Tíminn - 05.08.1942, Blaðsíða 4

Tíminn - 05.08.1942, Blaðsíða 4
336 TÍMINN, mifSvfkndagiim 5. ágiist 1942 85. blatS KttnmtcmwtttmmtmtttwwtHmtwtttmtttnmwwnttmmmtmttmttmttHum SÆVOIM de PARÍS mýklr húðina og styrkir. Gcfur heimi yndisfagran lit- blæ og ver hana kvilluiu. NOTIÐ SAVON LT R BÆIVUM Drengjamót í íþróttum var háð hér í bænum í síðastl. viku. Komu þar fram mörg ný íþrótta- mannsefni og tvö ný íslenzk drengja- met voru sett. Annað þeirra setti Skúli Guðmundsson, K. R., í hástökki; stökk hann 1,80 m. Hitt þeirra setti Magnús Guðmundsson, Hafnfirðingur, i stang- arstökki. Stökk hann 3.18 m. Eru þetta mjög góðir árangrar. Knattspyrnumót Reykjavíkur hefst annað kvöld. Öll knattspyrnu- félögin hér í bænum- taka þátt 1 þvi. Trúlofun. í dag opinberuðu trúlofun slna ung- frú Ragnheiður Bjamadóttir (Bene- diktssonar kaupmanns á Húsavík) og Arthur Guðmundsson, fulltrúi hjá Kaupfélagi Eyfirðinga. , Fjöldi fólks fór úr bænum um helgina, þar sem frídagarnír voru tveir, þvi að frídag- ur verzlunarmanna var á mánudaginn. Mun líklega aldrei hafa farið eins margt fólk úr bænum samdægurs. Hátt á annað hundrað manns, sem ætlaði uop í Borgarfjörð, komst ekki með Laxfoss á laugardaginn, því að skipið var orðið fullskipað af fólki alllöngu áður en það átti að leggja af stað. Flest mun þó hafa farið austur fyrir fjall. Lj ósmæðrafélag Reykjavíkur hefir sent bæjarráði áskorun um að þvi verði séð fyrir bíl. Minningarathöfn um Mr. Charles Howard Smith, hinn látna sendiherra Breta hér, fer fram í dómkirkjunni í dag. Ofbeldisverk. Á föstudagskvöldið réðust amerískir hermenn á tvær íslenzkar stúlkur, er voru að koma heim til sín. Vildu þeir fá að fara inn með stúlkunum, en þær vildu ekki hleypa þeim inn. Tókst þeim þó að ryðjast inn. Er stúlk- urnar vildu eigi að heldur þýðast þá, hugðust þeir að beita ofbeldi og meidd- ist önnur stúlkan á höfði í viðureign- inni. Að lokum tókst þeim að sleppa frá ofbeldisseggjunum. Tveir íslend- ingar munu hafa verið í. fylgd með hermönnunum, er þeir brutust inn 1 húsið, en er inn kom, hröktu her- mennirnir þá á brott. — Fyrir fáum dögum réðust og amerískir hermenn að kvöldlagi á íslenzka stúlku, er var í fylgd með enskum hermanni, og mis- þyrmdu henni. Á vföavangi. (Framh. af 1. síðu) ar, Jakob Möller, fjármálaráð- herra, birti yfirlit um úthlutun bifreiða á þessu ári. Þá myndi það sjást, hversu réttlát sú út- hlutun væri. — Tíminn vill taka undir þessa áskorun bílstjórans. Hann myndi meira að segja gera það fúslega fyrir Jakob, að birta þetta yfírlit, svo það geti kom- ið fyrir almenningssjónir. KRÖFUPÓLITÍKIN „SETT í HÁSÆTIÐ". Ungur hagfræðingur, Ólafur Björnsson, hefir birt greina- flokk í Mbl. í seinustu viku. í blaðinu 30. f. m. kemst hann svo að orði um dýrtíðarmálin: „Ein höfuðorsök þeirra erfið- leika, sem nú er við að stríða í atvinnulífi okkar íslendinga, er kapphlaup hinna ýmsu stétta þjóðfélagsins, — jafnt framleið- enda og launþega, um að hagn- ast sem mest á kostnað þjóð- félagsheildarinnar — að inna sem minnst starf afhöndumfyr- ir sem hæsta borgun. Kröfupóli- tíkin var á góðri leið með að skapa hér óstöðvandi verðbólgu, með þeim glundroða, sem hún hefði óhjákvæmilega skapað í atvinnulífi voru, ef hún hefði ekki beinlínis lagt hagkerfi vort í rústir. í meira