Tíminn - 07.06.1942, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.06.1942, Blaðsíða 2
230 Tfftirvx. simimdaglnii 7. jnní 1942 59. blað ‘gímirm Sunnudaginn 7. jjúní Munnvatn og guðsblessun Flestir munu kunna þjóð- söguna um Magnús sálarháska, er hánn lagðist út og hugðist lifa á munnvatni sínu og guðs- blessun. Reyndist það létt í maga, og guðsblessunin þó einna lakast. Annar Magnús er nú uppris- inn með þjóð vorri. Hefir hann gerzt sálnahirðir íhaldsins í ráðherrastóli, og má ætla, að vera hans þar verði ámóta löng og útilega nafna hans forðum. Ekki mun Magnús þessi láta sér nægja munnvatn og guðs- blessun til viðurværis. En hitt mætti til sanns vegar færa, að hann ætlaði kjósendum Sjálf- stæðisflokksins að meðtaka góðgæti af svipuðu tagi, ef lit- ið er yfir „langhunda“ þá, sem að undanförnu hafa flætt úr penna hans út yfir dálka Morg- unblaðsins og ísafoldar. í „langhundum“ þessum slær Magnús á ýmsa strengi, svo sem prédikurum er tamt. Ýmist gerir hann sig blíðan og í- smeygilegan eða hótar hörðu, þessa heims og annars. Samkvæmt stöðu sinni á Magnús að iðka vísindi og leita sannleikans. Greinar hans ættu því að bera með sér merki hins trúa þjóns í víngarðinum. En um tölvísi hans má segja hið sama og þekktur stærðfræðing- ur hefir að orðtaki, þegar hann sér einhverja bullandi vitleysu: „Þetta, þetta er bara teólógía.“ Lítið sýnishorn nægir til að sýna „vísindi" Magnúsar í réttu ljósi. Hann skiiítir kjördæmum landsins í 4 flokka, til að sýna, hve misjafnlega margir kjós- endur komi á hvern þingmann. Telur hann þar í 3. fl. „öll kjör- dæmin utan kaupstaðanna“ með 1217 kjósendur um hvern þingmann. En svo tekur hann öll fá- mennustu kjördæmin út úr þessum flokki og býr til úr þeim 4. flokk með 866 kjósendur á þingmann. Aðferðin er því þannig: Fyrst eru fámennustu sveitakjör- dæmin tekin með til að lækka „meðaltal kjósenda" um hvern þingmann. Síðan eru hin fá- mennustu tekin út úr sem sér- stakur flokkur. Hið sanna í málinu er hins vegar, að í 3. fl. Magnúsar eru 1434 kjósendur um þingmann, en ekki 1217, ef nokkurt vit á að vera í skilgreiningu hans. Mun mörgum þykja sú guðs- blessun heldur léleg og öfug- snúin, sem fer þannig með stað- reyndir. Þegar Magnús heldur lengra út í þann sálarháska, að sýna fram á rangindi þau, er þéttbýl- ið, kaupstaðirnir, eigi við að búa, gerir hann svo vel að sleppa uppbótarsætunum alveg. Við síðustu kosningar voru greidd alls 59.096 atkvæði. Sé þessu deilt á 49 þingmenn, koma 1206 atkvæði á hvern, eða nokkru lægri tala en í öllum kjördæmum utan kaupstað- anna. Verður því ekki annað séð en kaupstaðirnir hafi feng- ið fulla uppbót fyrir sín mörgu atkvæði. Hitt er annað mál, að meiri hluti kjósenda hefir svo víða hafnað frambjóðendum Sjálf- stæðisflokksins, að hann hefir nokkru hærri atkvæðatölu á þingmann en meðaltalið er. Magnús segir, að vald sveit- anna rýrni ekki við hina nýju kosningaskipun. — Það er rétt, að sveitirnar fá sömu tölu þingmanna. En tvímenningskjördæmin fá ekki að velja þá eftir venjuleg- um reglum, að meiri hluti ráði úrslitum. Nei, þeim er fenglnn annar þingmaðurinn, tilnefnd- ur af þriðjungi kjósenda í kjör- dæminu eða blátt áfram sendur af miðstjórn Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík, að hætti Hitl- ers eða Stalins. Þetta er ofbeldið, sem verið er að fremja gegn þessum kjör- dæmum. Magnús