Tíminn - 22.09.1942, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.09.1942, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÓTGEPANDI: PRAMSÓKNARFLOKKDRINN. RITSTJÓRASKRIPSTOFDR: EDDDHÚSI, Ltndargötu 9A. Símar 2353 og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG ADGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDDHÓSI, Llndargötu 9 A. Síml 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA hi. Simar 3948 og 3720. S6. ár. Reykjavík, þriðjudaginu 22. sept. 1942 105. blað Sjúkdómseinkenní niðurlægmgarinnar Sjálfstæðisflokkurinn er að gliðna sundur Jónas Jónsson: Landnám Fjölskyldur Ólafs Thors, Bjarna borgarstjóra og Fyrir rúmlega þúsund árum komu hingað til lands far- menn úr fjarlægum löndum. Þeir komu á litlum skipum, en fluttu þó hingað fjölda fólks, húsmuni sína og bústofn. Á stuttum tíma konr dreifð byggð frá fjöru til fjalls um þetta stóra land. Sú byggð hefir að mestu haldizt í tíu aldir. Sums- staðar hefir býlum þó fjölgað til muna á allra síðustu árum, síð- an Byggingar- og landnáms- sjóður tók til starfa. Þá hefir allmörgum jörðum verið skipt, einkum í Suður-Þingeyjarsýslu. Á allmörgum jörðum í þeirri sýslu eru nú 3—4 býli, þar sem áður var eitt. í öðrum héröðum' hefir byggðin haldizt við sama og óbreytt, en fólki fækkað á flestum heimilum. í þessum byggðum hefir fólkið ekki felt sig við sambýli og lagt mikla stund á að lifa eftir málshætt- inum: „Fáir lofa einbýli sem vert er.“ En býlafjölgunin í sveitum hefir líka á síðustu árum verið svo hægfara, að þess gætir varla, ef litið er á landsheild- ina. Náleffa öll heimilafjölgun í landinu gerist við sjávarsíðuna, og þá helzt í stærstu kaupstöð- um. Þessi þróun hefir ekki ver- ið allskostar heilbrigð. f kjöl- far hennar hefir fylgt þrálátt atvinnuleysi og óhæfilega mikil sveitaþyngsli, þar sem fólkið hefir numið land án nægilegra atvinnuskilyrða. Miðstjórn Framsóknarflokks- ins og þingmenn flokksins hafa rætt landnámsmálið ítarlega á undanförnum árum. Þar hafa menn verið sammála um nokk- ur ný úrræði ílandnámsmálum byggðanna og eru þessi hin helztu: 1. Að ríkið þarf að kaupa ó- ræktað land, sem vel er fallið til nýbyggða. Þessi nýbyggð þarf að geta myndast á 2—3 stöðum í hverri sýslu. 2. Ríkið lætur rækta þessi lönd, koma þar upp nýjum • heimilum, lætur fylgja þeim kúgildi að fornum sið, og leigir síðan þessar jarðir fólki, sem vill og getur verið landnemar. 3. Hver landnemi, og helzt bæði bóndinn" og húsfreyjan, sem eiga að fá að njóta þessara hlunninda, verða áður að hafa verður undir eftirliti Búnaðar- félags íslands að öllum venju- legum sveitastörfum á góðum heimilum, ekki minna en 2—3 ár hver maður. Með því móti er nokkur trygging fyrir, að landnemarnir, sem fá hin vel undirbúnu erfðafestubýli, séu nógu duglegir, nógu staðfastir og nógu verkhæfir til að geta tekið við nýbyggðinni og aukið hana með myndarskap. Það er til nóg af ræktarlandi á íslandi. Manndómurinn til að nema land ætti ekki að vera