Tíminn - 18.07.1942, Blaðsíða 1

Tíminn - 18.07.1942, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ! ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. | FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: | JÓNAS JÓNSSON. : ÚTGEFANDI: j FRAMSÓKNARFLOKKURINN. í 26. ár. Reykjavik, laugardaglim 18. júlí 1942 80. blað Sjálístæði landsíns í hættu vegna getuleysis ríkísstjórnarínnar Sókn Þjóðverja Rússlandi Vísír heímtar kosníngar í lok október Ríkisstjórnin dregur pínghaldið Blöð Sjálfstæðisflokksins ræða nú um það, hvenær kosningar eigi aftur að fara fram á þessu ári. Morgunblaðið segir um þetta: „Sé hægt að finna dag milli sláttar og rétta, væri hann sennilegast heppilegastur fyrir sveitirnar. En sá mætti ekki vera fyrr en 20. september.“ Þessi ummæli sýna, að ann- að hvort er Mbl. alveg ókunnugt högum sveitanna eða það vill hafa kosningarnar á óhentug- usta tíma fyrir þær. Þann 20. sept. eru göngur mjög víða hafnar og fjöldi gangnamanna leggur af stað um þá helgi. Ef kosningar eiga að vera fyrir sendiherra íslands í Washing- göngur, geta þær í seinasta lagi ton °& fr4 samninganefnd orðið 13. sept. Slætti verður þó Bandaríkjanna á íslandi um, að máske ekki lokið almennt, en ef íslendingar ekki afgreiddu það er þó ólikt betra fyrir sveit- skipin tafarlaust nú, þegar svo irnar að fá kosningarnar þá en væri ástatt, að úrslit heims- síðar i haust eða vetur. j styrjaldarinnar riði á skipakosti Vísir talar um það, að heppi- ’ fremur en nokkru öðru, GÆTU legast sé „að kosningar fari AF ÞVÍ HLOTIZT HINAR fram í októberlok“. Kaup- GEIGVÆNLEGUSTU AFLEIÐ- mennirnir vilja auðsjáanlega: INGAR FYRIR ÍSLENZKU hafa kosningarnar á þeim ÞJÓÐINA. — Undir þessum tíma, sem sveitunum er óhent- ! kringumstæðum átti ríkis- Erlend stjórnarvoid haía í hótunum, því þeim óar víð uppiausnínní Það er komið á daginn, að glundroðinn og upplausnin, sem er að skapast fyrir tilverknað ríkisstjórnar Ólafs Thors, er ekki aðeins hættuleg vegna þeirra afleiðinga, er hljótast mun af kapphlaupinu milli kaupgjaldsins og verðlagsins, sem nú er hafið á nýjan leik. Hættan nær einnig til sjálfstæðis landsins. Samkvæmt upplýsinguni Morgunblaðsins síðastl. fimmtudag, munar nú oft mjóu, að erlendum stjórnarvöldum þyki ástæða til að skakka leikinn og hefja afskipti af íslenzkum málefnum, sem þau óska þó að láta afskiptalaus, en sjá að stefnt er í slíkt óefni, að ekki má kyrt liggja, vegna styrjaldar- reksturs Bandamanna. landamenn geta tæpast gerl innrás á megin- land Evrópu í stórum stil Morgunblaðið lýsir einu slíku atriði með svofelldum orðum: „Þegar verið var hér á dögun- um að afferma eitt hinna am- erísku skipa, sem leigð eru til vöruflutninga til íslands, lögðu hafnarverkamenn niður vinnu og stöðvuðu þar með afgreiðslu skipsins. Fékk þá ríkisstjórnin tilkynningu frá sendiherra Bandaríkjanna á íslandi, frá ugastur. Frá ríkisstjórninni hefir ekk- ert heyrzt. En hún reynir ekk- ert til að hraða þinghaldinu. Heyrzt hefir, að hún ætli að kveðja þingið saman 4. ágúst, en þá hefði það getað verið búið að ljúka störfum, ef rétt hefði verið á málunum haldið. Þetta seinlæti ríkisstjórnar- inar bendir til þess, að hún ætli sér að knýja fram vetrarkosn- ingar, ef kosningar verða á annað borð á þessu ári. Þegar stjórnarskrárbröltið getur ekki nægilega lamað vald sveitanna, eiga vetrarhríðarnar og ófærð- in að koma til sögunnar. Ríkis- stjórn Ólafs Thors ríður vissu- lega ekki við einteyming í rétt- lætismálunum! stjórnin þátt í því, að reyna á ítrasta þanþol gerðardómslag- anna, til þess að sætta þessa deilu.