Tíminn - 12.09.1942, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.09.1942, Blaðsíða 3
101. blað TÍMIM, laMgardaginn 12. sept. 1942 399 Frá Grímsvötnum (Framh. af 2. síSu) það var í lok hlaupsins 1938, og getur þar aðeins munað örfáum metrum, ef munurinn er nokk- ur. Dalbotninn er sem heild marflatur (um 1350 m. y. s.) á um 35 km- svæði, þakinn stór- kornóttum sumarsnjó. Á nokkr- um stöðum eru niðurföll með vatni og vatn á kafla meðfram vesturbrún dalsins. Virðist margt benda til þess, að þessi hluti dalsins sé fylltur vatni, sem þakið er ís og snjó. Öll suð- urbrún dalsins er fast berg, mestmegnis þursaberg að sjá en óreglulegar basalthleinar sums staðar á milli. Brún þessi/ er 300 m há að jafnaði og hall- ar fljótlega suður af, þegar upp' er komið, nema þar sem hrygg- ur gengur suður á Háubungu. Að vestan sér einnig á fast berg á þrem stöðum sunnantil. Vest- urbrún dalsins er um 100 m lægri en suðurbrúnin og ganga þar fram skriðjöklar niður í dalbotninn. Er flatt að sjá til vesturs, þegar upp er komið, og tel ég, að landinu halli fljót- lega suður og Vestur, svo að jöklar þeir, sem falla niður í dalinn, hafa lítinn kraft. Lík- lega er hr'yggur eða hnúkaröð vestan dalsins, þótt ekki sjái á fast berg nema á þrem áður- nefndum stöðum. Að norðan og austan virðist dalurinn vera op- inn, nema hvað breið skriðjök- ulstunga gengur inn í hann frá NA. Er hún nokkuð brött sums staðar fremst, en eftir að komið er í 150—200 m hæð, er halli lít- ill norður eftir jöklinum. Meg- instraumur Skeiðárjökuls geng- ur til suðurs austan við dals- mynnið, sem er til austurs, milli áðurnefnds skriðjökuls og hamrabrúnarinar í suðri. Lok- ar Skeiðárjökull að nokkru leyti fyrir dalsmynnið, en hæð- armunur er þó lítill frá yfir- borði dalsins (botnsins) upp á jökulinn. Tel ég líklegt, að landinu halli nokkuð jafnt til norðurs frá dalnum, og sé þar ekki um neina ákveðna brún að ræða (undir jöklinum). Þó eru þar líklega einstaka lágir koll- ar. Sporður sá, sem greinilega er afmarkaður á skriðjöklinum að NA, sýnir um það bil stað þann, þar sem vatnsdýptin er orðin svo mikil, að jökullinn flýtur. Brotnar þar af honum endinn á sama hátt og t. d. af skriðjöklunum í Hvítárvatni, en jakarnir sökkva smám saman í ísinn við tunguna og verða jafn háir yfirborði íssins og samlagast honum. Landið við mynni dalsins vil ég álíta að sé svipað að hæð og neðra borð íssins er nú, en þó hugsanlegt, að þar skerist djúpt gljúfur í gegn á einum eða fleiri stöðum. Samkvæmt þessu ætti því stærð vatnanna að samsvara nokkurn veginn sléttunni, sem nú er — ef allur jökull væri horfinn burtu, og ekki væri gert ráð fyrir neinu gljúfri. Dalurinn er þá í aðalatriðum djúp skál, um- girt hömrum eða bröttum brún- um að sunnan og vestan, en smádýpkar að norðan, og ekki bratt að henni. Að austan lok- ast hún af ávölum hrygg all- breiðum en ekki háum og hallar austur af hryggnum niður í dalinn, sem Skeiðárjökull fellur eftir. Hryggurinn er lægstur um 2 til 3 km norðan við aust- urhorn hamraveggsins. Vestan skriðjökulstungunnar, sem gengur niður í dalinn að NA, milli hennar og vestur- brúnar dalsins, er mikil kvos. Líkur eru til þess, að kvos þessi hafi myndazt í