Tíminn - 09.07.1942, Síða 3

Tíminn - 09.07.1942, Síða 3
76. Mað TÍMINN, fimmtadagiim 9. jailí 1942 299 Sex merkar bækur fyrír 10 krónur Á þessu ári hyggst Bókaút- gáfa Menningarsjóðs og Þjóð- vinafélagsins, að senda föstum áskrifendum 6 merkar bækur fyrir 10 krónur. Meðal þessara bóka eru úr- valsljóð Bólu-Hjálmars með for- mála, rituðum að Jónasi Jóns- syni alþingismanni. Verður þetta bindi í sama formi og Ljóð og sögur Jónasar Hallgrímssonar, sem út komu í fyrra. Þá verður á þessu ári gefið út annað bindi af Önnu Karenínu, í þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar og síð- ara bindi af Stjórnmálasögu seinustu 20 ára, eftri Skúla Þórð arson. Fjallar bindið um tima- bilið frá 1929—1940. Auk þess- ara bóka eru svo Andvari 1942 og Almanak hins íslenzka Þjóð- vinafélags. í því er m. a. efnis yfirlitsgrein um íslenzkan land- búnað á tímabilinu frá 1874— 1940. Gfeinin er rituð af dr. Þorkeli Jóhannessyni. Ennfrem- ur sendir Bókaútgáfan frá sér nýja bók, er nefnist Fei'ðasaga frá Himalajafjöllum, eftir Sir Fransic Younghusband. Bókin er þýdd af Skúla Skúlasyni rit- stjóra og fjallar aðallega um til- raunir ýmissa fjallgöngumanna til að komast upp á hæst tind í veröldinni, Mont Everest. Bók þessi er myndum prýdd og hin skemmtilegasta aflestrar. Tæp- lega verður unnt að senda á- skrifendum þessar bækur fyrr en með haustinu. Verið er að lúka við prentun á öðru bindi af bréfum og rit- gerðum Stephans G. Stephans- sonar. Verður það á þriðja hundrað blaðsíður að stærð. Dr. Þorkell Jóhannesson hefir búið þetta bindi undir prentun og er það hið vandaðasta að öllum frágangi. Þetta bindi verður selt áskrifendum að bókum Menn- ingarsjóðs og Þjóðvinafélagsins á 10 krónur. Þá kemur út í sum- ar 6. bindi af Sögu íslendinga, ritað af Páli E. Ólasyni. Fjall- það um 17. öld. Þetta bindi er hið fyrsta af 10, sem t ráði er að gefa út. Verður íslandssaga þessi rituð af færustu mönnum, sem völ er á, fylgja henni mynd- ir og upppdrættir til skýringa. Verð hvers bindis til áskrifenda að bókum Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins ér ákveðið 5 krónur, að viðbættu dýrtíðar- gjaldi samkvæmt verðvísitölu á hverjum tíma. Þá hefir bókaút- gáfan samið um ódýra útgáfu af Heimskringlu við Fornritafélag- ið. Hafizt verður handa um end- urprentun 1. bindis svo' fljótt, sem kostur er á, en annað bindi fá fastir áskrifendur um sama leyti og fornritafélagið sendir það fullbúið á bókamarkaðinn. Stórstúkuþingíð Stórstúkuþingið var háð í Reykjavík dagana 22. til 26. júní síðastliðinn. Þingið sátu 78 fulltrúar frá 3 umdæmisstúkum, 3 þingstúkum, 1 ungmennastúku, 30 undir- stúkum og 14 barnastúkum. í Reglunni eru 4719 félagar í undirstúkum og 4675 í barna- stúkum. Samtals 9394 félagar. Starfandi eru í landinu 3 um- dæmisstúkur, 55 undirstúkur, 1 ungmennastúka og 53 barna- stúkur. Þingið gerði allmargar álykt- anir og fara nokkrar þeirra hér á eftir: 42. þing Stórstúku íslands lýsir því yfir, að aðalkrafa Stórstúkunnar til þings og stjórnar er sem fyrr alger lokun áfengisútsölunnar án veitinga- leyfa, meðan erlent herlið dvel- ur í landinu. Verði þessari mikilsverðu kröfu ekki sinnt, skorar Stórstúku- þingið á ríkisstjórn og vænt- anlegt Alþingi að setja ákveðn- ar og undanþágulausar reglur um notkun áfengisútláta og meöhöndlan þess og tryggja það, að slíkar reglur verði haldnar, m. a. með því að veita áfengisvarnanefndum aðstöðu og fjárráð til eftirlits í þessu skyni.. Stórstúkan telur með öllu ó- fært og óviðunandi, og allri löggæzlu í landinu háskalegt, að lögregluþjónar og