Tíminn - 01.10.1942, Blaðsíða 3

Tíminn - 01.10.1942, Blaðsíða 3
109. blað TÍMINIV, fimmtwdagmn 1. okt. 1943 431 Frambjóðendur F ramsóknar il. Steingrímur Steinþórsson búnaðarmálastj. Reykjavík, 2. maður á lista flokksins í Skagaf j arðarsýslu. Sveinbjörn Högnason prófastur Breiðabólstað, frambjóðandi í Vestur-Skafta- fellssýslu. NarcoDi Sverrir Gíslason bóndi Hvammi, frambjóðandi í Borgarfjarðar- sýslu. Vilhjálmur Þór bankastjóri Reykjavík, frambjóðandi á Akureyri. Uppgötvun hans á útvarpinu átti að kosta hann lífið. Mér hlotnaðist sú ánægja eigi alls fyrir löngu að dvelja um klukkustundar skeið í návist manns, sem hefir haft undraverð áhrif á líf okkar. Hann hefir breytt heimi þeim, er við lifum í, með næsta sérstæðum hætti. Hann hefir gert okkur unnt að koma boðum umhverfis hnöttinn á broti úr sekúndu. Hann hefir einnig gert okkur unnt að sitja heima í híbýlum okkar, opna viðtækið og heyra forsetann tala frá Hvíta húsinu eða fræga hljómsveit leika í annarri heimsálfu. Við hugsum okkur Marconi jafnan sem ítala. Og faðir hans var ítali, en móðir hans var íri og átti heima í Lundúnum. Hinn írski uppruni hefir valdið því, að Marconi er ljóshærður og blá- eygur og svipar mun meira til Breta en ítala. Hann talar ensku reiprennandi en með örlitið sérstæðum hreimi. Hann ber ein- glyrni af brezkri gerð fyrir vinstra auga. Hann varð fyrir því áfalli að missa hægra augað í bifreiðaslysi fyrir tyttugu árum. Þegar ég sat og ræddi við þennan blíðmála, hæverska og al- þjóðlega mann, átti ég örðugt með það að gera mér grein fyrir því, að ég væri í návist einhvers frægasta manns í víðri veröld. Þegar ég var lítill drengur heima i Missouri fyrir mörgum árum, hafði ég lesið um mikinn vísindamann í Ítalíu, sem hafði upp- götvað þráðlaust símasamband. Þegar við Lowell Thomas snædd- um miðdegisverð saman í veitingahúsi í Lundúnum dag nokk- urn árið 1920, gat þar að heyra í furðuhlut, sem nefndist út- varpstæki. Og nú sat hann andspænis mér þessi mikli maður, sem hafði gert þrjú kraftaverk. Það var draumi líkast. Ég spurði hann, hvernig það hefði atvikazt, að áhugi hans fyrir tilraunum með útvarpið hefði verið vakinn. Hann kvað það fyrst og fremst hafa komið til af því að í æsku hefði hann þráð að finna ráð til þess að ferðast um gervallan heiminn. Hann skýrði mér frá því, að hann hefði oft farið með móður sinni frá Ítalíu í heimsóknir til ættingja hennar í Lundúnum. Þegar hann ferð- aðist um Frakkland og sat úti við lestargluggann, þutu framhjá honum snæþakin fjöll, ólgandi elfur og töfrafögur óðalssetur. Strax í æsku var því útþrá Marconis vakin. Hann kvaðst hafa vonað það, er hann vann að tilraunum sínum með rafbylgjur og helgaði sig uppgötvun hins þráðlausa símasambands, að hon- um myndi hlotnast tækifæri til þess að kanna víðáttur geims- ins og ferðast til fjarlægra landa. Hann gat aldrei unað því til lengdar að vinna í lítilli vistarveru. Marconi vínnur nú nær ávallt um borð í skemmtisnekkju sinni, sem er fljótandi vinnu- stofa. Hann hefir enn hið mesta yndi af ferðalögum og hefir áttatíu og sex sinnum tekizt för á hendur yfir Atlantshafið. Þegar Marconi var ungur piltur, gat hann sent þráðlaus sím- skeyti milli herbergjanna í húsi foreldra sinna. Því næst auðn- aðist honum að senda skeyti í tveggja mílna fjarlægð. Hann var í hinni mestu geðshræringu. Faðir hans sagði, að hann eyddi tímanum til ónýtis, en að nokkrum árum liðnum seldi hinn ungi Marconi brezku ríkisstjórninni nokkrar uppgötvana sinna fyrir fjórðung miljónar dollara. Þá hýrnaði yfir karli föður hans. Ég spurði Marconi, hvað hann hefði gert, er hann fékk þennan fyrsta fjórðung miljónar dollara greiddan. Hann kvaðst hafa farið og keypt sér reiðhjól og því næst tekið til starfa að nýju eins og hans væri jafnan vandi. Honum fannst mun meira til um tilraunir sínar en það, sem hann gat fengið fýrir peningana. Árið 1901 hugði Marconi, að hinn mikli draumur lífs hans gæti rætzt. Hann lagði leið sína yfir Atlantshafið og vænti þess fast- lega, að hann myndi fá símskeyti til Ameríku frá sendistöð sinni í Englandi. Marconi settist að í Nýfundnalandi og bjó sér til flugdreka, er verða skyldi móttökutæki. Flugdreki