aðaldrátt- um í því formi, sem hún er nú, í hlaupinu 1938. Á flugmynd- unum er svo að sjá, sem spilda sú, þar sem kvosin er nú, hafi þá sokkið allmikið og yfirborð- ið þá orðið svipað eða eins og í syðri hluta vatnsins. Hafði þá myndazt allmikil lægð í jökul- inn, svipuð breiðri og djúpri vatnsrás eða dalverpi, um 8 km að lengd í norður frá NV kvos Grímsvatna. Kom rás þessi frá miklu dalverpi, sem er nokkra kílómetra að þvermáli og er austur af Bárðarbungu. Dal- verpi þetta er algjörlega hulið jökli og fyllist máske alveg á milli hlaupa. Sést dalverpi þetta greinilega á flugmyndum land- mælingarinnar, sem teknar voru 1937 og á flugmyndum, sem teknar voru, þegar hlaupið var 1938. Virtist þá rask hafa Davíð Jónsson á Kroppi i Eyjafirði er sjötugur í dag, 12. september. Tíminn mun bráð- lega flytja grein eftir Jakob Kristinsson fræðslumálastjóra um þennan merka bændaöld- ung. Anna Jóhannsdóttir, hús- freyja á Bessastöðum í Fljóts- dal, varð 65 ára 2. sept. síðastl. Þann dag voru börn hennar öll, þau sem á lífi eru, stödd á heimili hennar, svo og margir sveitunganna, til að halda af- mælisdaginn hátíðlegann. Anna giftist ung Jóni Jónas- syni á Bessastöðum, en missti mann sinn fyrir nokkrum ár- um. Jón var atorku- og áhuga- maður, þjóðhagasmiður og snyrtimenni. Anna er fríð kona, greind, glaðlynd og viðmótsprúð. Hún ber árin svo vel, að fáir ókunn- ugir myndu ætla hana eldri en fimmtuga. Varla hefir þó dags- verkið alltaf verið létt, því 19 börn eignuðust þau hjón og eru 14 á lífi, öll uppkomin og hin mannvænlegustu. Hafa þau tekið að erfðum hagleik og snyrtibrag foreldranna. Þess er naumast að vænta, að stórstígar, fjárfrekar fram- kvæmdir séu hafðar með hönd- um á sveitabúi, samhliða til- kostnaði við að ala upp svo stóran barnahóp. Bessastaðir er fríð bújörð og kostamikil. Með ráðdeild og at- orku húsráðenda, gaf jörðin þessu stóra heimili nægilegt viðurværi og afgang, sem dugði til að bera vel og drengilega all- ar þær skyldur, er á góðu, ís- lenzku sveitaheimili hvíla. Nú eru börnin á Bessastöðum uppkomið fólk. Og nú er þar komið nýtt, vandað íbúðarhús úr steinsteypu. Næst elzti bróð- irinn hefir að auki reist þar snoturt nýbýli. Margt bendir til, að svo verði fram haldið, sem nú stefnir, og mundi það húsfreyju vel að geði. Mætti vel svo fara, að Anna á Bessastöðum yrði einhverja áratugi enn við þá heilsu og með þeim skapsmunum, að hún gæti gefið vegfarendum snotr- an blómvönd úr skrúðgarðinum sínum, þegar svo stendur á ferð- um þeirra, að þeir mega ekki vera að því að leyfa henni að hafa meira fyrir sér. P. H. mest orðið I dalverpi þessu, rás- inni suður af því og NV krika Grímsvatna. Ekki vannst tími til þess að skoða þessar slóðir núna. Á flugmyndum, sem Pálmi Hann- esson tók 1941, var rásin að mestu horfin. Svo var þó að sjá af suðurbrún Grímsvatnadals- ins nú, sem lægð væri þarna enn nokkur í jökulinn. Breyt- ingar, sem orðið hafa síðan 1938, felast aðallega í því, að brúnirnar, sem mynduðust við sigið 1938 í NV krikanum, hafa jafnazt og skriðjöklarnir þar gengið nokkuð fram. Stórfelld- asta breytingin síðan 1935, frá því er dr. Trausti Einarsson mældi þar, er sú, að hryggur- inn vestan dalsins er að heita má