Tíminn - 29.08.1942, Síða 3

Tíminn - 29.08.1942, Síða 3
95. blað TÍMIWV, laagardagiim 29. ágúst 1942 375 A N N Á L L Afmæli. Páll Gíslason óðalsbóndi á Víðidalsá í Hólmavíkurhreppi í Strandasýslu, varð 65 ára 19. ágúst þ. á. Hann er fæddur að Víðidalsá 19. ágúst 1877, sonur Gísla Jóns- sonar bónda á Víðidalsá og Sig- ríðar Jónsdótur, ættaðri frá Laugabóli, N.-ísafjarðarsýslu. Páll ólst upp hjá foreldrum sínum og hefir alið allan sinn aldur á Víðidalsá. Hann var snemma vinnu- hneigður og kappsamur við öll störf. Vann hann að öllum venjulegum búskaparstörfum og var fyrirvinna foreldra sinna nokkru áður en hann byrjaði þar búskap. Páll átti ekki kost neinnar skólagöngu í æsku, frekar en þá var venja, nema hluta úr tveim vetrum við alþýðuskól- ann á Heydalsá í Kirkjubóls- hreppi. Ofan á þann grundvöll hefir verið byggt með sjálfs- námi. Páll er vel greindur, fylgist vel með og skrifar fallega hönd. Hann giftist 13. sept. 1906 Þorsteinsínu Brynjólfsdóttur frá Broddanesi í Fellshreppi. Keypti hann þá jafnframt jörðina af föður sínum og byrjaði þar þú- skap. Er Páll 3. ættliður, sem býr á Víðidalsá. Búskapur hans hefir alla tíð staðið með miklum blóma og heimilið verið fyrirmyndar- heimili. •» Páll hefir bætt jörð sína mik- ið bæði að ræktun og húsum. Túnið hefir hann girt og stækk- að og fært út. Þegar hann tók við, gaf það af sér 100 hesta, en nú 500 h. í meðalári. Hann hefir byggt stórt og vandað í- búðarhús úr steini. Fjós yfir 8 nautgripi, ásamt hlöðu og haughúsi við, allt úr steini. Fjárhúsin hefir hann byggt tvisvar upp, fyrst úr timbri og járni og nú fyrir nokkrum ár- um úr steinsteypu yfir 250 fjár ásamt hlöðu við. Allt eru þetta vandaðar byggingar. 1913 gerði hann 5-þætta gaddavírshagagirðingu um 6 km. langa. Þótti það í mikið ráðizt á þeim tíma. Hefir hann hlotið viðurkenningu fyrir störf sin úr styrktarsjóði Kristjáns konungs IX. Utan heimilis hefir Páll starf- að mikið. Á fyrstu árum Riis- verzlunar á Hólmavík vann hann á vetrum við afgreiðslu og skrifstofustörf og vann við fyrstu byggingar að húsum þeirrar verzlunar. Páll tók snemma þátt í opin- berum málum. 24 ára va'r hann kosinn í hreppsnefnd Hróf- bergshrepps og hefir gegnt oddvitastörfum um 10 ára skeið, verið og í skattanefnd. Var einn af stofnendum Lestrarfél. Hróf- bergshrepps og hefir verið í stjórn þess um 40 ár og oftast formaður, og jafnlangan tíma í verðlagsnefnd hreppsins. Vann hann að skiptingu Hrófbergs- hrepps og er nú í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps. Páll er áliugasamur um al- menn mál og er ötull fylgismað- ur hinnar frjálslyndu umbóta- stefnu í þjóðfélagsmálum. Páll er giftur ágætiskonu. Er hún vel gefin, glaðlynd, dugn- aðar- og myndarkona. Hafa þau átt 10 börn, og eru 8 á lífi, öll hin mannvænlegustu: Sigríður, gift Hirti Sigurðssyni, bónda, Undralandi, Fellshreppi, Krist- björg, gift Þorgeiri Sigurðssyni, trésmið, Hólmavík, Þorbjörg, gift Skúla Magnússyni, kennara, Akureyri og ógift heima: Stef- án, Gestur, Ragnheiður, Bryn- hildur