Tíminn - 21.06.1942, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.06.1942, Blaðsíða 2
Aukablað TÍMIM, sunuudaginn 21. júní 1943 Aukablað Titanlega ekki skýrt með öðru en að nefna dæmi um fram- komu mína i þessum efnum. En þetta var einmitt það, sem Nor- úal og lið hans vildi allra sizt. Þeir vildu mega njóta þeirra fjárhagshlunninda og allfjöl- breyttu fyrirgreiðslu á þessu sviöi, sem ég haíði staðið að, en mega samhliða þvi ófrægja mig fyrir að hafa fellt nokimð af þeirri „bráð“, sem þeir vildu „eigna sér“, og dregið nokkuð af eldsneyti að þeím arni, þar sem þeir vildu, að sið Fróðár- drauganna, „verma sin hræ“. Þegar gogn voru lögð á borðið um vinnu mina við að stoina menningarsjóð til eflingar hst- um og visindum, endurvekja þann sjóð, þegar aðrir höföu gert hann að engu, brúa með nokkrum hætti bilið milli Is- lands og útlanúa fyrir þá, sem vilúu af veikum eða miklum mætti feta í spor sr. Matthias- ar um ferðalög til andlegra að- drátta, eiga þátt i að hrinda á- leiðis margháttaðri húsagerð til stuðnings og eílingar andlegu lífi í landinu, auk margháttaðra annara persónulegra fyrir- greiðslna, þá stóð Nordal og hð hans ekki aðeins orðlaust um rök, heldur afhjúpað, sem af- brýðissamir andlegir umkomu- leysingjar á þeim vettvangi sem um var deilt. Nordal finnur æ glögglega Fróðárástand sitt og sinna nánustu félaga, þegar hann er búinn aö knýja fram rök, sem bregða nokkuð annarri birtu yfir pólitískar aögerðir til framdráttar hstum og vísind- um, heldur en hentugar eru fyr- ir særöa vanmáttarkennd hans. XV. Næsti liður á dagsskrá Nor- dals snertir pólitíska og flokks- lega aðstöðu mína undangeng- in 8 ár. Hann gefur J skyn, að ég hafi alian þennan tíma setið á svikráðum við ríkisstjórnina í von um að geta fengið tæki- færi til að útvega mér ráð- herrastól. Hér er meir en litið blandað málum. Frændi Nor- dals, Jón Þorláksson, eyddi fjór- um vikum af þingtímanum 1924, til að reyna að mynda ráðuneyti, en mistókst það. Hann vildi verða forsætisráð- herra og lagði fram í þessu skyni þá orku, sem í honum bjó. Þegar þingflokkur og miðstjórn Framsóknarflokksins skoraði á mig, sumarið 1934, að freista að mynda stjórn, lýsti ég strax yf- ir, að ég myndi ekki gera það, m. a. af því, að nokkrir leiötog- ar þess flokks, sem Framsókn- armenn urðu þá að starfa með, vegna aðkallandi þarfa at- vinnulífsins, báru til mín af- brýðiskenndan öfundarhug. Benti ég samherjum mínum á, að heppilegra myndi, vegna málefna þeirra, sem þurfti að leysa, að fá í ríkisstjórnina menn, sem ekki vektu afbrýði óhjákvæmilegra samstarfs- manna. Síðan átti ég mjög verulegan þátt í að fá myndaða þá stjórn, sem sat með nokkr- um breytingum lengur en nokk- ur önnur þingstjórn á íslandi. Fyrstu þrjú árin var þessi stjórn svo liðfá, að ekki mátti vanta einn af stuðningsmönnum hennar á þingfund, ef málin áttu að geta lokizt. Hver einn af stuðningsmönnum stjórnar- innar gat fellt hana, hvenær sem var, öll þessi ár. Fyrir les- endur Tímans þarf ekki að taka það fram, að í hín umræddu 8 ár, ritaði ég, án endurgjalds, um það