horfinn. Sýnir það, að engar líkur eru til þess, að þar sé land undir hærra en hátt vatnsborð í Grímsvötnum, eins og heldur ekki var að vænta. Dalbotninn er nú að heita allur lagður ísi, en vorið 1935 var þar allstórt vatn. Sé reiknað með því, að vatnsborðið hafi verið 1300 m y. s., eins og T. E. gizkar á sam- kvæmt mælingum á nálægum punktum, þá er hækkunin síð- an um 50 m og var þegar orðin það 1938. Jarðhiti allmikill virðist vera á nokkrum stöðum í dalnum. Ef borið er saman við myndir frá 1938, sést, að aðal-niður- föllin í dalnum, þau, sem vatns- fyllt eru, eru á sama stað nú og þá. Virðist ísinn étast neðan frá og sökkva niður á stöðum þessum; bendir þetta til jarð- hita eða strauma undir ísnum. Vatnið er grænleitt mjög að sjá og ópaliserandi eins og í því væru brennisteinskolloidar. — Undir vesturbrúninni sunnan- (Framh. d 4. siBu) Sinclair Lewis Hann var rekinn frá fjórum blöðum — en hlaut Nóbelsverðlaunin eigi að síður. Ég átti samfund við Sinclair Lewis fyrsta sinni fyrir mörgum árum. Við höfðum það þá fyrir sið, ásamt nokkrum náungmn öðrum, að taka vélbát á leigu í Frjálsu höfn á Löngueyju og fara aaðan á makrílsveiðar. Um þær mundir dáðist ég að Lewis rauð- koll sökum þess, að hann varð aldrei sjóveikur. Þótt hafið ham- aðist, og flestir aðrir teldu eigi við vært ofan þilja, sat Lewis kyrr á sínum stað og hélt áfram veiðimennskunni sem blæjalogn væri. Nú dáist ég að Sinclair Lewis, eigi fyrir dugnað hans sem fiskimanns — því að nú get ég dvalið ofan þilja, þótt gefi á bát- inn — heldur sökum þess, að hann hefir ritað fjölmargar frá- bærar skáldsögur. Ef einhver kynni að efast um, að það þyrfti valinn mann til slíks starfs, þá ætti hann bara að reyna það. Sinclair Lewis vakti fyrst athygli árið 1920. Þá hafði hann jegar samið sex bækur, en engin þeirra gat talizt sérstök nýjung í heimi bókmenntanna. Sjötta skáldsagan hans var Aðalstræti, og hún fór sem logi yfir akur. Kvennasambönd bannfærðu hana, prédikarar löstuðu hana opinberlega og sum blaðanna komust þannig að orði, að hún væri móðgun við Vesturheim. Aðalstræti olli ákafri bókmenntastyrjöld, og bergmál þeirrar viðureignar barst alla leið til Evrópu. En fyrir bók þessa komst Lewis I fremstu röð á vettvangi bók- menntanna. Sumir gagnrýnendanna sögðu eitthvað á þessa leið: — Aðal- stræti er að sönnu ágæt saga, en Sinclair skrifar aldrei aðra bók, sem jafnist á við þessa. En rauðhærði pilturinn frá Sauk Center í Minnesota tók til óspilltra málanna og síðan hefir hann — það lá nærri að ég segði hann hafa hripað hálfa tylft bóka, sem náð hafa sölumeti. — En Sinclair Lewis hripar efalaust ekki bækur sínar. Hann um- skrifar þær þvert á móti af kostgæfni og þolinmæði. Hann gerði uppkast að skáldsögu sinni Örvasmiður, er nam sextíu þúsund orðum. Uppkastið var þannig helmingi lengra en skáldsagan reyndist verða, er hann hafði lokið endanlega við hana. Hann vann einu sinni árlangt að skáldsögu um auðæfi og vinnu og fleygði svo loksins handritinu i bréfakörfuna. Hann hóf þrisvar sinnum að rita Aðalstræti. Hann hóf að rita bókina nákvæmlega seytján árum áður en hann lauk henni. Aðalstræti fylgdi hver bókin af annarri, sem flestar náðu sölumeti: Ágóði, Örvasmiður, Elmer