Tíminn - 25.06.1942, Side 3

Tíminn - 25.06.1942, Side 3
69. blafl TmrVX. fimmtndaginM 25. janí 1943 271 Kaflí úr bréfi frá Keflvíkíng íil kjósenda í Seltjarnarnes- hreppi. --------Ekki held ég, að Ól- afi Thors hafi liðið vel eftir fundinn, enda hlýtur sneypuför hans hingað að vera mikil reynsla fyrir jafn metnaðar- gjarnan mann. Þórarinn stóð sig ágætlega og flokki okkar til sóma. Alþýðu- flokksmaðurinn kom líka mjög virðulega fram. En þegar að því kom, að héraðsmenn fengu að tala, voru það 6 Framsóknar- menn í röð, sem allir gerðu mál- um sínum góð skil og flettu of- an af Ó. Th. Þá talaði 1 Sjálf- stæðismaður, en enginn fyrir Alþýðuflokkinn. Ég er mjög ánægður með þennan fund, og spái ég, að Þór- arinn verði Ólafi erfiður við- fangs eftirleiðis, ef dæma má eftir þessum fundi. Framsóknarflokkurinn á harðsnúið og öflugt lið hér í Keflavík. Reynið nú að duga honum eins vel innfrá.--- Hermenn granda sauðié og álitum í óbyggðum Þann 18. þ. m. sáu menn, sem voru í girðingavinnu skammt norðan við Brunna hjá Kalda- dalsvegi, til tveggja manna, er voru að gera tilraunir til að drepa álftir á Brunnavatni, og heyrðu skotið alls 7 skotum. Sömu menn sáu sauðkind skammt frá Brunnavatni, sem lá hreyfingarlaus. Við athugun kom í ljós, að kindin var dauð. Hafði hún verið skotin kúlu- skoti rétt aftan við bógana. Skammt frá kindinni fundu mennirnir skothylki úr riffli, merkt F. A. 40. Einnig sáust greinileg för eftir hermanna stígvél rétt hjá dauðu kindinni. Tveim dögum síðar voru menn úr sama flokki varir við, að byssukúla fór rétt fram hjá þeim, þar sem þeir voru við vinnu sína. Heyrðu þeir greini- lega hvininn af kúlunni um leið og hún þaut framhjá. Þar sem augljóst- þykir, að hermenn hafi verið hér að verki, hefir þetta verið kært til skrifstofudeildar þeirrar á veg um yfirstjórnar Bandaríkja hersins, sem fjallar um mál af þessu tagi. sandfoksvindar, sem er eyði- merkurförum ólýsanleg skelf- ing og ber oft sjálfan dauðann á vængjum sér. í þessu umhverfi er það, sem herir Bandamanna og Möndul- veldanna hafa átzt við undam farið. Inni í járnklefum skrið drekanna, sem verða eins heit ir og sandurinn, geysast lið- sveitir herjanna fram og aftur, þreyta yfirráð, jafn vel um eyði- stöðvar hins gula sands, þar, sem engri skepnu er líft á óra svæðum. En að vestan, þeirri átt, er Rommel hefir sótt, er þessi leið þó fordyrið að einu frjósamasta svæði jarðarinnar, Egiptalandi, landi, sem er að vísu jafn regnlaust og auðnirn- ar beggja megin, en fær alla sína miklu frjósemi frá ánni Níl, sem hefir verið lífgjafi landsins frá því sögur hófust. Og austan við það liggur lífæð Bretaveldis, Suezskurðurinn. Það er þangað, sem augu Hitl ers og áhugi stefnir. Verði sú lífæð skorin sundur, þykir von til að við það skapist Bretum þeir erfiðleikar, sem þeir fá ekki yfir stigið. Nú er eftir að sjá, hvernig Bretum og bandamönnum þeirra tekst að verja Egipta- land. Á það munu þeir leggja megináherzlu. Og yfirráð þeirra um Miðjarðarhafið eru nú í meiri tvísýnu en fyrr, þeg ar Tobruk er fallin. Malta er enn einangraðri en áður. Og sigur Rommels hefir örvandi á- hrif á þýzku þjóðina, sem nauð ug viljug verður að dansa tví- sýnum örlagadansi með þeim foringja, er leitt hefir hana og heiminn allan út í óyfirsjáan legt ófriðarbál. Listi Framsóknarílokksins 1 er B'listi Kosningaskrifstola listans er í Sambandshúsinu 3. hæð, simi 3978. Framsóknarmenn, sem fiarid úr bænum, munið efitsr að kjósa hja lögmanni áður en pér fiarið. Samband ísl. samvinnulélaga. Aðalfundur vor verður haldinn í skólahúsinu að Laugum í Reykjadal 17. og 18. júlí n. k. Upplestur Nordahls Gríeg í hátíðasal háskólans Á mánudagskvöldið var flutti Nordahl Grieg kvæði sín í há- tíðasal háskólans, fyrir for- göngu Norræna félagsins. Formaður félagsins, Stefán Jóhann, fyrv. ráðherra, bauð skáldið