafélaga gefi út tímarit um bókmenntir og list- ir. Þegar Samband ungra Fram- sóknarmanna festi kaup á Dvöl í því skyni að halda áfram út- gáfu hennar með sama hætti og fyrr, gerðust ýmsir vantrúaðir á það, að slíkt myndi takast. Óttuðust sumir, að áhrifa stjórnmálaflokks þess, er að henni stóð, myndi hér eftir gæta að einhverju í dálkum hennar. Þessi ótti reyndist þó ástæðulaus. Ritið hefir að engu leyti skipt um svip. — Það er málþing manna með hinar skiptustu skoðanir og hin ólík- ustu viðhorf enn sem fyrrum. Eiga ungir Framsóknarmenn þakkir skyldar fyrir framtaks- semi sína við útgáfu Dvalar og hið pólitíska hlutleysi, er ríkt hefir í Dvöl. III. Um síðustu áramót varð sú breyting á högum Dvalar, að Þórir Baldvinsson lét af starfi sem ritstjóri hennar en við tók Jón Helgason blaðamaður. Fyrsta hefti tíunda árgangs er komið út fyrir nokkru. Er það fyrsta heftið undir stjórn hins nýja ritstjóra. Tilkynning til skípaeigenda óg útgerðarmanna Þelr útgerðarmeim, sem hafa í hyggju að gera út skip á síldveið- ar til söltuuar í sumar, eru beðnir að tilkynna Síldarútvegsnefnd tölu skipanna, tilgreina nöfn þeirra, einkennistölu og stærð og gefa upplýsingar um hvcrs konar veiðarfæri (reknet, herpinót) eigi að notast til veiðanna. Ef fleiri en eitt skip ætla að vera sainan um eina herpinót, óskast það tekið fram sérstaklega. Tilkynning þessi sendist Síldarútvegsnefnd Siglufirði fyrir 20. júní 1942. Það athugist, að skip, sem ekki sækja um veiðileyfi fyrir þann tíma, sem að ofan er tiltekinn (20. júni 1942) eða ekki fullnægja þeim reglum, sem settar kunna að verða um meðferð síldar um borð í skipi, mega búast við að þeim verði ekki veitt leyfi til söltunar. Samband ísl. samvinnufélaga. Siglufirði 23. maí 1942. Níldarútve&rsnefnd. Stórkostlegf nýbreytní í skipasmíði Notkun rafsuðu við skipa- byggingar hefir á síðustu árum og þó aðallega siðan stríðið hófst, fleygt svo áfram, að t. d. í mesta skipabyggingalandi heims, Bandaríkjum Norður- Ameríku, er nú rafsuðan notuð nær einvörðungu í stað hnoð- nagla, til þess að binda saman hin einstöku stykki í skips- skrokksins. Allar skipasmíðastöðvar í Bandaríkj unum byggja nú raf- soðia skip á þennan hátt, og er frá því skýrt, að af 1000 skip- um (yfir 2000 smál.), sem þar séu í smíðum, séu 504 skip ein- göngu tengd saman með raf- suðu í stað hnoðnagla, en hin skipin séu að 70—90 hundruð- ustu hlutum rafsoðin saman. Er álitið, að varla 1 skip af 1000 sé nú, að því er framangreint snertir, byggt með sama fyrir- komulagi og tíðkazt hefir fram til þessa. Ókunnugir kunna að ætla, að hér sé um einhverja sérstaka stríðsráðstöfun að ræða, til þess að hraða skipsmíðinu, spara efni eða því um líkt, en að skip af þessu tagi séu verri og ekki ætluð til frambúðar. En því fer fjarri að þetta sé rétt. Þvert á móti eru rafsoðin skip álitin betri og sterkari en skip með hnoðnöglum, samfara því, sem í þau fer um 15% minna efni. (járni eða stáli), og vinnukostn- aður við byggingu þeirra er tal- inn 20% minni. Bandaríkin eiga nú í smíð- um mjög mörg skip af svo- nefndri Liberty-gerð, 10,500 smálestir hvert, og eru þau öll rafsoðin. Er talið, að efnissparn- aðurinn af nefndum ástæðum, á fyrstu 705 skipunum í þessum flokki, muni nema ^milj. smá- lesta af járni, en skipin sjálf hafa svo þessum mun meira burðarmagn í notkun. Þá er talið, að þessi skip séu hraðskreiðari en önnur vegna þess, að hinn slétti skrokkur þeirra