Tíminn - 18.07.1942, Blaðsíða 3
80. blað
TtMINN, lawgardaginn 18. jiilí 1942
4
315
B Æ K U R
í leyniþjónustu Japana
éftir Amleto Vespa. ísa-
foldarprentsmiðja gaf
út 1942. 244 bls. Verð
kr. 16.00.
Ýmsir góðir borgarar, sem
halda því fram í fullkomnum
barnaskap, að einveldi sé æski-
legasta stjórnarformið, hefðu
gott af að lesa þessa bók. Hún
segir frá stórveldisstefnu Jap-
ana, hvernig þeir undirokuðu
Mansjúríu með bragðvísi og
hvernig þeir hundeltu, kvöldu
og svívirtu íbúana.
Höfundur bókarinnar er ít-
alskur blaðamaður. Hann hafði
gerzt kínverskur þegn í þjón-
ustu stjórnarherrans í Man-
sjúríu 1920. Þegar Japanar tóku
landið herskildi 1932 . neyddu
þeir Vespa í leyniþjónustu sína
með því að hóta fjölskyldu hans
pyndingum og honum sjálfum
lífláti.
Það er vitanlega erfitt að gera
sér fulla grein fyrir sannleiks-
gildi bóka af þessu tagi. Þessi
bók mun sæta svipuðum dóm-
um hjá „vinum“ Japana, sem
bók Jan Waltins, „Úr álög-
um“, hefir hlotið hjá „vinum“
rússnesku stjórnarinnar. En
ekki verður fram hjá því gengið,
að fréttaritari enska stórblaðs-
ins, Manchester Gardian, sem
er vel kunnugur í austurlöndum
Asíu, hefir ritað ýtarlegan for-
mála að bók Vespa og hyggur
hana sanna í öllum aðatriðum.
Lýsingin af framferði Japana
í Mandsjúríu er ægileg. Þeir
vildu bæta sér upp herkostnað-
inn og hafa fé upp úr, en jafn-
framt vildu þeir láta líta svo út
sem þeir væru aðeins stuðnings-
menn og ráðunautar lepp-
stjórnar þeirrar, er réði landinu
að nafninu til. Fyrsta verk
þeirra var að veita japönskum
fyrirtækjum „sérleyfi“ á öllu
mögulegu: ókeypis vöruflutn-
ingum með kínverskum járn-
brautum undir því yfirskini, að
þar væri um japanskar hern-
aðarnauösynjar að ræða, einka-
leyfi á ópíumknæpum, pútna-
húsum, spilavítum o. s. frv.
Þeir frömdu mannrán í stór-
um stíl og heimtu lausnargjald.
Til þess að fremja mannránin
höfðu þeir óaldarsveitir undir
japanskri yfifstjórn. Svo þótt-
ust Japanir vilja vernda íbú-
ana gegn óaldarsveitunum.
Hvergi var nokkurs réttlætis,
miskunnar eða mannúðar að
vænta. Yfir öllum hugsanlegum
skipulögðum glæpum vakir
sannleikans við — það vantar
svæfil.
Og hvers vegna er hún borin
fram, þessi innantóma krafa til
kirkjunnar, um varúð? Var
Kristur varkár? Voru píslar-
vottarnir varkárir?
„Þögn, þögn, þögn“, er lausn-
arorð í dag, „því að ógætileg orð
geta haft hinar alvarlegustu af-
leiðingar fyrir land og þjóð“.
Satt er það. En sérhver til-
raun og sérhver viðleitni til þess
að aka seglum eftir vindi, getur
haft enn alvarlegri afleiðingar.
Og hvaða fordæmi gaf Jesú?
„Þér, hræsnarar og augna-
þjónar og kalkaðar grafir“,
sagði hann við leiðtoga þjóðar
sinnar. „Farið og segið refn-
um“, sagði hann um Heródes.
Það léttir ekki nauð af Dan-
mörku, fyrr en danska þjóðin
hefir tileinkað sér hugrekki
Krists. Hér er hugrakkur maður
óðar nefndur landráðamaður.
Hann er hnepptur í fangelsi.
Við þingsetninguna hélt hall-
arpresturinn þróttmikla pré-
dikun í anda Krists. Varð hún
þingmönnum til sálarstyrktar?
