Tíminn - 28.07.1942, Blaðsíða 3

Tíminn - 28.07.1942, Blaðsíða 3
83. blað TlMEVIV, jiriðjndagma 28. júlí 1942 327 Skinnaverksmiðjan ÍÐUNN framleiðir fjölmargar tegnndir af skóm á karla, konur og börn. — Ymnnr exmfremnr úr húðnm, skinn- «ar-- - - um og gærum margskonar leðnrvörur, s. s. leður til skógerðar, fataskinn, hanzkaskinn, töskuskinn, loð- sútaðar gærur o. m. fl. Skinnaverksmiðjan ISunn, er búin nýjustu og fnll- komnustu tœkjum, og hefir á að skipa hóp af fag- lærðum mönnum, sem þogar hafa sýnt, að þeir eru færir um að keppa við utlenda farmleiðslu á þessu sviði. IÐUNNARV0RUR fást hjá kaupfélögum um allt land og mörgtim kaupmönnam. Iðunnarvörur eru smekklegar, haldgóðar, ódýrar Notið IBUNNAR vórur þær eigi víðari en svo, að hest- arnir voru tregir. Einna lakast var að fara niður af jöklinum, því að þar voru malarhaugar miklir, fullir af sandbleytu og holklaka. Á jöklinum var kulda- stormur á norðan, en þegar nið- ur á sandinn kom, gekk í snjó- veður rétt á móti, svo að lítið sást frá sér. Færið var illt á söndunum og aurar miklir, svo að hestarnir lágu sumsstaðar í. Héldu þeir þó allan daginn á- fram til kvölds og urðu að rétta sig eftir áttavitanum, því að eigi var við annað að styðjast fyrir dimmviðrinu. Þó gátu þeir komizt austur yfir Skjálfanda- fljót og tóku þeir náttstað skömmu síðar þar á söndunum. Gáfu þeir hestum sínum nokk- uð og bundu þá síðan saman, en bárust sjálfir fyrir í tjaldi sínu. Sjötta daginn var hægt veður um morguninn, en þykkt loft; glórði þá austur í Trölla- dyngju. Var þá hárað í hestana, en eigi fengu þeir helming þess, er þeir þurft hefðu. Var svo lagt upp og haldið austur ýfir Hrauná. Þá fór að blása norðan og gekk veðrið meira til austurs, þegar fram á daginn kom, með snjókomu allmikilli, svo að eigi sá nema fáa faðma. Áttu þeir erfitt með að reka hestana móti óveðrinu, og þurfti vandlega að gæta þess, að halda þeim sam- an, svo að eigi týndist af þeim. Var þá kominn talsverður snjór, svo að eigi var hægt að sneiða fyrir torfærur og þurfti oft að draga hestana upp úr. Sigurður var kunnugur og vissi af vants- föllunum, sem yfir var farið, hvað veginum leið, þótt dimmt væri. Fóru þeir þá upp á norð- urjaðar jökulsins og komust slysalaust eftir honum, allt að felli því, er Björn Gunnlaugs- son kallaði Reykjarfell og sum- ir ætluðu sama og Kistufell. Þar fóru þeir niður af jöklinum; fengu það allgóðan veg norðan undir því og hvíldu hesta sína um hríð, þegar austur fyrir það kom um kvöldið og gáfu þeim það, sem eftir var af heyinu. En þó var afarlangur vegur þang- að, sem hægt var að fá haga handa þeim, og því þótti ótækt að dvelja þar um nóttina. Var því lagt upp aftur og haldið á- fram alla nóttina í hægri og dimmri snjódrífu. Að morgni hins sjöunda dags var farið yf- ir Jökulsá, sem þar er í fimm kvíslum, og haldið áfram í sama dimmviðri og ófærð yfir óslétt og öldótt land og sumsstaðar ill- fært hraun. Náðu þeir loksins um kvöldið, milli náttmála og miðnættis, eftir að hafa haldið áfram þrjú dægur, austur í Hvannalindir; tjölduðu þar und- ir Lindakeili og slepptu hest- unum á beit, én þó var þar snjór í mjóalegg og mokaöi niður alla nóttina. Áttunda daginn var veðrið engu betra, en snjór meiri en áður. Héldu þeir með miklum erfiðismunum austur yfir Kreppu og settust að um kvöldið í Fagradal á Brúarör- æfum eftir eigi langa en erfiða leið. Þegar þeir morgun hins níunda dags litu út, var veðrið sízt betra en áður; höfðu tveir hestarnir drepizt um nóttina af kulda, hungri og þreytu. Voru sig komnir eftir slíkar