en misseri hefir ríkisvaldinu tekist að halda þró- uninni i skefjum, með þeim á- rangri, sem öllum er kunnugt. Nú er kröfupólitíkin aftur sezt í hásætið. Með sama áframhaldi eru engar líkur á öðru en stjórnarvöldin missi algerlega taumhald á verðlagsmálunum." Lesendum Mbl. hefir vafa- laust verið hollt að hugleiða það, að undir stjórnaforustu Ólafs Thors voru hömlurnar gegn kröfupólitíkinni numdar úr gildi og hún aftur „sett í hásætið". Þúsnndir vita að g»#an fylgir tráloíunar- hringunum frá SIGURÍÓR. Sent gegn póstkröfu. Sendið nákvæmt mál. Vinnið ötullega fgrir Tímann. Hákon VII. sjötugur (Framh. af 1. síðu) og kom til Kristjaníu 25. dag nóvember. Var honum þar tek- ið af miklum fögnuði. Árið eft- ir, 26. júní, var Hákon VII. — en það nafn tók hann sér, er hann gerðist konungur — og drottning hans, Maud, dóttir Játvarðar VII. Bretakonungs, krýnd í dómkirkjunni í Þránd- heimi. Hákon VII. vann sér ást allr- ar hinnar norsku þjóðar, en nú, eftir að hörmungar ófriðar og erlendrar yfirdrottnunar hafa dunið yfir Norðmenn, hefir hann gerzt þjóðhetja þeirra á meðal. Með hugrekki og djörf- ung tók hann því sem að hönd- um bar, jafnvel þótt óvinirnir sæktust bersýnilega eftir lífi hans meðan hann var enn heima í Noregi, og í útlegð sinni í framandi landi hefir hann með sama kjarki verið óþreytandi forustumaður þjóðar sinnar í erfiðri og harðri baráttu henn- ar fyrir frelsi sínu og sjálfstæði. Aðeins örfáir hinna mestu forn- konunga hafa yfir sér slíkan ljóma í augum Norðmanna í dag sem Hákon VII. En ekki voru það aðeins Norðmenn, er erlendis búa, sem hylltu konung sinn á afmælis- degi hans. Þótt frelsi manna til orða og athafna sé þröngur stakkur skorinn heima fyrir, barst honum samt kveðja frá þeim, er þar þreyja. Þessi kveðja var svolátandi: „Hin stríðandi norska þjóð hyllir konung sinn í dag. Norska þjóð berst leynt og ljóst fyrir sjálfstæði Noregs og þúsund ára gömlum venjum frjálsrar lýðræðisþjóðar, sem grundvölluð er á hugsjón rétt- arsamfélagsins — hins elzta, sem til er í Evrópu. - Konungurinn er orðinn tákn þessarar baráttu. Sem konung- ur er hann fulltrúi þess réttar- grundvallar, er sú stjórn stend- ur á, sem norska þjóðin hefir kosið sér. Vegna persónulegrar stöðu sinnar á þessum tímum hefir hann orðið sameiningar- merki allra Norðmanna. Á 37 ára stjórnarferli hefir hann jafnan verið formælandi grundvallarhugsjóna lýðræðis- ins í ríki Noregs og konung- dæmi. Árið 1905 krafðist hann þjóðaratkvæðis áður en hann tæki konungdóm. Á árum frið- arins, sem á eftir fóru, gegndi hann sem þingbundinn konung- ur og fremsti borgari landsins köllun sinni með trúmennsku og skyldurækni, er aldrei brást. Virðulegur, og rólegur, látlaus og blátt áfram hefir hann í öll þessi ár eflt og treyst erfðir frelsisins og lýðræðisins og þær stofnanir, sem honum hafði verið trúað fyrir. En sá dagur kom, er Noregur krafðist meira, sú stund rann upp, er villimennskan rauf grið á oss og reyndi að eyða öllu því, er vér höfum skapað í meira en þúsund ár. Á þeim degi hikaði hann ekki. Hann hætti lífi sínu fyrir frels- ið og réttlætið, sem honum hafði verið falið til varðveizlu. Þess vegna hata hann nú allir fjendur Noregs, og því elska hann nú allir Norðmenn. Hann hefir verið leiðsögumaður vor: Hann hefir kennt oss