Tíminn - 14.06.1942, Side 4
248
TfMITNTV, simiiiidaginn 14. |nm 1942
63. blað
ÞAKKARÁVARP
Innilegustu þakkir vil ég hérmeð fœra konum
í Aðaldal, fyrir veglega gjöf í tilefni af því, er
ég hœtti Ijósmóðurstörfum síðastliðið vor.
Hafralœk, 1. júní 1942.
Kristín J. Eiríksdóttir,
Hafralœk.
Dónraefnd í kaupgjalds-
og verðlag’smálum
hefur skrifstofur sínar fyrst um sinn
í Iðnskólanum við Vonarstrætí,
sími 5880. Viðtalstími skrifstofu-
stjóra er frá kl. 1,30—3 síðdegfis og
eru þeir sem eíga eríndi við nefnd-
ina beðnir að snúa sér til kans
sími 4261.
Dómnefnd í kaupgjalds- og
verðlagsmálum.
tJR B7ETVITM
Sextug kona slasast í bflslysi.
Um 2 leytið í íyrradag vildi það slys
til, að sextug kona varð fyrir bifreið
á Skúlagötu hjá kexverksmiðjunni
Frón og slasaðist allverulega. Konan
heitir Margrét Vigfúsdóttir, til heim-
ilis að Hverfisgötu 58. Var hún flutt
á sjúkrahús strax eftir að slysið vildi
til ow þar búið um sár hennar.
íslandsmótið.
Næsti kappleikur íslandsmótsins
verður £ kvöld á íþróttavellinum mili
Fram og Víkings.
Sænsk-íslenzka frystihúsið
selt íslendingum.
Sænsk-íslenzka frystihúsið hefir ver-
ið selt íslendingum, eftir því sem
blaðið hefir frétt.
„Greiðum skattana,
sigrum möndulveldint(
(Framh. af 1. siðu)
sjálfir aðgang að þeim, hvenær
sem þárf að nota eitthvað af
þeim. Ýmsar fleiri nýjungar
mætti nefna varðandi af-
greiðslu í búðum og fleira, en
þetta tvennt tel ég merkilegast
af því sem ég kynntist á þessu
sviði.
Skilyrði til vörn-
kaupa.
— Er ekki orðið erfitt að fá
ýmsar vöruegundir í banda-
ríkj unum?
— Allar aðrar vörur en nauð-
synlegustu matvörur eru illfá-
anlegar nema með leyfi við-
skiptanefndarinnar, sem fjallar
um þessi mál. Þegar Banda-
ríkin fóru í stríðið, var bönnuð
framleiðsla á öllu, sem þeir
kalla „óþarfa“. Þar á meðal eru
ýmsar tegundir af skófatnaði,
allskonar glervörur og margt
fleira. Allar algengar matvör-
ur fást án sérstaks leyfis við-
skiptanefndar, enda virðist nóg
til af þeim. Öllu erfiðara en
vörukaupin sjálf, er að fá vör-
urnar fluttar hingað til lands.
Mér er kunnugt um, að mörg
þúsund smálestir af vörum bíða
skiprúms vestra. Lítil von er til
að unnt verði að fá leigð skip
til fluttninganna fram yfir það,
sem verið hefir, því að fyrir
nokkru var algerlega bannað
vestra að leigja einstaklingunf
eða félögum skip til fluttninga.
Dýrtíðm.
— Ber mikið á vaxandi dýr-
tíð í Bandaríkjunum?
— Allar vörur hækka svo að
segja með hverjum degi sem
líður. Hámarksverð er aðeins á
sárafáum vörutegundum, en
um alhliða dýrtíðarráðstafanir
er ekki að ræða enn. Skömmt-
un er aðeins á örfáum mat-
vörutegundum, svo sem kaffi
og sykri. Hins vegar er mjög
ströng benzín- og olíuskömmt-
un. Nemur vikuúthlutun af
benzíni til einkabifreiða 12 litr-
um á viku.
Atvinnuleysi mun alveg vera
horfið. Varð ég frekar var við
fólkseklu en að of mikið væri af
vinnuafli á boðstólum.
Viðhorfið til styrj-
aldariimar.'
— Hvernig fannst yður við-
horf Bandaríkjamanna vera til
sty r j aldar innar ?
