Tíminn - 07.06.1942, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR:
JÓNAS JÓNSSON.
ÚTGEFANDI:
FRAMSÓKNARFLOKKURINN.
RITST JÓRASKRIFSTOFUR:
EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A.
Símar 2353 og 4373.
AFGREIÐSLA, INNHEIMTA
OG AUGLÝSINGÁSKRIFSTOFA:
EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A.
Sími 2323.
PRENTSMIÐJAN EDDA hJ.
Símar 3948 og 3720.
26. ár.
TÍ3ÍI W, smmudaginn 7. jiiní 1942
59. blað
Kjósendur Alþýðuilokksins verða að rísa
gegn íhaldssamvinnu íor íngja sinna
Hver treystír loforðum
þessa manns?
Við umrœður uvi kosningafrestunina í fyrra gaf ráðherra „Alþýðu-
flokksins", Stefán Jóh. Stefánsson, svohljóðancLi YFIRLÝSINGU fyrir
hönd flokks síns:
„Þann tíma, sem framlenging kjörtímabils kann
að standa, sýnist sjálfsagt og í ANDA LÝÐRÆÐIS
OG ÞINGRÆÐIS, AÐ ENGAR STÓRAR BREYT-
INGAR VERÐI GERÐAR Á ÍSLENZKRI LÖG-
GJÖF, aðrar en þœr, sem ÓHJÁKVÆMILEGAR
eru og nauðsynlegar, vegna ástands þess, sem nú
ríkir og afleiðinga þeirra“.
Fáum mánuðum seinna varð Alþýðuflokkurinn fyrsti
flokkurinn til þess að bera fram á Alþingi víðtœkar breyt-
ingatillögur við stjórnarskrá íslands.
Kjósendur munu áreiðanlega hugsa sig um oftar en
tvisvar, áður en þeir taka gild loforð þessa manns og nán-
ustu samherja hans i kosningunum nú.
Sjötugur
Ari Arnalds, fyrrverandi bæj-
arfógeti á SeySisfirði, er sjö-
tugur í dag, 7. júní.
Ari er af breiðfirzkum ættum
kominn. Hann gekk ungur í
Lærðaskólann í Reykjavík og
stundaði síðar lögfræðinám í
Kaupmannahöfn og lauk lög-
fræðiprófi 1905. Er heim kom
hneigðist hugur hans til blaða-
mennsku og þjóðmálaafskipta.
Var hann ritstjóri Dagfara á
Eskifirði í tvö ár og Ingólfs í
Reykjavík í tvö ár. Síðar var
hann fulltrúi í stjórnarráðinu.
Árið 1908 bauð Ari sig fram til
þings í Strandasýslu og hafði
sigur. Sat hann á þingi eitt
kjörtímabil, 1908—1911.
Árið 1918 var hann skipaður
sýslumaður í Norður-Múlasýslu
og bæjarfógeti á Seyðisfirði.
Gegndi hann því embætti þar
til árið 1937. Var heilsa hans þá
mjög á förum. í fyrra fluttist
hann til Reykjavíkur, og nú
hefir hann störf með höndum
í stjórnarráðinu. En heimili
hans er á Amtmannsstíg 4.
Ari Arnalds á að baki merki-
legan æfiferil, og munu Seyð-
firðingar og Norðmýlingar æ
minnast hans með hlýjum huga.
Sjómannadagurínn
í dag er sjómannadagurinn.
í tilefni af deginum fara fram
fjölbreytt hátíðahöld bæði í
höfuðstaðnum og víða úti á
landi. Hátíðahöldin hér í bæn-
um hefjast með hópgöngu sjó-
manna undir íslenzka fánan-
um og merkjum félagssamtaka
sjómanna frá Stýrimannaskól-
anum kl. 11 f. h. Gengið verður
suður á íþróttavöll, en þar verð-
ur útifundur. Margskonar
keppnir og skemmtanir fara
fram í dag og í kvöld verða
dansleikir í öllum helztu sam-
komuhúsum bæjarins.
