Tíminn - 18.07.1942, Blaðsíða 4
316
TÍMIM, langardaginn 18. júlí 1942
80. Ma»
t R BÆNIJM
Barnablaðið Æskan
6. og 7. hefti 1942 er fyrir skömmu
komið út. Auk framhaldssögunnar „Á
æfintýraleiðum“ er í blaðinu grein,
er nefnist „Æska og íþróttir", prýdd
fjölda mynda af íþróttakonum og körl-
um. Ennfremur eru í blaðinu leik-
þáttur, skrítlur og margt fleira
skemmtilegt og fróðlegt efni.
Skýrslur um húsnæðismálin.
Fyrir nokkru var ákveðið að fela'
húsaleigunefnd að skrásetja alla þá,
sem gera ráð fyrir því að verða 1
vandræðum með húsnæði í haust.
Skráningin fer fram dagana 20. til
25. júlí kl. 10—12 og 2—5. Tekið verður
til athugunar hvenær fólkið hefirflutt
í bæinn, hvar það hefir búið nú síðast,
hversu margt er í heimili, hve margir
ómagar og ýmsar aðrar upplýsingar,
sem skrásettar verða í sambandi við
þetta fólk.
Kvikmyndahús Hafnarfjarðar.
Fyrir nokkru síðan var hafið smíði
kvikmynda. Og skrifstofuhúss fyrir
Hafnarfjarðarbæ. Hús þetta á að
standa við Strandgötu. Verður þetta
tvegeja hæða hús um 26x11 m. í
flatarmál með götu. Neðri hæðin er
ætluð til kvikmyndareksturs, en sá
hluti efri hæðar, sem veit að götunni,
verður notaður fyrir skrifstofur og
fundarsal bæjarstjórnar.
Búnaðarblaðið „Freyr“.
7. tbl. þessa árgangs er fyrir skömmu
komið út. Ólafur Jónsson ritar um
offramleiöslu kartaflna, Jónas Bald-
ursson grein er hann nefnir „Látum
bjarkirnargróa", og Vilhjálmur Hjálm-
arsson grein er nefnist „Bændur eiga
að biðja um orðið". Ennfremur eru í
ritinu margar fræðigreinar og land-
búnaðarfréttir.
„Ægir“,
mánaðarrit Fiskifélags íslands', júní-
hefti, hefir nýlega borizt blaðinu. í
þessu hefti ritsins eru m.. a. grein
um nýja fisksölusamninginn, um sjó-
mannadaginn 1942, „Veðurspár og
draumaspár á fyrri tímum“„ Vetrar-
vertíð í Vestfirðingafjórðungi, og
ýmsar fleiri greinar.
Hundar granda sauðfé.
Á miðvikudagskvöldið var fékk
hreppstjórinn í Mosfellssveit tilkynn-
ingu um að hundar hefðu drepið
veturgamla kind hjá Ártúnshöfða þá
nýlega. Hreppstjórinn tilkynnti rann-
sóknarlögreglunni í Reykjavík um
þennan atburð, og brá hún þegar við
og hóf rannsókn í málinu. Fóru menn
frá lögreglunni á þær stöðvar, sem
hundanna hafði orðið vart, og hittist
þá svo á, að hundarnir voru þar að
elta fé. Lögðu þeir á flótta er þeir
.urðu mannanna varir, en lögreglan
fylgdi þeim eftir heim til eigenda
þeirra. Voru hundarnir handsamaðir
þar og þeim lógað. Við nánaíi rann-
sókn kom 1 liós, að hundarnir hafa
grandað fleiru fé. M. a. rifið og bitið
eitt lamb svo mikið, að óvíst er að
það tóri. íslenzkir menn áttu hundana.
Úr auglýsingu fasteignarmats-
nefndar
i 79. tbl. Tímans féll af vangá niður
eitt o'ötunafn, Auðarstræti.
Skrifstofa
Framsoknarflftkkslns
er á Lindargötu 9 A
Framsóknarmenn utan aí
landl, sem koma til Reykja-
víkur, ættu alltaf að koma
á skrifstofuna, þegar þeir
geta komið því við. Það er
nauðsynlegt fyrir flokks-
starfsemina, og skrifstof-
Gjöi til ríkís-
útvarpsíns
Fyrir nokkru síðan afhenti
Mr. Porter McKenner, blaðafull-
trúi við sendisveit Bandaríkj-
anna hér í Reykjavík, Ríkisút-
varpinu að gjöf 153 grammo-
fónsplötur, sem á er einungis
úrvals tónlist.. Er þarna um að
ræða safn af fullkomnustu
„upptökum“ af mörgum þekkt-
ustu tónsmíðum veraldarinnar.