Sei-sei. Margir þeirra spurðu
mig hins vegar: „Verður þetta
þolað?“
Þeir hefðu átt að tárfella, átt
að spenna greipar og þakka guði
fyrir að hafa loksins heyrt boð-
skap hugrakks manns, boðskap
kristins manns. En í stað þess
voru þeir eins og sporhundar,
sem finna fnyk úr öllum áttum:
„Verður þetta þolað?“
Þessi þjóð er ekki verðúg til-
vistar sinnar, fyrr en hún rekur
beyginn á dyr. Skynsemin er
að draga hana til dauða.
steinblindur hroki og „hið gula
siðferði“ Japana. Þeir eru synir
sólgyðjunnar, eina guðborna
þjóðin á þessari jörð. Aðrar
þjóðir eiga blátt áfram að
hverfa. „Koreubúar etast upp
af sínum eigin löstum, Kín-
verjar, verða ópíum og öðrum
eiturlyfjum að bráð og Rúss-
arnir drekkja sér í Vodka. —
Annar þátturinn er sá, að leggja
Indland undir Japan, eyjarnar
í Kyrrahafi og því næst Síberíu
vestur að Úralfjöllum. — Guð-
irnir hafa gert áætlun um
framtíð Japana. Ekkert getur
hindrað, að Japan verði mesta
stórveldið á jörðunni“.
Það var hlutverk Vespa m. a.
að gæta þess, að sérleyfishaf-
arnir væru ekki sviknir um rétt-
indi sín. En hér var við ramman
reip að draga, því að lögreglan
og herinn höfðu allar klær í
frammi til að maka krókinn,
ræna og stela.
Loks varð vistin of heit fyrir
Vespa. Á hann féll grunur um
að vera um of vinveittur Kín-
verjum, jafnvel að hafa reynt
að hjálpa þeim. Hann féll í ó-
náð og voru brugguð fjörráð.
Honum tókst að flýja en varð
að skilja fjölskyldu sína eftir.
Var konu hans og börnum varp-
að í fangelsi og haldið þar unz
hann fékk kínverskan stiga-
mannaforingja til að ráðast á
eina bækistöð Japana og ræna
gislum og hafa í haldi þar til er
fjölskylda Vespa hafði verið lát-
in laus.
Þetta gerðist á árunum 1932—
36. Þá var Þjóðabandalagið enn
við líði og Japanar vildu sýnast
heiðvirð þjóð í augum Evrópu-
manna og tókst það vonum
framar.
Með árásinni á Kína og síðan
á Bandaríkin hafa þeir kastað
grímunni til fulls. Atburðir þeir,
sem gerzt hafa síðan Vespa rit-
aði bók sína, gera hana senni-
lega.
Og fregnir af framferði ann-
arra „möndulvelda" t. d. í Nor-
egi, Póllandi og Tékkóslóvakíu,
svipar svo til þess, sem átti sér
stað í Mandsjúríu, að lítil á-
stæða er til að veltast í vafa um
meðöl þau, er einræðisríkin
nota til að ná tilgangi sínum.
Þýðingin á bókinni er lipur,
en prófarkalestur hefði mátt
vera betri. Þýðandinn lætur
ekki nafns síns getið.
J. Ey.
Reykjavík. Sími 1249. Simnefni: Sláturfélag.
Reykhús. — Frystlhús.
Nlðnrsaðnverksmiðja. — Bjúgnagerð.
Framleiðir og selur í heildsölu og smásölu: Niður-
soðið kjöt og fiskmeti, fjölbreytt úrval. Bjúgu og alls-
Jconar áskurð á brauð, mest og bezt úrval á landinu.
Hangikjöt, ávallt nýreykt, viðurkennt fyrir gœði.
Frosið kjöt allskonar, fryst og geymt í vélfrystihúsi, eftir
fyllstu nútímakröfum.
Verðskrár sendar eftir óskiun, og pantanir afgreiddar
um allt land.
Egg frá Fggjasölusamlagi Reykjavíkur.
Allar góðar húsmæður
þekkja hínar ágætu
SJAFNAR-vðrur
Þvottaduftið
PERLA
ræstiduftið
OPAL
krístalsápu og
stangasápu
Sambund ísl. satnvinnufélaga.
Fjölyrkjar fyrir handafl og raðhreinsarar fyrir
hestafl spara vinnu við garðræktina og létta
störfin.
SIGLINGAR
milli Bretlands og íslands halda áfram,
eins og að undanfömu. Höfum 3—4
skip í förum. Tilkynningar um vöru-
sendingar seridist
Cullíford & Clark Lld.
