Tíminn - 12.09.1942, Blaðsíða 1

Tíminn - 12.09.1942, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. PORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: \ JÓNAS JÓNSSON. ÓTGEFANDI: | FRAMSÓKNARFLOKKURINN. ' RITSTJÓRASKRIPSTOPUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A. Simar 2353 og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOPA: EDDUHÚSI, Llndargötu 9 A. Simi 2323. PRENTSM3ÐJAN EDDA hJ. Simar 3948 og 3720. 26. ár. Rcykjavík, laugardagimi 12. sept. 1942 101. blað Hín sviknu loforð í síálfstædisœálinu: „Við stígum nú hiklaust seinasta skrelið í sjálf- stæðismálinu" sagði Ólaíur Thors 12. júní s.l. Einmitt nii á að leysa það mál og hvergi híka“, sagdi Magnús Jóns- son á afmælisdegi Jóns Sigurðssonar forseta í kosningabaráttunni í vor reyndu stjórnarflokkarnir, og þó einkum Sjálfstæðisflokkurinn, að gera lýð- veldisstofnunina að aðalmálinu. Þeir töldu kjördæmamálið og lýðveldismálið í raun og veru sama málið og Framsóknarflokkurinn væri því raunverulega á móti báðum málunum, þar sem hann berðist gegn öðru þeirra. Þeir kölluðu því Framsóknarflokkinn svikara við lýðveldismálið. Þeir lofuðu því hátíðlega að stofna lýðveldið á þessu ári, ef þeir fengju meirihluta í kosningunum. Því til sönnunar, að hér sé rétt skýrt frá, verða birt nokkur ummæli úr aðalblaði stjórnarflokkanna á þessum tíma. Þessi mynd er af forsíðu Morgunblaðsins á kosningadaginn, 5. júlí síðastliðinn. Sannar hún bezt, hvernig Sjálfstæðisflokkur- inn gerði lýðveldisstofnunina að aðalmáli sínu í kosningunum. En skyldu víkingarnir á Þingvöllum vera sérlega hrifnir yfir pví, hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hefir efnt hin glæstu loforð sín í frelsismálinu. Nk|öliu á borðið Dylgjur rikisstjórnarinnar geta skapað háskalega tortryggni I garð vinveitts stórveldis Mál, sem var lagt á hilluna -- en aðeins um stund Enginn, sem er kunnugur þingsögu íslendinga síðasta ald- arfjórðunginn, mun neita því, að Pétur Ottesen er ekki aðeins í Sjálfstæðisflokknum, heldur meðal allra þingmanna einhver öruggasti baráttumaður fyrir pólitískum aðskilnaði íslands og Danmerkur. Þegar núverandi ríkisstjórn lagði fram síðari stjórnarskrár- breytinguna í nafni Sjálfstæð- isflokksins, Alþýðuflokksins og kommúnista, sagði Pétur Otte- sen, að þar með væri lýðveldis- myndunin Iögð á hilluna — um stundarsakir. Pétur taldi þetta frv. hafa svo litla jákvæða þýð- ingu, að hann sat hjá við at- kvæðagreiðsluna. Sama gerðu allir þingmenn Framsóknar- manna. Þeir höfðu sömu skoðun á gildi frv. Nú hamast dagblöð Sjálf- stæðismanna með stuðningi kommúnista og Alþýðufl. á Framsóknarmönnum fyrir að taka sömu afstöðu og þm. Borgfirðinga í þessu máli. En þessi þlöð áfella hann ekki fyrir sína framgöngu. Þó hefir hann, auk þess að sitja hjá við at- kvæðagreiðslu, mótað hið var- anlega dómsorð um málalokin: Lýðveldismyndunin er lögð á hilluna — um stund. Hin rangláta ádeila blaða úr þeim þrem flokkum, sem stóðu að stjórnarskrá upplausnarinn- ar, gefur mér ástæðu til að hrinda óviðurkvæmilegu orð- bragði um Framsóknarmenn fyrir þátttöku þeirra í skilnað- armálinu. Ásgeir Ásgeirsson fann upp í fyrravetur það úrræði, að s oi n d r a samstarfi tveggja stærstu flokka þingsins um varnir gegn vaxandi dýrtíð og eyðileggingu fastra innstæða í bönkum og sparisjóðum. Hann lagði til að hafin yrði grimmur innanlandsófriður gegn valdi hinna dreifðu byggða og svifta Framsóknarflokkihn sex þing- sæt'um, til að lama áhrif hinna þroskuðustu borgara á stjórn landsins. Heildsalavaldið í Sjálfstæðisflokknum hafði und- irtök á báðum aðalblöðum flokksins. Þetta vald gekk til liðs við Ásgeir. Frá hinni hlið komu kommúnistar óboðnir. Þeir þóttust réttilega