bundinn við fjarlæga fortíð. Moldin býður eftir því að hún sé gerð að ræktarlandi. Og með þeirri tækni, sem þjóðin hefir nú, ætti að vera vandalaust að rækta mikið og rækta fljótt, í samanburði við landnámsmenn fyrri alda. Hér á landi er ein byggð, sem náttúruöflin hafa að verulegu leyti gert að nýtízku landnáms- hverfi. Þar eru mörg býli þétt saman. Hver bóndi hefir lítið land, en tiltölulega stór bú. Túnin og engin eru stór og vel (Framh. á 4. siðu) Gísla vélstjóra vilja öllu ráða Jahob Möller á að þoka Syrír Bjarna borgfarstjóra Árni frá Múla er farinn Síðustu dagana hefir það orðið lýðum ljóst, að til tíðinda er að draga í flokki Sjálf- stæðismanna. Árni frá Múla hefir sagt sig úr flokknum og tekið við forystu Þjóðveld- ismanna. Hefir hann fyllilega gefið í skyn í blaðagrein, að ofríki Thorsfjölskyldunn- ar og Bjarna borgarstjóra sé orðið óþolandi. Með Árna hafa ýmsir menn úr stjórn Varðarfélagsins, foringjaliði Varðar og Málfundafélaginu Óðni sagt sig úr Sjálfstæðis- flokknum. En veilurnar í Sjálfstæðis- flokknum eru fleiri, þótt þær hafi ekki gliðnað að fuliu enn- þá. Bjarna Benediktssyni og nánustu samherjum hans þykir sem köttur einn skipi bjarna- ból, þar sem ,er Jakob Möller í sæti dómsmálaráðherra. Munu og fáir verða til að andmæla því. En Jakob „er ekki dauður enn“, eins og þar stendur, og blað hans, Vísir, er upp á síð- kastið að minna á ýmislegt smávegis, sefh betur mætti fara í stjórn bæjarins og minnir borgarstjórann á það, að ýms ljósaverk á búi hans þyrftu meiri umönnunar. Á það hefir og verið bent, að fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík, Jón Þorláksson, hafi ekki talið sig hafa tíma til að sinna þing- störfum, eftir að hann tók við borgarstjórastarfinu. Þótt nokk- ur vafi kunni að leika á um sannleiksgildi þessarrar stað- hæfingar, að því er snertir Jón Þorláksson, eru þetta allt dul- búnar hótanir til Bjarna borg- arstjóra um, að Vísir þurfi ekki annað en að kippa í strenginn til þess að svipta hann mest- öllu fylgi í bænum. Á persónu- legu trausti eða vinsældum lifir Bjarni ekki. Það vita allir. Sigurður Kristjánsson, sem stundum er kenndur við mosa í skegginu, hótaði uppreist og harðræðum í vor sem leið, ef hann ætti að þoka úr öruggu sæti í Reykjavík fyrir Birni Ól- afssyni. Sigurður bar hærra hlut þá, en Vísir lét drýginda- lega yfir því, að þetta skipti ekki miklu máli í bráðina, en með haustinu væri full þörf á að velja hina hæfustu menn til þingsetu, því að þjóðin ætti að búa að því kjöri í fjögur ár. Nú hefir hinn hæfi maður, Björn Ólafsson, ekki heldur fengið sæti á lista Sjálfstæðis- flokksins að þessu sinni. Fjöl- skyldusjónarmiðin hafa mátt sín meira og Vísir verjður að stryka yfir öll sín stóru orð í Lítlar breytsng'ar á framboðum flokkanna Árni frá Múla tekur við forustu ÞJóðveldis- flokksins Framboðsfresturinn var út- runninn síðastliðið iaugardags- kvöld. Er nú orðið kunnugt um öll framboð. í seinasta blaði var skýrt frá öllum