bil helming af því pólit- íska efni, sem kom í aðalstuðn- ingsblaði Framsóknarflokksins, til framdráttar xíkisstjórninni og málefnum hennar. Þegar sýnt var, eftir kosningarnar 1937, að ráðuneytið frá 1934 hlyti innan skamms að stranda, vegna veiklunar í Alþýðuflokkn- um, beitti ég mér fyrir málefna- samstarfi við gamla andstæð- inga og andstöðuflokk. Upp úr því myndaðist þjóðstjórnin, sem stýrðí málefnum lándsins í nálega þrjú ár, til mikillar giftu fyrir land og þjóð. Saga Nordals um stjórnmál undan- genginna ára, er þess vegna steypt í „Stormsmóti“, eins og önnur samskonar ritverk hans. XVI. Þó undarlegt sé, lætur Nordal koma í ljós einskonar áhuga fyrir þrifum Framsóknarflokks- ins og þykir ég hafa verið.þar lélegur liðsmaður. Úr því hon- um þykir máli skipta að ræða þetta efni, vil ég leiða fram nokkur vitni til fullra skýringa 1 málinu, og mun framburður þeirra þyngri á metunum held- ur en smjörlíkisþankar Nordals. Sumariö 1934 lýstu fjórir aí helztu leiðtogum Alþýðuflokks- ins yfir, skriflega, og síðar í bók, sem Héðinn Valdimarsson ritaði um mig, að það væri mér að kenna, að meginhlutinn af Framsóknarmönnum væri ekki nú þegar kominn í Alþýðu- flokkinn. Þeir menn, sem vitn- uðu á þennan hátt, höfðu lengi verið í nábýli við Framsóknar- flokkinn, og eiga að því leyti að vera dómbærir um þetta mál- efni. í bók sinni um mig, bætir Héðinn Valdimarsson við frá eigin brjósti, að ég hafi verið svo eljusamur i vinnu minni til framdráttar stefnu Framsókn- armanna, að þrátt fyrir allt sem hann hafi gert á árunum 1934 —37, til að hindra, að ég hefði nokkur áhrif í Alþýðuflokkn- um, þá hafi mér lánazt að ráða þar mjög miklu, og að lokum því sem mestu skipti, að fá hann rekinn úr þeim flokki, sem hann hafði lagt margra ára vinnu í að gera að virki um persónu- lega hagsmuni sína. — Eg skal að vísu játa, að það hrós, sem þessir fjórir leiðtogar Alþýðu- flokksins bera á mig, er marg- faldlega of mikið. En þar sem þeir gefa þessa skýrslu í full- kominni alvöru, og jafnvel í nokkrum óvildarhug til mín, þá verða orð þeirra ekki metin sem rakalaust skjall. Ég hygg, að ef dómur þeirra Jóns Baldvins- sonar, Stefáns Jóhanns, Héðins og Vilmundar, er færður í al- mennt mál, þá sé hann nærri því, sem almennt mun álitið, að vinna mín að stofnun og við- gangi Framsóknarflokksins undangenginn aldarfjórðung hafi verið mjög þýðingarmikil, svo að það séu meiriháttar ó- sannindi, þegar Nordal fullyrð- ir, að flokkurinn hafi skaðazt á störfum minum. XVII. Ganga Nordals hefir verið þrep af þrepi niður á við. Að lokum kom þar, að hann taldi sig kominn 1 þau vandræði, að hann hefði ekkert á að treysta sér til bjargar, nema skóla- göngu sína og námstitla. Þessi hugsun kom fram í því formi, að hann tók að ásaka mig fyrir of litla skólagöngu, og alveg sérstaklega fyrir að hafa ekki gengið sama veg og hann. Nú er það að vísu meir en rétt, að skólaferill minn er ekki langur, en margfaldur meiri hluti sam- landa minna er líkt settur í því efni, og hafa sumir jafnvel setið enn skemmra á skóla- bekknum. Þar sem Nordal „legg- ur