Tíminn - 09.07.1942, Side 4

Tíminn - 09.07.1942, Side 4
300 TfMINN, fimmtuelagiiiii 9. jiilí 1943 76. h!að í dag eru allra síðustu iorvöð að kaupa miða og endurnýja. HAPPDRÆTTIÐ. tR BÆIVUM Knattspyrnufélagið Valur á Akureyri. Knattspyrnufélagið Valur fór til Ak- ureyrar síðastliðið laugardagskvöld. Fyrirhugað var að félagið flýgi norð- ur, en af því gat þá ekki orðið. En þá tóku Valsmenn sig til og fóru í bíl kl. 6 á laugardagskvöldið fyrir Hval- fjörð og komu um sjö leytið á sunnu- dagsmorgun til Akureyrar. Á sunnu- laginn hvíldu knattspyrnumennirnir sig um stund, en kepptu svo við Ak- ureyringa seinni hluta dagsins. Lauk þeim leik með því, að Akureyringar sigruðu með 5 mörkum gegn 4. Á mánudagskvöldið var svo aftur keppt og unnu þá Valsmenn Akureyringana með 4 mörkum gegn 2. Margir áhorf- endur voru að báðum kappleikjun- Lúðrasveit Reykjavíkur 20 ára. Þann 7. þ. m. átti Lúðrasveit Reykja- víkur 20 ára afmæli. Sveitin var stofn- uð 7. júlí 1922 fyrir forgöngu nokk- urra áhugamanna úr lúðrasveitunum „Gigju“ og „Hörpu“, sem þá höfðu starfað um nokkurt skeið hér í bæn- um. Voru þessar lúðrasveitir samein- aðar í eina sveit og hlaut hún nafnið „Lúðrasveit Reykjavíkur'. Á þessum 20 árum hefir lúðrasveitin leyst af hendi merkilegt tónlistarstarf, þótt við erfið starfsskilyrði væri að etja að mörgu leyti. Lúðrasveitin hefir far- ið nokkrar ferðir út á land og haldið þar tónleika við góðan orðstír. En minnisstæðust verður lúðrasveitin Reykvíkingum sjálfum fyrir þá marg- háttuðu ánægju, sem hún hefir veitt þeim með tónlistarflutningi sínum, oft allan ársins hring, það tímabil, sem hún hefir starfað. Þriðji aðalfundur Landsambands blandaðra kóra og kvennakóra á íslandi, var haldinn í Reykjavík dagana 26.-27. júní. j Upptökubeiðni bárust sambandinu frá tveimur kórum: Kirkjukór Borgarness og Söngfélaginu „Húnar“ í Reykjavík, og voru upptökubeiðnir þeirra sam- þykktar. Formaður framkvæmdar- stjórnar, Jón Alexandersson, gaf skýrslu um starf sambandsins á liðnu ári. Hafði stjómin meðal annars unn- ; ið að því að útvega kórum innan Sam- bandsins styrk til söngkennslu. Söng- kennarar Sambandsins á þessu starfs- ári voru: Frú Jóhanna Johnsen Ögri, og Hr. Þórður Kristleifsson söngkenn- ari á Laugarvatni. Einnig var unnið að undirbúningi að útgáfu sönglaga- heftis, sem væntanlega kemur út seinni hluta sumars. Ákveðið var að verja kr. 3.000.00 til söngkennslu á næsta ári. Stjóm Sambandsins var öll endurkosin, og skipa hana: For- maður Jón Alexandersson, forstöðu- maður. Ritari Guðmundur Benjamíns- son, klæðskeram. Gjaldkeri Bent Bjamason, bókari. í stjórn söngmála- ráðs voru kosnir: Björgvin Guðmunds- son Akureyri, formaður. Jónas Tóm- asson ísafirði, fyrsti meðstjórnandi. Brynjólfur Sigfússon Vestmannaeyj- um, annar meðstjórnandi. Þar að auki var kosin varastjórn og varaendúr- skoðendur. Hjónaefni. Laugardaginn 27. júní opinberuðu trúlofun sína ungfrú Ingunn Eiríks- dóttir, Kampholti og Þorsteinn Guð- mundsson frá Þórarinsstöðum, nú starfsmaður við Kaupfél. Árnesinga, Sigtúnum. Vísitalan. Samkvæmt nýútkomnum Hagtíð- tíðindum var vísitalan í júníbyrjun í ár 183, þ. e. 83% hærri heldur en á 1. ársfjórðungi 1939 eða nokkru fyrir stríðsbyrjun. Hækkaði hún um 1 stig j frá