Tíminn - 04.10.1942, Qupperneq 1

Tíminn - 04.10.1942, Qupperneq 1
RXTSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTQEFANDI: FRÁMSÓKNARFLOKKURINN. 26. ár. Reykjavík, siumudaglim 4. okt. 1942 112. blað ».S 0K BÍTUR SEK AN« Sjálfstæðismenn tryllast út af upplýsingum Tímans um svikin í afgr. síldarmjolsíns Tíminn hefír deilt á ríkisstjórnina fyrir að stöðva af- greiðslu síldarmjöls í septembermánuði, einmitt þann tíma, sem nauðsynlegt er að koma mjöinu í kauptúnin til þess að bændur geti flutt það heim til sín í haustkaup- tíðinni, þegar þeir flytja sláturfé í kaupstaðinn. Allir, sém eitthvað þekkja til í sveitunum vita, hve mikils vert þetta er. Sláturtíðín Viðtal við Helga Bergs iorstjóra Haustkauptíðin er hafin, slát- urstörfin og kaupstaðaferð- irnar eru um þessar mundir stærsti þátturinn í önnum bændanna. Tíðindamaður Tímans hefir snúið sér til Helga Bergs, for- stjóra Sláturfélags Suðurlands, og átt stutt viðtal við hann um sláturtíðina í haust. Helgi skýr- ir svo frá: — Slátrun sauðfjár af Suð- urlandsundirlendinu stendur sem hæst þessa dagana. Alls er slátrað á sjö stöðum og slátrun hefst innan skamms á Kirkju- bæjarklaustri. Staðirnir, sem slátrunin fer fram á, eru: Reykjavík, þar er slátrað 1000 —1200 fjár á dag, Hafnarfjörð- ur, tala sláturfjár þar er 300— 400 á dag, Akranes, þar er slátrað svipuðum fjárfjölda og í Hafnarfirði, kaupfélagið við Raúðalæk, þar er slátrað 250— 300 kindum á dag, kaupfélagið á Hellu, tala sláturfjár þar er 350—400 á dag. í sláturhúsi Sláturfélagsins í Djúpadal er slátrað um 300 kindum á dag og í Vík í Mýrdal um 400 kindum á dag. Alls mun vera slátrað á félagssvæði Sláturfélags Suð- urlands um 3000 kindum á dag. Ennþá hefir fáu fullorðnu fé verið slátrað, en dilkarnir, sem slátrað hefir . verið, eru með vænsta móti. Hvergi hefir bor- ið á neinni veilu í sláturfénu enn sem komið er. Slátrun hófst um miðjan september. Húsmæður hér í bænum hafa skilið betur en nokkru sinni fyrr hversu nauð- synlegt er að draga ekki til síð- ustu stundar að kaupa slátrin og var slátursalan hér í bæn- um örari fyrstu daga slátur- tíðarinnar í haust en hún hefir verið um langt skeið. í fyrra var alls slátrað um 69 þúsund fjár á öllu félagssvæði Sláturfélags Suðurlands. Enn er ekki gott að segja um hversu mörgu fé verður slátrað í haust. Nokkur brögð hafa verið að því, að treglega hafi gengið að fá nægan mannafla til að vinna við sláturstörfin, en þó hefir rætzt það vel úr í þeim efnum, að hvergi er nú tilfinnanleg mannekla við sláturstörfin hjá Sláturfélagi Suðurlands. Eins og skýrt var frá hér i blaðinu fvrir nokkru, hvarf ungur sjómaður, Jóhannes R. Jóhannesson að nafni, tll heimilis að Vitastig 8 hér í bæ, frá heimili sínu. Samkvæmt heimildum frá rannsóknarlögreglunni þykir nú fullvíst, að ''essi maður háfi orðið eft- ir um borð í erlendu skipi sem lá hér á höfninnl, og að það hafi flutt hann til Ameriku. Morgunblaðið (og ísafold) hafa kippzt við, eins og verið væri að rífa upp opið sár. Hyggst það að skjóta sér undan áfellisdómi með því að strand- ferðaskipin hafi ekki farið tóm hafna á milli þennan tíma, þótt eigi flyttu þau síldarmjöl. En hvernig áttu strandferðaskipin að flytja síldarmjöl i sept., þeg- ar afgreiðsla stöðvaðíst á mjöl- inu? Allt þetta skraf er út í hött. Tíminn mun ekki eltast við illyrði Morgunblaðsins. Hér skal aðeins rekja nokkrar stað- reyndir, sem vita beint að al- menningi: 1. Félög, sem panta síldarmjöl í ár, samkvæmt venju, fá það svar, að þau geti ekki fengið nema nokkuð af pönt- un sinni, þótt hún sé jafnvel minni en í fyrra. 