Tíminn - 04.09.1942, Page 1

Tíminn - 04.09.1942, Page 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. RIT8TJÓRASHRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lándargötu 9 A. Símar 235S og 4313. AFGREIBSLA, INNHKEMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Llndargötu 9A. Slml 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA hJ. Símar 3948 og 3720. 26. ár. Rcykjavík, föstudaginu 4. sept. 1942 98. blað SteSna Framsóknarflokksins: Kikisstjórninni markaðnr bás Hún verður bráðabirgðastjórn, svipt pólitísku valdi Frainsókiiarmenn beita söiuii „aðgerð“ 1927. Þeir bera fram í sameinuðu ]imgi svofellda: Tillögn tíl pingsályktunar viðvíkjandi miverandi ríkisstjórn. „Sameinað Alþingi ályktar að lýsa yfir því, að með því að vitan- legt er, að núverandi ríkisstjórn hefir ekki lengur meiri hluta þings að baki sér, samkvæmt yfirlýsingum þriggja þingflokka hér nýverið á Alþingi, og vegna þess að ekki er sjáanlegt, eins og málum er nú komið, að meirihlutastjórn verði mynduð á þessu þingi, en kosningar fara í hönd, þá verði að svo stöddu að líta á ríkisstjórnina sem starfandi til bráðabirgða." Tillögunni var útbýtt á Alþingi í fyrra dag og hefir hún ekki ennþá komið til umræðu. Bæjartalöðin ræða tillöguna nokkuð í dag. Þjóðviljinn spyr, hvort eigi að svipta stjórnina pólitísku valdi, en leggur að öðru leyti ekki til málanna. Alþýðublaðið lætur sem það harmi það, að tillagan sé ekki í beinu vantraustsformi. Morgunblaðið segir, að þetta sé ekki í fyrsta skipti, sem Framsókn beiti þessari aðferð. Þeir ætli sjáanlega að beita stjórn Ólafs Thors sömu aðgerðinni og þeir beittu ráðuneyti Jóns Þorlákssonar í þinglok 1927. J. Þ. taldi sig „sterkari“ eftir en áður. En hann varð þegar að láta af völdum, er kosningar höfðu farið fram. Greinargerð flutningsmanna tillögunnar er á þessa leið: „Á síðasta þingi bar Framsóknarflokkurinn fram vantraust á núverandi ríkisstjórn. Vildi hann með því fá'úr því skorið, hvaða stuðning stjórnin hefði innan Alþingis. Kom í ljós, að þrír flokk- ar þingsins, eða samtals 28 þingmenn af 47, sameinuðust um að víkja vantrausti frá, og því sjáanlegt, að um nægan þing- stuðning var að ræða á þeim tíma fyrir ríkisstjórnina. Þegar lokið var afgreiðslu stjórnarskrárbreytingarinnar á þessu þingi, lýstu tveir þessarra flokka, sem vantraustinu vísuðu frá á síðasta þingi, yfir þvr, að þeir mundu ekki lengur hindra van- traust, ef fram kæmi^ eða veita ríkisstjórninni áframhaldandi hlutleysi. Forsætisráðherra lýsti engu að síður yfir því, að engin breyting hefði orðið á afstöðu þingsins til ríkisstjórnar sinnar, og má því ætla, að hann hyggi til stjórnarsetu áfram, eins og í umboði þingsins væri, þótt vitað sé, að nú er svo komið, að aðeins 17 af 49 þingmönnum styðja stjórn hans. Væri hér um slíkt brot á þingræðisvenjum að ræða, að Alþingi getur ekki látið það afskiptalaust. Gæti það skapað hættulegt fordæmi í framtíðinni um að misnota vald og vilja Alþingis. Verður þingið því að marka glöggt og skýrt afstöðu sína til slíkrar ríkisstjórnar, svo að þjóðin gangi þess ekki dulin, hvaða stjórnarfar hún á nú við að búa, og að ríkisstjórninni og öðrum sé það ljóst, hvaða umboð hún hefir til stjórnarstarfa, eins og högum hennar er nú komið. Hins vegar mun málum þannig komið nú á Alþingi, undir forustu þessarrar ríkisstjórnar, að myndun nýrrar þingræðis- stjórnar mun ekki möguleg fyrir kosningar, fyrst og fremst vegna þess, að ljóst er, að það er þýðingarlaust eða þýðingarlítið, þar sem kosningaófriður er nú í aðsigi. Það, sem nú skiptir meginmáli gagnvart þessari ríkisstjórn, er, að Alþingi marki henni réttan bás. Mun bæði henni og þjóðinni hollast, að svo sé gert.