framboðum Framsóknar- flokksins, nema í Rangárvalla- sýslu og á Seyðisfirði. Þar hef- ir flokkurinn þessa frambjóð- endur: Rangárvallasýsla: Helgi Jón- asson, læknir, Björn Björnsson, sýslum., Sigurður Tómasson, bóndi, Barkarstöðum, Guðjón Jónsson, hreppstj., Hallgeirsey. Seyðisfjörður: Karl Finnboga- son, skólastjóri. Hjá hinum flokkunum eru litlar breytingar á framboðum síðan í vor. Hjá Sj álfstæðisflokknum eru þessar breytingar markverðast- ar: Torfi Hjartarson, sýslumaður, er í framboði í Vestur-ísa- fjarðarsýslu. Er það tákn þess, að íhaldið ætli nú ekki að gefa Ásgeiri atkvæði. Jón Sigurðsson á Reynistað er efstur á lista flokksins í Skagafirði og Magnús Gíslason skrifstofustjóri í Suður-Múla- sýslu. Tæplega verða þessir margföllnu frambjóðendur tald- ir sigurvænlegir. Stefán Stefánsson í ‘Fagra- skógi er efstur á landlista flokksins. Aðrir flokkar hafa ekki raðaðan landlista. Hjá Alþýðuflokknum eru þessar breytingar helztar: Haraldur Guðmundsson hætt- ir á Seyðisfirði og verður ann- ar á listanum í Reykjavíík. Boðar þetta "tvennt: Flokkur- inn telur þingsætið á Seyðis- firði vonlítið og býst ekki við að fá nema einn mann kosinn í Reykjavík, og verður þá ann- ar maður listans þar uppbótar- þingmaður. Ef flokkurinn hefði gert sér von um tvo þingmenn í Reykjavík, hefði hann látið Harald í þriðja sæti, sem væri þá baráttusæti. Sýnir þetta allt, að Alþýðuflokkurinn telur sig á fallanda fæti. Jónas Guðmundsson býður sig ekki fram aftur í Suður- Múlasýslu og er nú hvergi í framboði fyrir flokkinn. Hjá Sósíalistaflokknum er sú breyting markverðust, að ís- leiíur Högnason er nú hvergi í framboði. Þrír flokkarnir, Framsóknar- flokkurinn, Sjálfstæðisflokkur- inn og Sósíalistaflokkurinn hafa frambjóðendur í öllum kjör- dæmum. Alþýðuflokkurinn hef- ir enga frambjóðendur í Mýra- sýslu, Strandasýslu, Norður- Múlasýslu og Vestur-Skafta- fellssýslu. Þjóðveldisflokkurinn býður fram í Reykjavík, en hvergi annars staðar. Flokkurinn hef- ir heldur ekki landlista. Efstur á Reykjavíkurlistanum er Árni Jónsson frá Múla. þessu efni. Ef til vill hefir Björn Ólafsson á nýjan leik sýnt flokknum þann þegnskap að gerast heftiplástur á brotalöm- ina með því að „neita“ í orði kveðnu sæti á listanum. Jakob Möller fékk að halda sínu sæti á framboðslistanum eftir hörð innbyrðis átök í flokknum. Yfirleitt logar allt í óánægju innan flokksins vegna hinnar háskalegu fjármálaóreiðu, sem stjórn Ólafs Thors hefir leitt yfir þjóðina, og vaxandi áhrifa helztu stríðsgróðamanna í stjórn flokksins. Það er fjöl- skyldur Ólafs Thors, Bjarna Ben og Gísla vélstjóra, sem mestu ráða í flokknum. Hinn stóri hópur smákaupmanna, verzlunarfólks og smáframleið- enda, sem fylgt hefir flokknum, finnur betur og betur að hann ræður þar engu. Verzlunarmenn og smærri kaupmenn hafa þegar gert op- inbera uppreist og munu fylgja Árna frá Múla — á flótta frá íhaldinu. Hvar sá flótti nem- ur staðar, er ekki fyllilega ljóst enn sem komið er. En