og hermanninn Nordahl Grieg velkominn til íslands, lýsti samúð íslendinga með frændum vorum austan hafs og virðingu og aðdáun á víkings- lund þeirra. Nordahl Grieg væri merkisberi norrænnar frelsis- ástar. Kvæði hans væru þegar orðin kær íslendingum. Hann væri því hinn mesti aufúsugest- ur. Nordahl Grieg er ekki ein- ungis mikið skáld, heldur jafn- framt snilldarlegur upplesari. Kvæði sín flytur hann algerlega blaðalaust, án þess að skeika nokkurs staðar á orði. Hann er ættaður úr Björgvin og ber málfar hans þess greinilega vitni. Hann er látlaus í fram- sögu, en orðum hans fylgir undraverður kraftur. Má full- yrða, að áheyrendur sátu sem heillaðir meðan hann flutti kvæði sín, og var fullkomin dauðaþögn í salnum. Þessi kvæði eru öll orkt í ógn styrjaldarinnar. Þau eru vermd af hjartablóði norsku þjóðar- innar, hert af þjáningum, von- um og karlmannslund. Þau bera í sér harm og söknuð yfir glötuðu frelsi, en þeim skeikar varla í karlmannlegum þrótti og trú á betri „framtíð. Nordahl Grieg las þarna kvæðið um „17. maí 1940“, þjóð- minningadag Norðmanna, þeg- ar fánastöngin stendur nakin á Eiðsvelli. Á Eiðsvelli var stjórn- arskrá Norðmanna gerð 1814. Sá staður svarar til Þingvalla hjá okkur, í hugum Norðmanna. Þá las Grieg nýárskvæðið 1941, um „bréfið, sem aldrei komst heim“. Var það flutt í Ríkisútvarpið 17. maí s. 1. í prýðilegri þýðingu eftir Magn- ús Ásgeirsson. Kvæðinu lýkur með’ þessu er- indi: En þegar því helvaldi er hrundið, sem hélt ekki, og fær ekki grið, vér bi'ðjum þig, ættmold og ástjörð, um afl til að þola — frið. Er ofríkið lönd hefur látið, og lýðfrelsið ræður þeim, skal birtast í bróðerni voru það bréf,sem komst aldrei heim. Þá las skáldið kvæði um norsku börnin, sem berjast sinni hörðu baráttu fyrir því að fá að halda áfram að vera norsk börn. Það er haft eftir norsk- um kennara, að það væru börnin, sem hefðu átt drýgstan þátt í því, að kennararnir neit- uðu því nær undantekningar- laust að lúta erlendu valdboði í starfi sínu. Og þessi norski barnaher er jafnvel eitthvert erfiðasta mótlæti Kvislinganna norsku. Áheyrendur guldu Nordahl Grieg þakkir með dynjandi lófataki, sem ekki linnti fyrr en hann ávarpaði áheyrendur með nokkrum orðum. „Hvert hlýtt handtak, hvert vingjarnlegt viðmót er okkur Norðmönnum mikils vert á þessum tímum“, sagði hann m. a. S A V O N de P A R 1 S varðveita hörund yðar — gera það mjúkt og heilbrigt og verja það öllum kvillum. SAVON de PARIS er mjúk sem rjómi og hefir yndislegan hressandi rósailm. — Aoíið beztu og vönduðustu sápuna! - ISotið SAVOW de PARIS - SIGLINGAR milli Bretlands og Islands halda áfram, eins og að undanfömu. Höfum 3—4 skip í förum. Tilkynningar um vöru- sendingar sendist Culliford & Clark Ltd. BRADLEYS CHAMBERS, LONDON STREET, FLEETWOOD. Auglýsing Þúsundir vita að gæfan fylgir trúlofunar- hringunum frá SIGURÞÓR. Sent gegn póstkröfu. Sendið nákvæmt mál. Kopar, aluminium og fleiri málmar keyptir í LANDSSMIÐJUNNI. ttbreiðið Tímanii! Milli þátta í upplestrinum léku þeir Árni Kristjánsson og Björn Ólafsson tónverk eftir- Edvard Grieg, en hann var föð- urbróðir skáldsins. Að lokum afhenti stjórn Nor- ræna félagsins Grieg orðabók Sigfúsar Blöndals til endur- minningar um kvöldið. Gekk hann svo frá Háskólanum í hermannabúningi sínum með orðabókina undir handleggnum eins og friðsamur stúdent, sem heldur heim að loknu dags- verki. í heimleiðinni var komið við í Oddfellow-húsinu. Sat stjórn Norræna félagsins og blaða- menn þar fábrotið hóf en góðan gleðskap með Nordahl Grieg og nokkrum fleiri norskum gest- um, er nú dvelja hér á landi. Minntist í formaður Noræna félagsins þar Haralds Grieg, bróður skáldsins, sem hefði ver- ið gestur Norræna félagsins í þessum sömu salarkynnum fyr- ir þremur árum, en nú væri hnepptur í þýzkar fangabúðir ásamt mörgum öðrum ágætum Norðmönnum. Svaraði