línuna“ með þessum hætti, setur hann , sig sjálfan og fá- eina stallbræður sína á aðra hlið, en alla aðra íslendinga hinu megin í heim hins al- gerða menningarleysis. Það vekur mestu furðu, að maður, sem er jafn haldinn af þóknun- arsýki eins og Nordal, ' skuli kasta yfirlætishanzka sínum á þann hátt framan í nálega alla samborgara sína. Hér var um að ræða yfirsjón í vinnubrögðum, hliðstæða þeirri, þegar mynd- gerðarmennirnir, sem þráðu allra mest, að margir menn kæmu að kaupa dýrum dóm- um þeirra ófullkomnu myndir, sögðu í gremjukasti, að allir hinir væntanlegu kaupendur hefðu ekki fremur vit á list heldur en ólæs maður á bók- menntum. Sigurður Nordal kemst að þeirri niðurstöðu, að mér sé illa við stúdenta. Þá vantar skýr- ingu á því, hvers vegna ég hefi sýnt mun meiri umhyggju fyrir stúdentum heldur en Nordal sjálfur. Hann veit vel, að hvorki hann eða þeir menn með stúd- entsprófi, sem gegnt hafa emb- ætti kennslumálaráðherra hafa sýnt menntaskólanum í Reykja- vík nokkra umönnun. Þeirra vegna hefði berklaveikin enn getað blómgazt í menntaskól- anum. Þeirra vegna hefðu blautu fötin nemendanna enn verið hengd upp við vitin á nemendum í kennsluherbergj - unum. Þeirra vegna hefði með- hald með ofdrykkju enn lifað góðu lífi í menntaskólanum, eins og þegar flestir kennarar skólans skrifuðu undir brenni- vínsskjalið fræga, skömmu eft- ir að Nordal var þar lærisveinn.1 Að öllum líkindum finnur Nordal, að það sé nokkrum erf- iðleikum bundið, að samræma vinnu mína fyrir endurreisn norðlenzka menntaskólans við þann fjandskap, sem hann vill láta mig bera til stúdentsmennt- ■ unar. A þeim árum voru það einmitt stéttarbræður Sigurðar,! sem spilltu fyrir því nauðsynja- j máli. Mestu fjandmennirnir voru sálufélagar og námsbræð- ur Nordals. Þeir vilúu einoka stúdentsprófið fyrir þrönga klíku tiltekinna sérhagsmuna- manna. Nordal veit, að hann var þýðingarlaus maður í þessu stórmáli, en að ég átti veruleg- an þátt í að brjóta þann hring sem vanmenntaðir og þrótt- lausir hnignunarpostular höfðu slegið um leiðina. að fast- launuðum ríkisembættum. Það er sennilega óþarfi að angra Nordal með því að benda hon- um á, að ef ekki hefði notið við annarra vinnu en hans, myndi hann sitja enn sem óvelkominn leigjandi með lærisveinahóp sinn í herbergjum, sem Alþingi mátti ekki án vera. Nordal er slysinn maður. Hvers vegna þurfti hann að gera tvennt í einu: Að cpin- bera öllum landslýð þann inni- byrgða námstitlagorgeir, sem þrengir að sál hans og byrjar að ásaka þann mann fyrir óvild til stúdentsmenntunar, sem hefir ómótmælanlega haft meiri á- hrif til eflingar þeirri tegund skólagöngu, heldur en öll breið- fylking Nordals á smjörlíkisvíg- vellinum. XVIII. Ég hefi nú frestað að gefa samandregið yfirlit um gang deilumálsins. Rætur þess liggja í ‘erlendum áhrifum, sem um nokkurra ára bil hafa leitazt við að slíta þróunina í bók- menntum og listum hér á landi. Fyrst er sótt að elztu og yngstu listamönnunum, sem leggja stund á að sýna fegurð en ekki ljótleika. En eftir að mennta- mál er stofnað, og einkum eftir að