að berj- ast afdráttarlaust fyrir hinu frjálsa norska þjóðfélagi, sem grundvallað er á hugsjón rétt- ar og laga. Hin stríðandi norska þjóð fylgir leiðsögu konungs í enn ríkari mæli nú en fyrir tveim árum, og mikil umskipti hafa orðið í baráttu þessarar þjóðar frá því 1940. í dag sjáum vér greinilega ýmislegt, sem mátt hefði gera betur og á aðra lund, en samt þurfum vér ekki að blygðast vor. í þessari baráttu hefir norska þjóðin orðið þess fullvís, hve mikilvægt það er oss, að vér stöndum sem einn mað- ur — um hann. Hin stríðandi norska þjóð á sér aðeins eitt markmið. Vér höfum kosið að lifa eða deyja í baráttunni fyr- ir föðurlandið án alls undan- sláttar. Og því segjum vér í dag: HIN NORSKA STRÍÐANDI ÞJÓÐ GEFST ALDREI UPP! Önnur hernumin lönd heyja ef til vill frelsisbaráttu sína á aðra lund. Vegur vor er einn. í dag þökkum vér konungi vor- um, sem hefir verið oss leið- sögumaður. Forsætisráðherra skýrir frá . . . (Framh. af 1. siðu) staðreynd, að þjóðin hefir neitað að sætta sig við þau lög“. „Þjóðin“. — Hvað á maðurinn við? Tapaði ekki sá flokkurinn, sem hatrammast barðist gegn gerðardómnum, mestu fylgi í kosningunum? Bætti Fram- sóknarflokkurinn, sem djarfleg- ast fylgdi lögunum, ekki við sig 1500 atkv.? Fengu ekki þeir flokkar, sem stóðu að lögunum, yfirgnæfandi meirahluta sam- anlagt? Er hægt að fá skýrari dóm kjósendanna um lögin? Vissulega ekki. Þjóðin? Það virðist því á máli þessa ráðherra vera kommún- istarnir og hinir fylgissnauðu foringjar Alþýðuflokksins. Stjórnin virðist hafa líka far- ið beint eftir fyrirskipunum þessara flokka. Alþýðublaðið upplýsir 2. þ. m., að Alþýðu- flokkurinn hafi verið búinn að tilkynna ríkisstjórninni „að hann myndi bera fram frumv. um afnám gerðardómsins“. Og eitthvað ekki betra hafa kom- múnistar, hinir stuðningsmenn stjórnarinnar, verið búnir að tilkynna henni, því sama dag- inn og Ólafur lýsir yfir, að hann hafi gefizt upp, segir Þjóðviljinn: „Ríkisstjórnin verður að taka skjótar ákvarðanir, ætti hún að leggja til, að gerðardómslögin verið afnumin. Ber henni að gefa út um það yfirlýsingu taf- arlaust--------fáist ekki vissa fyrir því, að stjórnin vilji stefna að slíkri lausn, hlýtur skæru- hernaðurinn að margfaldast allra næstu daga.“ Það þarf því engan að spyrja, hver þessi „þjóð“ er, sem ekki vill sætta sig við lögin. — En ömurlegt er þetta stjórn- arfar, og mikil hörmung er til þess að vita, að ráðherra, sem sagði íslenzku þjóðinni 1 út- varpsræðu eftir síðastliðin ára- mót, að gerðardómslögin væru „merkustu lögin“ um langt ára- bil og „lífsnauðsyn fyrir þjóð- ina“ til að afstýra fjárhags- hruni, — ráðherra, sem taldi það eitt aðalviðfangsefnið, er hann tók við stjórnarforust- unni fyrir tveim mánuðum, að sjá um „röggsamlega" fram- kvæmd þessara laga, — hann skuli nú koma til aðalstuðnings- blaðs síns og flokksblaðs og biðja það að flytja þann boð- skap til þjóðarinnar, að eitt af stærstu viðfangsefnum stjórnar hans sé að fá þessi lög afnum- in. Og svo er þetta verk hins ólánssama ráðherra kórónað með því, að segja að þjóðin vilji ekki lögin, þó að mikill meirihluti hennar hefir lýst sig fylgjandi þeim. Allir vita, að það er aðeins ræfilsháttur og vanmáttur rík- isstjórnarinnar til að fram- kvæma gerðardómslögin, sem hefir orðið þeim að