Tíminn - 10.09.1942, Qupperneq 2
394
TÍMIM, fimmtiidagiim 10. sept. 1942
100. blað
Fimmtuday 10. sept.
Bernharð Stefánsson, alþm.;
Stoínun lýðveldís á íslandí
Þann 17. maí 1941 lýsti Al-
þingi yfir því, að ísland hefði
öðlazt rétt til fullra sambands-
slita við Danmörku og að um
endurnýjun sambandslagasátt-
málans yrði ekki að ræða af ís-
lands hálfu. Jafnframt lýsti
það yfir þeim vilja sínum, að
lýðveldi verði stofnað á íslandi
jaf’nskjótt og sambandinu við
Danmörku verður formlega
slitið. Þá kaus og Alþingi 17.
júní s. á. ríkisstjóra til að fara
með konungsvaldið. En rúmu
ári áður (10. apríl 1940) hafði
ísland tekið öll sín mál í sínar
eigin hendur og þa falið ráðu-
neytinu meðferð konungsvalds-
ins.
Að samþykktum Alþingis 10.
apríl 1941 stóðu allir alþingis-
menn og óhætt er að fullyrða,
að á bak við þá stóð þjóðin í
þessu máíli sem einn maður.
Síðan 10. apríl 1940 hefir ís-
land farið sjálft með öll sín
mál og æðsta valdið í málefnum
þjóðarinnar verið innlent; það
hefir því verið hreint lýðveldis-
fyrirkomulag á íslandi síðan.
Eftir þing 1941 var það án
efa ætlun Alþingis, að þá yrði
um sinn, „vegna ríkjandi á-
stands,“ látið sitja við þær ráð-
stafanir í sjálfstæðismálinu,
sem gerðar höfðu verið 17. maí.
Eftir var aðeins að ganga form-
lega frá sambandsslitum við
Danmörku og stofnun lýðveldis,
en raunverulega hafði hvort-
tveggja verið gert og Alþingi
áskilið íslandi allan rétt til að
stíga síðasta skrefið þegar því
þætti henta.
En svo gerist það, að á vetr-
arþinginu siðasta er borið fram
og samþykkt frv. um breyt-
ingar á stjórnarskrá konungs-
ríkisins íslands og hefir það nú
verið endursamþykkt á auka-
þinginu og hlotið staðfestingu
sem stjórnskipunarlög. í þess-
um nýju stjórnskipunarlögum
er ekki minnst einu orði á stofn-
un lýðveldis. Hins vegar fannst
ýmsum felast í þeim nokkur
viðurkenning á því, að ísland
væri konungsríki og að sam-
þykkt þess væri því ekki í sem
beztu samræmi við yfirlýsingar
Alþingis 17. maí 1941.
Flutningsmenn og stuðnings-
menn þessa máls fundu og
þetta sjálfir og þess vegna tóku
þeir upp sjálfstæðismálið á ný,
án þess að hafa samráð um það
við allt þingið, eins og jafnan
áður hafði verið gert í því máli.
Núverandi ríkisstjórn lýsti yf-
ir því, að hún mundi leggja lýð-
veldisstjórnarskrá fyrir auka-
þing það, sem nú situr og yrði
það svo samþykkt til fullnaðar
í haust, eftir að kosningar
hefðu farið fram; þá yrði stofn-
að lýðveldi á íslandi — með
nýrri stjórnarskrá.
Nú er aukaþingið að enda og
engin lýðveldisstjórnarskrá,
hefir verið fyrir það lögð og
allir vita, að svo verður ekki
gert. Skal hér ekki rætt um or-
sakir þess.
Án efa verða þetta mörgum
vonbrigði vegna þess, að svo
mikið var talað um lýðveldis-
stjórnarskrá í kosningunum í
vor, einkum af Sjálfstæðis-
mönnum, og henni heitið nú í
haust.
Vegna þessa mikla umtals
um lýðveldisstjórnarskrá, hafa
menn minna hugsað um sjálf-
an kjarna málsins: stofnun
lýðveldis á íslandi.
Það þarf enga nýja stjórnar-
skrá til að stofna lýðveldi, og
lýðveldi hafa yfirleitt ekki ver-
ið stofnuð með stjórnarskrár-
breytingum.
