Tíminn - 13.08.1942, Síða 3

Tíminn - 13.08.1942, Síða 3
88. blað TfMBVlV, fimmtadagiim 13. ágúst 1942 347 A N N A L L Dánardægnr. Kristín Kristjánsdóttir frá Klambraseli í Aðaldælahreppi andaðist 25. júlí s. 1., á sjúkra- húsi Húsavíkur. Kristín var fædd 24. marz 1922, dóttir hjónanna Krist- jáns Jóhannessonar og Þuríðar Þórbergsdóttur í Klambraseli. Kristín dvaldi alla ævi sína heima í foreldrahúsum, nema tvo síðustu veturna, sem hún var á Laugum. Seinni veturinn á hússtjórnarskólanum og lauk námi þar s. 1. vor. Ævistarfið var ekki langt eða margþætt. Venjuleg heimilis- störf og umönnun yngri syst- kina, sem eru mörg, og svo störf í ungmennafélagi. En öll voru þessi störf unnin af frábærri trúmennsku, glaðværð og bjart- sýni. Alls staðar sem Kristín sál. var að verki komu fram hinir góðu eiginleikar hennar, sálargöfgi og drenglyndi, nær- gætni og hjálpsemi við þá, sem næstir henni stóðu. Nú hvílir þungur skuggi yfir þessu góða heimili. Elzta heima- sætan er horfin. Sæti þessarar bjarthærðu, fríðu og glaðværu ungmeyjar er autt. Eftir er að- eins minningin. Björt og hlý, vermandi minning í huga allra, sem áttu samleið með henni á þessum skamma en sólríka ævi- degi hennar. J. F. Nýjar vélar Prentsmiðja Odds Björnsson- ar á Akureyri hefir nýlega tek- ið í notkun tvær nýjar setjara- vélar og eina hraðpressu. Eru vélar þessar hinar fullkomn- ustu í alla staði. í setjaravélun- um er hægt að setja jöfnum höndum með stóru og smáu letri. Verður því lítið um hand- setningu í prentsmiðj unni hér eftir. Hraðpressan er einnig hin fullkomnasta og munu allar þessar vélar auka afköst prent- smiðjunnar að miklum mun. Kosningavísur úr Staðarsveit á Snæfellsnesi. Signi vorrar sýslu drótt sólarljómi fagur. Eftir langa íhaldsnótt upp er runninn dagur. Ótta slær á íhaldið, allar varnir dvína. Thoroddsen þó tali við taglhnýtinga sína. Staðsveitingur. Iliviðimðlð Matarskorturinn f Noregi. London: Fréttaritari Norsk Telegrambyrá í Stokkhólmi skrifar, að matvælaskorturinn í Noregi sé alvarlegur. Jafnvel aðalblað Quislings „Fritt Folk“, segir, að ástandið geti ekki verra verið. Heilbrigðisstjórn- irnar hafa haldið fund og lagt áherzlu á, að skorturinn væri tilfinnanlegar við sjávarsíð- una og færi berklaveiki og barnadauði þar vaxandi. Á verkamannaheimilum aukast barnasjúkdómar, vegna fæðu- skorts, og í Norður-Noregi fær- ist skyrbjúgur í vöxt. „Svenska Dagbladet" í Stokkhólmi segir, að uppskeran í haust virðist ætla að verða góð. Framleiðsla grænmetis og kartaflna muni verða í betra lagi, en hvað gagnar þetta, segir blaðið, ef Þjóðverjar taka allt. Sú er reynzlan frá fyrri árum. (Frá norska blaðafulltrúanum). Er smjörið nú orðið betra en fallbyssurnar? London: Þýzka útvarpið flytur nú daglega hvatningar til bænda að auka mjólkur- framleiðsluna. Er sagt, að þeir þurfi að auka mjólkurfram- leiðsluna um 250 milj. gallona (eitt gallon = 4y2 L). Úr þess- ari mjólk verði eingöngu búið til smjör og myndi það nægja til þess að útiloka allan feit- metisskort. í sumum herteknu löndunum er mjólkurskortur nú tilfinnan- legur. (Frá fréttastofu ame- ríska hersins). Margir munu í þessu sam- bandi minnast þeirra ummæla Görings fyrir nokkrum árum, að fallbyssur væri betri en smjör. Ný byssa hjá Bretum. Bombay: Bretar hafa tekið í notkun í Egiptalandi