Tíminn - 22.08.1942, Blaðsíða 4

Tíminn - 22.08.1942, Blaðsíða 4
364 TÍMIM, langardaginn 22. ágnst 1942 92. Mað Útvarpsræða við 3. umræðu um kjördæmamálið í neðri deild (Framh. af 1. síBu) leitunum. — Þannig er leikið sér með sannleikann. Hið rétta er það í þessu máli, að forsætisráðherra mun hafa snúið sér til einhvers Fram- sóknarmanns og beðið hann að taka sæti í nefndinni, en hann óskað að tala við flokkinn um þessa málaleitan, áður en hann svaraði henni. Hefir flokkurinn vitanlega ekkert á móti slíku. En til flokksins hefir aldrei verið leit- að um að tilnefna mann í nefndina. Er því allt ósatt, sem hv. þm. A.-Hún. sagði um þetta hér í gærkveldi, eins og annað flest. Þannig er þá starfað nú að íslenzkum stjórnmálum, þann- ig e'r um þau rætt og þannig er snúizt við vandamálum þjóð- arinnar á því herrans ári 1942, þegar ófriðarhættan grúfir alls staðar yfir, þegar hættumerki kveða við á degi og nóttu í ís- lenzkum bæjum, þegar verð- bólgan og dýrtíðarflóðið vex með degi hverjum, og er á góð- um vegi með að gera allan hinn óvænta stríðsgróða að engu, og eyða þeim innstæðum, sem þjóðin og einstaklingar áttu, þegar framleiðslan dregst sam- an, sem þjóðin á að lifa af, þegar aðflutningar til landsins eru að minnka um helming, og við óttumst að geta tæpast flutt brýnustu lífsnauðsynjar til landsins, þegar flokkar setja metnað sinn í að hafa sem veikasta og óstarfhæfasta stjórn í landinu, og þegar erlent^ her- lið og erlendar stórþjóðir gefa nánar gætur að öllu því, sem við aðhöfumst, og dæirfk þjóð- ina eðlilega eftir því. Hvert spor, sem við stígum nú, get- ur haft óútreiknanlegar afleið- ingar fyrir frelsi okkar, líf og framtíð alla. Ég held, að þjóðin hafi gott af því að horfast í augu við þessar staðreyndir, sjá, hvar hún er á vegi stödd og hvers má af forustunni vænta, ef ekki verður tekið í taumana af henni sjálfri, og það fyrr en seinna. Það er vissulega öllum til tjóns og engum til góða, að þannig sé áfram haldið. Og mig undrar það ekkert, að rík- isstjórnin veigri sér við að taka mikinn þátt í þeim umræðum, sem hér fara fram. Mun hún telja sér heppilegra að ota fram grunnhyggnustu og samvizku- liðugustu skósveinum sínum, til að bera óhróður, níð og ósann- indi á andstæðinga sína, held- ur en að gera þjóðinni grein sinna eigin gerða og verja þau óhappaöfl, sem hún hefir gerst viljalaust verkfæri fyrir. Hið sama ráð tók hún einnig við 2. umr. þessa máls. Voru þá all- ir ráðherrastólarnir auðir í deildinni, og enginn þeirra treystist til að verja það mál eða ræða það, málið, sem hún taldi sitt eina verkefni að leysa. Því miður fyrir hæstv. ríkis- stjórn, hafa þessir þjónar hennar dregið upp skýrari mynd af eymdinni og ábyrgð- arleysinu í gerðum hennar en nokkur andstæðingur hennar hefði getað gert. Þar er aðeins eitt, sem áhugi er fyrir, ná sér niðri á andstæðingum sínum, auka sundrungina, varast allt viðnám í hættunum og erfið- leikunum, og varðveita veika og sem óstarfhæfasta ríkisstjórn. Þetta er ekki fögur lýsing, en ég vil spyrja, hver hefir getað fengið annað út úr þeim ræð- um, sem stuðningsmenn hv. ríkisstjórnar hafa hér flutt? Þeir segjast vilja vinna að vandamálunum, sem nú steðja að, í friði og samstarfi við aðra, einnig við Framsóknar- menn. Skilyrðið er aðeins það, að þeir fái óáreittir að halda áfram hernaði á réttindi sveit- anna, að þeir fái friðarkosning- ar til að laumast að þessu’ fólki og brjóta niður áhrif þess. Þegar þeir sjá, að kjós- endur dreifbýlisins geta enn, þótt seint sé, dregið