Tíminn - 01.10.1942, Blaðsíða 4

Tíminn - 01.10.1942, Blaðsíða 4
432 TtMlNN, fimmtndagiim 1. okt. 1942 109. blað Samvinnuskólinn verður settur í dag kL 1,30. Skólastjórínn. Námsílokkar Reykjavíkur Innritun daglega klukkan 5—7 og 6—9 á Freyjugötu 35, efstu hæð. Börn, sem sækja eiga barnaskólana í vetur, komi í skólana fimmtudaginn 1. okt. sem hér segir: AU STURBÆJ ARSKÓL ANN: Kl. 9 13 ára börn (fædd 1929) Kl. 10 12 ára börn (fædd 1930) Kl. 11 11 ára börn (fædd 1931) Kl. 14 7—10 ára börn (fædd 1932—1935) sem ekki hafa sótt haustskólann. fmm m • . «1 . GAMLA BIÓ'I Waterloo-brúín (Waterloo Bridge).! Amerísk stórmynd. Að- alhlutverkin leika. VIVIEN LEIGH, ROBERT TAYLOR. Sýnd kl. 7 og 9. Framhaldssýning 3í4-6ya: „ L A D D Y « með TIM HOLT. mm.mmmm.mNÝJA BÍÓ Flughetjurnar (Keep ’em Flying) Bráðskemmtileg mynd. — Aðalhlutverkin leika skop- leikararnir frægu: BUD ABBOTT Og LOU COSTELLO. Sýnd kl. 5, 7 og 9. FORSTÖÐUMAÐURINN. Skrif Vfsls og Ó. Th. (Frmmh. «/ 1. situ) manninn, sem stóð einna lengst frá Framsóknarflokknum, og táknaði á þann hátt Mbl.-flokk- inn. Ég vildi sýna alveg ótví- rætt, að verndun þjóðskipu- lagsins móti hinu útienda byltingarfaraldri væri svo mik- ilsvert mál, að hinir varaniegu andstöðuflokkar, samkeppnis- menn og samvinnumenn, yrðu til þjóðheilla að standa þar saman, þótt mikið bæri á milli í öðrum efnum. Þessi setning úr Tímanum 1923 hefir varan- lega þýðingu, af því að þar er að ég hygg í fyrsta sinn, eftir að núverandi flokkaskipting hófst, bent á, að til séu mál svo þýðingarmikil fyrir þjóðina, að lausn þeirra geti krafizt sam- starfs á vissum sviðum milii manna, sem annars eru rót- grónir andstæðingar. Það má segja, að í þessari einföldu yf- iriýsingu séu fyrstu drög til þjóðstjórnarsamstarfsins, sem hófst 1939. Um 1923 var Jón Þorláksson áhrifamesti maður í Mbl,- flokknum. Hann taldi flokk sinn vera öldubrjót, móti „um- róti“ og byltingarhug, og rit- aði fræðilega um þau efni. Mbl.- flokkurinn var á þeim árum í þessum efnum fullkomlega starfandi í anda Jóns Þorláks- sonar. Hann var ekki aðeins móti byltingu, heldur líka and- vígur féiagslegum framförum. Það var þess vegna á þeim tíma sögulega rétt, frá sjónarmiði Framsóknarmanna, að það mætti gera ráð fyrir traustri aðstoð frá Mbl.-flokknum móti hinum austræna byltingar- áróðri. En á þeim 19 árum, sem liðin eru siðan ég gerði ráð fyrir sam- starfi með Framsóknarmönnum og Mbl.-liðinu móti byltingu og upplausn, hefir orðið mikil breyting á flokki samkeppnis- manna. Jón Þorláksson er fall- inn í valinn, og með honum mikið af þeirri varnarorku móti upplausn, sem á að vera í í- haldsfiokki. Nú í vor gerðust þeir atburðir, að timburkaup- maður, sem hefir enga þekkingu eða skynsamlega útsýn um landsmál, tók Mbl. þrælataki og gerðist, af einskærri skamm- sýni, bandamaður hinna mestu upplausnarafla, sem til eru í þjóðfélaginu. Ólafur Thors varð forsætisráðherra á þessari öldu, og í meira en misseri hafa ó- gætnustu öfgamenn verkalýðs- ins haft Mbl. og Mbl.