Tíminn - 15.10.1942, Side 3

Tíminn - 15.10.1942, Side 3
121. blað TÍMEVIV, iimmtudaglim 15. okt. 1942 479 Hver hirti síldveíðigróðann? „Ó, allar þessar tölur, þær I fara í hausinn á mér,“ sagði maðurinn og strauk ennið þreytulega. Ýmsum gengur erf- iðlega að átta sig á tölum, þótt þær tali skýru máli. Þó munu flestir útgerðarmenn t. d. átta sig á því nú, að gróð- inn af síðustu síldarvertíð fór í lítið eða fer. En hafa þeir gert það upp við sig, hvernig á því stendur, og hvaða tortímandi öfl voru þar að verki? Hér skal dregið fram eitt dæmi til glöggvunar því, hvernig sildveiðigróðanum var tortímt s. 1. sumar. S. 1. vor nokkru áður en Sjálf- stæðisflokkurinn tók við stjórn- artaumunum undir forustu Ól- afs Thors, hafði útgerðarmaður nokkur handbærar, kr. 35.000,00 — þrjátíu og fimm þúsund krónur — í peningum. Hann hafði grætt þær á skipi sínu síð- ustu vetrarvertíð. Hann vildi nú þegar koma þessum peningum í fasteign, byggja sér íbúðarhús fyrir þá. Lét hann gera kostn- aðaráætlun um húsið, og álitu sérfróðir menn, að það myndi þá kosta kr. 40.000,00 — fjörutíu þúsund krónur. — Útgerðar- maðurinn lét það undir höfuð leggjast að kaupa efni í húsið í vor og byggja það. Bjóst við „skárri tíð“ og hagstæðari, þar sem „hans flokkur“, Sjálfstæð- isflokkurinn tæki nú við völd- um og stjórnaði landinu. Það hafði hann lengi þráð. Og út- gerðarmaðurinn fékk líka upp- skeruna af því, bæði mikla og óskerta! Hún reyndist þannig: Þessi útgerðarmaður bjó skip sitt til sildveiða. Við uppgjörið eftir síldarvertíðina koma í ljós, að hann hafði grætt kr. 38.000,00 — þrjátíu og átta þúsund krón- ur — á síldveiðunum. Nú vildi hann láta verða af húsbygging- unni, enda hafði „hans flokkur“, stjórnað landinu í nærri hálft ár. Allt lék í lyndi! Ólafur Thors var við stýrið! En þetta hafði allt verið draumur, óþægilegur draumur. Hann vaknaði um siö- ir frá honum. Það gerði hann, þegar sérfróðu mennirnir höfðu á ný gert áætlun um húsbygg- inguna. Það gerðu þeir í haust. Þá var áætlað, að húsið myndi kosta allt að kr. 80.000 — átta- tíu þúsund krónur. Nákvæmlega sams konar hús, sem í vor var á- ætlað að kostaði kr. 40.000. Þá skildi útgerðarmaðurinn hvern- ig Sjálfstæðisflokksfulltrúarnir höfðu stjórnað landinu. Hann verður sem sé að gefa allan gróð- ann af síldveiðunum með gróð- anum af vetrarvertíðinni, ef sá gróði, þeir peningar, eiga að halda því verðgildi, sem þeir höfðu í vor, áður en hin van- máttuga stjórn Sjálfstæðis- flokksins tók við völdum. Þ. Þ. V. gengu óþarflega langt í heimskulegum mótþróa. Þannig sagði einn af þingskörungum Mbl.manna á fundi í Rangár- vallasýslu, að þetta skip hefði legið mörg ár við hafnarbakka í Gautaborg og verið allsherjar salefni borgarbúa. í stríðsbyrj- un, þegar Sjálfstæðismaður var yfirstjórnandi strandferðarmál- anna, var Súðin vátryggð fyrir 600 þús. krónum. Hafði hún verið happaskip og hin nota- drýgsta til strandferða öll þessi ár. Lagði Pálmi Loftsson þá til, að sett yrði mótorvél í Súðina