Tíminn - 22.09.1942, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.09.1942, Blaðsíða 3
105. blað TÍMIIVN, þriðjadagíim 22. sept. 1942 415 Gervíljóð StjórnarblaSið Spegillinn, sem alltaf er „stjórnarblað“, þótt ráöuneyti komi og hverfi, birtir nýlega ljóðræna lýsingu á af- rekum núverandi ríkisstjórnar, og fylgja haglega gerðar þjóð- lífsmyndir til skýringar. Af því að Spegillinn virðist all fundvís á smákorn á Víða- vangi Tímans, getum við ekki neitað okkur um að birta hér nokkrar stökur úr þessum „gerviljóðum" hins örugga stjórnarblaðs. Spegillinn staðhæfir, að ráð- herrar vorir séu ekki gerviflón, heldur hreinræktuð: Þeir sem stjórna þessu landi, það eru engin gerviflón. Hér er líka farsælt Frón, þegnskapur og þjóðarandi. Nú er stjórnin svo góð, að menn þurfa ekki að vinna í raun og veru. Þeim er greitt fyrir gervistörf: Enginn kvíðir öðrum degi, enda sér þess hvergi þörf. — Greitt er fyrir gervistörf. Brókin vex en barnið eigi. Nú eru menn skáld, þótt þeir yrki ekki og smiðir, þótt þeir kunni ekki að smíða: Gott eiga þessir gervismiðir, ' - gerist mörgum hægt um vik. Yfir blakta stjörnur, stryk. Nýir herrar, nýir siðir. Nú er enginn peningalaus, því að allir hafa fulla vasa af gervipeningum: Gerviskraut við gervipenning getur hver í búðum keypt. Varúð hafa af stóli steypt gervilán og gervimenning. t Menn dansa í kringum gull- kálfinn án þess að setja fyrir sig, þótt hann sé úr gervigulli. Ómar teitin auðs í hringum. Enginn maður veit til fulls það sé kálfur gervigulls, er þeir dansa kátir kringum. Eftir allt saman láðist stjórn- inni að „stíga óhikað síðasta sporið í lýðveldismálunum", eins og Ólafur Thors sagði Mogganum í vor. í þess stað státar stjórnin af einskonar gerviríki, sem hvergi á sinn líka í víðri veröld: lýðveldi in spe með arfgengri konungs- stjórn: , Gott er að búa í gerviríki. Greint ei verður neins staðar svona afbragðs aldarfar, þótt starað sé í stjörnukíki. Kvæðið er undirritað Gervi- skáld, en þar sem það er rímað, má ekki eigna það Grétari Fells. Athugasemd (Framh. af 2. síðu) ingsleyfi sín með því skilyrði, að hún áskildi sér rétt til í- hlutunar um ráðstöfun bifreið- anna innan lands. Samt sem áður varð aldrei ágreiningur , um úthlutunina fyrstu árin, því að samkvæmt ósk Bifreiðaeinkasölunnar var hún oftast framkvæmd af nefndum, þar sem báðar þess- ar stofnanir svo og ráðuneytið, sem þær báðar heyrðu undir, höfðu sína fulltrúa. Það hafa því raunverulega alltaf verið þrír aðilar, sem far- ið, hafa með valdið um úthlut- un bifreiða, Bifreiðaeinkasalan, Gjaldeyris- og innflutnings- nefnd og ráðuneytið, sem þess- ar stofnanir hafa heyrt undir. Úthlutun bifreiða, eins og nú er ástatt, er óframkvæmanleg á annan hátt en þann, að hana framkvæmi 3—5 manna nefnd, skipuð samrímdum, óvilhöllum mönnum, er vinni verkið eftir skýrslum og vottorðum, er um- sóknunum fylgja og upplýsing- um, er þeir afla sér sjálfir, og sé nefndin óháð og laus við þann ógurlega ágang, sem hlýtur að skapast, ef einn maður ætlar sér að leysa málið. Hjá Bifreiðaeinkasölunni liggja nú um 3000 skriflegar beiðnir um bifreiðar. Af þeim er ekki von um að geta leyst nema fá hundruð. Öllum má vera ljóst, að slíkt mál verður ekki leyst svo að vel fari, nema að um það standi enginn styrr né metingur, en þar sem hér er um stórkostlegt fjárhagsmuna- mál og lífsþægindamál að ræða í hverju tilfelli, sem bifreið er veitt, og .sérstaklega af því að hjá okkur ríkja nú um langt tímabil hörð pólitísk átök, þá hljóta