Tíminn - 15.10.1942, Page 2

Tíminn - 15.10.1942, Page 2
478 TÍMIM, íimmtndagiim 15. okt. 1942 131. blað ‘©tmxnn Fimmtudag 15. okt. 1944 „Þegar íhaldsflokkurinn er i vandrœðum, tekur hann sjálf- stœðismálið á dagskrá". Sigurður Kristjánsson, sá, er Ólafur Thors hugðist hrekja út af lista Sjálfstæðisflokksins í vor, er nú orðinn helzta reipið í sjálfstæðismálinu. Skrifar S. K. um mál þetta í Mbl. stutta grein sl. mánudag. Grein þessi er illorð í frekara lagi og með höfundareinkennum að því leyti. En hugsun og orðalag er allt ófimlegra en títt er um það, er S. K. lætur frá sér fara. Mun og svo löngum fara, er hjúin taka að lofa þann, er svipunni beitir. S. K. segir í upphafi máls, að almenningi séu farnar að leið- ast útvarpsumræður um stjórnmál. Vel má svo vera. En ef. forustumenn Sjálfstæðis- flokksins halda, að hið svo- nefnda sjálfstæðismál sé til þess líklegast að vekja athygli manna, skjátlast þeim efalaust mjög hraparlega. Það mun mega fullyrða með sanni, að á fáu séu kjósendur jafn leiðir orðnir og því gagnslausa rifrildi um þetta mál, sem átt hefir sér stað nú í seinni tíð. Þá sögu segja þeir, sem mest hafa farið um landið, og um það vitna m. a. undir- skriftir þær, sem Ólafi Thors bárust frá um 60 þekktum mönnum í Reykjavík sl. sumar, og nú hefir verið skýrt frá í blöðum eins og fleiru, sem þag- mælsku var óskað um af þing- manna hálfu. Nú þykist Ólafur Thors hafa fengið merkilega yfirlýsingu í þessu máli frá stjórn Banda- ríkja Norður-Ameríku. Er þar sýnilega um nýja leiksýningu að ræða, rétt fyrir kosningarnar og Thor Thors sendiherra kvaddur heim til að vera ein aðalpersónan á leiksviðinu. Um þessa yfirlýsingu frá Banda- ríkjunum og baráttu forsætis- ráðherrans fyrir því að fá Thor Thors heim með yfirlýsinguna, segir S. K., að það sé „einn feg- ursti þátturinn í sögu íslend- inga“! Jafnframt hafi Ólafur Thors „skráð nafn sitt í sögu þjóðar sinnar á þann hátt, að það mun seint út skafið verða“! Einhverjir kynnu að láta sér detta í hug, að S. K. væri hér að launa Ó. Th. lambið gráa frá í vor, með því að gera þannig gys að honum frammi fyrir aiþjóð manna. Sú heilaga einfeldni, sem lýsir sér í hinum tilvitnuðu ummælum hér að framan er ekki lík S. K., því að heimskur maður er hann ekki, þótt margt sjálfrátt sé honum miður gefið. Um núverandi afstöðu Banda- ríkjanna liggur ekki annað fyrir opinberlega en það, sem Ó. Th. sagði í útvarpinu. Þar gæti því vel verið um eins konar hitaveitufrétt að ræða og þarf ekki að vera meira, auk þess sem ráðherra þessum mun vera annað betur gefið en að gera sér grein fyrir afstöðu erlendra ríkja til málefna íslands. En þó teknar séu í fyllsta máta trú- anlegar þær upplýsingar, sem Ó. Th. gaf í kosningaræðu sinni um þetta mál, virðist þar ekki vera um nein stórtíðindi að ræða. Það, sem Ó. Th. segir, er að Bandaríkin ætli sér ekki að vera á móti því að íslendingar ógildi sambandslögin og stofni lýðveldi á árinu 1944! Okkur sé að vísu óhætt að semja lýðveld- isstjórnarskrá nú í haust en sú stjórnarskrá megi ekki taka gildi á þessu ári og ekki heldur á næsta ári. Slík stjórnarskrá væri því raunverulega ekki ann- að en ráðagerð um lýðveldis- stofnun á árinu 1944. Eftir þessu ætti Bandaríkja- stjórn að hafa farið með for- sætisráðherra vorn eins og svangt barn, sem gefinn væri brauðbiti, en því jafnframt sagt, að það mætti ekki borða hann fyrr en eftir tvo daga! Vér íslendingar höfum alltaf haft rétt til að losna við sam- bandið við Dani á árinu 1944. Það er skýrt tekið