Tíminn - 07.06.1942, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.06.1942, Blaðsíða 4
232 Reykjavík, smmndaginn 7. jiiní 1942 59. blað ÚR BÆKIIM Ingólfur, málgagn ungra Pramsóknarmanna, 5. tölublað n. árgangs, er nýkomiS út. í blaðinu eru greinar eftir Hörð Þór- liallsson, Jón Helgason, Helga Sæ- mundsson og Pál Þorsteinsson frá Hnappavöllum. Ennfremur kvæði eftir Berg Sæmtmdsson á Hvanneyri. — Ný- ir áskrifendur fá ókeypis það, sem til er af I. árgangi. Áskriftargjald er 5 krónur á ári. Hjónaband. Síðastliðinn laugardag voru gefin saman í hjónaband af séra Sigur- birni Einarssyni, ungfrú Hólmfríður Jóhannesdóttir Björnssonar frá Hofs- stöðum í Skagafirði og gjaldkeri Gísli Ólafsson Gíslasonar framkvæmda- stjóra frá Viðey. — Heimili þeirra er í Þingholtsstræti 31. Gjafir til dvalarheimilis sjómanna. Til dvalarheimilis sjómanna hafa nýlega borizt 6405 krónur, sem eru gjafir frá skipshöfnmn ýmissa skipa og einstökum mönnum. Meistaramótinu lauk s. 1. mánudag með leik milli Pram og K. R. og úrslitaleik milli Vals og Víkings. Pram sigraði K.R. með 1:0, Valur vann Víking með 1:0. Valur vann mótið og hlaut 6 stig, Vík- ingur 3, Fram 2 og K. R. 1. Tímarit verkfræðingafélagsins 6. hefti 26. árg. er fyrir skömmu komið út. í þessu hefti ritsins eru margar athyglisverðar greinar. Dr. Trausti Einarsson ritar grein um möguleika til öflunar neyzluvatns í Vestmannaeyjum, o<r um hernaðar- rannsóknir dr. Þorkels Þorkelssonar veðurstofustjóra. Ýmislegt fleira efni er í ritinu. Stal reiðhjólum. Nýlega var í lögreglurétti Reykjavík- ur kveðinn upn dómur yfir Lárusi Guðm. Gunnarssyni til heimilis að Suðurpól 31 fyrir stuld á reiðhjólum. Hlaut Lárus 40 daga óskilorðsbundið fangelsi og var auk þess sviptur kosn- ingarétti og kjörgengi. Lárus hefir áð- ur hlotið dóm fyrir hneykslanlegt framferði á almannafæri. Kandidatspróf við háskólann. Þessir kandídatar hafa nýlega lokið embætisprófi við Háskóla íslands: — / guðfrœöi: Eiríkur Jón ísfeld 2. betri einkunn, 117% stig, Erlendur Sig- mimdsson 2. betri eink., 117% stig, Ingólfur Ástmarsson 1. eink., 133% stig, Jens Benediktsson 1. eink., 136 stig. / lœknisfrœði: Eyþór Dalberg 1. eink., 168% stig, Guðjón Klemensson 1. eink., 158% stig, Kristján Jóhannesson 2. betri eink., 127% stig, Ólafur Tryggva- son 1. eink., 156% stig. í lögfrœði: Bárður Jakobsson 1. eink., 186 stig, Kjartan Ragnars 1. eink., 185 stig, Þór- hallur Pálsson 1. eink., 181% stig. / íslemkum frœðum: Steingrímur Páls- son 1. eink., 99 stig. Hjónaband. Sunnudaginn 31. maí voru gefin saman i hónaband af séra Jóni Thor- arensen Steinfríður Matth. Thomassen og Guðjón Sigfússon. Heimili ungu hjónanna verður á Eyrarbakka. Áheit afhent Tímanum. Til Strandarkirkju kr. 30,00 frá Tálknfirðing. — Til Hallgrímskirkju kr. 10,00 frá konu á Patreksferði. Verð á fískímjölí Fyrir skömmu síðan var verð á fiskimjöli ákveðið. Verður það sem hér segir: Vélþurrkað fiski- mjöl kr. 426.75 á hverja smálest, en kr. 387.96 hver smálest af sólþurrkuðu fiskimjöli. Þrír