Tíminn - 14.06.1942, Síða 1

Tíminn - 14.06.1942, Síða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. PORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTQEPANDI: PRAMSÓKNARFLOKKURINN. RITST JÓRASKRIPSTOFUR: EDDUHtJSI, Lindargötu 9 A. Símar 2353 og 4373. APGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A. Sími 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. 26. ár. Reykjavík, suunudaginn 14. júní 1942 63. blað Stjérnarfar pjóðarinnar í nýrri hætln: Virðingarlevsi nvju stjórnarinnar fvrir samningum og loforðum Útlendingar munn fá fyllsta van- traust á stjórnarfari þjódarinnar, ef ríkisstjórnín heldur áfram á peirri braut, að meta samninga og loforð að vettugi Það hefir aldrei verið, íslenzku þjóðinni meira virði en nú, að kjósendur hefði traust á stjómarfari hennar og helztu forráðamönnum. Það hefir verið réttilega sagt, að þjóðin væri undir „smásjá tveggja stórvelda" og af- staða þeirra til okkar mun að verulegu leyti fara eftir því, hvernig þeim lízt á okkur „í smásjánni“. II sillgriinski rk ja ■ Reykjavik Mynd þessi er af líkani, sem gert hefir verið eftir teikningum og fyrirsögn Guðjóns pró- fessors Samúelssonar. Líkanið er nú til sýnis í búðarglugga Jóns Björnssonar. Er þar sífeld ös af fólki, og virð- ast allir sammála um fegurð kirkjunnar. Hæð turnsins er 76 m. Framhlið kirkjunnar er 50 m. á breidd, en sjálf er kirkjan 70 m. löng og 20 m. breið. Kirkjan á að standa á Skólavörðuhæð. Sóknarnefnd Hallgrímskirkju bauð fréttarit- urum blaða og útvarps að skoða kirkjulíkanið s. 1. fimmtudag. Skýrði herra Sigurgeir biskup frá undirbúningi kirkjubyggingarinnar ogþakk- aði húsameistara fyrir hina miklu alúð, er hann hefði lagt við þetta listaverk, sem ætti að vera óbrotgjarn minnisvarði um kristilega m hugsjón, stórhug og listasmekk þeirrar kyn- slóðar, er ber gæfu til að reisa það. Sóknarnefndin hefir nú 300 þús. krónur handbærar til verksins. en sennilega þarf að 7-falda þá upphæð til að ljúka smíðinni. Nán- ari lýsing á kirkjunni mun birtast hér í blað- inu síðar. „Greiðum skattana, sigrum möndulveldin!“ eru kjörorð Bandaríkjamanna Viðtal við Jens Figved, kavpiélagsstjóra Fyrir skömmu síðan kom Jens Figved, framkvæmda- stjóri Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis, heim frá Ameríku, en þangað fór hann í fyrra sumar í margs kon- ar erindagerðum fyrir kaupfélagið. Blaðamaður frá Tímanum hitti framkvæmdastjórann að máli í fyrradag og spurði hann tíðinda af dvöl hans í Bandaríkjunum og erindarekstri hans þar. Borgarstjórí víður- kennír að kaupín á Korpúlfsstöðum séu óforsvaranleg Hann vill ekki kaupa Korpálfsstaði, nema hinar jarðirnar fylgi í Korpúlfsstaðamálinu hefir það heyrzt seinast, að Bjarni Benediktsson hefir lýst yfir því í viðtali við Alþýðublaðið, að Reykjavíkurbær muni hætta við kaupin á jarðeignum Thor Jenseris, ef Mosfellssveit fær Lágafell, Varmá og Lambhaga. Ástæðan til þessa er sú, að jafnvel borgarstjórinn mun telja kaupin á Korpúlfsstöðum óforsvaranleg, ef þessar jarðir verða felldar undan. Samkvæmt mati því, sem lagt var til grund- vallar kaupunum, eru