Tíminn - 22.08.1942, Qupperneq 3

Tíminn - 22.08.1942, Qupperneq 3
92. hlað TlMPJTV, lawgarclagmn 22. ágást 1943 363 A N IV Á l L ÍÞRÓTTIR Dánardægui*. Gunnar Sigurðsson, bóndi í Beinárgerði, andaðist hinn 19. júní síðastl., að heimili sínu í Beinárgerði á Völlum, eftir stutta legu. Gunnar var fæddur í Beinárgerði 1891 og varð því rúmlega fimmtugur. Ævisaga þessa manns er merkileg og að mörgu leyti einstæð. Hún er hetjusaga og fyllilega þess virði, að á lofti sé haldið, þó að ekki sé hægt að gera henni nema lítil skil í stuttri minningar- grein. Þegar farið er upp Velli, verð- ur vegfarandanum starsýnt á býli, sem er í miðjum Valla- hreppi Það stendur undir skógi- vaxinni hlíð móti vestri. Þessi bær er Beinárgerði. Og ekki minnkar athyglin, þegar heim er komið. Fallegt steinhús og skrúðgarður fyrir framan húsið, einn af allra fegurstu görðum á Héraði. Slétt og fallegt tún og allt umhverfis bæinn með afbrigðum snyrtilegt. Hús- bændurnir, Gunnar og kona hans, hafa gert garðinn frægan. Gunnar átti við mikið heilsuleysi að stríða um dag- ana, lá margar og langar legur bæði á sjúkrahúsum og heima hjá sér. Mörgum varð það minnisstætt, er heimsóttu hann, hvort heldur á sjúkra- húsum eða í legum heima, hve hann var glaðvær og reifur og bjartsýnn. Aldrei heyrðist æðruorð. Hann var ásáttur að taka því, sem að höndum bar, með stillingu og ró. . Gunnar komst yfir fyrsta vanheilsu- kaflann. En hann var ekki samur maður framar. Hann varð að ganga við staf, eins og myndin sýnir, þar sem hann stendur og heldur i tauminn á eftirlætishestinum sínum, Fáki. Þessi hestur bar hann, hvenær sem hann þurfti að fara út af heimilinu, en hann þoldi ekki 'að ferðast nema í söðli. Ætla mætti, að nú hefði verið nóg lagt á þennan mann. En þraut- ir hans voru ekki á enda. Fyrir rúmum sex árum fékk Gunnar lömunarýeikina ofan á allt, sem á undan var gengið, og lá þá lengi rúmfastur. En hann komst einnig yfir þessi veikindi. Þó var hann nú orðinn enn fatl- aðri en áður, því að fæturnir voru báðir lamaðir. Þá fékk hann stólinn, sem hann sat jafnan í upp frá því og vann í. í stólnum ferðaðist Gunnar út og inn, ók sér sjálfur áfram með handafli. Síðari myndin er tekin af honum í stólnum, og ' yngsti drengurinn hans stendur við hlið hans. Ætla mætti, að kjarkurinn hefði nú bilað í lífsbaráttunni. En það var öðru nær. Gunnar Meistaramól I. s. í. Meistaramót f. S. í. fór að mestu leyti fram síðastliðinn laugardag og sunnudag. Þrátt fyrir .mjög .óhagstætt .veður hófst mótið stundvíslega. Eftir að keppninni lauk í hverri grein fór fram afhending verðlauna, sem 3 ungar stúlkur úr K. R. önnuðust, en K. R. sá um mótið að þessu sinni. Á laugardaginn og sunnudaginn kemur lýkur' mótinu með keppni í 10.000 m. hlaupi og tugþraut. Þrír hlutskörpustu mennirn- ir í hverri grein urðu þessir: 200 m. hlaup: 1. Jóh. Bernhard K.R. 23,7 sek. 2. Brynj. Ingólfss. K.R. 24,2 — 3. Baldur Möller Á. 24,6 — Hástökk: 1. Jón Hjartar, K.R. 1,65 m. 2. Ingólfur Seinss. f.R. 1,60 — 3. Magnús Guðm.s. F.H. 1,60 — Kúluvarp: 1. Gunnar Huseby K.R. 14,63 m 2. Jóel Sigurðsson í. R. 12,73 — 3. Jens Magnússon K.R. 11,57 — 800. m. hlaup: 1. Sigurg. Ársælss. Á. 2.04,5 m. 2. Hörður Hafl.son Á. 2.07,6 — 3. Halldór Sigurðss. Á. 2.13,2 — Spjótkast: 1. Jón Hjartar K.R. 52,27 m. 2. Jóel Sigurðss. Í.R. 47,83—. 