Tíminn - 04.06.1942, Blaðsíða 4

Tíminn - 04.06.1942, Blaðsíða 4
224 TÍMHVIV, iimmtndaglim 4. juni 1942 57. I»lað Víðtal við hershölðíngja Bandam.hersins (Framh. af 1. síðu) heim. Maður þarf ekki annað en að sjá höggmyndirnar í Listasafninu í Reykjavík til þess að komast að raun um hve stórkostlega viðbót snilli íslands nútímans hefir gefið menning- arfjársjóðum þeim, sem geym- ast í fornsögunum. Það er eft- irtektarvert, að enskar þýðingar af sögunum ykkar eru vinsælar í Ameríku og að þær eru lesn- ar í æðri skólum okkar og há- skólum. í mannsaldra hefir fólk af íslenzku bergi brotið unnið að börnum annarra þjóða að því að byggja upp land vort. Menn og konur af yðar þjóð hafa ávallt skarað fram úr, hvar sem þau hafa sezt að, sökum dugnaðar sins og búskaparframtaks. Við höfum dáðst að þreki þeirra og þoli og skoðað þá sem góða borgara. — Hvað teljið þér, að hafi verið almennt álit á íslandi og íslenzku þjóðinni meðal her- manna yðar áður en þeir komu hingað. — Bandaríkjaþjóðinni hefir ávallt verið kunnugt um hina löngu og virðingarverðu sögu íslands. Við höfum að sjálf- sögðu dáðst að sögum ykkar. Okkur hefir verið ljóst, að þús- und ára þingræði ykkar hefir verið til fyrirmyndar, bæði okk- ur og öðrum þjóðum. Mann fram af manni hefir okkur ver- ið sagt frá frelsisást íslendinga og einstaklingsfrelsi eins og það birtist í lýðræðisskipulagi ykk- ar. Þessar tilfinningar eru okk- ur sameiginlegar. Hvað land- inu sjálfu viðvíkur, þá vissum við ekki mikið um það .Flestir okkar létu blekkjast af nafninu og bjuggumst við kaldari veðr- áttu. — Hvert er viðhorf hersins til lands og þjóðar nú? — Það eru þrír hlutir sem við óskum eftir að gera: Að kynnast íslendingum bet- ur, svo að misskilnings og ó- vildar gæti ekki á meðal okk- ar. Að vinna saman að sameigin- legu málefni okkar. Að verja þetta land, svo að allir þeir„ sem búa hér, megi njóta frelsis í framtlðinni. Slíkt frelsi er ykkur í blóð borið, það er arfur frá forfeðr- um ykkar og það verður að hald- ast. — Hvað ráðleggið þér her- mönnum yðar sérstaklega að hafa hugfast í sambúðinni við islenzku þjóðina? — Það hefir ekkert verið lát- ið ógert til þess að bæta sam- búð okkar við íslendinga. Ég hefi stofnað í aðalstöðvum mín- um skrifstofudeild fyrir borg- araleg málefni (Civil Affairs Section). Aðal hlutverk þessar- arar deildar er að vera tengi- liður milli hersins og þjóðar- innar. í gildi eru strangar fyr- irskipanir varðandi réttindi ís- lenzkra borgara, eignarréttindi, veiðiréttindi o. s. frv. Laxveiðiár ykkar hafa verið varðar fyrir óheimilli ágengni hermanna. Ég hefi tilkynnt öllu liði mínu, að æðarver og varplönd megi ekki verða fyrir röskun eða trufiun- um. Kröfur út af umferðasiys- um eða ágengni og skaða af völdum hermanna eru rækilega teknar til athugunar. íslenzkir embættismenn eru meðlimir amerísk-íslenzku nefndarinn- ar (Joint Appeals Board). For- ingjar mínir eru meðlimir í ís- lenzk-amerísku mats-nefnd- inni (Joint American-Icelandic Valuation Committee), brott- flutningsnefndar (Reykjavík Evacuation Committee), loft- varnarnefndar (Air Raid Pro- tection Committee), „ástands“- nefndinni (American-Icelandic Morals Board), samvinnu- nefndinni (Joint Labor % Com- mittee), ásamt ýmsum öðrum nefndum, sem miða að full- komnari samvinnu milli okkar. Liðsforingjar mínir hafa nána samvinnu við ríkisstjórn ykkar gegnum sendiherra vorn hér, við lögreglustjóra ykkar, sýslu- menn og aðra embættismenn. Það hafa verið gefnar út allar mögulegar skipanir og tilskip- anir, varðandi sambúðina, með það fyrir augum að halda uppi vingjarnlegum skiptum milli okkar, þannig, að hlutverk okk- ar