“ Þessi ummæli Mbl. sýna, að yfirvofandi hafa verið afskipti erlendra stjórnarvalda, ef ríkis- stjórnin hefði ekki tryggt mannafla til að afferma skip- in. Ríkisstjórnin átti þar vitan- lega um mörg úrræði að velja, en vegna þess, að hún byggði tilveru sína á stuðningi kom- múnista og kosningar voru í nánd, tók hún það ráð að brjóta gerðardómslögin. En það má telja víst, að fyrst erlendum stjórnarvöldum hafi þótt ástæða til afskipta af ís- lenzkum málum í þetta sinn, hefir þeim vafalaust fundizt „Vantar lóður handa 24oo kúm á Sudvesturl.“ Ríkísstjórnin lét mjólkurlramleiðsluna víkja lyrir „luxus“-byggingunum Ráðningaskrifstofa landbún- áðarins, sem starfaði á vegum Búnaðarfélags íslands, er ný- lega hætt störfum. Henni bárust beiðnir frá 650 bændum um 1000 manns, en aðeins 300 þeirra var fullnægt. Aðallega voru beiðn- irnar úr nærsveitum Reykjavík- ur og Árnes- og Rangárvalla- sýslum. Verkafólkseklan í sveit- unum er því áreiðanlega miklu meiri en þessar tölur gefa til kynna. Blaðið Vísir birti þá útreikn- inga á fimmtudaginn, að vanta myndi fóður í haust handa 2400 kúm á Suðvesturlandi, vegna þessarar verkafólkseklu (þ. e. þess fólks, sem beðið var um og ekki fékkst). Þetta þýddi það, segir blaðið ennfremur, að við fengjum 6 millj. lítra minni mjólk að vetri, en við hefðum annars fengið. Þyngri dóm getur Vísir ekki fellt um aðgerðaleysi ríkis- stjórnarinnar í verkafólksmál- um landbúnaðarins. — Hefði verið komið í veg fyrir hinar miklu luxusbyggingar stríðs- gróðamanna, eins og Framsókn- arflokkurinn lagði til, hefði landbúnaðurinn fengið nægilegt vinnuafl. En ríkisstjórnin vildi halda verndarhendi yfir þess- um stuðningsmönnum sínum og þess hefir landbúnaðurinn fengið að gjalda. Þungur mun dómurinn verða fyrir hin mörgu afglöp, sem rík- isstjórn Sjálfstæðisflokksins hefir framið, en þó þyngstur fyrir skeytingarleysi hennar í málum landbúnaðarins. ástæða til þess oftar seinustu dagana. Það er áreiðanlegt, að þeim hefir ekki fundizt það glæsileg sjón að sjá íslenzk millilanda- skip vera bundin hér við hafn- argarðana, vegna ágreinings undirmanna á þeim og eim skipafélaganna um áhættu þóknunina. Það er áreiðanlegt, að þeim finnst það ömurleg sjón, hvern- ig flutningaskipin, sem sigla í þágu íslendinga, eru nú meira og minna hlaðin „luxusvörum", því að kaupmennirnir, sem hafa ríkisstjórnina í hendi sér, leggja miklu meiri áherzlu á innflutning þeirra en nauð- synjavara, því að þær veita þeim miklu meiri verzlunar- gróða. Það er áreiðanlegt, að þeim mun ekki finnast ástæða til að skammta okkur ríflega bygging arefnið, þegar þeir sjá, að „lux- usbyggingar" stríðsgróðramáhii anna hafa forgangsrétt, en nauðsynlegar íbúðarbyggingar almennings eru látnar mæta af- ganginum. Það er áreiðanlegt, að þeim finnst það ekkert álitlegt, hversu gífurlega landbúnaðarfram leiðslan hér dregst saman, vegna þess að ríkisvaldið gerir ekkert til