3. Anton Björnss. K.R. 43,32 — 5000 m. hlaup: 1. Árni Kjartanss. Á. 17.03,0 m. 2. Indriði Jónss. K.R. 17.09,8 — 3. Jónatan Jónss. Á 18.48,4 — Þrístökk: 1. Oliver Steinn, F.H. 13,36 m. 2. Jón Hjartar, K.R. 12,64 — 3. Ulrich Hansen, Á. 12,27 — Á sunnudag var keppt í þess- um greinum: 100 m. hlaup: 1. Oliver Steinn, F.H. 12,1 sek 2. Jóh. Bernhard, K.R. 12,2 — 3. Brynj. Ingólfss. K.R. 12,4 — Kringlukast: 1. Gunnar Huseby,K.R. 38,84 m. 2. Ól. Guðmundss. Í.R. 37,94 — 3. Sigfús Sigurðss. Self. 31.45 — Stangarstökk: 1. Magnús Gum.s. F.H. 3,00 m. 2. Sig. Steinsson í. R. 3,00 — 3. Kjartan Markúss. F.H. 3,00 — 1500 m. hlaup: 1. Árni Kjartanss. Á. 4.29,8 m. 2. Hörður Hafliðas. Á. 4.30,0 — 3. Sigurgísli Sig. Í.R. 4.31,4 — Sleggjukast: 1. Vilhj. Guðm.s. K.R. 41,34 m. 2. Helgi Guðm.s. K.R. 38,45 — 110 m. grindahlaup: 1. Jóh. Jóhanness. Á. 19,0 sek. Jóhann keppti einn. Aðrir mættu ekki. 400 m. hlaup: 1. Brynj. Ingólfss. K.R. 53,4 sek 2. Sigurgeir Ársæls. Á. 53,7 — 3. Jóh. Bernhard, K.R. 55,5 — Langstökk: 1. Oliver Steinn, F.H. 6,57 m. 2. Sverrir Emilss. K.R. 6,19 — 3. Rögnv. Gunnl.s. K. R. 5,98 — hélt áfram að vinna fyrir heimili sínu. Eftir að hann varð bundinn við stólinn, tók hann að stunda söðla- og skósmíðar og fórst það vel úr hendi, þó að hann hefði aldrei lært þær iðn- ir. Gunnar var með afbrigðum vandvirkur maður, hvar sem hann lagði hönd að, og af- kastamikill, meðan hann hafði heilsu. Gunnar var greiðugur og hjálpsamur og vildi hvers manns vandræði leysa. Hann var félagslyndur maður og lét til sín taka ýmis félagsmál sveitarinnar, þó verður okkur sveitungum hans sérstaklega minnisstætt, hve hann lét sér annt um félagsmál æskunnar, þar- vau hann lífið og sálin, og á hann manna mest þakkir fyr- ir það, að ungmennafélagsskap- ur hefir ekki með öllu dáið út hér í sveitinni. Gunnar var einn af þeim mönnum, sem Viðnýall Afmælisrit gefið út í minningu sjötugsafmælis Dr. Helga Péturss með formála eftir Jónas Jónsson og greinum eftir Árna Óla blaðam., Jónas Guðmundsson forstj., Hallgrím Jóns- son skólastjóra, Jakob Líndal, Lækjamóti, og Bjarna Bjarnason, Hornafirði. Aðalefni bókarinnar er þó eftir dr. Helga sjálfan og skiptist í þessar greinar: 1. Af sjö- tugs sjónarhól. 2. Afstaða jarðlífsins í alheimi, 3. Frum- saga mannkyns og framsaga, 4. Hvað framundan er, eða gæti verið, 5. Carmen, 6. íbúar stjamanna og vér hér á jörðu, 7. Vísindi og trú, 8. Líf og ást, 9. Arthur Schopenhauer, 10. Úrslitavandinn, 11. Framtíð Reykja- vikur, 12. íslenzkt ljós yfir egiptska gátu. 13. Nauðsyn Nýalsstefnunnar, 14. Stjörnulíffræði og kristin trú, 15. Upprisusagan og sigurinn á dauðanum, 16. Fjöll og fróð- leikur, 17. Skilningur á lífinu. ÞESSA BÓK ÞARFTU AÐ EIGA Dr. Helgi Péturss. Bókaútgfála Guðjóns Ó. Gudjónssonar, sfmi4i69. §máiölnyerð á yindlnm. Útsöluverð á amerískum vindlum má eigi vera hærra en hér segir: Panetelas ...50 stk. kassi kr. 41.40 Corporals ...50 stk. kassi — 37.20 Cremo ... 50 stk. kassi — 37.20 Golfers (smávindlar) ... 50 stk. kassi — 18.50 Do. ( smávindlar) .... ... 5 stk. pakki — 1.85 Piccadilly (smávindlar) .. ...10 stk. blikkaskja — 2.20 Muriel Senators ... 25 stk. kassi — 22.80 Do ...50 stk. kassi — 45.60 Rocky Ford ...50 stk. kassi — 32.70 Muriel Babies ...50 stk. kassi — 27.60 Van Bibber ... 5 stk. pakki — 2.25 Le Roy ... 10 stk. pakki — 4.30 Royal Bengal ... 