Tíminn - 05.08.1942, Blaðsíða 3
85. 1*1 að
miðvikudagina 5. ágúst 1942
335
A N N A L L
„Afmseli.
Ágúst Jónsson, bóndi á Sauð-
holti í Ásahreppi, verður 65 ára
í dag, 5. ágúst. Hann er sonur
Bjargar Eyjólfsdóttur og Jóns
Jónssonar á Heiði í sama hreppi.
Agúst mun fljótt hafa skilist
það , að vilji ungir og efnalitlir
menn komast áfram og verða
efnalega sjálfbjarga, mega þeir
ekki venja sig á athafnaleysi
og hóglífi, heldur hið gagnstæða.
Svo mikið er víst, að hann tamdi
sér og iðkaði fljótt þær dyggðir,
sem eru undirstaðan að efna-
legri velmegun og sjálfstæðri
afkomu í lífinu. Hann byrjar
með tvær hendur tómar, eins
og svo margir á þeim árum, en
fyrir hinn mikla áhuga og dugn-
að, hefur hagur hans og afkoma
batnað með hverju árinu sem
leið, svo að nú hefir hann eitt
stærsta búið og er með efnuð-
ustu bændum sinnar sveitar.
Ágúst er kvæntur Maríu Jó-
hannsdóttur frá Klofa á Landi,
hinni mestu myndar- og merk-
iskonu. Þau hafa eignast 13
börn, 2 þeirra dóu I æsku, en
11 eru á lífi, öll uppkomin og
hin mannvænlegustu.
María er mjög uppbyggilegur
förunautur manns síns og hon-
um samhent við að auka vel-
gengni og sóma heimilisins, sem
er alþekkt fyrir gestrisni, mynd-
arskap og reglusemi í hvívetna,
úti og inni.
Ágúst er stór og karlmann-
legur. Hann var mesti þrek- og
afkastamaður meðan heilsan
leyfði, en nú er hún,- því miður,
farin að bila. Hann er félags-
lyndur, glaðvær og skemmtileg-
ur í samræðum, einbeittur og á-
kveðinn í skoðunum og heldur
fast á sínum hlut, ef því er að
skipta, hver sem í hlut á. Hann
hefir unnið mikið og skilað
stóru dagsverki og með því lagt
traustan stein í byggingu stétt-
ar sinnar og þjóðfélags og gætt
skyldu sinnar í því að halda við
og ávaxta arf feðranna með efl-
ingu landbúnaðarins 1 aukinni
ræktun og bættri aðstöðu til bú-
rekstrar.
Það munu margir vinir og
kunningjar Ágústar í Sauðholti
minnast hans á þessum tíma-
mótum í lífi hans og senda hon-
um hlýjar kveðjur og árnaðar-
óskir með þakklæti fyrir á-
nægj ulegar samverustundir. G.
Jón Helgi Þorbergsson, bóndi
á Laxamýri í Þingeyjarsýslu,
varð sextugur 31. f. m.
