Tíminn - 14.06.1942, Qupperneq 3
63. blað
TÍMITVTV, snmnadagiim 14. jnmí 1943
247
Höfnin á Hornafirði
Viðtal við Pálma Loftsson
Eins og menn rekur vafa-
laust minni til, strandaði „Esja“
á Hornafirði 17. maí. Hún náð-
ist aftur á flot 23. f. mán
Eftir að þessi atburður gerð-
ist, hafa ýmsir menn með lít-
inn velvilja eða skilning á sam-
göngumálum dreifbýlisins, kraf-
izt þess, að strandferðaskipin
hættu að koma á Hornafjörð.
Hefir þessi krafa m. a. komið
fram í blaðinu „Þjóðólfur“
Viðkomur strandferðaskipa
til Hornafjarðar eru ekki aðeins
hagsmunamál nokkurra sveit-
arfélaga, sem sækja þangað alla
verzlun sína, heldur mikils
hluta útgerðarinnar á Aust-
fjörðum, sem flytur sig þangað
yfir vetrarvertíðina.
Það mun líka vera hægt með
frekar litlum tilkostnaði, að
halda höfninni á Hornafirði
sæmilega öruggri. Ástæðan til
þess, að Esja strandaði þar á
dögunum mun fyrst og fremst
hafa verið sú, að laus sandur
hafði safnazt þar fyrir, en hon-
um ætti að vera hægt að halda
í burtu.
Pálmi Loftsson forstjóri, sem
fyrstur hóf áætlunarferðir
stórra skipa til Hornafjarðar og
vann að björgun Esju á dögun-
um, er manna kunnugastur
Handavinmisýning
á Ljósavatni
Um síðastliðin mánaðamót,
efndu kvenfélagskonur í Ljósa-
vatnssókn til handavinnusýn-
ingar á hinu forna höfuðbóli,
Ljósavatni.
Þarna voru til sýnis nokkuð á
annað hundrað munir, stórir og
smáir, er annað hvort voru unn-
ir á heimilunum eða í hús-
mæðraskólanum að Laugum.
Sýningin bar á sér öll merki
fegurðar og fjölbreytni, enda
höfðu þarna margar hendur
lagt hönd á plóginn. Þarna
voru munir eftir konur og
karla, á ýmsum aldri, saumuð
handavinna, smíðaýinna, leður-
vinna og fl. Jafnvel blint fólk
á níræðisaldri átti þarna sína
handavinnu.
Það er siður margra, að gala
sem hæst um afturför heimil-
isiðnaðarins hér á landi, hann
tilheyri tímabili, sem sé löngu
liðið, öðru vísi hefði það nú
verið hér áður fyrr, og þar fram
eftir götunum. En ef við
lítum yfir hina stóru handa-
vinnusýningu á Ljósavatni og
gerum okkur einhverja sann-
gjarna grein fyrir því, hversu
geysileg vinna hlýtur að standa
á bak við alla þessa sýningar-
muni, þá sést greinilegast, að
skoðanir þessara manna eru
innantóm orð, og ekkert annað.
Hún sannar, að til eru byggðar-
lög, þar sem iðnaður heimil-
anna stendur með hinum mesta
blóma og fylgist fullkomlega
með kröfum nútímans hvað
með kröfum nútímans, hvað
vísi.
Húsmæðraskólinn að Laugum,
undir forustu Kristjönu Péturs-
dóttur, hefir haft mikil áhrif í
þá átt að glæða heimilisiðnað
i Þingeyjarsýslu, og á sýning-
unni á Ljósavatni kom það
greinilega í ljós, að þessi skóli
hefir þegar lyft hiklu átaki i
þessu efni, svo að glöggt mátti
.sjá, að áhrifa hans hafði gætt á
flestum bæjum, sem þarna áttu
sýningarmuni.
Slikar handavinnusýningar
er fyrirhugað, að hver kvenfé-
lagsdeild haldi innan sinna vé-
banda hér í sýslunni, en síðan
verður efnt til sýslusýningar í
héraðsskólanum að Laugum síð-
ar í vor.
Slíkar handavinnusýningar
ættu að vera sem oftast. Þær
glæða félagslífið, þær eru lær-
dómsríkar, þær vekja áhuga og
menn skilja betur, hversu þýð-
ingarmikill heimilisiðnaðurinn
er fyrir hvert heimili, hvort sem
er í byggð eða bæ.
Það er alltaf gott að nema
staðar og líta yfir, hvað unnizt
hefir á undanförnum árum.
Með því myndast aukin þekk-
ing og áhugi fyrir hvaða máli
sem er, og næstu sporin verða
stærri. Finnur.