mikið úr þeim ránsfeng, sem ætlað er að ná af þeim, þá er sagt við þá, ef þið látið' þetta ekki af hendi orðalaust og í friði, þá skulum við halda áfram ófriði, sundr- ung og eyðileggingu í öllum málum þjóðarinnar framvegis eins og hingað til. Við skulum nota meirihluta okkar á Alþingi og í ríkisstjórn til að hafa allt stjórnarfar sem veikast og koma á sem mestu öngþveiti, og kenna svo ykkur um allt saman, þegar óhöppin dynja yfir. — Það skipti engu máli, þó að við höfum öll ráð í hendi okkar, þrjá fimmtu hluta Al- þingis, ríkisstjórn og getum ráðið öllu, sem við viljum. Ef illa fer, skal ykkur, sem engu ráðið, og sem við ætlum sér- staklega að eyðileggja, ykkar sök skal allt verða, sem miður fer. Gott dæmi um þetta er vinnustöðvun sú, sem nú er hér við höfnina. Þjóðviljinn segir í dag, að ameríska herstjórnin hafi tilkynnt, að hún muni taka uppskipun úr skipunum í sín- ar hendur í dag, ef vinna verði ekki hafin tafarlaust. í gær heyrðuð þið fulltrúa flokka ríkisstjórnarinnar miklast yfir því, að þeir gætu ráðið fram úr öllu slíku með frjálsum samn- ingum við atvinnurekendur og verkamenn, — og þeir væru að gera það nú. En í dag segir svo Þjóðviljinn, að tilraunin hafi ekki borið árangur. Þegar þeir eru sjálfir búnir að espa alla upp í hið taumlausa kapphlaup, þá ,er Framsóknarmönnum fyrst og fremst kennt um, að svona fer, gerðardómnum, sem þegar er af numinn, og mönn- unum, sem þeir sögðu í gær, að helzt mættu ekki koma nærri slíkum samningum, og hafa heldur ekki gert það. Það, sem háttv. stjórnarsinn- um gremst mest af öllu er ekki það, að samvinna og samstarf getur ekki tekizt, til að vinna gegn hættunum og upplausn- inni af hinu þjóðhættulega kapphlaupi um stríðsgróðann, sem öllum hugsandi mönnum er orðið fullkomið áhyggjuefni, heldur hitt, að þeir skuli ekki geta gert Framsóknarflokkinn meðábyrgan í því þjóðhættu- lega stjórnmálastarfi, sem þeir reka nú. Framsóknarmönnum er hins vegar alveg ljóst, að þeir eiga ekkert erindi um borð í hið dauðadæmda stjórnarskip, sem lætur reka beint upp í klettana og á skerin framundan. Framsóknarmenn eiga ekki er- indi á þá fleytu fyrri en þeim hefir tekizt að vekja þá, sem um borð eru, sýna þeim fram á hættuna og fá þá til að breyta um stefnu og halda fleyinu á floti gegnum ósjóina og áföll- in, sem eru að ríða yfir. Þeir þekkja ábyrgðartilfinnirigu og starfhæfni þessarra manna og flokka, ef kosningar eru á næstu grösum, og þeir muna hversu fór um samstarfið í vet- ur, er kosningar nálguðust, fyrst bæjarstjórnarkosningar og síðan kosningar til Alþingis. Hversu forráðamenn Sjálfst.fl. snerust eins og skopparakringl- ur í kringum höfuðmálin, sem leysa þurfti, sögðu eitt í dag og annað að morgni, höfnuðu stuðningi og ábyrgu starfi, til að svíkjast síðan frá öllu næsta dag. Og hversu foringjar Jafn- aðarinanna reyndu að sitja um tækifæri til að smeygja sér undan ábyrgð og „draga mann sinn út“ úr ríkisstjórninni, og létu loks leiðast til að heimta grunnkaupshækkanir í kapp við kommúnista, þótt þeir hefðu áður lýst því, meðan þeir áttu til rólega yfirvegun, að grunn- kaupshækkanir væru ekki ósk verklýðsfélaganna, og dýrtíðar- flóðið væri engum hættulegra en verkamönnum. Þetta er allt í fersku minni og engir geta því síður talað um en þessir flokkar, svo mark sé á því tek- ið, að hægt sé að vinna að öllu í sameiningu og til bjargræðis, þrátt fyrir kosningahríð fram- undan. Enda lýsir taugaóstyrk- ur og hugarfar það, sem fram • hefir komið hjá þessum flokk- um í umræðum þessum, nægi- lega