fram í Sam- bandslögunum, og enginn hefir Fjandskapannál Sígurðar Kristjánssonar Aðalsteinn Kristinsson: Svar til Morgunbladsins Morgunblaðið gerir síldar- mjölsmálið enn að umræðuefni síðastl. sunnudag. Kennir þar margra grasa. Eins og menn muna, sem fylgzt hafa með í þessu máli, hefir Morgunblaðið ætíð haldið því fram, að nægilegar birgðir síldarmjöls væru til í landinu, og orðrómur um hið gagnstæöa því ástæðulaus. Endurtekur blaðið enn þá fullyrðingu sína, að nóg síldarmjöl sé til í land- inu. Út af þessu vildi ég leyfa mér að spyrja: Ef nægilegar birgðir síldarmjöls voru til í landinu, þegar ég skrifaði ráðuneytinu þann 9. f. m. bréf það, sem birt var í Tímanum þann 17. f. m., hvers vegna voru þá þegar eftir móttöku þess bréfs, gerðar ráð- vefengt það, hvorki Danir né aðrir. Þetta vita flestir menn. En hér á landi hafa ýmsir viljað að sambandinu yrði form- lega slitið fyrir þann tíma. Það var einmitt þetta, sem Ó. Th. þóttist ætla að gera. Fyrir kosn- ingar í vor lofaði hann að stofna lýðvelfli nú í haust. Þessi loforð gaf hann þrátt fyrir það, að fyrir hafði legið vitneskja um skoðun Bretlands og Banda- ríkjanna á þessu máli. Vegna þeirrar aðstöðu gat Ólafur ekki efnt loforð sín, og það mátti hann vita, þegar hann gaf lof- orðin. Ennþá er hann jafn ófær til að efna þessi loforð og hann var, þegar þingi var slitið 9. sept. Hann getur ekki frekar stofnað lýðveldi nú en þá. En hann segir, að sér verði leyft að ráffgera lýffveldisstofnun á árinu 1944, sama árinu, sem Sambandslögin ákváðu til sam- bandsslita. Fagur er þessi þáttur í sögu íslendinga! Seint mun það í sögunni gleymast, nafn for- sætisráðherrans, sem lofaði þjóðinni að gera landið að lýð- veldi haustið 1942, á sama tíma, sem hann og aðrir áttu að vita, að þetta loforð myndi hann ekki telja sér fært að efna, þeg- ar til kæmi. [Grein þessi kemur með mörgum öðrum sérprentuð í ritsafni J. J. í þeim kafla sem heitir „Útboð vara- | liðsins“. Hér í blaðinu er greinin til- ! einkuð Magnúsi, hinum „prúða“ sálna- hirði íhaldsins og ræðumennsku hans]. Tími stjórnarráðs' kvistsins. Það má marka þrek og þrótt þjóða og einstaklinga á bygg- ingaframkvæmdum. Það eru mörg tímabil í sögu íslenzku þjóðarinnar, þegar hún svo að segja lá í dái. Hún reisti hvorki andlegar né efnislegar bygg- ingar. Það eru hnignunar- og kyrrstöðutímar. En þess á milli hefir þjóðin vaknað og sýnt að hún átti mikla sköpunarorku. Þegar þjóð byggir mikið, er það sönnun þess að þá hefir verið framfara og framsóknartíma- bil. Árabilið frá 1908—1921 var logntími. Jón Magnússon var hinn eiginlegi þjóðarleiðtogi á þessu tímabili. Hann hafði for- ustu um byggingu stjórnarráðs- kvistsins, garðmegin. Sú fram- kvæmd einkenndi leiðtogann og hæfileika hans. stafanir til að afturkalla sölu til útlanda á 650 smál. síldarmjöls? Og ennfremur: Ef nægilegar birgðir voru til, hvers vegna voru þá skýrslur um birgðir, ásamt pantanalistum, sendar til ráðuneytisins, sem síðan sendi þessi plögg til Búnaðarfélags ís- lands til athugunar? Var þetta gert til þess að flýta fyrir af- greiðslunni? Nei, það var gert til þess að komast að raun um, hve mikið yrði að drciga úr pöntunum. Og nú hefir sú at- hugun verið birt. í ávarpi til bænda frá stjórn Búnaðarfélags íslands, sem birt var í útvarp- inu í gærkvöldi, segir svo: „Heyfengur landsmanna á þessu sumri, mun vera mun minni en undanfarin ár. Á hinn bóginn hafa búfjáreig- endur nú gert ráðstafanir til þess, að afla sér meira af inn- lendu fóðurmjöli en nokkru sinni fyrr. Hafa síldarmjöls- pantanir í haust farið 60— 70% fram úr hæstu pöntunum undanfarin ár. Pöntunum þessum er hægt að fullnægja öllum, að langsamlega mestu leyti með síldarmjöli, en því, sem á vantar, með fiskmjöli, en þar meö er lokið þeim birgðum. af þessum vörum, sem til eru í landinu.