Korúlfs- staðir langdýrasta jörðin, því að húsin þar eru virt of hátt og síðan er bætt við þetta mat á þeim 45% stríðsálagi, en við landverðið er aðeins bætt 15% stríðsálagi. Það er þetta geypilega verð á húseignunum, sem verða munu lítt nothæfar, er gerir kaupin á jarðeignum Thor Jensens ó- verjandi frá fjárhagslegu sjón- armiði. Þess vegna vilja Mos- fellssveitarmenn ekki nota for- kaupsréttinn á Korpúlfsstöðum, og þess vegna vill borgarstjór- inn ekki láta bæinn kaupa Korpúlfsstaði, nema hinar jarð- irnar fylgi þeim. Morgunblaðið reynir að nota það sem rökstuðning fyrir því, að kaupin á jarðeignum Thor Jensens séu hagkvæm, að Mos- fellssveit vill nota forkaups- réttinn á umræddum þremur jörðum. En þessi röksemd fell- ur sem markleysa, þegar það er athugað, að hreppurinn hafn- ar forkaupsréttinum á Korp- úlfsstöðum, þótt honum þyki illt að sleppa þeim í hendur Reykjavíkurbæ. Það mun líka fjarri lagi, að Mosfellssveitarmenn telji verð- ið hagkvæmt á Lágafelli, Varmá og Lambhaga, þótt þeir telji það óhjákvæmilega nauðvörn gegn yfirgangi Reykjavíkurbæj- ar að kaupa þessar jarðir. Það er líka bezta viðurkenn- ingin fyrir því, að verðið á Korpúlfsstöðum er allt of hátt, að borgarstjórinn vill ekki láta bæinn kaupa þá jörð eina, heldur gerir það að skilyrði, að allar jarðirnar fylgist að. Matið á jarðelgnum Thor Jeusens. Tíminn hefir nú aflað sér upplýsinga um störf nefndar þeirrar, sem var látin meta jarðeignir Thor Jensens. Nefndin lagði það eitt til grundvallar mati sinu, hvað þessar jarðir og framkvæmdir á þeim hefðu kostað og dró síð- an frá hæfilegar fyrningar Síð- an var bætt'45% stríðsálagi við húsverðið og 15% við landverð- ið. Hins vegár lagði nefndin engan dóm á það, hvers virði eignirnar væru, ef lagður væri til grundvallar sá afrakstur sem (Framh. á 4. slðu) Eitt af því, sem er viðurkennd regla í öllum siðuðum þjóðfé- lögum, er það, að nýjar ríkis- stjórnir standi við skuldbind- ingar þær, sem fyrirrennarar þeirra hafa gert. Það þykir hin mesta óhæfa, ef samningum eða loforðum fráfarandi rikisstjórn- ar er rift á ólöglegan og óform- legan hátt. Slíkt hlýtur líka að leiða til þess, að allt traust glat- ast á stjórnarfari hlutaðeigandi þjóðar, þar sem gerðir samn- ingar og gefin loforð verða ekki talin örugg, nema þann stutta tíma, sem viðkomandi ríkis- stjórn fer með völd. Sú styrjöld, sem Bandamenn heyja nú, er ekki sízt háð í því augnamiði, að gerðir samningar og gefin loforð verði haldin, þótt ríki skipti um stjórnir eða stjórnarhætti. Ríkisstjórn Ólafs Thors virð- ist vera algerlega ókunnugt um þessa frumstæðustu reglu heið- arlegs stjórnarfars. Hún virðist þvert á móti hald- in óstjórnlegri löngun til að ó- gilda sem flest loforð fyrir- rennara sinna. Hún ógildir þau fyrirmæli fyrv. viðskiptamálaráðherra, (Framh. á 4. síðu) — Þér fóruð vestur í erindum kaupfélagsins? — Já, meðal annars til að fá endanlega úr því skorið, hvort unnt væri að flytja hingað til- búin íbúðarhús úr timbri, sem gætu orðið hentugri og ódýr- ari en þau hús, sem að öllu leyti eru byggð hér. í öðru lagi fór ég til að kynnast ýmsum nýjungum