næsta mánuði á undan, en var > Forvígisflokkar kjördæmabreytiogarínnar haía tapað iylgi í stórum stil...... (Framh. af 1. síðu) þingsætið, þótt kosið verði eftir fyrirkomulagi hlutfallskosn- inganna. Suður-Múlasýsla: Eysteinn Jónsson (F) 1105 (1116), Ingvar Pálmason (F) 1037 (1000), Árni Jónsson (S) 538 (M. G. 686), Jón Sigfússon (S) 480 (K. G. 620), Lúðvík Jósefsson (K) 415 (261), Arn- finnur Jónsson (K) 365 (332), Jónas Guðmundsson (A) 262 (562) og Eyþór Þórðarson (A) 190 (F. S. 408). Sjálfstæðisflokkurinn hefir stórtapað fylgi og myndi ekki hafa fengið mann kosinn, þótt hlutfallskosning hefði verið. Framsóknarflokkurinn hefði fengið báða þingmennina. Austur-Skaftaf ellssýsla: Kosinn var Páll Þorsteinsson (F) með 294 (337), Helgi Iler- mann Eiríksson (S) 164 (B. T. 248), Knútur Kristinsson (A) 127 (23) og Ásmundur Sigurðs- son (K) 40 atkv. Sjálfstæðisflokkurinn hefir stórlega tapað fylgi síðan 1937, en aðstaða Framsóknarflokks- ins má heita óbreytt. 18% hærri en í júníbyrjun í fyrra. Mat- vöruvísitalan var 225 í byrjun júnímán- aðar eða 24% hærri heldur en í júní- byrjun í fyrra. Er hún óbreytt frá næsta mánuði á undan. Eldsneytis- og ljósmetisvisitalan er líka óbreytt frá næsta mánuði á undan. Var hún 204 í júníbyrjun í fyrra. Húsnæðisvísital- an hækkaði um 3 stig í maímánuöi vegna þess, að hin lögleyfða hækkun húsaleigu, vegna hækkunar viðhalds- kostnaðar, var' ákveðin 14% frá 14. maí í stað 11% áður. Frá Upplýsingaskrifstofu stúdenta: í nýkominni skýrslu frá Vilhj. Finsen sendifulltrúa íslands í Stokk- hólmi, er skýrt frá þvi, að Áskell Löve hafi í vor lokið fil.lic.-prófi í erfða- og grasafræði við háskólann i Lundi. Lauk hann náminu á skemmri tíma en nokkur annar hefir gert í þessum greinum við háskólann þar. Vinnur Áskell nú að erfðarannsóknum og býr sig undir doktorspróf. Aðalfundur Sambands íslenzkra karlakóra var haldinn í húsi Verzlunarmanna- félaga Reykjavíkur mánudaginn 29. júní s. 1. í stjórn voru kosnir: For- maður Ágúst Bjarnason og meðstjórn- endur í Reykjavík Friðrik Eyfjörð og Kári Sigurðsson. Fyrir Sunnlendinga- fjórðung sr. Garðar Þorsteinsson, Vest- firðingafjórðung sr. Páll Sigurðsson, Norðlendingafjórðung Þormóður Eyj- ólfsson konsúll og Austfirðingafjórð- ung; Jón Vigfússon. Söngmálaráð var endurkosið. en það skipa söngstjór- arnir Jón Halldórsson, formaður, Ingi- mundur Árnason og sr. Garðar Þorsteinsson. Tala sambandskóra er 19 og ríkir mikill áhugi fyrir starfsemi sambandsins. ! Vestur-Skaftafellssýsla: Kosinn var Sveinbjörn Högna- son (F) með 460 (289), Gísli Sveinsson (S) hlaut 378 (436), Hlöðver Sigurðsson (K) fékk 21 (16), Guðjón B. Baldvinsson (A) fékk 13 (32) atkv. í seinustu kosningum fékk frambjóðandi Bændaflokksins 105 atkv. Sigur Sveinbjarnar er hinn glæsilegasti. Alþýðuflokkurinn reyndi sitt ítrasta til að styrkja aðstöðu Gísla, blað flokksins var látið rógbera Sveinbjörn öflug- lega og frambjóðandi flokks- ins lék sama hlutverk á fund- um. Sjálft þorði íhaldið ekki að standa fyrir þessum rógburði og fékk því Alþýðuflokkinn til þess. Hann reyndist íhaldinu dyggur, en Gísli féll samt. Rangárvaliasýsla: Kosnir voru Helgi Jónasson (F) með 971 (934) atkv. og Björn Björnsson með 873 (Sv. H. 946) atkv., Ingólfur