Tíminn - 05.08.1942, Blaðsíða 1

Tíminn - 05.08.1942, Blaðsíða 1
| RITSTJÓRI: í ÞÓRARINN ÞÓRARTNSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. RITSTJÓR ASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Llndargötu 9A. Símar 2353 og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSJNGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Llndargötu 9 A. Síml 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA h-f. Símar 3948 og 3720. 26. ár. Reykjavík, mlðvikiulagiim 5. ágúst 1942 85. blað Lærdómsríkl viðtal í Morgunblaðinu Forsætisráðh. skvrir frá „stærstu viðfanAsefnum stjórnarinnar" Hákon VII. sjotugur Mikil hátíðahöld hjá IVorðmönnum víðs vegar nm lieim Hver er ,,þjóðm“ að dómi núver- andi forsætisráðherra? Morgunblaðið birtir samtal við Ólaf Thors forsætis- ráðherra 31. f. m. Samtalið lýsir svo vel stjórnleysinu, sem nú er, og manninum, sem fyrir því stendur, að rétt þykir að það komi fyrir sem flestra sjónir. Ólafur byrjar frásögn sína meö því, að stjórnin hafi haft mikið að gera. „Samt hefir unnizt tími,“ segir hann, „til að athuga nokkur af hinum stærstu viðfangsefnum." Skal nú vikið nokkuð nánara að þessum „stærstu viðfangs- efnum.“ 1. Fólkseklan við landbúnað- arvinnuna. Ólafur segir, að fyrr- verandi ríkisstjórn hafi samið við setuliðsstjórnirnar um tak- mörkun í hernaðarvinnunni. Þetta er rétt. Framsóknar- flokkurinn fékk því til leiðár komið, að þetta var gert. Ólafur heldur síðan áfram: „Reynslan hefir nú skorið úr um það, að þetta hefir ekki komið að fullu gagni, því menn, sem hafa komið frá setuliðs- vinnunni hafa ráðið sig til ann- arrar vinnu, sem annað hvort er arðvænlegri ellegar hefir að öðru leyti fallið þeim betur í geð.“ Já, „reynslan hefir skorið úr.“ Allan seinni hluta þingtímans, þegar samningarnir um tak- í fyrra. Ólafur Thors hefir því ekki gert hér annað en að fylgja því fordæm'i, sem fyrirrennarar hans voru búnir að skapa, þótt ýmsir Sjálfstæðismenn væru því andvígir. Hann hefir enn einu sinni orðið að viðurkenna, að andstæðingar hans hafi haft rétt fyrir sér, en flokksmenn hans rangt. Þótt Ólafur reyni að nota þetta, eins og skrumauglýsingu, mun fæstum finnast það stór- virki, þótt hann fylgi fordæmi fyrirrennara sinna og bæti ekki við fyrri mistök sín, er svipt hafa landbúnaðinn vinnuafl- inu, með því að hækka verðið á síldarmjölinu. Annars er það athyglisvert, að ráðherrann segist hafa gert þetta í samræmi við „sveita- valdið" í Sjálfstæðisflokknum. Var kannske „bæjarvaldið" í Sjálfstæðisflokknum á öðru máli? Því fannst a. m. k. of lágt verð á síldarmjölinu, sem bændur fengu í fyrra. 3. Innheimta útflutnings- gjalds á ísfiski. Þá kemur þessi mörkun í Bretavinnunni stóðu athyglisverða- klausa í viðtal- Hákon VII. Noregskonungur varð sjötiu ára mánudaginn 3. ágúst. Þann dag héldu frjáls- ir Norðmenn hátíðlegan, hvar í heimi sem þeir höfðu aðsetur. Þegar Norðmenn slitu sam- bandi við Svía 7. júní 1905 og Óskar II. Svíakonungur hafði lýst sig andvígan því, að ein- hver ættingja sinna settist að konungdómi í Noregi, var leit- að til Karls Danaprins um að gerast konungur þar. Eftir að