— Fyrst eftir að Bandaríkin
fóru í stríðið fundust þess lítil
merki í hinu daglega lífi, að
þjóðin ætti í ófriði. En þetta
breyttist fljótt. Iðnaðurinn var
allur skipulagður í samræmi
við hernaðarframleiðsluna, og
smám saman voru gerðar fleiri
og stórstígari ráðstafanir til að
styrkjaj og efla herinn. Jafn-
framt óx stríðsmóðurinn í
þjóðinni dag frá degi. Hvatn-
ingarorð eins og Munið Pearl
Harbour og önnur álíka, heyr-
ast nú títt manna á milli.
Hergagnaframleiðslan eykst
með risaskrefum, og að öllu
samanlögðu virðast Banda-
ríkjamenn keppa að því að
verða harðskeytt og ósigrandi
stríðsþjóð. Til dæmis um það,
hve þjóðin telur styrjaldarráð-
stafanirnar sjálfsagðar, má geta
þess, að hvergi heyrðist hinn
minnsti kurr, þegar hin nýju
skattalög voru samþykkt, sem
þó eru stórkostleg skerðing á
forréttindaaðstöðu allra auð-
manna, þar sem allar tekjur,
sem eru fram yfir 60—70 þús-
und dollara á ári, eru teknar
með sköttum. í stað þess að
malda 1 móinn gegn þessum
háu skattgreiðslum, hafa
Bandaríkjamenn tekið sér þessa
setningu fyrir kjörorð: „Pay
your taxi beat your axi“, sem
þýðir eitthvað á þessa leið:
„Greiðum skattinn, sigrum
möndulveldin."
Ferðalagið nð öðrn
leyti.
— Hvað er að segja um ferða-
lagið að öðru leyti?
— Ferðin heim gekk mjög
vel. Ég var aðeins 13 daga á
leiðinni. Meðan ég var L New
York hafði ég að mestu leyti
samstarf við skrifstofu S. í. S..
þar í borginni. Forstöðumaður
skrifstofunnar, Helgi Þorsteins-
son, hefir aflað skrifstofunni
mikils álits og vinsælda meðal
ýmsra þekktra viðskipatstofn-
ana i Ameríku. Álít ég varla
hægt að fá öllu farsælli mann
til aö gegna þessu ábyrgðar-
mikla starfi en Helga, segir
kaupfélagsstjórinn að lokum.
Á viðavanj^l.
(Framh. af 1. siðu)
hörmulegu afleiðingar þessa
verknaðar síns. Kommúnistar
hér vörðu þá, Rússar sömdu
frekar við Hitler en Breta. Það
er því gleðileg framför, að þeir
skuli nú viðurkenna þessa villu
sína og telja það illa farið, að
Rússar kusu þá ekki frekar
bandalagið við Breta en Þjóð-
verja.
BJÖRN ÓLAFSSON
í HREINSUNARELDINUM.
Björn Ólafsson stórkaupmað-
ur, sem þokaði fyrir Sigurði með
mosann af lista Sjálfstæðis-
manna í Reykjavík, skrifar
grein í ísafold 2. þ. m. til þess
að hreinsa loftið í Sjálfstæðis-
flokknum, að því er virðist, og
gera upp sakir við keppinaut
sinn á blíðlégan hátt.
Björn segir, „að sú röksemd
hafi enga stoð í veruleikanum",
að Sjálfstæðisflokkurinn ætli
að gera landið að einu kjör-
dæmi. Segir hann, að þessu hafi
verið haldið á loft, vegna þess,
að „einn þingmaður í Sjálf-
stæðisflokknum hafi komið
fram með þessa hugmynd“, án
þess að fá nokkrar undirtektir
í flokknum“.
Vel segir hann, sá frómi mað-
ur. — En varð nú samt ekki Bj.
Ól. að víkja fyrir þessum „eina
þingmanni, sem engar undir-
tektir fékk?
Styður • þetta þá staðhæfingu
Bj. Ól., að Sjálfstæðisflokkur-
inn vilji ekkert af þessum eina
formælanda stóru kjördæm-
anna vita? Og hefir ekki Gunn-
ar Thoroddsen, hinn löglærði og
„fíni“ frambjóðandi á Snæfells-
nesi skrifað og talað eitthvað
ógætilega um „hin stóru kjör-
dæmi“? Vill Björn ekki fletta
upp í eldri árgöngum af Mogg-
anum, ísafold og Heimdalli og
lesa sér til um yfirlýsingar og
bollaleggingar flokks síns um
kj ördæmaskipun ?
