Tíminn - 21.07.1942, Qupperneq 2

Tíminn - 21.07.1942, Qupperneq 2
318 TtMINN, þriðjmlagiim 31. jiill 1934 81. blað 'gímirm Þriðjudayinn 21. júlí Verðhækkun - gengíslækkun í vetur og vor krafSist Alþýðu flokkurinn gengishækkunar á íslenzkri krónu og reyndi að afla sér kjörfylgis á því máli. Nú tekur Alþýðuflokkurinn þátt í smáskæruhernaði um verkalaun, sem miðar að því, að hækka verðlag í larjdinu um 20—40% og fella verðgildi pen- inganna, sem því nemur. Að undanförnu hafa staðið yfir kaupdeila við menn, sem vinna að afgreiðslu skipa, við skipshafnir á strandferða- skipum og millilandaskip- um. Öllum þessum smáskærum hefir lokið með stórfelldum kauphækkunum. Og loks skýra stjórnarblöðin nú frá því, að ríkisstj órnin hafi samið við Dagsbrún um mikla kauphækk- un fyrir alla meðlimi þess fé- lags. Skulu þeir eftirleiðis fá sama kaup fyrir 8 stunda vinnu og áður var greidd fyrir 10 stundir og auk þess tveggja stunda eftirvinnu. Starfsmenn ríkis og banka krefjast 20% launahækkunar, og er hvorki réttlátt né mögulegt að neita þeirri kröfu samkvæmt því, sem á undan er gengið. Hér er ekki um það að ræða, að sjá ofsjónum yfir þessum ,launahækkunum“, ef þær hefðu í raun og veru nokkrar kjara- bætur I för með sér. En gallinn er sá, að þetta munu engar kjarabætur reynast. Verðlagið mun á örskömmum tíma laga sig eftir framleiðslu- kostnaði og fylgja honum fet fyrir fet upp á við. Eini árangurinn, sem næst, er sá, að lækka kaupmátt og verð- gildi krónunnar um 20—40%, lækka raunverulega eign þeirra, sem eitthvað hafa sparað af peningum án þess að hindra á nokkurn hátt auðsöfnun þeirra, sem eiga fastéignir og fram- leiðslutæki. Að vísu hafa jafnaðarmenn haldið fram þeirri stefnu að hækka kaupgjald á frjálsum grundvelli, en lögbinda verð á landbúnaðarvörum. Það kem- væntanlega í hlut núverandi ríkisstjórnar að ákveða verðlag á landbúnaðarvörum í haust, og mun þá koma í ijós, hvor tvísöngsröddin í Sjálfstæðis- flokknum má sín meira. Framsóknarmenn álíta nú- verandi ástand í fjármálum og atvinnumálum sjúkt ástand, sem ekki sé hægt að byggja á til frambúðar. Það eigi að reyna að halda sjúkdómnum niðri eft- ir föngum, svo að varanlegt tjón hljótist eigi af. Alþýðuflokkur- inn hefir haldið fram sömu skoðun. Sjálfstæðisflokkurinn líka. En kommúnistar vilja nota tækifærið til kjósendaveiða. Þeir ráða nú stefnunni. Alþýðu- flokkurinn dansar með. Ríkis- stjórn Sjálfstæðismanna er eins og mús í gildru og verður líka að dansa með til að treina líf sitt — og afla steiktra gæsa handa kommúnistum! Smáskæruhernaður verka- mannaflokkanna gegn þjóðfé- laginu er hrein og bein bylt- ingarstefna. Alþýðuflokkurinn hefir þótzt andvígur byltingastefnu, en hið góða, sem hann vill, það gerir hann ekki. Með því glatar hann þeim sið- ferðilegu yfirburðum, sem hann hafði fram yfir keppinauta sína. Héðan af er bezt, að þessir flokkar sameinizt í einn. Smá- skæruhernaður þeirra er lög- laus og þjóðhættulegur. Það er betra að eiga í höggi við einn sterkan andstæðing en marga löglausa smáskæruhópa. Þetta er skylda verkamanna, ef þeir vilja láta virða samtök sín sem heiðvirðan stjórnmála- flokk, en ekki sem óeirðarhópa, er