frambjóðendur (Framh. af 3. siðu) hagslegu hruni. Sr. Sveinbjörn vann sigur. Hann varð síðan á þingi einhver harðsnúnasti fyr- irsvarsmaður afurðasölulög- gjafarinnar. Einna hörðust var barátta hans í mjólkurmálinu. Þar stóðu þeir Egill Thoraren- sen og sr. Sveinbjörn ár eftir ár fremstir í fylkingu fyrir fjár- hagslegri viðreisn sunnlenzkra bænda. Á þeim brotnuðu hinar þungu öldur mótstöðunnar. Eg- ill stýrði hinni miklu mjólkur- verksmiðju við Ölfusá. Sr. Sveinbjörn var formaður mjólk- ursölustjórnarinnar. Hann varð þrásinnis að fara hraðferðir til Reykjavíkur í þessum efnum, jafnt vetur og sumar. Var hann þá um stund I verulegri hættu að ofbjóða heilsu sinni með vosbúð og kulda. Kjarkur hans og viljaþrek minnti mest á sr. Tómas hinn nafnfræga fyrir- rennara hans á Breiðabólsstað. Afurðasölulögin björguðu fjárhag bændanna og sveita- lífinu og sveitamenningunni. Samvinnumenn landsins og Framsóknarflokkurinn unnu þarna mikla sigra. En í þeim margmenna hóp er sr. Svein- björn meðal þeirra, sem lengst og mest hafa barizt fyrir úrslit- um þeim, sem nú eru fengin. Fyrir nokkrum árum kom fjölmenntaður sænskur rithöf- undur að Breiðabólsstað. Hon- um þótti mikils vert um prest- inn á staðnum. Hann sá í bóka- skáp hans mikið af nýjustu.og frægustu verkum um vísinda- lega guðfræði. Hann sá eitt af frægustu verkum Pascals liggja á skrifborði hans. Hann sá, að þessi lærði maður var jafnframt einn af mestu atorkumönnum héraðsins við búskap, og að hann gekk að slætti og öðrum bústörfum með heimamönnum sínum, þegar honum vannst tími til. Þannig er sr. Svein- björn. Hann er lærðastur ís- lenzkra guðfræðinga, einn hinn áhugasamasti og athafnamesti prestur þjóðkirkjunnar og einn af duglegustu og umsvifamestu bændum sýslunnar. En eitt gat hinn lærði útlendingur ekki metið eins og vert var. En það eru þingmannshæfileikar sr. Sveinbjarnar. Þeim verður naumast betur lýst en með því að minna á meðferð hinnar vansköpuðu stjórnarskrár í neðri deild. Sr. Sveinbjörn var framsögumaður Framsóknar- manna í málinu. Hann átti mik- inn þátt í að semja álit minni- hlutans, ítarlegt og harðskarpt. Þar var málstaður Ásgeirs Ás- geirssonar tættur sundur lið fyrir lið. Síðan kom önnur um- ræða. Sr. Sveinbjörn stóð þar líkt og Kári Sölmundarson eftir Njálsbrennu, öllum mönn- um vígfimari og harðsnúnari í baráttunni. Ræðumenn Sjálf- stæðismanna, krata og kom- múnista gengu fram í röðum móti hónum. En hann greip hvert spjót á lofti og skaut því aftur með tvöfaldri orku til andstæðinganna. Frammistaða sr. Sveinbjörns Noregssöfnumn (Framh. af 3. síðu) aðarlega af mörkum. Með þessu móti getur söfnunin orðið al- menn og myndarleg og okkur samboðin. Gjafirnar má senda beint til Norræna félagsins, eða afhenda þær Norska félaginú, Rauða Krossinum, blöðunum eða bókaverzlunum í Reykjavík. Og úti á landi munu prestarnir ásamt fjölmörgum öðrum, sem söfnunarlista hafa fengið, og auglýst er á hverjum stað, taka við framlögum og koma þeim til skila. Mér finnst, að það állra