megi verða leyst af hendi svo árekstralaust sem auðið er. — Hvers þurfa íslendingar sérstaklega að gæta í sambandi við umgengnina við setulið Bandaríkjanna? — Það er lífsnauðsyn framar öllu, að íslendingar hlýði skip- unum og bendingum hermanna, sem eru á verði. Það verður að hlýða reglum og aðvörunum, rituðum á ensku og íslenzku, sem eru festar upp við inn- ganginn að herbúðum eða öðr- um stöðvum hersins með tak- markaðri eða bannaðri umferð. Borgararnir ættu að ganga með vegabréf staðfest af ríkisstjórn- inni, sem eru gefin út af sam- vinnuskrifstofunni, (Joint La- bor Office) og sýna þau varð- mönnum, þegar menn þurfa að fara inn í herbúðir eða inn á svæði með takmarkaðri um- ferð. Menn verða að minnast þess, að vissar umferðatak- markanir eru nauðsynlegar, vegna landvarna íslands. Öryggi landsins krefst slíkra ráðstaf- ana. Borgararnir verða að gera sér þetta ljóst og aöstoða okk- ur í því, að fullt gagn verði að. íslendingar geta hjálpað okkur mikið með því að tilkynna nær- veru ókunnra aðila eða sérhvert óvenjulegt fyrirbæri til næstu herstöðvar. — Eruð þér því ekki mótfalln- ir, að hermannaskálarnir séu innan um íbúðarhús íslendinga í Reykjavík og öðrum bæjum landsins? — Það er og hefir ávallt ver- ið regla mín að hafa ekki her- mannabústaði I borgum, nema það sé nauðsynlegt af varnar- ástæðum eða slíku. Þetta hefir átt við í Reykjavík eins og ann- Vill pjóðin fallast á .. (Framh. af 2. síöu) fyrst um sinn. Málið var því nægilega undirbúið. En sé það ætlun stjórnar- flokkanna, að gera aðrar og víðtækari breytingar á æðsta valdinu, þá er það óverjandi að- ferð að ætla nefnd að ljúka slíku starfi á 1 y2 mánuði, því að væntanlega kemur næsta þing saman um miðjan júlí. Þetta er enn meira óverjandi, þegar þess er gætt, að allir nefndarmennirnir munu helga kosningabaráttunni starfskrafta sína. Formaður nefndarinnar heyir t. d. harðsótta kosninga- baráttu í fjarlægu kjördæmi. Ef störf þessara nefndar ættu að vera viðunandi, þyrfti hún t. d. að afla sér upplýsinga um erlendar stjórnarskrár, sögu þeirra, hvernig einstakar fyrir- myndir hafa reynzt, skrif helztu fræðimanna um þessi mál o. s. frv. Það eitt að afla þessara gagna tekur langan tíma. Það er fjarstæða að ætlast til, að slíkt starf verði unnið á 1 y2 mánuði. Það er vissulega hreint hneyksli, að ætla höfuðmáli þjóðarinnar slíka kákathugun. Það er með þessu sett á bekk með auðvirðilegustu smámálum, sem hægt er að athuga á 2—3 dögum. Þessi meðferð á sjálfstæðis- málinu sýnir bezt, að stjórnar- flokkarnir meta að engu helgi þess og virðingu. Þeim finnst vel sæma, að draga þetta mál út í sömu pólitísku refskákina og þeir hafa teflt að undan- förnu í verzlun sinni um kjör- dæmamálið. Þessi nefndarskipun mun ekki á neinn hátt gera auðveldara að afgreiða málið á næsta þingi en það var á seinasta þingi. Athugun nefndarinnar verður engin, því tíminn er allt- of stuttur. Ef sumarþingið ger- ir nokkuð í málinu, verður það þvi að samþykkja stjórnarskrá hæstaréttardómaranna, þótt ars staðar. Liðsveitir, sem ekki er bein þörf fyrir í borg, eru hafðar annars staðar. Þessari reglu mun verða fylgt áfram. — Hvað má hafa eftir yður um styrjöldina og varnir ís- lands? — Alls ekkert. — Hvað viljið þér svo að lok- um segja um tvíbýli það, sem nú er í landinu? — Okkar sameiginlega mál- efni — það að verja þessa eyju fyrir árás — mun verða treyst með gagnkvæmum skilningi, og vilja þeirra, sem hlut eiga að máli, til þess að vinna saman í eindrægni þar til sigur er unn- inn. % A. Framsóknarmenn nm land allt! Gætið þess nú þegar hvort þér eruð á kjörskrá. Kærufrest- ur er til 13. júnf. 534 Victor Hugo: — Herra,-------- — Hvað er nú fleira? spurði Lúðvík XI. — Herra! Þér vitið, að Símon Radin er dauður. — Og hvað um það? — Herra! Embætti hans er laust. Nú leitaðist Olivier við að gera sig svo auðmjúkan á svip sem kostur var á, eins og eðlilegt var. Slíkt á jafnan að vera á hirðmanns færi. Konung- urinn horfði hvasst á hann og sagði föðuriega: — Ég skil yður. Síðan hélt hann áfram: — Meistari Olivier! Boucicaut mar- skálkur var vanur að segja: Dorgaðu eftir konungs náð eins og þorsk í sjó. Ég skil, að þér hafið tileinkað yður orðtak marskálksins. Ég hefi gott minni, og þér skuluð gefa gaum að orð- um mínum. Árið 1468 gerði ég yður að herbergissveini minum, árið 1469 urð- uð þér virkisstjóri I Claud og fenguð mörg hundruð dali í laun. í nóvember- mánuði 1473 gerði ég yður að umsjón- armanni skóganna í Vincennes í stað Gilberts Acles. 1475 skipaði ég yður yf- irskógarvörð. Árið 1478 auðsýndi ég þá rausn og mildi að úthluta yður og konu yðar lífeyri, 10 Parísardölum, skjalið var innsiglað með grænu vaxi. 1479’ Esmeralda 535 gerði ég yður að yfirskógarverði í Sen- atsskóginum í stað vesalings Jóhanns Daiz. Síðan urðuð þér af náð minni yf- irumsjónarmaður hervista í Loches, héraðsstjóri í St. Quentin, liðsforingi við Maulen. Loks veitti ég yður greifa- titil. Af hverjum fimm súum, sem rak- arar þeir, sem raka menn á helgum degi, verða að greiða í sekt, falla yður þrjár í skaut — ég fæ aðeins tvær. Árið 1474 gaf ég yður marglitt skjaldar- merki, þrátt fyrir mikla óánægju með- al aðalsstéttanna, svo að nú er brjóst- ið á yður engu óskrautlegra en bringa á páfugli. Eruð þér ekki ánægður enn? Hafið þér ekki þegar dregið nóg að landi? Haldið þér ekki, að bátnum yð- ar sé hætt, ef meira er í hann látið? Græðgin mun steypa yður í glötun herra minn. Ógæfan kemur ávallt í sióð græðginnar. Hugleiðið það, og þegið sið- an. Konungurinn var mjög harðlegur á svip, er hann mælti þetta. Meistari Olivier setti upp þóttasvip og horfði storkunaraugum á konunginn. — Ágætt, tautaði hann. Það dylst ekki, að konungurinn er sjúkur í dag, enda er hann örlátastur við lækninn. Lúðvík XI. kippti sér ekki upp við þessa móðgun. Hann hélt áfram hinn gæfasti: hún geti ekki orðið nema til bráðabirgða. En það var eins vel hægt á seinasta þingi. Það er því ekki hægt að líta öðru vísi á þessa nefndarskipun, en sem tilraun til að breiða yfir undanhaldið, er áreiðanlega mun halda áfram á næsta þingi, ef stjórnarflokkarnir fá meirihluta í vorkosningunum. Þjóðtn verður að dæma eftir staðreyndum. Þjóðin má því ekki láta glam- ur stjórnarblaðanna um þessa ómerkilegu nefndarskipun blekkja sig. Þjóðin á að byggja úrskurð sinn 5. júli á stað- reyndum, en ekki blekkingum. Staðreyndirnar eru þessar: Þingið hefir samþykkt stjórn- arskrárbreytingu, sem slær því föstu, að fsland sé konungsríki og leggur þannig lýðveldisáform þingsins til hliðar. Þeir, sem vilja fallast á þetta undanhald í sjálfstæðismálinu, samþykkja stjórnarskrárbreytinguna, en hinir, sem eru því andvígir, verða á móti henni. Beri þeir síðarnefndu hærra hluta, verð- ur erlendum þjóðum ljóst, að undanhaldsstefnan á ekki fylgi hjá þjóðinni. Athugasemd (Framh. af 3. siðu) 54, frá 7. maí 1928, að reikn- ingar þessir verði endurskoð- aðir hið allra bráðasta. Jafn- framt leyfir Menntamálaráð sér að æskja þess, að athugasemd- ir, er fram kynnu að koma við reikninga þessa, verði sendar til ráðsins. -----GAMLA TíK)--- SAFARI Amerísk kvikmynd. DOUGLAS FAIRBANKS.Jr. MADELEINE CARROLL Sýnd kl. 7 og 9. Framhaldssýning 3Vz-6Vz: Hræddnr við kvenfólk með gamanleikaranum JOE PENNER. _______NÝJA HtÓ-----— BLÓÐ OC« SANDIJR (Blood and Sand) Aðalhlutv rkin leika: TYRONE l'OWER, LINDA D ' RNELL. RITA HA .fWORTH. Sýnd kl. 1, 6.30 og 9. Aðgöngumiðar að sýnlng- unum seldir frá kl. 11 f. h. Á morgun kl. 5, mánudag: (Woman in Red) RAUÐKLÆDDA KONAN Skemmtileg mynd með BARBARA STANWYCK Og GENE RAYMOND. Allar góðar húsmæður þekkja hínar ágætu SJAFNAR-vörur Þvottaduftið PERLA ræstiduftið OPAL kístalsápu og stangasápu Barði Guðmundsson, Stefán Jóh. Stefánsson.