grafa undan frelsi þjóðarinn- ar og sjálfstæði. Flokkar verkamanna hafa nú til samans tólf þingmenn. Meiri hluti þeirra mun vera andvígur byltingarstarfsemi. Hið sama gildir í enn ríkara mæli um kjósendur þeirra. Að óreyndu má því ætla, að Frásögn Otto Johansson sendiherra: Ntjrjöldin liefir kennt Sví- nm að bna vel að §ínu Sænska pjóðin mun gera skyldu sína, ef hún verður fyrir árás Allt frá þvi, að fyrri finnsk-rússneska styrjöldin skall á, hefir margt verið rætt og ritað um afstöðu Svíþjóðar og viðhorf Svía til ýmissa styrjaldarmála. Oft hefir gætt takmarkaðs velvilja og skilnings á aðstöðu Svíþjóðar í þess- um umræðum og ýmsir aðilar hafa jafnvel legið sænsku þjóðinni á hálsi fyrir að kosta kapps um, að vera hlutlaus í hinni skefjalausu styrjöld, sem nú er háð. í islenzkum blöðupi hefir fátt birzt frá Svíþjóð siðan Noregur og Dan- mörk voru hernumin, enda hefir að mestu leyti verið sam- bandslaust milli landanna síðan. Sá, sem þetta ritar, sneri sér fyrir skömmu síðan til Otto Johansson, Chargé d’ Affaires fyrir Svíþjóð á íslandi, og fékk hjá honum svör við nokkrum spurningum varðandi Svíþjóð og styrjöldina. — Hvað er að segja af hög- um sænsku þjóðarinnar á þess- um styrjaldartímum? — Svíþjóð er á alla vegu um- lukt löndum, sem eiga í ófriði, og bræðraþjóðir okkar í Noregi og Finnlandi berjast við sinn stríðsaðilann hvor.Meðal annars vegna þess getur Svíþjóð ekki gerzt þátttakandi í styrjöldinni, því að gagnvart báðum þessum bræðraþjóðum hefir Svíþjóð mikla samúð. Innilokunin veld- ur Svíþjóð miklum erfiðleikum. Um 70% af því vörumagni, sem flutt var inn til Svíþjóðar, var flutt um Atlantshafið og álíka hluti útflutningsins fór sömu leið. Hinn 9. apríl 1940 lokaðist Atlantshafið fyrir sænskri ut- anríkisverzlun. Svíþjóð var þá knúð til að auka viðskipti sín við þau af löndunum austan Eystrasalts, sem næst lágu, og þá fyrst og fremst Rússland. Þessi viðskipti voru komin vel á veg, þegar Hitler réðist á Rússland, og þessi markaður lokaðist einnig. Ef sænska lýðræðisöflin muni verða í yf- irgnæfandi meiri hluta í flokknum. En skyldi sú von bregðast, verða hinir vitrari fylgismenn Alþýðuflokksins að gera upp við sig sjálfa, hvort þeir vilja heldur ganga í fylk- ingu byltingamanna eða styðja umbótastefnu Framsókn- arflokksins, sem ein hefir hald- ið velli gegn ásókn kommúnista í síðustu kosningum. + stjórnin hefði ekki verið svo forsjál, að flytja til landsins talsverðar byrgðir af lífsnauð- synjum, hráefnum, brennslu- og smurningsolíum, ásamt ýms- um fleiri nauðsynlegum vöru- tegundum, hefðu kjör sænsku þjóðarinnar orðið mjög örðug, ekki sízt vegna þess, að mikill uppskerubrestur var í landinu bæði árin 1940 og 1941. Því er ekki að leyna, að við margs- konar örðugleika hefir verið að etja, enda þótt tekizt hafi að hefja framleiðslu í landinu sjálfu á ýmsum þeim vöruteg- undum, sem ekki er lengur hægt að flytja frá öðrum lönd- um. Jarðlög og skógar Svíþjóð- ar hafa reynzt að vera frjó af ýmsum nauðsynlegum hráefn- um. Meðal annars hefir fundizt þar talsvert af mjög nauðsyn- legum málmtegundum, sem þar til styrjöldin hófst voru fluttar inn í landið, en eru nú ófáan- legar. Hin