BRADLEYS CHAMBERS,
LONDON STREET, FLEETWOOD.
Dr. Helgi P. Briem
(Framh. af 2. síðu)
um Mið-Evrópu í markaðsleit
fyrir íslenzka framleiðendur.
Eftir að núverandi styrjöld
brauzt út, kom Helgi Briem
heim, en var sendur til Pyrenea-
skagans sem fulltrúi landsins,
þegar þjóðin varð sjálf að taka
við framkvæmd utanríkismál-
Um 30 bátar reru irá Pat-
reksfírðí á síðustu vertíð
Nýtt hraðirystihús tók þar til starfa í vor
Séra Einar Sturlaugsson á
Patreksfirði, sem er nú staddur
hér í bænum, hefir sagt blað-
inu þessar fréttir þaðan:
— Frá Patreksfirði hafa ró-
ið í vetur og vor um 10 stórir
vélbátar, en minni bátar voru
milli 20 og 30. Vertíðinni lauk
þann 11. þ. m. og geri ég ráð
fyrir, að talsvert margir af
minni bátunum verði ekki hafð-
ir úti í sumar, meðal annars
vegna þess, að nokkur hluti
áhafna þeirra eru menn innan
af Barðaströnd, sem verða að
sinna landbúnaðarstörfum um
sláttinn.
— Hvernig hefir aflazt?
— Síðustu vikurnar hefir afli
verið heldur tregur, en fyrri
hluta vertíðarinnar fiskaðist
sæmilega. En hið háa fiskverð
bætir að nokkru upp, þótt tíma-
bil komi, sem ekki aflast vel.
Mér er kunnugt um eina þrjá
gamla menn, sem hafa róið ein-
ir á kænum sínum, er hafa
fengið frá 30—70 krónur að frá-
dregnum kostnaði, fyrir hvern
róður.
— Hvað er yfirleitt gert við
aflann?
— Svo að ségja allur sá fisk-
ur, sem aflazt hfir í vetur, hefir
verið látinn í hraðfrystihús-
in. Framan af vertíðinni var
aðeins eitt hraðfrystihús á Pat-
reksfirði, en er leið að vori tók
nýtt hraðfrystihús til starfa,
sem félagið Hraðfrystihús Pat-
reksfjarðar h. f. lét byggja.
Meðan hraðfrystihúsið var að-
eins eitt, kom oft fyrir, að bát-
arnir gátu ekki róið nema 2—3
daga í viku ef nokkuð verulega
aflaðist, eða þá að bátarnir urðu
að setja aflann í salt. Síðan
hraðfrystihúsin urðu tvö hefir
verið unnt að veita öllum afl-
anum móttöku, sem á land hefir
borizt,
— Gerir ekki skortur á vinnu-
afli vart við sig þar vestra hjá
ykkur?
— Jú vissulega. Fyrirtækið Ó.
Jóhannesson & Co. fékk fyrir
nokkru um 20 verkamenn frá
Færeyjum, því að íslenzka
verkamenn var enga að fá. Fyr-
irtæki þetta keypti húsakost
gömlu hvalstöðvarinnar á Suð-
ureyri á Tálk:nafirði. Voru
húsin flutt í heilu lagi á flekum,
sem dregnir voru af bátum til
Patreksfjarðar. Síðan voru hús-
in sett þar upp og eru nú notuð
sem bústaður fyrir Færeying-
ana. Vöntun á kvenfólki til ým-
issa starfa hefir verið tilfinn-
anleg og virðist e'kki útlit fyrir
að neitt rætist úr í þeim efnum.
— Er um nokkrar bygginga-
framkvæmdir að ræða á Pat-
reksfirði að þessu sinni?
— Þrátt fyrir mikla mann-
eklu eru mörg íbúðarhús í
smíðum í sumar. Mun vera
hafin vinna við ein átta stein-
steypt hús og fleiri verða byggð
seinna í sumar. Þá er Ó. Jó'-
hannesson & Co. að láta smíða
bátabryggju. Má segja, að at-
hafnalíf sé mjög blómlegt á
Patreksfirði og afkoma manna
yfirleitt góð, segir séra Einar að
lokum.
anna. pvaldi hann þar um
stund, við erfið starfsskil-
yrði, því að valdamenn suður
þar voru ekki vissir um hversu
líta bæri á réttarstöðu íslands.