Jón er fæddur á Helgastöðum
í Reykjadal, sonur Þorbergs
Hallgrímssonar Þorgrímssonar
frá Hraunkoti og konu hans,
Þóru Hálfdánardóttur Björns-
sonar frá Öndólfsstöðum Ein-
arssonar prests að Arnarvatni
Hjaltasonar. Jón leitaði sér
ungur búfræðimenntunar íNor-
egi og Skotlandi og dvaldist er-
lendis þrjú ár og fór utan þrem
sinnum eftir það til frekari
fræðslu. Hann vann hjá Bún-
aðarfélagi íslands í 10 ár, frá
1909—1919, sem ráðunautur í
sauðfjárrækt og ferðaðist þá
fimm vetur samfleytt um allar
sveitir landsins til þess að leið-
beina bændum og hvetja þá til
umbóta í vali og hirðingu sauð-
fjár. Á þeim árum kom hann
á og skipulagði haustsýningu
hrúta um allt land. Ennfremur
kom hann því til leiðar, að
;bændur komu upþ þróm í hús-
,um sínum til sauðfjárböðunar,
og taldi a& eigi ynnist að fullu
bugur á fjárkláðanum með
öðrum hætti. Hann varð yfir-
ullarmatsmaður á Suðurlandi
er ullarmatið hófst 1916, átti
sæti á Búnaðarþingi um mörg
ár, og stóð fyrir umbótum á
Búnaðarfélagi Garða- og Bessa-
staðahrepps, en það félag kom
á fyrstu garðávaxtasýningu hér
á landi. Hann átti frumkvæði
að stofnun félagsins Landnám
í Reykjavík 1924, sem vann að
skipulagningu nýbýlaræktar
umhverfis Reykjavík. Hann átti
frumkvæði að stofnun Búnað-
arsambands Suður-Þingeyjar-
sýslu 1928 og er formaður þess
enn í dag. Hann hóf 1915 bar-
áttu fyrir því, að farið yrði að
flytja dilkakjötið frosið á ensk-
an markað,
Jón Þorbergsson hóf búskap
vorið 1917. Keypti hann þá jörð-
ina Bessastaði og bjó þar 1 11
ár. Sléttaði hann þar 36 dag-
sláttur í túni. Árið 1928 keypti
hann jörðina Laxamýrl og hefir
búið þar síðan.
Jón hefir ritað og gefið út
nokkur rit um áhugamál sín I
búnaðarefnum og nokkur smá-
rit um stjórnmál, auk fjölda
greina I blöð og tímarit. Hann
var um skeið einn af útgefend-
um búnaðarritsins Freys.
Eins og ráða má af því, sem
hér hefir verið rakið, hefir Jón
verið stórhuga um búskap og ó-
venjulegur áhugamaður um
búnaðarframfarir og dugnaðar-
maður með afbrigðum.
Jón er kvæntur Elínu Vigfús-
dóttir frá Gullberastöðum og
eiga þau sex börn. J.
Dreífíngarkostnaður mjólkurínnar
(Ffamh. af 2. síðu)
hinna, til þess að sú verðjöfn-
un milli búanna náist, er lögin
fyrirskipa. Þetta er gert eftir
því, sem frekast er hægt, og i
því efni stuðst við mánaðarleg
yfirlit um framleiðslu vinnslu-
búanna. En endanlega verður
ekki frá verðjöfnuninni gengið,
eins og áður er sagt, fyrr en
fyrir liggja endurskoðaðir árs-
reikningar allra búanna.
Á meðan allt var með venju-
legum hætti, var hægt að fara 1
nokkuð nærri um þessa hluti.
Þannig nam ársuppbótin frá
Samsölunni, fyrir árið 1938, að-
eins % eyris á innveginn mjólk-
urlítra. Síðan hefir allt verið
erfiðara í þessu efni sem öðr-
um, vegna hins breytilega til-
kostnaðar og verðlags á öllum
hlutum.
Að því er snertir greiðslur til
framleiðendanna frá vinnslu-
búunum, ber á það að líta, að
mjög fer því fjarri, eins og
flestum mun kunnugt, að þau
bú fái greiðslur fyrir vörur sín-
ar jafnóðum eða eftir hendinni,
'sem þeim berst mjólkin. Það
vita því flestir, svo dæmi sé
Inefnt, að ostar verða ekki seld-
i ir strax og búið er að hleypa þá.
jog þó kaupendur kunni að
jgreiða út í hönd, eins og blaðið
segir, þá greiða þeir þó ekki, að
öllu jöfnu, fyrr en þeir fá vör-
una eða þurfa á henni að halda,
en, fyrir því er það venjulegast
svo, að þó t. d. osturinn sé orð-
inn söluhæfur í búunum, verða
þau oft að liggja með hann
mánuðum saman áður en hægt
er að selja hann, en fyrr en það
er um garð gengið, er andvirði
hans ekki handbært til útborg-
unar. Svipað er að segja um
fleiri tegundir mjólkurafurð-
anna.