Sjómannadagsblaðið verður
selt á götunum í dag. Er það
stærra og fjölbreyttara en
nokkru sinni fyrr. Auk margs-
konar greina og frásagna flyt-
ur blaðið fjölda mynda og ann-
að efni.
Þetta er í 5. sinn, sem sjó-
menn efna til hátíðahalda
þennan dag. Vafalaust fara há-
tíðahöldin vel fram að þessu
sinni og verða sjómannastétt-
inni til sóma eins og ætíð áður.
Síldarverksmíðjur
ríkisins taka til
starfa 5. júli
Undanfarið hafa farið fram
viðræður á milli viðskiptanefnd-
arinnar og fulltrúa frá Banda-
rikjastjórn. Hafa samningar
tekizt um sölu á allri lýsisfram-
leiðslu okkar og 20 þúsund smá-
lestum af fiski- og síldarmjöli.
Verðið á lýsissmálestinni er
ákveðið 828 kórnur, en það er
um 30% hærra en í fyrra.
Verðið á hverri smálest af
mjölinu verður 13—14% hærra
en í fyrra, eða 515 kórnur.
Samkvæmt tillögu stjórnar
síldarverksmiðja ríkisins taka
verksmiðjurnar á Siglufirði og
Raufarhöfn til starfa 5. júlí
næstkomandi.
Ákveðið er, að verksmiðj urn-
ar greiði kr. 18 fyrir málið
(Framh. á 4. síðu)
Kosningaskrifstofa
Fra msóknarf élagaima
í Rcykjavík er í Sam-
bandshúsinu (3. liæð)
Síini 3978.
Kjörskrá liggur frammi á
skrifstofunni. Gætið þess nú
þegar, hvort þið eruð á kjör-
slcrá. Kærufrestur er til 13. júní.
Gerið skrifstofunni aðvart, ef
þið farið úr bænum fyrir kjör-
dag og látið vita um þá, sem
þegar eru farnir úr bænum.
Annars mun Steián Jóhan'n og Ás-
geir Asgeírsson auka samvinnu sína
við
Það er nú komið á daginn, eins greinilega og verða má, að mestu ráðamenn
Alþýðuflokksins, Stefán Jóhann Stefánsson og Ásgeir Ásgeirsson, eru algerlega
gengnir Sjálfstæðisflokknum á hönd. Þessvegna láta þeir blað sitt, Alþýðublaðið,
hamast mest gegn Framsóknarflokknum og tefla einkum fram til árásanna tveim
síldarbröskurum, sem hafa orðið fjárhagslegan skyldleika við stríðsgróðamenn
Sjálfstæðisflokksins, þeim Finni Jónssyni og Erlendi Þorsteinssyni. Stefán Rúss-
landsfari er svo látinn taka undir þennan söng síldarbraskaranna.
Málfærsla síldarbraskaranna
er aðallega sú, að Framsóknar-
flokkurinn sé orðinn hreinn í-
haldsflokkur, miklu verri og
hættulegri en Sjálfstæðis-
flokkurinn, og þess vegna verði
umfram allt að ráða niðurlög-
um hans.
Skal nú vikið nokkru nánar
að helztu atriðum . i málflutn-
ingi síldarbraskaranna.
Hefir Framsóknar-
flokkurmn brugðizt
vinstra samstarfi?
Eitt meginatriði þeirra félaga
er það, að Framsóknarflokkur-
inn hafi lofað í seinustu kosn-
ingum að hafa eingöngu sam-
starf við vinstri flokkana. Þetta
er alveg rangt, því að Eysteinn
Jónsson lýsti greinilega yfir þvi
í útvarpsumræðum fyrir kosn-
ingarnar, að flokkurinn myndi
eingöngu velja sér samstarfs-
menn eftir málefnum.