ljóst, að ég.hygg, hve mik- ið mark er takandi á þessu hjali og blekkingum. Og ef tekið er nærtækasta dæmið: Rufu ekki þessir flokk- ar samstarfið á síðast liðnum vetri og stofnuðu til ófriðar, | eingöngu í þeim tilgangi, að reyna að bæta flokksaðstöðu Aðvörun. Vegna fyrirsjáanlegra húsnæðisvand- ræða hér i Reykjavík á hausti komanda er fólk, sem búsett er utan bæjarins, al- varlega varað við að flytja hingað hú- ferlum, án þess að hafa fyrirfram tryggt sér húsnæði á löglegan hátt. Það skal sérstaklega tekið fram, að samkvæmt lögum nr. 126, 9. des 1941, er bannað að leigja húsnæði í bænum öðr- um en heimilisföstum innanbæjarmöim- um, og ennfremur er, samkvæmt sömu lögum, bannað að segja leigjendum upp húsnæði til þess að rýma fyrir húseig- endum er eignast hafa húsin eftir 9. sept. 1941. GAMLA BÍÓ- Það skeði aftur ( REMEMBER ? ) ROBERT TAYLOR, GREER GARSON, LEW AYRES. Sýnd kl. 7 og 9. Framhaldssýning 3V2-6y2: Hinir seku afhjúpaðir (Numbered Woman). SALLY BLANE og LLOYD HUGHES. Börn fá ekki aðgang. r-~ -NÝJA BÍÓ . Undraverður lögreglumaður (The Amazing Mr. Willi- ams). Gamansöm leynilögreglu- mynd. Aðalhlutverkin leika: MELVYN DOUGLAS Og JOAN BLONDELL. Aukamynd: íslands kvikmynd Náttúrufegurð, atvinnulff. (Sýnd að tilhlutun Ferða- félags íslands). Sýnd kl. 5, 7 og 9. Frú Gerd Grieg: Norskt kröld í Iðnó annað kvöld kl. 8: Finsöngur — upplestur — leiksýning. 2 þættir úr HEDDA GABLER, eftir Ibsen. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4—7 í dag. Búast má við því, að vegna brýnnar nauðsynjar, verði óhjákvæmilegt að kæra til refsingar alla þá, er hafa brotið eða kunna að brjóta ákvæði húsleigu- laganna, sérstaklega ákvæðin um leigu á húsnæði til utanbæjarmanna. HúsaleiguneindiníReykjavík sína, með stjórnarskrárbreyt- ingu? Eru slíkir menn líklegir til að leggja flokkshagsmuni og flokkssjónarmið til hliðar í kosningum, ef fram fara, til að tryggja samstarf og treysta á- tök þau, sem gera þarf, til að einhverju af áföllum þeim, sem nú steðja að, megi verjast? Ég spyr og ætla engum þingmanni og engum áheyranda minna sé ofraun að svara og draga réttar ályktanir. Einn ræðumanna hér í gær- kvöldi, hr. 4. landskj., Áki Jak- obsson, var að minnast á Frakk- land, áður en hrunið kom þar. Vildi hann líkja Framsóknar- flokknum við einn merkan stjórnmálamann, Daladier, sem gerði síðustu tilraun til að sam- eina þjóðina og mynda ábyrga stjórn, sem væri megnug að verjast utan að komandi hætt- um. En hann gleymdi að minn- ast þar á hlutverk tveggja að- ila, sem grófu einkum undan öllum slíkum tilraunum: kom- múnistana annars vegar, sem þá litu einkum til þess, að bandalag var þá milli Rússa og Þjóðverja, og höfðu línu sam- kvæmt því, — og auðmanna- klíkurnar hins vegar, sem vildu líta á nazistana þýzku, sem bandamenn sína en ekki óvini. Báðir þessir aðilar unnu saman að því, að hindra tilraunir með sterkt stjórnarfar. Baráttan innbyrðis var sett ofar barátt- unni við hætturnar utan að, — og því fór sem fór. Ég vona, að ekkert svipað sé að gerast hér. En óneitanlega vekur það marga menn til um- hugsunar, að kommúnistarnir hér styðja stjórn stríðsgróða- manna og auðmanna hér á landi. Hafa allt ráð hennar í hendi sér, og segja, að þeir geri það einkum til þess, að viðhalda veiku stjórnarfari og verjast því, að starfhæf og styrk stjórn geti myndazt. Til þess var inn- anlandsófriður hafinn, og hon- um enn haldið við, þótt hætt- urnar utan að og innan að séu orðnar geigvænlegar. — Og nú virðast helztu ráðstafanir þess- ara