Tíminn - 27.06.1942, Page 3

Tíminn - 27.06.1942, Page 3
70. blað TÍMITVTV. laugardaginn 27. jjani 1942 275 B Æ K U R Leikhúsmál. Tímarit fyrir leiklist — kvik- myndir — útvarps- leiki. Annað hefti 2. árgangs af þessu tímariti kom út fyrir nokkru síðan. Eigandi og útgef- andi þess er Haraldur Björns- son leikari. í heftið ritar Lárus Sigur- björnsson, rithöfundur, fram- hald af greinaflokki sínum um „fyrstu leikritaskáld íslands", og fjallar þessi þáttur um Guð- mund Kamban. Haraldur Björnsson ritar um salarkynni leikfélagsins í Iðnó og lýsir erfiðleikum þeim, sem húsþrengsli hafa valdið og valda leikstarfsemi í borginni. Þá ritar Haraldur og afmælis- grein um Gunnþórunni Hall- dórsdóttur leikkonu í tilefni af 70 ára afmæli hennar 9. jan. síðastliðinn, en Gunnþórunn er meðal landskunnustu og vin- sælustu leikara, sem hér hafa starfað. Lárus Sigurbjörnsson minnist Bjarna Björnssonar, gaman- leikara, sem andaðist síðastlið- inn vetur, aðeins rúmlega fimmtugur að aldri. Leikhúsmál er prýðilega snot- urt rit og vafalaust vel þegið af fíestum þeim, er áhuga hafa fyrir leiklist. J. Ey. Um hveri og laugar á íslandi. Dr. Trausti Einarsson, menntaskólakennari á Akur- eyri, hefir nýlega gefið út all- stóra ritgerð á vegum Vísinda- félags íslendinga um rannsókn- ir sínar á hverum og laugum hér á landi, einkum á svæðinu milli Skjálfanda og Hrútafjarð- ar. Ritgerðin er á þýzku, enda stundaði höfundurinn háskóla- nám í Þýzkalandi. Höfundur hefir mælt hita, vatnsmagn og hveraloft í öll- um heitum uppsprettum á áður greindu svæði. Jafnframt hefir hann gert sér far um að rann- saka bergfræði og jarðmyndun þeirra svæða, sem uppsprett- urnar eru bundnar við. Bendir höfundur m. a. á, að hverir og laugar séu engan veginn bundn- ar við svæði, þar sem eldgos hafa orðið á siðustu jarðöld. Uppspretturnar eru líka, og engu síður, í öðrum og eldri bergsvæðum. Yfirleitt telur höfundur, að mikið skorti á þekkingu og skilning á upp- runa og gerð hinna heitu linda. Notkun hvera og jarðhita fer nú mjög ört vaxandi á landi hér. Eru rannsóknir á þeim því mjög aðkallandi og þarflegar, enda hefir Menntamálaráð ís- lands styrkt höfundinn til verksins. J. Ey. Leidrétting Sá misskilningur hefir slæðzt inn í greinina um upplestur Nordahls Grieg í fimmtudags- blaðinu, að stjórn'Norræna fé- lagsins hefði afhent skáldinu orðabók Sigfúsar Blöndals að gjöf. — Orðabókin var gjöf frá vinum Nordahls Grieg á Akur- eyri. Biður blaðið þá, sem hlut eiga að máli, afsökunar á þessari missögn. FR AMSÓKN ARMENN • Munið að kjósa hjá næsta hreppstjóra eða sýslumanni, ef þið farið að heiman fyrir kjör- dag 5. júlí. Kosningaskrifstofa Fram- sóknarflokksins er í Edduhús- inu, Reykjavík. Símar 5099 og 2323. — Framsóknarmenn. Leit- ið allra upplýsinga hjá henni varðandi kosningarnar. Kosnlngaskrifstofa Framsóknarfélaganna i Reykjavík er I Sam- bandshnsinn (3. bæð) Simi 3978. ► Samband isl. samvinnufélaga. Að gefnu tiiefni tilkynnist hér með, að starfs- menn á skrifstofu vorri í New York taka ekki á móti neinskonar beiðnum um vörukaup, nema leyfi vort komi til. <-> Ráðníngarstoia landbúnaðarins mun starfa til 5. Júlí. Nú eru því síðustu forvöð fyrir fólk það, sem hefir í hyggju að fara í kaupavinnu í sumar, að njóta aðstoðar hennar við ráðningu. Við höfum ennþá úrval af ágætum heimilum viðs- vegar 'um land. Ráðningastofan er opin alla virka daga til kl. 21 og á sunnudaginn 28. júní frá kl. 15 til 18.