þjóðaratkvæðagreiðsla hafði fram farið um stjórnskipun í Noregi og meginþorri kjósenda lýsti sig fylgjandi konungsríki, tók Karl prins boði Norðmanna og sigldi frá Kaupmannahöfn til Noregs með skylduliði sínu og föruneyti 23. nóvember 1905, (Framh. á 4. síöu) Attraeðiir Bergsteinn Ólafs- son Bergsteinn Ólafsson, bóndi á Árgilsstöðum í Hvolhrepp, er 80 ára í dag. Hann er fæddur að Árgilsstöðum 5. ágúst 1862, son- ur Ólafs Arnbjarnarsonar og Þuríðar Bergsteinsdóttur, er þar bjuggu. Bergsteinn hefir verið odd- viti sveitar sinnar í 37 ár, en samfleytt hefir hann átt sæti í hreppsnefnd í 50 ár, og á þar sæti enn, þrátt fyrir hinn háa aldur. Þá hefir hann oft átt sæti í sýslunefnd. Kona Bergsteins er Þórunn ísleifsdóttir frá Kárastöðum. Börn þeirra eru Gissur hæsta- réttardómari og Ólafur og fs- leifur, báðir heima. Bergsteinn er vinsæll af sam- sýslungum sínum, glaður og góðviljaður og hefir jafnan ver- ið gildur bóndi. urinn þess, að jafnframt yrði hafður hemill á óþörfum fram- kvæmdum og stjórnin aflaði sér til þess heimildar. Framsókn- armenn sýndu fram á, að tak- mörkunin í hernaðarvinnunni myndi annars ekki koma að neinum notum. En Ólafur Thors neitaði því, að styðja Slíka ráð- stöfun, þvi að hann óttaðist mótspyrnu striðsgróðamann- anna og kommúnista. Það, sem þessi lánlausi ráð- herra er að skýra almenningi frá, er því þetta: „Reynslan hefir skorið úr um það,“ að mót- staða hans gegn takmörkunum á óþörfum framkvæmdum var hrein vitleysa, eins og honum var líka strax bent á af Fram- sóknarmönnum. Nú staðfestir hann, að það, sem Framsókn- armenn sögðu, sé komið á dag- inn. Það má að vissu leyti teljast þakkarvert, að stjórnin skuli þannig hafa valið sér fyrir „stærsta viðfangsefni“, að sjá þó seint sé fyrri villur sínar og viðurkenna þær. 2. Síldarmjölssalan til bænda. Þar sem luxusbyggingarnar drógu vinnuaflið 1 stórum stíl frá landbúnaðinum og ekki tókst að útvega honum vinnu- afl, varð stjórnin að leita ann- arra úrræða, segir Ólafur Thors. Hann segir síðan: „Eftir að hafa athugað málið gaumgæfilega, sérstaklega í sambandi við umboðsmenn sveitavaldsins í Sjálfstæðis- flokknum, hefir ríkisstjórnin á- kveðið að leggja fyrir Alþingi tillögu til þingsályktunar, sem heimilar ríkisstjórninni að selja síldarmjöl sama verði og það var lægst í fyrra.“ Síðastliðið vor fékk Fram- sóknarflokkurinn þvl til leiðar komið, þótt það sætti harðvít- ugri andstöðu ýmissa Sjálf- stæðismanna, að útlendi áburð- urinn var seldur sama verði og „Hefir hún (þ. e. ríkisstjórn- in) því ákveðið að beita heimild laganna frá 1941 um að leggja 10% útflutningsgjald á fisksöl- una í Englandi.“ í tvö ár hefir Ólafur Thors barizt gegn þessu í ríkisstjórn- inni og neitað að framkvæma heimildina eftir að þingið veitti hana. Hann talaði móti þessu í útvarpsumræðunum um van- traustið, hann talaði á móti því á öllum framboðsfundum í kjördæmi sinu, hann lét Mbl. vera í móti því og í síðustu út- varpsræðunni, sem hann flutti í kosningabaráttunni, mælti mælti hann gegn því að leggja þetta gjald á — það næðist al- veg eins með tekjuskatti. En nú eftir að hann hefir grætt á því