Tíminn - 28.07.1942, Blaðsíða 1

Tíminn - 28.07.1942, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEPANDI: FRÁMSÓENARFLOKKDRINN. RITSTJÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A. Sirnar 2353 og 4373. AFGREIÐSIjA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Llndargötu 9 A. Síml 2323. PRENTSMIDJAN EDDA hi. Simar 3948 og 3720. 26. ár. Keykjavík, þriðjudagiiut 28. júlí 1942 83. blað Spárnar um ríkisstjórn upplattsnarinnar rætast Gerðardómslögin skapa nú rang- læti o£ öDgþveiti i kaupAj.málum skáld Magnús Stefánsson (Örn Arnarson) skáld lézt í St.Jósefs- spítalanum í Hafnarfirði s. 1. laugardag eftir langa vanheilsu. Hann fæddist að Kverkártungu á Langanesi í Norður-Múlasýslu 12. des. árið 1884 og var því á 58. aldursári. Hann nam við Flensborgarskólann og kenn- araskólann, vetrarlangt við hvorn þeirra, eh lagði annars margs konar störf fyrir sig, m. a. verzlunar- og skrifstofustörf. Einnig var hann bókavörður í Hafnarf. hin síðari ár. Magnús var næsta víðförull, meðan heilsan leyfði og vel íþróttum búinn í æsku. Hann var mjög vel sjálfmenntaður maður og víðlesinn. Fyrstu kvæði Magnúsar birt- ust í tímaritinu „Eimreiðin" fyrir 22 árum. Birtust þau undir dulnefninu Örn Arnarson og vöktu þegar athygli ljóðelskra manna. Ekki var Magnús þó af- kastamikill við ritstörfin, en þeim mun vandvirkari. Kvæða- safn hans, Illgresi, kom út 1924. Er það lítil bók að vöxtum en hefir að geyma hvert kyæðið öðru snjallara. Einkum gat kímni Arnar oft verið hnittin og fimleg, þótt Ijóð hans bæru þess < einnig vitni, að höfundur þeirra væri athugull alvöru- maður. — Síðan hafa öðru hvoru birzt kvæði eftir Örn í blöðum og tímaritum og hafa þau skapað höfundinum slíkan orðstír, að hann hefir um hríð verið talinn í hópi þeirra skálda vorra, ,er fremst standa. Helzt þeirra eru: Stjáni blái (1935), Vígsluljóð. Flensborgarskólans (1937), íslands Hrafnistumenn (1939) og Ljóðabréf til Vestur- fslendings(1939). Öll urðu kvæði þessi þegar landskunn, enda hafa fáir Erni betur kveðið. Örn Arnarson lagði einnig mikla rækt við ferskeytlurnar, hið sérkennilega form íslenzks1 alþýðukveðsfcapar. Báru þær, eins og kvæði hans, þess vitni, að höfundur þeirra var gæddur miklum skáldhæfileikum, hnitt- inn og orðsnjall, hagur á mál og rím, svo að af bar, og ná- kunnugur landi og þjóð, sögu hennar, háttum og kjörum. 100 ára Halldóra Arnadóttir Miðfjarðarnesseli í dag, 28. þ.m. verður ekkjan Halldóra Kristín Árnadóttir í Miðfjarðarnesseli í Skeggja- staðahreppi, Norður-Múlasýslu, hundrað ára. Hún er fædd í Víðikeri í Bárðardal, 28. júlí 1842. Foreldrar hennar voru: Kristín Halldórsdóttir, Sturlu- sonar á Öxará, Erlendssonar og Árni Bjarnason, Jónssonar i Fellsseli, af svonefndri Finns- staða-ætt. Fimm ára gömul fór Halldóra til fósturs til ömmusystur sinn- ar, Sigríðar Halldórsd. og Jóns Jónssonar, Bergþórssonar á Öx- ará. Dvaldist hún hjá þeim hjónum að mestu í 28 ár. Þaðan fluttist hún austur á Langanes og réðist sem. ráðskona til Þor- (Framh. á 4. siSu) Kapphlaupið milll kaupgjalds og verðlags hafið á nýjan leik Það er nú komið á daginn, eins greinilega og verða má, að gerðardómslögin eru búin að missa alla þýðingu sep vörn gegn dýrtíðinni. Getuleysi ríkisstjórnarinnar til að halda lögin í heiðri og sjá um röggsamlega