þessum málum. Blaðamaður
Tímans hefir því snúið sér til
hans og fengið hjá honum þá
umsögn, sem hér fer á eftir:
— Ég var nokkra daga á
Hornafirði, meðan verið var að
ná Esju á flot. Komst ég þá að
raun um, að bráðnauðsynlegt
er, að gerðar séu talsverðar
hafnarbætur þar. Þaðan munu
hafa gengið í vetur um 30—40
bátar frá Austfjörðum og fjöldi
útlendra og innlendra skipa,
sem hafa tekið þar fisk til út-
flutnings. Einnig er það vitað,
að garðrækt hefir verið mjög
mikil í Hornafirði að undan-
förnu, svo að telja má, að Horn-
firðingar hafi verið brautryðj-
endur á því sviði, enda er mjög
mikið flutt þaðan af kartöflum.
Það er þess vegna alveg ófært,
þegar svona mikið er þarna um
að vera, að höfninni séu ekki
gerð þau skil, að skip geti far-
ið þar út og inn nokkurn veg-
inn örugg.
Það, sem mér sýnist að þyrfti
að gera nú þegar, er að útvega
nýjan hafnsögumann, sem tæki
við af þeim, sem nú er, Birni
Eymundssyni, sem er kominn
hátt á sjötugs aldur og hefir
viljað hætta fyrir nokkru, en
ekki getað, vegna þess, að eng-
inn hefir viljað taka við af
honum. Þarf hinn nýi hafn-
sögumaður að vera með Birni
fyrst nokkurn tíma til þess að
kynnast ósnum og straumnum
þarna, því að kunnugri mann
en Björn Eymundsson mun ekki
vera hægt að fá í Hornafirði.
Þá þarf að koma nýr hafn-
sögubátur, stærri og kraftmeiri
en sá, sem nú er. Einnig þurfa
Hornfirðingar að eignast
pramma með sanddælu, svo að
hægt sé að halda opinni sigl-
ingáleið fyrir báta að bryggjun-
um.
Rannsókn þarf að fara fram
á því, hvernig haga skuli og
framkvæma fyrirhleðslu milli
nokkurra eyja, til þess að fyr-
irbyggja framburð í höfnina og
hvernig straumurinn í firðin-
um verður bezt hagnýttur til
þess að láta hann grafa upp
siglingaleiðirnar. Má nærri
geta, að þar er afl, sem hægt
er að nota. Sést það ljósast á
því, að hægt var að láta
strauminn grafa Esju lausa á
nokkrum dögum.
Þessi hafnarmál Hornafjarð-
ar eru svo þýðingarmikil fyrir
stórt sveitahérað og útveg
Austurlands, að ekki má lengur
dragast að hefjast handa um
endurbæturnar.
VöruveltaKaupféL
Stykkishólms nam
2,5 milj. kr. sl. ár
Aðalfundur Kaupfélags
Stykkishólms var haldinn í
Stykkishólmi dagana 28. og 29.
maí.
Fundinn sátu 18 fulltrúar frá
10 félagsdeildum, stjórn félags-
ins, annar endurskoðandinn,
framkvæmdarstjóri félagsins og
nokkrir gestir.
Framkvæmdastjórinn, Sig-
urður Steinþórsson, lagði fram
reikninga félagsins og gaf yfir-
lit yfir hag þess og rekstur á
liðnu starfsári.
Vöruvelta félagsins hafði
aukizt mikið á liðnu ári, og
nam í heild 2 i/2 miljón króna.
Þar af voru gjaldeyrisvörur 1 y2
miljón, en aukning veltunnar,
miðuð við árið 1940, nam um
500 þúsund krónum. Hagur við-
skiptamanna hafði mjög breytzt
til batnaðar. Innstæður við-
skiptamanna á * félagssvæðinu
námu um 500 þúsund kr. og
hagur þeirra batnað gagnvart
félaginu á liðnu ári um 318
þúsund kr. — Út á við hafði
hagur félagsins minni breyting-
um tekið, er stafaði af því, að
það átti mjög miklar vörubirgð-
ir um áramót, bæði óseldar
gjaldeyrisvörur og aðkeyptar
vörur.
Hreinar tekjur félagsins voru
rúmlega 56 þúsund krónur, en
auk þess var varið til afskrifta
IÓlafur I
Audunnsson
útvegsmaður
Ólafur Auðunsson, útgerðar-
maður í Vestmannaeyjum, var
til moldar borinn í Vestmanna-
eyjum á fimmtudag. Með hon-
um er í val fallinn einn hinn
gagnmerkasti af borguriun
Vestmannaeyja, sem var hvort
tveggja í senn hygginn athafna-
maður, og áhugasamur for-
göngumaður um félagslegar
framkvæmdir í byggðarlagi
sínu. Ólafur var fæddur að
Torfastöðum í Fljótshlíð 29.
maí 1879, sonur Auðuns bónda
Jónssonar í Eyvindarmúla og
Sólveigar Jónsdóttur. Hann
fluttist til Vestmannaeyja
skömmu eftir aldamót. Árið
1906 eignaðist hann hlut í vél-
bát. Fer orð af því, hve afkoma
vélbáta Ólafs eða báta þeirra,
er hann átti hluti í, reyndist
góð, en það var rakið til fyrir-
hyggju Ólafs um mannaval og
allan útbúnað bátanna. Sam-
hliða útgerðinni lagði Ólafur
mikla stund á jarðrækt og hin
síðari ár rak hann einnig verzl-
un, einkum með kol.