falli. Getur stjórnarfarið orðið öllu spilltara? „Stærsta við- fangsefni" forsætisráðherrans —------GAMLA Btó Söngm* æslkiiimar (Let’s make music) BOB CROSBY, JEAN ROGERS og hljómsveit Bob Crosby. Sýnd kl. 7 og 9. Makleg málagjöld (The Monster and the girl) ELLEN DREW PAUL LUKAS. Börn innan 12 ára fá ekki aðgang. -------NÝJA BtO------ SÖNGLR niRÐINGJANS (Gaucho Serenade) Fjörug og spennandi „Wild West“ mynd. Aðal- hlutverkið leikur hinn frægi útvarpssöngvari og Cowboy kappi, GENE AUTRY Sýnd kl. 5, 7 og 9. Börn innan 12 ára fá ekki aðgang. Það tilkynnist vinum og vandamönnum, að Flnar ISjarnason, járnsmiður, andaðist að heimili sínu, Hringbraut 30, 2. ágúst. Guðrún Ásgeirsdóttir. Hámarksverð á fiski í Reykjavík og Hafnarfirði, gildandi frá 1. ágúst 1942. Nýr þorskur, slægður með haus ................ kr. 0.70 pr. kg. * Nýr þorskur, slægður og hausaður ................. — 0.90 — — Nýr þorskur, slægður og þverskorinn í stykki — 0.95 — — Ný ýsa, slægð með haus ......................... — 0.75 — — Ný ýsa, slægð og hausuð .......................... — 0.95 — — Ný ýsa, slægð, hausuð og þversokrin í stykki. . — 1.00 — — Nýr fiskur (þorskur og ýsa) flakaður með roði og þunnildum ............................... — 1.50 — — Nýr fiskur (þorskur og ýsa) flakaður með roði án þunnilda ................................. — 2.10 — — Nýr fiskur (þoskur og ýsa) flakaður og roðflett ur án þunnilda .............................. — 2.50 — — Nýr koli ....................................... — 2.40 — — Ofangreint verð er miðað við það, að kaupandinn sæki fisk- inn til fisksalans. Fyrir heímsendingu má fisksalinn reikna kr. 0.10 pr. kg. aukalega. Fiskur, sem frystur er sem varaforði, má vera kr. 0.40 dýrari pr. kg. en að ofan greinir. Dómnefnd í kaupgjalds og verðlagsmálum. Leikföng Boltar — Diíhkur — RíUtr — Flugvélar — Stell — Hringlur — Gúmmídgr — Blöðrur — Rellur — Meccano — Saumuhassar — Sparibyssur — Pusli- spil og gmishonur þrautir og spil. K. EINARSSON & BJ0RNSSON. Mýkomið Gardínuefni. Satin. Taftléreft og Lífstykki. D Y N G J A Laugfaveg- 25 Erlent yfirlit (Framh. af 1. síðu) yfir því, að hann myndi hvetja til ítrustu mó’tspyrnu gegn Jap- önum, ef þeir réðust inn í Ind- land. En hann telur ólíklegt, að Japanir geri slíka innrás, ef Bretar hverfa burt úr Indlandi. er að breyta öfugt gegn öllu því, sem hann hefir áður sagt og haldið fram? Hvernig getur nokkur heilbrigð og markviss stjórnarstefna þrifizt undir slíkri forustu? Undir þessari forustu á þjóð- in að byrja nýja, harðvítuga kosningabaráttu, þegar hættan eykst af vaxandi upplausn og stjórnleysi í dýrtíðarmálunum og ögnir styrjaldarinnar færast nær landinu en nokkuru sinni fyrr. Það eru vissulega annarleg örlög fyrir þjóðina að búa við slíkt stjórnarfar. Trúlofunarhringar, Lækifaírisgjafir, i góðu úrvali. Sent gegn póstkröfu. Gnðm. Andrésson gullsmiður. Laugavegi 50. — Sími 3769. Dvöl Dragið ekki lengur að gerast áskritendur að Dvöl, þessu sérstæða tímariti í íslenzkum bókmenntum. — Ykkur mun þykja vænt um Dvöl, og því vænna um hana sem þið kynnizt henni betur. Lesendur! Vekið athygli kunningja yð- ar á, að hverjum þelm manni, sem vill fylgjast vel með al- mennum málum, er nauðsyn- legt að lesa Tímann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.