og Kristín. Þau hjón hafa verið mjög samhent um að gera garðinn frægan. Gestrisni þeirra er við brugðið og er þvi oft gestkvæmt á heimili þeirra. Er Páll höfð- ingi heim að sækja, alúðlegur í viðmóti, skemmtilegur í við- ræðum, glaðlyndur, frjálslynd- ur í skoðunum og fylgist vel með öllum nýjungum. Stendur heimilið í fylkingarbrjósti ís- lenzkrar gestrisni. í tilefni af afmælinu heim- sóttu fjölmargir vinir og kunn- ingjar úr Hólmavíkur- og Kirkj ubólshreppum afmælis- barnið og dvöldu þar frameftir- Stærsta skípalestin, sem farið hefír ySir Atlantshaf, komin tíl Englands Washington, 25. ágúst — í dag kom stærsta ameríska skipalestin, sem nokkurntíma hefir komið til Englands, og er pað talið benda til þess, að inn- an skamms verði gerð mikil loftsókn á Þýzkaland. Raunverulega komu deildir úr flota flughers og landhers Am- eríku með skipalestinni, en til- kynningin segir, að meirihlut- inn hafi verið flugmenn. ' Svo stór var skipalestin, að skipunum var dreift á margar hafnir til að koma herdeildun- unum á land og afferma skip- in. Það tók fleiri klukkutíma að koma birgðum á land, og allar ]árnbrautir í strandhéruðunum voru notaðar til að flytja her- deildirnar til bækistöðva sinna. Skipalestin varð ekki fyrir neinu áfalli, og hefir þá flotan- um ennþá einu sinni tekizt að flytja amerískar herdeildir yfir hafið til vígstöðvanna. Sérfræðingar frá London á- litu hinn mikla fjölda flug- manna, sem kom með skipa- lestinni, mjög mikilvægt atriði. Biskupínn heiðraður Almennur héraðsfundur Norð- mýlinga fyrir árið 1942, sam- þykkti einum rómi svolátandi áyktun: „Héraðsfundur Norður-Múla- prófastsdæmis vill þakka bisk- upinum heimsókn hans í pró- fastsdæmið síðastliðið ár, og telur, að hún hafi haft vekj- andi áhrif á kirkju- og trúarlíf í prófastsdæminu, og telur fundurinn mjög æskilegt, ef biskup sæi sér fært að heim- sækja prófastsdæmið hið fyrsta aftur.“ Ályktun þessi var send Tím- anum af sóknarprestinum í Kirkjubæ, séra Sigurjóni Jóns- syni. Reikningsskil . . . (Framh. af 2. síðu) hið raunverulega verð og það fært bændum til reiknings. En með því að þændur sjálfir ann- ast kjötsöluna gegn um sam- vinnufélögin, til að tryggja sér hæsta verð, fylgir sú kvöð, að þeir verða að bíða unz sölu er lokið til að vita fullnaðarverð, svo sem aðrir seljendur. Annars er þessi annmarki, að bændur skorti þessa vitneskju nægjanlega fljótt og eigi því erfitt með allar ákvarðanir um búrekstur, ekki svo mikill sem ætla mætti, þegar þess er gætt, að fyrra árs uppbótin fylgir jafnan áætlunarverði hins næsta árs. Skiptir þá mestu, að þeir hafi getað eitt sinn komið fyrir sig nægilegum gjaldeyri, og sem betur fer munu bændur almennt nú hafa þá aðstöðu. Sú tillaga greinarhöfundar, að kjötverðið sé skráð með ákveðnu verði til framleiðenda, er því aðeins framkvæmanleg, að fastir sölusamningar liggi fyrir um kjötmagnið allt, og verður ekki séð, að líkur séu fyrir þeirri aðstöðu eða í öðru lagi, að kjötsalan' sé að veru- legu leyti tryggð af ríkisvald- inu