fram- kvæmd þeirra, hefir algerlega kippt grundvellinum und- an þeim. Afleiðingin hefir orðið sú, að ein kauphækkun- in hefir rekið aðra og eru þær hú orðnar svo miklar og almennar, að verðhækkanir ýmsra almennra naUðsynja er orðin óhjákvæmileg nauðsyn. Meðal annars hafa verð- lagsnefndir landbúnaðarafurða talið óhjákvæmilegt að óska eftir staðfestingu gerðardómsins á verðhækkun þessara vara. Mjólkurverðlagsnefnd ákvað á fundi sínum I fyrradag að leggja til við gerðardóminn, að mjólkurafurðir verði hækkaðar um 25%, eða mjólkurlíterinn úr kr. 0,92 upp í kr. 1,15. Kjötverð- lagsnefnd ákvað á fundi sama dag að leggja til við gerðardóm- inn, að verðið á nýju kindakjöti verði kr. 5,40 kg. í heildsölu og kr. 6,00 í smásölu. í fyrra var kjötverðið í byrjun sláturtíðar- innar kr. 4,30 í heildsölu. Telja má vísí, að.gerðardóm- urinn staðfesti þessar verð- hækkanir.endaværu það furðu- leg vinnubrögð, ef hann neit- aði bændum þannig um óhjá- kvæmilega kaupuppbót, sökum aukins framleiðslukostnaðar, þegar aðrar stéttir fá nú kaup- hækkanir umyrðalaust. Þessar verðhækkanir, sem eru eðlileg afleiðing af kauphækk- ununum undanfarið, munu hækka vísitöluna verulega og dýrtíðaruppbótin hækkar. þá að sama skapi. Aukinn dýrtíðar- uppbót eykur síðan framleiðslu- kostnaðinn, unz hækka verður verðlagið aftur. Þannig munu skiptast á kauphækkanir og verðhækkanir.Kapphlaupið milli verðlags og kaupgjalds, sem stöðvaðist fyrstu mánuðina eftir setningu gerðardómslaganna, er þannig aftur komið í algleym- ing. Nýjar kauphækkanir eiga sér nú stað daglega og eru orðnar svo margar, að lítt er mögulegt að henda tölu á þeim, t. d. hafa bæjarvinnu- og hafnarvinnu- menn í Hafnarfirði nýlega fengið viðurkenndan 8 klst. vinnudag með sama kaupi og 10 klst. áður; járniðnaðarmenn í Reykjavík hafa - féngið 25% kauphækkun. og bílstjórar strætisvagnanna í Reykjavík hafa fengið verulega kaup- hækkun. Má það heita ógern- ingur að hafa fullt yfirlit um allar þær kauphækkanir, sem nú eiga sér stað, þar sem smá- hópar og vinnuflokkar semja aðallega við atvinnuveitendur og í mörgum tilfellum er ekki hirt um að bera kauphækk- anir undir gerðardóminn, þar sem mönnum finnst hann rétti- lega úr sögunni. Þannlg hefir t. d. einn aðalstólpi Sjálfstæðis- flokksins, borgarstjórinn í Rvík, látið vinna fyrir hækkað kaup í bæjarvinnunni, án þess að vera búinn að fá samþykki gerðar- dómsins. , í raun og veru er ástandið í kaupgjaídsmálunumnú þannig: Smáhópar og vinnuflokkar, sem eru nógu óvandir að meðölum og hafa tiltölulega góða að- stöðu, geta knúð fram hækk- anir viðstöðulítið. Verkalýðsfé- lögin geta ekki nærri samning- Framsóknarflokkurinn bætti við sig nær 1500 atkvæðum Sjálfstæðisflokkurinn tapaði 1100 atkvæðum og öllum Bœndaflokknum unum komið óg er því oft að eiga við ósannsýnni og ábyrgð- arminni samningsaðila en ella. Stundum fær líka nokkur hluti af vissri vinnustétt uppbót, en annar ekki,. Stórar vinnustéttir, eins og starfsmenn ríkisins, sem vilja fylgja settum lögum og samningum og hafa lakari að- stöðu til að knýja fram kröfur sínar, verða hins vegar að una yið óbreytt kjör. Hér er því að skapast ósamræmi, sem oft er ranglátt og í sumum tilfellum háskasamlegt. Gerðardómslögin, sem áttu að firra vandræðum, og hefðu gert það, ef dugandi