Nordahl Grieg með mjög hlýlegri ræðu til íslands, sem í raun og sannleika væri draumaland Norðmanna. — Sigurður Nordal minntist Nor- egs og bað menn að lokum að syngja þjóðsöng Norðmanna. Lauk hófinu laust eftir mið- nætti. FRAMSÓKNARMENN! Muniff aff kjósa hjá næsta hreppstjóra effa sýslumanni, ef þiff fariff aff heiman fyrir kjör- dag 5. júlí. Kosningaskrifstofa Fram- sóknarflokksins er í Edduhús- inu, Reykjavík. Símar 5099 og 2323. — Framsóknarmenn. Leit- iff allra upplýsinga hjá henni varffandi kosningarnar. um hámarksverd. Dómnefnd í kaupgjalds- og veryðlagsmálum hfir samkvæmt heimild í lögum 29. maí 1942, ákveðið að setja eftirfarandi há- marksverð: Harfffiskur: óbarinn cif. Reykjavík . kr. 4.50 pr. kg. í heildsölu, barinn, ópakkaður .... — 5.65 — — í smásölu, barinn, ópakkaður .... — 6.70 — — Reykjavík, 23. júní 1942. Dónmefnd í kaupgjalds- og verðlagsmálum. V eður stoíuna vantar húsnæði 1. okt. eða fyr. Vpplýsingar hjá veðurstofustjóra, sími 3373. Auglýsið í Tímanum! Ég þakka, af heilum huga, börnum mínum og barnabörnum, nágrönnum og venslafólki, svo og vinum og œttingjum nœr og fjær, er heiðruðu mig og glöddu á sjötugsafmæli mínu, þann 15. maí s. L, með heimsóknum, símskeytum og gjöfum og gerðu mér daginn með því ógleymanlegan. Ég bið þessu fólki öllu ríkulegrar guðs blessunar. AGATHA STEFÁNSDÓTTIR, Jörfa, Kolbeinsstaðahreppi. 574 Victor Hugo: Esmeralda 671 mig, sem gefi fyrirgefningarvon í skyn! Þú þarft ekki að segja, að þú elskir mig, aðeins að svo kunni að fara, að þú munir einhvern tíma elska mig! Það er nóg til þess, að ég skal frelsa þig! Ef þú færist hins vegar undan þessu, þá -----. Tíminn líður! Ég bið þig í nafni alls, sem heilagt er að draga ekki svar þitt svo á langinn, að ég verði að steini eins og gálginn, sem á að hengja þig á. Minnstu þess, að ég hefi örlög okkar beggja í hendi mér, og að ég er næstum því brjálaður af ást til þín. Láttu aðeins eitt vinsamlegt orð falla í minn garð, aðeins eitt orð. Hún opnaði munninn til þess að svara. Hann féll á kné frammi fyrir henni til þess að veita orðum hennar móttöku í lotning. Hún mælti: — Þú ert morðingi! . Presturinn þreif hana í faðm sér í æði og rak upp skellihlátur. — Víst er ég morðingi, mælti hann, — og nú skalt þú verða mín! Þú munt ekki æskja þess, að ég verði þræll þinn. Ég mun verða húsbóndi þinn. Þú skalt verða mín! Ég hefi fylgsni til umráða. Þangað skal förinni heitið. Þú skalt' fylgjast með mér, annars fel ég þig böðlinum í hendur. Þú skalt verða mín, prestsins, trúníðingins, morðingjans. fullvissað þig. Þú heyrir, að ég mæli hin ástríkustu orð til þín. Ég á mér enga ósk æðri en að þú látir af andúð þinni í minn garð. — Ekki getur það þó talizt glæpur, þótt karlmaður felli ástarhug til konu. Ó, drottinn minn! Munt þú aldrei veita mér fyrirgefningu? Munt þú ávallt bera haturshug til mín? Er þá öll von úti? Sérðu, að það eru þessar kringumstæður, sem gerir mig að villi- dýri, jafnvel að sjálfs míns dómi. Þú virðir mig ekki einu sinni viðlits. Þú hugsar ef til vill um allt annað, meðan ég tala til þín af þröskuldi hinnar ógn- legu eilífðar. En minnstu bara ekki á liðsforingjann í mín eyru! Ég vil gjarna kasta mér fyrir fætur þér og kyssa þá, nei, það myndir þú aldrei leyfa! Ég er aumari duftinu undir fótum þér. Ég vildi allt til vinna að mega votta þér ást mína. Þó væri það allt árang- urslaust. Allt! Og þó hefir sál þín ekk- ert annað að geyma en viðkvæmni og blíðu. Þú ert gædd hinum beztu dyggð- um. Þú _ert mild, góð, miskunnsöm og ástrík. Ég er eini maðurinn, sem þú berð kala til. Ó, hvílíkt hlutskipti! Hann náði þó smám saman valdi yfir stúlkan heyrði hann snökta. Það var í fyrsta sinni, sem hún vissi hann tárast. Henni virtist hann næsta aumkunar- verður. Hann grét um hrið.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.