Tíminn - 12.09.1942, Blaðsíða 2
398
TlMlM, langardaginn 12. scpt. 1942
101. blað
Um dýrtíðarmálin
Eftir Jón Arnason framkvæmdastjóra
'gímirm
Laufjardag 12. sept.
Misþyrmmgín á
sjáifstæðismálínu
Það er áreiðanlegt, að um
langt skeið hefir ekkert vakið
meiri gremju hjá þjóðinni en
misþyrming stjórnarflokkanna
á sjálfstæðismálinu.
Stjórnarflokkarnir hefja af-
skipti sín af málinu með því að
rjúfa þá friðhelgu venju, að
málið skuli hafið yfir flokka-
deilur og aðalflokkarnir reyni
jafnan að standa saman um að-
gerðir í því. Þeir lýsa yfir því,
án minnsta samráðs við Pram-
sóknarflokkinn, að lýðveldið
skuli stofnað í sumar, ef kjör-
dæmamálið nái fram að ganga.
Þess vegna sé það eitt hið sama
að fella kjördæmamálið og fella
lýðveldið. Það sé því raunveru-
lega kosið um lýðveldismálið.
Það er augljóst, að stjórnar-
flokkarnir hófu þennan áróður
í sjálfstæðismálinu eingöngu
vegna kjördæmamálsins. Þeir
höfðu aldrei minnzt á þetta
einu orði áður en það mál komst
á dagskrá. Þeir tóku sjálfstæð-
ismálið beinlínis upp á þennan
hátt til að vega á móti óvin-
sældum kjördæmamálsins.
Þetta hernaðarbragð stjórn-
arflokkanna bar líka tilætlað-
an árangur. Þeir unnu kosning-
arnar, vegna lýðveldismálsins.
Til frekari sannindamerkja
um að þeim væri alvara, létu
stjórnarflokkarnir kjósa nefnd
í þinginu til að undirbúa lýð-
veldisstjórnarskrá fyrir næsta
þing og tilkynntu Danakonungi,
að honum yrði vikið frá völd-
um í sumar.
Þannig var ekki aðeins þjóð-
inni tilkynnt það, heldur öllum
umheiminum, að lýðveldið yrði
stofnað á þessu sumri.
Nú eru efndirnar á þessu
stóra kosningaloforði stjórnar-
flokkanna kunnar orðnar. Lýð-
veldisstofnunin hefir ekkert
þokazt nær markinu. í þess
stað hafa verið samþykktar
tvær stjórnarskrárbreytingar,
þar sem ísland er yfirlýst kon-
ungsriki.
Stjórnarflokkarnir afsaka
þessi brigðmæli með því, að
skapazt hafi þau nýju viðhorf
í málinu, að Bandaríkin hafi
óskað eftir að sambandsslitum
við Dani væri frestað.
En þetta eru engin ný viðhorf.
Þessi afstaða Bandamanna hef-
ir verið kunn síðan veturinn
1941, en þá var opinberlega frá
henni skýrt. Þessi afstaða þurfti
heldur ekki að hamla lýðveldis-
stofnuninni, eíns og Pétur Otte-
sen hefir greinilega sýnt fram
á, þar sem hervarnarsáttmál-
inn tryggði okkur vinsemd og
viðurkenningu Bandamanna.
Hér er því ekkert annað að
gerast en það, að skriðið er bak
við útlent vald til að afsaka
brigðmæli og svik f sjálfstæðis-
málinu, sem eingöngu rekja
rætur til áhugaleysis og mann-
dómsskorts stjórnarforustunn-
ar.
Hér hefir verið unnið eitt
hörmulegasta verk íslandssög-
unnar. íslendingar eru látnir
leika fyrir umheiminum mann-
dómslausa aumingja, sem
renna frá yfirlýsingum í frelsis-
málum sínum, ef þeir mæta
smávægilegustu erlendri mót-
stöðu. Það verður áreiðanlega
reynt að ganga á þetta lagið,
fyrst þrótfur íslendinga reynd-
ist ekki meiri, þegar á reyndi
i fyrsta sinn.