stjórn hefði farið með völd, skapa nú orðið upplausn, öng- þveiti og ranglæti í kaupgjalds- málunum, sem öllum er fyrir beztu að unninn sé bugur á hið fyrsta. Fyrir þá menn, sem studdu gerðardómslögin upphaflega og sáu að þa,u gátu verið öf lug vörn gegn dýrtíðinni, þýðir ekki ann- að en viðurkenna, hvernig kom- ið er. Þessi löggjöf er orðin full- komlega misheppnuð. En það er ekki vegna laganna sjálfra. Það er vegna þess, að sú sam- fylking, sem stóð að þeim, var rofin og nokkur hluti hennar kaus heldur ábyrgðarlausan elt- ingaleik við að ná í nokkrar „gæsir" en að sinna markvissri og þjóðnauðsynlegri baráttu í dýrtíðarmálunum. Það er vegna þessa ábyrgðarleysis forráða- manna Sjálfstæðisflokksins, sem ekki stóðust ginningar Al- þýðuflokksins og kommúnista, að nú er komið með gerðar- dómslögin eins og raun ber vitni. Til þess að tryggja fram- kvæmd gerðardómslaganna var tvennt sérstaklega nauðsyn- legt: Það þurfti að koma i veg fyrir luxusbyggingar stríðsgróða- mannanna, sem beittu kaup- yfirboðum. Það eru raunveru- lega þeir, sem hafa hækkað kaupgjaldið hjá landbúnaðin- um, því að þeir kepptu við hann um vinnuaflið, og til þeirra gátu vinnuflokkarnir, sem hótuðu að hverfa af fyrri vinnustöðvum, farið og fengið vinnu, ef ekki var fallizt á kröfur þeirra. Hernaðarvinnan var takmörkuð það mikið í vor, að hún hefði ekki komið slíku til leiðar, ef luxusbyggingarnar hefðu ekki jafnframt komið til sögunnar. Það þurfti sterka ríkisstjórn, sem óaldarmenn kommúnista óttuðust. Þess vegna hreyfðu þeir sig ekki neitt meðan Her- mann Jónasson var forsætis- ráðherra. En strax eftir valda- töku Ólafs Thórs fóru þeir á kreik. Þeir sögðust líka gera sitt til að stuðla að stjórnarskiptun- Landkjörsstjórn kom saman hér í bænum síðastliðinn laug- ardag til að reikna út atkvæða- magn flokkanna og úthluta uppbótarsætum í samræmi við það. Samkvæmt útreikningi land- kjörstjórnarinnar voru at- kvæðatölur flokkanna, sem hér segir: Framsóknarfl.....16,033 atkv. Sjálfstæðisfl......22,957 — Kommúnistafl..... 9,423 — Alþýðufl.......... 8,979 — Þjóðveldismenn .... 618 — í seinustu Alþingiskosningum, vorið 1937, voru atkvæðatölur flokkanna þessar:* Framsóknarfl.....14,556 atkv. Sjálfstæðisfl......24,132 — Alþýðufl.......... 11,084 — Kommúnistafl..... 4,932 — Bændafl.......... 3,579 — Þjóðernissinnar ... 118 — Samkvæmt þessu hefurFram- sóknarflokkurinn aukið at- kvæðamagn sitt um 1477 atkv., kommúnistar um 4491 atkv., og Þjóveldismenn, sem teljast munu arftakar Þjóðemissinna, um 500 atkv. Hinsvegar hefir Alþýðuflokkurinn tapað 2105 atkvæðum, Sjálfstæðisflokkur- inn 1157 atkv. og Bændaflokk- urinn, sem Sjálfstæðisflokkur- inn taldi sína eign, hefir horfið úr sögunni. Sjálfstæðisflokkur- inn hefir því raunverulega tap- að 4735 atkv., sem hann eignaði sér beint eða óbeint í seinustu kosningum og gerði sér vonir um að fá aftur nú. Uppbótarsæti féllu þannig: Sjálfstæðisflokkurinn fékk sex og hlutu þau Sig. Krist- jánsson.Ingólfur Jónsson.Garð- ar Þorsteinsson, Gísli Sveinsson, Eiríkur Einarsson, Gunnar Thoroddsen. Kommúnistaflokurinn fékk fjögur og hlutu þau Sigfús Sigurhjartarson, ísleifur Högna- son, Áki Jakobsson, Steingrím- ur Aðalsteinsson. Alþýðuflokkurinn fékk eitt og hiaut það Sigurjón Ólafsson. Þingmannatala flokkanna verður