nokkra tugi — sennilega hundruð þúsunda kr. — persónulega, að tefja þetta eins lengi og hægt var, finn- ur hann að „sessinn hann er ekki sætur“. Hann veit af yfir- lýsingum blaða, að yfirgnæf andi þingfylgi er fyrir því að sleppa ekki stríðsgróðanum við þetta gjald lengur — og þá flýtir hann sér að éta ofan í sig flest, sem hann hefir sagt um þetta í tvö ár. Það eru vitanlega umbúðir til að leyna ofaníát- inu, að þetta gjald sé nú sér staklega nauðsynlegt, vegna síldarmjölskaupa bænda. Sé það réttmætt að innheimta gjaldið nú, þá hefir það ekki verið síður réttmætt áður. Þriðja „stóra viðfangsefni' stjórnarinnar er því það, að Ó1 afur Thors hefir loksins lagt niður mótþróa sinn í þessu máli. 4. Svo kemur aðal-„stórmál- ið“, sem stjórninni hefir unnizt tími til að hugsa um. „Ríkis stjórnin leggur fyrir Alþingi frumvarp til laga um afnám gerðardómsins“, segir forsætis- ráðherrann. Ástæður: „Hins vegar verður að viðurkenna þá (Framh. á 4. siöu) Erleni ylírlii 4. águst Sigra Þjóðverjar rauða herinn fyrír veturínn ? Gandhi herðir sjálfstæðisbaráttu Indverja Seinustu fregnir herma, að Rússum hafi tekizt — a. m. k. í bili, — að stöðva sókn Þjóð- verja til Stalingrad. Hins vegar hefir sókn Þjóðverja í Kákasus ekki stöðvazt og eiga þeir nú tiltölulega skammt ófarið til olíulindanna í Majkop. Frá sjónarmiði Rússa virðist 3að langtum mikilvægara, að halda opinni flutningaleiðinni um Volgu milli norðurherja og suðurherja sinna en að verja olíulindirnar norðan Kákasusfjalla fyrir Þjóðverjum. Herfræðingar eru nú komnir á 3á skoðun (The Times Weekly 15. júlí), að olíulindirnar í Rú- meníu geti fullnægt þörfum Þjóðverja og olíuskortur þeirra sé því ekki eins tilfinnanlegur og af er látið. Hins vegar skipt- ir það miklu máli fyrir Þjóð- verja, að norðurher Rússa fái ekki olíu frá Kákasus, því að Dað hljóti fljótlega að lama varnir hans. Þess vegna sé það fyrsta mark Hitlers, að komast til Volgu og stöðva þessa flutn- inga. Þess vegna sé það líka markmið Rússa, að halda hin- um miklu olíulindum sunnan Kákasusfjalla og opinni leið- inni þaðan til norðurherjanna 1 fylkingarbrjóst og hyggst að um Kaspíahaf og Volgu. nota hina örðugu aðstöðu Það er þegar þungt áfall fyr- Breta til að ná fullum árangri ir norðurheri Rússa að hafa ai hinni löngu sjálfstæðisbar- misst hinar frjósömu landbún- áttu sinni. Hann hefir nýlega aðarsveitir í Ukrainu og Don- fen8'ið' framkvæmdaráð Kon- héröðum*m. Öflun vista verður £ressflokksins til þess að veita því erfið fyrir norðurherinn. Þó honum heimild til að stjórna væri það tilfinnanlegra fyrir nýrri óhlýðnisbaráttu gegn hann að missa olíuna frá Káka- Bretum> ef þeir leggi ekki niður sus, jöll yfirráð í Indlandi og kveðji Þjóðverjar hafa þegar náð eml5æi;i'isrnenn sína í burtu miklum árangri í sumarsókn-!