sjá, að hér væri stefnt að upplausn og það ástand myndi verða þeim — og þeim einum — að pólitísku gagni. Ný stjórn var mynduð — til að hefja innanlandsófrið á hendur Framsóknarmönnum, meðan landið var tví-hersett, og óvæntar hernaðaraðgerðir hinna voldugustu herþjóða í sýnilegri nálægð. Til að bæta gráu ofan á svart, ráðlagði Ásgeir og kommún- istarnir heildsaladeild Sjálf- stæðismanna að hefja nú bar- áttu fyrir algerðum skilnaði. Hinir betri og gætnari menn í Sjálfstæðisflokknum voru al- gerlega mótfallnir öllu þessu ábyrgðarlausa brölti. En þeir urðu undir í flokknum. Feng- (Framh. á 4. slOu) Þann 31. maí síðastliðinn birtir Mbl. grein um sjálfstæð- ismálið undir stórletraðri fjór- dálka fyrirsögn, er þannig hljóðaði: „Sjálfstæðismálið kemst nú í örugga höfn. Forustan er hjá Sjálfstæðisflokknum. Svik Framsóknar við mál málanna.“ \ Greinin hefst á þessa leið: „Stjórnarskrármálið, sem nú er á dagskrá hjá þjóð vorri, er tvíþætt. Annarsvegar er breyt- ing sú á kosningafyrirkomu- laginu, sem Alþingi afgreiddi nú til þjóðarinnar. Hins vegar er lýðveldisstjórnarskráin, sem er í undirbúningi og verður af- greidd á aukaþingi í sumar. Á sama aukaþingi verður fulln- aðarsamþykkt á þeim þætti stjórnarskrárinnar, sem fjallar um kosningar." Síðar í greininni segir: „Annar þáttur stjórnarskrár- málsins, kjördæmamálið, verð- ur nú lagður fyrir kjósendur landsins, við kosningarnar 5. júlí n. k. Þessi stjórnarskrár- breyting verður afgreidd til fullnustu á aukaþingi í sumar. Hinn þátturinn, sjálfstæðis- málið, er í undirbúningi í milli- þinganefnd. Hann verður lagð- ur fyrir aukaþing í sumar og þar verður lagður grundvöllur að lýðveldinu. Svo verða kosningar á ný í haust og verður þá kosið eftir hinu nýja kosningafyrirkomu- lagi. Eftir þær kosningar verð- ur komið nýtt Alþingi, sem verður rétt mynd af þjóðar- viljanum. Þetta Alþingi sam- bykkir lýðveldisstjórnarskrána til fullnustu. Þá verður lýðveld- ið stofnað á íslandi. Sjálfstæðisflokkurinn tók að sér stjórnarforustuna til þess að koma þessum málum áfram. Fór vel á því. Hann hefir alltaf haft forustuna í sjálfstæðis- málinu. Hann mun nú koma þessum málum giftusamlega í höfn. Máske er það engin tilviljun, að Framsóknarflokkurinn hefir nú skipað sér í stjómarand- stöðu. Hann hefir aldrei heill verið í sjálfstæðismálinu. Og hann sveik málstað þjóðarinn- ar nú, þegar stíga á seinasta skrefið. Hann verður ekki öf- undsverður af þessu hlutskipti." Þann 12. júní birtir Mbl. stór- letraða, fimmdálka fyrirsögn, er hljóðaði á þessa leið: „Við stígum nú hiklaust síð- asta skrefið í sjálfstæðismálinu. Samtal við Ólaf Thors forsætis- ráðherra.“ í samtalinu lýsir Ólafur sömu fyrirætlun og gert er í Mbl.- greininni hér að framan og seg- ir síðan: „Verði nú endanlegar á- kvarðanir teknar í sjálfstæðis- málinu, mun það geyma minn- ingu sumarþingsins um ókomn- ar aldir. Ég tel eins og nú er komið málum, um ekkert annað að ræða en að ganga hiklaust að því verki og er mér ljúft að rökstyðja það álit mitt með nokkrum orðum.“ Helzti rökstuðnlngurinn er sá, að ekki muni nú standa á við- urkenningu Bretlands og Bandaríkjanna, en það hafi verið talin helzta fyrirstaðan, þegar samþykktirnar voru gerð- ar 17. maí 1941. Eins og nú er fram, komið, hefir ráðherrann sagt þetta, án þess að hafa minnstu sannanir fyrir þessu. Þann 17. júní kemur Magnús Jónsson, atvinnumálaráðherra, heim úr fundaferðalagi um Norðurland. Morgunblaðið birt- ir við hann langt viðtal undir þessari fyrirsögn: „Forustu Sjálfstæðisflokksins f lýðveldismálinu fagnað hvar- vetna.