Nordal hættir að starfa þar, finna hin sjúku aðkomuöfl, að menntamálaráð er hindrun á leið þeirra. Hatur þeirra á menntamálaráði vex, þegar Þjóðvinafélagið og menningar- sjóður taka höndum saman og hefja víðtækt starf til að koma upp hlutlausum, vönduð- um bókasöfnum á sem allra- flestum heimilum á landinu. Auk hins beina gagns að þeirri bókasafnsmyndun, var með þessari framkvæmd settur slag- brandur fyrir þá þróun, sem leiguþjónar hins útlenda valds stóðu að með útgáfu erlendra undirróðurs- og byltingarrita. Hér er þess vegna um að ræða stórfelldan stefnumun í þýð- ingarmiklum átökum í andlegu lífi þjóðarinnar. Hér er um að velja, hvort á að slíta með öllu sundur þráðinn í þjóðmenningu íslands eða láta hið nýja þrosk- ast á grundvelli hinnar alda- gömlu þjóðmenningar. í öðru lagi er barátta um það, hvort nú eigi að tigna ljótleikann i stað fegurðarinnar. Hér er þess vegna um raun- verulega innrás eða herferö að ræða, og nú er • lokið mikils- verðum kafla hennar. Alþingi hefir vísað á bug öllum tillög- um hins erlenda áróðurslýðs, þar sem þeir hafa viljað taka í sínar hendur vald yfir fram- kvæmdum ríkisvaldsins í þessu efni. Tilraun sú, sem Sigui'ður Nordal gerði, að gefa einum færasta listamanninum vald til að velja sjálfur úr verkum sín- um í listasafn landsins, endaði með þeim hætti, að málarinn afhenti þjóðfélaginu mynd, þar sem ung og saklaus stúlka horf- ir hugfangin á flegið naut, þar sem megináherzla er lögð á að sýna kynþroska þess. Þegar þar bættist við, að þrír málarar, sem ekki eru sendibréfsfærir, tóku að rita Alþingi bréf, sem var fullt af heimskulegum þekk- ingargorgeir og ósæmilegum og bjánalegum árásum á menn- ingu borgaranna í landinu, þá var búið að fullsanna, að ekki kæmi til mála, að ríkið afhenti slíkum mönnum rétt til forustu og framkvæmdir um nokkra tegund mannfélagsmála. XIX. Þegar hið nýskipulagða inn- rásarlið hafði hafið sókn í vetur sem leið, þótti mér rétt, að glögglega kæmi fram hver þróttur væri i liðsafla þessum. Skjal hinna 66 var að engu haft. Allur þorri þeirra fyrir- varð sig út af frumhlaupinu. Milli állra þessara manna, sem ekki eru skipulagðir kommún- istár, er ekkert band er tengir þá saman, miklu fremur sam- keppni og afbrýðisandi. Enginn þeirra hefir reynt að standa fyrir máli sínu opinberlega, ef undanteknar eru fáeinar við- vaningslegar stílæfingar í fúk- yrðum. Langflestir undirskrif- endur voru lokkaðir eða þrýst með persónulegum áróðri til að vera með, af því þeir væru í fé- lagi með öðrum, sem væru óá- nægðir. Bandalagið skildi vel, hvert straumurinn hafði borið þetta styrjaldarmál í vetur, þegar enginn maður hreyfði „stríðsmálefnum“ á aðalfundi þess. Mér var vel ljóst, að megin- hluti þeirra manna, sem kallað var að tækju þátt í ófriði gegn menntamálaráði, voru lítt færir til að standa fyrir máli sínu op- inberlega. Eg valdi andstæðing- unum talsmann, þann sem frá almennu sjónarmiði var talinn færastur til að verja málið: Baráttuna fyrir ljótleikanum. Auk þess var þessi maður, Sig- urður Nordal, einskonar fram- kvæmdastjóri hjá fésterkasta