Það var ekki nema ein leið
til að hvarfla frá þessum yfir-
lýsingum. Hún var sú, að leggja
allt stjórnarskrárbrölt til hlið-
ar og hefja samstarf um innan-
landsmálin, til þess að þjóðin
yrði sem sterkust, er lokasporið
í fullveldismálunum yrði stig-
ið. Fyrst stjórnarskrárbröltinu
var hins vegar haldið áfram,
var engin sæmileg afsökun til
að hverfa frá yfirlýsingunum.
Þessi var skoðun Framsóknar-
flokksins. Hann var því reiðu-
búinn að standa við yfirlýs-
ingarnar, þótt þær væru gefnar
án vitundar hans og í óþökk
hans upphaflega. Það var eina
Þjóðviljinn og Alþýðublaðið
hafa gert að umræðuefni grein,
sem ég skrifaði nýlega í Tím-
ann. Ég var fjarverandi nokkra
daga, og því hefir dregizt fyrir
mér lengur en skyldi að gera
athugasemd við ummæli
nefndra blaða.
Mér kemur það undarlega
fyrir sjónir, þegar Þjóðviljinn
vítir það, að ég skuli vilja koma
á skyldusparnaði og þegn-
skylduvinnu (vinnuskyldu). í
sama blaðinu er ritstjórinn að
bollaleggja það, að taka stríðs-
gróðann úr umferð. Nú veit ég
ekki hvað það er, sem þessi
maður kallar stríðsgróða og á
hvern hátt hann ætlar að taka
hann úr umferð. Á því hefir
hann enga skýringu gefið. En
mér skilst, að varla verði stríðs-
gróði tekinn úr umferð, svo að
haldi komi til að verjast verð-
bólgu, nema komið verði á
skyldusparnaði, eins og ég og
fleiri hafa bent á. Með skyldu-
sparnaði er ætlazt til þess, að
sá hluti af tekjum manna, sé
lagður til hliðar, — sé sviftur
kaupmætti í bili, — sem af-
gangs er frá skattgreiðslu og
bráðustu lífsnauðsynjum.
í bók eftir enska hagfræðing-
inn J. M. Keynes, sem út kom
leiðin úr því, sem komið var, til
að komast hjá vansæmd er-
lendis. En stjórnarflokkarnir
óskuðu aldrei eftir slíku sam-
starfi við Framsóknarflokkinn,
heldur gugnuðu strax og byrj-
uðu að búa til ýms gervimál, sem
áttu ekkert skylt við lýðveldis-
stofnun á þessu ári.
Sjálfstæðismálinu hefir verið
stórlega misþyrmt. Friðhelgin
um það er rofin og það notað til
framdráttar óvinsælu máli. í
sama tilgangi eru birtar stór-
orðar yfirlýsingar innanlands og
erlendis. Þetta gerir sitt gagn
til að koma fram hinu óvinsæla
máli og þá er líka strax hlaupið
frá yfirlýsingunum. Þjóðin
stendur uppi blekkt og vonsvik-
in og umheimurinn horfir fyr-
irlitningaraugum til þessarar
fámennu útkjálkaþjóðar, sem
rennur af hólmi í frelsismál-
unum við minnsta mótblástur.
Aldrei hafa íslendingar verið
smærri í augum útlendinga en
í dag.
Þjóðin hefir gleymt fortíð
sinni, ef hún geldur ekki rauð-
an belg fyrir gráan flokkunum,
sem þannig hafa misþyrmt
frelsismálum hennar. Þ. Þ.
Við fórum með áætlunarbíl úr
Reykjavík að Kirkjubæjar-
klaustri 11. ág. sl. Daginn eftir
héldum við austur í Fljótshverfi
og vorum komnir að kveldi hins
þriðja dags upp að jökli í Djúp-
árbotnum. Fylgdi Björgvin
bóndi Stefánsson á Rauðabergi
okkur og flutti farangurinn á
fjórum hestum.