flokka vera þapr, að reyna að koma af sér ábyrgðinni af því, sem miður fer, afleiðingum verka sinna, og kenna þeim um, sem þeir hafa tekið ráðin af, og sem alvarlegast vöruðu við þeim leiðum, sem farnar hafa verið og fárnar eru enn, og hafa neitað að hverfa inn á þær. Þetta höfum við viljað benda þjóðinni á til athugunar, því að ekkert er hættulegra en að ganga í blindni á háskalegri leið. Og ég hygg, þó að mér og okkur Framsóknarmönnum hafi ekki tekizt að skýra þetta eins og vert er, að ræðumenn úr stuðningsflokkum ríkis- stjórnarinnar hafi ljósast sýnt með ræðum sínum, hver á- byrgðartilfinning ríkir þar, hve ljós skilningur á hættum, hve einlægur vilji til samstarfs — og hve auðnuríkt hugarfar til að gera það, sem skyldan býð- ur, og helzt má nú'að gagni koma. En ef sá skilningur fæst, skilningur á því, hvar mein- semdin er, sem nú er háskaleg- ust íslenzku þjóðinni, þá mun þjóðin vissulega ennþá eiga bæði manndóm, þrek og vilja til að gera háskaöflin óskaðleg, en slíkt má vissulega ekki drag- ast lengi úr því, sem komið er. öngpveití í hús- næðismálum (Framh. a) 2. siOu) vill þeim, sem verst eru úti, það til happs, að kosningar eiga að fara fram í haust, svo að borg- arstjóri sjái ekki annað vænna, en að taka á sig einskonar „hitaveituröggsemi" til þess að bjarga því sem bjargað verður? Hvað sem kann að verða gert, er' það þó víst, að undanfarið. andvaraleysi kemur hart niður á mörgum um veturnætur. Niðurlag. Síðan framanritaðri grein var lokið, hafa Alþýðublaðð og Morgunblaðið látið til sín heyra um húsnæðismálin. Mbl. segir frá umræðum í Bæjarráði og fyrirætlunum bæjarvaldanna. Er talið að um 2000 utanbæjar- menn hafi komist hér ólöglega í húsaskjól. Góð staðfesting á eftirlitsleysinu. En hvað hyggst Bæjarráð að gera, er það loks vaknar? Hefja rannsókn í mál- inu. En til hvers? Ætlar Bæjar- ráð að reka fólkið út á götuna, eða burt úr bænum? Væri slíkt sæmilegt tiltæki eftir að hafa sofið á verðinum? Þar næst ætl- ar Bæjarráð nú loksins að fara að hamla innflutningi í bæinn og ólöglegri ráðstöfun húsnæð- is. Frekari aðgerða er ekki að vænta þaðan, að því er séð verði. Alþýðubl. (Gunnar Stefáns- son) gerir tillögu í fjórum lið- um. Aðalefni þeirra er þetta: 1. Herlið rými hús. 2. Aðflutt byggingarefni verði tekið til Leiðrétting. í þakkarávarpi því er birtist í síðasta blaði frá vandamönnum Sveins Finnssonar, Eskiholti í Borgarfirði, hafði bæjarnafnið misritast: Espiholt fyrir Eski- holt. Biður blaðið velvirðingar á þessu. byggingar íbúða. 3. Byggingar íbúðarhúsa í stórum stíl hefj- ist þegar. 4. Húsnæði verði tek- ið af utanbæjarmönnum. — Um húsabraskið er ekki ann- að lagt til en að varna utan- bæjarmönnum að kaupa hér hús. Við tillögu G. Stefánssonar athugast: Setuliðið mun þegar hafa rýmt að mestu húsnæði bæjarmanna. — Bygging húsa í stórum stíl úr aðfluttu efni kemur naumast til greina, og yrði naumast mikið á undan húsum bæjarins á Melunum. Allar líkur eru til að mjög dragi enn úr innflutningi byggingar- efnis. — Að taka húsnæði af utanbæjarmönnum, sem hafa verið ráðnir til vinnu hjá ýms- um atvinnurekendum bæjarins, væri ómannúðlegt að vetrar- nóttum. Hins vegar væri ekki nema sjálfsagt að taka hús af burgeisum, sem reka fyrirtæki annars staðar á landinu og hafa þar nægilegt húsnæði. Auk þess, sem bent er á í fyrri hluta þessarar greinar, verður Alþingi enn að bæta og auka við húsaleigulögin, eða setja ný lög, sem heimili full- komna húsnæðismiðlun, og fái húsaleigunefnd, eða öðrum að- ila, í hendur