játar greiðlega, að Jónas Jónsson: Þrír frambjóðendur Þrír af kunnustu og snjöll-: ustu mönnum, sem átt hafa sæti á Alþingi undanfarin ár,! fara nú úr kjördæmum, þar sem þeir áttu vísa kosningu, til að nema ný lönd og færa út áhrifasvæði Framsóknar- flokksins. Þessir menn eru Bjarni Bjarnason skólastjóri á Laugarvatni, Steingrímur Stein- þórsson búrvaðarmálastjóri og sr. Sveinbjörn Högnason á Breiðabólsstað. Bjarni býður sig fram á Snæfellsnesi, Stein- grímur í Barðastrandarsýslu en sr. Sveinbjörn í átthögum sín- um í Vestur-Skaftafellssýslu. Ástæðan til þess, að þessir þjóðkunnu menn hverfa úr kjördæmum, þar sem þeir höfðu hver um sig byggt upp öruggt kjörfylgi, og leita sér nýrra við- fangsefna með nýjum sam- starfsmönnum, er hin óafsak- anlega, vanskapaða stjórnar- skrá, sem þrír þingflokkar reyna að fá lögfesta. í þessum vanskapningi er snúið við öll- um þingstjórnarreglum. Minni- hlutinn er látinn sigra meiri- hlutann aðeins til þess að tryggja sigur án verðleika. margir flokkar séu hættulegir lýðræðinu, en neitar því, að nokkur hætta stafi af sliku, vegna „stjórnarskrár upplausn- arinnar", án þess að færa nokk- ur rök. í Reykjavík verða 6—7 listar í kjöri í vor. Sjá menn þá, hvert stefnir? „Þeir eru ekki fáir, sem efast um umhyggju Framsóknar- flokksins fyrir sveitunum", segir guðsmaðurinn. Svona tala þeir, sem ekki nenna að rökræða málefni. „Framsóknarmenn hika ekki við að ganga móti þessari til- raun til að vernda vald sveit- anna“, segir hanri ennfremur. Heyr á endemi! Vei slíkri hræsni. Það má segja um þessi skrif hins dygga drottins þjóns í ráð- herrastóli, að þau minna á hinn gagnorða vitnisburð, 'áem Jón Þorláksson gaf honum forðum: „Allt sem fram gengur af munni þessa háttvirta þingmanns er þunnt, — þó ekki líkt vatni, heldur þunnt og ógeðslegt eins og slepja.“ Og ekki virðist hann hafa tekið sér fram upp á síðkastið. Það sýnir bezt blekvaðall hans í dálkum Morgunblaðsins og ísafoldar að undanförnu. + Framsóknarmenn rísa gegn þessari ósæmilegu stjórnlaga- gerð. Þeir telja, að þjóðin eigi að gefa Framsóknarflokknum svo mikið aukið þingvald, að hann geti stöðvað þá vansæm- andi stjórnlagagerð, sem hér er um að ræða. Bjarni, Steingrím- ur og sr. Sveinbjörn ætla að fjölga þingliði flokksins, en þykjast þess fullvissir, að þeir nýju verkamenn, sem koma í þeirra stað, sýslumaður Rang- æinga, Páll sýslumaður Árnes- inga og Sigurður kaupfélags- stjóri á Sauðárkróki muni allir ná þingsætum 5. júlí. Sókn Framsóknarmanna til að fá stöðvunarvald eftir næstu kosningar, byggist á því, að flokkurinn haldi öllum sínum gömlu þingsætum, og bæti við nokkrum nýjum. Framsóknar- menn treysta á, að kjósendur sem áður hafa fylgt Alþýðu- og Sjálfstæðisflokknum, yfirgefi þá við þessar kosningar, til að sýna vanþóknun sína á þeirri léttúð og forsvarsleysi, sem kemur fram í allri afstöðu þeirra sem standa að stjórnarskrá upp- lausnarinnar. Vegna þess, að þeir Bjarni, Steingrímur og Sveinbjörn hyggja á landnám og það í stórum stíl, þykir rétt að blað flokksins minnist með nokkrum orðum á hvern þeirra og störf þeirra á undangengnum árum. Það er bæði réttmæt viðurkenn- ing fyrir mikil verk og góð, og um leið bending til þeirra kjós- enda, sem eiga nú völ á að fá slíka forustumenn fyrir hérað, þar sem bíða mörg vandasöm og óleyst verkefni. Bjarni Bjarnason var á æsku- árum