-flokkinn á valdi sfnu. Ekki til að stöðva umrót og upplausn, eins og Jón Þorláksson myndi hafa óskað, heldur til að skapa þá mestu upplausn og ringulreið, sem komið hefir fyrir íslenzku þjóð- ina, síðan hún fékk stjórn sinna eigin mála. Vísir hefir áreiðanlega gott af því, að endurskoða skýring- ar sínar um aðstoð frá hálfu Framsóknarmanna . við . Ólaf Thors. Stuðningsvonin við hann og hans flokk var frá upphafi bundin við eitt atriði: Verndun þjóðskipulagsins móti upplausn og byltingu. Nú hefir Mbl. og flokkur þess um stund verið dreginn undir áhrif upplausn- arinnar og orðið áhrifamikill í því efni. Hin breytta aðstaða Ólafs Thors og flokks hans hef- ir leitt til þess, að ég hefi á grundvelli yfirlýsingarinnar frá 1923 á sex mánuðum tveim sinnum sótt að stjórn Ólafs Thors, fyrst með vantraust í vor sem leið, og með tillögu um valdsviptingu ráðuneytis hans, sem var samþykkt mótatkvæða- L41JG4RNESSKÓLMN: Kl. 9 13 ára börn (fædd 1929) Kl. 10 12 ára börn (fædd 1930) Kl. 11 11 ára börn (fædd 1931) Kl. 14 7—10 ára börn (fædd 1932—1935) sem ekki hafa sótt haustskólaim. * MIÐBÆJARSKÓLMN: Kl. 9 13 ára börn (fædd 1929) Kl. 10 12 ára börn (fædd 1939) Kl. 11 11 ára börn (fædd 1931) Kl. 14 7—10 ára börn (fædd 1932—1935) sem ekkl hafa sótt haustskólann. Ath. Vandamenn skólaskyldra barna (f. 1929—1935) eru alverlega áminntir um, að þeim ber samkvæmt lögum, að senda börnin í barnaskóla. Varðar sektum ef út af er brugðið, án löglegra forfalla. Umsóknir um undanþágu frá skólavist sendist skriflega til viðkomandi skóla- stjóra, ennfremur læknisvottorð um þau börn, sem ekki geta sótt skóla vegna sjúkdóma. Skólast J ór arnir. Allfsherjarat- k væðagretðsla um kosningu fulltrúa á Alþýðusambandsþing fer fram laugardaginn 3. október n. k. kl. 4—11 e. h. og sunnudaginn 4. október kl. 10 f. h. til kl. 12 e. h. á skrifstofu Dagsbrúnar í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Kjörseðlum sé skilað i skrifstofu félagsins fyrir kl. 9 e. h. n. k. fimmtudagskvöld. Þeir einir hafa kosningarétt, sem eru skuldlausir fyrir árið 194Í. Frá og með deginum í dag mun kjörskrá liggja frammi í skrifstofu félagsins. Uppástungur stjórnar og trúnaðarráðs liggja frammi í skrifstofu félagsins. STJÓRNIN. Tilkynníng. frá víðskiptamálaráðuneytínu. har til oðru vísi verður ákveðið, er verzlunum aðeins heimilt að afhenda kaffi gegn kaffireitum fyrir október, sem tölusettir eru með tölunni 1. Viðskiptamálaráðuneytið 30. sept. 2942. Garnastöðina Upplýsingar á staðnum og í sfma 4241. Trésmiðaíélag Reykjavíkur tilkynnir, samkv. fundarályktun 24. sept. s. 1. eftirfarandi: Vegna húsnæðiseklunnar í bænum mun félagið láta óátalið þótt notaðir séu ófaglærðir verkamenn til aðstoðar við smíðar til 30. nóv. n.k., þó því aðeins, að þeir séu aldrei fleiri en hinir faglærðu menn á hverjum vinnustað og aðeins að þeim verkum, sem nú þegar eru hafin. Frá og með 1. des. 1942 er því félagsmönnum óheimllt að vinna með ófaglærðum mönnum við smíðar í innlendri vinnu. STJÓRNIN. Leiga á vörubílum Frá og með 1. október 1942 mun ameríska setuliðið sjálft ráða í vinnu þá vörubíla, sem það þarf að nota. Verða þeir ráðnir á vinnuskrifstofunni í Hafnarstræti 21. Upplýsingar