Tíminn - 09.07.1942, Blaðsíða 1

Tíminn - 09.07.1942, Blaðsíða 1
< RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. RITSTJÓRASKRIFSTOFUR: BDDUHtTSI, Llndaigötu 9 A, Slmar 2353 og 4373. AFGRKIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝBINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Llndargötu 9 A. Síml 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA hJT. Slmar 3948 og 3720. 26. ár. Reykjavík, fimmtndagiuu 9. júlí 1942 76. blað Múlasýslur hafa pcgfar hafnað mínníhlutaplngfmönnunum Forvígisilokkar kjördæmabreytingarinnar haia tapað iylgi í stórum stíl í kosníngunum Alpýðuflokkurinn, sem átti frumkvæðið að stjórnarskrárflaninu, hefir beðið meiri kosningfaósigfur, en dæmi eru til hér á landi Bjarni Bjarnason, sem vann Snæfellsnessýslu frá Sj álf stæðisflokknum. Sveinbjörn Högnason, sem vann Vestur-Skaptafells- sýslu frá Sjálfstæðisflokknum. í p r ó tt a skól amim að Laugfarvatni sagft upp Hefir útskrífað 48 nem- endur á 10 árum íþróttaskólanum að Laugar- vatni var sagt upp síðasta júní. í vetur voru 6 nemendur á skól- anum, þar af tvær stúlkur. Af stúlkunum hlaut Sigríður Val- geirsdóttir frá Reykjavík hæstu einkunn. Hún er félagi í Glímu- félaginu Ármann. Af piltunum varð hæstur Pétur Stefán Kristjánsson frá Húsavík. Aðrir nemendur voru: Bjarni G. Bakkmann, Borgarnesi, Gutt- ormur Sigurbjörnsson Gilsár- teigi, Kári Steinsson Neðra- Ási Hjaltadal og Sigríður Guð- jónsdóttir Eyrarþakka. íþróttaskólinn hefir starfað í 10 ár undir stjórn Björns Jak- obssonar og á þeim tíma braut- skráð 48 nemendur. í ráði er að skólinn taki til starfa undir nafninu íþrótta- kennaraskóli íslands og starfi hér eftir samkvæmt lögum, sem samþykkt voru um þá stofnun á síðasta Alþingi. í heimboði Þingf- eyingfa Nokkrir Þingeyingar gerðu Einari Jónssyni myndhöggvara og konu hans boð til þriggja eða fjögurra vikna ferðar og dval- (Framh. á 4. síOu) w Urslít í kaupstöðum í kaupstöðunum hefir fylgis- hrun Sjálfstæðisflokksins orðið mjög mikið. í þingkosningunum 1937 fær Sjálfstæðisflokkurinn þar 13.701 atkv., en nú 11.959 atkv. Hann tapar því 1742 atkv Alþýðuflokkurinn fékk 1937 i kaupstöðunum 6659 atkv., en fær nú 5585 atkv. eða nær 1100 atkv. færra. Hins vegar hafa Framsóknarflokkurinn, og þó einkum Kommúnistaflokkur- inn unnið á. Framsóknarflokk- urinn fékk 1937 í bæjunum 1640 atkv., en fær nú 2005 atkv. eða 365 atkv. fleira. Kommúnista- flokkurinn fékk 1937 í kaup- stöðunum 3904 atkv., en fær nú 6837 atkv. eða nær 3000 atkv. fleira. Hér fara á eftir úrslit í ein- stökum kjördæmum. Atkvæða- tölurnar frá kosningunum 1937 eru tilgreindar innan sviga: Reykjavík. Kosningaúrslitin í Reykjavík urðu þessi: Sjálfstæðisflokkurinn 8801 (10.026) atkv., Kommúnista- flokkurinn 5335 (2718) atkv., Al- þýðuflokkurinn 3319 (4135) at- kv,. Framsóknarflokkurinn 905 (1047) atkv., Þjóðveldismenn 618 atkv. og listi Sigurðar Jón- assonar 103 atkv. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 3 þingmenn kosna, kommúnistar 2 og Alþýðufl. 