Tíminn - 29.08.1942, Side 1

Tíminn - 29.08.1942, Side 1
V RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. RIT8TJÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargðtu 9A. Símar 2353 og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSENGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Llndargötu 9 A. Síml 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA hi. Símar 3948 og 3720. 26. ár. Reykjavík, laugardagmn 29. ágúst 1942 95. blað Hið gula siðferði stjórnarflokkanna Uppreisn á stjórnarskútunni - hásetarnir hlaupa frá horði Svo ílýja þeír Sjaldan hefir hið GULA SIÐ- FERÐI í stjórnmálum birzt eins átakanlega og á Alþingi í fjrrra dag. Alþýðuflokkurinn og sósíal- istar spönuðu hina grunnfær- ari og ógætnari menn Sjálf- stæðisflokksins í vetur til þess að rjúfa friðsamlegt samstarf um mestu vandamál þjóðar- innar og efna til harðsnúinnar baráttu innan lands. Ólafur Thors og Jakob Möller höfðu gert málefnasamning fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins við Framsóknarmenn. Þeir höfðu heitið því að vinna að lausn þeirra« vandamála, sem ófriður og hernám höfðu fært þjóðinni að höndum, en láta flokksleg deilumál liggja í lág- inni á meðan. Sjálfstæðisflokkurinn rauf þennan sáttmála fyrirvaralaust að japönskum sið Hann girntist svo hinar „steiktu gæsir“ úr tvímenningskjördærnunum, að hann hikaði ekki við að fórna pólitískum drengskap sínum fyrir. Stjórn Ólafs Thors tók við völdum, hin veikasta og um- komulausasta stjórn, er situr eða setið hefir í nokkru landi á ófriðartímum. Hún hafði stuðning Alþýðu- flokksins til að koma fram kjör- dæmamálinu, og hlutleysi sósí- alista, af því að hún væri svo veik, að landið væri sama sem stjórnlausti En stjórnleysi er þeim flokki ákjósanlegur jarðvegur. Svo kemur sú stund, að kjör- dæmamálið er afgreitt á Al- þingi. Og jafnharðan rísa upp full- trúar þessarra stuðningsflokka stjórnarinnar og segja, að nú megi hún fara veg allrar ver- aldar. Þeir þurfi ekki meira á henni að halda. Það er venjulegt atferli götu- drengja að flýja sem fætur toga, jafnskjótt og þeir hafa framið hrekkjabragð eða unnið skelmisverk. , Líkt fer þessum stafnbúum á stjórnarfleytu Ólafs Thors. Þeir geta að vísu flúið, en við ábyrgðina losna þeir ekki. Þeir bera ábyrgð á sköpun þessarrar stjórnar. Þeir bera ábyrgð á upplausninni, scm orðin er í stjórnartíð Ólafs Thors. Þeir bera ábyrgð á því, að þjóðinni er nú á nýjan leik att út í kosningar á hinum erf- iðasta árstíma. Þeir bera ábyrgð á því, að virðingu þjóðarinnar hefir verið misboðið með taum- lausu kapphlaupi um stríðs- gróða. Og þeir bera ábyrgð á vaxandi dýrtíð og verðbólgu, sem gerir sparifjáreign fjölda einstaklinga því nær verðlausa. Frá þessari ábyrgð bjarga þeir sér ekki á flótta. Þann fjanda, sem þeir hafa skapað, verða þeir sjálfir að bera í fé- lagi fyrir dómstóli kjósendanna. „Fall er á flótta verst.“ Norðmenn berjast sem víkíngar Þegar Bandamenn gerðu strandhöggið við Dieppé á Frakklandsströnd á dögunum, tóku norskir flugmenn mikils- verðan þátt í loftbardögunum ásamt flugliði frá öðrum þjóð- um Bandamanna. Tímanum hefir borizt allítarleg skýrsla, frá norska blaðafulltrúanum í Reykjavík, um þátttöku Norð- manna í þessari árás. Þar segir meðal annars: Skömmu eftir strandhöggið við Dieppé sagði foringi brezka flugliðsins við Riiser-Larsen, foringja norska flugliðsins í Englandi: „Þér getið vissulega verið stoltur af piltunum yðar.