Hitt er það, að Framsóknar-
menn flestir munu telja eðli-
legast og heppilegast, að sam-
starf geti haldizt milli hinna
vinnandi stétta, sem mynda
Framsóknarflokkinn og vinstri
flokkana. En það er fyrst og
fremst sök Alþýðuflokksfor-
ingjanna, að slíkt samstarf nef-
ir verið óframkvæmaniegt sein-
ustu árin. Með því að beita
grimmasta flokksofbeldi í
verkalýðsfélögunum, hindra alla
andstæðinga sína frá þátttöku
í þingi og stjórn Alþýðusam-
bandsins og nota sjóði verka-
lýðsfélaganna í flokksþágu,
klufu þeir verkalýðshreyfing-
una í marga fjandsamlega hópa
og misstu yfirráðin yfir þýð-
ingarmestu verkalýðsfélögun-
um. Undir slíkum kringumstæð-
um gat stjórnarsamvinna Fram-
sóknarflokksins og Alþýðu-
flokksins ekki þrifizt, þar sem
andstæðingarnir beittu verk-
fallsvaldinu gegn ríkinu, eins
og greinilega kom fram í Hafn-
arfjarðardeilunni 1939.
Foringjar Alþýðuflokksins
geta því kennt sér einum um
það, að ekki hefir verið til
grundvöllur fyrir svokölluðu
vinstra samstarfi seinustu árin,
þar sem flokksofbeldi þeirra í
verkalýðssamtökunum eyðilagði
eina mikilvægustu máttarstoð
slíkrar samvinnu. Jafnframt
hefir svo komið til greina þörf
þjóðarinnar fyrir víðtækara
samstarf, sem foringjar Alþýðu-
flokksins viðurkenndu í verki,
unz séð varð, að kosningar færu
fram.
„íhaldsverk“ þjóð-
stj ór nar imiar.
Þá segja síldarbraskararnir,
að ýms stjórnarstörf seinustu
ára beri einkenni íhaldsstefn-
unnar. Hjá því var vitanlega
ekki komizt, fyrst hafa varð
samvinnu við Sjálfstæðisflokk-
inn á annað borð, að eitthvað
tillit yrði að taka til þess flokks.
En öll þau mál, sem sildar-
braskararnir nefna í þessu
sambandi, hafa verið ráðin til
lykta með tilstilli og samþykki
Alþýðuflokksins, nema gerðar-
dómurinn, og skal síðar að
honum vikið. Alþýðuflokkurinn
ber því ekki siður ábyrgð á
þessum „íhaldsverkum“, sem
síldarbraskararnir eru að tala
um, en Framsóknarmenn.
Það má t. d. nefna skatta-
lögin. Skattalögin, sem sam-
þykkt voru á þingi 1941, gengu
mun skemmra en skattalögin,
sem sett voru í vetur. Alþýðu-
flokkurinn samþykkti fyrri
lögin fúslega og gerði aldrei
minnstu tilraun til að fá þeim
breytt. Það voru Framsóknar-
menn, sem tóku upp þá bar-
áttu og knúðu fram skattalög-
in í vetur. Alþýðuflokkurinn
hefir verið algert núll í barátt-
unni fyrir því, að stríðsgróð-
inn væri hæfilega skattlagður.
Irinan Alþýðuflokksins eru líka
mikilsmegandi stríðsgróða-
menn, bæði í Hafnarfirði og á
ísafirði. Áhrif þeirra má vel
marka á því, að Alþýðuflokks-
foringjarnir í Hafnarfirði lögðu
miklu lægri útsvör á togara þar
I fyrra, en flokksbræður þeirra
vildu hafa þau hér í bænum.
Vegna þessa tillits Alþýðu-
foringjanna í Hafnarfirði til
stríðsgróðamannanna þar, varð
að hafa útsvörin á Reykjavík-
urtogurunum lægri en ella, því
að annars hefðu þeir farið úr
bænum.
Síldarbröskurunum Finni og
Erlendi ferst því vissulega ekki
að ásaka Framsóknarflokkinn
fyrir „íhaldsverk", sem þeir
telja að þjóðstjórnin hafi unn-
ið. Flokkur þeirra hefir lagt
blessun sína yfir þau öll, og
iðulega sýnt mestu tregðu, þeg-
ar Framsóknarflokkurinn hefir
reynt að koma .fram róttækum
tillögum, eins og t. d. í skatta-
málunum.
Gerðardómurlim.