Ekki er það sýnilegt, að á þvi
geti nokkur endir orðið, hvað
hægt er að setja fram og halda
á lofti af villandi og alröngum
upplýsingum um mjólkurskipu-
lagið og framkvæmd þess. Eitt
dæmi þess er það, að 14. júní
síðastliðinn skýrði Morgunblað-
ið frá því, og hafði það eftir
Ólafi Bjarnasyni, bónda í
Brautarholti, að í maímánuði
síðastliðnum hefði nær öll
mjólkin verið seld sem drykkj-
armjólk. Sannleikurinn í því
máli er sá, að í þeim mánuði
barst búum verðjöfnunarsvæð-
isins samtals 1.561.072 lítrar af
mjólk, en af því seldi Samsalan
og öll búin til saman, aðeins
691.414y2 lítra sem nýmjólk.
Það var því talsvert umfram
helming mjólkurinnar, eða 869,-
657 y2 lítri, sem ráðstafa þurfti
á annan hátt, eða sem vinna
þurfti úr mjólkurafurðir. Hvað
vakað hefir fyrir Ólafi, er hann
gaf þessar upplýsingar, veit ég
ekki, enda skiptir það ekki máli,
en lítið gagn getur bændum
orðið að slíkri fræðslu, svo
naumast getur hún hafa verið
látin í té í því skyni.*)
Ég veit ekki hvers vegna það
þarf svo að vera, að allmargir
þeirra, sem eitthvað hafa að
athuga við mjólkurskipulagið
og framkvæmd þess, virðast
gera það af ásettu ráði að rugla
saman sjálfum m j ólkurlögun-
um, sem Alþingi hefir sett, og
framkvæmd þeirra laga. Þetta
sýnist þó i flestum tilfellum
að vera tvö aðskilin atriði. Ekki
þarf að vera lögunum að kenna
þótt framkvæmd þeirra kynni
að vera eða sé í ýmsu ábóta-
vant. En það er þá heldur ekki
framkvæmd laganna um að
saka, þótt skýlausum ákvæðum
þeirra sé framfylgt, t. d. að því
er verðjöfnunarákvæðin snert-
ir, sem m. a. gera það að veík-
um, að óheimilt er að reikna
sumum bændum neyzlumjólk-
urverð, en öðrum aðeins vinnslu-
mjólkurverð, heldur að allir
taki hlutdeild í hvoru tveggja
að réttri tiltölu. Þetta hlýtur
öllum þeim að vera ljóst, sem
láta sig þessi mál skipta, og
þó er eins og margir þeirra lát-
ist ekki skilja það.
Halldór Eiríksson.
störf verkfræðingasveitanna
eru: Að byggja flotbrýr yfjr ár,
undirbúa sprengingar og sjá
hernum fyrir vatni. Ennfrem-
ur að sjá um dulbúnað (camou-
flage), uppdrætti, vega- og
járnbrautarlagningar og ýmis-
legt fleira.
Merkjadeildin.
Hlutverk merkjadeildarlnnar,
(Signal Corps), er að vera eins
konar tengiliður milli hersins
innbyrðis. Merkjasveitirnar
nota flugvélar, bréfdúfur, mót-
orhjól, allskonar símatæki og
útvarp. Ennfremur búa þær til
alls konar merki og sjá hernum
fyrir skeyta- og ljósmyndatækj-
um. Þær taka ljós- og kvik-
myndir til afnota við kennslu
og æfingar og til sögulegra
minja. Ennfremur hafa merkja-
sveitirnar það hlutverk, að
hlera loftskeytasendingar óvin-
anna, finna sendistöðvar þeirra
og að stjórna miðunarstöðvum
fyrir óvinaflugvélar.
Þjónustusveitir.
Hér að framan hefir einkum
verið rætt um bardagasveitirn-
ar. Þjónustusveitirnar fórna ef
til vill ekki eins miklu blóði á
vígvöllunum, en starf þeirra er
engu að síður erfitt og mikils-
varðandi að það sé af hendi
leyst með stakri nákvæmni og
skyldurækni. Þjónustusveitirn-
ar eru þessar: Deiid herstjórn-
arfulitrúa (Adjutant General
Department), deild herstjórnar-
eftirlits (Inspector General
Department), deild herstjórn-
ariögfræðinga (Judge Advocate
General’s Department), birgða-
deild (Quartermaster Depart-
ment), gashernaðardeild (Che-
mical Warfare Service), og
prestadeild (Corps of Chap-
lains).