Þetta ætti Björn að gera með-
an hann er í hreinsunareldin-
um og bíður þess, að sigla í
kjölfar Mosaskeggs á næsta
framboðslista íhaldsins í höf-
uðstaðnum.
Vírðingarleysí . . .
(Framh. af 1. síðu)
að nokkur hluti stríðsgróðans
sé settur á biðreikning erlendis
og þannig dregið úr óþörfu og
háskasamlegu braski innan-
lands.
Hún ógildir samning fyrv.
forsætisráðherra við prentara í
Gutenberg.
Hún ógildir ráðningu Bald-
vins Jónssonar í embætti
skattamáladómara.
Þetta er aðeins byrjunin, því
að hin nýja stjórn hefir í und-
irbúningi að ganga enn lengra
á þessari braut.
Hvaða traust geta útlendingar
borið til stjórnar, sem vinnur
þannig markvisst að því að
rifta loforðum og samningum
fyrirrennara sinna.
Hvert yerður álit þeirra á
slíku stjórnarfari?
Munu þeir líka ekki álykta á
þessa leið: Verður ekki eftir-
leikurinn óvandaðri? Mun sú
stjórn, sem tekur við af þessari
skammlífu bráðabirgðastjórn
Ólafs Thors, telja sig neitt
bundna af verkum hennar? Hún
hefir leitt þennan ófögnuð inn í
stjórnarfarið og verður það ekki
til þess að honum verði haldið
áfram?
Þannig geta þeir vissulega á-
lyktað og því er eðlilegt, að
þeir treysti núv. stjórn miðl-
ungi vel.
íslendingum er það sérstak-
lega nauðsynlegt, að fylgja
drengilegum og heiðarlegum
stjórnarfarsreglum á þessum
tíma. Þær stjórnir, sem hét
fara með völd, verða að sýna,
að þær kunni að halda gerða
samninga og gefin loforð í
heiðri. Annars er einum traust-
asta hornsteininum kippt und-
an stjórnarfarinu. Annars er
vakin háskasamleg tortryggni
útlendinga.
. Þetta verða kjósendur að gera
sér ljóst 5. júlí. Þeir verða að
fella þá stjórn, sem metur gefin
loforð og samninga að vettugi.
Þeir verða að fella frambjóð-
endur þeirra flokka," sem styðja
hana. Þeir verða að sameinast
um eina flokkinn, sem berst
gegn íhaldinu og siðfræði þess,
Framsóknarflokkinn.
Borgarstjóri
vidurkennir . . .
(Framh. af 1. siOu)
fengist af þeim. Hún tók það
beinlínis fram í áliti sínu, að
hún hefði enga slíka útreikn-
inga gert.
En það var vitanlega þetta
atriði, sem bærinn átti fyrst og
fremst að leggja til grundvall-
ar kaupunum.
Þetta mál mun verða nánar
rætt í næstu blöðum Tímans.
Vinnið ötullega fyrir
Tímann.
552 Victor Hugo:
öld. Þar sem henni var trúgirni þjóð-
flokks síns í blóð borin, hugði hún í
fyrstu, að hún hefði komið vofunum að
óvörum, er þær hefðu verið í þann veg-
inn að hefja ófrið og illdeilur með
mönnunum. Hún kaus því þann kost-
inn, að forða sér inn í klefa sinn að
nýju til þess að leynast þar og kastaði
sér upp í rúmið altekin ótta yfir því,
sem henni hafði borið fyrir augu og
eyru.
En ótti hennar hvarf smám saman,
því að hávaðinn, sem jafnan fór vax-
andi og ýmis önnur merki, færðu henni
heim sanninn um það, að það væru
mennskir menn, sem að henni sóttu.