Gantry, Dodsworth, Ann Vickers og Slíkt væri óhugsandi hér ..... Ég bað Sinclair Lewis þess einhverju sinni að skýra mér frá undraverðustu staðreyndinni, er hann vissi um sjálfan sig. Hann hugsaði sig um stundarkorn og sagði því næst, að ef hann ynni ekki að ritstörfum myndi hann kjósa sér annað hvort að kenna grísku eða heimspeki við Oxfordháskóla eða að gerast skógar- höggsmaður. Sex mánuði ársins býr Lewis við rausn mikla í húsi sínu við Garðsstræti. Hina sex mánuðina dvelur hann á eyðistað í Ver- mont-fjöllunum, áttatíu mílur i austur frá Burlington. Hann á þar þrjú hundruð og fjörtíu ekra landssetur. Þar er mikið um sykurrækt. Sinclair býr sjálfur til hlynsíróp sitt og gróðursetur grænmetið. Hann fer aðeins i borgina, þegar hann þarf að láta klippa sig. \ Ég spurði hann: — Rauðkollur, hvernig gezt þér að frægðinni? — og hann svaraði: — Ó, það eru mestu óþægindi að henni. Hann skýrði mér frá því, að ef hann svaraði öllum þeim bréfum, er honum bærust, myndi/ hann ekki aðeins verða að leggja rit- störfin á hilluna heldur og verða að stytta svefntíma sinn að mun. Flestum bréfa sinna kastar hann í arininn og horfir á þau brenna. Hann hefir hina mestu vanþóknun á rithandasöfnurum, tekur sjaldan þátt í opinberum veizlúm og forðast að sitja tedrykkjur með samherjum sínum. Þegar ég beindi talinu að erfiðleikum hans áður fyrr, mælti hann: — Ó, mér er raun að þessum rithöfundum, sem eru sí- talandi um byrjunarörðugleika sína. Sannleikurinn er sá, að flestir amerískir rithöfundar hafa of lítið af erfiðleikum að segja. Þeir mæta sízt meiri byrj unarörðugleikum en ungir lækn- ar og lögfræðingar. En þeir virðast hafa hið mesta yndi af því að gera þrautatíma þá, er þeir hafi lifað, að umræðuefni. Ég minnti hann á það, að árum saman hefði það verið venja hans að fara á fætur nokkrum klukkustundum fyrir morgun- verð, hita kaffi og skrifa við eldhúsborðið. Ég minnti hann og á það, að einu sinni hefði hann tekið hundrað og fimmtiu dollara að láni, eldað sjálfur mat sinn, þvegið föt sín og unnið daga og nætur um sex mánaða skeið og þó aðeins selt skrítlu fyrir tvo dollara allan þennan tíma. En hann kveður þetta ekki hafa geta talizt þrautakjör. Hann kveðst aðeins hafa verið að læra iðju sína og sjaldan hafa átt betri daga en einmitt þessi ár. Ég spurði hann þess, hversu mörg eintök hefðu selzt af bókum hans. Hann sváraði því til, að sér væri ókunnugt um það. Ég mælti þá eitthvað á þessa leið: Þú hlýtur þó að geta gert þér það nokkurn veginn í hugarlund? En hann svaraði: — Nei, ég hefi ekki minnstu hugmynd um það. Ég spurði hann þess, hversu mikið fé hann hefði fengið fyrir Aðalstræti. Hann kvaðst ekki vita það og lítt um það hirða. Hann sagðist hafa umboðsmann og bókara, til þess að annast það, er að fjármálum lyti, fyrir sína hönd og aldrei fylgjast neitt með því, hversu mikils hann aflaði. Hann lætur sér fátt finnast um líkamsrækt. Hann er sammála sveitalæknir á sléttum Minnesota, og Sínclair Lewis annaðist það oft að svæfa sjúklingana, er hann framdi læknisaðgerðir sínar. Einu sinni lagði Lewis leið sína yfir Atlantshafið í skipi, sem ætlaður var til kvikfjárflutninga. Öðru sinni ferðaðist hann á öðru farrými