veiti minni mótstöðu gegn vatninu. í maí-hefti enska mánaðar- ritsins „The Motor Ship“ segir svo, í íslenzkri þýðingu, um rafsoðin skip: j „Reynslan af notkun rafsoð- 1 inna skipa hefir þegar sýnt, að j fleira er gott við þau en það, að stálið sparist og fljótlegra j sé að byggja þau. Þessir auka- Hefti þetta er hið vandaðasta og gefur hinar beztu vonir um framtíð ritsins. Helzta efni þess eru þýddar sögur eins og að vanda lætur. Hinn nýi ritstjóri þýðir söguna: Eftir orrustuna, eftir spanska rithöfundinn Jac- into Octavio Picón. Er saga sú mjög smekklega valin, og þýð- ingin hið bezta af hendi leyst, sem vænta mátti. Sagan Snæ- kollur, eftir skozka rithöfund- inn R. B. Cunninghame Gra- ham í þýðingu Egils Bjarnason- ar, er hin athyglisverðasta. Ger ist hún á íslandi, og mun því mörgum forvitni á að lesa hana. Raunar skýtur skökku við um staðhætti víða í sögunni og til- vitnanir í heimildir, en eigi að síður ge'tur hún talizt með á- gætum frá skáldskaparlegu sjónarmiði.,— R. B. C. G. mun hafa gist ísland skömmu fyrir síðustu aldamót, og á sagan að gerast seint á 19. öld. Leifur Haraldsson þýðir sögu eftir finnska rithöfundinn Unto Seppánen, er nefnist Vegurinn til hjartans. Þýðingin hæfir mjög sögunni. Gunnlaugur Pét- ursson þýðir smásögu Vestur- íslendingsins Boga Bjarnason- ar, Draum prestsins. — Bogi er ritstjóri í Treherne í Manitoba- fylki. Hann skrifar jafnan á ensku og er prýðilega ritfær. Mun han nfæddur vestan hafs, en er ættaður úr Norður- Þingeyjarsýslu. Helgi Sæ- mundsson þýðir söguna Bróður- leit, eftir sænska rithöfundinn Par Lagerkvist, sem er í hópi öndvegishöfunda Norðurlanda. Tvær frumsamdar smásögur kostir felast meðal annars i eft- irfarandi: 1. Aukið burðarmagn. 2. Sparnaður á tíma og kostn- aði við viðhald, þar sem ekki þarf eins og annars gerist, að ditta að nöglum, sem lekur með. 3. Rafsoðin skip eru traust- byggðari. Gæði rafsuðunnar í reynd koma meðal annars áberandi fram á tundurspilli, sem varð fyrir tundurskeyti á námunda við ísland. Hin rafsoðnu skil- rúm héldu skipinu á floti, en á- litið er, að ef hnoðnaglar hefðu verið notaðir í skipinu, þá hefði ekki tekizt að bjarga því. Áætlað er, að efnissparnaður við rafsoðin skip, umfram þau, sem byggð eru með gamla lag- inu, nemi 15—20%, og sami sparnaður er áætlaður á vinnu við bygginguna. En þess ber að gæta, að vér stöndum á tíma- mótum í þessu efni, og þess má vænta, að þegar menn hafa notfært sér að fullu þessa ný- breytni, þá náist muni meiri sparnaður á efni og vinnu en að framan greinir. G. F. T. Framsóknarmenn um land allt! Gætið þess nú þegar hvort þér eruð á kjörskrá. Kærufrest- ur er til 13. júní. eru í hefti þessu, önnur eftir Friðrik Ásmundsson Brekkan og nefnist Líf, hin eftir Jón Óskar og ber heitið Skip leggur að og frá. — Saga Brekkans er samin eftir heiðinni helgisögu. Stíll hennar er látlaus og við- felldinn og efni hennar sér- stætt og mjög íhugunarvert. Saga Jóns Óskars er örstutt en prýðilega samin. Má efalaust gera sér góðar vonir um þenn- an unga og efnilega höfund. Guðmundur Ingi á í hefti þessu kvæði, er heitir Ilmur lífsins. Jón Magnússon yrkir þróttugt og snjallt ljóð um hólmann, sem stendur af sér strauminn, storm og hrlð, og Jónas Tryggvason, húnvetnsk- ur bóndason, kveður um fjall- göngumanninn, er nær hæsta tindi. Öll mega kvæðin teljast góð, þótt ljóð Jóns Magnússon- ar beri raunar að mínum dómi mjög af. Þorsteinn Jósepsson