bert er það, að smáframleiðendur, smá- útvegsmenn og bændur leita í aðrar áttir, þar sem þeir geta trauðla vænzt betra af flokki Árna en sjálfu íhaldinu. En rétt þykir að taka hér nokkur sýnishorn úr grein Árna frá Múla í Þjóðólfi, þar sem hann lýsir upplausninni og andrúmsloftinu í Sjálfstæðis- flokknum. Talar hann að vísu nokkuð undir rós og fer stillt af stað, en þó má öllum, sem lesa, ljóst verða, að hringlanda- háttur og fjölskyldusjónarmið Ólafs Thors annars vegar en steigurlæti og andleg bolabrögð Bjarna Ben hins vegar eru að liða hina miklu spilaborg flokks- ins sundur. Vitnlsbnrðnr Árna í Þjóðólfl 18. þ. m. „Það er . einkenni á ýmsum helztu ráðamönnum Sjálfstæð- isflokksins, hvað þeir eru á- nægðir með hið „sigursæla undanhald“. Þetta á víst að heita vottur um eitthvert af- burða þrek. Þeir þykjast alltaf vera að sigra, og telja hreina goðgá, ef á því er tæpt, að flokk- urinn sé alltaf að tapa. Morg- unblaðið er . á valdi þessara „þrekmiklu" manna. Það smjattar á öllum kosningaúr- slitum, hversu hrakleg sem þau eru fyrir flokkinn. Þegar ég hugsa um Sjálfstæðisflokkinn dettur mér alltaf í hug karl einn, sem éfe þekkti, þegar ég var strákur. Hann hét Palli gamli og var hér um bil blindur, en vildi ekki kannast við sjón- leysið. Rétt hjá húsinu, sem hann átti heima í, var tals- verður lækur o^ góð brú yfir. (Framh. á 4. siSu) Stöðvast togararnír? Sjómenn segja upp samningum Samningaumleitanir háfa staðið yfir undanfarið milli út- gerðarmanna- og Sjómannafé- lags Reykjavíkur fyrir hönd há- seta á togurum. Slitnaði upp úr samningunum síðastliðinn laug- ardag og sagði Sjómannafélag- ið jafnskjótt upp gildandi samningum með vikufyrirvara. Mun félagið áður en sá frestur er útrunninn afla sér heimilda til vinnustöðvunar. Má því bú- ast við verkfalli á togaraflot- anum fyrir næstu helgi, ef sam- komulag næst ekki fyrir þann tíma. Sjómennirnir munu fara fram á verulegar kauphækkan- ir sökum kauphækkana í land- vinnunni. Fimmiuguri Sígurdur Guðmundsson kaupmaður Sigurður Guðmundsson, kaup- maður í Hafnarfirði, er fimm- tugur í dag. Hann er Þykkbæ- ingur, sonur hinna góðkunnu hjöna, Guðmundar og Sigríðar í Búð. Ólst Sigurður upp hjá foreldrum sínum til fullorðins ára, unz hann stofnaði eigið heimili, kvæntist Guðrúnu Halldórsdóttur frá Sandhóla- ferju og reisti bú að Bala í Þykkvabæ. Fyrir áratug flutt ust þau hjón til Hafnarfjarðar, og þar hefir Sigurður rekið verzlun síðan. Sigurður hefir tekið tals verðan þátt í félagsmálum. Hann er formaður vinnumiðl unarstjórnar í Hafnarfirði. Gjaldkeri Frikirkjusafnaðarins hefir hann verið um þrjú ár. Einnig á hann sæti í varastjórn Kaupmannafélags Hafnarfjarð ar. Sigurður er traustur maður, svo sem hann á kyn til, glað- lyndur og aðlaðandi, enda mjög vinsæll. Hann er söngvinn og hefir iðkað hljómlist í tóm stundum sínum. Sigurður ólst upp við störf til lands og sjáv ar á þeim tíma, sem aðstæð urnar stilltu í hóf um eftirtekju meir í hlutfalli við