“ Það voru sveitir norskra orr- ustuflugvéla, sem tóku þátt í þessum loftbardögum. Vitað er um 14 þýzkar flugvélar, sem Norðmennirnir skutu niður og líkur eru til, að þeir hafi eyði- lagt aðrar 14. Auk þess löskuð- ust að minnsta kostl 13 þýzkar flugvélar í viðureigninni. Sex hinna þýzku flugvéla, sem Norð- mennirnir skutu niður, voru sprengj uflugvélar af nýjustu og fullkomnustu gerð, Dornier 217. Hinar 8 voru orrustuflugvélar, Messerschmidt og Focke-Wulf 190. Norðmenn eru að sjálfsögðu stoltir og glaðir yfir , hinum góða árangri, sem varð af þátt- töku þeirra í þessari viðureign, sem er talin vera einhver hin mesta loftorrusta, sem háð hef- ir verið í þessari styrjöld. Einn háttsettur foringi í liði Banda- manna hefir látið svo um mælt, að norsku flugmennirnir séu í fremstu röð meðal flugmanna Bandamanna. Riiser-Larsen, yfirforingi norska flughersins, beindi nokkrum orðum til flug- mannanna á flugvellinum, þeg- ar þeir komu heim úr strand- höggsleiðangrinum. Hann sagði m. a.: „Við erum stoltir af ykk- ur, og þegar ég kem hingað í dag til að færa ykkur þakkir, geri ég það ekki sem foringi flugliðsins, heldur sem Norð- maður.“ Ur víöa veröN Washington, 17. ágúst. Arn- old, yfirmaður ameríska flug- hersins, hefir skrifað Blaire Chennault, yfirmanni ame- ríska flughersins í Kína og lof- að mjög starf orustusveita hans, segir í tilkynningu frá hermálaráðuneytinu í dag. Arnold, flugforingi, skýrði frá því, að alls hefðu 1110 amer- ískar flugvélar háð orustur við 1459 japanskar og skotið niður 190, en misst aðeins 104. Tölur þessar ná ekki yfir amerísku sjálfboðasveitina í Kína, sem hafði skotið niður 218 flugvélar og sjálf misst 84, áður en sveitin var hætt störfum, 4. júlí sl. Þessar tölur eru aðeins um það tjón, sem vitað er með vissu, að báðir aðilar hafa orðið fyr- ir. Flugvélar, sem eyðilagðár hafa verið í sprengju- eða vél- byssuárásum á flugvelli. r r r London, 18. ágúst. — Jimmy Dolittles, flugforinginn, sem (Framh. á 4. slOu) KJördæmamálið var afgreitt á Alþingi í gær. Jafnskjjótt og fiví var lokið risu upp fulltrúar Alþýðuflokksins og Sósíalista og sögðu ríkisstjórjiiuui upp stuðningi. Þeir flokkar, sem hafa staðið að stjórn- arskrá upplausnarinnar, geta ekki hlaupizt frá verki sínu Þeir bera ábyrgð á aflcið- ingunum. Stjórnarskrármálið (kjördæmamálið) var til þriðju og síðustu umræðu í efri deild í gær. Málið hefir farið umræðu- og nefndar- laust í gegnum tvær umræður í deildinni, en síðustu dagana hefir stjórnin ýmist tekið það af dagsskrá eða alls ekki látið það sjást meðal dagskrármála, — hvað sem valdið hefir. — En samtímis hafa blöð Sjálfstæðisflokksins keppst við að út- húða Framsóknarflokknum fyrir, að hann væri að tefja málið og tefja þingstörfin. Mun skömm þeirra manna lengi uppi, er slíku siðleysi beita í málflutningi og framkomu. Áður en lokaatkvæðagreiðsla fór fram um málið, kvaddi for- maður Framsóknarflokksins sér hljóðs og rakti í ítarlegri ræðu sögulegt yfirlit yfir meðferð stjórnarskrárinnar síðan 1931, er Alþýðuflokkurinn