stuðningsmanni þessara nýju vinnubragða. Þessi talsmaður hefir nú fengið að tala. Ásak- anir hans hafa verið teknar til meðferðar. Sókn hans á menntamálaráð hefir orðið að engu. Sakir þær, sem hann bar á menntamálaráð um ranga endurskoðun, reyndust að vera ósannar, að því er snerti nú- verandi menntamálaráð, en sannar sem sök á hendur hon- um sjálfum, þegar hann var formaður þessarar nefndar. Talsmaður Innrásarliðsins gafst strax upp, að því er snerti málefnaumræður, alveg eins og viðvaningarnir sem höfðu sagt: „Vér aleinir vitum“. Þá snerist Sigurður Nordal að mér með persónulegri ádeilu. Ég hrakti jafn óðum hvern lið og gerði vörnina að sókn. Jafnskjótt og Nordal hafði verið hrakinn úr einni aðstöðu, hrökk hann til baka, og kom með nýjar skrök- sagnir, sem allar hafa farið sömu leið. Ég hefi látið verkin tala og í hvert sinn hefir hin þróttlausa árás Sigurðar endað í fullkominni uppgjöf. Málefna- lega er þess vegna fullgengið frá innrásarliðinu. Ósigur þess er algerður og fullkominn, svo að ekki verður á betra kosið frá þeirra hálfu sem sótt var að. XX. Sigurður Nordal hefir skotið persónu sinni nokkuð fram fyrir fylkingar, og þykir ekki rétt að skilja til fulls við þetta mál, án þess að gera honum nokkur skil um það efni. Menn vissu, að hann var gæddur góðum náms- gáfum, og margir , samlandar hans hafa í lengstu lög viljað vona, að eftir hann gæti legið nokkurt þjóðnýtt starf. Smátt og smátt hafa þessar vonir verið að minnka. Hann hefir verið starfslaus í starfinu. Hann átti að vera rithöfundur í ís- lenzkri bókmenntasögu, en þar er uppskeran tæpast sýnileg. Hann átti að verja helgi tung- unnar. En hann lætur viðgang- ast mótmælalaust, að tvenn rétt ritun sé lögheimiluð samtímis á vegum þjóðfélagsins. Hann hef- ir verið svo hirðulaus um móð- urmálskennsluna í háskólanum og vaxandi framburðarspillingu í landinu, að Alþingi hefir orð- ið að skerast í leikinn og leggja háskólanum til vel hæfan mann, vegna nemendanna, og veita öðrum mönnum fé til að standa fyrir nýrri sókn um réttan framburð móðurmálsins. Eftir að sorpbókmenntir tóku að dafna hér undir verndar- væng bolsévika, brást Nordal skyldu sinni um eðlilegar varn- arráðstafanir og varð síðar einskonar starfsmaður hjá því fyrirtæki, sem mest var liaft fyrir sökum. Hans nánustu sam- starfsmenn afþökuðu í haust sem leið þýðingu Sveinbjarnar Egilsonar á Odysseifskviðu og sjálfa Laxdælu. Nordal studdi þetta að einhverju leyti, a. m. k. afbökun Laxdælu. Þingið tók þá í taumana, eftir bendingu menntamálaráðs, og lét varða hegningu að gera skrílútgáfu af fornritunum. XXI. Ástæðan til þess, að Nordal stendur nú svo illa að vígi, sem raun ber vitni um, er van- menntun hans um mörg hin þýðingarmestu atriði. Hann lifir af að skrifa, en kann þó ekki að skrifa. Af bláberum viðvaningshætti játar hann á sig ótilneyddur, að hann sé því- líkur úrvalsrati í félagsmálum, að hann hafi gengið í flokk, af því að honum þótti naínið fallegt. Auk þess vissi hann ekki, að flokkurinn stefndi að því að gera landið frjálst, en sjálfur vill hann halda því