minnsta sem vér íslendingar getum gert þessari dáðríku en kúguðu frændþjóð til hjálpar, sé að vér vinnum að minnsta kosti einn dag henni til stuðn- ings. Guðl. Rósinkranz. það kvöld var rómuð um allan höfuðstaðinn. í mörg ár hefi’r engin ræðumennska á Alþingi vakið jafn mikla aðdáun þeirra sem til heyrðu, eins og sókn sr. Sveinbjörns á hendur óskapn- aði Ásgeirs Ásgeirssonar. Ég hygg, að um það verði ekki deilt, að sr. Sveinbjörn Högna- son er vígfimasti og harðfeng- asti ræðumaður, sem nú á sæti á Alþingi. Hann hefir til að bera flesta eiginleika hinna snörpu baráttumanna: Ágæta greind, mikinn lærdóm, mikið skap, stillingu, háð, glettni og þann mikla mjúkleik í rökræðu, sem er jafn nauðsynlegur í sókn og vörn. Þannig eru þeir þrír vösku Framsóknarþingmenn, sem leggja af stað úr öruggum þing- sætum, fela þau öðrum vinsæl- um flokksmönnum, en halda út í baráttu fyrir stefnu Fram- sóknarflokksins á nýjum leik- vangi. Þeir koma til að bérjast fyrir hugsjónum, sem að vísu varða flokk þeirra miklu, en þó þjóðina allra mest. í þeim kjör- dæmum, þar sem þeir leita eftir umboði, munu kjósendur skjótt finna, að þessir þrír þingmenn hafa sýnt í verki, að þeir eiga erindi í þingsal þjóðarinnar, og að þau kjördæmi, sem hafa þá sem fulltrúa, munu aldrei iðr- ast eftir að hafa sýnt þeim mikið traust. J. J. Kosnmgaskrifstofa Framsóknarfl. í Eddn- Iiiísimi hefir síma 5099 og 2323. MIPAUTGEI rimisins I E.s. Súðin vestur um land í strandferö til Þórshafnar um miðja næstu viku. Vörumóttaka á hafnir austan ísafjarðar á morgun og mánudag og á Vestfirðina ef rúm leyfir fyrir hádegi á þriðju- dag. Pantaðir farseðlar óskast sóttir fyrlr hádegi á þriðjudag. Að marg gefnu tilefni eru sendendur að vörum með skip- um vorum hérmeð áminntir um að skila strax fylgibréfum til skrifstofunnar, þegar þeir hafa afhent vörurnar í pakkhúsið og fengið kvittun fyrir afhendingu þeirra. Síldarverksmíðjurnar (Framh. af 1. siðu) af þeirri síld, sem seld er beint til verksmiðjanna, en kr. 15.30 fyrir málið af þeirri síld, sem lögð er inn til vinnslu, og fá þeir sildareigendur, sem það gera, endanlegt uppgjör síðar. í fyrra og hitteð fyrra greiddu, verksmiðjurnar 12 krónur fyr ir málið. Óskilahestnr, brúnn, er í óskilum að Eyvind- arstöðum á Álftanesi. Gamal- járnaður. Mark: Biti framan höegra. Stefán Jónsson. 542 Victor Hugo: Esmeralda 543 þýðunnar, er ávallt margt í hug. Fólk- ið þyrpist saman, hrópar og æpir, hringir stormklukkum. Karlmennirnir búast vopnum, sem rænt hefir verið frá hermönnunum og draga í stríð. Þannig mun jafnan fara meðan aðals- menn eiga setu í höllum og virkjum, borgarar eiga búsetu í borgum og bænd- ur lifa í sveitum. — Og gegn hverjum er slík upp- reisn? spurði konungurinn. Gegn yfir- völdunum, löggæzlunni eða drottni yðar? — Margt getur hent: Stundum gæti slík uppreisn beinzt gegn hertoganum. Lúðvík settist og brosti. — Hér er aðeins uppreisn gegn dómaranum, sagði hann. VI. KAFLI. Upprefsn gegn konunginum. í þessari andrá kom Olivier le Daim inn