ritar þátt frá Sviss, er nefnist Vatns- bakkinn, sem sprakk. Þorsteinn skrifar blæfagran stíl og segir skemmtilega frá, enda hefir hann getið sér orðstír fyrir ferðaþætti sína frá Sviss og Þýzkalandi og víðar. Grein hans er prýdd ágætum myndum. Stefán Jónsson, skólastjóri, skrifar eftirtektarverða grein um sorg og gleði. Er þar margt viturlega sagt og holl ráð ráðin, en þó er greinin með öllu laus við þreytandi predikunartón. Einnig eru í hefti þessu tvær greinar, er munu vera eftir rit- stjórann, önnur um Djengis (Jf'ramh. d 4. siBu) Þúsnndir vita að gæfan íylgir trúlofunar- hringunum frá SIGURÞÓR. Sent gegn póstkröfu. Sendiff nákvæmt mál. ! ■■ ............. Samvinnumenn: Markmiff samvinnufélaga er aff sporna viff skuldaverzlun og óreiffu í viðskiptum. HIGLIXGAR milli Bretlands og Islands halda áfram, eins og að undanfömu. Höfum 3—4 skip í förum. Tilkynningar um vöru- sendingar sendist Culliford & Clark Ltd. BRADLEYS CHAMBERS, LONDON STREET, FLEETWOOD. S A V O N de P A R I S varðveita hörund yðar — gera það mjúkt og heilbrigt og verja það öllum kvillum. SAVON de PARIS er mjúk sem rjómi og hefir yndislegan hressandi rósailm. — IVotið beztu og vönduSustu sápuna! - Notið SAVON de PARIS - 536 Victor Hugo: Esmeralda 633 — Hljóð! Mér hefir láðst að geta þess, að ég hefi skipað yður sendiherra í Gent. Herrar mínir, bætti hann við og sneri sér að flæmska sendimönnunum. — Hann hefir einnig verið erindreki konungs. — Jæja, sonur! hélt hann enn áfram og vatt sér að meistara Olivier. Við skulum ekki deila né vera sundur- þykkir, tveir gamlir vinir. En nú er dag- ur liðinn. Vér höfum lokið dagsverki voru. Þér skuluð raka mig. Kærir lesendur hafa sjálfsagt rennt grun í, að meistari Olivier er enginn annarr en Figaro, sem forsjóninni, hin- um undursamlegasta höfundi mestu harmleika, hafði þótt henta að veita hlutverk í þeim langa og blóðuga leik, sem tvinnaðist um Lúðvík XI. Hér er ekki staður né stund til þess að lýsta meir skapferli þessa merkilega manns. Innan hirðarinnar var sú kurteisi við- höfð, að nefna hann Olivier de Daim4 en alþýða manna nefndi hann Olivier le Diable (það merkir djöullinn). Réttu nafni hét hann Olivier le Mauvais. Olivier le Mauvais stóð grafkyrr um stund, þrár og þrjózkufullur, og glápti á konunginn. Annað veifið skotraði hann augum til læknisins. — Já, já, læknirinn! þrumaði hann illilega. er mynd af Díönu, mjúklegri og yndis- legri og hrokkinhærðri. Hörundið er svo hvítt, að það er hrein freisting að horfa á það. — Böðull, drundi Lúðvík XII. Hvaða kjaftæði er þetta? — Ég verð að fá þak yfir þessi mál- verk, herra, og þó það kosti ekki mik- ið, þá hefi ég ekki ráð á því. — Hve dýrt yrði þetta! — Æ, nokkur þúsund dali í hæsta lagi. — Djöfull, hrópaði konungurinn. Þér dragið ekki úr mér tönn svo að þér heimtið ekki gull og græna skóga fyrir vikið. — Fæ ég húsið? spurði læknirinn. — Já, og til helvítis með yður. En læknið mig! Jakob Coictier hneigði sig djúpt og mælti: — Herra! Eitt ráð er til að bjarða lífi yðar, ágætt ráð. Ég læt stóran plástur yfir herðarnar á yður. Þessi plástur er búinn til úr vaxi, ameríkskum þófaraleir, eggjahvítu, olíu og ediki. Þér skuluð einnig drekka rigningarvatn. Þá er hágöfugum konunginum borgið. Flugur sækja jafnan að ljósi. Meist- ari Olivier sá, að konungurinn var I góðu skapi. Honum virtist tækifærið hentugt og hóf því máls:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.