undir dönsku valdi. Samskonar þroskaleysi kemur fram í því, þegar hann segir, að menn sem vita að Taine og Ruskin voru miklir listfræðingar, en ekki listamenn, hljóti að þykjast jafn snjallir þessum fræði- mönnum. Eftir sömu reglu ættu alir, sem vita að Kristur var mikill spámaður og spekingur, að þykjast honum jafn snjallir. Hann virðist ennfremur líta svo á, að af því að dr. Páll Eggerrt hefir ritað um Jón Sigurðsson, þá þyrfti hann þess vegna að líkjast Jóni í einu og öllu. En mest er þó sú vöntun Sigurðar, að hann heldur að rætin ó- sannindi um andstæðinga séu jafn sterk gögn í máli eins og málefnaleg rök. Frumástæðan til vanmáttar Nordals er einmitt sú skóla- ganga hans, sem hann telur vera sinn höfuðkost. Þegar hann gekk í Reykjavíkurskóla, var þar óöld mikil. Piltar gerðu uppreisn móti rektor og hröktu hann frá starfi. Auk þess hrintu þeir og óvirtu kennara sina á margan hátt. Sprengi- efnum var komið fyrir í skóla- húsinu, og var tilviljun ein, að fólk var ekki drepið með þess- um illvirkjum. Nordal mun að vísu hafa skort kjark til að taka beinan þátt í þessum róstum, auk þess sem þær gáfu sýnilega engan fjárhagslegan arð. En eitrað andrúmsloft skólans náði til allra. Það kældi og eyddi hugsjónum. Það var óvenjulega vel falið til að skapa í brjóstum nemenda kalda, persónulega eigingirni og fyrirlitningu á óeigingjörnum hugsjónum. — Frammistaða Nordals, löngu síðar, gagnvart Einari Kvaran, þegar hann óttaðist, að þetta skáld kynni að fá óvenjulega viðurkenningu erlendis, var einskonar áframhald af mann- hatursaðgerðum skólapilta í Latínuskólanum, þegar Nordal var að drekka í sig áhrif þeirr- ar stofnunar eins og hún var þá. Tiltölulega snemma fékk Nordal einkennilega, en tæp- lega vel heilbrigða aðdáun á Jóni Sigurðssyni. Kjarkur og óeigingirni Jóns var fullkomin andstæða við hina linu og eig- ingjörnu sérhyggju Nordals. Hann taldi sig með nokkrum hætti setjast í sæti Jóns, sem vörður íslenzkra fræða í þeirri stofnun, sem kennir sig við Jón Sigurðsson. En Nordal var betta ekki nóg. Hann lagði mikla stund á að eignast stól, sem forsetinn hafði setið í. Maður- inn, sem hafði mótast í sprengi- lofti Reykjavíkurskólans, áleit að hann gæti með einshvers- konar töfrakrafti öðlazt þrek og manndyggð Jóns Sigurðs- sonar með snertingu við sæti hans. En alveg eins og andi Jóns Sigurðssonar kemur ekki í Al- exander Jóhannesson með gull- keðju þeirri, sem Guðbrandur Jónsson „doktor frá Greifs- wald“ hengdi um háls hans, þannig hefir orðið bið á því, að manndómur Jóns Sigurðsson- ar hafi borizt til Sigurðar Nor- dals með hinum fágæta stól. Þvert á móti hefir Nordal gert meginafglöp ævi sinnar í hinu dýrmæta sæti. Þaðan lagði hann á sig fjötur norsku útlegðar- innar, þaðan eyðilagði hann bókaútgáfu menntamálaráðs 1928-31, þaðan flúði hann skiln- aðarflokkinn með fallega nafn- inu, þaðan sendi hann innlim- unarávarp sitt til Sigurðar Eggerz, þaðan réðist hann í af- brýðislund á Einar Kvaran, þaðan lét hann frá sér fara sáttmálann við bókaútgáfu kommúnista, sem skapar hon- um útlegð innanlands, þaðan