10 stk. pakki — 3.25 Utan Reykjavikur og Hafnarfjarðar má útsöluverðið vera 3% hærra en að framan greinir, vegna flutningskostnaðar. ATH.: Vegna þess, að kvartanir hafa borizt til Tóbakseinka- sölunnar um það, að verzlanir selji vindla stundum með hærri smásöiuverðsálagningu en leyfiegt er samkvæmt lögum, viljum vér hérmeð skora á allar verzlanir að gæta þess nákvæmlega, að brjóta eigi lagaákvæði um smásöluverðsálagningu og benda þeim á, að háar sektir liggja við slíkum brotum. Jafnframt viljum vér benda almenningi á það, að yfir slíkum brotum er rétt að kæra til næsta lögreglustjóra hvar sem er á landinu. aldrei slitnaði úr sambandi við æskuna. Hann var hugsjóna- maður og bjartsýnn með af- brigðum. Það var skemmtilegt að heimsækja hann. Alltaf var hann jafn glaður og taldi kjark í hvern þann mann, sem þess þurfti með, enda munu fáir hafa farið svo frá Gunnari, að þá langaði ekki að koma til hans aftur. Heimili Gunnars er myndar- legt svo að af ber. Eftirlifandi kona hans er Guðlaug Sigurð- ardóttir frá Hjartarstöðum i Eiðaþinghá, og það má með sanni segja, að hún var stoð og stytta hans í hverju því, sem að höndum bar. Þau hjónin eignuðust sjö börn. Gunnar kenndi börnum sínum sjálfur undir fermingu og sendi þau aldrei í barnaskóla. Þau eru öll mjög mannvænleg. Eins og gefur að skilja eru fjárhagsmálin erfið úrlausnar, þegar bóndinn er sjálfur heilsu- laus, en koma þarf upp stórum barnahóp. En ofan á þá erfið- leika bættust ýmis óhöpp. T. d. brunnu íbúðarhúsin tvisvar sinnum, og I annað skiptið misstu þau hjón allar innan- stokkseigur sínar, svo að naum- ast björguðust rúmföt. Slík ó- höpp eru tilfinnanleg, jafnvel þótt ekki bjáti á að öðru leyti. En þrátt fyrir þetta allt brast Gunnar aldrei kjarkinn. Árið 1938 byggði hann nýtt íbúðar- hús, sem er mjög vandað eftir ástæðum. Síðastliðinn vetur andaðist móðir Gunnars, og var hún jarðsungin í Beiná'rgerði, þar sem sonur hennar hafði fenglð leyfi fyrir heimagrafreit. Nokkr- um dögum áður en Gunnar dó, lét hann ganga frá grafreitn- um, og fór verkið fram eftir hans fyrirsögn, þó að hann væri þá lagstur banaleguna. Gunnar var jarðsunginn að heimili sínu, og var mikill mannfjöldi saman kominn i Beinárgerði þann dag. Athöfn- in fór fram með miklum hátíð- leik í skrúðgarðinum fyrir framan húsið. Það var kyrrð og ró, sem þar ríkti. En er kistan var borin út úr garðinum, tóku fuglarnir í trjánum að syngja. Þessir litlu sakleysingjar voru vinir Gunnars. Þeir vildu sýna þakklæti sitt. Þeir mundu það, er norðannæðingar vorsins geysuðu yfir grund, þá leituðu þeir skjóls í garðinum og fundu (Framh. á 4. tUSu) Tvær riýjar bækur: KATRÍN, saga um unga stúlku, danska i aðra ættina, en norska 1 hina. Katrin er fædd i Noregi, en elst upp 1 Danmörku. Hún fer i skemmtiferð til Noregs, og þar gerist mestur hluti sögunnar. Hún rennir sér á skíðum niður fjallahlíð- arnar, dansar á kvöldin, og lendir í ýmsum ævintýrum. Katrín er eftirlæti ailra stúlkna. HLEKKJUÐ ÞJÓD. Árið 1939 kom út í Danmörku bók eftir rússneskan höfund, Iwan Solonewitsch, sem vakti óhemju eftirtekt. Iwan er lögfræðingur af bændaættum, gáfaður maður og þrekmikill. Hann lýsir lífinu í Rússlandi undir stjóm Kommúnista. Hann lýsir því af elgin sjón og raun. Og lesandanum rennur kalt vatn milli skinns og hörunds, þegar lýst er lífinu i því landi, sem hefir um flmm miljónir manna í fangabúðum, og þó er lífið í fangabúðunum litlu verra en líf og kjör þeirra, sem taldir eru frjálsir menn. Þessa bók þarf hver hugsandi maffur að lesa. Bókaverzlun ísafoldar. Sambtmd ísl. samvinnufélafia. Kaupfélög! Gætið þess, að hafa vörubirgðir yð- ar ætíð nægilega tryggðar fyrir elðsvoða. Innheimtomenn Tímans nm land allt! Vlnnilf eftir fremsta megni að innlieimtn Tím- ans. — GJalddaginn var 1. Júli. IMHEDITA TÍMANS. __ \ __________________ Gleymið ekki að borga T í m a n n.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.