miklu steinlög (skifferlagen) hafa að geyma mikið magn af góðri steinolíu, og hefir þaðan fengizt mikils- verð aukning á olíuforða þjóð- arinnar. Vefnaðarverksmiðjun- um er séð, að nokkru leyti, fyrir hráefnum til starfrækslu sinn- ar með viðarull, sem unnin er úr viðartrefjum. Ennfremur hefir ræktun allskonar trefja- jurta aukizt mikið, síðan styrj- öldin brauzt út, til mikils stuðn- ings fyrir lín- og hampiðnað- inn. Síðastliðið missiri unnu vísindamenn vorír að því af miklu kappi, að auka og efla gervigummíframleiðsluna, og innan skamms tíma verður þessi framleiðslugrein komin á góð- an rekspöl. Ég nefni þessi at- riði sem dæmi um, hvernig styrjöldin hefir kennt sænsku þjóðinni að búa meira en áður að heimafengnum gæðum. Otto Johansson sendiherra. — Er nokkurt atvinnuleysi í landinu og hefir framleiðslan nokkuð dregizt saman? — Ýms fyrirtæki, sem ekki framleiða nauðsynjavörur, hafa ýmist orðið að hætta rekstri sínum eða að draga ^seglin mik- ið saman, vegna hráefnaskorts. Fyrirtæki, sem framleitt hafa vörur fyrir erlendan markað, hafa einnig orðið að draga mikið úr framleiðslu sinni. Atvinnu- leysið hefði því getað orðið mik- ið, en hvortttveggja er, að iðn- aðarfyrirtækin hafa flest hafið framleiðslu hergagna í þágu landvarnanna og auk þess hafa mörg hundruð þúsundir manna streymt í herinn síðan í apríl 1940. Atvinnuleysið hefir því aldrei orðið verulegt og í sum- um atvinnugreinum er mikill skortur á vinnuafli, meðal ann- ars við landbúnaðinn og skóg- arvinnsluna, en skógar eru nú mikið notaðir til 'eldsneytis í bifreiðar og fleira. — Starfa ekki allir sömu skól- ar í landinu og áður? — Allir skólar og aðrar menn- ingarstofnanir starfa sem áður. — Eru blöðin undir nokkru eftirliti? — Sænsku blöðin hafa nú einhver beztu fréttasambönd, sem nokkur blöð í veröldinni hafa og jafnframt eru þau ein- hver frjálsustu blöð í Evrópu. Undanskil ég þar ekki ensku blöðin. Mikið hefir verið ritað um blaðaeftirlit í Svíþjóð, og á ýmsum stöðum virðast menn þeirrar skoðunar, að sænsk blöð séu undir strangri ritskoðun. Þetta er samt sem áður full- komlega rangt. Að vísu hefir sænska þingið svo að segja ein- róma samþykkt lög um blaða- eftirlit, eftir tilmælum ríkis- stjórnarinnar, sem koma til framkvæmda, ef árás verður gerð á Svíþjóð eða ef landinu er ógnað af ófriðaraðilum. En áður en þessi lög koma til fram- kvæmda verður þó sænska þingið að leyfa framkv.æmd þeirra með yfirgnæfandi meiri- hluta atkvæða. Ennfremur hef- ir sænska stjórnin skipað sér- staka blaðanefnd, sem skipuð er fulltrúum frá öllum blöðun- um, til að koma í lengstu lög í veg fyrir, að þörf verði á að framkvæma blaðaeftirlitið. Þessi nefnd, sem skipuð er mönnum frá blöðunum sjálfum, agar blöðin og kemur í veg fyrir að þau birti gálauslegar grein- ar. Svíþjóð, sem er eins og gras- eyja í eyðimörk í styrjaldar- auðninni, verður að kosta kapps um, að blöð landsins verði þess ekki valdandi með léttúðugum skrifum, að vinsemd annarra ríkja í garð Svíþjóðar fari út um þúfur, eða að neitt stór- veldi fái þess vegna ástæðu til, að skipta sér af málefnum landsins. Geri eitthvert blað sig sekt um þannig þjóðhættu- lega framkomu, hefir