í bréfi, sem fylgdi gjöfinni til
stofnunarinnar, segir blaða-
fulltrúinn, að Bandaríkjastjórn
hafi fengið sér þessar plötur í
hendur til afnota hér á landi
og hafi sér fundizt, að þeim
yrði ekki betur varið en með því
að gefa þær Ríkisútvarpinu.
Gjöf þessi er hin höfðing-
legasta og ætti að geta orðið til
að auka á fjölbreytni i tónlist-
arflutningi útvarpsins.
Loftárás á erlend-
an togara fyiir
Norðurlandi
Þann 16. þ. m. gerði þýzk
sprengjuflugvél árás á erlend-
an togara, sem staddur var á
hafinu fyrir norðan ísland.
Flugvélin kastaði þremur
sprengjum að skipinu, en að-
eins ein þeirra sprakk. Auk þess
skaut flugvélin af vélbyssum á
skipið. Ekkert verulegt tjón
varð af árás þessari.
Frá aðalfundi S, I. S.
(Framh. af 1. síSu)
Hagur kaupfélaganna hefði
yfirleitt batnað mjög síðastliðið
ár, og þá ekki síður hagur fé-
lagsmannanna sjálfra. í mörg-
um kaupfélögum væri til dæmis
enginn félagsmaður skuldugur
nú.
Aðalsteinn Kristinsson, fram-
kvæmdastjóri innflutningsdeild-
ar, gerði þessu næst grein fyrir
vörukaupum Sambandsins er-
lendis og ýmsum .hagsmuna-
málum þess.
Loks gerði Jón Árnason,
framkvæmdastj óri útflutnings-
deildar, grein fyrir sölu afurð-
anna og ræddi um horfur og
sölumöguleika næstu missirin.
Fundir héldu áfram seint í
gærkvöldi. í kvöld mun aðal-
fundinum verða lokið.
Á sunnudaginn fara fundar-
menn skemmtiferð upp í Mý-
vatnssveit í boði Kaupfélags
Þingeyinga.
unni er mjög mlkils virði
að hafa samband við sem
flesta flokksmenn utan af
landl.
Skrifið eða símið til Tímans
og tilkynnið honum nýja áskrif-
endur. Sími 2323.
Á vítSavangi.
(Framh. af 1. síðu)
óhjákvæmilegt að ríkisvaldið
ákveði, hverjum tækjum lög-
reglan sé búin á meðan aðalum-
ráð lögreglunnar eru hjá ríkis-
valdinu.
ÞÁ HLÓGU ALLIR NEMA
SIGFÚS!
Morgunblaðið og Alþýðublaðið
eru sjáanlega ánægð með mála-
lokin og skýra frá þeim með
stórum fyrirsögnum.
En sá sem þegir er Sigfús.
Þjóðviljinn minnist ekki einu
orði á málið!
Sennilega er hann farinn að
undirbúa jómfrúræðu um það á
Alþingi.
Björn Birnir fiœmtugur
(Framh. af 2. síðu)
riðinn næstum öll önnur opin-
ber störf sveitarinnar. Þá hefir
hann og jafnan verið fulltrúi
bænda sveitarinnar í verzlunar-
starfsemi þeirra bæði í Slátur-
félagi Suðurlands og Mjólkurfé-
lagi Reykjavíkur. Nýtur hann
þannig hins mesta trausts með- .
al sveitunga sinna og hefir j
reynzt þeim hinn farsælasti í j
öllum störfum. Enda er hann
prýðilega greindur eins og hann
á ætt til, félagslyndur og sam-
vinnuþýður og drengur hinn
bezti.
Björn er kvæntur ágætri
konu, Bryndísi Einarsdóttur og
eiga þau 3 börn. Er heimili
þeirra hjóna afbragð að mynd-
arskap og meningarbrag.
í dag munu sveitungar Björns
og vinir víða að senda honum
kveðju sína og þakkir fyrir vel
unnin störf, vináttu og dreng-
skap. Bjarni Ásgeirsson.
Triílofimarlirmgar,
ræklfærisgjafir,
í góðu úrvali.
Sent gegn póstkröfu.
Guðm. Andrésson
gullsmiður.
Laugavegi 50. — Sími 3769.
Anglýsið í Tímannm!