2. Afgreiðslubann er lagt á mjölið. 3. Nú er 4. okt. Enn hafa mörg félögin ekki fengið svar. En nú ætti mjölið að vera kom- ið á hafnir út um land. 4. Nú er sláturtíð, en enginn bóndi veit enn, hvað hann geti fengið af síldarmjöli, hvenær það komi á næstu höfn — og því síður hvort hann komi því heim til sín eftir að vetur er lagstur að, og vegir tepptir. 5. í fyrra voru pantanir heimt- aðar fyrir 1. sept. og séð um fluttninga fyrir sláturtíð. 6. í ályktun frá síðasta Al- þingi var , skorað á ríkis- stjórnina að sjá um skip til flutninga á síldarmjöli í tæka tíð. Ekkert hefir stjórnin í þessu gert. — „Allt rólegt í Reykja- vík.“ Frá góðum heimildum veit blaðið, að nú vantar algerlega skip til að flytja síldarmjöl á hafnir austanlands, þ. á m. til Borgarfjarðar eystra 35 smál., Norðfjarðar 47, Breiðdalsvíkur 25, Stöðvarfjarðar 15, Reyðar- fjarðar 45, Hornafjarðar 85 og til Vopnafjarðar það, sem hægt er að láta. Hér í blaðinu hefir áður verið skýrt frá pöntunum S. í. S. og tregðu á því að fá þær af- greiddar. Frá einstökum kaupfélögum hefir Tíminn fengið þessar upp- lýsingar: Akureyri: „Dagur“ ræðir um síldarmjölsbirgðirnar sl. þriðju- dag, 29. f. m. og rekur skipti KEA við Rikisverksmiðjurnar. Segir blaðið svo: „Ríkisstjórnin hefir undan- farið birt auglýsingar til al- mennings í Ríkisútvarpinu um síldarmjölskaup bænda, í til- efni af „orðrómi“ um þurrð á mjöli í landinu. Segir í til- kynningu þessari, að ekkert sé hæft í þessu og að nóg síldar- mjöl sé fyrir hendi í landinu. Það væri óskandi, að þessi yfir- iýsing hefði við rök að styðjast. --------En ekki verður komizt hjá því að draga í efa, að allt sé með felldu i þessu máli. Blað- ið hefir fengið eftirfarandi upplýsingar hjá framkvæmda- stjóra KEA um skipti félagsins við Rikisverksmiðjurnar. KEA tilkynnti verksmiðju- stjórninni í sumar, að það vildi kaupa 4000 sk. af síldarmjöli. — Ekki fékkst loforð fyrir þvi að þetta magn fengist keypt, en síðar fékk félagið skeyti, þar sem verksm. staðfestu að hafa selt félaginu 3000 sk. Var litið svo á þetta hér, að meira magn væri ekki fáanlegt. Nú fyrir nokkru síðan hófst flutningur á þessu mjöli frá Siglufirði. Eftir að búið var að fara tvær ferðir, kom tilkynning frá verksmiðj- unum þess efnis, að meira feng- ist ekki að svo stöddu, þar sem ríkisstjórnin hefði bannað að láta út meira mjöl. Gekk í nokkru þófi um þetta um hríð, og þegar loksins var tilkynnt, að afhending gæti haldið áfram, (Framh. á 4. slSuJ B-listinn hefir kosningaskrifstofu í Sambandshúsinu, 3. hæð, inn- gangur um austurdyr. Opin alla v i r k a daga kl. 9—22 (nema kl. 12—13 og 19—20). Skrifstofan veitir allar upp- lýsingar varðandi kosningarnar. Trúnaðarmenn listans og annað áhugafólk ætti að vera stöðugt í sambandi við skrifstofuna og veita henni tafarlaust allar þær upplýs- ingar, sem að gagni geta