“ Það vantar 1000 síma í Reykjavík - Hækkun á símagjöldunum- nauðsynleg - Viðíal við G. Hlíðdal, |í«sí- og símamálastjóra Tæplega er nokkur hlutur orðinn eins veigamikill þáttur í við- skiptalífi landsmanna og síminn. Vafalaust yrði nú miklu meiri andúð ríkjandi gegn því að leggja þetta tæki niður en nokkurn tíma var gegn því, að taka símann í notkun. Fyrir styrjöldina teygði símakerfið álmur sínar með undraverðum hraða um allt landið. Þúsund ára einangrun afskekktra dalabæja var allt í einu rofin. Þrjú síðastliðin styrjaldarár hefir vöxtur símakerfis- ins ekki verið eins ör. Aðflutningar á efni og ýmsir aðrir örð- ugleikar hafa um stund torveldað lagningu nýrra símalína og yfirleitt allar framkvæmdir á þessum sviðum. Stefna Framsóknarflokksms sigrar: Ríkissfóður g’reiði verðuppbætur á úttluttar landbúnaðarvörur Bændur fá uppbót er svarar til hækkuaar á vísitolu og gfunnkaupi hjá launafólki á þessu ári Þegar sýnt þótti að grunnkaup verkamanna og ann- arra launamanna yrði hækkað um 25—45% á þessu ári, báru þeir Bjarni Ásgeirsson, Hermann Jónasson, Sig- urður Þórðarson og Skúli Guðmundsson fram í samein- uðu þingi tillögu þá, sem hér fer á eftir. Kommúnistar reyndu að flækja málið, því að það var aldrei ætlun þeirra að sveitafólkið fengi „grunnkaups- hækkun“. Sjálfstæðismenn andæfðu ekki að þessu sinni, og má segja, að þar hafi mær brugðið vana sínum, þegar minnst er fyrri brigzla þeirra um okurverð á landbúnaðarvör- um, sem allir kannast við. Tillaga þeirra fjórmenninganna og greinargerð er á þessa leið: Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að greiða úr ríkis- sjóði verðuppbót á útflutt dilkakjöt af framleiðslu ársins 1942, eftir því sem þörf gerist, til þess að útflytjendur fái sama verð fyrir það kjöt, komið í skip á útflutningshöfn, eins og heildsöluverðið er á kj.öti á innanlandsmarkaði á sama tíma. Enn fremur að greiða verðuppbætur á ull og gærur, sem framleiddar eru til útflutnings árið 1942, og miðist verðuppbæturnar við það, að framleiðendur fái ekki lægra verð hlutfallslega fyrir þessar afurðir en þeir fengu fyrir þær árið 1940, miðað við verðlagsvísitölu beggja ár- anna, að viðbættri uppbót, er svarar til þeirrar almennu grunnkaupshækkunar, sem orðið hefir og verða kann hjá launafólki í landinu á árinu 1942. Jónas Jónsson: Hvað verður um sparíiéð? Margar þúsundir íslendinga eiga innstæður í sparisjóðum og bönkum, sem hafa verið að myndast á undangengnum ára- tugum. Langflestir innstæðu- eigendurnir eru efnalitlir menn, sem hafa sparað saman nokkra fjárhæð á löngum tíma, nálega ætíð í því skyni að tryggja framtíð sína eða nákominna ættingja. Þessar innstæður eru veltufé landsmanna í bönkum og sparisjóðum. Mikið af þeim átti að vera trygging gamla fólksins, þegar það hætti að vera fullvinnandi. Nokkru af fénu er safnað vegna barna og unglinga af vandamönnum til að styðja nám þeirra og greiða fyrir undirbúningi sjálfstæðr- ar atvinnu. Mér er kunnugt um gamlan bónda, sem seldi fasteign, er hann átti, fyrir nokkrum árum, og lagði andvirðið í þanka og verðbréf. Þetta fé var ellitrygg- ing hjóna og heilsulítils sonar. Nú segir þessi maður: „Ég verð fátækari og fátækari með hverjum degi. Þegar dýrtíðin í landinu vex um 33% í einu stökki, þá minnkar kaupmátt- ur þessarar ellitryggingar um þriðjung. Hafi maðurinn átt 60 þus. kr., er með