aðrir lög- gæzlumenn séu áfengisneyt- endur. Hún ályktar því að skora á dómsmálaráðuneytið að fyrir- skipa lögreglustjórum og sýslu- mönnum að víkja þeim lög- arlaust frá starfi, og svipta þá stöðu nema þeir gerist algjörir regluþjónum eða löggæzlu- mönnum, er neyta áfengis, taf- bindindismenn á áfenga drykki. Jafnframt skorar Stórstúkan á veitingarvaldið að stuðla að því að í stöður lögregluþjóna og annarra löggæzlumanna verði eingöngu valdir algjörir bind- indismenn á áfenga drykki. Stórstúkan beinir því til allra stúkna, og allra einstakra Reglufélaga, að taka sem drýgstan þátt í að vernda og varðveita öll þjóðarverðmæti, t. d. tungu vora og fornbókmennt- ir og stuðla að sjálfstæði og þroska þjóðarinnar á allan hátt, og í sem allra fyllstu samræmi við það, sem grundvallaratriði og andi Reglunnar segir til um. Þingið valdi nefnd manna til að ganga á fund ríkisstjórnar- innar til að flytja henni kröfur bindindismanna í landinu um algjöra lokun áfengissölustaöa og að tekið verði fyrir allar und- anþágur til áfengisveitinga. hefði ekki getað látið Finnlandi neina aðstoð í té heldur valdið því, að Rússland og Þýzkaland hefðu gerzt vopnabræður. Fyrsta fórn þess nýja hernað- arbandalags hefði svo orðið Finnland, Noregur og Svíþjóð. Það er einnig vert, að minna á það, að norska rikisstjórnin tók nákvæmlega sömu afstöðu og hin sænska. Ensku blöðin veittust um þessar mundir að Svíþjóð. Þau báru henni það á brýn að hafa brugðizt frændþjóð í nauðum, töldu Svía úrkynjaða yfir- stéttaþjóð og gáfu í skyn, að misgerða þeirra skyldi verða minnzt, þegar réttlætið hefði sigrað í Evrópu. Öðru hvoru var um það rsett, hversu það gæti reynzt Bandamönnum mikils virði að hafa járnbraut- ina, sem sænski járnmálmur- inn er fluttur eftir, á valdi sínu. Þegar við athugum málin nú, getur maður ekki varizt undrun yfir, að þetta skuli hafa átt sér stað. Að fyrir aðeins ári síðan skyldu flest blöð Englands leggja á það hina mestu áherzlu að hvetja smáríki til þess að segja Ráðstjórnarríkjunum stríð á hendur og ráðast hat- rammlega á ríki þetta fyrir að vilja ekki veita Englandi að- stöðu til árásar á Ráðstjórnar- ríkin, þótt það megi teljast aug- ljóst mál, að afleiðing þess hefði orðið sú, að Rússland og Þýzka- land ættu nú í sameiginlegri styrjöld. Þetta er ótrúlegt en satt. Margir myndu hafa ætlað, að slíkt ætti ekki eftir að koma fyrir. En Svíar telja sig hér eft- ir geta átt á ýmsu von. Þeir eru minnugir í bezta lagi. Svíar hafa einnig sætt gagn- rýni fyrir að hafa ekki samein- azt Norðmönnum í baráttunni gegn Þjóðverjum. Öðru sinni hefir verið gengið framhjá aug- ljósum staðreyndum. Þrátt fyrir allar fullyrðingar ensku blað- anna um ófullnægjandi aðstoð Svía Finnum til handa, var ’nún þó meiri en herstyrkur Svía raunverulega leyfði. Hergagna- framleiðslan var aðeins í smá- um stíl. Það er einnig alkunna, að herstyrkur Noregs var mun minni herstyrk Svíþjóðar. Það höfðu borizt þau tíðindi, að Bandamenn myndu senda Norð- mönnum mikinn herstyrk. Al- kunna var, að stríðsvél Þjóð- , verj a var hin rammlegasta sem kom þó raunar bezt í ljós í orrustunni um Frakkland. Það varð því eigi um það efazt, að hefði Svíþjóð gerzt aðili að þessum leik, hefðu henni verið búin sömu örlög og Noregi. Árangurinn hefði reynzt þrautir og þjáningar fyrir eina þjóðina í viðbót, án þess að nokkuð hefði áunnizt í hinni sameigin- legu baráttu í þágu frelsisins í heiminum. Falli Frakklands fylgdi það, að Norðurlönd voru ofurliði borin. Þýzkaland virtist vera alls ráðandi á meginlandi Ev- rópu. Þjóðverjar kröfðust ým- issa