Þa®an- Þessi samþykkt fram- inni. En meginmarkinu hafa j kvæmdaráðsins verður lögð til þeir enn ekki náð. Það er eyði-;endanleSrar samþykktar fyrir legging rauða hersins. Ef þeir ;miðstjórn flokksins, er kemur ná ekki því marki fyrir haustið,!saman snemma í þessum mán- að rauði herinn verði ófær til. u®n að heyja vetrarhernað líkt og I Óhlýðnisbarátta Gandhis er síðastliöinn vetur, geta land- j1 Því fólgin, að Indverjar hlýði vinningarnir í sumar frekar orð- i enSum fyrirmælum Breta og ið þeim til ógagns en gagns. i ka.upi ekki brezkar vörur, en Þeir eiga þá lengri flutninga tiljbeiti hins vegar aldrei líkam- vetrarvígstöðvanna en áður. j legmm mótþróa. Þessi baráttu Almenningur í Þýzkalandi mun a®ferð hefir oft reynzt Gandhi áður en henni lauk. En þessir landvinningar komu þeim ekki að gagni, því að þeir fengu ekki tíma til að hagnýta þá. Niður- staðan getur orðið sú sama að þessu sinni, ef rauði herinn verður ekki sigraður í sumar. En verði Rússar gersigraðir í sumar, horfir málið öðru vísi við. Ameríska blaðið „Time“ kemst þannig að orði 20. þ. m.: Ef Þjóðverjar vinna fullnað- arsigur í Rússlandi, lengist styrjöldin um ótakmarkaðan tíma; þættinum 1939—41 lýk- ur þá með fullum ósigri Banda- manna. Bandamenn, sem þurfa að ráðast inn í Evrópu Hitlers og berjast á heimavígstöðvum hans, hafa þá stórum örðugri aðstöðu en Hitler hafði í Rúss- landi. Og á sama tíma og þeir þurfa að gera þetta, munu Jap- anir eflast í austri og verða eins erfiðir viðfangs og Þjóðverjar, ef Rússar tapa. Indlandsmálin vekja Bretum stöðugt auknar áhyggjur. Gandhi, sem er orðinn 72 ára gamall og virtist ráðinn í að draga sig i hlé, er aftur kominn líka finnast nýr vetrarhernað- ur í Rússlandi óglæsileg tilhugs- un, jafnhliða því, að loftsókn Breta eykst og andúðin í her- numdu löndunum eflist. Það er því lífsnauðsyn fyrir Þjóðverja að gersigra rauða herinn fyrir haustið, en hann veitir enn öfl- ugt viðnám. Bandamenn benda á það, að Þjóðverjar hafi í seinustu heimsstyrjöld verið búnir að ná Ukrainu og Kákasus á vald sitt sigursæl og myndi reynast Bretum sérstaklega örðug, eins og sakir standa nú. Gandhi hefir jafnhliða lýst (Framh. á 4. slðu) Þíngið kom saman í gær Það var starislaust Syrsta daginn Hið nýkjörna Alþingi kom saman í gær. Störf hins fyrsta fundar í sameinuðu þingi urðu ekki önn- ur en þau, að kosnar voru nefndir til að athuga kjörgögn þingmanna, sem enginn ágrein- ingur mun þó um. Ekkert ann- að var gert. Virðist þetta benda til, að það sé tilgangur ríkis- stjórnarinnar, sem ræður þess- um vinnubrögðum, að láta störf þingsins vera sem silakeppsleg- ust. Stjórnin virðist m. ö. o. á- kveðin í því, að láta störf þings- ins dragast svo að ekki verði hægt að hafa kosningar fyrr en í vetur. Aukin hætta af loftárásum Tlminn, sem ríkis- stjórnin velur til að sundra samheldni pjóðarinnar Stöðugt berast nýjar og nýj ar tilkynningar frá amerísku herstjórninni um aukin hernað arflug þýzkra flugvéla hér við land. Marg oft hefir komið til vopnaviðskipta milli þeirra og flugvéla Bandamanna við strendpr Norðausturlandsins. Síðastliðinn sunnudag gerði þýzk flugvél sprengju- og vél- byssuárás á eina hernaðarstöð Ameríkumanna á Suðaustur- landi. Allar líkur benda þannig til þess, að loftárásarhættan fari hér vaxandi. Það er líka al- mennt talin mest hætta á loft- árásum hér frá miðjum ágúst og fram í miðjan október. Þennan tíma telur ríkis- stjórnin þó heppilegastann til þess að láta