í febr. 1940, er gerð mjög skýr
grein fyrir því, hvernig hægt sé
að koma á skyldusparnaði, og
hver nauðsyn það sé, jafnvel
þó stórkostlega mikið sé að þvl
unnið að fá fólk til að spara af
frjálsum vilja, eins og gert hefir
verið í Englandi síðan stríðið
hófst. Ég held, að oss íslend-
ingum sé engu minni þörf en
stríðsþjóðunum að spara til ár-
anna eftir styrjöldina, og þó
alveg sérstaklega að kaffæra
oss ekki sjálfa í peningaflóði
með því að láta fjármunina
leika lausum hala. Síðan ég
skrifaði fyrri grein mína, er
búið að opna allar flóðgáttir,
með síðustu aðgerðum í launa-
málunum, svo að verðhækkun-
araldan flæðir yfir landið með
ægilegum hraða. Kapphlaupið
milli launa og verðlags er kom-
ið í algleyming og mun valda
fjárhagslegri tortímingu, ef
ekki er reynt að stífla flóðið og
bjarga því sem bjargað verður.
Vér erum að vísu komnir út í
ófæru, en verri getur hún orðið,
ef ekkert er aðgert annað en að
hvetja til sífelldra launahækk-
ana, sem svo leiða af sér til-
svarandi verðlagshækkanir.
Þá hefir Þjóðviljinn mikið
rætt um að skipuleggja vinnu-
aflið í landinu. Jafnframt eru
þeir kommúnistar með skæting
við mig fyrir að ég vil koma á
þegnskylduvinnu, svo að hægt
sé að láta höfuðatvinnuveg-
unum í té nægilegt vinnuafl.
Ég veit ekki hvernig það er
hægt öðruvísi en með þegn-
skylduvinnu. Eða ætlast kom-
múnistar til, að slæpingjar, sem
ekki nenna að vinna, sleppi við
skyldur sínar við þjóðfélagið,
og að þeir, sem eru að dútla við
þarflausa hégómavinnu, fái að
halda því áfram, þó landbún-
aðurinn dragist óðfluga saman,
vegna skorts á vinnuafli, og
jafnvel fiskiveiðunum sé líka
hætta búin af sömu ástæðum.
Ef einhver alvara er á bak
við „slagorð“ kommúnista um
að „skipuleggja vinnuaflið" og
„taka stríðsgróðann úr um-
ferð“, fæ ég ekki betur séð en
að þeir séu mér sammála bæði
um skyldusparnað og vinnu-
skyldu.
Alþýðublaðið fór hörðum orð-
um um gerðardómslögin og
eignar sér heiðurinn af því að
hafa gengið af þeim dauðum.
Reyndi það, meðal annars, að
nota málstað sínum til fram-
dráttar, að ég viðhafði þau orð
14. ág. Selfluttum farangur
um 4 km. upp á jökul. Jökull-
inn ógreiður vegna vatnsrása.
Veður bjart.
15. ág. Komumst um 5 km.
áleiðis. Tjölduðum á hjarni um
5 km. vestur af Hágöngum.
Sólskin.
16. ág. Fórum 10 km. norður
eftir. Færi þungt. Rigning og
um gerðardómslögin, að „ég
hefði aldrei verið verulega trú-
aður á þessa leið eina saman“.
Rökstuddi ég þessa skoðun með
því, að á meðan eftirspurn eftir
vinnuafli er meiri en hægt er
að fullnægja, hækkar kaupið í
einhverri mynd. En þar sem
framboð á framleiðsluvörum
landbúnaðarins er meira en
markaðurinn tekur á móti,
fyrirbyggir lögbinding afurða-
verðsins, að verð á þeim vör-
um verði hærra en lögákveðið
er. Nú er þeirri veiku vörn, sem
fólst í gerðardómslögunum,
rutt úr vegi og afleiðingarnar
þegar farnar að koma í ljós með
ægilegum kauphækkunum og
vitanlega tilsvarandi verðJ
hækkunum á nauðsynjavörum.
Það var ekki að mínu áliti leið
til viðreisnar að afnema gerð-
ardómslögin, heldur styrkja þau
með róttækum ráðstöfunum,
sem gerðu unnt að halda kaup-
gjaldi og vöruverði í skefjum
eins og ég benti á í grein í Tím-
anum, sem áður er nefnd.