hlunninda af Svíþjóðar hálfu. Svíar yrðu við ýmsum af kröfum þessum. En hlunn- indi þau, sem Svíar hafa veitt Þjóðvbrjum, skipta ekki miklu máli, og meirihluta sænsku Tilkynning um kaup á vélum. Allir þeir, sem hafa i hyggju að flytja inn gufuvélar eða mótorvélar á síðari hluta þessa árs og tímabilinu frá 1. janúar til 30. júní 1943, skulu tilkynna það Viðskiptanefnd eigi síðar en 15. þ. m. Tekið skal fram hver sé stærð vélánna, gerð þeirra og til hvers þær eigi að notast. Innflytjendum skal á það bent, að áríðandi er að upplýsingar þessar berist Viðskiptanefnd í tæka tíð, því ella má búast við að afgreiðsla fáist ekki á þeim erlendis. ViðskiptamálaráSnneytið, 7. júlí 1942. Kennið börnunum að bursta vel tenn- ur sínar Hafið það hugfast, að und- irstaða góðs heilbrigðis eru sterkar, fallegar tennur. Þess vegna er nauðsynlegt, að börnin byrji snemma að hirða tennur sínar, en til þess þuýfa þau að hreinsa þær vel og vandlega á hverj- um degi, án þess þó að skemma eöa rispa glerung- inn. Þetta gera þau bezt með því að nota SJAFNAR TANN- KREM, sem hefir alla þá kosti, sem tannkrem þarf að hafa. Það hindrar skaðlega sýru- myndun, rispar ekki, en hreinsar og hefir hressandi gott bragð. — Notið SJAFNAR tannkrem Snntband isl. samvinnufélaqa. »o i > Afgreiðsla Samvinnunnar er í Sambandshúsinu þriðju hæð. Atig’lýsÍMg' um hámarksverd. Sápuverksmíðjan S j ö í n Akureyri. Dómnefnd í kaupgjalds- og verðlagsmálum hefir samkvæmt heimild í lögum 29. maí 1942, ákveðið að setja eftirfarandi há- marksverð: Kaffibætir í heildsölu kr. 4.50 pr. kg., í smásölu kr. 5.20 pr. kg. Egg í júlí og ágúst í heildsölu kr. 9.00 pr. kg., í smásölu kr. 10.80 pr. kg. Hveiti í heildsölu kr. 54.60 pr. 100 kg., í smásölu kr. 0.68 pr. kg. Molasykur í heildsölu kr. 118.50 pr. 100 kg., í smásölu kr. 1.48 pr. kg. Strásykur í heildsölu kr. 109.20 pr. 100 kg., í smásölu kr. 1.36 pr. kg. Þrátt fyrir þessa ákvörðun um hámarksverð, má álagning á hveiti, molasykri og strásykri aldrei fara fram úr 6y2% í heild- sölu og 25% í smásölu. Reykjavík, 3. júlí 1942. Dómiicfnd í kaupgjalds- og verðlagsmálum. Fargjöld hækkuð Upplausnin . . §IGLI^GAR milli Bretlands og Islands halda áfram, eins og að undanförnu. Höfum 3—4 skip 1 förum. Tilkynningar um vöru- sendingar sendist (Framh. af 2. síðu) efni komið, en meiri hlutinn ó- kominn. Þannig hefir enginn símastaur fengizt fluttur siðan í desembermánuði. Mesti örðug- leikinn er þó, sem sagt, að fá nauðsynlega starfskrafta, en þeir eru ekki til í landinu, eða réttara sagt, þeir eru bundnir við ýmislegt annað, sem tengt er því ástandi, er nú ríkir. Skrifið eða símið til Tímans og tilkynnið honum nýja áskrif- endur. Sími 2323. þjóðarinnar hefir verið það ó- geðfellt að sýna Þjóðverjum minnstu undanlátssemi. En það er fyllsta ástæða til þess að fullyrða, að Svíar áttu við ó- hæga aðstöðu að búa eigi hvað sízt fyrir þá sök, að Svíþjóð varð griðastaður hins mikla fjölda' flóttamanna frá Noregi. En þrátt fyrir erfiðleikana, hefir Svíum auðnazt að halda þjóðarskútunni á réttum kili í hinu mikla ölduróti. Iðnaðurinn hefir ekki lagzt niður, þótt mjög hafi þrengzt um inn- flutning og útflutningsmark- aðir lokazt. Má því með sanni segja, að viðhorfin hafi lítt breytzt innanlands, þrátt fyrir þrengingar þær, sem heims- styrjöldin hefir í för með sér. Eitt hefir Svíum misheppnazt, þrátt fyrir ítrustu viðleitni: Að forða því, að Finnland lenti í styrjöld öðru sinni. Tillaga sú, sem fram var borin um náið bandalag milli Finnlands og Sví- þjóðar — en tilgangur hennar var sá að hefja endurreisnar- starf