þessi: Framsóknarflokk- urinn 20, Sjálfstæðisflokkurinn 17, Alþýðuflokkurinn 6, Kom- múnistaflokkurinn 6. Þar sem störfum landkjörs- stjórnar var lokið 'fyrir helgi, hefði þingið getað komið sam- an strax í gær, en i stað þess er það kvatt saman næsta þriðju- dag. Þannig er heil vika látin fara til spillis í þeim tilgangi að draga kosningarnar fram á haustið. Landkjörsstjórnin gat líka lokið störfum sínum fyrr, ef nokkuð hefði verið gert til þess að hraða þeim. Markmið stjórnarinnar er auðsjáanlega að hafa vetrarkosningar og koma þannig fram hefndum á dreifbýlinu fyrir ósigra Sjálf- stæðisflokksins í sumar. Howard Smith sendiherra Howard Smith, sendiherra Breta hér, varð bráðkvaddur á ferðalagi í Borgarfirði síðastl. föstudag. Fór hann úr bænum daginn áður og hafði þá ekki kennt sér neins meins. Howard Smith var skipaður hér sendiherra Breta í maí 1940. Var hann fyrsti sendiherrann, sem hér hefir verið. Harin gat sér miklar vinsældir í því starfi og naut óskoraðs trausts ís- lenzkra stjórnarvalda. Má það m. a. þakka velviljaðri fram- komu hans, að hernámið varð íslendingum sársaukaminna en ætla mátti í fyrstu. Howard Smith var fæddur 17. 1888. Faðir hans var dómari í Wolvershampton. Hann gekk í skóla í Winchester og síðar í Brosemore College í Oxford, þar sem hann lauk námi. Árið 1912 gekk hann í þjón- ustu utanríkismálaráðuneytis- ins brezka og var einkaritari Mr. Cecil Harmsworth þing- manns. Hann varð skrifstofustj. í utanríkisráðuneytinu 1929. Ár- ið 1933 varð hann fulltrúi að- stoðar - utanríkismálaráðherra og fjármálafulltrúi í' því ráðu- neyti 1935. í oktober 1939 gerðist hann sendiherra Breta í Danmörku, og dvaldi þar í landi fram til 13. apríl 1940. Hann giftist 1920. Kona hans, Sarah, er dóttir Augustinar Thorner. Þau eignuðust þrjú börn, einn son og tvær dætur. um, því að stjórn Ólafs yrði veik og máttlaus. Framsóknarflokkurinn vildi láta takmarka luxusbygging- arnar. Hann fékk því ekki ráð- ið. Nýja stjórnin taldi það hlutverk sitt að halda verndar- hendi yfir athöfnum stríðs- gróðamannanna. Framsóknarflokkurinn vildi halda áfram traustu samstarfi um framkvæmd gerðardómslag- anna. Hann fékk því ekki til leiðar komið. Sjálfstæðisflokk- urinn kaus heldur aðstoð kom- múnista til að ná í „gæsirnar". En þess vegna varð líka stjórn hans að standa og sitja eins og þeir vildu. Framsóknarmenn geta því (Framh. á 4. slðu) l.v. Reykjanes sekkur Línuveiðarinn „Reykjanes" sökk skyndilega um kl. 3 síðast- liðinn föstudag. Skipið var þá á síldveiðum um 2 sjómílur út af Tjörnesi. Skipið mun hafa verið ofhlað- ið ogjDoldi því ekki sjó, sem það fékk á sig. Valt það á aðra hlið- ina og sökk á 1—2 mínútum. Bátarnir voru við skipshliðina og komust skipverjar í þá með naumindum. Línuveiðarinn „Ól- afur Bjarnason" var á veiðum rétt hjá og flutti hann skipverj- ana á „Reykjanes" til Hjalt- eyrar. „Reykjanesið" var járnskip, smíðað 1922 og hét þá „Venus". í fyrra fór fram gagngerð viðgerð á því og var þá meðal annars sett í það Dieselvél. Skipið var 103 brúttó-smálestir að stærð. Eigandi „Reykjaness" var Pétur Ó. Johnson. Loftbardagi yfir Austurlandi Þessar tilkynriingar hefir Timinn fengið frá amerisku herstjórninni: Flugvél úr konunglega norska flugflotanum lagði til bardaga við þýzka Focke-Wulf flugvél