þessari fram- kvæmd sama sem teknar 20 þúsund af eign hans. Sá, sem þetta gerir, er fljótt á að líta ósýnilegur óvinur. En raunveru- lega vita menn þó vel um á- stæðuna. Þegar Ásgeir Ásgeirs- son lagði til við samherja sína í Alþýðuflokknum, að reyna að sprengja samstarf fyrrverandi stjórnarflokka í vor sem leið, þá var eyðileggingarherferðin hafin. Alþýðuflokkurinn gleypti við þessu þjóðhagslega læknis- ráði. Kommúnistarnir fögnuðu því, sem öruggri leið til upp- lausnar og þróttlítils stjórnar- fars. Heildsalavaldið í Sjálf- stæðisflokknum fagnaði úrræði Ásgeirs, af því að það myndi verða til bölvunar fyrir sam- vinnumenn í íandinu. Sigur- launin áttu að vera aukið þing- vald fyrir alla þessa þrjá flokka á kostnað Framsóknarmanna. Nú eru allir þessir aðilar farnir að gerast uggandi um framtíð sína. Landbúnaður og sjávarútvegur eru lamaðir af fólksleysi og stórfelld hnignun virðist vofa yfir þeim atvinnu- vegum. Fjöldi verkamanna og sjómanna á innstæður í bönk- um og sparisjóðum. Þeir vita, að þetta fé, samansparað á löngum tíma, rýrnar svo að segja daglega. Þeir fá stórar seðlafúlgur í kaup. En þeir hræðast seðlabankana. Þeir vita, að þetta eru ekki eiginleg- ir peningar, heldur einskonar skrítinn pappír með litum og myndum af þjóðhetjum. Þannig er ástandið. Stjórnar- skráin er afgreidd. Þrír þing- flokkar byrja að berjast um nokkur sæti í þinginu, sem ætíð verða kennd við gæsir. Þjóðfé- lagið er hvarvetna í upplausn. Stjórnin hefir næsta lítið vald, og í atvinnulífinu er hver hönd- in móti annari. Þúsundir af efnalitlu fólki sér innstæður (Framh. á 4. síðu) Tíðindamaður blaðsins sneri sér fyrir skömmu síðan til Guð- mundar Hlíðdals, póst- og síma- málastjóra, og átti viðtal við hann um símamálin og það, sem efst er á baugi í þeim efnum. Helstu nýlagningar og við- gerðir? — í sumar fara fram endur- bætur á landsímakerfinu víðs- vegar um landið, segir Guð- mundur Hlíðdal, en það var víða oröið úr sér gengið og illa kom- ið. Siðastl. ár urðu venjufrem- ur miklar skemmdir, bæði á landsímanum og sæsímanum hér við land, sem orsakast af óvenjulega miklum stormum og ísingu, sem er alveg óútreikn- (Framh. á 3. síðu) Greinargerð. Þó að sú yrði raunin á, að öll kjötframleiðsla ársins 1941 seld- ist innan lands, er mjög hæpið að gera ráð fyrir, að svo fari um framleiðslu ársins 1942, og má búast við, að nokkurn hluta kjötsins verði að selja á erlend- an markað, fyrir miklu lægra verð en nemur framleiðslu- kostnaði hér á landi og innan- landsverði. Nú er komið að þeim tíma, að ákveða verður söluverð á kindakjötsframleilðslu þessa árs. En við þá ákvörðun er óhjá- kvæmilegt að gera sér grein fyrir því, á hvern hátt verður hagað verðuppbótum á útflutta kjötið. Er þá um tvennt að velja, mikla hækkun á verðjöfnunar- gjaldinu, ef verðjöfnunin er framkvæmd á þann hátt, og þá að sama skapi hækkað verð á innlendum markaði, eða hitt, sem hér er lagt til, að ríkið borgi verðmuninn á útflutningskjöt- inu og því, sem selt er innan lands, og er þá hægt að komast hjá þvi að hækka innlenda sölu- verðið sem því nemur. Þá virðist einnig nauðsynlegt, að ákveða verð á ull og gærum samhliða kjötverðinu. Þær vörur eru sVo stór liður í heildartekj- um bænda, að ekki er unnt að ganga alveg fram hjá verði þeirra, þegar kjötverðið er á- kveðið. Því lægra verð, sem’á vörum þessum er, verður óhjá- kvæmilegri nauðsyn fyrir bænd- ur að nota þá miklu kaupgetu, sem nú er í landinu, til þess að tryggja sér viðunandi tekjur með hækkun á kjötveröinu. Er því