um flokkun bíla eftir stærð og gerð, sem og leigugjald, sem felur í sér dýr- tíðaruppbót samkvæmt vísitölu Hagstofunnar, getur hver sá fengið, er þess óskar á þeirri skrifstofu. Sjálívindu-gluggatjöld (Rullegardiner) í ýmsum gæðum og verði fáið þér í Veggfóðnrsverzlun VICTORS KR. HEUGASONAR. Sími 5949. — Hverfisgötu 37. Ötsvör - Dráttarvextir Hinn 1. október fellur í gjalddaga síðasti (y5) hluti útsvara til bæjarsjóðs Reykjavíkur árið 1942, þeirra gjaldenda, sem útsvörin eru ekki greidd fyrir af kaupi, skv. lögum nr. 23, 1940. Jafnframt falla þá dráttar- vextir á þriðja hluta þessara útsvara. Skrifstofa borgarstjóra. Kaffikönnnr Höfum fengið amerískar kaffikönnur úr eldföstu gleri, sem laga kaffið sjálfar. HAMBORG Laugevgi 44. Símar: 2527. Haustpról og inntökupról í Iðnskólann í Reykjavík hefjast fimmtudaginn 1. okt. kl. 6 s. d., og eru próftakar beðnir að athuga prófskrána í skólanum. Skólinn verður settur laugardaginn 10. okt. kl. 2 s. d. í Iðnó. F. h. skólastjóra, Fimtbogi Rútur Þorvaldsson. Tilkynnið flutninga á skrifstofu Rafmagnsveitunnar, Tjarnargötu 12, sími 1222, vegna mælaaflesturs. RAFMAGNSVEITA REYKJAVfKUR. Bóndi — Kaupir þú hánaOarblaðið FREY? laust síðast á sumarþinginu. Fylgi Mbl.-liðsins við upplausn- arstefnuna hlýtur að leiða til sóknar á hendur fiokknum og liðsafla hans frá samvinnu- mönnum landsins. Nú er svo komið, að flokkur Framsóknarmanna hefir frá því í vor staðið einn á verði um verndun þjóðskipulagsins móti sjúku umróti þriggja flokka. En mikið af dugandi fólki í öllum þessum þrem fiokkum, er reiðubúið til að hlíta forustu Framsóknar- manna um verndun þjóðskipu- lagsins; og íslenzkra eigna. Þessi stuðningur mun koma fram á kjördegi í stórlega auknu fylgi Framsóknarmanna, og eftir kosningar á þann hátt, að dugandi menn úr öðrum flokkum standa við hlið Fram- sóknarmanna, þegar hjól dýr- tíðarinnar verður stöðvað. Á KROSSG0TUM Þýzkum kafbátsmönnum bjargað. Línuveiðarinn Skaftfellingur, eign Helga Benediktssonar i Vestmannaeyjum, bjargaði fyr- ir nokkru 47 þýzkum kafbáts- mönnum og 4 þýzkum flug- mönnum af kafbát, sem var að sökkva. Urðu kafbátsmenn að kasta sér útbyrðis og voru þeir síðan dregnir upp í skipið. Kaf- báturinn sökk meðan björgunin stóð yfir. Fjórum mönnum af áhöfn kafbátsins tókst ekki að bjarga. Enskur tundurspillir kom nokkru síðar á vettvang og tók Þjóðverjana. Skaftfellingur var á leið til Englands, er hann fann kaf- bátínn. Skipstjóri á Skaftfellingi er Páll Þorbjarnarson, fyrv. al- þingismaður. Bakaraverkfall. Bakarar hófu verkfall í gær- morgun. Höfðu samkomulags- umleitanir staðið að undan- förnu milli Bakarasveinafélag's íslands og meistara, en eigi tek- ízt. — Ágreiningurinn er þó eigi um kaup heldur kaffihlé. Krefj- ast sveinarnir tíu mínútna lengra kaffihlés en meistarar telja sig geta fallizt á. Eigi munu samkomulagsumleitanir enn hafnar að nýju. Er ekkert hægt að fullyrða um, hversu verkfall þetta muni haldast lengi, þótt deiluefnið virðist raunar smávægilegt. Vinnið ötullega fyrir Timann. tJtbreiðið Timann!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.