Það var engin stjórnarskrár-
breyting gerð 10. apríl 1940,
þegar ísland tók öll sín mál í
eigin hendur, ekki heldur 17.
jjúní 1941, þegar Alþingi kaus
1 ríkisstjóra, og þó hefir enginn
véfengt gildi þessará ráðstaf-
ana. Á sama hátt getur Alþingi
stofnsett lýðveldi á íslandi á
einum degi, hvenær sem því
þykir henta, án stjórnarskrár-
breytinga. Hitt er svo annað
mál, að eðlilegt og rétt væri,
að setja hinu unga lýðveldi ný
stjórnskipunarlög svo fljótt
sem ástæður leyfðu.
Að mínu áliti getur stofnun
lýðveldis meira að segja tæp-
lega farið fram með stjórnar-
skrárbreytingu. Stofnun lýð-
veldis úr konungsríki, eins og
ísland hefir verið, sé ég ekki að
geti farið fram nema með
tvennum hætti: 4
1. Að konungurinn afsali sér
og erfingjum sínum kon-
ungdómi.
2. Að konungurinn sé settur
frá völdum.
Ef annað af þessu tvennu
skeður, er venjulega stofnað
lýðveldi, þótt engin lýðveldis-
stjórnarskrá sé til í bráðina. Að
vísu hefir oftast verið bylting
samfara slíkum breytingum, en
ekkert sýnist því þó til fyrir-
stöðu t. d. hér, að þetta geti
gengið friðsamlega.
Að mönnum yfirleitt hefir
IÓNAS JÓNSSON:
Bjarni í Asgurði
Skriitamál
Sósíalísta
„Því miður eru miklar líkur
til, að verðgildi peninganna
verði með þeim hætti eftir stríð-
ið, að lítils verði hægt að afla
af varanlegum verðmætum
fyrir þá. Fari svo, þá vaknar
þjóðin við þann vonda draum
að stríðinu loknu, að hún er fá-
tækari en fyrir stríð, og það
miklu fátækari.“
Þetta er ekki „hrakspá Tím-
ans,“ sem andstæðingablöðin
nefna svo, heldur er þetta játn-
ing, sem ^getur að lesa í Þjóð-
viijanum 4. þ. m.
Það er eftirtektarvert, að
blöð Alþýðuflokksins og Sósíal-
ista hefja samtímis upp harma-
grát um verðbólgu og verðleysi
peninganna, jafnskjótt og þau
hafa „knúið fram kjarabætur
til handa öllum verkamönnum
og launastéttum landsins,“ eins
og þessi blöð eru vön að kom-
ast að orði.
En Þjóðviljinn segir meira:
„Á hverjum mundi verðbólga,
sem leiddi til þess, að pening-
arnir yrðu einskis virði í stríðs-
lok, bitna fyrst og fremst?“
Og blaðið svarar þessu ná-
kvæmlega eins og Haraldur
Guðmundsson, er hann sagði,
að dýrtíðin gerði þá ríku rik-
ari og þá fátæku fátækari:
„Allur þjóðarauðurinn færist á
hendur þeirra, sem eiga fram-
leiðslutæki, jörð eða önnur var-
anleg verðmæti Allir þeir, sem
ekkert eiga af slíkum verð-
mætum, verða örsnauðir.
Þetta er nákvæmlega það,
sem Tíminn hefir hvað eftir
annað bent á, einföld stað-
reynd, sem allir viti bornir
menn hafa séð og sjá í hendi
sér.
En sósíalistar hafa ekki ver-
ið á því að viðurkenna það fram
að þessu. Þeir hafa þvert á
móti heimtað hlutdeild í stríðs-
gróðanum til handa launa-
mönnum með því að hækka
grunnkaup, — kjarabætur.
Þeir hafa fengið vilja sinn.
En á sama tíma sjá þeir, að
hjól dýrtíðarinnar tekur að
snúast með ofsahraða: Kaup
hækkar, vörur hækka, kaup
hækkar og þannig koll af kolli.
Sósíalistar fyllast skelfingu.
Afleiðingin af gerðum þeirra
kemur fyrr í ljós en þá varði.
Hún verður ekki dulin, og þeir
reyna ekki að dylja lengur það,
sem þeir vissu fyrir en þögðu
um:
Kjarabæturnar — vaxandi
dýrtíð og verðbólga gerir þá
ríku ríkari og þá fátækari fá-
tæari.
Þess vegna upphefur Þjóð-
viljinn nú sína raust og þykist
vilja vara við afleiðingum af
eigin stefnu. Hann segir:
„En ekki orkar það tvímælis,
að afleiðingar verðbólgunnar
bitna harðast á verkmönnun-
um. Verðbólgan þýðir tvímæla-
laust atvinnuleysi og það í enn
geigvænlegri mynd en áður
hefir þekkst.“
Áður hafa þeir gyllt það fyrir
verkamönnum að kauphækkun
þeirra hefði engin áhrif á verð-
lagið.