“ í viðtalinu segir M. J. á þessa leið: ,Og svo tók ég greinilega eft- ir því, hve föstum tökum sjálft sjálfstæðismálið er að ná á mönnum. Menn sjá það, og munu þó sjá æ betur, að ein- (Framh. á 4. siðu) Sú fullyrðing stjórnarflokk- anna, að þeir hafi runnið frá yfirlýsingum sínum í sjálf- stæðismálinu, vegna afstöðu Bandaríkjanna, hefir vakið mikla undrun landsmanna. Sögusagnir hafa jafnvel mynd- ast um það, að þau hafi hótað að beita okkur hörðu í við- skiptalegum og fjárhagslegum efnum, ef tilmælum þeirra væri vísað á bug. Skýringar stjórnarinnar um „ný og óvænt viðhorf“ má líka vel skýra á þennan veg. Hins vegar liggur fyrir sú yfirlýsing frá einum þingmanni, Pétri Ottesen, sem er öllum þessum málum kunnugur, að engar slíkar hótanir hafi átt sér stað og málaleitanir Banda- ríkjastjórnar hafi á engan hátt bundið hendur okkar. Ríkisstjórnin verður að gera sér ljóst, að hún er með hinum tviræðu skýringum sínum að skapa jarðveg fyrir tortryggni í garð Bandaríkjanna, sem (Framh. á 4. slöu) Á víðavangi SKRIFTAMÁL SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS. Vísir er á sama máli og Tím- inn um það, að ýmiskonar sjúk- dómseinkenni niðurlægingar- innar geri vart við sig í íslenzk- um þjóðmálum. En Vísir vill bjarga Sjálf- stæðisflokknum undan ámæli og ábyrgð í þessu efni. Og vilj- ið þið nú athuga, hvernig þessu snargáfaða blaði tekst máls- vörnin? í forustugrein Vísis í fyrra- dag segir svo: „Meðan Hermann Jónasson átti sæti í ríkisstjórninni, tók að bera á „sjúkdómseinkennum niðurlægingarinnar”, en þá höfðu fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins einnig tekið sæti í ríkisstjórninni. Sjúkdómsein- kennin hafa einnig ágerzt síð- an, og aldrei komið ljósar fram en á Alþingi nú----“ Skýrari getur þessi játning ekki verið. Þegar sjálfstæðis- menn koma í ráðuneyti Her- manns Jónassonar fer að bera á sjúkdómseinkennum niður- lægingarinnar. Og eftir að þeir tóku einir við stjórninni, hafa sj úkdómseinkennin ágerzt, og aldrei verið meiri en á síðasta Alþingi! Bragð er að þá barnið finnur. ÞJÓÐVILJINN FÚLL. Þjóðviljinn er illorður mjög út af því að mjólkurverð hafi verið hækkað. Segir blaðið auð- sætt, „að hér hafi pólitískir skemmdarvargar verið að verki, sem vilji með þessari hækkun koma úlfúð af stað milli bænda og neytenda.“ Þetta er óþarfa hræsni hjá sósíalistum. Þeir hafa beitt sér fyrir kauphækkun, sem óhjá- kvæmilega hækkar allan fram- leiðslukostnað og vöruverð í landinu. Þeir hafa komið kapp- hlaupi af stað, sem skaðar bæði verkamenn og bændur, og er auk þess allri þjóðinni til skaða og skammar. Nú segjast þeir hafa viljað fast grunnverð á landbúnaðar- vörur með hækkun samkvæmt vísitölu. Allheimskir menn mega þetta vera, og ósvífnir. Þeir vildu ekki láta sér nægja fast grunnkaup með hækkun samkvæmt vísi- tölu. Þeir kröfðust stórkostlegrar grunnkaupshækkunar með fullri dýrtíðaruppbót. Hækkun á neyzluvörum kem- ur því ekki niður á launamönn- um, nema þá óbeinlínis. Þeir hafa yfir engu að kvarta. En hinir pólitísku skemmdar- vargar Þjóðviljans, sem hafa komið öllu verðlagi í landinu á ringulreið og stefnt íslenzku krónunni í verðleysi, þeir láta sér sæma að brigzla bændum um okur, þegar þeir neyðast til að hækka vörur sínar að nafn- verði. (Framh. á 4. siðu) Mjólkurverðið Mjólkurverðlagsnefnd hefir ákveðið að ■ hækka verðið á mjólk og mjólkurvörum um 30%. Kostar mjólkurlíterinn nú í lausu máli kr. 1.50, í flöskum kr. 1.57, rjómalíterinn kr. 9.50, kg. af smjöri kr. 18.70 og kg. af skyri 2.77. Er mjólkurverðið nú orðið helmingi hærra en á sama tíma í fyrra. Blöð kommúnista og jafnað- armanna reyna að kenna Fram- sóknarflokknum um þessar hækkanir. En vitanlega eru þær afleiðingar af framkomu þessara flokka í kaupgjalds- málunum. Munu þessi mál nánar rædd 1 næstu blöðum. !

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.