Jónsson (S) fékk 820 (J. Ó. 895) atkv., Sigurjóh Sigurðsson (S) 789 (P. M. 891) atkv., Ágúst Einarsson (A) 16 atkv. og Björn Bl. Jóns- son (A) 13 atkv. Framsóknarflokkurinn er hlutfallslega mun sterkari í þessum kosningum en 1937. Árnessýsla: Kosnir voru Jörundur Bryn- jólfsson (F) með 1341 (1305) og Páll Hallgrímsson (F) með 1214 (B. B. 1253) atkv., Eirík- ur Einarsson (S) fékk 861 (1075) atkv., Sigurður Ólafsson (S) 713 (Þ. Ó. 989) atkv., Gunn- ar Benediktsson (K) fékk 238 (8) og Ingimar Jónsson (A) 194 (170). Sjálfstæðisflok,kurinn hefir stórtapað frá því í seinustu kosningum og bilið milli hans og Framsóknarflokksins stórum aukizt. Þegar blaðið var að fara í prentun bárust úrslit atkvæða- talningarinnar úr Eyjafjarðar- sýslu: Kosningu hlutu Bernharð Stefánsson (F) 1575 (1654) og Einar Árnason (F) 1523 (1593) atkv., Stefán Stefánsson (S) fékk 1078 (1292) atkv., Garðar Þorsteinsson (S) 1076 (1356) atkv., Erlendur Þorsteinsson (A) 487 (653) atkv., Kristján Sigurðsson (A) 349 (582) atkv., Áki Jakobsson (K) 725 (Þ. G. 278) atkv. og Gunnar Jóhanns- son 665 (291) atkv. 596 Victor Hugo: hærum, gekk út úr fylkingunni og mælti til fyrirliðans á þessa leið: — Þetta er flónska úr henni og ekk- ert annað, hái herra! Ef hún hefir látið Tatarastúlkuna komast undan, þá er það ekki hennar sök, því að hún er alls ekki vinveitt Töturunum. Ég hefi nú gengt þjónustu í varðliðinu í fimmtíu ár og heyrt hana formæla þeim á hverju kvöldi. Ef stúlkan, sem við erum á hnot- skóg eftir, er litla dansmærin með geit- ina, þá get ég um það borið, að hún hatar hana af öllu hjarta. Gudule mælti orðum þessum til á- réttingar: — Já, hana öllum öðrum meira. Allt varðliðið staðfesti það, að vitn- isburður gamla mannsins væri sann- leikanum samkvæmur, svo að fyrirlið- inn sá enga ástæðu til þess að efast lengur. Tristan l’Hermite hafði gerzt von- laus um að honum auðnaðist að fá nokkrar upplýsingar hjá einsetukon- unni. Hann sneri því við henni baki og hún horfði óttaslegin á það, að hann sté á bak fáki sínum. — Áfram gakk! skipaði hann fyrir. — Við skulum halda leitinni áfram annars staðar. Ég mun ekki unna mér svefns, fyrr en Tatarastúlkan hefir verið hengd. Gudulu hvíslaði um lei ðog henni var Esmeralda 597 litið í áttina til dóttur sinnar, sem hún hafði ekki dirfzt að virða viðlits, meðan hermennirnir voru viðstaddir: — Henni er borgið! Vesalings barnið hafði legið í horn- inu allan þenna tíma án þess að hafa látið á sér bæra, og óttinn við dauð- ann hafði aldrei vikið úr huga hennar. Hún hafði Jieyrt hvert orð af samræðu þeirra Gudulu og Tristans. í þessari svipan heyrði hún rödd segja við fyrirliðann: — Nei, fjandinn hafi það, herra minn. Það er ekki í mínunm verkahring sem liðforingi að hengja galdrakvendi. Um- renningarnir hafa verið brytjaðir niður eða þeim stökkt á flótta. Nú fel ég vð- ur að ljúka verki þessu. Með y.