Nú hefir kaupið hækkað og
þeir sjá svart á hvítu, að verð-
lagið fylgir eftir. Þá taka þeir
að skrifa um ógæfu -verðbólg-
unnar, sem komi harðast nið-
ur á verkamönnum.
En um leið skrifta þeir synd-
samlegar afleiðingar sinnar
eigin stefnu, — sinna eigin
gerða.
Hin veika stjórn Ólafs Thors,
sem þeir fögnuðu svo mjög í
vetur, hefir freistað þeirra til
að leiða ógæfu verðbólgunnar,
ekki aðeins yfir verkamenn,
heldur þjóðina í heild.
Og þeir hafa gert meira. Þeir
hafa aflað okkur fyrirlitningar
þeirrar þjóðar, sem við höfum
nú mest saman við að sælda.
Samtímis því sem forseti
Bandaríkjanna krefst skjótra
aðgerða gegn verðbólgunni þar
í landi, er verðbólgustefnan
sett í öndvegi á íslandi og hjól
dýrtíðarinnar sett á fulla ferð!
4-
Vorið 1919 var óvenjulegur
mannfögnuður á Þingvöllum.
Framsóknarflokkurinn hélt þar
sitt fyrsta flokksþing, með
fniklu fjölmenni hvaðanæva af
landinu. Þessi Þingvallafundur
var hinn raunverulegi stofn-
fundur Framsóknarflokksins.
Það var í fyrsta sinn, sem á-
hugamenn úr liði ungmennafé-
laganna, leiðtogar úr fylkingu
samvinnumanna, og áhuga-
bændur úr flestum héruðum
hittust á hátíðlegum stað til að
festa sameiginlega heit um að
vinna óhvikult að frelsi og
framför lands og þjóðar.
Á þessum fundi var Bjarni
Jensson bóndi í Ásgarði í Dala-
sýslu einn af þeim mönnum,
sem vöktu mesta eftirtekt. Hann
var þá kominn yfir miðjan ald-
ur, mikill maður vexti, þrekleg-
ur, fríður maður og djarflegur
í framgöngu. Hann var í hví-
vetna hinn kempulegasti. Hárið
var þétt og mikið, og alskegg
niður á bringu. Mæltu það
margir fundarmanna, að Bjarni
í Ásgarði minnti flestum frem-
ur á hina fornu héraðsríku
höfðingja, sem settu sér lög og
dæmdu dóma á Þingvöllum um
margra alda skeið.
Þetta var orð að sönnu. Bjarni
Jensson var mikill héraðshöfð-
ingi í Dölum frá því hann var
ungur bóndi og þar til hann
andaðist 4. ágúst í sumar, 77
ára að aldri. Bjarni var
sonur Jens bónda að Hóli
í Dölum. Jens var mynd-
arbóndi og einn af helztu
styrktarmönnum Torfa í Ólafs-
dal, við hina margþættu kaup-
félagsstarfsemi, sem Torfi hratt
af stað á síðasta fimmtungi 19.
aldarinnar. Bjarni fylgdi í
spor föður síns. Hann fór ungur
til náms í bændaskólann í Ól-
afsdal, og varð fyrir miklum á-
hrifum af Torfa skólastjóra.
Skömmu síðar setti Bjarni bú
saman og flutti að Ásgarði í
Hvammssveit. Það er mikil jörð
og fögur. Bjarni bjó þar með
hugkvæmst það, að stofna lýð-
veldi með stjórnarskrárbreyt-
ingu, hygg ég að stafi af því
einu, að ríkisstjóri fer með
konungsvaldið en ekki konung-
urinn sjálfur.