1. Sjálfstæðisfl. hefir því misst eitt þingsæti til kommúnista. Sjálfstæðisfl. hefir tapað 1225 atkv. frá því í seinustu þing- kosningum,þrátt fyrir öllu meiri þátttöku nú. Alþýðuflokkurinn hefir tapað 816 atkvæðum og Framsóknarflokkurinn 142 at- kv. Kommúnistar hafa unnið 1617 atkv. íhaldsblöðin skrifa mjög um tap Framsóknarfl. í þessari kosningu. Þó er tap hans hlut- fallslega sízt meira en hjá Sjálf- stæðisflokknum. Hafnarfjörður. Kosningu hlaut Emil Jónsson (A) með 933 (935) atkv., Þor- leifur Jónsson (S) fékk 756 (996) atkv., Sigríður Sæland (K) fékk 160 (6) atkv. og Jón Helga- son (F) 45 (7) atkv. Sjálfstæðisflokkurinn hefir tapað 240 atkv. og misst þing- sætið. ísafjörður: Kosinn var Finnur Jónsson (A) með 667 (754) atkv., Björn Björnsson (S) fékk 433 (576) atkv., Sigurður Thoroddsen (K) fékk 214 (18) atkv. og Guð- mundur I. Kristjánsson (F) 39 (8) atkv. Sjálfstæðisflokkurinn hefir tapað 140 atkv. og Alþýðufl. 87 atkv., þrátt fyrir svipaða kosn- ingaþátttöku og síðast. Akureyri: Kosinn var Sigurður Hlíðar (S) með 1080 (913) atkv., Vil- hjálmur Þór (F) fékk 902 (528) atkVi, Steingrímur Aðalsteins- son (K) fékk 650 (639) atkv.) og Jón Sigurðsson (A) 214 (258) atkv. Framsóknarflokkurinn hefir bætt við sig 374 atkv. og Sjálf- stæðisfl. 167 atkv., en a. m. k. Kosningaúrslitin eru nú kunn að mestu. Framsókn- arflokkurinn hefir stórum aukið fylgi sitt, en báðir for- vígisflokkar kjördæmabreytingarinnar, Alþýðuflokkur- inn og Sjálfstæðisflokkurinn, hafa stórtapað, þótt þeim hafi tekist með öflugri kosningasamvinnu í nokkrum kjördæmum að hindra það, að Framsóknarflokkurinn fengi stöðvunarvaldið. Einkum hefir Alþýðuflokkurinn, sem fyrstur hóf máls á kjördæmabreytingunni, fengið ómilda útreið í kosningunum og verður þess skammt að bíða, að lokið sé áhrifum hans í íslenzkum stjórnmál- um. Hinsvegar hefir Kommúnistaflokkurinn, sem mark- aði sér vígstöðu á öðrum vettvangi en kjördæmamálinu, stóraukið fylgi sitt. Stjórnarskrárbröltið hefir því fengið sinn þunga áfellisdóm hjá þjóðinni og ætti að vera Sjálf- stæðisflokknum og Alþýðuflokknum sterk hvatning til þess að hætta við þetta vanhugsaða og háskasamlega flan sitt og taka kjördæmamálið til vandlegrar og skyn- samlegrar athugunar, eins og Framsóknarflokkurinn lagði til á síðasta þingi. Mikla athygli vekja kosningaúrslitin í tvímennings- kjördæmunum. Það er bersýnilegt, að kjósendurnir þar ætla að svara valdaráninu með því að fylkja sér svo öfluglega um Framsóknarflokkinn, að hann fái báða þingmennina kosna, þótt hlutfallskosning sé viðhöfð. Þannig hefði Framsóknarflokkurinn fengið báða þing- rnennina í Múlasýslum, þótt þar hefði verið hlutfalls- kosning nú. í Skagafjarðarsýslu og Árnessýslu þarf hann ekki að vinna nema um 100 atkvæði frá Sjálfstæðis- flokknum til þess að fá báða þingmennina kosna, þótt liöfð væri hlutfallskosning. Þá er vinningur bæjarflokk- anna orðinn lítill af ófriðarbröltinu á þessum óvissu og náskasamlegu tímum. Öll rök mæla þannig eindregið með því, að bæjarflokk- arnir hætti við hið ábyrgðarlausa og háskasamlega flan sitt í stjórnarskrármálinu. helmingur þeirra hefir verið frá jafnaðarmönnum, ef miðað er við úrsljt bæjarstjórnarkosn- inganna í vetur. Fyrirskipuðu foringjar jafnaðarmanna liðs- mönnum sínum að kjósa Sigurð Hlíðar. Seyðisfjörður. Kosinn var Haraldur Guð- mundsson (A) með 180 (288) at- kv., Lárus Jóhannesson (S) fékk 153 (199) atkv., Hjálmar Vil- hjálmsson (F) fékk 73 (10) atkv. og Árni Ágústsson (K) fékk 67 (10) atkv. Alþýðuflokkurinn hefir tapað 108 atkv. og Sjálfstæðisflokkur- inn 46 atkv. V estmannaey jar. Kosinn var Jóhann Þ. Jósefs- son (S) með 736 (879) atkv., ísleifur Högnason (K) fékk 461 (489) atkv., Gylfi Þ. Gíslason (A) 272 (289) atkv. og Sveinn Guðmundsson (F) 131 (40) at- kv. Sjálfstæðisflokkurinn hefir tapað 143 atkv. Úrslit i dreifbýlis- kjördæmum