nýja varn- jarbyssu gegn skriðdrekum. Ein ;herdeild, sem ræður yfir 16 Jslíkum byssum, hefir eyðilagt ,71 þýzkan skriðdreka. Foringi jhennar segir, að Bretar gætu j stöðvað allar árásartilraunir ‘Þjóðverja, ef þeir hefðu nóg af slíkum byssum. (Frá fréttastofu ameríska hersins). Fangelsanir í Noregi. Stokkhólmur: — Fangelsun heldur áfram í Noregi, einkum i Þrændalögum, þar sem Þjóð- verjar reisa öflug virki. Um 32 verkamenn, sem vinna við flug- völlinn í Vernes, hafa verið fangelsaðir fyrir óhlýðni. Munu þeir dæmdir eftir þýzkum her- lögum, þar sem þeir unnu í þágu Þjóðverja. (Frá norska blaðafulltrúanum). að gengislækkun sé líkleg leið til að halda kaupgjaldi, sem nú sé orðið allt of hátt, í skefjum. Nú þykir mér skammsýnin kasta fyrst tólfunum. Hvernig getur nokkrum hugsandi manni til hugar komið, að léttara verði að halda niðri kaupgjaldi, er búið er að fella krónuna en á meðan hún var í hærra gildi. Vinnuveitendur virðast engan hemil hafa haft á kaupgjaldi meðan krónan var há, sem þó sýnist að ekki hefði átt að vera þeim ofraun, en nú ætla þeir sér að fara að gera nær því kraftaverk. Hvílíkt óvit! Geng- isfallinu fylgdu þegar nýjar kaupkröfur. Hvað skal þá gera? Til mála gæti komið, að skipuð yrði nefnd óhlutdrægra manna, er rannsökuðu, hve hátt kaup framleiðendur til sjávar og sveita megnuðu að greiða ár hvert, þannig að allt bæri sig, og síðan lögákveða þá kaup- hæð. Engum er hættulegra en verkalýðnum sjálfum, ef allt atvinnulíf fer í strand. Því er ekki rétt að kalla þetta harð- leikni. Enginn getur sagt með sanni, að formaður Framsókn- arflokksins, Jónas Jónsson, hafi hingað til viljað vera ósgmn- gjarn, því síður fjandsamlegur í garð verkalýðsins. En líkt og allir aðrir vitrir menn heldur hann því nú fram í ræðu og riti, að öll framleiðsla verði að bera sig, ef hún á ekki að enda í fullkomnu strandi. Þetta er og næsta auðskilið mál. En ef kaup verkalýðs yrði lækkað, þyrfti á hinn bóginn að bæta honum það upp með lengri vinnu. Þetta ætti togaraeig- endum og útgerðarmönnum að vera létt, ef kaupið hefði lækk- að, enda ættu allir að keppa að því að verkamenn hefðu næga atvinnu. ; i» : 6.' 8 i; || 1 3. Framleiðendur til sjávar og sveita. Ég hefi orðið þess var, að tekizt hefir að hamra því inn í allmarga sveitabændur, að gengislækkun hlyti að verða öflugt lið til viðréttingar hvers kyns framleiðslu. Það er því bezt að rannsaka þetta, ef haldin augu þeirra kynnu að lúkast upp við það. Af gengisfalli leiddi það að vísu, að framleiðendur fengu talsvert fleiri krónur fyrir vör- ur sínar. En jafnframt hljóta allir að sjá, að erlend vara, sem landsmenn þurfa að kaupa til búa sinna og ekki verður hjá komizt, hlýtur að stíga jafn- mikið í innkaupi og þó að lík- indum meira en gengisfallinu nemur. Hingað til hafa bændur skipzt í þrjá flokka, nefnilega þá, sem ekki hafa getað greitt ársúttekt sína um áramót, og þeir eru margir, ennfremur þá, sem hafa getað greitt hana að fullu, og þeir eru nokkrir, og í þriðja lagi þá, er hafa meira innlegg en úttekt, og eru þeir fæstir. Þeir sem verst eru stæð- ir, fyrsti flokkurinn, hljóta augsýnilega að tapa á gengis- lækkuninni, því sá hluti út- tektarinnar, sem lendir í skuld (Framh. á 4. slðu) Somerset Maugham Leikritið, sem hann taldi ekki þess vert að skrifa, færði