sínum einn af áhuga- mestu leiðtogum ungmennafé- laganna og mikill íþróttamað- ur. Hann var jafn kunnur fyrir að vera einn hinn vaskasti glímumaður og einn hinn drengilegasti þátttakandi í hörðum kappleikjum. Hann bjó sig undir kennslustörf með námi innanlands og utan, varð síðan skólastjóri í Hafnarfirði, en keypti jafnframt stórbýlið Straum, 5 km. sunnan og vest- anvert við Hafnarfjörð, húsaði bæinn prýðilega, girti landeign- ina með 20 km. girðingu, og kom á fót einhverju stærsta sauðfjárbúi á Suðurlándi, þar til pestin tók að herja þar. Bjarni undi vel æfinni í Straumi. Hann hafði fjölmenn- an nemendahóp og ánægjuleg- an sveitabúskap með miklum framkvæmdum. En þegar Laug- arvatnsskólinn var að verða fullgerður, tók Bjarni að sér forstöðu hans. Það var erfitt verk. Húsakynni voru þar mikil, en ekki nærri fullbúin. Jörðin var góð en skólann vantaði bú- stofn. Miklar skuldir hvíldu á skólanum frá byggingarfram- kvæmdum. Miklar deilur höfðu orðið um skólastaðinn og skóla- framkvæmdina. Bjarni fékk hér mikið en óvenjulega erfitt verkefni. En á þeim árum, sem liðin eru síðan 1929, að hann tók þar við forstöðu, hefir hann ekki legið á liði sínu. í vor mun skólinn hafa verið orðinn skuldlaus. Húsakynnin á Laug- arvatni eru mikil og góð. Þar eru að jafnaði um 200 manns i heimili, bæði sumar og vetur. Þar er starfræktur stærsti heimavistarskóli, sem nokkurn tíma hefir verið til á íslandi. Jafnhliða héraðsskólanum er að rísa húsmæðraskóli, kennslu- kvennaskóli, íþróttaskóli, og kennsla í fjölbreyttu verklegu námi. Þegar skóla lýkur á Laug- arvatni á vorin, fyllist Laugar- vatn af sumargestum. Allt sumarið er Laugarvatn fjöl- mennasta gistihús landsins. Þegar Bjarni tók við forstöðu Laugarvatns, var í fyrstu all- mikil tregða á, að áhrifamenn Sjálfstæðisflokksins vildu koma þangað. Nú er svo komið, að fé- sterkum Sjálfstæðismönnum þykir það beztur kostur, að konur þeirra og börn dvelji á Laugarvatni sem mest af sum- artímanum. Samkvæmt venjulegum ráðn- ingarskilyrðum við héraðsskóla, þurfti Bjarni ekki að starfa þar nema að vetrinum og fram á vor. Hann gat þá lokað húsinu, látið leigja jarðarafnotin, og verið í löngu sumarleyfi norð- ur í Straumi, þar til hausta tók. En þetta átti ekki við Bjarna. Án þess að á honum hvildi nokkur skylda lagði hann á sig að koma á fót hinum mikla gistihússrekstri, miklum jarða- bótum og stórfelldum búrekstri. Hann hefir látið Straum að mestu eða öllu leyti af hendi og snúið sér einhuga að því að borga skuldir Laugavatns, bæta húsakost skólans, gera skólann sem bezt úr garði, búa skynsam- lega í haginn fyrir dvalargesti og koma upp búi, sem ber bóndahæfileikum Bjarna hinn lofsamlegasta vitnisburð. Rækt- un sú, sem Bjarni skólastjóri hefir staðið fyrir á Laugarvatni, er nú þegar orðin svo stórfelld, að síðastliðið haust var kart- öfluuppskera skólans um 300 tunnur, en nautgripir á fóðrum eru um fjörutíu. Hin síðari ár er fjárbú skólans að vaxa, síð- an minna kvað að pestinni. Bjarni mun hafa hug á, að það standi ekki að baki kúabúinu. Allar líkur eru til, að innan skamms hefjist á Laugarvatni hagnýt kennsla í búfræði fyrir unga menn, sem fara til sjávar á vertíð, en geta verið heima fyrri hluta vetrar. Þannig má segja, að Bjarni skólastjóri leggi á marga hluti gerva hönd. Þegar afurðabótlöggjöfin var í uppsiglingu, bauð Bjarni skólastjóri sig