hrakning- ar. Um miðjan dag birti þó veðrið, svo að sá norður í Herðu- breið á Mývatnsfjöllum. Var þá lagt upp og haldið áfram eftir Brúaröræfum síðari hluta dags- ins og fram yfir miðja nótt. Náðu þeir að Brú, efsta bæ á Jökuldal, einni stundu eftir mið- nætti 8. júlí og fengu hinar beztu viðtökur. í byggðinni hafði raunar gert snjóáfelli þá daga, sem þeir voru á fjöllunum, en bæði hafði óveðrið byrjað degi síðar í byggðinni og hvergi nærri orðið svo ákaft sem á öræfun- um. Skrifstofa Framsóknnrflokksins er á Lindargötu 9 A Framaóknarmenn utan al landl, sem koma til Reykja- vlkur, ættu alltaf að koma á skrlfstofuna, þegar þeir geta komið þvl við. Það er nauösynlegt fyrir flokks- starfsemina, og skrlfstof- unni er mjög mlkils vlrði að hafa samband viö sem flesta flokksmenn utan af landi. Skrifið eða símið til Tlmans og tilkynnið honum nýja áskrif- endur. Sími 2323. ÍTtbreiðið Tímaiui! V'INNIÐ 0TULLEGA AÐ ÚTBREIÐSLU TÍMANS 622 Victor Hugo: til birtingar einhverja slíka sögu, og af þeim er nóg til, eða bók, sem unnið hefði sér varanlega frægð vegna kosta, sem jafnan munu metnir meðan bók- menntir eru í heiðri hafðar, þótti það góð nýlunda að varpa reyfurunum í eitt skipti fyrir borð og birta heldur gott ritverk. Þeirri reglu fylgdi Þorsteinn Gíslason jafnan í „Lögréttu" og hlaut að launum maklegt hrós. Mun vart svo komið óg bókmenntasmekkur fólks svo rangsnúinn, að ekki séu þeir allmargir, er þakklátir eru Tímanum fyrir þessa nýbreytni. Ekki er þó svo að skilja, að það eigi engan rétt á sér, að fólk lesi sér til dægrastyttingar eingöngu, en við það eru reyfararnir miðaðir. Slíkt væri fjarri lagi. En það væri áreiðanlega illa farið, ef léttmetið og reyfararnir drægju svo mjög að sér huga fólks, er það tekur sér bók í hönd, að hinar betri bækur, þær sem mættu verða til aukins þroska og víðfeðmari skilnings á lífinu og fyr- irbærum þess, lægju oftast óhreyfðar í hillum og skápum. Sorgleg voru endalok Esmeröldu, Kvasimodos og erkidjáknans, en enn væri þó slík framvinda grátlegri. Esmeralda II. KAFLI. SÖGULOK. Þjónar erkibiskupsins báru lík Claude Frollos brott síðar um daginn. En þá var Kvasimodo horfinn úr Frúarkirkj- unnL Ýmsar sögusagnir voru á sveimi: Fólk efaðist ekki um að djöfullinn — Kvasimodo — hefði sótt erkidjáknann — galdramanninn — á samningsdegi. Sumir sögðu, að hann hefði limlest lík- amann til þess að ná í sálina, eins og apar brjöta skel á skógarhnetu til þess að ná í kjamann. Þess vegna var erki- djákninn heldur ekki grafinn í vígðri moldu. Enginn vissi, hvað við Kvasi- modo hefði tekið. Hann var með öllu horfinn. Það var fyrst ári síðar, þegar þegnar Karls VIII. ætluðu að taka lík úr graf- hvelfingunni undir gálganum og fá því leg í virðulegri stað, að menn veittu því athygli, að ein beinagrindin, nýleg að sjá, var sem læst utan um aðra. Önnur þessara beinagrinda virtist vera af konu og enn mátti sjá votta fyrir kyrtli 'hennar.er líkindi þóttu til.að hefði verið hvítur. Utan um hálsinn var festi og við hana hékk ofurlítill silkiskjatti, prýddur grænum glerperlum, hvort tveggja svo lítils virði, að böðlarnir höfðu Guðm. Amlrésson gullsmiður. Laugavegi 50. — Sími 3769. hinir flestir mjög dasaðir og meiddir og var eigi að hugsa til, að leggja upp að svo stöddu, enda voru mennirnir líka illa á Gnllbrnðkanp Gullbrúðkaup eiga 30. júlí Árni Árnason og Þuríður Kristjáns- dóttir í Blöndugerði í Hróars- tungu í Norður-Múlasýslu. Árni er fæddur 9. ágúst 1867 á Þverá í Hallárdal í Húna- vatnssýslu, sonur Árna Jóns- sonar hreppstjóra og danne- brogsmanns, og