þess að tryggja land- búnaðinum nægilegt vinnuafl. Það er áreiðanlegt, að þeim finnst það ógæfusamleg þróun að heilbrigðar dýrtiðarráðstaf- anir eru hér fótum troðnar og kaþphlaupið milli kauphækk ana og verðhækkana hafið í nýjan leik með þeim afleiðing- um, að afurðirnar og vinnan sem þeir kaupa af okkur, stór hækka í verði, án þess þó að það þýði nokkurn raunverulegan hagnað fyrir íslenzku þjóðina. Það er áreiðanlegt, að hin er- lendu stjórnarvöld óska þe§s að geta látið málefni íslendinga afskiptalaus. En svo lengi get- ur glundroðinn og óstjórnin vaxið, að þau telji sig ekki geta verið lengur áhorfendur ein göngu. En þá er sökin okkar. Það er þá okkar eigið sjálfskapar víti, ef erlend stjórnarvöld hefja afskipti af íslenzkum málum. Það er ekki að undra, þótt Mbl. láti í Ijós óhug yfir því hvernig komið sé. Ritstjórum blaðsins er vitanlega orðið það ljóst, að hin veika og getulausa rikisstj órn Sj álfstæðisflokksins er búin að leiða þjóðina þennan ófarnað. Hefði sam stjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins haldið á fram, myndu ærslaklíkur kom múnista ekki hafa þorað að láta neitt á sér bera. Þess vegna lognuðust út af þau verkföll, sem voru hér, þegar gerðar dómslögin voru sett, og engin ný komu til sögunnar meðan samstjórnin helzt. Hvorki kaup (Framh. á 4. sl5u) Erlent ylirlit 18. fúlfs w 1 Þjóðverjum hefir nú orðið á- gengt í Rússlandi seinustu vik- una. Sækja þeir fram á breiðri víglínu norðan frá Voronesh og allt suður til Rostov. Voronesh virðist nú umkringd að mestu og geisa þar grimmar orrustur. Borgin Bogushar, sem er neðar við Donfljótið, er fallin Þjóð- verjum í hendur. Þjóðverjar hafa nú víða byggt brýr yfir Don og streymir her þeirra nið- ur með fljótinu að austan verðu. Aðaljárnbrautin milli Moskva og Kákasus liggur á þessum slóðum og hafa Þjóðverjar rof- ið hana á ýmsum stöðum. En Rússar geta enn annast fiutn- inga milli Moskvu og Kákasus eftir Volgu. Helzta sóknarmark Þjóðverja nú er iðnaðarborgin mikla, Stalingrad, sem stendur á tiltölulega mjórri landræmu milli stórfljótanná Don og Volgu. Nái Þjóðverjar þessari borg, geta þeir stöðvað sigling- ar um Volgu. Sambandinu milli Moskva og Kákasus eða réttara sagt milli norðurhers og suður- hers Rússa er þá að fullu slit- ið. Er þetta Rússum mjög hættulegt, því að norðurherinn fær olíu að sunnan, en suður- herinn fær hergögn að norðan. Rússar leyna því ekki, að horf- urnar séu mjög alvarlegar og Þjóðverjum hafi orðið vel á- gengt. En þeir segja, að mann- tjón og hergagnatjón Þjóðverja sé orðið gífurlegt. Undanhald rússneska hersins sé skipulegt og engar innikróunarorrustur hafi átt sér stað líkt og í fyrra. í Egyptalandi hefir aðeins verið skæruhernaður seinustu vikuna. Báðir aðilar virðast búa sig undir úrslitaátök. Það er veikleikamerki hjá Bretum, að geta ekki ráðist á her Romm- els meðan hann er að draga að sér aukinn liðskost. Japanir hafa enn hljótt um sig. Þeir vinna að því að upp- ræta kínverska herflokka í Suður-Kína. Ástæðan mun einkum sú, að þeir óttast að Bandamenn munu koma þar upp flugvöllum og yrðu þaðan gerðar árásir á Japana. Þá hafa þeir mjög aukið her sinn í Mansjuko og þykir það sýna, að þeir hafi árás á Síberíu í huga. Hernám þeirra á tveimur