ríkis- stjórnin áskilið sér fullkominn lagalegan rétt til að gera upp- tæk þau eintök af blöðum, sem slík skrif birtast í. En þrátt fyr- ir það eru gqmlu prentfrelsis- lögin frá 1812 enn- í fullu gildi. Þingið hefir fyrirfram sett póst- flutningsbann á blöð, er birta greinar, sem eru beinlínis þjóð- hættulegur landráðaáróður. Þetta bann lætur stjórnin framkvæma í sumum tilfellum, ef það kæmi í ljós, að eitthvert blaðanna hefði áhuga fyrir að birta slíkan áróður. Lögum þessum er fyrst og fremst stefnt gegn kommúnistiskum og naz- istiskum blöðum, því að reynsl- an hefir sýnt, að þessir flokkar reka alltaf meiri eða minni landráðastarfsemi. Þeir, njósn- arar, sem hafa verið handtekn- ir í Svíþjóð síðan stríðið skall á, hafa flestir verið áhangend- ur annarshvors þessa flokks. — Er ekki mikil áherzla lögð á að auka vígbúnaðinn og gera varnir landsins sem fullkomn- astar? — Allri orku þjóðarinnar er beint að því að styrkja land- varnirnar, og öll þjóðin skilur, að engin fórn er of stór fyrir þetta málefni. Geysiháum fjár- fúlgum hefir verið varið til víg- búnaðarins undanfarin ár og á þessu ári mun í Svíþjóð vera varið til vígbúnaðarins fjárhæð, (Framh. á 3. síðu) Þjóðstjórn í Nýja-Sjálandi. Þjóðstjórn hefir nýlega verið sett á laggirnar í Nýja-Sjálandi. Jafnaðarmenn fóru þar áður með völd, en nú er stjórnin bæði skipuð j af naðarmönnum og íhaldsmönnum. Áður hafði ver- ið ákveðið að fresta þingkosn- ingum þar í eitt ár, en nú hefir verið ákveðið að láta þær ekki fara fram fyrr en 12 mánuðir eru liðnir frá stríðslokum. Bandamenn hafa nóg gúmmí. Margir óttuðust, þegar Bret- ar misstu Malayaskagann, að Bandamenn mundi skorta gúm- mí til hernaðarframleiðslunn- ar. Jesse Jones, verzlunarmála- herra Bandaríkjanna, hefir ný- lega tilkynnt, að slíkur ótti sé ástæðulaus. Amerískir efna- fræðingar hafa fundið upp auð- veldar og fljótvirkar aðferðir til að framleiða gervimúmmí og mun gúmmíþörf Bandaríkjanna verða fullnægt á þann hátt. Ný- lega hafi t. d. verið fundnar upp tvær nýjar aðferðir, sem munu stórauka framleiðslugetuna. Norsk hersveit í Banda- ríkjahernum. Nýlega hefir verið mynduð fyrsta útlendingasveitin í Bandaríkjahernum. Er hún skip- uð Norðmönnum eingöngu. Matarskorturinn og ógnar- stjórnin í Noregi. Sænskur trésmiður, sem búið hefir 'í Noregi síðan 1914, er nýkominn aftur til Svíþjóðar og hefir hann ritað í „Aftontid- ningen“: „Nærri liggur að norskir verkamenn séu sveltir. Frá því um jólin fékk ég aðeins tvisvar kjöt. Til þess að komast hjá því að svelta verða menn að taka þátt í smygli og óleyfilegri verzl- un, sem kölluð er „svarti mark- aðurinn". Mjöl það, sem fæst, er mjög lélegt og afleitt til bök- unar. Fiskur er stranglega skammtaður. Allmikið af hval- kjöti hefir verið selt og étið. Norskir verkamenn eiga það alltaf á hættu að vera kallaðir til skylduvinnu. Verkamanna- félögin eru algjörlega valdalaus, og aðeins brot af sjóðum þeirra eru notað í þágu verkamanna. Mestan hlutann af þeim hirða quislingar. Neiti verkamaður að vinna, á hann á hættu að verða sendur í fangelsi allt að þrjá mánuði. Enginn Norðmaður fær að kaupa sér föt fyrr en lög- reglan hefir athugað heimili þeirra og gengið úr skugga um, að þeir þurfi fatanna með.