Eimskipaiélögin létu
undan í íarmanna-
deilunni
Eimskipafélögin hafa nú orð-
ið að láta undan kröfum undir-
mannanna á skipunum, sem eru
í millilandasiglingum, eftir að
Ólafur Thors hafði árangurs-
laust beðið þá að fresta kaup-
kröfum sínum í tvo mánuði,
eins og lýst var í seinasta blaði.
Kröfurnar, sem sjómenn
fengu framgengt, voru þessar:
Áhættuþóknun undirmanna
skal vera 60 kr. — sextíu krón-
ur — á dag, þegar skipin eru í
mililandasiglingum, í stað 40 kr.
á dag, sem verið hefir undan-
farandi.
Þegar ofangreind skip eru í
siglingum meðfram ströndum
landsins, skal áhættuþóknun
undirmanna á þeim vera 10 kr.
— tíu krónur — á dag, í stað
100.00 kr. á mánuði undanfar-
andi. Gildir áhættuþóknun þessi
allan tímann, sem skipin eru
utan Reykjavíkur.
Allir undirmenn skulu fá frí
annan hvorn dag meðan skipið
liggur í heimahöfn (Reykjavik).
Eimskipafélögin gerðu samn-
ing þennan í samráði við ríkis-
stjórnina. Það þarf ekki að taka
fram, að hann er algert brot á
gerðardómslögunum.
Sjálistæði landsins . »
(Framh. af 1. slðu)
ið eða verðlagið hækkaði, eins
og vísitalan bar vitni um. Kapp-
hlaupið milli kaupgjaldsins og
verðlagsins vár stöðvað. En
strax og þetta samstarf var rof-
ið og hin veika og getulausa
ríkisstjórn Ólafs Thors var
komin til valda, hófust verk-
fallsóeirðirnar með þeim af-
leiðingum, að kapphlaupið milli
kaupgjalds og verðlags er aftur
komið í algleyming og sjálf-
stæði landsins er iðulega stefnt
í óefni, eins og áðurgreind frá-
sögn Mbl. ber með sér.
í gremju sinni út af þessu,
reynir Mbl. að bera Framsókn-
arflokkinn þeim sökum, að
hann eigf sinn þátt i því, hvern-
ig komið sé, því að hann hafi
strax sýnt fram á, hvernig fara
myndi og þannig ýtt undir
uppivöðsluseggina. Þessar full-
yrðingar Mbl. eru alveg út í
bláinn. Framsóknarmenn vör-
uðu aðeins við hættunni, sem nú
er komin á daginn, og buðu
Sjálfstæðisflokknum samstarf
til að afstýra henni. Þetta til-
boð var ekki þegið. Þess vegna
er nú komið eins og komið er.
Sjálfstæðismenn kusu heldur
áhættuna í kjánalegri von um
„steiktu gæsirnar“, sem munu
þó engar verða. Þeim mátti þó
vera ljóst, að ríkisstjórn þeirra
myndi verða í höndum kom-
múnista eins og mús í klónum á
ketti, enda er það líka komið á
daginn. Þess vegna flæðir nú
bylgja kauphækkana og verð-
hækkana yfir landið. Þess
vegna er sjálfstæði landsins nú
daglega í hættu og afskipti er-
lendra stjórnarvalda yfirvof-
andi.
Sú stjórn, sem með veikleika
sínum og getuleysi, hefir á ný
veitt flóði kauphækkana og
verðhækkana yfir landið, hefir
ekki nema eitt val. Sú stjórn,
sem ekki getur haldið upp-
lausnaröflunum í skefjum og
leyfir þeim daglega að stofna
sjálfstæði landsins í hættu,
hefir ekki, nema eitt val. Það er
að biðjast lausnar og gera það
tafarlaust.
Þjóðin þarf starfhæfa stjórn,
sem hefir vinnufrið, ef allt á
ekki að lenda í handaskolum og
stjórnin að komast í hendur út-
lendinga. Veik ríkisstjórn og ill-
víg, langvarandi kosningabar-
átta leiðir aðeins til ófarnaðar-
og glötunar.
Þúsnndir vita
að gæfan fylgir trúlofunar-
hringunum frá SIGURÞÓR.
Sent gegn póstkröfu.
Sendið nákvæmt mál.
Vinnið ötullega fyrir
Tímann.
608 Victor Hugo:
eins gert að leyna því, að tár blikuðu
í augum hans. Hann vann þó brátt sig-
ur yfir þessari tilfinningarsemi og
mælti til Henriet Kousin:
— Ljúkið þessu af hið fyrsta.