“ Samkvæmt þessari greinar- gerð Búnaðarfélagsins verður að draga úr þeim síldarmjölspönt- unum, sem þegar eru komnar, og bæta þann frádrátt upp með fiskmjöli. En þar með er svo öll- um birgðum lokið í landinu, þannig að nýjum pöntunum er alls ekki veitt móttaka. Það getur vel verið, að Morg- unblaðið sé ánægt með þessa niðurstöðu. Ég er það ekki og sennilega fáir þeir, sem land- búnað stunda og vita hversu mikið þeir eiga undir því, að fóð- urbirgðir séu nægilegar. Von- andi er þó, að ekki komi að sök, þótt ekki sé betur í pottinn búið. Tímabil Framsóknar. Eftir 1921 byrja Framsóknar- S ménn að hafa gagngerð áhrif á stjórnmál landsins, og hefja nú mikla byggingaöld. Þeir hrinda af stað byggingu Laugaskóla, nýja húsinu á Eiðum, Lands- spítalanum, Kristneshæli, Skól- um á Laugavatni, Reykholti og Reykjum í Hrútafirði, þjóðleik- húsbyggingunni, Sundhöllinni, Hótel Borg, Símstöðinni í Reykjavík, sundlaugum á hvera- stöðum víðs vegar um land, kaupfélagsbyggingunni á Ak- ureyri, Sauðárkrók og Borgar- nesi, íshúsum kaupfél. við flestar meiriháttar hafnir. Loks bættist við stjórnarráðsbygging- in Arnarhvoll, húsmæðraskól- inn á Laugum, Hallormsstað og Laugalandi, héraðsskólinn á Núpi og í Reykholti, háskóla- byggingin í Reykjavík og hús byggingar- og landnámssjóðs í hundraða tali um lands allt Baráttan nm gömlu Esju. Framsóknarmenn hófu bygg- birgðir Blaðið lætur all drýgindalega yfir því, að meira síldarmjöl hafi verið afgreitt nú fyrir 1. okt., en nokkru sinni áður eða 3.331 smál. Þetta kann að vera rétt. En hverjir hafa fengið allt þetta mjöl? Á síðastl. ári voru 1730 smál. afgreiddar fyrir 1. okt. (þess árs framleiðsla), af því mjöli, sem Sambandið keypti vegna kaupfélaganna. Hins veg- ar voru nú fyrir 1. okt. afgreidd- ar aðeins 650 smál., enda hafa sum félaganna ekki fengið neitt sildarmjöl enn. Er ekki að undra, þótt nokkur uggur sé í mönn- um yfir því, að fá ekki mjölið fyrr en vetur er genginn í garð. Á einum stað kemst blaðið svo að orði: „Af ástæðum, sem hér skal ekki fjölyrt um, pantar Sambandið 5.200 smál., auk þess sem sambandsf élögin haf a pantað beint hjá verksmiðjun- um fyrir sig.“ Hvaða ástæður eru það, sem blaðið er að dylgja með? En ef Morgunblaðið hyggst með þessu að rægja Sambandið við kaupfélögin, þá er það alveg þýðingarlaust. Kaupfélögin vita, að Sambandið kaupir síldarmjöl einungis til þess að tryggja þeim nægilegar birgðir. Þau vita einnig, að hér er engin breyting á, frá því, sem verið hefir und- anfarin ár. Þau vita líka, að um álagningu er ekki að ræða frá Sambandsins hálfu, nema sem svarar símakostnaði — og stundum ekki einu sinni, sem honum nemur. Sambandið hefir fjöldamörg undanfarin ár keypt síldarmjöl til þess að tryggja kaupfélög- unum nægilegan fóðurbæti. Hefi ég ekki orðið þess var, að þessi ráðstöfun væri vítt af neinum, né heldur að nein tilraun væri gerð til þess að draga úr kaup- unum, hvorki af hálfu síldar- verksmiðjanna eða annarra, heldur þvert á móti. En nú bregður svo við, að hver sekkur, sem Sambandið kaupir vegna kaupfélaganna er talinn eftir. Morgunblaðið ségir, að Sambandið vilji taka í sínar (Framh. af 1. síðu) 9. Vitabyggingar. S. Kr. segir, að Framsóknar- menn hafi