“ 1. okt. 1931 sendir svo fjár- málaráðuneytið formanni Menntamálaráðs kvittun fyrir reikningum Menningarsjóðs og listadeildar yfir árin 1928—31 ásamt athugasemdum. Geta menn nú sjálfir séð, hvort yfirlýsing Menntamála- ráðs samkvæmt skjölum þess er röng. Reykjavík, 2. júní 1942. Árni Pálsson. (Sign.) Barði Guðmundsson. (Sign.) Guðmundur Finnbogason (Sign) Jónas Jónsson. (Sign.) Pálmi Hannesson. (Sign.) Vokkrar stúlkur verða ráðnar á klæðskeravinnustofn vora. Þurfa ekki að vera vanar saumaskap. (Jpplýsingar á skrifstofunni, Skólavörðustíg 12 Tímaritið Dvöl (Framh. af 3. síöu) Kan, herkonunginn mikla, hin um grænlenzkar bókmenntir, þar sem Hans Lynge og bók hans „Vilji hins ósýnilega“, er helzt gert að umræðuefni. Bókadómar eru nokkrir í Dvöl að þessu sinni, en þeirra hefi ég saknað um hríð. Virðast þeir ekki ritaðir fyrir útgefendur og höfunda áminnztra bóka eins og nú er mjög títt, heldur túlka sjálfstæðar og óháðar skoðanir, og er það vel farið. Frágangur heftisins er hinn vandaðasti. Efnislega er það þannig úr garði gert, að það mun geta talizt meðal beztu hefta tímaritsins. Er þvi fyllsta ástæða til þess að óska ritstjóra og útgefanda til hamingju með árangurinn. IV. Hinn nýi ritstjóri Dvalar, Jón Helgason, er ungur Borg- firðingur. Hann hefir fengizt við blaðamennsku um nokkur ár, er ágætlega ritfær og virð- ist vel tíl ritstjórastarfs fallinn. Hann mun hafa verið fyrir- rennara sínum talsvert hand- genginn og er einn úr hópi hinna gömlu Dvalarvina. Það má glögglega ráða það af þessu fyrsta hefti Dvalar, eftir hin nýju húsbóndaskipti, að ritið mun enn halda sér- stöðu sinni 1 framtíðinni. — Dvöl mun sem íyrrum flytja úrvalssmásögur öndvegishöf- unda heims í vönduðum þýð- ingum, frumsamdar smásögur, ijóð, ljóðaþýðingar og greinir og ritgerðir um margvísleg efni. Hún mun sýna yngri mönnunum traust og tiltrú sem fyrrum, en jafnframt gera miklar kröfur um vandvirkni og tilþrif. — Mér er nær að halda, að Jón Helgason og Vigfús Guð- mundsson eigi enn fleira skylt en borgfirzkan uppruna sinn og ást á fögrum skáldskap. Ég vona, að þeir eigi sameiginlegan Til brúðargjafa: Keramik — Krisfall. Matar- og Kaffistell nýkomin. K. EINARSSON & BJORNSSON. Bankastræti 11. Framboð landslista Landlistar, sem eiga að vera í kjöri við alþingiskosningar þær, sem fram eiga að fara 5. júlí þ. á., skulu tilkynntir lands- kjörstjórn eigi síðar en 27dögum fyrir kjördag eða, fyrir kl. 24 á mánudag 8. þessa mánaðar. Fyrir hönd landskjörstjórnar veitir ritari hennar, Þorsteinn Þorsteinsson, hagstofustjóri, listunum viðtöku í skrifstofutíma Hagstofunnar, en auk þess verður lands- kjörstjórnin stödd í Alþingishúsinu á mánudag 8. þessa mánaðar klukkan 21—24 til þess að taka á móti listum, sem þá kynnu að berast. Landskjörstjórnin, 3. júní 1942. Magnús SijSSorðsson, Jón Ásbjörnsson, Ragnar Ólafsson, Vllni. Jónsson, Þorsteimt Þorsteinsson. TÍNINN er víðlesnasta anglýsingablaðið! dugnaðinn og djarfhugann, sem til þess þarf að veita vönd- uðu riti forstöðu. Verði sú raun- in, mun Dvöl enn um langa hríð leggja leið sína inn I heimili lesgjarnra og fróðleiksfúsra ís- lendinga og verða tekið sem góðum gesti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.