og til að safna sýn- ishornum og verðtilboðum á ýmiskonar vörutegundum, sem líkur eru til að verði fluttar inn frá Ameríku. — Hvernig gekk með húsin? — Það mál er algerlega úr sögunni. Um leið og Bandaríkin fóru í stríðið, voru allar verk- smiðjur, sama hverju nafni sem nefndust, teknar í þarfir her- gagnaframleiðslunnar og hins opinbera. Þótt allt hefði verið með eðlilegum hætti, tel ég engar líkur til, að þessi til- höggnu hús hefðu nokkurn tíma orðið svo ódýr, að unnt hefði verið að flytja þau til landsins í stórum stíl. Mest af timbrinu, sem notað er í húsin, er keypt á vesturströnd Banda- ríkjanna, en verksmiðjurnar, sem búa húsin til, eru á austur- ströndinni. Vegalengdin þvert yfir ríkin, er sízt styttri en héð- an til New York. Fluttnings- kostnaðurinn, fyrst á efninu og svo á húsunum fullsmíðuðum, verður svo gífurlega mikill alla þessa löngu leið, að ég tel ekk- ert vit í að eiga nokkuð frekar við það mál. Hins vegar er möguleiki til, að fá timbur í húsin á austurströndinni á venjulegum tímum, en meðan stríðið stendur, fæst engin verksmiðja til að sinna þessari framleiðslu. Sjálfsölur ojí almenn- ings frystihús. — Kynntust þér ekki mörgum nýjungum, sem þér teljið æski- legt að verði innleiddar hér? — Sú nýjung, sem einna mesta athygli vekur á sviði verzlunarrekstursins, er sú, að Bandaríkjamenn eru að ger- breyta fyrirkomulagi allra mat- vörubúða. í stuttu máli miðar sú nýsköpun að því, að gera mat vörubúðirnar að nokkurs konar sjálfsölum. Vörunum er raðað í hillurnar eftir tegundum, en leiðarvísar, sem festir eru hér og þar í búðinni, segja við- skiptamanninum til, hvar hægt sé að finna hverja vörutegund. Viðskiptamaðurinn afgreiðir sig sjálfur. Hann velur það, sem hann ætlar að kaupa, í körfu, sem hann fær við innganginn í búðina. Þegar hann hefir tek- ið þær vörur, sem hann ætlar að kaupa, verður hann að fara út um sérstakar útgöngudyr, en við þær er gjaldkeri búðar- inar, sem tekur vörurnar úr körfunni, setur þær í venjuleg- ar umbúðir og tekur á móti greiðslunni fyrir þær. Þetta fyrirkomulag hefir tvo höfuð- kosti. í fyrsta lagi þarf við- skiptamaðurinn aldrei að bíða eftir afgreiðslu, heldur getur hann gengið beint að því að kaupa tafarlaust þær vörur, sem hann ælar að sækja í búðina. í öðru lagi er hægt að spara starfsfólk að miklum mun með þessu fyrirkomulagi og jafn- framt að minnka dreifingar- kostnað varanna. Önnur nýjung er að verða mjög útbreidd í Bandaríkjun- um, en það eru hin svokölluðu almenningsfrystihús. Það eru stór fyrirtæki, sem selja allar algengar matvörur, svo sem kjöt, fisk, grænmeti o. fl. á þeim tíma, þegar þessar vörur eru ódýrastar. Síðan er búið um þessar vörur í misjafnlega stór- um bögglum, eftir óskum kaup- endanna. Þessir bögglar eru síðan frystir, og að því loknu settir í kælihólf, sem eigandinn fær lykil að og getur tekið úr, hvenær sem þarf á vörum að halda. Þetta er nýjung, sem á- reiðanlega á eftir að hafa mikla þýðingu í framtíðinni. í fyrsta lagi geta neyendur fengið allar helztu matvörur með lægsta verði á þennan hátt, og auk þess geymt þær nýjar svo lengi, sem