með Héðinn Valdimarsson í broddi fylkingar, tók að beita sér fyrir „tækifærisbreytingum“ á stjórnarskránni. Með öðrum siðuðum þjóðum eru breytingar á stjórnarskrá jafn- an vandlega undirbúnar. Alþýðuflokkurinn fer jafnan með það mál, sem SKYNDIVERKFALL. Svo virðist, sem Ásgeir Ásgeirsson hafi tekið við hlutverki Héðins í Alþýðuflokknum. í stað undir- búnings var gerður leynisamningur við Sjálfstæðisflokkinn um breytingar, sem miðuðu að því að eyðileggja Framsóknarflokkinn. Tryggvi Þórhallsson skar niður vefinn fýrir Héðni Valdemars- syni 1931. Fyrir það varð hann í raun og veru að bæta með lífi sínu. Skríll úr Sjálfstæðisflokknum safnaðist með illum látum að heimili hans kvöld eftir kvöld. Liðsmenn Alþýðuflokksins tóku ekki þátt í þeim verknaði. í kosningunum 1931 unnu Framsóknarmenn stórfelldan sigur. Alþýðuflokkurinn fékk hraklega útreið. Flótti brast í lið Sjálf- stæðisflokksins. En cinn var sá maður í liði Framsóknarflokksins, er sá sér þarna leik á borði til að afla sér skyndiupphefðar með því að láta að vilja andstæðinganna. Það var Ásgeir Ásgeirsson. Fyrir tílverknað hans varð stjórnarskráin slíkur óskapnaður, að Jóni Þorlákssyni ofbauð. Hann kallaði þetta athæfi ÞINGSVIK. Lagði hann og niður þingmennsku og formcnnsku í Sjálfstæðisflokkn- um upp úr því. Við kosningarnar 1934 kom Framsóknarflokkurinn endurstyrkt- ur og hertur úr eldinum. Hann myndaði stjórn, sem fleytti þjóð- inni gegnum verstu kreppuárin, án þess að hana sakaði. í vetur hóf Ásgeir sama leikinn og áður. Hann býr Sjálfstæðis- flokknum gildru, sem flokkurinn rataði í vegna þess, að hin órólega deild flokksins hafði náð báðum málgögnum hans á sitt vald. Heildsalinn, sem náð hafði Morgunblaðinu í gislingu, hugði í fáfræði sinni, að hann gæti eflt Sjálfstæðisflokkinn til megin- valda í landinu með því að beita sveitakjördæmin bolabrögðum. Hann sá það ekki fyrir, sem hyggnari mönnum var ljóst frá upp- hafi, að það eru upplausnaröflin í þjóðfélaginu, sem magnast og geta jafnvel orðið Sveini í Völundi ofjarl. Þessi breyting á kjördæmaskipun ber fyllilega svip af hags- munabraski heildsalanna í Sjálfstæðisflokknum. Þeir hafa tal- að um steiktar gæsir í því sambandi. Og hin hatursfullu orð Jakobs Möllers, er hann mælti nýlega í neðri deild um „Fram- sóknarflokkinn, sem þjóðhættulegan ofstopaflokk, er helzt þyrfti að afmá, þótt þrennar kosningar þyrftu til,“ eru af sömu rótum og hvötum sprottin. En þessir flokkar, sem nú hafa hlaupið saman til fávíslegra skyndibreytinga á stjórnarskránni geta ekki stjórnað, — þeir geta engu öðru máli ráðið til lykta í sameiningu. Alþýðuflokkur- inn og kommúnistar munu svíkja stjórn Ólafs Thors jafnskjótt og þeir hafa notað hann til skemmdarverka. Að svo búnu fór fram lokaatkvæðagreiðsla um frumvarpið. Var það samþykkt með 10 atkvæðum gegn 6 atkvæðum Fram- sóknarmanna í efri deild. Jafnskjótt og afgreiðslu var lokið kvaddi sér hljóðs Haraldur Guðmundsson og mælti m. a. á þessa leið: „Þar sem kjördæmamálið nú hefir fengið fullnaðarafgreiðslu með samþykki frumvarps til stjórnskipunarlaga um breytingar á stjórnarskránni á þingskjali 1. vil ég fyrir hönd Alþýðuflokks- ins gera Alþingi og hæstvirtri ríkisstjórn kunnugt, að núverandi ríkisstjórn nýtur eigi lengur hlutleysis AIþýðuflokksins.