Aleut- eyjum, sem liggja út af Alaska, bendir til þess, að þeir ætli sér að koma í veg fyrir flutninga milli Síberíu og Ame- ríku. \ Heimsblöðin ræða nú mjög um það, hvort Bandamenn munu nú ekki freista að gera innrás á meginland Evrópu í sumar til þess að létta þannig á Rússum. Vel má vera, að slík innrás verði gerð, en vafasamt er, hvort hún getur orðið í svo stórum st'íl, að Þjóðverjar þurfi að draga lið frá Rússlandi. Þeir verða nú þegar að hafa all- mikinn flugkost heima fyrir, sökum loftárásanna. Bretar munu heldur ekki þora að leggja mikinn herafla í slíka hættuför til þess að veikja ekki um of varnir heimalandsins. Um ameríska heraflann er tæp- ast hægt að ræða í þessu sam- bandi, þar sem enn er ekki nema lítill herafli kominn vestan um haf. Innrásin mun því sennilega aldrei verða stór- um stíl á þessu ári og meira gerð, ef hún verður framkvæmd nú, í áróðursskyni en til þess að bera raunhæfan árangur. Bretar eru nú byrjaðir að gera loftárásir á þýzkar' borgir að degi til. M. a. hafa þeir ný- lega gert slika árás á Danzig og þótti það mikil árás. Loft- sókn Breta er enn þyngsta þrautin, sem Þjóðverjar þurfa nú að glíma við, því að hún hef- ir mikinn áhrif á úthaldsþrótt almennings. Slæmar fréttir frá Danmörku í bréfi, sem nýlega er komið frá Svíþjóð, eru meðal annars sagðar ýmsar fréttir frá Dan- mörku. Er látið mjög illa af högum dönsku þjóðarinnar. Verðlagsvísitalan i Danmörku er komin upp í 157 stig. En það versta er, segir í bréfinu, að margar vörutegundir eru gervi- vörur, flestar vefnaðarvörur eru úr pappír, að mestu leyti, og sumar jafnvel úr kartöflugrasi, hálmi, eða öðru sliku. Enginn atvinnuvegur landsins mun þó hafa orðið eins illa úti og landbúnaðurinn og á það meðal annars rót sína að rekja til óvenjulegra frosthörku síð- astliðinn vetur. Mestur hluti vetrarhveitisins eyðilagðist, og lítur því út fyrir stórkostleg- an hveitiskort á komandi h,austi. Graslendi er víða dauðkalið. Búpeningur hrynur niður vegna óheilnæms fóðurs og næringar- skorts og folöld og kálfar fæðast dauð í stórum stíl. Fræræktin er í öngþveiti, sökum frostanna og ekki er annað sjáanlegt, en að stórkostlegur skortur verði á útsæði næsta vor. Frá aðalfundi s. í. s. 18 550 lélagsmedlimir 55 milj. viðskiptavelta Aðalfundur Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga var settur í húsakynnum alþýðu skólans að Laugum í Reykja- dal kl. 10 í gærmorgun. Formaður Sambandsins, Ein ar Árnason, alþingismaður á; Eyrarlandi, flutti setningar- ræðu og gat þess meðal annars, að fundurinn væri að þessu sinni haldinn að Laugum í virðingarskyni við Kaupfélag Þingeyinga, er lokið hefði sex tíu ára starfi á þessu ári. Jafn framt ætti Sambandið sjálft 40 ára starfsafmæli, en það var sem kunnugt er, stofnað að Yztafelli árið 1902. Var hinna fyrstu foringja samvinnuhreyf- ingarinnar síðan minnzt af fundarmönnum. Síðan var kjörbréfanefnd skipuð. Mættir voru þá 66 full- trúar frá 43 sambandsfélögum 48 félög eru alls í Sambandi ís lenzkra samvinnufélaga. Næst var fundarstjóri kosinn Björn Sigtryggsson, bóndi á Brún í Reykjadal, formaður Kaupfélags Þingeyinga. Þá flutti Einar Árnason greinargerð um störf sambands- stjórnar og drap á mál þau, er hún hefði fjallað um síðast- liðið