“ (Fréttaskeyti frá NewYork) Aðalsteipn Gíslason, kennari: Um kennslu barna Aðalsteinn Gíslason kenn- ari frá Krossgerði ræðir í þessari grein um ýmis atriði í sambandi við barna- fræðsluna. Bendir hann einkum á gagnsemi ýmisra fræðigreina, þótt ekki verði þær beinlínis látnar í ask- ana og hvetur sérstaklega foreldrana og heimilin til að sýna þeim aukinn skiln- ing og ræktarsemi, því að áhugi barna fari mjög eftir é þeim áhrifum, sem þau öðl- ast hjá þessum aðilum. Eitt okkar mesta skáld er Ey- steinn Ásgrímsson. Því miður hefir ekkert annað varðveitzt eftir þennan höfuðsnilling ís- lenzkrar ljóðlistar en hið sí- gilda rit, Lilja, sem sagt er um, að öll skáld vildu kveðið hafa. Þar eru þessar alkunnu hend- ingar, sem oft er vitnað til: „Varðar mest til allra orða, undirstaða sé réttlig fundin.“ Ef undirstaðan breztur, þá hrynur allt, sem á henni er byggt. Þarf öðru fremur að vanda til hennar. í henni mega fæst mistökin vera. Barnafræðslan er undirstaða allrar menntunar, æðri sem lægri. Framtíðin mótast af því, sem lært er á unga aldri. Þess vegna hefir löggjöf vor sett á- kveðnar lágmarkskröfur til kunnáttu allra barna, sem náð hafa 14 ára aldri. „En hvað er það, sem kennt er í barnaskólum? Kemur það að nokkru gagni? Er ekki ann- ars mikið af því hálfgerður hé- gómi, sem er verið að troða í aumingja börnin?“ Slíkar spurningar heyrast stundum frá ýmsum kunningjum okkar. En aðrir segja: „Ég held það fari nú ekki alltof mikið fyrir þekkingu þeirra, sem slitið hafa buxum sínum á hörðum skóla- bekkjum." Það er satt. Árang- urinn er stundum lítill. Og upp- skeran virðist í vissum tilfell- um ekki svara kostnaði. En þrátt fyrir það, er óþarfi að ef- ast um, að ef allar aðstæður eru viðunandi og allir kraftar eru samstilltir, en ekki hver hönd- in uppi á móti annarri, þá má mikið kenna börnum á unga aldri. Það hefir reynslan sýnt, og hún ein er ólýgnust. Við könnumst öll við hin fornu ummæli, að ekki verði bókavitið látið í askana, og oft er vitnað til gamalla og góðra búhölda, sem ekki kunnu að draga til stafs. Til skamms tima þóttu það einnig mestu búskuss- arnir, sem dvalið höfðu á bún- aðarskólunum. Eitt sinn heyrði ég aldraðan bónda, þá kominn um áttrætt, en nú horfinn yfir til feðra sinna, segja frá því, að hann hefði sagt við tvo skóla- pilta, „sem lásu í einhverjum dönskum skruddum“, svo að ég noti orð karls: „Haldið þið, pilt- ar mínir, að þið verðið spurðir út úr þessum hégóma á hinum efsta degi? Nei, ætli það verði ekki heldur einhver þykkri, sem ykkur væri niær að líta í?“ Eins hefi ég eftir einni hús- móður minni, mestri ágætis- konu, sem kynntist kjörum hinna fjölmörgu vandalausu barna í ungdæmi sínu, að við sig hefði verið sagt, að það væri óþarfi að kenna henni Fríðu að skrifa, því að hún yrði aldrei neinn kontoristi hvort sem væri. Dæmin sýna skýrt, hvernig litið var á hina almennu barna- fræðslu fyrr meir. Hún Þorbjörg gamla sá ekki mörg vitamínefn- in í hinni bóklegu mennt, og henni fannst það hækka svo lítið í skyrtunnunni við það, þó að hún Þorbjörg litla, nafna hennar, væri að segja henni frá einhverjum