þessi var gerður úr bambus- viði og silki. En stormurinn reif flugdrekann í tætlur. Þá sendi Marconi loftbelg upp í geiminn. En stormurinn reif hann einn- ig og bar á haf út. Loksins tókst Marconi að búa til flugdreka, sem að gagni kom. Hann hlustaði — hlustaði klukkustundum saman og beið óþolinmóður táknanna, sem hann átti von á frá stöð sinni í Cornwall í Englandi. En ekkert hljóð heyrðist. Hann var farinn að trúa því, að tilraun hans hefði mistekizt — að draumur lífs hans ætti eigi að rætast. Þá heyrði hann skyndilega óglöggt tif. Þá annað og því næst enn annað. Já, þetta var það. Þetta var hið umrædda tákn. Þetta voru punktarnir þrír, sem táknuðu bókstafinn S í stafrófinu og notaðir voru af símriturum. Marconi réði sér vart fyrir gleði. Honum var það ljóst, að hann hafði drýgt sögufræga dáð. Hann langaði til þess að taka til fótanna og hrópa frétt þessa. En var það ráðlegt? Nei. Hann óttaðist, að fólk myndi ekki trúa honum. Hann lét þessa því eigi getið við nokkurn mann í tvo sólar- hringa. Þá hertí hann upp hugann og sendi símskeyti um tíðindi þessi til Lundúna. Þau vöktu óskipta athygli. Blöð i öllum heims- álfum fluttu fregn þessa. Þetta var einsdæmi í sögu vísindanna. Maðurinn hafði einu sinni enn sigrazt á rúmi og tíma. Nýtt tímabil 1 sögu mannkynsins var hafið. Þráðlaust simasamband var á komið, og það gerbreytti heiminum. Hvað var Marconi gamall, er hann drýgði dáð þessa? Aðeins tuttugu og sjö ára. Honum tóku nú þegar að berast ógnunar- bréf. Öfgafullir skynskiptingar réðu sér eigi, sökum þess að þeir gerðu sér í hugarlund, að rafbylgjurnar færu í gegnum líkama þeirra, eyðulegðu taugar þeirra og gerði þeim ómögulegt að njóta svefns. Sumir bréfritara þessara ógnuðu Marconi með því, að þeir skyldu ráða hann af dögum. Einn þeirra, sem var Þjóðverji, kvaðst mundu koma til Englands og skjóta hann. Bréf hans var falið Scotland Yard í hendur, og brezka ríkisstjórnin neitaði honum um landgönguleyfi í Englandi. Ég spurði Marconi, hversu þess yrði langt að bíða, að við hefð- um góð og hagkvæm sjóntæki í híbýlum okkar. Hann svaraði því til, að líkur virtust fyrir því, að það yrði eigi fyrr en að tíu árum liðnum, en það kynni þó svo að fara, að þess yrði skemmra að bíða. Það má því vænta þess, að við sitjum senn við arininn heima hjá okkur og virðum fyrir okkur tízkusýningu í París eða knattspyrnukeppni i Kaliforníu. Þórarinn Þórarinsson ritstjóri Reykjavík, frambjóðandi í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Kosníngaskrifstofa B listans er í Sambandshúsinu 3. hæd (inngangur um austurdyr) Fastur skrilstofutími kl. 9-12 I. h. og 1-6 e. h. Framsóknarilokksmenn og aðrir stuðníngsmenn B-listans! Veitid upplýsingar! Leitið upplýsinga! Niiuar: 3151 os: 5099 Afgreiðslu Tímans vantar hörn eða unglinga til að bera blaðið til kaupenda í bænum. — Upplýsingar hjá Elínu Daníelsdóttur í skrifstofu Tímans. Síiui 2323. ♦ ITt B RE I ÍdTð T í M AN rT ♦ Tilkynning um heimsendingar Vcgna sívaxandi örðugleika við heimsendingfar og til þess að íyrirbyggja mísskílníngf og óánægju við- skiptavina vorra, sjá undirritaðir aðilar sig tilneydda að setja neðanskráðar reglur fyrir heimsendingu vara: 1. Vörur sem nema mínni upphæð en 10 kr. verða ekki sendar heim. 2. Vörur sem senda á heim, verður að panta með að minnsta kosti dags fyrirvara. 3. Sé um skömmtunarvörur að ræða, eru viðskiptavinir vorir áminntir um að Isafa skommtuuarsecla jafn- an við hendina, tii að forðast all- ar óþarfa tafir sendisveina. Félag niatvörokaiipmanna Kaupfél. Revkjavikur og nágrennis heiidsölubirgðir: Í ARNIJÓNSSON I Þúsnndir vlta að gæfan fylglr trúlofunar- hrlngunum frá SIGURÞÓR. Bent gegn póstkröfu. Sendið nákvæmt máL Egill Sigurgpirsson hæstaréttarmálaflutningsmaSur Austurstræti 3 — Reykjavík Saltkj öt lnnan skamms fáum vér spaðkjöt í mörgum tnnnnstærðnm. Tökum á móti pöntunum í síma 1080 alla virka daga og gerum ráð fyrir að gcta hafið afgreiðsln kjötsins eftir miðjan október. Samband ísl. samvínnufélaga. Röskan pilt vantar afgrciðslu Túnans nú þegar. Gott kaup. Anglýsið í Timannm! Bóndi - Kanpir þú búnaðarblaðið FREY?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.