slík mál, sem þessi, að verða ennþá viðkvæmari og vandleystari en annars, og óánægja þeirra, sem útundan verða um lausn á beiðnum sín- um, meiri og persónulegri. Sveinn Ingvarsson. krónur. Nú eitt þil tvö þúsund. Kaupamenn \ höfðu 15—20 kr. á viku. Nú 150—200. Tímakaup í aðal kauptúni héraðsins var fyrir 1914, 25 aurar á klukku- stund. Nú 2.50—2.60. Margir hlutráðnir sjómenn taka kaup sitt í fiski. Ég veit um fiskverð er bændur greiddu sjömönnum nú og þá. Áður voru það 6—8 aurar kílóið, meðaltal um 7 aur- ar. Síðasti fiskur, er ég fékk til matar, var 68 aura kílóið, ekki þó verðhæsti þorskur. Fisk- verðið hefir einnig tífaldazt. Ég hygg, að í mínu héraði sé ekki dýrtíð framar meðallagi, og fullyrða megi, að tekjur launamanna hafa yfirleitt tí- faldazt á þessu tímabili. V. Bændur eru fjölmennasta stéttin og framleiða nær allt nema fisk, sem þjóðin hefir af innlendum vörum til neyzlu. Fáir hundr- aðshlutar ríkistekna renna í vasa bænda. Meginið fer til launa á ýmsum sviðum, og framkvæmda, er bæta hag gróðamanna. Og þó er hver eyr- ir eftir talinn, sem fer til styrkt- ar búnaði, smáútvegi og hand- iðnum, og bændur nefndir öl- musumenn. Það er eins og Reykjavíkur stéttunum, gróða- mönnunum þar og launamönn- unum, finnist þeir eiga rikis- sjóðinn einir, og allt sem aðrir fá, séu gjafir, sem verði að veita, helzt fyrir kosningar. Ég hefi sýnt fram á, að gróði þeirra, sem ekki vinna erfiðis- vinnu, hefir margfaldazt sið- ustu 30 ár, og laun hafa tífald- azt. Afurðir búanna eru laun bænda. Hversu mikið hafa þær hækkað í verði? Ég hefi ábyggilegar skýrslur um verðlag 1913—1914, úr sama héraði og launin voru tilfærð. Örðugra er að vita um verðið 1941. Verð afurða er ekki borg- að út fyr en eftir að sölu er lokið, nema að nokkru. Verða bændur oft að bíða meir en ár eftir miklum hluta verðsins. Hætt er við að launamönnum þætti það sein kaupgreiðsla. Hér skal gerður samanburður á verði helztu afurða. Ket var 56 aura kílóið 1913, 61 eyrir 1914. 1941 var útborgað 2.10 fyrir fyrsta flokk og von um 90 aura uppbót, eða alls kr. 3.Ó0 kg. Það hefir 5-faldazt í verði. Ef það hefði stigið svo sem verkakaup, ætti verðið að vera 6,.10. Launa- menn þurfa að vinna hálfu skemur fyrir ket-kílóinu*). Gærur voru 80 aurar kg. 1913, 92 aurar 1914. 1941 var verðið 1.50, og von um jafnháa upp- bót, alls kr. 3.00, eða rúmlega þrefalt verð. Ef sama verð- hækkun væri á gærum sem vinnulaunum, ætti verðið að vera kr. 9.00. Mör var 44 aura kílóið 1913, 56 aura 1914. 1941 var mörverð- *) Hér er alls staðar nefnt afurðaverðið til bændanna. Auðvitað er útsöluverðið hærra. En svo var einnig 1914, og mun álagning ekki hafa verið lægri þá. (Framh. á 4. slðu) Albert Einstein Foreldrar hans óttuðust, að höfundur af- stæðiskenningarinnar myndi eigi verða eins og fólk er flest. Ég lagði leið mina um stræti lítillar borgar í Suður-Þýzkalandi fyrir nokkrum árum. Vinur minn, sem var í fylgd með mér, nam þá skyndilega staðar, benti á glugga yfir nýlenduvöruverzlun nokkurri og mælti: — Þarna fæddist Einstein. Síðar þennan saga dag hitti ég frænda Einsteins og tók hann tali. En þess varð í engu vart, að hann væri frábærum hæfileik- um gæddur. Það gerðu sér einnig fæstir vonir um Einstein í æsku hans. Hann er nú talinn mikilhæfasti vitringur samtíðar- innar og einhver mesti hugsuður, sem uppi hefir verið. Þó var hann hæggerður, feiminn og hlédrægur í æsku. Honum veittist jafnvel erfitt að læra að tala. Hann var svo tornæmur, að kenn- ari hans hafði