verið þvi andvígir, að allt vitagjaldið gengi til vita- bygginga. En hann ætti að minnast flokksmanna sinna í fjárveitinganefnd. Það er ekki kunnugt, að þeir hafi þar gert tillögur um að verja öllu vita- gjaldinu í þessu skyni, og lá þó beinast við, að sú tillaga kæmi fram þar, ef hugur fylgdi máli, þar sem framlög þessi eru á- kveðin í fjárlögum hvers árs. 10. Ráðstöfun á tekjju- afgangl ríkigsjóðs. Það mun rétt vera, að S. Kr. hafi flutt á þingi 1942 tillögur um að verja 4 miljónum króna af tekjuafgangi ríkissjóðs á ár- inu 1941, til Fiskiveiðasjóðs og til að styrkja bátabyggingar. En hverju sætir það, að þessar til- lögur hafa ekki náð fram að ganga? Síðan í maímánuði í vor hefir Framsóknarflokkur- inn engin sérstök völd haft á Alþingi, en Sjálfstæðismenn farið með stjórn ríkisins. Ólafur Thors var við völd nægilega langan tíma af aðalþinginu til þess, að geta komið þessu í gegn, ef áhugi var fyrir hendi í stjórn- arliöinu. Auk þess stóð Sjálf- stæðisflokkurinn fyrir sérstöku þinghaldi frá 4. ágúst til 9. sept. í sumar, og var þá oftast lítið að gera í þinginu. Sjálfstæðisflokk- urinn hafði forsetavaldið, og þó voru tillögur S. K. ekki látnar koma undir atkvæði. Er það sanngjarnt að nefna þetta mál sem dæmi um sérstakan fjand- skap Framsóknarflokksins í garð s j ávarútvegsins ? í greinarlok gefur S. K. þær upplýsingar, að Framsóknar- hendur meginið af síldarmjöls- birgðunum o. s. frv. Sannleikur- inn er sá, að Sambandið hefir ekki nú, freinur en undanfarin ár, pantað meira af síldarmjöli en það, sem kaupfélögunum er nauðsynlegt að fá. Og það er krafa Sambandsins, að pantanir þess og kaupfélaganna verði af- greiddar í réttu hlutfalli við pantanir annarra. 13. okt. 1942. Affalsteinn Kristinsson. flokkurinn sé „pólitískur ræn- ingjaflokkur". Þeir, sem þessu trúa, munu sjálfsagt líka trúa öðru því, sem borið er á borð í grein hans. En hinum, sem rétt vilja vita, mun ekki þykja þetta oröbragð bera vott um skapdeild eða þá sanngirni í málflutningi, sem tíðum er einkenni þeirra manna, er fyrir réttu máli standa. Því skal ekki neita, að Sigurð- ur Kristjánsson kunni að hafa áhuga fyrir ýmsum þeim mál- um, er sjávarútveginn varða. Honum er það m. a. kappsmál, að Samábyrgð íslands á fiski- skipum beri ekki skarðan hlut frá borði í viðskiptum við út- gerðarmenn, þegar sjótjón ber að höndum, og hefir komið með tillögur þess efnis fram á Al- þingi. Vera má, að fleiri slíkra sjónarmiða gæti hjá honum, ef hann bæri sams konar ábyrgð á ríkissjóðnum og hann nú ber á áðurnefndri tryggingarstofnun. Og einhvern veginn er það svo um S. K. og fleiri flokksbræður hans, að það er eins og „vin- áttan“ til sjávarútvegsins sé ekki einhlít. Það, sem hjartað vill, lánast höndinni ekki að framkvæma! Á þingi 1934 barð- ist S. K. sjálfur gegn því, að síldarverksmiðjan á Raufar- höfn yrði keypt. Hefði hann þá fengið að ráða, myndu verk- smiðjuhús og vélar hafa verið flutt burt, og vafamál, að nokk- ur síldariðnaður væri þá á þess- um stað. (Flokksbróðir S. K., Jóhann Jósefsson, var þá fram- sýnni og studdi Framsóknar- menn í þessu máli). Árið 1939 voru átta þingmenn í Sjálf- stæðisflokknum á móti því að lækka gengi krónunnar, en á þeirri ráðstöfun hafa útvegs- menn og hlutamenn haft ávinn- ing, sem nemur talsvert meira en þeim 4 miljónum, sem S. K. segist hafa viljað borga úr rík- issjóði á síðasta þingi. Nú í ár hefir Sjálfstæðisflokkurinn unnið að því að hækka dýrtíð- arvísitöluna um 50—60 stig og lækka peningagildið, og þar með verð á útfluttum fiski, að sama skapi. Myndi nú ekki að því komið, að einhver útvegsmaður hefði ástæðu til að segja um S. K. og þá félaga: „Guð varðveiti mig fyrir „vinum“ mínum?