Jón Blöndal hagfræðingur gat
ummæla minna að nokkru í
langri grein í Alþýðublaðinu,
þar sem hann meðal annars
brigzlar Framsóknarmnönum
um svik við stefnu sína í lands-
málum. Ég held nú sannast að
segja, að Framsóknarmenn séu
alveg eins dómbærir um það og
J. Bl., hvaða stefnu þeir eigi að
fylgja i landsmálum. Um það
get ég ekki dæmt, hvort allir
Framsóknarmenn eru mér sam-
mála um þær aðgerðir í dýr-
tíðarmálunum, sem ég tel nauð-
synlegar. En það er nú svo í
Framsóknarflokknum, að menn
hafa frjálsræði til að hugsa og
tala um almenn mál, án þess
að vera gerðir flokksrækir, eða
stimplaðir sem flokkssvikarar.
Þess vegna hefir Framsóknar-
flokknum oft tekizt að finna
leiðir úr ógöngum, sem aðrir
flokkar hafa gefizt upp við, og
er það ólíkt karlmannlegra,
jafnvel þó orkað geti óvinsælda
í svipinn, heldur en hinn al-
gerði svefn og aðgerðaleysi, sem
hefir einkennt Alþýðuflokkinn
mörg undanfarin ár, og hvergi
hefir komið skýrar fram en í
dýrtíðarmálunum.
Það lítur út fyrir, að mál-
svarar Alþýðuflokksins álíti, að
á árunum fyrir styrjöldina hafi
verið réttlátt hlutfall milli verð-
lags á landbúnaðarvörum og
kaupgjalds verkamanná. Þetta
er hin mesta fjarstæða, eins og
síðan snjókoma'um kvöldið.
17. ág. Dagleiðin um 15 km.
Tjölduðum 7 km. norður af
Pálsfelli. Bjartviðri.
18. ág. Stefna ANA, vestan
Háubungu og yfir hálsinn norð-
vestur úr henni. Komum að
Grímsvötnum að suðvestan.
Héldum austur með dalbrún-
inni og tjölduðum sunnan við
dalinn miðjan. Fundum „forða-
búr“, sem dr. Nielsen hafði skil-
ið eftir 1936. Þar í bréf til Ahl-
manns og Jóns Eyþórssonar.
Dagleið 12 km. Bjart veður.
19. ág. Dimmviðri. Lágum í
tjaldinu.
20. ág. Þokunni léttir nokkuð,
svo að útsýn opnast yfir dal-
inn. Unnum að landmælingum.
Einnig mældum við hita í vik-
uröldunni, sem forðabúrið var
á. Reyndist hann 40 stig í 50
cm. dýpi. Jóhannes Áskelsson
segir, að þarná hafi aðeins mó-
að í vikurinn, þegar kassarnir
voru látnir þar 1936.
21. ág. Þokuslæðingur en
bjartviðri. Gengum á skíðum
austur á austasta hnúkinn og
þaðari í stóran sveig austur og
norður í dalinn, en síðan vest-
ur yfir hann upp skriðjökul í
SV-horninu og heim í tjald.
22. ág. Bjartviðri. Þokuslæð-
ingur á hæstu bungum. Héldum
heimleiðis upp úr hádeginu.
Færi var gott í fyrstu, en síðan
mjög þungt vegna snjóbráðar.
Tjölduðum 3 km. norður af
Pálsfelli eftir 21 km. göngu.
23. ág. Frostsnjór og ágætt
færi urri morguninn en fór
versnandi, þegar neðar dróg á
ég og margir aðrir hafa marg-
sinnis bent á. í landbúnaðar-
og fjárhagskreppunni, sem
byrjaði hér á landi 1930, féll
verð landbúnaðarvara niður úr
öllu valdi, en kauptaxtar verka-
manna stóðu í stað, eða hækk-
uðu, frá því sem verið hafði í
góðærunum fyrir 1930. Með af-
urðalöggjöfinni, sem sett var
1934, tókst að hækka verð á
landbúnaðarvörum nokkuð, og
verja bændastéttina verstu á-
föllunum, en þó fór fjarri því,
að landbúnaðarafurðir kæm-
ust nokkurn tíma í það verð,
sem þurfti til að jafnast á við
hina gildandi kauptaxta. Árin
1935—38 var t. d. meðalverð það,
sem bændur fengu greitt fyrir
dilkakjöt 85—90 aurar fyrir
kílóið. Þessi ár var kjötverðið
að jafnaði lítið eitt hærra á
innlenda markaðnum en þeim
erlenda, en þó munaði það svo
litlu, að verðjöfnunargjald, sem
greitt var af kjöti seldu innan
lands (tæpur helmingur kjöt-
framleiðslunnar), var aldrei
hærra en 10 aurar fyrir kg., og
var það látið nægja bæði til
verðuppbótar á útflutt kjöt, og
til að standast kostnað af störf-
um kjötverðlagsnefndar.