og gerðar á skipinu nokkrar endurbætur. Skipið var að vísu gamalt, en svo traust og vel byggt, að það bar af öðrum skip- um. Því miður eyddu Mbl.menn þeirri tillögu, meðan hún var framkvæmanleg. „Gamli“ og „nýi“ I»ór. Vestmannaeyingar höfðu lagt í að kaupa lítið gufuskip, er þeir nefndu Þór, til björgunar og verndar bátum við Eyjarnar. Útgerðin var nokkuð dýr og of- vaxin eyjabúum, er frá leið. Leituðu þeir til ríkissjóðs með styrk, en var fálega tekið af Mbl.mönnum, en vel af Fram- sókn. Studdu þeir Vestmanna- eyinga á margan hátt við út- gerðina, m. a. með því að leigja skipið til landhelgisgæzlu um síldveiðitímann. Ríkið keypti að lokum gamla Þór, og þegar hann strandaði, fór Pálmi Loftsson enn utan og keypti í hans stað þýzkan togara fyrir 160 þús. Mjög var ráðizt á Pálma Loftsson og Framsóknarmenn fyrir þessi skipakaup, einkum af vélstjóra, sem. hét Gísli Jóns- son. Reynslan hefir sýnt, að Pálma hafði hér sem endranær lánazt vel verkin. Þór hefir ver- ið happaskip og notaður á fjöl- margan hátt í þjónustu lands- ins. Nú myndi sá maður vera talinn mikill glópur, sem vildi selja úr landi Súðina eða Þór. Dráttarbrantin. Um 1930 hafði skipastóll landsmanna aukizt stórvægi- lega, en aðstaða til viðgerða og skipabygginga hafði ekki batn- að frá því um aldamót. Fram- sóknarflokkurinn hóf þá bar- áttu fyrir því, að gerð yrði full- komin dráttarbraut í Reykja- vík. Þurrkví gerð og aðstaðan bætt til skipabygginga. Þessu máli var vel tekið. Og þó að kreppa á næstu árum hindraði t flestar . meiriháttar fram- kvæmdir, þá gekk Alþingi inn á stefnu Framsóknar og gekk í ábyrgð fyrir allmiklu láni til dráttarbrautargerðar í Reykja- vík. Síðan er gert þar við tog- arana, eins báta í strandgæzlu og strandferðaskipin. Hefir þessi framkvæmd Framsóknar- manna verið ómetanlegt bjarg- ræði fyrir landið og sparað vinnulaun til útlendinga svo að nemur miljónum. Næsta stigið er að koma upp fullkominni skipasmíðastöð í Örfirisey, þeg- ar stríðinu lýkur. IVýi Óðiim. V'arð- báturinn. Pálmi Loftsson fann skjótt, eftir að hann hafði tekið við forstöðu útgerðarmálanna, að ekki væri. hagkvæmt að hafa aðeins stór skip við gæzluna, auk þess sem landið gat ekki staðizt kostnaðinn. Eftir 1932 var tekið aðjáta Óðinn, Ægi og Þór liggja til skiptis í sparnað- arskyni. Innlendir og útlendir skipaeigendur höfðu auk þess víðtæka njósnarstarfsemi um ferðir hinna stóru og auðkenndu varðskipa. Varð með hverju ári erfiðara fyrir varðskipsforingj- ana að ná til brotlegra veiði- skipa i landhelginni. Pálmi Loftsson bar nú fram við fjár- veitingarnefnd þá tillögu, að landið kæmi sér upp 3—4 stór- um, vopnuöum vélbátum, sem gerðu tvennt í einu: Verja land- helgina á takmörkuðu svæði og gæta fiskiflotans fyrir slysum. Jafnframt skyldi landið eiga Ægi sem björgunarskip og tll að inna af hendi verk, sem vélbát- ar gætu ekki afkastað. Alþingi féllst á þessa skoðun Pálma og honum var falið að sjá um smíði hins fyrsta strandvarnar- og björgunarbáts. Óðinn