Gullbringu- og Kjósarsýsla. Kosinn var Ólafur Thors (S) með 1246 (1504) atkv., Guð- mundur I. Guðmundsson (A) fékk 548 (593), Þórarinn Þórar- insson (F) fékk 334 (86) atkv. og Guðjón Benediktsson 215 (58) atkv. Ólafur hefir tapað 250 atkv. í seinustu kosningum hafði hann 770 atkv. fram yfir Al- þýðufl., Framsóknarfl. og Kom- múnistafl. samanlagða. Nú fær hann aðeins 150 atkv. fram yfir þessa flokka. Seinast höfðu líka nazistar í kjöri og fengu 118 at- kv. Má ætla, að þau atkvæði hafi leitað til Ólafs nú. Raun- verulegur meirihluti hans þá hefir því verið um 900 atkv. Er það óglæsileg útkoma hjá forsætisráðherra að fara úr 900 atkv. meirahluta í 150 atkv, meirahluta. Borgarfjarðarsýsla. Kosinn var Pétur Ottesen (S) með 700 (730) atkv., Sverrir Gíslason (F) fékk 362 (398) at- kv., Sigurður Einarsson (A) fékk 333 (280) atkv. og Steinþór Guð- mundsson (K) 62 (8) atkv. Þetta mun vera eina kjör- dæmið, þar sem Alþýðufl. hefir aðeins aukið atkvæðatölu sína, ef miðað er við þau kjördæmi, þar sem hann hafði í kjöri sein- ast. En mikil er ekki aukningin, ein 53 atkv. Mýrasýsla. Kosinn var Bjarni Ásgeirsson (F) með 486 (516) atkv., Frið- rik Þórðarson (S) fékk 345 (421) atkv. og landlisti Alþýðu- flokksins 11 (21) atkv. Framsóknarflokkurinn hefir tapað 30 atkv., en Sjálfstæðis- flokkurinn 76, svo að hlutföllin eru Framsóknarfl. enn hagstæð- ari en 1937. Snæfellsnessýsla. Kosinn var Bjarni Bjarna- son (F) með 644 (433) atkv., Gunnar Thoroddsen fékk 578 (752) atkv., Ólafur Friðriksson (A) fékk 158 (222) atkv., Guð- mundur Vigfússon (K) fékk 60 (7) atkv. og Alexander Guð- mundsson fékk 23 atkv. Sigur Bjarna er langsamlega glæsilegasti sigurinn í þessum kosningum. Hann bætir við flokkinn 211 atkv. Sigurinn er ekki sízt mikilvægur vegna þess, að þetta er í fyrsta sinn sem hinu sterka íhaldsvaldi er hnekkt á Snæfellsnesi. Dalasýsla. Kosinn var Þorsteinn Þor- teinsson (S) með 357 (B. 402) atkv., Pálmi Einarsson (F) fékk 307 (321), Jóhannes úr Kötlum (K) fékk 33 og Gunnar Stefáns- son (A) 13 (16). Þátttakan er nú minni en sein- ast. Bilið milli Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknarflokks- ins hefir minnkað. Barðastrandarsýsla: Kosinn var Gísli Jónsson (S) með 610 (406) atkv. Steingrím- ur Steinþórsson (F) fékk 533 (565) atkv., Helgi Hannesson (A) fékk 126 (290) atkv. og Al- bert Guðmundsson (K) 83 (62) atkv. Alþýðuflokkurinn fær nú 164 atkv. færra en í seinustu kosn- ingum, og hefir það fylgi auð- 'sjáanlega lent hjá Sjálfstæðis- flokknum, enda var vitanlegt, að Alþýðuflokksforingjarnir hvöttu liðsmenn sína til að kjósa Gísla. Verður það senni- lega seinasta kosningaafrek Al- þýðuflokksins að fella Stein- grím Steinþórsson og koma Gísla vélstjóra á þing! Vestur-ísaf jarðarsýsla: Kosinn var Ásgeir Ásgeirsson (A) með 460 (497) atkv., Halldór Kristjánsson (F) fékk 345 (255), Bárður Jakotasson (S) 197 (411) og landlisti kommúnista 10. Sjálfstæðisflokkurinn hefir auðsjáanlega lánað Ásgeiri á annað hundrað atkvæði og þannig tryggt kosningu hans. Strandasýsla: Kosinn var Hermann Jónas- son með 524 (632) atkv., Pétur Guðmundsson (S) fékk 210 (B 311) og Björn Kristmundsson (K) 58 (4) atkv. Landlisti Al- þýðuflokksins hlaut 9 atkv. Þátttaka hefir verið minni nú en seinast. Þótt atkvæðatala Hermanns hafi því lækkað, er hún hlutfallslega hagstæðari nú en þá. Vestur-Húnavatnssýsla: Kosinn var Skúli Guðmunds- son (F) með 415 (436) atkv., Guðbrandur ísberg fékk 246 (B 346), Elisabet Eiríksdóttir (K) fékk 54 (14) og Arngrímur Kristjánsson (A) fékk 26 atkv. Þátttakan er minni en sein- ast. Þótt atkvæðatala Skúla hafi lækkað, eru hlutföllin milli hans og frambjóðanda Sjálf- stæðisflokksins stórum hag- stæðari en seinast. Jafnaðar- menn kusu Skúla seinast og má því segja, að raunverulega hafi atkvæðatala hans hækkað. Austur-Húnavatnssýsla: Kosinn var Jón Pálmason (S) með 591 (428), Hannes Pálsson (F) fékk 494 (318), Klemens Á víðavangi SJÁLFSMORÐ ALÞÝÐU- FLOKKSINS. Alþýðuflokkurinn hefir reynt hvert herbragðið af öðru til að bjarga sér undan eltingaleik kommúnista. Stefna flokksins hefir þar af leiðandi verið meira miðuð við pólitísk klók- indi en málefnin sjálf. Flokkur- inn er með kaupfestingu annað árið, en móti henni hitt árið. Hann er með gengislækkun annað árið en krefst gengis- hækkunar hitt árið. Hann for- dæmir alla samvinnu við „í- haldið“ annað árið en gerir við það pólitísk hrossakaup hitt árið. Síðasta herbragð Alþýðu- flokksins er að verzla með kjós- endur við Sjálfstæðisflokkinn. Grunur lék á þessu áður. Nú hafa kosningaúrslitin staðfest það. Til þess að tryggja kosningu Ásgeirs Ásgeirssonar, lánar flokkurinn Gísla Jónssyni allt hvað hann getur af atkvæðum í Barðastrandar- og Jóni Pálma- syni í A.-Húnavatnssýslu. Við kosningarnar 1937 fékk flokkurinn 290 atkv. í Barða- strandarsýslu, en 126 nú. í A,- Húnavatnssýslu fékk flokkur- inn 94 atkvæði síðast en nú 17. Við síðustu kosningar fékk Sjálfstæðisflokkurinn 410 atkv. í V.-ísafjarðarsýslu, en nú 196. Verzlunin og hrossakaupin eru svo auðsæ á þessum stöðum, að þýðingarlaust er að dylja þau. Þegar Alþýðuflokkurinn er mest hrjáður af ásókn kom- múnista, gerir hann kosninga- bandalag við íhaldið. Svona flokki er ekki við bjarg- andi. Þegar hann ætlar að vera hygginn, anar hann beint af augum í pólitískt kviksendi og fremur sjálfsmorð. Þorleifsson (K) 29 atkv. og Frið- fínnur Ólafsson (A) 17 (94) at- kvæði. í seinustu kosningum fékk Bændaflokkurinn 261 atkv. Jafnaðarmönnum var nú skipað frá hærri stöðum hér syðra að kjósa Jón Pálmason, og mun hann hafa fengið um 100 atkv. hjá þeim. Skagaf jarðarsýsla: Kosnir voru Sigurður Þórðar- son (F) með 1125 (Stgr. St. 1066) og Pálmi Hannesson (F) 1099 (1072), Pétur Hannesson (S) fékk 751 (M. G. 983), Jó- hann Hafstein 657 (J. S. 972), Ármann Halldórsson (A) 74, Ragnar Jóhannesson (A) 75, Pétur Laxdal (K) 73, Þóroddur Guðmundsson (K) 71. Framsóknarmenn hafa stór- aukið fylgi sitt í Skagafirði, en þar kusu jafnaðarmenn með þeim í seinustu kosningum. Tap íhaldsins er mikið, en eðlilegt. Norður-Þingeyjarsýsla: Kosinn var Gísli Guðmunds- son (F) með 608 (539), Benedikt Gíslason (S) fékk 133 (183) at- kvæði, Kristján Júlíusson (K) 49 (34) og Benjamín Sigvalda- son (A) 23 (48). Framsóknarflokkurinn hefir verulega bætt aðstöðu sína í þessu kjördæmi. Norður-Múlasýsla: Kosningu hlutu Páll Zophón- íasson (F) 764 (723) atkv. og Páll Hermannsson (F) 732 (696) atkv. Sveinn Jónsson (S) fékk 342 (564) atkv. og Gísli Helgason (S) 297 (585) atkv., Pétur Halldórsson (A) 48 (Ll. 4) atkv., Soffía Ingvarsdóttir (A) 46 atkv., Sigurður Árnason (K) 46 (Ll. 4) atkv. og Jóhannes Stefánsson (K) 55 atkv. Atkvæðatap Sjálfstæðisflokks- ins í Norður-Múlasýslu er sér- staklega mikið og er fullvíst, að íhaldið vinnur þar hvorugt (Framh. d 4. slðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.