í grein sinni segir Jón Blön-
dal, að „bændur verði í stuttu
máli að gera það upp við sig,
hvort þeir vilji áframhaldandi
tilraunir til þess að þröngva
kosti launastéttanna í því yfir-
skyni, að það sé í þágu bænda-
stéttarinnar.....“
Ég fæ ekki séð, á hvern hátt
bændur hafa þröngvað kosti
launastéttanna. Eg veit ekki
betur, en að launastéttirnar
hafi yfirleitt haft bezta og
tryggasta aðstöðu í þjóðfélag-
inu. Laun embættismanna og
annarra fastlaunamanna lækk-
uðu ekkert í kreppunni eftir
1930, þegar tekjur bænda fóru
niður úr öllu valdi. Og einhver
ljó'sasti vottur þess, hvort hlut-
ur launastéttanna hefir verið
fyrir borð borinn, er hin geysi-
lega ásókn fólks úr öðrum stétt-
um þjóðfélagsins til að komast
á föst laun. Þegar stríðið skall
yfir, og vöruverð fór að hækka,
var strax á það fallizt, að bæta
þessum stéttum verðhaékkun-
ina með fullri dýrtíðaruppbót.
Jón Blöndal hefir þau orð uin
mig, að ég hafi „ekki verið tal-
inn neinn sérstakur vinur
verkalýðssamtakanna eða Al-
þýðuflokksins.“ Ég veit ekki
hvað J. B. kemur þessi vitn-
eskja, en honum til hugar-
hægðar skal ég gera þá játn-
ingu, að ég hefi orðið hina
megnustu vantrú á forustu-
mönnum Alþýðuflokksins, vegna
úrræðaleysis þeirra og bjálfa-
skapar nú um nokkurt skeið.
Þeir virðast vera á móti öllum
tilraunum til umbóta og koma
aldrei með neinar nýtilegar til-
jökulinn. Tjölduðum um 7 km.
frá jökuljaðrinum. Bjart veður
að mestu. Dagleið 24 km.
24. ág. Selflutt niður fyrir
jökul.
25. ág. Gengið að Kálfafelli.
26. -28. ág. Frá Kálfafelli til
Reykjavikur.
lögur til lausnar á vandamál-
unum, eins og bezt sést á niður-
rifsstefnu þeirra í dýrtíðarmál-
unum. Um verklýðssamtökin er
það að segja, að ég álít þau
nauðsynleg og sjálfsögð. En þá
verður þó að ætlast til þess að
verkalýðsfélögin ávinni sér það
traust, að aldrei þurfi framar
til þess að koma, að við undir-
skrift kaupgjaldssamninga
þurfi að endurtaka sig það, sem
gerðist við síðustu Dagsbrúnar-
samninga, þar sem stjórn Dags-
brúnar lofar „að vinna að því
eftir mætti, að samningur þessi
verði haldinn í öllum greinum,
af hálfu félagsmanna, meðan
hann er í gildi.“ Hingað til hef-
ir það þótt nægilegt, að samn-
ingsaðilar undirskrifuðu samn-
inga, sem þeir hafa gert, án
nokkurra viðbótarloforða um
„að vinna að því eftir mætti,“
að þeir skuli haldnir.
Hinu langþráða marki Alþbl.
og Þjóðviljans er nú náð. Allt
dýrtíðaraðhald er úr sögunni
og kauphækkunarkiapphlaupið
í fullum gangi. í kjölfarið kem-
ur svo verðhækkun lífsnauð-
synja, sem fljótlega gleypir all-
an hagnað launastétta og
verkamanna af kauphækkun-
um. Það er eins og þá menn,
sem losað hafa um stíflurnar og
veitt verðhækkunaröldunni yf-
ir þjóðina, sé nú loksins farið
að óra fyrir því, að það, sem
þeir hafa gert, komi þeim sjálf-
um í koll. Verst er að allur
landslýður verður að líða fyrir
aðgérðir þessara skammsýnu
manna.