Ólafur var ýmist stofnandi
eða þátttakandi allra meiri-
háttar félagssamtaka útvegs-
manna í Vestmannaeyjum. Má
þar til nefna Olíusamlagið,
Lifrarsamlagið, ísfélag Vest-
mannaeyja og Fisksölusamlag
Vestmannaeyja. í bæjarstjórn
átti Ólafur sæti mörg kjör- '
tímabil, og allt þar til í vetur, I
er hann ákvað að gefa ekki
kost á því að verða í kjöri. í
bæjarstjórn lét hann sig flest I
mál miklu skipta, en einkum
mun hann þó hafa beitzt fyrir
hafnarmálum Ey.janna, svo sem
byggingu Básaskersbryggjunnar
og dýpkun hafnarinnar. Þá átti
hann sæti í fjárhagsnefnd öll
hin örðugustu kreppuár, en þá
reyndi ósjaldan á hyggindi og
úrræðasemi þessa manns, sem
af ýmsum eignum félagsins
23600 krónum.
Ákveðið var að verja nettó-
hagnaði þannig: 1% af vöru-
veltu, 25000 krónur, var lagt í
varasjóð samkvæmt ákvæðum
Samvinnulaganna. Úthlutað
var til félagsmanna 6% af á-
góðaskyldri úttekt, og er sú
upphæð áætluð um 27000 krón-
ur. Skiptist þetta þaning, að
3% eru lögð í stofnsjóð félags-
manna, en 3% útborguð eða
færð í reikninga. í mennin^ar-
sjóð K. St. voru lagðar 500' kr.
Eftirstöðvar teknanna, um 3500
krónur, voru lagðar í verðfalls-
sjóð.
Félagið rekur hraðfrystihús,
saumastofu og dúnhreinsunar-
stöð. Líka hefir það 3 bíla í för-
um og á m.b. Baldur að hálfu.
Eru reéstursreikningar þessar-
ar starfrækslu gerðir sérstak-
lega. Yfirleitt gekk rekstur
þessara fyrirtækja vel, og sum
gáfu allverulegan hagnað, sem
að mestu var varið til afskrifta.
Úr stjórn félagsins gekk Jón
V. Hjaltalin, bóndi í Brokey, og
var hann endurkosinn.
Stjórnina skipa: Hallur
Kristjánsson, bóndi á Gríshóli,
formaður, Stefán Jónsson,
skólastjóri, Stykkishólmi, vara-
formaður, sr. Jósef Jónsson,
prófastur, Setbergi, Óskar
Kristjánsson, bóndi, Hóli og Jón
V. Hjaltalín, bóndi, Brokey.
Fulltrúar á aðalfund S. í. S.
voru kosnir: Óskar Kristjáns-
son, bóndi, Hóli og Magnús
Sigurðsson; verzlunarmaður,
Stykkishólmi.
‘
hvarvetna vakti traust, þar sem
eftir varð að leita.
Ólafur var prýðilegum gáfum
gæddur, svo sem málfar hans
allt bar vott um. Hann var óá-
leitinn, en þrautseigur, og þann-
ig skapi farinn, að honum var
óljúft að láta hlut sinn, eða
hætta við hálfunnið verk.
Ólafur var kvæntur Margréti
Sigurðardóttur frá Syðstu-
Grund undir Eyjafjöllum, hinni
ágætustu konu, svo sem hún á
kyn til. Var Margrét að koma
frá því að fylgja móður sinni
til grafar, kvöldið sem Ólafur ,
hafði veikzt snögglega af heila-
blóðfalli, og lézt Ólafur um
nóttina. Þetta var hinn 31. maí.
Þau hjón áttu tvö börn,
Kjartan, kvæntan Ingu Sæm-
undsdóttur frá Garðsauka og
Sólveigu, gifta Anders Bergsen
Halls, útgerðarmanni í Vest-
mannaeyjum.
Hafa Vestmannaeyar misst
einn sinna ágætustu borgara,
við fráfall Ólafs Auðunssonar.
G. M.
Samband isl. snmvinnufélaqa.
Höfum til ódýrar og góðar bólusetningingar-
sprautur.