honum fimmtung miljónar dollara í aðra hönd. Hvert myndi vera bezta leikrit heimsbókmenntanna? Þegar efnt var til leynilegrar atkvæðagreiðslu meðal merkustu gagn- rýnenda New Yorkborgar um hver væru tíu beztu leikritin, sem í letur hefðu verið færð, hlaut Hamlet, sem ritað var fyrir meira en þrem öldum, flest atkvæðin. En það leikritið, sem varð annað í röðinni, var hvorki Macbeth, Lear konungur né Kaupmaðurinn í Feneyjum, heldur Regn. — Regn, sem greinir frá ofviðrum, kynflokkum, trúarbrögðum og margþættri baráttu á Suðurhafs- eyjum, leikrit samið eftir smásögu Somersets Maughams. Maugham hefir hlotið tvö hundruð þúsund dollara fyrir Regn. Þó tók það hann ekki einu sinni fimm mínútur að skrifa leikritið. Það atvikaðist þannig: Hann skrifaði smásögu, er hann nefndi Sadie Thompson, — Honum þótti ekkert sérstaklega til sögu þessarar koma. En kvöld nokkurt var John Colton í heimsókn hjá honum. Colton langaði til þess að lesa eitthvað, áður en hann gengi til náða. Maugham lánaði honum próförk af Sadie Thompson. Colton fannst mikið til um söguna. Hún hreif huga hans. Hann fór fram úr rekkjunni og tók að ganga um gólf. Þá sá hann í anda þarna um nóttina sjónleik, er hlyti að verða ó- dauðlegur. Morguninn eftir hraðaði hann sér á fund Maughams. — Þessi saga hefir að geyma mikilfenglegan sjónleik, mælti hann. — Ég hefi verið að hugsa um þetta í alla nótt. Mér kom ekki blundur á brá! En því fór fjarri, að Maugham væri hrifinn. — Sjónleik? mælti hann óþýðri röddu. Jú, það kynni að vera, að það væri hægt að semja leikrit eftir henni. Það yrði ef til vill sýnt í sex vikur. En það verður vart ómaksins vert. Nei, alls ekki. — Leik- ritið, sem hann taldi ekki ómaksins vert að semja, færði hon- um þó fimmtung miljónar dollara í aðra hönd. Þegar leikritið var fullgert, höfnuðu ýmsir útgefendur því. Þeir voru sannfærðir um, að það myndi enga athygli vekja. Loksins ákvað Sam Harris að taka það til sýningar. Hann ætlaði ungri leikkonu, Jeanne Eagels að nafni, að leika aðalhlutverkið. En umboðsmaður Maughams var því mótfallinn. Hann vildi, að einhver þekktari leikkona hefði það með höndum. Það fór þó svo að lokum, að Jeanne Eagels varð fyrir valinu og lék Sádie Thompson -af slíkri snilld, að nafn hennar var á allra vörum. — Hún lék hlutverk Sadies fjögur hundruð og fimmtán sinnum fyrir fullskipuðu húsi og gat sér ávallt hinn sama orðstír. Somerset Maugham hefir ritað fjölmargar bækur svo sem Um mannlega ánauð, Máninn og silfurpeningurinn og Litaða blæjan. Hann hefir einnig skrifað mörg og merkileg leikrit. En það leikrit sitt, sem hann gat sér mesta frægð fyrir, færði hann ekki sjálfur í letur. Margir eru þeirrar skoðunar nú, að hann sé frábær snill- ingur. Eigi að síður átti hann við hin kröppustu kjör að búa, er hann hóf rithöfundarferil sinn. Það er ef til vill ótrúlegt — en satt. Maðurinn sem átti eftir að verða miljónamæringur á rit- störfum sínum, aflaði aðeins fimm hundruð dollara á ári hverju fyrstu ellefu árin eftir að hann hóf að birta smásögur og skáld- sögur. Stundum leið hann hungur. Hann reyndi að skrifa for- ustugreinar í blöð og tímarit fyrir ákveðin laun, en það mistókst gersamlega. — Ég varð að halda ritstörfunum áfram, sagði Maugham mér, — sökum þess að þau áttu hug minn allan. Vinir hans tjáðu honum, að það