Þá skal vikið að gerðardómn-
um. Alþýðuflokksforingjarnir
telja hann versta afturhalds-
verk. En þar er fyrst til and-
svara, að bæði á þingi 1939 og
1940 samþykkti Alþýðuflokkur-
inn fúslega lög, sem gengu
miklu meira á hlut verkamanna
en gerðardómurinn. Samkvæmt
þeim lögum mátti kaupið ekk-
ert hækka, en gerðardómurinn
getur leyft vissar hækkanir.
Samkvæmt þeim lögum var að-
eins veitt takmörkuð dýrtíðar-
uppbót, en samkvæmt gerðar-
dómnum full dýrtíðaruppbót.
Flokkur, sem hafði samþykkt
fyrri lögin, gat því engu rétt-
lætanlega ástæðu fundið til að
vera á móti gerðardómslögun-
um. En hann gat fundið eina
lítilmannlega ástæðu. Þegar
fyrri lögin voru sett, voru kosn-
ingar ekki í nánd, þegar gerð-
ardómslögin voru sett, voru
kosningar á næstu grösum.
Alþýðuflokkurinn er líka
fylgjandi því, að samskonar
takmarkanir séu settar á kaup
bænda og annarra framleið-
enda og gerðardómslögin setja
á kaup launastéttanna. And-
staða hans gegn gerðardómnum
er því ekkert annað en and-
styggileg kosningatálbeita, sem
launastéttunum er ætlað að
gleypa.
Alþýðublaðið segir, að gerð-
ardómslögin nái ekki tilgangi
sínum. Það bendir á, að ýmsar
laungreiðslur eigi sér stað.
Hins vegar hælist blaðið yfir
því, að húsaleigulögin nái til-
gangi sínum. Vitanlegt er, að
þar eiga sér stað allskonar
laungreiðslur, eifts og bezt má
sjá á auglýsingum í blöðunum.
Þótt húsaleigulögin séu þannig
brotin í allstórum mæli, má þó
hiklaust fullyrða, að þau ná til-
gangi sínum í margfalt fleiri
tilfellum og eru því tvímæla-
laust til mikils gagns. Eins er
það með gerðardómslögin. Þeg-
ar kreppan kemur, munu líka
laungreiðslurnar falla niður og
þá mun það koma atvinnuveg-
unum vel, að hið fasta grunn-
kaup hefir ekki hækkað.
Samvíiman við
S j áll stæðisf lokkinn.
Þá telja sildarbraskararnir
það Framsóknarflokknum til
dómsáfellingar, að hann hafi
verið einn í stjórnarsamvinnu
með Sjálfstæðisflokknum í
nokkra mánuði. En hvað er það
hjá því, að styðja hreina í-
haldsstjórn? Þegar tveir flokk-
ar eru í samvinnu, getur annar
þeirra ekki gert neitt, sem ináli
skiptir, án vitundar og vilja
hins. Þetta skiptir allt öðru
máli, þegar tveir flokkar vinna
saman á þann hátt, að annar
flokkurinn hefir öll völd og
hinn gerir ekkert annað en að
veita stuðning sinn. Alþýðu-
flokkurinn gengur því marg-
falt lengra í samvinnunni við
Sjálfstæðisflokkinn nú en
Framsóknarflokkurinn gerði áð-
ur. Framsóknarflokkurinn hafði
alltaf taumhald á Sjálfstæðis-
flokknum, en Alþýðuflokkurinn
hefir alveg látið honum eftir
taumhaldið.
Það er alveg óhætt að slá þvi
föstu, að Framsóknarflokkurinn
mun aldrei henda það glap-
ræði að styðja hreina íhalds-
stjórn. Það gerir Alþýðuflokk-
urinn nú.
Það má líka hiklaust fullyrða,
að kjósendur Alþýðuflokksins
telja það hreinasta glapræði af
Alþýðuflokksforingjunum, að
þeir skuli hafa veitt hreinni
íhaldsstjórn stuðning sinn.
Kjósendur Alþýðuflokksins
(Framh. á 4. síðu)
A víðavangi
„AF ER FÓTURINN".
Ritstjóri Vísis er þekktur að
þvi, að vera meiri i orði en á
borði, meiri í eigin augum en
annarra.