Ef konungur hefði getað
gegnt störfum sínum, sem kon-
ungur íslands, mundi þá nokkr-
um hafa komið til hugar, að
lýðveldisstofnun hefði farið
fram á þann hátt, að fyrst hefði
Alþingi samþykkt lýðveldis-
stjórnarskrá, síðan hefði kon-
ungur verið beðinn að rjúfa
þing út af því og svo sam-
þykkja, að lýðveldisstjórnar-
skrárfrumvarpið væri lagt fyr-
ir næsta þing á eftir og þar
næst staðfesta það, sem stjórn-
skipunarlög og þá fyrst láta af
konungdómi? Að vísu er ekkert
hægt að fullyrða um það, en
trúa mín er sú, að konungur
hefði ekki beðið eftir þessu öllu,
heldur sagt af, -sér, þegar hann
sá, að það var vilji þjóðarinn-
ar, og þá var lýðveldið komið á
undan stjórnarskránni, eins Og
reyndar jafnan hefir átt sér
stað, þar sem lýðveldi hafa ver-
ið stofnuð. Mætti nefna fjölda
dæma úr sögu annarra þjóða
um þetta, þótt því sé sleppt
hér.
Það er aðeins einn áfangi
eftir í sjálfstæðismáli þjóðar-
innar: stofnun lýðveldis. Menn
hafa hugsað sér þetta gert með
nýrri stjórnarskrá, en ný
stjórnarskrá er ekki stofnun
lýðveldis, jafnvel þótt hún á-
kveði lýðveldisstjórnarfyrir-
komulag, heldur hitt, að kon-
ungurinn láti af völdum og því
sé yfirlýst, að'landið sé lýðveldi.
Þetta má að minnsta kosti gera
án allrar stjórnarskrárbreyt-
ingar,- Alþingi mundi þá ákveða
til bráðabirgða að kjósa ríkis-
forseta og fela honum það vald,
sem stjórnarskráin hefir hing-
að til veitt konungi. Breyting-
in yrði sú ein, frá því ástandi,
sem nú er, að forseti kæmi í
stað ríkisstjóra og að landið
væri lýst lýðveldi, í stað þess,
að nú er lýst yfir þeirri fyrir-
ætlun, að stofna lýðveldi.
Þegar við stígum síðasta spor-
ið til fulls sjálfstæðis, á að
mínu áliti LÝÐVELDIÐ AÐ
KOMA FYRST, stjórnarskrá
þess á eftir, og þá má gefa sér
nægan tíma til að ganga frá
henni.
Þessi leið tel ég, að hafi ýmsa
kosti fram yfir það, að byrja
með stjórnarskrá, svo sem:
(Framh. á 3. síðu)
óvenjulegri rausn og skörungs-
skap til dauðadags. Hann tók í
arf frá föður sinum og Torfa í
Ólafsdal einhuga trú á gildi
samvinnustefnunnar.
Bjarni varð snemma einn af
mestu styrktarstoðum kaupfé-
lagsirís í Búðardal, og löngum
formaður þess. Svo sem að
sjálfsögðu var hann fram til
síðustu ára fulltrúi sveitunga
sinna í stjórn hreppsins, sýsl-
unn,ar og búrfaðarsambands-
ins. En það verk í almanna-
þágu, sem hann eyddi mestum
tíma til, var stjórn Sparisjóðs
Dalamanna. Sá sjóður varð
banki sýslunnar, undir stjórrí
Bjarna. Þangað leitaði hver
maður í Dölum og víðar að, þeir,
sem .þurftu fjárhjálp, sem
sveitabanki gat annazt. Bjarni
var listaskrifari og vel fær 1
bókfærslu. En hann var gædd-
ur stálminni, og afgreiddi oft
lán og tók við greiðslum á hest-
baki. Þegar heim kom bókfærði
hann afgreiðslu sína og þótti
hvergi skeika. Bjarni tók mik-
inn þátt í landsmálabaráttunni,
einkum 1908 og næstu ár þar
á eftir. Var því við brugðið, hve
mikil stoð Bjarna Jónssyni frá
Vogi var að nafna sínum í Ás-
garði í öllum kosningaharðræð-
um. Eftir sáttmálagerðina ,1918
dró Bjarni Jensson sig meir í
hlé í landsmálabaráttunni, og
fylgdi á hverjum tíma þeim að
málum, sem honum þótti hafa
sér geðfelldust málefni. í deil-
unni um kjördæmamálið 1931
stóð hann í því efni sem öðrum
fast á rétti byggðanna, og þoldi
Baráttan u■■■ bif-
reiðamálin
Bjarni Benediktsson borgar-
stjóri flutti undir þinglok frv.
um að leggja niður bifreiða-
einkasölu ríkisins. Skömmu áð-
ur hafði Alþingi samþykkt, að
óvilja Sjálfstæðisflokksins, að
þriggja manna nefnd skyldi hér
eftir hafa með höndum úthlut-
un bifreiða, og gera opinberlega
grein fyrir ástæðum til veitinga
og synjana.