í Finnlandi á grundvelli Moskvasamningsins — var Þjóðverjum og Rússum þyrnir í augum og gat því eigi náð fram að ganga. Síðar tók þýzki áróð- urinn að finna hljómgrunn meðal Finna með afleiðingum, sem hafa í senn verið óhjá- kvæmilegar og sorglegar fyrir Finna. Hvað Svíþjóð varðar, hefir þetta þó aðeins orðið til þess að treysta hlutleysi landsins. Menn verjast, ef á þá er ráðizt, en fyrr ekki. En sænska þjóðin (Framh. á 4. síðuJ (Framh. af 2. síðu) sem hefir margsvikið yfirlýstar fyrirætlanir sínar í dýrtiðar- málunum og nú seinast gerðar- dómslögin. Þær ráðstafanir, Sem nú þurfa að gerast í dýrtíð- armálunum,þurfa líka að ganga mjög nærri höfuðkjarna Sjálf- stæðisflokksins, stríðsgróða- mönnunum, því að hefði verið betur þjarmað að þeim áður, myndu þeir ekki hafa eyðilagt gerðardómslögin með kaupyfir- boðum sínum. Sjálfstæðisflokk- urinn þarf mikið að breytast, ef hann vill skerða hlut stríðs- gróðamannanna eins mikið og nauðsyn mun krefja. Cullíiord & Clark Ltd. BRADLEYS CHAMBERS, LONDON STREET, FLEETWOOD. Kaupendur Tímans Nokkrir menn í ýmsum hreppum landsins eiga ennþá eftir að greiða Tímann frá síðastliðnu ári, 1941. Það er fastlega skorað á þessa menn, að sýna skilsemi sina sem fyrst með því að greiða blaðið annaðhvort beint til afgreiðsl- unnar í Reykjavík eða til næsta umboðsmanns Tímans. Vinnið ötulleqa fyrir Tímann. Bóndi - Kauplr þú búnaðarblaðið FJIEY? 598 Victor Hugo: sama mund. En Tristan var enn ófar- inn. Einsetukonan þaut til dóttur sinnar, rak upp átakanlegt óp og dró hana með sér burt frá glugganum. En það var um seinan. Tristan hafði þegar komið auga á ungu stúlkuna. — Ha! ha! mælti hann og hló dátt. Það skein í tennur hans, svo að andlit hans líktist helzt úlfshöfði. — Tvær mýs í einni músarholu. Hvar er Henriet Coufin? Maður, sem hvorki líktist hermanni í útliti né klæðaburði, gekk fram úr fylkingunni. Hann bar tvílitan búning, brúnan og gráan. Hár hans var sítt en slétt. Hann bar knippi af leðurreimum og reipi í annarri hendi. Maður þessi fylgdi jafnan Tristan eins og hann fylgdi hins vegar jafnan Lúðvík XI. — Vinur minn, mælti Tristan til manns þessa. — Ég hygg, að Tatara- stúlkan, sem við leitum að, sé fundin. Þú festir hana upp. Hefir þú stigann þinn með þér? — Það hangir stigi í skúrnum við húsið þarna! svaraði maðurinn. — Er það frammi fyrir þessum dóm- stóli, sem málið skal til lykta leitt? hélt hann áfram máli sínu og benti á stein- gálgann. — Já! svaraði Tristan. Esmeralda 595 sem fyrr hafði talað, — finnst enginn bátur, hvorki hérna né hinum megin fljótsins. — Hún getur hafa synt yfir fljótið, mælti Gudule, sem ekki var enn von- laus orðin. — Er það venjulegt, að konur kunni að synda? spurði hermaðurinn. — Ja, gamla mín! Þú lýgur blátt áfram! Já, þú lýgur, mælti Tristan og var nú reiður orðinn. Mér er skapi næst að láta galdrakvendið fara leiðar sinnar en handtaka þig í hennar stað. Ef þú værir yfirheyrð rækilega, kynni að vera auðið að láta þig segja sann- leikann. Komdu hér með okkur! — Eins og þér viljið, herra! svaraði hún. — Komið, komið! Við skulum hafa hraðann á, svo að yfirheyrslan geti haf- izt sem fyrst. Ég skal gjarna fylgjast með ykkur. Við skulum bara ekki tefja. Fljótur nú! Við skulum strax leggja af stað! Hún hugsaði sem svo, að meðan á yfirheyrslunni stæði, myndi dóttur sinni auðnast að komast undan. — Ja, drottinn minn, mælti fyrirlið- inn. — Hvílík ákefð eftir því að kom- ast í pínubekkinn. Þetta fæ ég alls ekki skilið. Gamall varðliðsmaður, hvítur fyrir

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.