ðar leyfi held ég til hersveitar minnar, sem er forustulaus í svipinn. Það var Föbus de Chateaupers, sem talaði. Það er ógerlegt að lýsa áhrifum þeim, sem hljómur raddar þessarar hafði á ungu stúlkuna. Hún reis á fætur og áður en móður- inni auðnaðist að koma í veg fyrir það hljóp hún út að glugganum og hfópaði: Föbus! Föbus minn! Komdu hingað til mín! En Föbus var á braut. Hann hleypti fáki sínum á horni Coutelleriestræti í Þakkarávarp Hjartans þakkir færi ég öll- um þeim mörgu, sem tóku þátt í raunum mínum og erfiðleik- um við hina langvinnu sjúk- dómslegu, andlát og jarðarför mannsins míns elskulega, Matt- híasar Matthíassonar, bónda á Hömrum í Laxárdal í Dalasýslu. Sérstaklega þakka ég sveitung- um mínum, Laxdælingum, og venzlamönnum mínum og ætt- ingjum fyrir drengilega fram- komu og fjárhagslegan stuðn- ing. Síðast, en ekki sízt, þakka ég ágæta hjúkrun og aðhlynn- ingu í sjúkrahúsinu Sólheimum. Ég bið góðan guð að launa ykk- ur þetta allt saman, einum og sérhverjum eftir því sem non- um bezt hentar. Halla Pétursdóttir. .■).. 1 .......... " Svípjóð og ná- grannar hennar (Framh. af 3. síðu) leggur jafnframt mikla áherzlu á það, að hún bíði ekki tjón á sálu sinni. Það er heldur aldrei hægt neinu um það að spá, hve- nær hinna verstu tíðinda er að vænta. Þótt allt hafi farið vel hjá Svíum til þessa, kunna þau viðhorf að breytast, er minnst varir. Sænsku blöðin hafa til dæm- is alls ekki farið leynt með það, hvers konar ástand ríkir í Noregi. Fregnir og frásagnir um þau atriði hafa yfirleitt ekki getað verið opinskárri. Þegar sum sænsku blaðanna fluttu fyrir skömmu síðan fregnir um grimmd þá, sem ríkir í norsk- um fangelsum og fangabúðum, sá dómsmálaráðherrann ástæðu til þess að gera blöð þessi upp- tæk. Varði hann gerðir sínar með því, að blöðin myndu ekki hafa við að flytja ógnarsögur frá hálfu beggja stríðsaðila, ef slíkt ætti að tíðkas.t. Auk þessa gæti slíkt sem þetta spillt sam- búð Svíþjóðar við framandi stórveldi. Rök hans virðast þó hafa verið léttvæg fundin, og jafnvel stuðningsblöð ráðherr- ans létu þess getið, að allt virt- ist til þess benda, að frásagnir þessar væru sannleikanum sam- kvæmar. Jafnframt létu þau þess getið, að það skyldi aldrei dulið hinni sænsku þjóð, að hryllilegir atburðir gerðust í Noregi og öðrum þeim löndum, sem hersveitir nazista hefðu hernumið. I heimboði Þingeyinga (Framh. af 1. síðu) ar í Þingeyjarsýslum í sumar. Kom Sigurður Jónsson, bóndi á Arnarvatni, hingað til Reykja- víkur til þess að sækja þau hjónin, og lögðu þau af stað norður 1 morgun. Einar hefir aldrei áður komið til Norðurlands. í fyrra sumar buðu Skaftfell- ingar Einari til sín. Þúsnndir vita að gæfan fylgir trúlofunar- hringunum frá SIGURÞÓR. Sent gegn póstkröfu. Sendið nákvæmt mál. . GAMT.A KIG - NV.IA HtA Týndi GÆTTU ÞÍN, briiðguminn • FAGRA MÆR! (BRIDAL SUITE). (Nice Girl) Amerísk gamanmynd. Amerísk söngvamynd frá Universal Pictures. Leikendur: Aðalhlutverk leikur og ANNABELLA, syngur hin góðkunna ROBERT YOUNG. söngvamær: ‘Sýnd kl. 7 og 9. DEANNA DURBIN Aðrir leikarar eru: Framhaldssýning 3V2-6V2: FRANSHOT TONE, HUGDJARFI WALTER BRENNAN, RIDDARINN. ROBERT STACK O. fl. Tim Holt — cowboymynd. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Gisti- og veitingaMsið T ryggvaskálí við Selfoss í Árnessýslu er til sölu nú þegar. — Tilboð sendist undirrituðum fyrir 15. þ. m. Réttur áskilinn til að hafna öllum tilboðum. SVEINBJÖRN JÓXSSOX hæstaréttarlögmaður. SAVOÁ de PARÍS mýkir Imöina og styrkir. Gefur henni yndisfagran lit blæ og ver hana kvillum NOTSÐ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.