fossi í henni þarna Ameríku, Niagare hét hann víst, sem hafði allt að því eins mikið vatnsmagn og allur sopinn, sem leitar til sjávar í föðurlandinu blessaða. „Þeir lærðu mega melta þetta fyrir sjálfa sig. En Þorbjörgu litlu væri nær að læra að bæta sokkana sína, en afla sér slíkrar kunnáttu,“ sagði sú gamla og herti um leið á rokk- hjólinu. Námsgreinum barna getum við skipt í tvo flokka. Hefir annar flokkurinn notagildi, en hinn menningarlegt. Skiptilínan verður þó aldrei glögg á milli þeirra. Þáð, sem einn skipar í þann fyrri, setur annar í þann síðari. Sú kennsla hefir nota- gildi, sem kemur að beinu gagni. Þegar sjómaðurinn kennir syni sínum að beita línu og skera úr skel, þá erum við ekki í neinum efa um, að sú kennsla hefir notagildi. Hún stuðlar að því að draga í búið. Sama gildir um að læra að slá, smíða og hirða skepnur. Öll þessi störf lærum við fyrst og fremst vegna nota- gildis þeirra, enda þótt þau geti auk þess haft, og hafi oftast, eðli síðari flokksins. Fæstir, sem læra orgelspil, hafa atvinnu af sinni kunnáttu. Þekking þeirra og hæfni hefir sjaldnast notagildi eftir þeirri merkingu, sem hér er lögð í orð- ið. í fæstum tilfellum stuðlar hún að þeirri framleiðslu, sem „verður seld eða étin“, eins og Þorsteinn Erlingsson kemst að orði kvæðinu „Við fossinn“. En er þá einskisvirði að kunna hljómlist. Það munum við fæst- ir telja, því að gleðistundirnar, sem hún veitir okkur, eru ótelj- andi. Og allt það óbeina gagn, sem af henni hlýzt, verður hvorki vegið með neinni tuga- vog eða mælt með nokkru metramáli. Þegar mæðurnar senda dætur sínar á kvennaskóla til þess að læra útsaum og hekl, þá mun þeim vart koma í hug, að sú kunnátta, sem þær öðlast, verði nokkurn tíma þess megnug að hjálpa til þess að borga upp reikninginn um n. k. áramót eða þegar að skuldadögunum kemur, þegar þær eru orðnar húsmæður. En til hvers er þá lærdómurinn? Með honum framleiða stúlkurnar ekki neitt, sem gefur erlendan gjaldeyri í aðra hönd. Heimasæturnar læra hannyrðirnar vegna hins menn- ingarlega gildis þeirra. Sama er og um hljómlistarnemann. En menningarlegt uppeldi er sér- hvað, sem eykur skilning og smekkvísi. Það glæðir fegurðar- tilfinningu unglingsins og auðg- ar hugmyndalífið. Menningar- legt uppeldi mýkir kvenlegt lát- bragð og fegrar viðmót karl- mannsins. Öðru fremur hefir það nota- gildi að læra skrift, réttritun, lestur og reikning. Kunnátta í þessum fræðum er notuð sem vopn í baráttunni fyrir hinu daglega brauði. Og nú þýðir ekki að leita annars staðar en í hinum helga reit til þess að finna þá, sem telja, að aðeinp kontóristinn þurfi að vera sendibréfsfær. Lengur er það ekki nægilegt að geta ekki skrifað nema nafnið sitt, til þess vera vitundarvottur í viðlögum. Meðslíka menntun mundi marg- ur komast helzt til skammt og ekki falin helztu trúnaðarstörf eins og áður voru dæmi til. Og persónulega hefi ég kynnzt, hvernig margur hefir verið mis- skilinn og hafður fyrir rangri sök, aðeins vegna þess, að und- irstöðuatriði almennrar réttrit- unar hefir vantað. En þau eiga flestum meðalgreindum börn- um að vera auðlærð innan

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.