og með íhlutun þess fram yfir það sem tíðkazt hefir um sölu íslenzkra afurða. Vel virð- ist greinarhöfundur hafa getað rætt þá tillögu sína, án þess að blanda þar inn í órökstuddum og óréttmætum ásökunum í garð samvinnufélaganna og starfsmanna þeirra. ir nóttu i góðum fagnaði við ræðuhöld, söng og dans. Var veitt af mikilli rausn. Bárust fjölmörg heillaskeyti. Á þessum tímamótum munu vinir Páls og kunningjar senda honum hlýjar kveðjur og minn- ast liðinna samverustunda með gleði og ánægju. Jafnframt munu þeir óska honum, að ó- runnið æfiskeið megi vera hon- um bjart og ánægjuríkt. Benedikt Grímsson, Kirkjubóli. John D. Rockefeller Hún vísaði John D. á bug, sökum þess, að hann væri of reikull í ráði. John D. Rockefeller drýgði þrjár aðdáunarverðar dáðir: í fyrsta lagi safnaði hann ef til vill mestum -auði,- sem sagan greinir frá. Hann hóf að vinna fyrir sér með því að rækta kart- öflur í brennandi sólarhita, og tekjurnar námu fjórum centum fyrir hverja klukkustund. Um þær mundir var ekki til hálf tylft manna í Bandaríkjunum, er áttu miljón dollara í eigu sinni. John D. auðnaðist að safna auði, sem nam eitthvað á aðra biljón dollara. Þó vísaði fyrsta stúlkan, sem hann felldi ástarhug til, honum á bug. Hvers vegna? Vegna þess að móðir hennar kvaðst aldrei fá dóttur sína manni í hendur, er væri svo reikull í ráði sem John D. Rockefeller. í öðru lagi má það teljast til tíðinda, að Rockefeller gaf meira fé en nokkur maður annar, svo að vitað sé. Hann gaf sjö hundruð og fimmtíu miljónir dollara. Hann gaf með öðrum orðum sjötíu og fimm cent fyrir hverja mínútu, sem liðin er frá fæðingu Krists. Sé hins vegar önnur samlíking valin, gaf John D. sex hundruð dollara fyrir hvern dag, sem risið hefir úr djúpi frá því að Móse leiddi börn ísraels yfir Rauðahafið fyrir jrjú þúsund og fimm hundruð árum. í þriðja lagi drýgði Rockefeller þá óvenjulegu dáð að ná níu- tiu og sjö ára aldri. Hann var í hópi þeirra manna í Ameríku, sem mest hafa verið hataðir. Hann fékk þúsundir bréfa frá mönn- um, sem ógnuðu honum með því að ráða hann af dögum. Hann varð að hafa vopnaðan vörð um sig dag og nótt. Hann var gædd- ur nægilegum taugastyrk og líkamsþreki, til þess að stofna og stjórna öllum hinum fjölmörgu fyrirtækjum sínum. Harriman, sem veitti byggingu járnbrautanna forstöðu, lézt sextíu og eins árs að aldri. Woolworth, verzlunarfrömuðurinn frægi, hneig í valinn sextíu og sjö ára. Duke græddi hundrað miljónir dollara á tóbakssölu og lézt á sjötugasta og áttunda aldursári. En John D. Rockefeller safnaði meiri auði en Woolworth, Duke og Harriman til samans. Þess ber að minnast, að aðeins þrjátíu hvítir menn af miljón ná níutíu og sjö ára aldri. Efa- laust er það ekki einu sinni einn maður af hundrað miljónum, sem kemst á þann aldur, án þess að nota gervitennur. En þegar John D. var níutíu og sjö ára gamall, var ekki gervitönn til í munni hans. Hver var leyndardómurinn við langlífi hans. Ef til vill hefir langlífi verið ættgengt meðal Rockefellerfólksins. Það