fram í Árnes- sýslu, og hefir síðan átt þar að fagna vaxandi fylgi. Bjarni hefir á þingi verið sami at- hafnamaðurinn eins og heima fyrir. Hann hefir alla þá stund, síðan hann varð þingmaöur, átt sæti í fjárveitinganefnd, oft verið formaður hennar og framsögumaður, en ætíð ein- hver áhrifamesti maður nefnd- arinnar. Hann hefir farið þar vel með vald sitt, verið rétt- látur í fjárskiptum milli hér- aða, og sýnt andstæðingum þar sömu drenglund eins og fyrr, meðan hann var íþróttakepp- andi. Bjarni hefir lagt mikla vinnu og alúð við að koma í framkvæmd áhugamálum Ár- nesinga bæði heima fyrir og á þingi. Verður honum að jafn- aði vel ágengt um áhugamál sín, því að maðurinn er í einu, ötull og kappsamur, vel treyst af vinum sínum og mikils virt- ur af andstæðingum. Þingið myndi missa einn af sínum nýtustu mönnum, ef Bjarni hyrfi þaðan fyrir aldur fram. Steingrímur Steinþórsson er dóttursonur Jóns Sigurðssonar á Gautlöndum. Hefir pólitískur áhugi verið arfgengur í þeirri ætt. Voru móðurbræður Stein- gríms eitt sinn þrír á þingi samtímis. Steingrímur er fædd- ur og uppalinn í Mývatnssveit. Hann gekk ungur á Hvanneyr- arskólann. Hafði Halldór Vil- hjálmsson á honum miklar mætur og lét orð um það falla í ræðu við skólauppsögn, að þeir menn væru honum mest að skapi, sem væru gæddir jafn- góðum og fjölbreyttum gáfum eins og Steingrímur Steinþórs- son. Frá Hvanneyri fór Stein- grímur á héraðsháskólann í Kaupmannahöfn og lauk þar prófi með ágætum vitnisburði. Að loknu námi var hann um allmörg ár kennari á Hvanneyri og síðan skólastjóri á Hólum. Á þeim árum átti hann mikinn þátt í að efla flokkssamtök samvinnumanna, bæði í Borg- arfirði og Skagafirði. Stein- grímur var kjörinn á þing í Skagafirði þingrofsárið 1931, til að verja rétt hinna fornu kjör- dæma. Þótti hann þá þegar hinn efnilegasti þingmaður. Hann var með fremstu ræðu- mönnum á þingi, frjálslyndur og mjög áhugasamur að bæta kjör fólks í dreifbýlinu, bæði til sjávar og sveita. Hafði hann í Skagafirði jöfnum höndum stuðning bænda, sjómanna og verkamanna. Eftir að skipulagi Búnaðarfélagsins var breytt þannig, að forstöðumaðurinn væri einn, var Steingrímur val- inn búnaðarmálastjóri. Var það nokkuð vandasamt starf. Höfðu verið nokkrir flokkadrættir í fé- laginu á undangengnum árum milli starfsmanna og í landinu öllu um jarðræktarlögin og skipulag Búnaðarfélagsins. — Steingrímur Steinþórsson hefir komið á góðum friði í félaginu, bæði inn á við og út á við. Eru nú hættir allir óeðlilegir flokka- drættir um búnaðarmálefni landsins. Má óhætt fullyrða, að enginn einn maður hefir átt eins mikinn þátt í því eins og Steingrímur Steinþórsson. Hug- sjón hans er sú að sameina alla bændastétt landsins í sterkan og heilbrigðan félagsskap, til að verja og vernda íslenzkan land- búnað og heilbrigt sveitalíf. Jafnframt þessu hefir Stein- grímur verið hinn öruggasti fyrirsvarsmaður rtýbýlabygg- ingar í landinu og formaður í stjórn þess sjóðs, er vinnur að þeim málum. Steingrímur hefir jafnan komið fram sem víðsýnn og framsýnn þingmaður. Hefir hann í Skagafirði jafnan notið mikils kjörfylgis í kauptúnum sýslunnar. Steingrímur Steinþórsson þarf að eiga sæti á þingi, sem fyrir- svársmaður hinnar framsæknu bændastéttar og þeirra kaup- túnabúa, sem vilja byggja framtíð sína á ræktun og vinnu en síður á klakahöggi og svo- kölluðum