Hugleiðingar um
sjálistæðismálið
Ég hefi verið að velta því fyr-
ir mér hvort:
1) Jóni Sigurðssyni hefði orð-
ið mikið ágengt í sjálfstæðis-
baráttu íslendinga, ef hann
hefði ávallt farið að tillögu
Stór-Dana,
2) frelsishetj um U.S.A., Ge-
org Washington og Benjamín
Franklin, hefði orðið mikið á-
gengt í sjálfstæðisbaráttu
Bandaríkjanna, ef þeir hefðu á-
valt farið að tillögu enskra
stj órnmálamanna,
3) nokkur þjóð hafi nokkurn-
tima fengið fullt frelsi með und-
anhald að aðalvopni,
4) Atlantshafssáttmálinn svo-
kallaði nái ekki ^il þess lands,
sem umflotið er fyrrnefndu hafi
á alla vegu.
Það verður að berjast fyrir
frelsinu. Sönn frelsisbarátta
skapar afburðamenn. Þess
vegna er það heilög skylda vor
íslendinga að hefja nú þegar
stálharða frelsisbaráttu, hvað
sem, hún kostar. Borgari.
Grímsvötn:
Gerðar voru lauslegar mæl-
ingar og teknar myndir til sam-
anburðar eldri myndum og,
mælingum. Útreikningur mæl-
inganna hefir sýnt, að nú er
jafnhátt í vötnunum eins og
(Framh. á 3. síðu)
Kort þetta er gert eftir mœlingum Steinþórs Sigurðssonar og teiknað af
honum. Suðurbarmur dalsins er 1700 m y. s. Þar eru víða þverhníptir hamrar,
sem jökull hrynur fram af. Yfirborð íssins í dalbotninum er 1360 m eða
340 m lægri en suðurbarmurinn. Að vestan og norðaustan falla brattir skrið-
jöklar niður í dalkvosina. Deplarnir í austanverðum dalnum tákna autt
vatn. Austan við dalinn (t. h. á myndinni) mun vatnið fá framrás í farveg
Skeiðarár, þegar hlatípín veröa.
Steinpór Slgurðsson, magister:
Frá Grímsvötuuiii
í vestanverðum Vatnajökli er um 300 m. djúp dalkvos,
girt hömrum og skriðjöklum á alla vegu.
Landslag er þar líkt því, er þjóðsögur lýsa útilegumanna-
dölum, að því undan skildu, að þar eru engir grænir vellir
né búfé á beit.
í botni dalsins er grænleitt stöðuvatn, að mestu þakið ís-
hellu og snjó. Á stöku stað sér í vatn og gufustróka leggur
sums staðar upp um glufur í ísnum, því að „eldur býr í
ógnardjúpi undir köldum jökulhjúpi.“
í annálum er oft getið um eldgos í Síðujökli, Skaftár-
jökli eða Grímsvötnum, án þess að nokkur vissi nánar um
eldstöðvarnar.
Árið 1918 fóru tveir Svíar yfir Vatnajökul og fundu þá
dalkvos þessa og nefndu Svíagíg.
Árið 1934 varð þarna mikið eldgos. Þá gerðu þeir Jóhann-
es Áskelsson og Guðmundur frá Miðdal ferð til eldstöðv-
anna og kváðu upp úr með það, að hér mundu vera hin
dularfullu Grímsvötn.
Síðan hafa ýmsir til Grímsvatna komið, m. a. dr. Nielsen
og Jóhannes Áskelsson, 1936.
Nýlega fór Steinþór Sigurðsson magister, við fjórða mánn,
til Grímsvatna í könnunarför. Með honum voru þeir bræð-
ur, Einar og Franz Pálssynir úr Reykjavík og dr. Sveinn
Þórðarson menntaskólakennari á Akureyri.
í eftirfarandi grein segir Steinþór i stuttu máli frá ferð-
inni og lýsir, hvernig nú er umhorfs við Grímsvötn.