leggur hann upp í leiðangra sína í útvarpið, til að tala um Afmæli. Jón Jónsson, bóndi í Þjórsár- holti í Gnúpverjahreppi, átti nýlega 65-ára afmæli. Hann er fæddur 27. maí 1977 að Minna- Núpi í Gnúpverjahreppi og ólzt þar upp hjá foreldrum sínum, Margréti Jónsdóttur og Jóni Jónssyni, bróður Brynjólfs fræðimanns. Systkinin voru átta og efnahagur mjög þröng- ur. Jón missti föður sinn árið 1901 og varð þá að taka við for- stöðu búsins með móður sinni, því að hann var elztur systkina sinna. Þrjátíu ára gamall reisti hann bú í Þjórsárholti og kvæntist það vor Helgu Ste- fánsdóttur frá Leirubakka í Landssveit, af Víkingslækjar- ætt. Þau hjón hafa nú búið í Þjórsárholti í 35 ár samfleytt og búnazt vel. Þau eiga sjö börn, sem öll eru upp komin, þar af eru fjögur að mestu leyti heima við. Þjórsárholt er ekki stór jörð, en vel setin. Þegar Jón kom þangað, fékk hann 130 hesta af túninu fyrsta sumarið. Nú er venjulegur töðufengur um 500 hestar. Jón er maður fríður sýnum, ágætlega greindur og góður bú- þegn. Hann ólzt upp á þeim árum, er skólaganga stóð lítt til boða fátæku sveitafólki. En hann átti til greindra að telja, enda skrifar hann ágæta rit- hönd, sem mun sverja sig í ætt við Brynjólf föðurbróður hans. Þá átti hann og góðan ná- granna, þar sem var séra Valde- mar Briem, er kenndi honum undir fermingu. Jón er einn af þeim mönn- um, sem eru traustir hornstein- ar í stétt sinni, sveit sinni og þjóðfélagi í heild. Þeir gera skyldu sína og eru öllum góðir, mönnum og mál- leysingjum. Með kyrlátu æfistarfi vernda þeir þjóðarmeið íslendinga. dauðann og eilífðina, þegar hann veit, að hinir „fáfróðu“ landar hans fordæma hann fyr- ir skóladrengj apör í mannfé- laginu. Og úr þessum stól send- ir hann skæting til þeirra, sem hafa aukið veldi Þjóðvinafé- lagsins, sem stofnað var til stuðnings við málefni Jóns Sig- urðssonar fyrir það eitt, að hafa tífaldað viðskiptamannatölu þess á einu ári. Það urðu Slgurði Nordal all- mikil vonbrigði, þegar hann fann, að það þótti lítill vegs- auki fyrir hann að gerast for- málaritari bolsévikaútgáfunnar hér á landi. Honum mun verða það enn meiri vonbrigði, þegar hann sér og skilur til fulls, að hann situr ekki í gullstól, og að jafnvel stóll Jóns Sigurðssonar gefur honum ekkert af hinum fágætu eiginleikum forsetans. En allramest vonbrigði verða honum sennilega að vita, að hann kann ekki að skrifa, að hann hefir á þeim vettvangi verið hrakinn stig af stigi, unz hann hefir hvergi fótfestu. Liðsafli hans er sundraður og málsstaður sá, sem hann tók að sér að verja: trúin á ljótleik- ann, er nú hafður í háði og spotti um allt land. Þetta eru raunaleg herferðarlok. En það mætti vel verða ungum mönn- um til viðvörunar, að það.nægir ekki að eignast stól Jóns Sig- urðssonar, til þess að verða maður að meiri. Hver maður verður að smíða sinn eigin stól. Jafnvel stóll hinna fræg- ustu hetja verður gagnslaus fyrir þann mann, s em hefir sviðið vængi æskuhugsjónanna í brunarústum sjúkrar, per- sónulegrar eigingirni. J. J. /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.