aftur. Tveir sveinar komu á hæla honum og báru rakáhöld og nyrtitæki konungs. Konunginum til mikillar und- runar voru enn tveir menn í fylgd með þeim: Hershöfðinginn í Parísarborg og æðsti yfirmaður borgarvarðliðsins. Hann var hræðilegur ásýndum. Rakaranum þrjózka var einnig brugðið, en þó var nokkur ánægjublær á honum. Hann hóf máls: — Göfugi konungur og herra! Fellið ekki reiði yðar á mig, þótt ég færi yður uggvænleg tíðindi. Konungurinn snarsnerist að komu- mönnum og reif gólfábreiðuna með tabúrstólnum sínum. — Hvaða tíðindi hafið þér að flytja? — Herra, mælti Olivier le Daim með illmannlegu glotti á vörunum og fagn- aði bersýnilega því höggi, er hann gat nú greitt konungi sínum, þessu upp- hlaupi er ekki beint gegn yfirdómaran- um! — Heldur hvað? — Gegn yður, hágöfgi herra! Hinn aldurhnigni konungur rétti úr sér. — Gætið yðar, Olivier, gætið yðar! Yður situr höfuðið laust á bolnum, og ef þér ljúgið að mér nú, þá heiti ég þvi í nafni hins heilaga Oron í Lo,að þér skuluð hálshöggnir með sama sverði og de Luxembourg. Þetta var hræðileg heitstrenging. Konungurinn hafði aðeins tvisvar um æfidagana tengt heit sín við krossinn í Lo. Olivier myndaði varirnar til svars: — Herra---------sagði hann. — Krjúpið á kné, hrópaði konungur- Kjósendur Alþýðufl.... (Framh. af 1, síðu) munu einnig gera sér Ijóst, að það er aðeins á einn hátt, sem þeir geta veitt foringjum sín- um ráðningu fyrir þennan verknað og aftrað þeim frá að ganga lengra á þessari braut. Það er aö fylgja nú þeim flokki, sem er í harðastri andstöðu við íhaldið, Framsóknarflokknum. Vautrn síldarbraskar- anna á kjósenduui Al- þýðuflokksins iiiuii ekki rætast. Síldarbraskararnir Finnur og Erlendur halda- auðsjáanlega, að kjósendur Alþýðuflokksins séu svo sjóndaprir og þroska- litlir, að þeir sjái ekki hinar augljósustu staðreyndir. Þeir halda, að kjósendur Al- þýðuflokksins viti það ekki, að öll þau verk, sem Alþýðuflokk- urinn hefir komið fram þeim til hagsbóta, hafa verið stutt af Framsóknarflokknum, en Sjálf- stæðisflokkurinn hefir sýnt þeim andúð og fjandskap. Þann- ig mun þetta líka verða á næstu árum. Þeir halda, að kjósendur Al- þýðuflokksins sjái ekki, að flokksofbeldi Alþýðuflokksins í verkalýðsfélögunum hefir eyði- lagt möguleikana fyrir vinstri samvinnu á undanförnum ár- um, aukið mest fylgi kommún- ista og staðið Alþýðuflokknum mest fyrir heilbrigðum þrifum. Þeir halda, að kjósendur Al- þýðuflokksins sjái ekki, hversu alvörulítil er andstaða Alþýðu- flokksforingjanna gegn gerðar- dómnum, þar sem þeir hafa tví- vegis áður samþykkt miklu strangari lög og styðja nú stjórn, sem framkvæmir gerðardóms- lögin. Þeir halda, að kjósendur Al- þýðuflokksins sjái ekki, að Ste- fán Jóhann og Ásgeir eru að gera Alþýðuflokkinn að hreinni fótaþurrku íhaldsins og munu leiða hann lengra á þeirri braut, ef kjósendur flokksins taka nú ekki í taumana. Þeir halda, að kjósendur Al- þýðuflokksins geri sér ekki ljóst, að það er einmitt eitt aðalat- riði í samningum Stefáns Jó- hanns og Ásgeirs