Svo er mikil vanmáttartil-
finning hans gagnvart Her-
manni Jónassyni, að hann virð-
ist telja sig vaxa af því, að
fara hverja hrakförina af ann-
arri fyrir honum. Hann hefir
reynt að bjóða sig fram í
Strandasýslu, en lá eins og
sjálfdauð æðarkolla. Nú siðast
ræðst hann fram fyrir skjóldu
hins „lögkæna“ dómsmálaráð-
herra ihaldsins í Gutenberg-
málinu. Hefir hann skrifað
langlokur miklar og drýldnar í
blað sitt, með risafyrirsögnum.
Hermann svaraði þessu með
einni grein í Tímanum.
Á miðvikudaginn var, kemur
Kristján loks með smágrein í
Vísi og nú bregður svo kynlega
við, að öll gífuryrðin eru orðin
að „eftirhreytum og fokdreif-
um“. Verður ritstjórinn nú að
eta ofan í sig fyrri dylgjur sín-
ar, með því að birta bréf frá
M. Thorlaciusi hrm., eða drepa
þeim á dreif með málæði.
Minnir þessi viðureign óneit-
anlega á oflátan Kol, sem
kaus sér að eiga vopnaskipti
við Kolskegg, „því að við mun-
um mjög jafnir til viga.“
Kolskeggur hjó brátt fót und-
an Kol, en hann leit á stúfinn
sem tryði hann ekki eigin aug-
um.
En Kolskeggur sagði góðlát-
lega: „Svo er sem þér sýnist, af
er fóturinn.“
Það er ekki ein báran stök
fyrir „krukkum“ íhaldsins.
„MÉR LÍKAR EKKI
MAÐURINN“.
Eftirtekt vakti það í Eyjum
við bæjarstjórnarkosningarnar
í vetur, er Viggó Björnsson,
bankastjóri, neitaði að mæla
með flokkslista Sjálfstæðis-
manna. En hitt vekur ekki
minni athygli þar nú, að er ný-
skeð var verið að smala þar
meðmælum með þingmanns-
framboði Jóhanns Jósefssonar
neitaði hann um stuðning sinn
eins og við bæjarstjórnarkosn-
ingarnar og sagði, að sér líkaði
ekki maðurinn. Öðruvísi mér
áður brá, allir dagar eiga kvöld.
ÞAD ER NÚ ANNAÐ MÁL!
Sj álfstæðismenn kvarta jafn-
an undan því, að Framsóknar-
flokkurinn hafi fengið fleiri
þingmenn en þeir, að tiltölu við
kjósendafjölda, við síðustu
kosningar.
Við bæjarstjórnarkosningar í
Reykjavík í vetur fengu Sjálf-
stæðismenn meirihluta fulltrú-
anna, þótt þeir væru og séu í
minnihluta hjá kjósendum.
Þeir stjórna bænum þvi enn
með fullkomnu flokkseinræði,
og hefir enginn heyrt þá fjarg-
viðrast út af óréttlæti í því efni.
„FRÓÐÁRUNDUR HIN NÝJU“.
Þau tíðindi hafa gerzt í
„kjördæmi Thor Thors,“ að
gamall og gróinn Snæfellingur,
Ásgeir Ásgeirsson frá Fróðá,
hefir lýst yfir framboði sínu
sem Sjálfstæðismaður í Snæ-
fellsnesssýslu, þvert ofan í
framboð Gunnars Thoroddsens,
sem fer þangað sem hinn
„smurði“ íhaldsmaður.
„FJÖLSKYLDUSJÓNARMIГ.
Ásgeir Ásgeirsson og Gunnar
Thoroddsen hafa skiptzt á
frambjóðendum í V.-ísafjarð-
arsýslu og á Snæfellsnesi. Ás-
geir fær nýbakaða og með öllu
óreynda lögfræðingsspíru móti
sér frá Sjálfstæðisflokknum, en
móti Gunnari fer Ólafur karl-
inn Friðriksson, sem Alþýðu-
flokkurinn hefir látið rykfalla
á búrhillunni hjá sér árum
saman.
Þau koma víða til greina nú
fj ölskyldusj ónarmiðin!