væri fávizka af honum að halda þessu áfram. Maugham hafði tekið próf sem lyfjafræð- ingur. Vinir hans eggjuðu hann mjög á það að segja skilið við gkáldskapinn en gerast lyfsali í þess Stað. En ekkert gat breytt þeim ásetningi hans að rita nafn sitt stórum stöfum í sögu brezkra bókmennta. Bob Ripley, sem frægastur varð fyrir bók sina Þið ráðið, hvort þið trúið því, sagði einhverju sinni við mig: — Maður verður að vinna eins og þræll, án þess að vænta sér fjár né frama, í tíu ár, og verða svo frægur á tíu mínútum. Sú varð raunin með þá Ripley og Maugham. Hér kemur sagan um fyrsta sigur Somersets Maughams. Það hafði mistekizt með eitthvert leikrit í Lundúnaborg, og for- stjóri leikhússins var á hnotskóg eftir leikriti í stað þess. — Hann hafði ekki í huga að setja neitt stórverk á svið heldur aðeins eitthvað, sem gæti gengið, unz næsta leikrit væri tilbúið til sýningar. Hann leitaði í skrifborði sínu og fann þar leikrit eftri Somerset Maugham. Það nefndist Frú Frederich. Það hafði legið þarna í skrifborðinu árlangt. Forstjórinn hafði lesið það og gekk þess svo sem ekki dulinn að það var næsta lítið í það varið. Þó kunni það að geta gengið um nokkurra vikna skeið. Frú Frederich varð fyrir valinu — og hið undarlega skeði. Frú Frederich vakti óskipta athygli. Það var um ekkert meira rætt í allri Lundúnaborg. Enginn enskur leikritahöfundur hafði getið sér slíka frægð síðan Oscar Wilde leið. Forstjórar leikhúsanna í Lundúnaborg kepptust um að fá leikrit til sýningar eftir Somerset Maugham. Hann tók rykfallin handrit fram úr skrifborði sínu. Fáum vikum síðar voru þrjú leikrit hans sýnd í helztu leikhúsum borgarinnar. Nú voru ritlaunin ekki skorin við neglur. Útgefendurnir buðu hver í kapp við annan í verk þessa nýja snillings. Hann var átrúnaðargoð fjöldans. Loksins fékk hann notið sigurs eftir ellefu ára þrotlausa baráttu. Maugham hefir trúað mér fyrir því, að hann skrifi aldrei eftir klukkan eitt. Hann kveðst ekki geta húgsað skýrt, þegar líða taki á daginn. Hann skrifar í regnskýli á þaki húss síns í Ri- vera á Frakklandi, sem er reist í byggingarstíl Máranna. Hann reykir jafnan pípu sína og les heimspekirit í klukkutíma áður en hann tekur til við ritstörfin. Hann kveðst ekki vera hjátrúarfullur. Þó lætur hann prenta mynd af auga á bækur sínar. Sömu mynd getur að líta á diskum fjölskyldunnar. Hún er einnig á ritföngunum og spilunum. Hún er skorin út í arinhilluna og anddyri hússins. En þegar ég spurði hann, hvort hann tryði nú á þetta raunverulega, brosti hann aðeins. ■r Iþróltakennari óskast. Fimleika- og íþróttakennara vantar íþróttafélag Reykjavík- ur á hausti komanda. Umsóknir sendist stjórn félagsins (pósthólf 35, Reykjavík) fyrir ágústmánaðarlok. STJÓMIA. Samband ísl. satnvinnufélttgq. Samvinnumenn! Markmið samvinnufélaga er að sporna við skuldaverzlun og óreiðu í viðskiptum. SIGUNGAR milli Bretlands og íslands halda áfram, eins og að undanförnu. Höfum 3—4 skip í förum. Tilkynningar um vöru- sendingar sendist Cullíiord’s Associated Línes, Ltd. BRADLEYS CHAMBERS, LONDON STREET, FLEETWOOD. SAVOW de PARÍS inýkir ltuðma og styrklr. Gefur henni yndisfagran llt- blæ og ver hana kvilliini. JVOTIÐ SAVON Dt (ígýVj ♦ ITtVRVf P I Ð"t i a"n tutuuttuutituttttuttutt

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.