komið, um kjósendur hér í bæ. Símar skrifstofuimar eru: 2151 og 5099. Nkipstjóri i 25 ár Einar Stefánsson skipstjóri Einar Stefánsson, skipstjóri á Dettifossi, átti 25 ára skip- stjóraafmæli 2. ágúst í sum- ar. Þann mánaðardag 1917 tók Einar við skipstjórn á Sterling, sem ríkisstjórnin keypti þá til strandsiglinga hér við land. Það var eins og við blasti þverskurður af einum merkasta þætti í framfarasögu siðustu áratuga, að hitta Einar Stefáns- son að máli og ræða við hann um sjómannsendurminningarn- ar. — Talið barst að smábátaútveg- inum á Vatnsleysuströnd á bernskuárunum. Það voru erfið ár og var einkum kennt erlend- um togurum, sem gerðu sig heimakomna í landhelgi. Skútu- öldin var þá komin til sögunn- ar. Hún var merkur liður í þróun fiskveiðanna. En fyrir unga menn reyndi hún ekki nóg á kraftana, og viðurværið var of lélegt. Um tvítugt var Einar orðinn stýrimaður á fiskiskútu, lauk prófi á sjómannaskólanum 1905. En á skútum var hann í sjö ár frá 15 ára aldri. Skipið Sterling kemur mjög við sögu Einars Stefánssonar. Þetta var millilandaskip á veg- um Thorefélagsins upphaflega hér við land. Emil Níelsen var skipstjórinn. Eitt sinn átti Ster- ling að skila vörum inn á Hval- fjörð. En af einhverjum ástæð- um þóttl Nielsen hagkvæmara að fá skip til þess að taka vör- urnar úr skipinu og flytja þær á áfangastað. Fyrir valinu varð skúta sú, sem Einar var þá stýri- maður á. Ekki löngu síðar mun það fyrst hafa komið til tals milli Sveins Björnssonar og Emil Nielsen, að stofnað yrði íslenzkt gufuskipafélag. „Þá vantar okk- ur mennsegir Sveinn Björns- son. „Það er hægt að ala þá upp á fáum árum,“ svarar Nielsen. .Nokkru síðar kemur Nielsen að máli við Elnar og spyr hann hvort hann mundi vilja halda áfram að læra, fara á skóla í Danmörku og i erlendar sigl- ingar. Þegar Einar hafði tryggt fjár- hagshlið framhaldsnámsins, lét Nielsen hann fá fría ferð með sér á Sterling til Kaupmanna- hafnar. Stundaði Einar síðan nám á sjómannaskóla í Marstal, fór síðan í siglingar á vöru- flutningaskipum. Var Einar orð- inn 1. stýrimaður á Mjölni, er hann réðist sem 2. stýrimaður á Gullfoss, þegar það skip hóf siglingar hér við land. Þegar ríkisstjórnin keypti Sterling varð Einar skipstjórinn, en hann hafði þá um sinn verið 1. stýrimaður á Lagarfossi. Var Einar sendur út til að taka á móti skipinu, sem þá um nokk- ur ár hafði verið í eign Svía og notað til vöruflutninga. — Við vorum ekki góðu van- ir, segir Einar, enda var Sterling ekki orðlð álitlegt farþegaskip. Ekkert 2. farrými og fyrsta far- rými hafði verið notað fyrir vör- ur, en ekki fólk. Engin tími til úr að bæta, svo var þörfin heima, brýn. Og ég mátti taka 88 far- þega með heim frá Kaupmanna- höfn í fyrstu ferðinni. — Á stríðsárunum flutti Landsverzlun vörurnar frá út- löndum ekki aðeins til Reykja- víkur heldur einnig til ísafjarð- ar, Akureyrar og Seyðisfjarðar. Sterling tók síðan fullfermi á hverri þessara hafna, og fjór- hlóð því a. m. k. í hverri hring- ferð. En farþegarnir komust hæst á sjöunda hundrað sam- tímis í þessum ferðum. Þá voru ekki bílarnir, né flugvélarnar. — Erfiðast var öryggisleysið, sem stafaði af kolaskortinum, og jafnvel vatnsleysið. Þá var ekki ávinningur