við íhaldið, að blöð og forráðamenn flokksins skammi nú og rógberi Fram- sóknarflokkinn sem allra mest. Jú, kjósendur Alþýðuflokks- ins sjá allt þetta. Öll skrif síld- arbraskaranna verða unnin fyr- ir gíg. Þann 5. júlí í sumar sýna kjósendur Alþýðuflokksins sinn réttta hug til íhaldssamvinnu Stefáns Jóhanns og Ásgeirs Ás- geirssonar. Til þess að veita fyrirliðum sínum hæfilega að- vörun og áminningu, munu þeir í þetta sinn skipa sér um þann flokk, sem íhaldið hefir alltaf óttast mest og berst nú ákafast á móti, Framsóknar- flokknum. Útbreiðið Tímann! .GAMLA BtÖ ■ SAFARI Amerísk kvikmynd. DOUGLAS FAIRBANKS.Jr. MADELEINE CARROLL Sýnd kl. 7 og 9. Hræddur við kvenfólk með gamanleikaranum JOE PENNER. Sýnd kl. 3 og 5 í dag. -NÝJA BtÓ-- LILLIAN BUSSELL Aðalhlutverkin leika: ALICE FAYE, DON AMECHE, HENRY FONDA. Sýnd kl. 7 og 9. Aðgöngum. seldir frá kl. 11 að öllum sýningum. Á morgun (mánudag) sýning klukkan 5: Við Rio Grande með Cowboy-kappanum CHARLES STARRETT Garðáburðurínn er kominn. Garðeigendur beðnir að sækja hann sem fyrst. Opið dag'Iega kl. 9 f. h. tíl kl. 10 e. h. á Vegamótastig. NB.—Fólk er áminnt að hafa með sér striga- poka undir áburðinn. GARBYRKJFRÁÐIJNAUTUR BÆJARUVS. Tilkyimíng tilbiíreíðaeígenda Hér með tilkynnist bifreiðaeigendum, að undirrituð vátrygg- ingarfélög, sem taka að sér bifreiðatryggingar hér á landi, hafa séð sig neydd til að hækka iðgjöldin fyrir tryggingarnar, vegna síaukinnar hættu og hækkunar á tjónabótum. Hækkunin kem- ur til framkvæmda þegar í stað við nýtryggingar og breytingar á gildandi tryggingum. Jafnframt verða eldri tryggingar, með skírskotun til 8. og 9. gr. hinna almennu vátryggingarskilyrða fyrir ábyrgðar- og kaskotryggingum, einungis endurnýjaðar samkvæmt hinni nýju iðgjaldaskrá við lok yfirstandandi vá- tryggingarárs. F. h. Yátryggingarlilutafélagslns „BAUTICA“ Trolle & Rothe h.f. Sjóvátryggingarfélag fslands h.f. Au^Iýsing: um hámarksverð. Dómnefnd í kaupgjalds- og verðlagsmálum hefir, samkvæmt heimild í lögum frá 29. mai 1942, ákveðið að setja eftirfarandi hámarksverð: Hrísgrjón í heildsölu kr. 140.00 pr. 100 kg., í smásölu 1.75 pr. kg. Hrísmjöl í heildsölu kr. 130.00 pr. 100 kg., í smásölu 1.60 pr. kg. Álagning í heUdsölu má þó aldrei vera hærri en 6Y2% af kostnaðarverði og í smásölu aldrei hærra en 25%. Reykjavík, 3. júní 1942. DÓMNEFND í KAUPGJALDS- OG VERÐLAGSMÁLUM. Hafið það hugfast, að und- irstaða góðs heilbrigðis eru sterkar, fallegar tennur. Þess vegna er nauðsynlegt, að börnin byrji snemma að hirða tennur sínar, en til þess þurfa þau að hreinsa þær vel og vandlega á hverj- um degi, án þess þó að skemma eða rispa glerung- inn. Þetta gera þau bezt með því að nota SJAFNAR TANN- KREM, sem hefir alla þá kosti, sem tannkrem þarf að hafa. Það hindrar skaðlega sýru- myndun, rispar ekki, en hreinsar og hefir hressandi gott bragð. — Notið SJAFNAR tannkrem Sápuverksmiðjan S j ö f n Akureyri. Kenníð börnunum að bursta vel tenn- ur sínar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.