þær endast. Þeir hafa (Framh. á 4. síðu) Á víðavangi ÚT f HÖTT. Mbl. segir í gær, að Tíminn hafi oft heimtað, að Reykja- víkurbær tryggði bæjarbúum land fyrir smábýli og tóm- stundaræktun. Þess vegna geti Tíminn ekki verið á móti kaup- unum á Korpúlfsstöðum. Þetta er vitanlega alveg út í hött. í fyrsta lagi ætlar bærinn að reka mjólkurbú á Korpúlfs- stöðum og landrými fyrir smá- býli og tómstundaræktun eykst því ekkert við þessi kaup. í öðru lagi eru kaupin svo óhag- stæð, að ekki er hægt að finna nein rök, sem réttlæta þau. KOMMÚNISTAR SJÁ AÐ SÉR. Þjóðviljinn tekur í gær undir þau ummæli Lloyd George, að hefði hinn nýgerði vináttu- samningur Breta og Rússa \ier- ið gerður fyrir nokkrum árum, myndi aldrei hafa komið til neinnar styrjaldar. Þetta er vafalaust rétt. En sökin er Rússa. Bretar reyndu allt sum- arið 1939 að fá þá til að gera slíkan samning. En þeir tál- drógu Breta mánuðum saman og gerðu að þeim óvörum griða- sáttmálann við Hitler. Þá fyrst þorði Hitler að hefja styrjöld- ina. Nú sér Rússastjórn hinar (Framh. á 4. síðu) Ráðherra viinar gegn ráðherra Vitnisburðar Magnúsar Jónssonar og Árna frá Múla um stóru kjördæmin. Blöð Sjálfstæðisflokksins reyna nú eftir megni að telja almenningi trú um, að Sjálfstæðisflokkurinn vilji engar frekari breytingar á kjördæmaskipuninni og'sízt af öllu, að landið verði fá, stór kjördæmi. Þessu til sönnunar birtir Morgunblaðið nær daglega eftirfarandi ummæli, sem Ól- afur Thors lét falla í umræðunum um vantraustsillöguna: „Eða vill Framsóknarflokkurinn að kjördæmin séu fá en stór? Ég veit ekki um einn einasta þingmann Sjálfstæð- isflokksins, að undanteknum háttvirtum 4. þingmanni Reykjavíkur, Sigurði Kristjánssyni, sem það vill, og Sjálf- stæðisflokkurinn gengur aldrei að þeirri lausn.“ Tíminn mun láta sér nægja að svara þessari fullyrðingu Ólafs Thors með því að leiða tvo þingmenn Sjálfstæðis- flokksins sem vitni. Magnús Jónsson núv. atvinnumálaráðherra, lét svo um- mælt á þingi 1933: „Ég get tekið það fram, að ég er persónulega þeirrar skoð- unar, að kjördæmin eigi að vera fá og stór, eins og Hannes Hafstein vildi.“ (Alþt. 1933, B. 2778). Árni Jónsson frá Múla lét svo ummælt í Vísi 23. marz síð- astliðinn: „Um afstöðu þingmanna Sjálfstæðisflokksins er þetta að segja: Sumir myndu ekki hika við að gera landið að einu kjördæmi. Aðrir telja beztu lausnina þá, að skipta landinu í 5—7 kjördæmi.“ Til viðbótar skal svo þetta sagt: Séra Sveinbjörn benti á, í vantraustsumræðunum, að kunnugt væri, að Ólafur Thors væri þrisvar sinnum búinn að skipta um skoðun í kjör- dæmamálinu. Hverjum Ólafinum eiga menn að treysta, spurði sr. Sveinbjörn, Ólafinum frá 1928, Ólafinum frá 1933 eða Ólafinum frá 1942? Það er ekki hægt að treysta nema einum Ólafinum, sagði Sveinbjörn síðan, þeim Ól- afinum, sem alltaf hagar skoðunum sínum í samræmi við þarfir Kveldúlfs og flokkshagsmunanna. Þann eina mæli- kvarða geta kjósendur líka lagt á framangreindan vitnis- burð Ólafs, sem þegar hefir verið skjallega hnekkt af Magn- úsi Jónssyni og Árna frá Múla.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.