Hertjórnarfulltrúinn hefir
með höndum skrásetningu og
sendingu allra skipana, leið-
beininga og fyrirsagna til flokka
eða einstaklinga í hernum frá
hlutaðeigandi yfirvöldum. Hann
hefir ennfremur yfirsjón með
skrifstofum hersins og stjórn-
ar þeim. Póstþjónusta hersins
er ei,nn þátturinn í verkahring
herst j órnarf ulltrúans.
Eftirlitsdeildin hefir með
höndum skipulagt eftirlit með
ýmsu í hernum og gegnir jafn-
framt sérstökum eftirlitsstörf-
um. Lögfræðideildin hefir sér-
þekkingu 1 löggjöf hersins og
er til aðstoðar I lögfræðilegum
efnum.
Birgðadeildin veitir móttöku,
geymir og útbýtir klæðnaði og
vistum og sér yfirleitt um hús-
næði hersins. Birgðasveitin sér
þó hernum ekki fyrir vopnum
og skotfærum og einstaka öðr-
um þörfum.í verkahring birgða-
sveitarinnar er ennfremur að
sjá um alla aðflutninga hersins
á landi og sjó, ennfremur alla
liðflutninga . og hefir hún til
umráða mikið af hinum vél-
knúnu farartækjum hersins, þó
ekki skriðdreka, og eina sér-
staka tegund flutningavagna.
Birgðadeildin starfrækir skó-
viðgerðarstofur, uppskipunar-
deildir, brauðgerðir og þvotta-
hús.
Hlutverk fjármáladeildarinn-
ar er að útbýta því fé, sem þjóð-
þingið veitir til hersins.
Hjúkrunardeildin sér um
sjúkrahús hersins og sér um
hjúkrun sjúkra og særðra. —
Hlutverk vopna- og skotfæra-
deildarinnar er að skipa fyrir
um útbýtingu vopna og skot-
færa til þeirra bardaga- og
þjónustusveita, sem styrjöldin á
hverjum tíma er háð með.
Gashernaðardeildin hefir því
mikilvæga hlutverki að sinna,
að vernda allan herinn fyrir
gasárásum, að æfa sérstakar
gassveitir, sjá fyrir reykefni,
gas- og íkveikjuefni og þeim
skotvopnum, sem þarf til að
skjóta þessum efnum.
Störf prestadeildarinnar eru
á sviði félags- og trúarlífslns. Sú
deild vinnur með þrotlausri elju
og atorkusemi að því, að and-
leg velferð hermannanna bíði
ekki skipbrot í róti styrjaldar-
innar. Það er hennar mikilvæga
og göfuga starf.
Arnaldur Jónsson.
tltbi'eiðið Trnxaun!
* 25. júlí s. 1. sendi ég Mbl.
fáeinar línur til leiðréttingar á
þessum ummælum Ólafs. í stað
þess að birta þær, notar blaðið
það sem uppistöðu í leiðara
sinn 1. þ. m., til þess, á sinn
venjulega, „sanngjarna“ og
„kurteisa“ hátt, að koma þar að
ýmsu öðru, sem leiðréttingin
gaf ekkert tilefni til. Vitanlega
var hægt að leiðrétta ummæli
Ólafs strax daginn eftir að þau
birtust í Mbl., en þar sem mér
var ekki grunlaust um að þau
stæðu í einhverju sambandi við
kosningarnar, — en ég hafði
enga löngun til að blanda þessu
máli inn í það moldarveður, —
taldi ég það engu máli skipta,
þótt leiðréttingin drægist eitt-
hvað.
Um mánaðarskýrslur þær,
sem Morgunblaðið ræðir um,
vísa ég til smágreinar, er Tím-
inn birti fyrir mig í desember
síðastl.