yfir austurströnd fslands þ. 23. þ. m. síðdegis. Óvinaflugvélin sást fyrst í 24 kílóm'etra fjar- lægð. Norska flugvélin flaug í áttina til hirfnar þýzku flug- vélar og hóf skothríð á hana úr um 900 metra fjarlægð. Flug- Á víðavangi UPPGÖTVÚN ALÞBL.RITSTJ. í SUMARLEYFINU. Alþýðublaðið birtir forystu- grein um Reykvikinga i sumar- leyfum síðastl. sunnudag. Er þar lýst með fögrum orðum, hversu hressandi og heilnæmt sé fyrir Reykvíkinga að vera í sveitinni i sumarleyfum sínum og þess vegna þurfi að vera góð sambúð, þeirra og sveitamanna. iSegir síðan á þessa leið: „Ber að líta á þá menn sem varga í véum sem gera sér far um að rægja saman fólkið, sem í sveitunum býr, og hitt, sem býr við sjávarsíðuna. Það er ef til vill óþjóðhollasta iðjan, sem nú er rekin hér á íslandi, og það er þó sorglegast, að ýmsir sæmi- lega greindir og gegnir menn hafa látið draga sig út í þessa óhæfu, ásamt þeim andlegu kláðagemlingum, sem halda að þeim mun meiri sé vegur þeirra, sem þeir geta vakið meiri úlfúð og sundrung með íslenzkri al- þýðu." Þetta er vel og drengilega mælt. En hvaða blað, að Vísi ekki undanskildum, hefir fárast'mest um hátt verðlag á landbúnaðar- afurðum og reynt þannig að inn- ræta kaupstaðamönnum, að sveitafólkið væri eins konar ó- magar á kaupstöðunum. Það er Alþýðublaðið. Vonandi býr ritstjóri Alþýðu- blaðsins vel og lengi, að þeirri uppgötvun, sem hann hefir gert nú í sumarleyfinu, um „óþjóð- hollustu iðjuna á íslandi". HVAÐ LÍBUR HITAVEITUNNI? Fyrir bæjarstjórnarkosning- amar í vetur létu blöð Sjálf- stæðismanna drýgindalega yfir því, að efni til hitaveitunnar væri fengið og því var jafnvel hvíslað að „háttvirtum kjósend- um", að efnið lægi á bryggjunni í New-York ferðbúið til Reykja- víkur. Síðan hefir ekkert heyrzt. Væri til of mikils mælst, þótt hinn glæsilegur blaðakostur bæjarstjórnarmeirihlutans í Reykjavík eyddi dálitlu rúmi til að fræða lesendur sína um horf- urnar í framkvæmdum í hita- veitumálinu? Eða á að geyma þann fagnað- arboðskap til haustkosning- anna, að nú eigi bráðum að fara að fara að skipa efninu út, — ef skip verði fáanlegt. „JURIDISK PERSÓNA". Pilturinn, sem „Mogga-bræð- ur" sendu Skagfirðingum, hefir tekið próf í lögum og þykist því eflaust vera „júridísk persóna". Hann segir sínar farir ekki slétt- ar úr Skagafirði. Þegar piltur fór að fárast um „jarðrán" ríkisins, sló Sigurður Þórðarson hann af laginu með því að segja, að í raun og veru mætti skoða fylgiféð sem eign viðkomandi býlis. Þetta á piltur erfitt með að skilja og bollaléggur nú sem ákafast um það, hvort býli geti verið „júridisk persöna", rétt eins og hann sjálfur. Hann man sjáanlega ekki eft- ir því, að greftrunarorðin af mold ertu kominn benda ein- dregið í þá átt, að moldin sé móðir vor allra og því engu ó- göfugri en hvaða „júridísk per- sóna", sem vera skal. Og það má nú segja um þenn- an pólitíska oflátung Mogga- bræðra í Skagafirði: Mikið er að sjá, þegar moldin rýkur í þurru veðri. mennirnir í 'óvinaflugvélinni guldu í sömu mynt, en tókst ekki að hitta norsku flugvélina. Skot norsku flugvélarinnar hæfðu þýzku flugvélina, — komu skot á annan vænginn og skrokk flugvélarinnar, og eld- ur kviknaði í vélarrúmi hennar. Þýzka flugvélin hvarf í skýja- þykkni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.