fara fram harða kosningabaráttu, sem ekki get- ur orðið til annars en að sundra kröftum þjóðarinnar. Á víðavangi „VESTURLAND“ OG VETRARKO SNING AR. Blað Sjálfstæðismanna á Vestf j örðum,„Vesturland“ ,krefst sess, að sumarþingið verði stutt og kosið verði aftur áður en haustar. í því tilefni er rétt að vekja athygli blaðsins á þessu: Ríkisstjórnin lét ekki hraða 3Ví að safna saman kjörgögn- um og landskjörstjórn úthlut- aði því uppbótarsætum hálfum mánuði seinna en unnt hefði verið að gera. Ríkisstjórnin kallaöi ekki Dingið saman fyrr en 1 y2 viku eftir að landskjörstjórn hafði úthlutað uppbótarsætunum. Þannig hefir ríkisstjórnin tafið að þing kæmi saman í 3Y2 viku. „Vesturland" getur séð á þessu ',að ríkisstjórnin stefnir að því að hafa vetrarkosningar. ÚRRÆÐI EIRÍKS. Þeir menn, sem ganga erinda Sjálfstæðisflokksins út um sveitirnar, eru auðsjáanlega skelkaðir yfir hinum mikla samdrætti landbúnaðarfram- leiðslunnar. Þeir vita, sem er, að hann er að verulegu leyti sök núv. rík- isstjórnar. Fyrv. ríkisstjórn fékk því til leiðar komið, að fækkað var í setuliðsvinnunni í vor. En það var ekki einhlýtt. Það þurfti einnig að takmarka luxusbyggingar stríðsgróða- mannanna. Fyrv. stjórn vann að því máli, en stjórnarskipt- in komu í veg fyrir, að nokk- uð yrði gert. Hin nýja stjórn vildi hvorki styggja stríðs- gróðamenn eða kommúnista og lét því reka á reiðann í algeru hugsunarleysi. Til þess að reyna að breiða yfir þetta, er Eiríkur Einarsson að burðast við í Mbl, að bera fram tillögur um aukið vinnu- afl handa bændum við heyskap- inn í sumar. Tillaga hans er sú, að ann- að hvort verði fækkað um 700 manns í hernaðarvinnunni eða vegavinnunni. En er nokkur trygging fyrir því, að þessir menn fari í land- búnaðarvinnu? Fara þeir ekki beint í luxusbyggingarnar? Eða ætlar Eiríkur að láta taka þessa menn og flytja þá með valdi í heyskaparvinnu? Heldur hann, að það geti geng- ið, meðan allir aðrir njóta at- vinnufrelsis? Nei, það þarf áreiðanlega annað og meira úr því, sem komið er, en að fækka í hern- aðarvinnunni eða vegavinnunni til þess að tryggja bændum vinnuafl við heyskapinn í sum- ar. Það hirðuleysi ríkisstjórnar- innar, að takmarka ekki luxus- byggingarnar í vor, verður á- reiðanlega seint bætt. JÓHANN JÓSEFSSON. Jóhann Jósefsson birtir ný- lega greinarstúf í Mbl. og segir það rangt hjá Tímanum, að hann sé orðinn illa þokkaður I Vestmannaeyj um. Blað Jóhanns, „Víðir“, skýrði frá því 11. f. m„ að Jóhann hefði „tapað persónulega 198 atkv.“ í kosningunum 5. júli. Getur Jóhann ekki séð á þvl, að hann er orðinn illa þokkað- ur í Eyjum? Dæmalaus þöngul- haus má maðurinn vera, ef hann sér þetta ekki. ÚTHLUTUN BÍLANNA. Bílstjóri skrifar blaðinu: Mbl. krefst þess, að reikningar Mjólk- ursamsölunnar séu birtir mán- aðarlega. Ég er þvi ekki kunn- ugur, hvort þetta sé fram- kvæmanlegt, án aukins mann- afla í skrifstofum fyrirtækis- ins og ekki myndi það draga úr dreifingarkostnaðinum. En ann- að er framkvæmanlegt, án sér- stakrar fyrirhafnar. Það er að yfirmaður bifreiðaeinkasölunn- (Framh. á 4. síöu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.