Mér þótti gegna nokkurri
furðu, að þetta frv. skyldi ekki
koma fram fyr en búið var að
samþykkja tillögu okkar Fram-
sóknarmanna um að hafa rétt-
láta skiptingu undir opinberu
eftirliti, á þessari vörutegund.
Ég gerði þess vegna nokkrar at-
hugasemdir við ræðu borgar-
stjórans.
Ástæðan til þess, að Fram-
sóknarmenn og Alþýðuflokkur-
inn efndu til .einkasölu með
bíla, var sú, að einn af stærstu
bílakaupmönnum landsins, Páll
Stefánsson, notaði sér neyðar-
samninga íslendinga við Spán-
verja, og gerði sig líklegan til að
flytja inn ótakmarkað af bílum
frá Spáni, þó að hér væru hin
mestu gjaldeyrisvandræði. En
Spánverjar neituðu að kaupa
islenzkan saltfisk, ef íslending-
ar leggðu nokkrar hömlur á
innflutning þaðan. Bílaeinka-
salan var nauðvörn hins is-
lenzka ríkis móti þegnskapar-
broti þessa óhófs Mbl.manna,
sem hér áttu hlut að máli. Á
annan hátt varð hin óskemmti-
lega gróðasókn hans ekki
stöðvuð.
Innflutningsnefnd hafði í
fyrstu, svo sem vera bar, með
höndum skiptingu bíla þeirra,
sem efni voru á að kaupa til
landsins. En nefndinni þótti
það erfitt verk, og sérstaklega
óþakklátt. Ýtti hún verkinu frá
sér yfir á Svein Ingvarsson, for-
stjóra einkasölunnar. Hann
fann brátt, að engum einum
manni var stætt að eiga að
leysa þennan vanda, og bað rik-
isstjórnina um sérstaka nefnd
til að hafa með höndum þetta
verk með sér. Hafa margar
nefndir starfað að þessu máli
með Sveini Ingvarssyni, en
nokkur skipti orðið á mönnum,
eftir breytingum í ríkisstjórn-
inni. Seinast störfuðu að þessu
máli með forstjóranum Stefán
Jónsson, skrifstofustjóri í inn-
flutningsnefnd, og Jóhann Ól-
afsson kaupmaður. Gerðu þeir
fyrir ári síðan tillögu um skipt-
ingu vörubíla, sem von var á til
landsins, og var sú skipting vel
undirbúin og rökstudd.
• Skömmu eftir að hér var
illa að gengið væri á rétt
þeirra.
Ásgarður er í þjóðbraut og
um Bjarna mátti segja, að
hann byggði skála sinn þvert
yfir veginn. Hann var einn
hinn skörulegasti gestahöfð-
ingi á íslandi í seinni tíð, og ef
til vill hinn síðasti í þeirri
miklu fylkingu. Gestrisni
Bjarna í Ásgarði var óvenjuleg.
Hann vildi að allir, sem um
veginn fóru, kæmu heim til að
þiggja beina og fyrirgreiðslu.
Og veitingar í Ásgarði voru ekki
af skornum skammti. Bjarni
hafði stórbú og mikla að-
drætti. En svo var hann veitull,
að gestir, sem komu þar oft,
undruðust, að hús hans skyldi
jafnan vera byrgt af þeim
ágæta, mq,rgþætta og þjóðlega
mat, sem þar var á borðum.
Gestum Bjarna í Ásgarði var
ekki ætlað að sitja hljóðir að
sið indverskra spekimanna.
Sjálfur var húsbóndinn fullur
af fjöri og kæti. Allir, sem komu
undir hans þak, urðu a. m. k.
í bili fyrir vekjandi áhrifum af
glaðværð og ljósi húsbóndans.
Ef gestir buðu borgun fyrir
greiða í Ásgarði, þótti Bjarna
sér misboðið og þverneitaði að
taka móti fé fyrir gestrisni
Þó fór svo á allra síðustu árum,
eftir að stórhópar komu í bif-
reiðum að Ásgarði, að hann lét
viðgangast að greiði væri seld-
ur, en ekki var sú iðja honum
að skapi.