að halda við vatnsveitu á hafnarbryggjur, fyrir hin fáu skip, sem i förum voru. — Og ekki má gleyma matar- skortinum. Sakir þess hve þess- ar strandsiglingar voru tafsam- ar, urðu farþegarnir einatt mötustuttir, þótt venja væri að þeir nestuðu sig flestir til ferð- arinnar. Kom þá til skipsins kasta að bæta úr, eftir því sem föng voru til. Það kom fyrir, að verzlunarbúðum var lokað, þeg- ar hinir fjölmennu farþega- Þorsteion Þorsteinsson hreppstjóri á Daðastöðum, formaður Kaupfélags Norður- Þingeyinga, lézt síðastliðið föstudagskvöld. Hans verður nánar minnzt hér í blaðinu síð- ar. Á víðavangi „SAMEIGINLEGT ÁTAK“ (Úr forustugrein Mogunblaðs- ins í gær). „Vissulega ættu allir að sjá, að dýrtiðarmálin verða ekki leyst á annan veg en þann, að allir flokkar og allar stéttir taki sameiginlega fórnir á sínar herðar og standi saman um þær ráðstafanir, sem óum- flýjanlega verður að gera.“ Þetta er viturlega mælt hjá Mogga, þótt seint sé. En þvi miöur er ómögulegt að taka nokkurt mark á því, sem þetta heiðraða málgagn Ól. Thors segir. Það er orðið svo marg- saga og bert að fávislegu stefnu- leysi. Blaðið, sem nýiega lýsti yfir því, að í næstu kosningum færu fram úrslitaátökin við Framsóknarflokkinn, blaðið, sem smjattað hefir á illmæli Jakobs Möllers, að Framsókn- arflokkurinn væri þjóðhættu- legur ofstopaflokkur, sem ekki ætti sinn líka síðan á Sturl- ungaöld og ekki væri horfandi I þrennar kosnmgar til að út- rýma honum, — þetta blað heldur að það verði tekið al- varlega, þótt það setji á sig helgislepjuandlit og tali um samvinnu allra flokka! Það væri nær fyrir Morgun- blaðið, að reyna að losa Sjálf- stæðisflokkinn og þjóðina í heild við dýrtíðarráðherrana, sem nú sitja að völdum og hafa lækkað verðlagið á þremur mánuðum úr 183 upp í 240 stig. Enginn vill eiga saman við þá að sælda. KJÖTVERÐIÐ OG AL- ÞÝÐUFLOKKURINN. Alþýðublaðið ræðst ákaft á kjötverðið um þessar mundir. Fulltrúi Alþýðusambandsins i kjötverðlagsnefnd, Ingimar Jónsson skólastjóri, bar hins vegar ekki fram nein mótmæli, þegar lagt var til í nefndinni að hækka kjötverðið upp í kr. 7.04 kg., heldur veitti hann þegjandi samþykki sitt með því að sitja hjá við atkvæða- greiðsluna. En Ingimar er líka frambjóðandi fyrir Alþýðu- flokkinn í bændakjördæmi. Annars villir Alþýðublaðið engum sýn, þótt það gali um hátt kjötverð. Allir vita, að kjötverðið er helmingi hærra nú en í fyrra, vegna þess, að Al- þýðuflokkurinn vann að því með íhaldsmönnum og kom- múnistum að brjóta niður þær hömlur, sem Framsóknarmenn vildu setja gegn öllum hækkun- um á verðlagi og kaupgjaldi. BARNASÍÐA MORGUNBLAÐSINS. Félag ungra Sjálfstæðis- manna hefir hvað eftir annað fitjað upp á útgáfu blaða og tímarita. En einhvern veginn er það nú svo, að þetta verður ekki langlíft hjá hinum ungu sjálfstæðishetjum. Ekki mun þó peningaleysið vera þeim til baga, svo marga efnaða feður, sem þeir hafa að bakhjalli. En eitthvað hlýtur þá að vanta. — Nú hefir Morgunbl. skotið skjólshúsi yfir hinar „blað- lausu“ ungu sjálfstæðishetjur, úthlutað þeim eins konar barnasíðú, þar sem þeir mega pái-a eins og þá lystir. í gær skrifa tveir ungir menn (Framh. á 4. síðuj

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.