atvinnubótum. Þegar Bergur Jónsson tók við forustu í málefnum Barðstrendinga eft- ir Einar Jónasson, mátti segja, að sýslan hefði verið stórlega vanrækt á flestan hátt í tíð Einars. Mikið hefir breytzt til batnaðar þar í sýslu síðan Berg- ur Jónsson gerðist forustumað- ur þar í héraði. En nú þegar hann gat ekki haldið áfram þingmennsku fyrir héraðið, (Framh. á 3. síðu) Guðlaugur Rósinkranz: JVore^söfnuDÍn Norðmenn eru sú þjóð, sem vér íslendingar höfum lengst átt samskipti við, sú þjóð, sem okkur er skyldust og senriilega líkust í skapi. Það hefir því eðlilega ekki getað farið hjá því, að vér deildum um sitthvað, þótt deiluefnin hafi ekki alltaf verið stórvægileg. Aðallega hafa deilur okkar staðið um handrit og saltfisksmarkaði og þá stundum skort nokkuð á um skilning og lipurð af beggja hálfu. En hver hugsar nú um eða erfir þessar smávægilegu erjur, þegar teflt er um líf og frelsi, ekki aðeins nokkurra einstaklinga, heldur heilla þjóða?Og hver man eftir slíkum deilum, er þeir heyra um þær ógnir og hörmungar, sem þessi frændþjóð okkar á nú við að búa? Það eru ekki aðeins nokk- rir einstaklingar, sem pyndað- ir eru og líflátnir, heldur eru stórhópar ofsóttir og settir í fangelsi, misþyrmt og líflátnir, eftir því, er fregnir frá hlut- lausum löndum herma. Er þar skemmst að minnast, er 18 menn í einu þorpi voru án saka teknir af lífi, aðrir karlmenn fluttir í fangabúðir, kvenfólk og börn flutt á brott og híbýli fólksins síðan brennd til ösku. Ástæðan til þessara og ann- arra hermdarverka, eru, að þjóðin er ófús að reka erindi kúgara sinna. Eftir öllum fregnum að dæma á norska þjóðin nú við hin hörmulegustu kjör að búa, matarlítil, klæðlaus, ófrjáls og ofsótt í sínu eigin landi, heilar borgir í rústum og atvinnulífið í kalda koli. Þjóðin er því sann- arlega hjálpar þurfi. Og þótt vér höfum ekki aðstöðu til þess að veita Norðmönnum okkar litlu hjálp strax, efast enginn um, að hennar verður ekki síð- ur þörf, þegar að því kemur, að vér fáum aðstöðu til þess að rétta þeim hjálparhönd. Stjórn Norræna félagsins ákvað því að hefja, þann 17. maí, á þjóðhá- tíðardegi Norðmanna, fjársöfn- un þeim til hjálpar. — Félags- stjórnin leitaði til formanna nokkurra félagssambanda og ritstjóra blaða um stuðning við þetta málefni og var sá stuðn- ingur fúslega veittúr nær því án undantekningar. Ritstjórar Þjóðviljans neituðu þó að styðja þessa söfnun. Norræna félagið hefir einu sinni áður, og þá í samstarfi við Rauða Krossinn, hafið svipaða fjársöfnun og í samskonar til- gangi um land allt, en það var til handa Finnum, er líkt stóð á fyrir þeim veturinn 1939—40, er þeir áttu í ófriði við Rússa og liðu miklar hörmungar. Þá hófu allar Norðurlandaþjóð- irnar almenna fjársöfnun til handa Finnum og kom þá hvarvetna í ljós mikil fórnar- lund og heit samúð með Finn- um og safnaðist ógrynni fjár. í þeirri söfnun var meiri þátt- taka, og safnaðist meira fé en dæmi voru til áður hér á landi, eða 175 þús. kr. Fé þetta var sent Rauða Krossi Finnlands og fyrir nokkurn hluta þess voru keyptar vörur og sendar Rauða Krossinum. Þegar þessi fjár- söfnun átti sér stað, vorum vér íslendingar mun verr staddir fjárhagslega en nú, og ætti því þessi söfnun að geta orðið miklu meiri, enda hafa þær upphæðir, sem borizt hafa, verið mun ríf- legri en þá. Skömmu eftir að Þjóðverjar réðust inn í Noreg og nokkr- um dögum