“ Þá reis upp Brynjólfur Bjarnason og lýsti yfir því, að „þar sem stjórnarskrárbreyting sú, er um kjördæmamálið fjallar, er nú samþykkt," hafi Sósíalistaflokkurinn ekki lengur ástæðu til að afstýra vantrausti á ríkisstjórnina. Jónas Jónsson benti þá á, að spádómur sinn hefði ræzt furðu fljótt, en hitt væri miður drengilegt af þessum flokkum, að slíta þannig trúlofun við Sjálfstæðisflokkinn og senda honum hring- ana til baka, eftir að hafa leitt hann í ógæfu. Ólafur Thors lagði fátt til málanna. Hann kvað stjórnina mundu bíða átekta og sjá til, hvort fram kæmu óskir um stjórn- arskipti. Samtímis mundi stjórnin snúa sér að því að framkvæma hin nýju stjórnskipunarlög með því að boða til nýrra kosninga. Þannig lauk afgreiðslu þessa sögulega máls í efri deild Al- þingis miðvikudaginn 27. ágúst 1942. Má segja, að endalokin væru í samræmi við það, sem til var stofnað. Yfírlýsíng Framsóknarilokksins Formaður Frauisókiiarflokksins gaf svofellda yfirlýslngu af hálfu flokksins í sameinuðu þingi í gær. Út af því, sem fram kom af hálfu stuðningsflokka rík- isstjórnarinnar í efri deild í gær og yfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar, vill Framsóknarflokkurinn taka það fram, að af- staða hans til ríkisstjórnarinnar er hin sama og hún hefir verið undanfarið, og er flokkurinn því í andstöðu við nú- verandi ríkisstjórn. Athugasemd frá Jóni Árnasyni í grein, sem ég skrifaði í Tím- ann fyrir nokkru, lét ég uppi þá skoðun, að Útvegsbankmn og Búnaðarbankinn hefðu v aukið verðbólguna vegna aukningar á útlánum, síðan stríðið hófst, einmitt á þeim tíma, sem 4áns- fjárþörf aðalatvinnuveganna hefði stórminnkað og þeir yfir- leitt greitt skuldir sínar. Um þetta hélt ég ekki að gætu verið skiptar skoðanir. Þessir tveir bankar hafa á 3 árum aukið útlán sín samtals um 23 milj. króna, en hafa svo auk þess lánað út allt það fé, sem eldri skuldunautar hafa greitt á þessu tímabili, en það hlýtur að vera talsvert mikið. Nú ætti það að vera hverjum manni ljóst, að þegar þessar 23 milj. króna bætast við þann geysimikla fjárstraum, sem farið hefir um hendur almenn- ings á umræddu tímabili, þá muni það gera sitt til að auka verðbólguna. í orðsendingu, sem Búnaðar- bankinn birti hér í blaðinu í gær, er gerð athugasemd við þessa skoðun mína. Reyndar hrekur orðsendingin ekkert af því, sem ég hefi um málið sagt, svo ég get látið nægja það, sem ég hefi tekið fram hér að ofan. Hins vegar virðist mega ráða það af orðsendingunni, að hin auknu útlán hafi gengið að talsverðu leyti í verzlunina, enda er það trúlegt, því land- búnaðurinn mun ekki hafa leit- að til bankanna í stórum stíl síðan styrjöldin hófst. Verkleg- ar framkvæmdir landbúnaðar- ins hafa litlar verið og fram- leiðslan frekar minnkað. Hins vegar er það vitað, að verzlun- in hefir aukizt stórkostlega, eins og hin mikla fjölgun sölu- búða vitnar um. í orðsendingu Búnaðarbank- ans er minnst á útlán Lands- bankans og virðist mér ummæl- in ekki byggð á rökum. Lands- bankinn hefir lækkað útlán sin um 25% á meðan Útvegsbank- inn hækkar sín útlán um ca. 86% og Búnaðarbankinn um ca. 34%. Reyndar er fullyrt í orð- sendingunni, að Landsbankinn hafi innheimt svo mikið af