“ sjóður eins mikið fé og Ægir kostaði nýbyggður. Meðal margra annarra verka hefir Ægir oft bjargað vélbátaflotan- um víöa um land með því að flytja olíu milli fjórðunga í geymsluhólfum sínum. Með Ægi hófst á íslandi áhrifamikil og einbeitt strandgæzla og skipu- leg björgunarstarfsemi. Snðin. Stjórn Framsóknarmanna safneinaði stjórn og umsjá strandferða og landhelgismála undir forustu Pálma Loftsson- ar. Var það þýðingarmikill at- burður í íslenzkum siglingamál- um. Pálmi var maður á bezta aldri, fjölgáfaður og hugkvæm- ur í bezta lagi, reyndur sjómað- ur og þaulkunnugur öllu, sem laut að íslenzkum siglingum. Framsóknarmenn töldu, að ekki væri nægilega úr bætt með strandferðamálin nema ríkið hefði tvö eimskip í förum. Mbl.- menn beittu sér eindregið móti því, að keypt væri annað skip. Framsóknarmenn fóru sínu fram. Pálmi Loftsson fór utan í þeim erindum að fá ódýrt en þó nothæft skip. Hann keypti í Svíþjóð sterkt, gamalt skip, fyrir 90 þús. krónur, til strand- ferða. Gerðu andstæðingar Framsóknarmanna óspart gys JÓNAS JÓNSSON: Hallir hafsins ingarframkvæmdir þær, sem flokkurinn stóð fyrir með smíði gömlu Esju. Sterling hafði strandað, og þurfti að byggja eða kaupa nýtt skip. Ég beitti mér með ritgerðum í Tímanum og á ýmsan annan hátt fyrir því, að hið nýja skip yrði fyrst og fremst miðað við mann- flutninga í því skyni, að láta ferðalag fólks í lestum hverfa sem fyrst. Móti þessari stefnu gengu margir áhrifamenn í liði smekkleysumanna, svo sem Jón Þorláksson, Jón Kjartans- son, ristjóri og Jón Bergsveins- son. Vildu þeir hafa í ^kípinu snoturt fyrsta farrými fyrir „betra fólk“, en mikið lestar- rúm, og láta skipið ganga með saltfisk til Spánar á vetrum, en flytja „almúgann" í fisklestun- um á sumrin. Stefna Fram- sóknar sigraði. Esja var byggð sem mannflutningaskip. Efstu hæð undir þiljum var skipt í mörg smáherbergi. Fólk, sem var vant lestarverunni taldi Esjuna eins konar paradísarskíp. Esja var fyrsta fljótandi höllin, sem Framsóknarmenn færðu út á hafið. Gamli Óðinn, Ægir. , Á þingi 1923 komum við Sveinn í Firði fram tillögu um að landið skyldi byggja skip til strandgæzlu, en láta það jafn- framt vera björgunarskip. Mbl,- menn eyddu því máli, en nokkru síðar lagði stjórn þeirar út í að byggja gamla Óðinn. Lögðu sér- fræðingar flokksins allt sitt vit fram til að gera þetta skip sem bezt úr garði. En er til kom, reyndist það ósjófært, lá við að hvolfa í sæmilegú veðri og auk þess kolahít hin mesta. Að vísu tóksfc að gera það sjófært með því að bæta löngum kafla í miðju bátsins. En þrátt fyrir það reyndist skipið svo óhag- stætt, að það var selt úr landi til Svíþjóðar. Framsóknarmenn tóku nú strandgæzlumálin í sínar hendur. Þeir brutu nýjar leiðir með byggingu Ægis. Hann var vélskip, hið fyrsta í eigu fs- lendinga. Auk þess var Ægir út- búinn til að bjarga skipurn og mönnum úr sjávarháska. Her- bergi undirmanna á Ægi eru hin beztu í öllum íslenzka flot- anum. Sú umhyggja, sem þar kom fram, var eðlilegt áfram- hald af mannverndarstefnu þeirra, sem gætti við byggingu gömlu Esju. Ægir var fyrir- myndarskip við gæzluna, eyddi litlu, gerði mikið gagn á marg- an hátt. Tók meðal anhars al- gerlega að sér björgun strand- aðra skipa hér við land. Fyrir eina skipsbjörgun fékk ríkis-

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.