raun af honum, og foreldrar hans ólu ugg í brjósti um það, að hann myndi eigi verða eins og fólk er flest. Einstein fannst það undrum.sæta, er hann var orðinn heims- frægur maður. Það virtist næsta ótrúlegt, að háskólakennari í stærðfræði hefði getið sér orðstír, er bæri nafn hans um viða veröld. Hann, vísindamaðurinn, var frægur í líkingu við Jack Dempsey. Hann játaði það, að honum væri það óskiljanlegt. Öllum virtust það hin mestu firn. Slíkt var eihsdæmi í sögu mannkynsins. Einstein er eigi síður undarlegur sem maður en afstæðis- kenning hans sem skoðun. Hann fyrirlítur það, sem flestum mönnum finnst mest til um, svo sem frægð, auðæfi og munað. Skipherra Atlantshafsskips nokkurs bauð honum til dæmis ein- hverju sinni bezta klefann, sem völ var á. En Einstein hafnaði boði hans og lét svo um mælt, að sér væri það mun kærara að búa í lakasta klefanum en hinum bezta. Þegar Einstein varð fimmtugur, auðsýndu Þjóðverjar honum margvíslegan hyllivott. Þeir reistu honum líkneski í Potsdam og létu honum í té landsetur og seglbát í virðingar- og þakkar- skyni. Nú, að nokkrum árum liðnum, hefir hann veriö sviptur eign- um sínum, og hann áræðir eigi að hverfá aftur til ættlands síns. Vikum saman dvaldi hann í Belgíu innan luktra veggja og hafði lögregluvörð um sig dag og nótt. Er hann kom til New York í því skyni að gerast stærðfræði- kennari við Princetonháskóla, vildi hann umfram allt forðast blaðamenn, ljósmyndara og allt uppnám. — Vinir hans sóttu hann því í báti út í skipið með leynd, áður en það kom í höfn, og komu honum undan í bifreið. Einstein telur, að það séu aðeins til tólf menn, sem skilji af- stæðiskenningu sína, enda þótt niu hundruð bækur hafi verið færðar í letur í því skyni að skýra hana. Hann skýrir sjálfur afstæði með þessu augljósa dæmi: Þegar þú dvelur hjá fríðri stúlku í klukkustund, finnst þér það aðeins andartak, en þegar þú situr á heitum ofni andartak, finnst þér það klukkustund. Jæja, svo að þetta er afstæði. Ég tek þessu með velþóknun, en ef þú skyldir efast og vilja sannfærast, þá ætla ég að fá að dveljast hjá stúlkunni, ef þú situr á ofninum. En fyrst farið er að minnast á stúlkur, þá má láta þess getið, að Einstein er tvíkvæntur. Hann á tvo drengi frá fyrra hjóna- bandi. Þeir eru báðir efnispiltar og munu efalaust einhverju sinni láta til sín taka. Frú Einstein játar það, að hún skilji eigi afstæðiskenninguna. En hún skilur annað, sem skiptir mun meira máli fyrir hana: Hún skilur manninn sinn. Hún bíður vinum sínum til tedrykkju öðru hvoru. Þá biður hún Einstein að'koma niður og drekka með þeim. — Nei, svarar hann jafnan reiðilega. Nei, ég vil það ekki, ég vil það ekki! Ég fer héðan. Ég get ekki unnið hér. Ég líð ekki þetta ónæði lengur. Frú Einstein hlustar þegjandi á og lætur hann rausa að vild um stund. En því næst beitir hún kænsku sinni og blíðuhótum, og það fer löngum þannig, að Einstein kemur niður, drekkur teið og hvílist um stund. Frú Einstein kveður mann sinn fylgja ákveðnum reglum í kenningum sínum en eigi í einkalífi. Hann gerir hvað sem hon- um sýnist þegar í stað. Hann fylgir aðeins tveim reglum í dag- fari sínú. Sú fyrri er: Fylgdu alls engum reglum. Hin er: Vertu jafnan óháður skoðunum annarra. Einstein gengur jafnan í gömlum klæðum, ber sjaldan hatt, blístrar og syngur inni í baðherberginu, meðan hann rakar sig og notar eigi raksápu. Hann notar baðsápuna einnig sem rak- sápu. Hann telur það allt of umstangsmikið að nota tvær sápu- tegundir. Mér virðist