ó- umflýjanlegt, aö Alþingi það, er nú situr, taki einnig ákvörðun um verðuppbætur á þessar vör- ur. Hér er því lagt til, að ríkið greiði verðuppbætur á ull og gærur af framleiðslu þessa árs, á sama hátt og ákveðið var á síðasta þingi um framleiðslu ársins 1941, að viðbættri upp- bót, sem svarar til þeirrar al- mennu grunnkaupshækkunar, sem orðið hefir og verða kann á þessu ári hjá verkafólki og öðrum launamönnum í landinu. Það er kunnugt, að á þessu ári hefir orðið meiri hækkun á , kaupgjaldi við landbúnaðar- störf, bæði kaupafólks og vetr- armanna, en sem nemur hækk- un verðlagsvísitölunnar, en þetta háa kaupgjald verða bændur að greiða af tekjum sínum á ár- inu 1942. Einnig eru horfur á, að á þessu ári verði almenn hækkun á grunnkaupi launþega í landinu, og verður þá ekki hjá því komizt, að bændur fái svip- aða hækkun á tekjum sínum með hækkuðu afurðaverðl. Það virðist sjálfsagt, að ríkið taki á sig að jafna á þennan hátt þann mikla mun, sem orðið hefir á aðstöðu atvinnuveganna af völdum stríðisins, þar sem út- flutningsmarkaðir landbúnaðar- ins hafa að mestu lokazt, á sama tíma sem ýmsar aðrar atvinnu- greinar velta meiri gróða en dæmi eru til áður. Á víðavangi INGÓLFUR Á HELLU. Ríkisstjórnin hefir nú skipað Ingólf á Hellu uppbótarþing- mann til að taka við formanns- störfum í kjötverðlagsnefnd í stað Páls Zóphóníassonar, sem gegnt hefir því starfi frá því að nefndin var fyrst skipuð. Hæpið er að þessi breyting mælist vel fyrir hjá bændum. Og hæpið er það fyrir hið blaktandi stjórnarskar að gera slíka breytingu til að skara eld að köku skósveina sinna. — Stjórnin virðist ennþá ekki vilja viðurkenna, að hún er valdalaus stjórn, sem „starfar til bráðabirgða.“ „VETLAUSASTI VIGURINN“. Þingmaður Barðstrendinga sagði á fundi í sameinuðu þingi í fyrra kvöld, að vetlausasti vig- urinn, sem hefði verið lagður hér á landi, væri snjólausi veg- urinn um Krýsuvík í Ölfus, og hann hefði Framsóknarflokk- urinn lagt. Ekki er nú vitað til þess, að Framsóknarflokkurinn hafi beinlínis unnið að vegagerð fram að þessu. En sleppum því. Hitt hlýtur að vera til skap- raunar Barðstrendingum, sem tala hreint og gott mál, eins og Vestfirðingar yfirleitt, að þing- fulltrúi þeirra skuli vera eini hljóðvillti maðurinn, sem á sæti á Alþingi. Skyldi kjósendum hans ekkl koma það spanskt fyrir, þegar Gísli er að gylla fyrir þeim, að hann ætli að byggja breggjur, útvega skep og liggja vigi um héraðið! Hvað mundi Björn Jónsson hafa sagt, ef honum hefði ver- ið spáð slíkum eftirmanni í kjördæminu? VÍFILSFELL — VÍFILFELL. Vífilsfell er meðal fegurstu hnúka í fjallasýn Reykjavíkur og ennfremur hefir Kjarval gert það víðfrægt með málverk- um sínum. Það er því illa farið, að nafn- ið á þessu fremdarfjalli skuli (Framh. á 4. síðu) Fátt er eins mikilsvert í styrjöld og voldug framleiðslu- tæki til hergagnagerðar. — Mynd sú, er hér birtist, er af stærstu vatnsvirkjun í veröldinni. Hún er við Columbiafljót- ið í Bandaríkjunum og var tekin í notkun fyrir fáum vikum. Stíflan var gerð með þeim hætti, að byggður var 553 feta hár steingarður þvert yfir dalinn, sem fljótið rennur eftir. Á þann hátt myndaðist tröllaukinn foss fram af stíflunni og er fallkraftur hans notaður til að reka vélar orkuversins. Það tók 10 ár að fullgera þetta mannvirki og uppkomið kostaði það 118 milj. dollara eða um 800.000.000 íslenzkar krónur. Afl stöðvarinnar er 2.475.000 hestöfl og fossniðurinn heyrist í 25 kílómetra fjarlægð.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.