Svanlaugar Björnsdóttur. Voru þau annál- uð sæmdar og myndarhjón, sem Húnvetningar og. fleiri munu lengi minnast. Þuríður er fædd 7. júní 1861 að Hvammi á Jökuldal í Norð- ur-Múlasýslu, dóttir Kristjáns Kröyers, merkisbónda, og Elín- ar Margrétar Þorgrímsdóttur prests að Þingmúla. Þuríður er í móðurætt komin af hinni al- kunnu Bólstaðarhlíðarætt. Árni og Þuríður hafa búið all- an sinn búskap í Hróarstungu. Þau hafa eignast átta börn, en að eins þrjú þeirra eru á lífi. Árni nam ungur búfræði að Hólum í Hjaltadal. Hann er greindur ágæta vel, félagi góð- ur, skemmtilegur í viðræðum og mjög bókhneigður. Trúr er hann og áreiðanlegur um allt, er hann hefir að sér tekið, enda hefir hann gegnt mörgum trúnað- arstörfum fyrir sveit sína og byggðarlag. Hann var lengi vegaverkstjóri í Hróarstungu, átti sæti í hreppsnefnd nær 40 ár og um margra ára skeið í sýslunefnd og skattanefnd, og safnaðarfulltrúi um fjölda ára. Þuríður er vel gefin dugnað- ar- og myndarkona, einlæg og glaðlynd og svo vinnugefin, að henni fellur aldrei verk úr hendi. Þau hjón eru sérstaklega vin- sæl, greiðug mjög og gestrisin. Hafa þau jafnan búið í þjóð- leið og hefir því oft verið gest- kvæmt á heimili þeirra. Þau eru enn ung í anda og fylgjast vel með öllu sem við ber, og sér furðu lítið á, þótt þau hafi átt við ýmsa erfiðleika að stríða og séu nú farin að heilsu. Á þessum merkisdegi æfi þeirra mun mikill fjöldi kunn- ingja, vina og ættingja minn- ast liðinna samverustunda með gleði og ánægju og senda þeim hlýjar kveðjur og árnaðarósk- ir með þökk fyrir liðna tíð. G. J. Smnband ísi. samvinnufélaffa. Tekjuafgangi kaupfélags er úthlutað til fé- lagsmanna í hlutfalli við viðskipti þeirra. Afmæll. Steinþór Þórðarson bóndi að Hala í Suðursveit átti 50 ára afmæli 10. júní s. 1. Hann er af góðum skaftfellskum ættum kominn og hefur alið allan sinn aldur að Hala, sem er eitt býlið í Breiðabólsstaðartorfunni í Suðursveit, landnámsjörð Hrol- laugs Rögnvaldssonar. Steinþór átti ekki kost neinn- ar skólagöngu í æsku frekar en þá var títt. Hann lærði að lesa, skrifa og reikna, en á þennan grundvöll hefir hann byggt með sjálfsnámi, enda blandast eng- um hugur um, sem spjallar við Steinþór, að hann fylgist vel með, er prýðilega greindur og vel ritfær. Hann er kvæntur Steinunni Guðmundsdóttur frá Reynivöll- um í Suðursveit. Eiga þau tvö börn, Torfa, er lauk prófi í kennaraskólanum í vor, og Önnu Þóru, sem er húsfreyja í Reykja- vík. Steinþór hefir bætt jörð sína mjög, bæði að ræktun og hús- um. Túnið er allt slétt og töðu- fall hefir þrefaldazt síðan hann tók við búi árið 1915. Þá hefir hann byggt bæjarhús öll og peningshús úr steinsteypu, leitt inn vatn og raflýst. Félagsmál hefir hann mjög látið til sín taka* beitt sér fyrir stofnun lestrarfélags og ung- mennafélags í sveitinni. Hann hefir átt sæti í stjórn Kaupfé- lags Austur-Skaftfellinga frá stofnun þess 1919, verið for- maður búnaðarfélags . sveitar- innar um 20 ár og í stjórn Menningarfélags Austur-Skaft- fellinga frá stofnun þess, að heita má. Steinþór er búhagur í bezta lagi eins og margir Skaftfell- ingar. Hestajárn byrjaði hann að smíða, þegar hann var 12 ára og annaðist eftir það járn- ingar á heimilinu. Yfirleitt er Steinþór að mörgu leyti búinn beztu kostum ís- lenzkra bænda, hann er efna- lega sjálfstæður, frj álslyndur, bjartsýnn og glaðlyndur. Tíminn óskar honum og heim- ili hans allra heilla í framtíð- inni. Trúlofuiiarlirmgar, ræklfærlsgjaflr, í góðu úrvali. Sent gegn póstkröfu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.