Einstein vera hamingj usamur maður. Mér finnst mun meira til um heimspeki hamingju hans en af- stæðiskenningu hans. Það tel ég frábæra heimspeki. Hann kveðst vera hamingjusamur, sökum þess, að hann vænti sér einskis af öðrum. Hann væntir sér eigi fjár, nafnbóta né lofs. Hann unir sér við það að rækja störf sín, leika á fiðlu sína og sigla báti sínum. Fiðla Einsteins veitir honum meiri gleði en nokkuð annað. Hann kveðst oft lifa og hugsa í tóndraumi. Einhverju sinni hélt Einstein því fram við strætisvagnstjóra í Berlín, að hann hefði mistalið sig. Strætisvagnsstjórinn taldi þá öðru sinni og reyndist hafa talið rétt. Hann sneri sér þá að Einstein og mælti: — Það sorglega við yður er það, að þér kunnið ekki að telja. Auglýsíng Tapazt hafa tveir hestar, frá um mánaðamótin júli og ágúst, frá Sauðhaga í Vallahreppi. Suður-Múlasýslu. Blágrár hest- ur, lítið taminn. Mark: Stand- fjöður aftan hægra, blaðstýft fr. vinstra. Mósóttur, dálítið taminn. Mark: Hófbitað aftan hægra, biti framan vinstra. — Þeir, sem verða varir við hest- ana, eru beðnir að tilkynna það til símastöðvarinnar á Egils- stöðum. Dragið ekki lengur að gerast áskrif endur að Dvöl, þessu sérstœða tímaritl í islenzkum bókmenntum. — Ykkur mun þykja vœnt um Dvöl, og því vænna um hana sem þið kyxmizt DODGE og PLYMOUTH model ’41 og ’42. jj BÍLHJÚPAR (cover) á lager. Bergstaðastr. 61. Sími 4891 *« Sambund tsl. samvinnufélaga. íslenzk réttritun, 6 bréf. Kennslugjald kr. 50,00. Kennari Sveinbjörn Sigurjónsson. Leitið upplýsinga hjá kaupfélögunum eða Bréfa- skólanum, Sambandshúsinu, Reykjavík. * »ci ■■ i — n i— n — n — n — n m n — n — n ■■ ri — n ■■ n wm n mm j — n ■■ u — n ■■ n ■iiwii n ■■■ ifr Þökkum samúð og vinarhug vjð andlát og jarðarför Guðmnndar Gunnarssonar frá Hóli. VANDAMENN. Vegna 65% hækkunar á skemmtanaskatti, sem gengur í gildi 16. þ. m. og annars aukins kostnaðar, hækkar verð á aðgöngu- miðum á kvikmyndasýningar og verður frá sama tíma sem hér segir: BARNA SÆTI kr. 1.00 ALMENN SÆTI kr. 2.00 BETRI SÆTI, NIÐRI kr. 3.00 STÚKUSÆTI, SVALIR kr. 4.00 Reykjavík, 11. september 1942. Gamla Bíó. Nýja Bíó. Tjarnarbíó. Afgreiðslustúlkur Vegna fyrirhugaðra breytinga á vinnutíma og frí- dögum afgreiðslustúlknanna í mjólkurbúðum vorum, þurfum vér nú að ráða nokkrar stúlkur til viðbótar. Allar upplýsingnr í skrifstofu vorri. M j ólkur samsalan. Getum útvegað nokkrar Margföldunar- og deiiingarvélar frá Bandaríkjunum. . ., ! v @ AlfA @ IJmboðs- otf heildverzlun Sími 5012. Félutf íslenzkra hljóöfteraleikara Kauptaxti félagsins fyrir lausaviiwu skal vera sem hér segir: Hinn fasti- laugardagstaxti kr. 40.00. Tímavinna: kr. 8.00 pr. klukkustund. Sé unnið eftir kl. 3 f. h. hækki kauptaxtinn um 100%. Ákvæði um hvíldartíma hljóðfæraleikara skulu vera þau sömu og gilt hafa. Sé sérstakur hvíldarmaður ráðinn, skal hann hafa sama kaup og aðrir hljóöfæraleikarar, enda „leiki“ hann hvíldartímana einn. Sé aftur á móti ekki sérstakur hvíldarmaður ráðinn, en hljómsveitin skipti sér og leiki þannig hvíldartímana einnig, skal greiða hverjum manni kaup fyrir 1 tíma aukatekju. Full dýrtiðaruppbót greiðist á kaupið samkvæmt vísitölu Hag- stofunnar eins og hún er á hverjum tíma. Hljóðfæraleikari skal fá kaup frá þeim tíma, er hann mætir til vinnu, enda fari kvaðning ekki síðar fram en kl. 23. ATH. 1. Aðrir taxtar hækka í samræmi við þetta. 2. Viðvíkjandi fastakaupi vísast til samnínga við at- vinnurekendur. STJÚRNIN.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.