áreynslu og áhuga en einatt síðan, og hef ir þetta mótað skapgerð hans Á búskaparárum hans herj uðu vötnin svo á hina grasgefnu Á víðavangi „LYGI CM LÁTINN FOR- INGJA“ — OG SELBITI Á BJARNA BEN. Morgunblaðið hefir tvívegis flutt sömu klausuna þess efnis, að Tíminn hafi „logið“ því upp á Jón Þorláksson, að hann hafi hætt þingmennsku vegna „þingsvika“ íhaldsflokksins í kjördæmamálinu 1931. Hann hafi dregið sig í hlé sakir ann- ríkis eftir að hann varð borg- arstjóri, segir blaðið. Þetta er undarleg játning um Dær mundir, er blaðið eggjar liðsmenn sína til að kjósa nú- verandi borgarstjóra á þing. Er Bjarni Ben. svona miklu dug- legri en Jón Þorláksson? Eru borgarstjórastörfin orðin um- svifaminni en þau voru í tíð Jóns Þorlákssonar? Getur blaðið ekki lofað J. Þ. án þess að gefa Bjarna Ben. selbita? HINN FRAMSÝNI. Einn af gætnari forustu- mönnum Alþýðuflokksins, Jón- as Guðmundsson, kemst svo að orði í grein í Alþýðublaðinu í fyrra da^, þar sem hann ræðir tillögur Jóns Árnasonar í dýr- tíðarmálunum: „Honum er það ljóst, eíns og mér hefir alltaf verið, að stríðs- gróðann verður að gera ómynd- ugan sem kaupgetu um leið og hann verður til og hafa síðan mjög sterkar hömlur á dreif- ingu hans út til almennings“. Sýnir þetta, að Jónas hefir verið og er algerlega andvígur stefnu Alþýðuflokksins að hefja kapphlaup um stríðsgróðann og dreifa honum sem eyðslueyri „út til almennings" eins og hann orðar það. Því fleiri, sem fá sýn og vitna, því meiri líkur til að skynsemin sigri að lokum. SJÁLFSTÆÐISMENN TALA UM UPPLAUSN. Morgunbl. lýsir verðbólgu og upplausn í þjóðfélaginu með ægilegum' orðum. Og skýringin er ekki vandfundin: Hún er þeim vonda manni, Hermanni, að kenna. Hann er „upphaf og undirrót verkfallá, verðbólgu og annarra erfiðleika“. Og svo kemur skýringin: Hermann setti „lög á pappírnum um bann. gegn verkföllum t. d., sem hann sjálfur gerði aldrei neina tilraun til að framfylgja, sjálfur • þverbraut og sjálfur rægði í útvarpinu og sigaði mönnum til að ráðast á móti.“ Það er eins og Sjálfstséðis- menn sjái ekki sínar eigin stjórnarhetjur fyrir Hermanni. Hermann ber ábyrgð á öllu, jafnt fyrir því, þótt hann sé farinn úr ríkisstjórninni. Hann setti gerðardóminn, liklega að Ólafi Thors atvinnumálaráð- herra nauðugum. Hermann sá ekki um að ríkisstjórn Ólafs Thors héldi gerða samninga við setuliðsstjórnina o. s. frv. En var það ekki Ólafur Thors, sem sagði í útvarpsræðu rétt eftir að hann tók við stjórninni: Skattalögin og gerðardóms- lögin verða samþykkt. Bæði lögin verða framkvæmd. Hann var ekki smeykur þá, hann Ólafur. Safamýri, að byggð hans lá við auðn. En þá risu Þykkbæingar upp og framkvæmdu hið mesta stór- virki sinnar tegundar, er þeir hlóðu í Djúpós, 90 faðma breytt straumvatn, og björguðu þar með byggðinni. Þátttaka í slík- um afrekum marka spor hjá þeim, sem hlut eiga að, og mun Sigurður telja þetta til sinna beztu endurminninga. G. M.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.