mun einn- ig hafa skipt miklu máli, að Rockefeller var rólyndur maður og gæfur. Hann komst aldrei í geðshræringu né fór sér óðslega. Þegar hann var forstjóri Standardolíufélagsins, hafði hann legubekk í skrifstofu sinni við Breiðugötu. Hvað, sem fyrir kom, fékk hann sér jafnan hálfrar klukkustundar hádegisblund. Þeirri siðvenju sinni hélt hann ævilangt. Þegar John D. Rockefeller var fimmtíu og fimm ára gamall, veiktist hann. Veikindi hans reyndust læknavísindunum til mik- illa heilla, því að vanheilsan varð John D. hvöt þess að gefa miljónir dollara til rannsókna á vettvangi læknavísindanna. Nú ver Rockefellersjóðurinn nær miljónum dollara á mánuði hverjum til eflingar heilbrigðismálum viðs vegar um heim. Ég dvaldi í Kína þegar kóleran geisaði þar árið 1932. Þegar skorturinn, fáfræðin og drepsóttin var í algleymingi, gat ég lagt leið mína inn í Rockefellerlækningastofnunina í Peking og látið bólusetja mig gegn kólerunni. Allt til þeirrar stundar hafði ég ekki gert mér i hugarlund, hversu mikið Rockefeller hafði gert til þess að firra Asíumenn og ibúa annarra heimshluta ægiþraut- um. Rockefellersjóðurinn hefir skorið upp herör um víða veröld. Hann hefir efnt til sigursællar baráttu gegn malariu, og læknar, sem eru í þjónustu hans, hafa fundið varnarlyf gegn svarta dauða. John D. aflaði sér fyrsta dollarsins með því að hjálpa móður sinni við kalkúnarækt. Allt til banadægurs átti hann hóp af fallegum kalkúnum á sveitasetri sínu til minningar um barn- æsku sína. Hann hélt saman öllum smáskildingunum, sem móðir hans gaf honum fyrir að gæta kalkúnanna og geymdi féð í tebolla, sem hann lét standa uppi á arinhillunni. Hann vann á bóndabýli íyrir þrjátíu og sjö centa dagkaup og lét jafnan allt, sem honum áskotnaðist af skildingum, í tebollann, unz veraldarauður hans í reiðu fé nam fimmtíu dollurum. Þá lánaði hann húsbónda sínum þessa fimmtíu dollara gegn 7% vöxtum. Hann komst brátt að raun um, að fimmtíu dollararnir færðu honum þannig eins mikið í aðra hönd og hann innvann sér fyrir tíu daga erfiðisvinnu. — Þá tók ég ákvörðun mína, mælti hann. — Ég ákvað að gera peningana að þrælum mínum í stað þess að verða þræll þeirra. John D. var sízt örlátur á fé við son sinn. Hann greiddi honum til dæmis eitt penny fyrir hvern girðingarstólpa, er þyrfti end- urbóta við og hann fyndi á landsvæði sveitaseturs hans. Ein- hvern daginn fann sonurinn þrettán og fékk þrettán cent í aðra hönd. Síðan galt John D. honum fimmtán cent um klukku- stundina fyrir að gera við stólpana, og móöir hans greiddi hon- um fimm cent um klukkustundina fyrir að æfa sig á fiðlu. John D. innritaðist aldrei í háskóla um ævina. Hann hvarf frá menntaskólanámi og gekk í verzlunarskóla um nokkurra mánaða skeið. Hann hafði gerzt fráhverfur allri frekari skóla- göngu öextán ára gamall. Þó gaf hann Chicagoháskóla fimmtíu miljónir dollara. John D. var maður trúhneigður og kirkjurækinn. Sem æsku- maður sótti hann sunnudagaskóla. Hann dansaði ekki, fékkst ekki við spilamennsku og