Böðullinn og fylginautar hans þyrpt-
ust inn í klefann. Móðirin veitti enga
frekari mótspyrnu, en hjúfraði sig upp
að dóttur sinni.
Tatarastúlkan sá hermennina nálg-
ast. Óttinn við dauðann vakti hana
aftur til lífsins.
— Móðir mín, hrópaði hún og rödd
hennar lýsti hræðilegri örvæntingu. —
Móðir mín, þeir koma! Þú verður að
verja mig!
— Já, elsku barnið mitt! Ég skal verja
þig! svaraði móðirin og kyssti hana
jafnframt því, sem hún faðmaði hana
ákaft að sér. Það var óhugnanle*g og
aumkunarverð sjón að sjá mæðgurnar
þannig á sig komnar.
Henriet Kousin þreif um mitti ungu
stúlkunnar.
Þegar hún fann þessar luralegu
hendur læsast um sig, svimaði hana af
viðbjóði. Tár runnu niður vanga böðuls-
ins, er hann reyndi að taka hana í
faðm sinn. Hann reyndi að losa sig við
móðurina, sem hélt dauðahaldi í dótt-
ur sína, en það reyndist ekki svo auð-
velt að skilja þær að. Henriet Kousin
Esmeralda 609
dró þær því báðar 1 einu út úr klefan-
um. Móðirin lá með lokuð augu.
Það sást hvergi maður í glugga.
Langt í burtu, á þeim turni Frúarkirkj-
unnar, sem vissi út að Greifatorginu,
gat að líta tvær svartklæddar verur,
sem virtust fylgjast nákvæmlega með
því, sem fram fór við gálgann.
Henriet Kousin na mstaðar með byrði
sína við stigann. Hann gat vart dregið
andann, svo mikil var meðaúmkun hans
með ungu stúlkunni og móður hennar.
En hann harkaði af sér og kastaði
reipinu um háls Esmeröldu.
Er unga stúlkan fann hampreipið
snerta sig, varð henni litið upp og sá
steinarm gálgans yfir höfði sér.
Hún kipptist við og hrópaði /hárri
röddu:
— Nei, nei, ég vil ekki deyja!
Móðirin mælti ekki orð frá vörum.
Én líkami hennar skalf og ástaratlot
hennar ukust.
Böðullinn hagnýtti sér tækifærið til
þess að þrifa dótturina úr höndum
hennar. Hvort sem því hefir fremur
valdið þreyta eða örvænting, lét hún
það afskiptalaust.
Henriet lagði ungu stúlkuna á herðar
sér og bjóst að fara upp í stigann.
í sömu svipan varð móðurinni, sem
lá á jörðinni, litið upp. Án þess að
-QAMLA BÍO .
Vírgínía
Amerísk stórmynd, tekin í
eðlilegum litum.
Aðal leikarar:
FRED MacMURRY,
MADELEINE CARROLL.
Sýnd kl. 7 og 9.
Framhaldssýning 3 V2-6V2:
AFREKSVERK LÆNISINS
með Jean Hersholt.
-NÝJA BtÖ.
Demanfsæðið
(Diamond Frontier)
Spennandi og æfintýrarík
.mynd. Aðalhlutverk leika:
VICTOR McLAGLEN,
ANNE NAGEL, Og
JOHN LODER.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Börn yngri en 16 ára fá
ekki aðgang.
SAVOJV de PARÍS mýkir liúðina og
styrkir. Gefur kenni yndisfagran lit-
Mæ og ver hana kvillum.
NOTIÐ
SAVON
Neilóbaksnmbúðir keyptar.
Kaupum fyrst um sinn umbúðir af skornu og óskornu nef-
tóbaki sem hér segir:
1/10 kg. glös...... með loki kr. 0.42
1/5 — glös ..........— — — 0.48
1/1 — blikkdósir ... — — — 1.50
1/2 — blikkdósir... (undan
óskornu neftóbaki) — 0.75
Dósirnar mega ekki vera ryðgaðar og glösin verða að vera
óbrotin og innan í lokum þeirra samskonar pappa- og gljápapp-
írslag og var upphaflega.
Keypt verða minnst 5 stk. af hverri tegund.
Umbúðirnar verða keyptar í tóbaksgerð vorri í Tryggvagötu
8, fjórðu hæð (gengið inn frá Vesturgötu) á þriðjudögum og
fimmtudögum kl. 2—5 síðdegis.
TÓBAKSEINKASALA IllKISIAS