ár. Næst var skýrsla forstjóra S. í. S., Sigurðar Kristinssonar. Gerði hann grein fyrir hag og rekstri Sambandsins. Meðlimi kaupfélaganna kvað hann nú alls 18550; hefði þeim því fjölg- að um 1200 þetta seinasta ár. Viðskiptaveltan nam alls tæpar 55 miljónum. (Framh. á 4. slöu) Á víðavangi MOGGl SLEIKIR sár ÓLAFS THORS. Mogginn heldur því fram í forustugrein í fyrradag, að Her- mann Jónasson hafi tapað ariðja hverju atkvæði á Strönd- um í síðustu kosningum en Ól- afur Thors ekki nema sjötta hverju atkvæði í sínu kjördæmi. Um þetta þarf ekki lengi að karpa. Tölurnar geta talað sínu skýra máli: Árið 1937 fékk Hermann 66,32% greiddra atkvæða í Strandasýslu, en 1942 fékk hann 65,44%. Hann hefir því tapað 0,9%, vegna þess að illviðri hamlaði kjörsókn norður þar. Árið 1937 fær Ól. Thors 62,39% í sínu kjördæmi, — en nú 53,18%. Hann hefir því tapað 9,21% atkvæða, þrátt fyrir blíðskapar- veður á kjördag hér syðra. Vilji Mogginn því bera smyrsl á sár Ólafs, ætti hann að velja þau svo, að þau yrðu ekki til þess eins að ýfa sviða hans og sársauka. HVERJUM TIL GÓÐS? Hver heilskyggn maður hlýt- ur nú að sjá, hvað spretta munl upp af kjördæmabrölti Alþýðu- og Sjálfstæðisflokksins: Fram- sóknarflokkurinn mun halda sinni þingmannatölu, Sjálf- stæðisflokkurinn engu teljandi bæta við sig, Alþýðuflokkurinn tapa þingsætum, en kommún- istar bæta við sig. Sjálfstæðis- og Alþýðuflokk- urinn uppskera eins og þeir hafa til sáð. Það er ekki að undra, þótt kjósendur snúi baki við flokkum, sem gera sig seka um slíka fíflsku. Kjördæmamálið er kommún- istum einum til góðs. — Þeir græða á fljótfærni Ásgeirs Ás- geirssonar og Ólafs Thors. KOMMÚNISTAR HEIMTA LÖG- REGLUNA VOPNAÐA KYLFUM OG BYSSUM. í bæjarstjórn á sæti maður að nafni Sigfús Sigurhjartar- son. Hefir hann lært kristin fræði hjá Magnúsi dósent og lifir í trú en ekki skoðun. í stað sinnar barnatrúar hefir hann tekið trú kommúnista og er heittrúaður mjög, svo sem títt er um trúarskiptinga. Sigfús hefir nýlega leikið höf- uðhlutverk í skringilegum leik á fundi bæjarstjórnar Reykja- víkur. Fyrst hélt hann ræðu og fár- aðist yfir því, að lögreglan í Reykjavík ætti eitthvað af vopnum, sem hún notaði ekki. Var honum þetta mikill þyrnir í augum og krafðist hann þess í ræðu sinni, að vopnin yrðu eyðilögð, en bar svo í sömu andránni fram tillögu um að lögreglan yrði vopnuð kylfum og skammbyssum. Þá stóð upp krataforingi einn, sem er illa við, að lögregl- an taki ölvaða menn úr umferð, og sagðist alls ekki vilja láta það viðgangast að lögreglan hefði slík ógnarvopn til umráða sem skammbyssur. Borgarstjóri velti lengi vöng- um yfir tillögu Sigfúsar, en kvaðst að lokum ekki geta fall- izt á þá kröfu hans að lögregl- an væri vopnuð skammbyssum. Kvaðst hann líta svo á, að mein- lausari vopn en byssur gætu verið hentugri. Sigfús setti hljóðan og rauð- an við þessar umræður, og sá hann nú, að hann var kominn í þá skringilegu aðstöðu að hafa byrjað með því að krefjast að voph lögreglunnar væru eyði- lögð, en endað með því að leggja til að lögreglumenn væru búnir skotvopnum! Svo endaði leikurinn á því, að meiri hluti bæjarstjórnar lýsti yfir því, að bæjarstjórnin teldi (Framh. á 4. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.