fullkomið vald til að miðla öllu íbúðarhúsnæði í bænum. Jafnframt verður að gera róttækar ráðstafanir um sölu og meðferð byggingarefnis og koma gersamlega i veg fyrir framhaldandi húsabrask og ok- ursölur, sem orsaka margfalda bölvun á líðandi tíma, og óvið- ráðanlegt verðhrun og kreppu eftir stríð. Þessara og annarra hald- kvæmra ráðstafana verður al- menningur að krefjast af bæj- arvöldum, þingi og stjórn. Slíkra aðgerða krefst þörf fólks- ins, en ekki þýðingarlausra breytinga á stjórnarskrá og kosningalögum, margfaldra kosninga, illinda og upplausn- ar. Dánardægur (Framh. af 3. síðu) yl og vinarþel streyma frá fólk- inu, sem þar bjó. Kæri vinur, þegar við frétt- um um andlát þitt, var eins og við gætum ekki sætt okkur við það. Þú starfaðir méð okkur, þó að forlögin væru búin að leika þig svo hart, að þú gazt ekki gengið heill til skógar. En minningin um þig mun lifa í hug hvers manns, sem þekkti þig. Þú hefir gefið okkur, sem eftir lifum, fordæmi um það, hvernig við eigum að taka mótlætinu í lífinu. Þú varst hetjan í hópi okkar, hetjan með hinn hreina skjöld. P. J. Eitt mál . u . (Framh. af 1. siðu) Framsóknarmenn fóru gæti- Iega af stað í þessu stórmáli. Þeir studdu Bjarna frá Hólmi nokkuð, þegar hann vann það þrekvirki að raflýsa á annpð hundrað bæi með því að virkja bæjarlækina. Siðar tók Skúli Guðmundsson málið upp á Al- TIVOLI Laugardagur — opnað kl. 7.30. I „Rauðn iiiylluiini46 kl. 8.45 galdramaðurinn, kl. 9.15 Helga Gunnars og Alfred And- résson. Opið til kl. 1. Sunnudagur — opnað kl. 4. Kl. 4.30 galdramaðurinn. Kl. 5.15 Havaisöngvararnir. Eftir kvöldmat Sif Þórs, Alfred Andrésson, Ágúst Bjarnason og Jokob Haf- stein. Drekkið eftirmiðdagskaffið á sunnudaginn í Blýhólkinum. Sunnudagurinn er síð- asti Tivolidagurinn. þingi og reyndi að fá nokkurn fjárhagsstuðning frá stóru raf- veitunum handa dreifbýlinu. Því máli var illa tekið af sam- keppnismönnum. Skúli hélt málinu til streitu þing eftir þing. Bjarni Bjarnason, Jör- undur Brynjólfsson og Pétur Ottesen hafa tekið virkan þátt í sókninni á undangengnum þingum, og þokað málinu í það horf, að allmargir þingmenn vildu byrja að veita nokkurn fjárstuðning til raflagna um byggðirnar. Þá gerist það, að Jón Árna- son, framkvæmdastjóri í Sam- bandinu, leggur til í hópi sinna samherja, að sækja enn lengra fram og segja: Við ákyeðum að leiða rafmagn að öllum byggð- um býlum á landinu. Við leggj- um raflagnir um tiltekin svæði ár hvert, alveg eins og við leggj- um vegi. Ríkið byggir 1 orku- stöðvar, leggur allar leiðslur og selur neytendum rafmagnið með lægsta framleiðslukostnaði þéttbýlisins, þ. e. Reykjavíkur og Akureyrar. Hallann á fyrir- tækinu greiðir mannfélagið. Það er vitneskjan um fjárhags- hlið málsins, eins og það verð- ur tekið af Framsóknarflokkn- um, sem kom Ragnari smjör- líkiskarli og hans nótum til að mynda orðtakið um, að NÚ ÆTTI AÐ RAFLÝSA FÁTÆKT- INA. Rafmagnsmálið er eitt. En um það eru uppi tvær stefnur bornar fram af tveim mönnum. Jón Þorláksson hefir bent á leiðina, að raflýsa öll byggð býli eftir lögmáli samkeppnisstefn- unnar. Á meir en 12 árum hafa 2—3 sveitabæir fengið rafmagn eftir þessari leið. Jón Árnason hefir hafið hina stefnuna. Hún byggir á samábyrgð þjóðfélags- ins. Samkvæmt þeirri stefnu verður jafn skjótt og efni fæst til landsins byrjað að leiða raf- orku um dreifbýli, þorp og kaupstaði, og ekki hætt sókn- inni fyrr en kulda og myrkri er útrýmt úr öllum íslenzkum heimilum. J. J.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.