<S»
Frá liðnum árum
(Framh. af 2. síöu)
mestar fyrningar á vorin.“ —
„Allt var kvalið, bæði menn og
skepnur.“ — „Niðursetningarn-
ir voru kvaldir. Þeim var, eins og
hestunum, gefinn úrgangurinn
úr matnum.“
Þessum áburði á látna sveit-
unga mína mótmæli ég harð-
lega sem hreinum ósannindum.
Harðindavorið mikla 1882,
misstu sumir bændur hér nokk-
uð af ám, vegna heyskorts, en
þá var Jón Eiríksson farinn héð-
an úr sveitinni, svo að sá fellir
hefir naumast getað ruglað
minni hans.
Við fleiri rangar frásagnir í
bók þessari öenni ég ekki að
eltast, þó að af nógu sé að
taka.
Ég er ekki sömu skoðunar og
Jón Eyþórsson, að sögumaður
og höfundur eigi þökk fyrir
verkið. Ágúst Helgason.
NIGLIMAR
milli Bretlands og Islands halda áfram,
eins og að undanfömu. Höfum 3—4
skip í förum. Tilkynningar um vöru-
sendingar sendist
Culliford & Clark Ltd.
BRADLEYS CHAMBERS,
LONDON STREET, FLEETWOOD.
Kaupendur Tímans
Nokkrir menn i ýmsum hreppum landsins eiga ennþá eftir
að greiða Tímann frá síðastliðnu ári, 1941.
Það er fastlega skorað á þessa menn, að sýna skilsemi sína
sem fyrst með því að greiða blaðið annaðhvort beint til afgreiðsl-
unnar í Reykjavík eða til næsta umboðsmanns Tímans.
+ ÚTBREIÐIÐ TÍMANN ^
Lísti Framsóknarflokksíns
í Reykjavík er B*llStí
Kosningaskrifstofa listans er í
Sambandshúsinu 3. hæð, sími 3978.
Framsóknarmenn, sesn farid úr bænum, munið eftir
að kjósa hja lögmanni áður en þér farið.
554 Victor Hugo:
Qeitin hafði alls ekki beðið þess, að
Gringoire léti nafns síns getið. Hann
var vart fyrr kominn inn í klefann, en
hún tók að auðsýna honum alls konar
vináttumerki. Gingoire endurgalt einn-
ig atlot hennar.
— Hver er með þér? spurði Tatara-
stúlkan lágri röddu.
— Vertu bara róleg! svaraði Grin-
goire. — Þetta er vinur minn!
Heimspekingurinn lagði ljóskerið frá
sér á gólfið, settist á þrepskjöldinn og
hrópaði frá sér numinn með Djali í
örmum sér:
— Ó, þetta er þakklátt dýr og áreið-
anlega mun merkilegra fyrir þrifnað
sinn en líkamsstærð.
Djali er ráðkæn, bragðvís og lærð eins
og málfræðingur! Hefir þú gleymt
nokkrum af listum þínum, Djali mín?
Hvernig gengur Jakob Charmolue?
Svartklæddi maðurinn gaf Gringoire
ekki kost á því að ljúka máli sínu, held-
ur gekk rakleitt að honum og stjakaði
duglega við honum.
Gringoire spratt á fætur.
— Það var alveg satt. Ég gleymdi því,
að við áttum að hafa hraðann á. Það
er nú samt sem áður engin ástæða til
þess, herra minn, að berja mann svona
óvægilega í bakið. Kæra, fagra barn!
Þú ert í hættu stödd og Djali einnig.
Esmeralda 551
blasti. Með hryllingi fleygði hann sér á
kné, spennti greipar og renndi sjónum
til himins. Og í sömu svifum greip hann
óstjórnleg gleði. Hann stökk á fætur
og hljóp af stað þangað, sem hann
hafði falið Esmeröldu.
Hann ætlaði að fleygja sér fyrir fæt-
ur hennar, sem hann hafði bjargað frá
bráðum bana í annað sinn.
En þegar inn í klefann kom, var þar
enga manneskju að finna.
II. KAFLI.
Gringoire og ókunni maðurinn.
Þegar umrenningarnir hófu áhlaup-
ið á kirkjuna, svaf Esmeralda.
Háreystið umhverfis kirkjuna og
jarmið í geitinni hreif hana þó brátt
úr náðarörmum svefnsins. Hún reis
upp í fleti sínu, hlustaði eftir hávað-
anum og skyggndist um undrandi yfir
ljósadýrðinni og skarkalanum. Því næst
spratt hún á fætur og skundaði út úr
klefanum til þess að komast að raun
um, hvað um væri að vera.
Við sjónum hennar blasti umrót
torgsins, óskipulögð áhlaup múgsins,
sem líktist helzt froskahópi í rökkrinu,
og kyndlar á víð og dreif. — Henni var
næst að ætla, að forynjur djöfulsins og
steinmyndir kirkjunnar ættu í styrj-