-Sími 2718. Búnaðarf élag 1 slands. Tilkynning tii útgerðarmanna og sildarsaltenda Ríkisstjórnin hefir með bréfum dagsettum 20. apríl og 29. mai 1942, falið Síldarútvegsnefnd einkasölu til Ameríku á allri norðlenskri sild nema grófsaltaðri síld og ferskskornum sildar- flökum, einnig á allri Faxaflóasíld. Þeir útgerðarmenn og síldarsaltendur, sem ætla sér að salta síld í sumar, skulu sækja um söltunarleyfi fyrir 10. júlí n. k. Þeir, sem óska eftir löggildingu sem síldarútflytjendur grófsaltaðrar síldar og ferskskor- inna síldarflaka fyrir árið 1942, skulu sækja um löggildingu til Síldarútvegsnefndar fyrir 10. júli næstkomandi. Umsóknum þessum fylgi tilkynning um, hvort saltendur hafa ráðið sérstakan eftirlits- mann með síldarverkuninni, hver hann sé og hvort hann hafi lokið síldarverkunarprófi. Síldarútvegsnefnd vill vekja sérstaka athygli á því, að samkvæmt lögum nr. 74, 29. des. 1934, er óheimilt að bjóða síld til sölu erlendis án leyfis nefndarinnar. Þeir, sem ætla sér að selja sjálfir grófsaltaða síld og ferskskorin síldarflök, eða gera fyrirframsamninga um slíka sölu, þurfa því að sækja um leyfi til nefndarinnar fyrir 10. júlí næstkomandi. Allar umsóknir þessu viðvíkjandi sendist Síldarútvegsnefnd, Siglufirði. Siglufirði, 16. júní 1942. Morgunblaðið er seinheppið Nýlega birtir Morgunblaðið' gleiðletraða klausu úr bók Jón- asar Jónssonar, Komandi ár, þar sem rætt er um nauðsyn þess,' að stjórnmálaflokkar myndist hér . um innanlandsmál, en skiptist ekki í sundurleita og lítt starfhæfa hópa vegna af- stöðu til sambandsmálsins, svo sem verið hafði allt frá því er Alþingi var endurreist og fram yfir 1918. í þessu sambandi varpar höf- undur fram sem möguleika til að ýta undir nýskipun á stjórn- málaflokkum í landinu, að hlut- fallskosningar væru teknar upp og kjördæmaskipun endurskoð- uð. Þetta er ritað fyrir tuttugu árum. Við þær endurskoðanir og breytingar, sem síðan hafa far- ið fram á kjördæmaskipun og kósningalögum, hefir J. J. aldrei haldið þessari skoðun fram, þótt hann ympraði á henni í þessari ritgerð sinni. — Reynslan hafði sannfært hann um, að þessi leið var ekki heppileg eða nauðsynleg. — Flokkslínurnar í innanlands- málum skýrðust brátt eftir að deilan um sambandsmálið var úr sögunni. Jónas Jónsson mun greiðlega kannast við, ef á þarf að halda, aö hann hafi skipt um skoðyn í þessu efni, frá því er hann ritaði hugleiðingar sínar um Komandi ár. Er því alveg til- gangslaust að vitna í þessi um- mæli, sem höfundurinn hefir aldrei framfylgt í orðí eða verki síðar. Öðru vísi ferst Sjálfstæðis- mönnum. Þeir beinlínis þræta fyrir ummæli sem þeir