Sá hlutur kom fyrir Bjarna
í Ásgarði, sem sjaldgæfan má
kalla, að hann reisti sjálfan sig
komið sögu, fór Sveinn Ingvars-
son til Ameríku, til innkaupa
á vörubílum, mannflutninga-
bílum og hjólbörðum. Var þessi
ferð nauðsynleg, því að ekki var
seinna vænna um innkaup í
í Bandaríkjunum, þar sem bif-
reiðaframleiðslu til almenn-
ingssölu er nú hætt. Tókst
Sveini Ingvarssyni að ná góð-
um kaupum á allmiklu af vöru-
bílum, sem nú eru nýkomnir til
landsins, að líkindum síðustu
nýir vörubílar, sem koma hing-
að þar til eftir að Stríðinu lýk-
ur. Auk þess tókst honum að ná
kaupum á 150 mannflutninga-
bifreiðum, sem koma hingað
smátt og smátt eftir því sem
flutningi verður við komið.
Eftir að Sveinn Ingvarsson
var farinn í þessa skylduferð til
Ameríku, sem bar- svo mikinn
árangur, tók Jakob Möller ráð-
herra það óheillaráð, að gerast
útskiptari og afgreiðslumaður
á bílum, sem til landsins komu.
Breytti hann stórlega úthlutun
nefndarinnar um vörubíla, og
tók, að því er virtist, algerlega
í sínar hendur alla yfirumsjón
með innflutningi mannflutn-
ingabifreiða. Skapaði ráðherr-
ann sér meira annríki og um-
stang í þessu efni, heldur en
fordæmi eru til í sögu íslenzkr-
ar sjálfstjórnar. Bílstjórar og
væntanlegir bílkaupendur voru
að jafnaði 20—30 saman í bið-
stofu ráðherra, þegar nokkur
von var að ná þar tali af hon-
um. Urðu aðrir, sem erindi áttu
við stjórnardeildina, að lúta í
lægra haldi fyrir þessum vold-
uga sóknarher. Inni í skrifstofu
ráðherrans var síminn stöðugt
á hreyfingu, og fyrst og fremst
talað um bíla. Til að fá ein-
hvern starfsfrið, tók ráðherr-
ann það ráð að hafa ekki við-
talsíma nema einu sinni í viku
og þá stuttan tíma. En frið var
ekki að fá fyrir því. Hvar sem
ráðherrann gekk um götur bæj-
arins mætti hann bílbiðlum
sínum, og þeim oft ærið áfjáð-
um. Ekki varð heimili ráðherr-
ans honum „kastali“ að enskum
sið. Bílbiðlarnir höfðu auga á
framdyrum og bakdyrum, en
inni í húsinu æpti síminn með
hárri rödd óskir um bíla, miklu
fremur én eilífa sáluhjálp.
Ráðherrann tók afgreiðslu
sína eins og miklir sveitabænd-
ur ráða fram úr smámálum.
Hann vildi gleðja sem flesta, en
fann innan skamms, að hann
var á hættulegri leið, því að'
fyrir hvern einn, sem fór glað-
ur, voru 10, sem boðuðu honum,
(Framh. á 4. síSu)
frá dauðum. Þegar hann var
orðinn aldraður maður tók
hann einkennilega sýki, sem
læknar báru varla skyn á, en
töldu þó banvæna. Lá hann á
þekktu sjúkrahúsi undir eftir-
liti góðra lækna. Bjarni megr-
aðist með hverjum degi sem
leið og þóttist hann sjá á svip-
móti manna, að ekki væri bú-
izt við að hann ætti langt eftir
ólifað. Hann tók þá til sinna
ráða, lét með leynd útvega sér
glas með joðdrykk, og tók að
blanda því í alla mjólk, sem
honum var ætlað að drekka.
Gerði hann blönduna að sama
skapi sterkari sem lengur leið.
Tók honum þá brátt að batna,
og varð brátt alheill, lét sér
aftur vaxa hvítt skegg niður á
bringu, stýrði búi sinu og fór
með héraðsmál eins og ekki
hefði í skorizt. Þakkaði hann
þessa lífgjöf sína eins og flest
annað gott áræði sínu og bjart-
sýni.
Jarðarför Bjarna Jenssonar
fór fram síðastliðinn mánudag.
Kom um 300 manns að útför
hans, og fylgdu honum tli
grafar að Hvammi, bæ Auðar
djúpúðgu. Ekkja hans og börn
héldu stórmannlega erfidrykkju
að Ásgarði og Hvammi. Þau
munu hafa kunnað glögg skil á
því, að Bjarni Jensson myndi
hafa kosið að hans síðasta
gestaboð væri jafn stórbrotið
eins og hæfði þeim bónda, sem
reist hafði skála sinn yfir þvera
þjóðbraut.
Auglýsið í Tímanum!