til Panama i atvinnuleit. Hann skrifaði ljóð fyrir börn, seldi Jack London uppkast að sögum og var um tíma aðstoðarritstjóri að tímariti fyrir heyrnarlaust fólk. Hann lætur sér fátt til um líkamsrækt. Hann er sammála George Jean Nathan um það, að borgarbúum sé það nægileg líkamsæfing að opna dyr á leigubifreið og klifra upp í hana. Hann hefir alls engan áhuga á íþróttum. Babe Ruth er eini maðurinn, er hann getur ■ nefnt, þeirra, sem hornaleik iðka, og Red Grange er eini knattspyrnumaðurinn, sem hann hefir heyrt getið. — Varst þú ekki rekinn frá þrem fyrstu blöðunum, sem þú starfaðir við? spurði ég. — Nei, ég var rekinn frá fjórum fyrstu blöðunum, sem ég starfaði við, var svar hans. Ég hugðist að spyrja hann, hvaða ráð hann vildi gefa ungum rithöfundum og hóf máls: —Hvaða ráð..........og hann mælti: — Alls ekkert. Hann hefir hina mestu vantrú á því að gefa öðrum ráð. Dag nokkurn talaði maður með sænkum málhreimi við hann í sima og tjáði honum, að hann hefði verið sæmdur bókmennta- verðlaunum Nóbels. Sinclair, Lewis hafði haft nokkur kynni af Svíum heima í Minnesota. Hann hugði, að sænski málhreimur- Samband ísl. samvinnufélaga. Kaupfélög! Munið eftir að senda oss verð skýrslur yðar í byrjun hvers mánaðar. HIGLIMAR milli Bretlands og íslands halda áfram, eins og að undanförnu. Höfum 3—4 skip í förum. Tilkynningar um vöru- sendingar sendist Culliíord’s Associated Línes, Ltd. 26 LONDON STREET, FLEETWOOD. Kauptaxti Idnaðarmannafél. Keflavíkur Frá og með þriðjudegi 8. sept., er lágmarksgrunnkaup félags- manna kr. 3,00 pr. klst. fyrir sveina. Þeir, sem ekki vinna á föstum vinnustað, hafa 15 aurum hærra grunnkaup vegna sum- arleyfis. Meistarar hafa 15% hærra kaup. Eftirvinna greiðist með 50% og nætur- og helgidagavinna með 100% álagi. Full verðlagsuppbót greiðist á þetta kaup. Vinnuvikan er 55 klukku- stundir. Stjól'lim. Verðlag- á kartöilum Útsöluverð Grænmetisverzlunar ríkisins á tímabilinu frá 15. sept. til 31. okt. 1942, skal vera kr. 80.00 pr. 100 kg. Innkaupsverð Grænmetisverzlunar ríkisins má vera 5 kr. lægra pr. 100 kg. Smásöluálagning við sölu í lausri vigt má ekki vera hærri en 30%. Verðið er miðað við góða vöru, aðgreinda eftir þeim reglum, er Grænmetisverzlun rikisins hefir sett um kaup á karftöflum undanfarin haust. Reykjavík, 9. sept. 1942. Verðlagsnefnd Grænmetisverzlunar ríkisins. Allar góðar húsmæður þekkja hínar ágætu SJAFNAR-vðrur Þvottaduftið PERLA ræstiduftið 0PAL krístalsápu og sfangasápu Kaupendur Tímans Nokkrir menn í ýmsum hreppum landsins eiga ennþá eítir að greiða Tímann frá síðastliðnu ári, 1941. Það er fastlega skorað á þessa menn, að sýna skilsemi slna sem fyrst með því að greiða blaðið annaðhvort beint til afgreiðsl- unnar í Reykjavík eða til næsta umboðsmanns Tímans. inn væri aðeins leikaraskapur. Rauðkollur gerði helzt ráð fyrir því, að einhverjir vipa sinna væru að reyna að draga dár að sér og tók því að skrökva að náunganum í símanum. Lewis mátti eigi mæla, er hann komst að raun um það andar- taki síðar, að þetta var fullkomlega sannleikanum samkvæmt — að sér hafði raunverulega hlotnazt mesta sæmd, sem getur í heimi bókmenntanna.'

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.