hafa við- haft fyrir fáum árum, fáum mánuðum, jafnvel fáum vikum, en ætla þó að framkvæma, — framkvæma eftir krókaleiðum, — ef þeir geta. Reynsla undanfarinna tutt- ugu ára hefir sýnt svart á hvítu, að hlutfallskosningar hafa svo marga annmarka, að þær eru ekki takmarkið, sem ber að stefna að. Það er alveg rétt, sem J. J. tók fram í grein sinni, að þær eru æskileg aðferð til að ýta undir flokkamyndun, ef þess þarf með. En úr því að við höfum nú fengið fjóra harð- snúna stjórnmálaflokka í land- inu, virðist ekki sennilegt, að margir þurfi að vera húsvilltir að því leyti. Það skyldu þá vera nazistar, sem hvergi ættu höfði sínu að að halla, — ef einhverj- ir harma það. Úr því mun flokkur Jónasar Þorbergssonar og Ragnars í Smára eiga að bæta. En þá bregður svo kynlega við, að Morgunblaðið virðist ekki fagna þessum nýja bróður í leiknum með tiltakanlegri vinsemd. Blaðið er svo seinheppið, að það berst í öðru veifinu fyrir að undirbúa jarðveginn fyrir nýja smáflokka, en í sömu and- ránni berst það hatramlega gegn tilraunum til nýrra flokkamyndana, sem eru að skjóta upp kollúnum. Loks er reynslan af hlut- fallskosningum milli tveggja manna í kjördæmum Búnaðar- félagsins augljós sönnun þess, sem Magnús Jónsson sagði forð- um, að slíkt fyrirkomlag væri aðeins vitleysa og ekkert rétt- læti í því. Af slíku kosningafyrirkomu- lagi leiðir óhjákvæmilega deyfð og áhugaleysi meðal kjósenda um landsmál. Tveggja manna kjördæmi Búnaðarfélagsins eru yfirleitt steinhætt að láta kosn- ingar fara fram. Forustumennirnir koma sér saman um einn lista. Kosning verður óþörf. Nei, það er eins og fyrri dag- inn, þegar Morgunblaðið ætlar að reiða hátt til höggs: Það er seinheppið. Vilhjálmur Þór (Framh. o/ 2. siðu) vafi á, að Vilhjálmur verður gerður að brautryðjanda hins norðlenzka höfuðstaðar á þingi þjóðarinnar. Takist það, verð- ! ur það gleðiefni þjóðrækn- um framfaramönnum um allt land, án tillits til flokka. Hvert heimili, hvert kjördæmi og þá , ekki sizt landið allt, þarf að fá 1 sem flesta verkamenn, sem bæði geta og vilja vinna, og auka átökin eftir því, sem þörf- in vex. Akureyringar hafa hætt á annað eins og það að senda á þing einhvern kunnasta at- orku- og umbótamann, sem nú er til i landinu. J. J. B i n d indismannadagur hófst eins og auglýst hafði ver- ið, með guðsþjónustu í dóm- kirkjunni. Síra Sveinn Víkingur prédikaði en séra Friðrik Á. Friðriksson prófastur á Húsavík þjónaði fyrir altarinu. Klukkan 1 e. h. hófst fundur í Iðnó. Voru þar flutt fram- söguerindi af hálfu þeirra fé- lagasamtaka, er þátt tóku í fundinum. Að framsöguræðum loknum hófust almenriar um- ræður, er stóðu til kl. 7 um kvöldið. M. a. var rætt um aukið sam- starf þeirra félagasamtaka, sem að fundinum stóðu, og aukið starf bindindismanna í landinu í heild. Þá lagði fundurinn sér- staka áherzlu á, að komið verði upp hæli fyrir drykkjumenn hið bráðasta. Kaus fundurinn 5 manna framkvæmdanefnd, sem á að hafa samvinnu um þetta mál við framkvæmdanefnd Stórstúku íslands og jafnframt að vinna að