eftir að við íslend- ingar sjálfir vorum herteknir, hóf Norræna félagið, þann 17. maí 1940, fjársöfnun með merkjasölu í Reykjavík, Hafn- arfirði, Akureyri og Siglufirði, til hjálpar þeim norsku flótta- mönnum, sem hingað leituðu ásjár. Þótt óhug hefði þá slegið á þjóðina sökum nálægðar ó- friðarins og hertökunnar, söfn- uðust þennan dag tæpar 10 þús. kr. á þessum stöðum. Þetta fé hefir síðan verið notað til hjálpar þeim flóttamönnum, sem hingað hafa leitað og hefir félagið getað orðið við öllum þeim beiðnum, sem til þessa hafa þorizt. Þá strax var ákveðið að hefj- ast handa um fjársöfnun í stærri stíl, þegar tiltækilegt þætti. Þjóðhátíðardagur Norð- manna þótti félagsstjórninni heppilegur til þess að hefjast handa, meðal annars af því, að með því gátum vér sýnt frænd- þjóð okkar á þessuní hátíðis- degi hennar þá samúð og vin- áttu, sem vér íslendingar, að örfáum hræðum undanteknum, berum í brjósti til hennár. Og aldrei munum vér hafa fundið sárar til með þessari hugdjörfu frændþjóð en einmitt nú, er vér heyrum svo að segja dag- lega fregnir af þeirri ægilegu meðferð er hún sætir. Sambúðin kom líka skýrt fram. Svo að segja hver maður bar merki Noregssöfnunarinnar. Þennan tíma fjáröflunar og fjárhagslegrar velgengni töld- um vér heppilegan til fjársöfn- unar, einkum er vér hugleidd- um, að mikið af því fé, sem vér fáum í hendur, hefir okkur hlotnazt vegna þeirra hörm- unga, sem yfir þjóðirnar dynja, vegna stríðsins. Og er þá þeim gróða betur varið en til þess að græða einhver þau sár, er lítil og friðsöm þjóð hefir hlotið að ósekju? Einstaka menn hafa verið að tala um, og finna að þvi, að það fé, sem safnast, skuli ekki afhent strax, heldur fyrst þeg- ar stríði er lokið eða þegar Norðmenn hafa endurheimt land sitt og frelsi, og hefir þetta verið mælt af mörgum af fullri einlægni, en af öðrum eingöngu til þess að spilla málefninu. En þessi ákvörðun er tekin i sam- ráði við fulltrúa Norðmanna sjálfra, og ekki efast líklega neinn um, að þeir vilji þjóð sinni vel og viti hvað heppileg- ast er í þessu efni. Enda hlýt- ur öllum að vera það ljóst, að ekki er hægt að koma nokkurri hjálp til Norðmanna heima í Noregi, og þeir Norðmenn, sem utan Noregs dvelja og stjórn Norðmanna í London, hefir næga peninga eins og stend- ur og jafnvel meiri en þeir geta fengið vörur keyptar fyrir. En þegar Noregur verður endur- heimtur, verður vafalaust þörf fyrir mikið fé og margar þær vörur, sem við ættum að geta af hendi látið. Og það eitt er víst, að ánægjulegast er að sú hjálp er vér komum til með að veita, komi þar að notum, sem hennar er mest þörf, og þar sem þessarar litlu hjálpar okk- ar gætir eitthvað. En kommúnistar eru þeir einu menn, sem fjandskapazt hafa við þessa fjársöfnun, eins og Finnlandssöfnunina. Fyrst byrjuðu þeir með því að skammast út af þvi, hve seint fjársöfnun til handa Norð- mönnum væri hafin. En þegar hún hófst, þá var það höfuð- synd og nægileg ástæða til þess að vera á móti henni, að ég og Stefán Jóhann skyldum eitt- hvað vera við þessa söfnun riðnir. Við vorum, að þeirra dómi, óheppilegir forustumenn. Og hvers vegna? Vegna þess, að við höfðum verið viðriðnir Finnlandssöfnunina, þá mestu fjársöfnun, sem hér hefir verið, en eins og allir vita, hata kom- múnistar Finna og alla, sem þeim hjálpa eða hafa hjálpað.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.