Eftir að Thor Thors fluttist til
Washington, var afráðiö að
Helgi Briem skyldi taka við
starfi því, er hann hafði gegnt
í New York.
Helgi Briem skrifaði merki-
lega fræðiritgerð um sjálfstæði
íslands 1809, og hlaut fyrir það
verk doktorsnafnbót við há-
skólann í Reykjavík.
Það má vænta mikils góðs af
starfi Helga Briem vestan hafs.
Hann er maður vel gefinn, sí-
starfandi og áhugasamur i
bezta lagi um málefni þjóðar-
innar. Hann hefir að baki sér,
glæsilegan námsferil og hefir á
tiltölulega ungum aldri kynnzt
fleiri þjóðum en títt er um
íslendinga. Hann er elzti starfs-
maður í utanríkismálum fs-
lendinga, að fráteknum Jóni
Krabbe og Sveini Björnssyni.
J. J,
Látið
S A V O N
de
P A R I S
varðveita hörund yðar
— gera það mjúkt og
heilbrigt og verja það
öllum kvillum. SAVON de PARIS
er mjúk sem rjómi og hefir
yndislegan hressandi rósailm. —
Notið bextu og vönduðustu sápuna!
- Notíð SAVON de PARIS -
610
Victor Hugo:
Esmeralda
607
Dvöl
Diagið ekki lengur að
garast áskrifendur að
Dwöl, þessu sérstæða
tímariti í islenzkmm bókmenntum. —
Ykkur mun þykjia vænt um Dvöl, og
því vænna um hiana sem þið kynnizt
henni betur.
mæla orð frá vörum, reis hún á fætur
ægileg ásýndum, réðist á bráð sína,
böðulinn, og beit hann í hendina. Þetta
skeði með leifturhraða.
Böðullinn veinaði af sársauka. Félag-
ar hans hlupu að og tókst með erfiðis-
munum að losa blóðuga höndina úr
munni einsetukonunnar. Það var hrint
hranalega við henni, svo að hún féll til
jarðar.
Hún var reist upp en hné niður aftur.
Hún var dáin.
Böðullinn, sem ekki hafði sleppt ungu
stúlkunni, lagði af stað upp stigann.
FJÓRTÁNDA bók.
I. KAFLI.
Makleg málagjöld.
Er Kvasimodp sá, að klefinn var auð-
ur og Tatarastúlkan á bak og burt, reif
hann hár sitt, stappaði niður fætinum
og hljóp fram og aftur að leita hennar.
Henni hafði verið rænt meðan hann
hugðist vera að verja hana. Hann rak
hvað eftir annað upp hræðileg öskur
og kastaði rauðum hárflyksum, er hann
sleit af höfði sér, á gólfið. Rétt í sömu
svifum ruddust hinar sigursælu bog-
skyttur konungsins inn í kirkjuna til
öllu hjarta. Eg vildi heldur láta rífa
mig á hol en skert yrði hár á höfði
hennar. Þið hafið gott hjartalag, það
sé ég á ykkur. Nú hefi ég sagt ykkur
allan sannleika, — og breytir það ekki
öllu? Ef þið eruð fæddir af móður, þá
leyfið mér að halda barni mínu. Það
getið þið, því að það eruð þið, sem
drottnið hér. Ég krýp á kné eins og ég
væri að biðja Jesú Krist, sjálfan endur-
lausnarann. Ég bið yður einskis annars
en þessa. — Ég er frá Rheims og hefi
erft dálítið sveitabýli eftir föður-
bróður minn. Ég er ekki betlari. Ég bið
ekki um annað en barn mitt. Ég vil fá
að halda barni mínu. Góður guð gaf
mér það aftur, og þið getið ekki tekið
það frá mér. Ég ann ykkur alls góðs,
þvi að ég veit, að þið takið ekki barnið
mitt. Þið getið það ekki. Það væri ykk-
ur ómögulegt. Barnið mitt, barnið
mitt!“
Vér munum ekki leitast við að lýsa
hreyfingum hennar, rödd hennar, tár-
unum, sem runnu niður vanga hennar,
höndunum, sem hún neri i örvæntingu,
hinu óhugnanlega brosi hennar, tryll-
ingslega augnaráði, djúpum andvörpum
og hljóðum , sem‘ blönduðust orðum
hennar.
Þegar hún þagnaði hleypti Tristan
l’Hermite brúnum, en það var til þess