vandi ekki komur sínar í leikhúsið. Hann gerði og hvorki að reykja né drekka. Hann las jafnan borðbæn fyrir hverja máltíð og lét lesa sér úr ritningunni daglega. Auk þess lét hann og flesta daga lesa sér úr bók nokkurri, er hafði að geyma safn sálma og bæna. Þegar auður Rockefellers óx um nær hundrað dollara á mín- útu hverri, átti hann sjálfur sér þá ósk eina að lifa í heila öld. Hann sagði það löngum, að ef hann yrði á lífi á hundrað- asta afmælisdeginum sínum — 8. júli 1939 — skyldi hann stjórna hljómsveit á sveitasetri sínu við Pocanticohæðir. Lagið, sem leika átti, var: í æsku vorri Maggie mín. Innheimtumenn Tímans um land allt! Viiniið eftir fremsta niegni aö iiiiiheiiiitu Tím- ans. — Gjalddagiim var 1. júli. mHEDlTA TLMAAS. Samband ísl. samvinnufélaga. Samvinnumenn: Vinnið að útbreiðslu tíma- ritsins Samvinnunnar. SIGIÆNGAR milli Bretlands og íslands halda áfram, eins og að undanförnu. Höfum 3—4 skip í förum. Tilkynningar um yöru- sendingar sendist Cullíiord’s Assocíafed Lines, Ltd. 26 LONDON STREET, FLEETWOOD. Reykjavík. Sími 1249. Simnefni: Sláturfélag. Reykliús. — Frystihús. Mðarsuðnverksmiðja. - Bjúgnagerö. Framleiðir og selur í heildsölu og smásölu: Niður- soðið kjöt og fiskmeti, fjölbreytt úrval. Bjúgu og átts- konar áskurð á brauð, mest og bezt úrval á landinu. Hangikjöt, ávallt nýreykt, viðurkennt fyrir gæði. Frosið kjöt allskonar, fryst og geymt í vélfrystihúsi, eftir fyllstu nútímakröfum. Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar um allt land. Egg frá Eggjasölusamlagi Reykjavikur. Iðnskólinn i Revkjavík Námskeið til undirbúnihgs inntökuprófum og millibekkja- prófum í Iðnskólanum í Reykjavík hefjast þriðjudaginn 1. sept- ember. Innritað verður á námskeiðin í kennarastofu skólans daglega klukkan 8—9 siðdegis. Innritun í skólann fer fram á samt tíma dags til miðs september. Skólagjöld, bæði fyrir nám- skeiðin og veturinn greiðist við innritun. SKÓLASTJÓRINN. V ið vörun. Svo sem háttvirtum' viðskiptamönnum vorum er kunnugt, liafa sívaxandi erfiðleikar um útvegun geymslurúms orðið þess valdandi, að vér höfum ekki getað fengið húsrúm fyrir verulegan hluta af þeim vörum, sem fluttar hafa verið til landsins á skipum vorum. Er fyrirsjáanlegt, að af þessum geymsluvandræðum get- ur hlotist stórfellt tjón. Af þessum sökum er þeirri ákveðnu áskorun beint til viðskiptamanna vorra, að hefja nú þegar gahg- skör' að móttöku vara þeirra, er þeir eiga hjá oss, enda getum vér ekki tekið neina ábyrgð á skemmdum, rýrnun eða hvarfi, er fyrir kann að koma eftir að vörunum hefir verið komið hér á land. Reykjavík, 26. ágúst 1942, H.f. Eímskípaféiag íslands. rsekifasrlsgjaftr, i góðu úrvali. Trúlofiuiarhrlngar, Sent gegn póstkröfu. Guðm. Audrésson gullsmiður. Laugavegi 50. — Sími 3769. Útbreiðið Timann! Lesendur! Vekið athygli kunningja yð- ar á, að hverjum þeim manni, sem vill fylgjast vel með al- mennum málum, er nauðsyn- legt að lesa Tímann. Vinnið ötullega fyrir Tímann.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.