H. E.
SuðurnesjaxBeiM
éánægðír með
Steíndór
í Alþýðublaðinu 30. f. m. birt-
ist grein eftir Jón Guðmunds-
son í Keflavík, þar sem hann
lýsir hirðuleysi Steindórs Ein-
arssonar, sem annast sérleyfis-
ferðirnar um Suðurnes. Jón seg-
ir, að til ferðanna séu oft not-
aðir hálfónýtir bílar og bílstjór-
ar með minna prófi. Máli sínu
til sönnunar segir Jón frá slysi,
sem áætlunarbifreið frá Stein-
dóri lenti í milli Garðs og Léiru
15. f. m. Ber sú lýsing með sér,
að þetta slys sé fyrst og fremst
á ábyrgð sérleyfishafans.
í niðurlagi greinarinnar seg-
ir Jón:
„Keflvíkingar og Suðurnesja-
menn! Ég beini orðum minum
að endingu til yðar. Er það ekki
skilyrðislaus krafa ykkar, að
sérleyfishafar hafi bíla og bíl-
stjóra í því fyllsta standi, sem
hægt er? Eða viljið þið bíða
þangað til þetta endurtekur sig?
Nei. Ég veit, að ég tala fyrir
munn ykkar flestra, þegar ég
segi: Við viljum, að sérleyfis-
ferðirnar verði teknar af Stein-
dóri og við krefjumst þess. Því
þó svo, að ekki hafi orðið slys
vegna lélegra farartækja hans
fyrr, þá er það sérstök heppni,
því yfirleitt hafa bílar hans ver-
ið svo lélegjr, að til slíks hefði
oft mátt ætlast, sérstaklega á
bílum þeim, er hádegisferðina
hafa haft. Stöndum nú saman,
krefjumst nýs sérleyfishafa og
betri bíla, bíla, sem fara á rétt-
um farartíma, og manns, sem
sérleyfisferðirnar hefir, sem
ekki er dóni og kemur fram eins
og farþegarnir séu hundar, en
ekki menn.“
Þessi ummæli Jóns eru á
reiðanlega orð í tíma töluð. Ber
fastlega að vænta þess, að sér
leyfisnefndin taki þetta mál til
meðferðar og útvegi betri sér
leyfishafa.
Samhand ísl. smnvMmufélmgu.
Tilgangur samvinnufélaga er m. a. að útvega fé-
lagsmönnum góffar vörur meff hagfelldum
kjörum.
Beztu þakkir til ykkar, rrúnir gömlu, góöu
skólabrœður og vinir, sem senduð mér heilla-
skeyti ásamt höfðinglegri bókagjöf í tilefni af
fimmtugsafmæli mínu.
Sigurður E. Guðmundsson,
Engihlíð.
§fl«LIMGAR
milli Bretlands og íslands halda áfram,
eins og að undanförnu. Höfum 3—4
skip í föruíh. Tilkynningar um vöru-
sendingar. sendist
Gullíford & Clark Ltd.
BRADLEYS CHAMBERS,
LONDON STREET, FLEETWOOD.
Oxford buxur
fyrir dömur.
Okaupfélaqiá
Klæffskeravinnustofan Grettisgötu 3.
Hreimlœtkivörur
frá SJÖFN
mæla meff sér sjálfar —
Þær munu spara yff-
ur miklff ómak viff
hreingerningarnar
A O T I Ð
S J A F RJ A R
Stangasápn
O P A L
RÆSTIDUFT
Krystalsápu
P E H L U
ÞVOTTADUFT
A III frá Siðfn
(Framh. af 2. síðu)
manna líklegastan til að nota
öll tækifæri og finna ný ráð og
nýjar leiðir. í heræfingum í
Bandaríkjunum á síðastl. hausti
þótti herstjórn hans mjög lofs-
verð.
Hann er annálaður fyrir þag-
mælsku. Konan hans er sögð
kvarta yfir því, að hún fái hann
aldrei til að ræða um hernaðar-
mál við sig!