Henni kom til hugar, að múgurinn
kynni að hafa gert uppreisn í því skyni
að hafa hana á braut úr griðastað sín-
um. — Umhugsunin um lífshættuna,
sem hún hafði ratað í, vonin að bjarg-
ast úr henni, Föbus, sem hún sá jafn-
an í anda, er henni varð hugsað til
framtíðarinnar, einstæðingsskapur
hennar og umkomuleysi, allt þyrptist
þetta fram í huga hennar. Hún féll
á kné við rúmstokkinn og fól andlitið
i höndum sér. Hún var altekin hrolli.
Enda þótt hún væri Tatari og heiðinn-
ar trúar, hafði hún hafið skjálfandi
röddu að biðja hinn góða guð krist-
inna manna og Maríu mey um náð,
Esmeralda 553
eftir að henni hafði hlotnazt griðar-
staður í Frúarkirkjunni. Því þótt maður
kunni að teljast trúlaus, koma þau
augnablik í lífi voru, að maður játar
trú þess musteris, sem gist er.
Esmeralda lá þarna langa hrið á
hnjánum, altekin ótta vegna háreystis-
ins. Hinn tryllti mannfjöldi nálgaðist óð-
um og lét næsta ófriðlega. Esmeröldu
var ókunnugt um, hvað um var að vera,
hvað menn þessir höfðu í hyggju, en
taldi sig eiga hins versta von.
Skyndilega varð hún einhverrar
hreyfingar vör í návist sinni. Hún sneri
sér við til þess að athuga þetta. Tveir
menn gengu inn í klefann. Annar þeirra
bar ljósker í hendi. Esmeralda gaf frá
sér hálfkæft hljóð.
— Óttastu eigi! mælti rödd, sem hún
taldi sig þekkja. — Þetta er ég!
— Hver eruð þér?
— Pétur Gringoire!
Er hún heyrði nafn þetta nefnt, hvarf
henni allur ótti. Hún hóf upp augu sín.
Það reyndist vera skáldið, sem and-
spænis henni stóð. En við hlið hans
stóð svartklæddur maður, er bar síð-
kápu. Er hún varð manns þessa vör,
hljóðnuðu orðin á vörum henni.
— Guð komi til, varð Gringoire
að orði. — Djali bar kennsl á mig á
undan þér.
-----QAMLA VÍJÖ
I VlKING
(Mystery sea Raider)
Amerísk kvikmynd með
CAROLE LANDIS Og
HENRY WILCOXON.
Aukamynd:
Herskipatjón U. S. f árás-
inni á Pearl Harbor.
Börn innan 12 ára fá ekki
aðgang.
Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9
Agm. seldir frá kl. 11 árd.
-------NÝJA KtÓ —----
Kúrekínn
frá Brooklyn
(Cowboy from Brooklyn)
Amerísk gamanmynd með
fjörugum söngvum.
DICK POWELL
PRISCILLA LANE,
PAT O’BRIEN.
Barnasýning kl. 3
ViÐ RIO GRANDE
leikin af Cowboykappan-
um Charles Starrett.
Aðgöngumiðar að sýning-
unum seldir frá kl. 11 árd.
Tilkynnfng
Irá Viðskíptanelnd.
Mcð tilvísnn tii áðiir blrtra anglýsinga um
vörukaup frá Ameríkuj tilkyimist Imi-
flytjendum hérineð, að allar pantanri á
vörum, sem eiga að afgreiðast fyrir 31.
deseinber þ. á., verða að sendast til
nefndarinnar fyrir 25. þ. m.
Eftir jiaiin tíiua verður slíkum pöntunum
ekki sinnt fyrst um sinn.
Til viðbótar áður auglýstum vörutegund-
um, annast nefndin nú innkaup á véla-
verkfserum.
Viðskiptanelndin.
Hreinlætisvörur
frá SJÖFN
mæla með sér sjálfar —
Þær munu spara yð-
ur mikið ómak vlð
hrcingerningarnar
IV O T I Ð
S J A F IV A R
Stangasápu
O P A L
RÆSTIDUFT
Krystalsápu
Allt f r á S j öf ii
Kosningaskrifstufa
Fra m sóknar f élaganna
í Reykjavík er í Sam-
bandshúsinu (3. hæð)
Sími 3978.
Athugið fyrir 13. júní, hvort
þið eruð á kjörskrá.
Kopar,
aluminium og flelri málmar
keyptir í LANDSSMIÐJUNNI.
Auglýsið í Tímanum!