eldri skuldum, að nýjar lán- veitingar hans séu engu minni en annarra banka. Þetta held ég að sé tilgáta ein. Þykir mér hitt sennilegra, að greiðslur gamalla skulda hafi verið nokk- uð^ hlutfallslegar í bönkunum. Ég álít það mjög vafasöm rök í orðsendingu Búnaðar- bankans, að ef bankarnir hefðu ekki aukið útlán sín, mundu útlánin hafa færst úr höndum bankanna til einstaklinga. Það má afsaka margvíslegan vafa- saman verknað með því að segja, að ef sá, sem verknaðinn fremur hefði látið slíkt ógert, mundi einhver annar hafa leik- ið sama hlutverkið. — Aðalatriði málsins frá mínu sjónarmiði er það, að aukin út- lán auka verðbólguna, Slíkt held ég að ekki'sé hægt að ve- fengja með rökum. 26. ágúst 1942. Á víðavangi ER ÞETTA SATT JAKOB? Morgunblaðið birtir í gær álit frá íhaldsmönnum í allsherjar- 'nefnd sameinaðs þings um út- hlutun bifreiða. Þar er þessi klausa: „Til þess að fá sem gleggst yfirlit yfir málið, kvaddi nefnd- in fjármálaráðherra á fund til sín. Gaf hann henni glöggt yf- irlit um gang þessa máls und- anfarin ár og upplýsti m. a., að úthlutun bifreiða færi enn fram samkvæmt tillögum þeirra manna, er stjórnin hefði sett til aðstoðar forstjóra einkasölunn- ar, að undanskildum nauðsyn- : legum afbrigðum, sem eigi hefði verið unnt að sniðganga, bæði I vegna aðkallandi þarfar at- i vinnuveganna, þar á meðal vegamála, svo og vegna aðkall- andi þarfa í þágu heilbrigðis- mála og lögreglumála, er hann jtaldi, að sjálfsagt hefði verið að láta ganga fyrir öðrum þörfum. Og með því að ekki væri enn ■ búið að úthluta samkvæmt fyr- 1 irmælum fyrrnefndra manna, taldi hann ekki tímabært að láta aðra menn ákveða annað um úthlutun bifreiðanna.“ Svo mörg eru þau orð. En er þetta nú í samræmi við sann- leikann? í fyrsta lagi hafði Morgun- blaðið það eftir J. Möller á dög- unum, að þessi úthlutunarnefnd bifreiða væri afnumin. í öðru lagi hefir nefndin aldrei haft afskipti af fólksbif- reiðum, og þurfti því eigi að gera „afbrigði“ frá tillögum hennar vegna heilbrigðismála og lögreglumála! í þriðja lagi hafa „afbrigði" ráðherrans á vörubílum verið svo mörg, að ennþá mun mik- ið af úthlutun nefndarinnar vera óafgreitt. M. a. tók ráð- herrann' 32 vörubíla og úthlut- aði af 64 bilum, sem komu í einum farmi. í fjórða lagi lætur ráðherrann skína í það, að nefndin hafi sniðgengið atvinnuvegina í út- hlutunum sínum. Málið virðist því standa þann- ig, að nefndin sé hætt störfum, að fyrir liggi enn óafgreiddar úthlutanir frá henni og loks, að í stað þess að úthluta sam- kvæmt þeim, sé bílum úthlutað samkvæmt afbrigðum frá Jakob Möller. GRÓA Á LEITI. (úr bréfi frá bónda). „Ég sá í henni ísu gömlu, sem sumir kalla að vísu Gróu á Leiti, af því að hún læðist um sveitina og þykir miður sann- orð, að jörðin Svarðbæli er talin bændaeign og fárast yfir fylgi- fénu, sem ríkið eigi að „eign- ast“ í þessu býli. En Svarðbæli er kirkjujörð frá Melstað, og samkvæmt því á nú ríkið líka að eignast fylgifé I þeim jörð- um, sem það á sjálft. Flest er það á sömu bókina lært hjá þeim blessuðum, og lítið fer þeim fram í vizkunni.“ SKOÐUM TIL! Sjómannablaðið Víkingur skrifar á þessa leið: „Annar þingmaðurinn, sem (Framh. á 4. siðu) a

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.