útgáfu blaðs, sem bindindismenn í landinu sam- einist um og geri fjölbreytt og útbreitt. Fundurinn lýsti ennfremur andúð sinni á undanþágum þeim, sem veittar eru frá banni á sölu áfengis síðan vinverzl- uninni var lokað. _______________Síidarútvegsnefnd. Lísti Framsóknarílokksíns í Reykjavík er B*llStl Kosningaskrifstofa listans er í Sambandshúsinu 3. hæd, sími 3978. Framsóknarmenn, sc a farid úr bænum, mumd eftir ad kjósa hja lögmanni áður en þér farid. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ §1GL1^GAR milli Bretlands og íslands halda áfram, eins og að undanfömu. Höfum 3—4 skip í förum. Tilkynningar um vöru- sendingar sendist Culliford & Clark Ltd. BRADLEYS CHAMBERS, LONDON STREET, FLEETWOOD. 578 Vivtor Hugo: spurði hún nær dauða en lífi af ótta og ógn. Einsetukonan svaraði henni engu en hóf að tauta fyrir munni sér: — Dóttir Egiptalands! Dóttir Egipta- lands! Dóttir Egiptalands! Höfuð hinnar óhamingjusömu Esmer- öldu hné að brjósti, er henni varð Ijóst, að hér var eigi um að ræða veru gædda mannlegum tilfinningum. Skyndilega hrópaði einsetukonan, eins og spurning Tatarastúlkunnar hefði eigi fyrr náð eyrum hennar. — Þú spyrð mig, hvað þú hafir gert á hluta minn! Hvað þú, Tatarastelpan, hafir mér gert! Hlustaðu á orð mín. Ég átti barn, já, barn, skal ég segja þér! Ég átti barn, já, ég átti barn! Heyrir þú, hvað ég segi? Ég átti yndisfagra dóttur. Hún hét Agnes! Ó, Agnes mín! hrópaði hún í örvæntingu sinni, jafn- framt þvi, sem hún kyssti eitthvað, sem Esmeralda fékk eigi greint sökum myrk- ursins. — Þú, dóttir Egiptalands, heyrir þú mál mitt? Barninu mínu var rænt! Barnið mitt var frá mér tekið! Finnst þér að ástæðulausu, þótt ég beri þung- an hug til Tataranna? Unga stúlkan svaraði líkt og lambið í dæmisögunni: — Ef til vill hefi ég eigi verið í heim- inn borin, þegar þetta gerðist. Esmeralda , 575 Heyrir þú til mín? Þú skalt meira að segja verða mín á þessari nóttu! Nautn og gleði! Kysstu mig, gæzkan! Þér ber að velja milli mín og grafarinnar. Tryllingsglampa brá fyrir í augum hans. Hann kyssti háls ungu stúlkunn- unnar, svo að hún blóðroðnaði. Ilún streittist á móti af öllum kröftum, en hann hélt áfram að kyssa hana. — Bíttu mig ekki, viðbjóðurinn þinn, hrópaði hún. — Slepptu mér, úrþvættið þitt — segi ég. Ég skal rífa hærurnar af höfði þér og kasta þeim í andlit þér. Hann roðnaði og fölnaði í senn. Því næst lét hann hana lausa og virti hana svipþungur fyrir sér. Hún hugði sig hafa unnið sigur og hélt áfram máli sínu: — Ég segi þér það eitt, að ég elska Föbus minn, og honum einum get ég játazt. Hann er fagur og gervilegur. Þú ert grettinn og grár. Hafðu þig í burtu! Hann rak upp hræðilegt óp, líkt og hann væri brennimerktur með heitu járni. — Þá skalt þú deyja, hrópaði hann og gnísti tönnum. Esmeralda sá, að hann var viti sínu fjær og hugðist að freista flótta. En hann náði til hennar, varpaði henni til jarðar og dró hana á eftir sér eftir steinbrúnni, er hann gekk hröðum

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.