reis þar upp að nýju, og verður fyr- (Framh. á 4. síðu) Tomas A. Edison Hann var höfuðstór en gleyminn úr hófi fram. Dag nokkurn, er ég hugðist að snæða miðdegisverð í Vander- bilt-gistihúsinu í New York, gaf ég því gætur, að stúlkan í fata- geymslunni tók við yfirhöfn minni, án þess að fá mér miða. Mig undraði þetta og spurði því, hverju þetta sætti. Hún kvað það ekki nauðsynlegt, að ég hefði miða, hún myndi þekkja mig, og sú varð og raunin. Hún kvaðst oft hafa tekið við höttum og yfir- höfnum tvö hundruð ókunnugra manna, sett þá upp á snaga og aíhent hverjum manni rétta yfirhöfn og réttan hatt, er hann fór. Ég ræddi við forstjóra gistihússins, og hann skýrði mér frá því, að minnið hefði aldrei brugðizt stúlku þessari um fimmtán ára skeið. Ég efast um það, að Thomas Edison hefði getað drýgt slíka dáð, þótt miljón dollarar hefðu verið í boði. Edison var mjög gleyminn — einkum í æsku. Þegar hann var í skóla, gleymdi hann öllu þvi, sem honum var kennt, og hann var löngum meðal þeirra neðstu í sínum bekk. Hann hitaði kennurum sínum oft í hamsi. Þeir kváðu hann vera skynskipting, sem ekkert gæti lært. Læknarnir töldu, að hann hlyti að þjást af heilasjúkdómi, því að höfuð hans hefði óvenjulega lögun. Hann gekk á skóla aðeins um þriggja mánaða skeið um ævina. Eftir það kenndi móðir hans honum heima. Hún vann þar með þýðingarmikið starf, því að Edison gerbreytti heimi þeim, er við lifum í. Síðar reyndist Edison gæddur undraverðum hæfileikum sem vísindamaður. Á einkavinnustofu sinni hafði hann fyllsta vald yfir niðurstöðum og staðréyndum vísindanna. Hann átti flestum öðrum mönnum auðveldara með að einbeita huganum og gleyma öllu öðru en því, sem hann hafði handa milli. Dag nokkurn, er hann var í önnum við einhverja vísinda- tilraun sína, fór hann til þess að greiða skatta sína. Hann varð að standa í röð um stund. Þegar að honum var komið, hafði hann gleymt því, hvað hann héti. Einhver, sem nærstaddur var og sá vandræði hans, minnti hann á það, að hann héti Thomas Edison. Hann skýrði síðar frá því, að sér hefði verið ómögulegt að muna nafn sitt, þótt lífið hefði legið við. Um eitt skeið hugðist hann að finna upp eitthvert kerfi til þess að glæða minni sitt. Það var altítt, að Edison ynni í vinnustofu sinni næturlangt. Morgun nokkurn, er hann beið þess, að sér yrði færður morgun- verður, féll hann í svefn. Einn aðstoðarmanna hans, sem hafði nýlokið við að snæða svínslæri og egg og var í bezta skapi, hugð- ist að henda gaman að gamla manninum. Hann lét því tómt fatið á borðið fyrir framan Edison. Skömmu síðar vaknaði Edi- son og hóf upp augu sín. Hann kom þegar auga á brauðskorpurn- ar, tóman diskinn og tóman kaffibollann. Hann hugsaði sig um stundarkorn og komst því næst að þeirri niðurstöðu, að hann hlyti að hafa borðað, áður en hann sofnaði. Hann stóð því upp frá borðinu, kveikti sér í vindli og tók til starfa að nýju, án þess að hafa minnstu hugmynd um hrekk þennan, unz aðstoðarmenn hans tóku að hlæja. Asa Gray, hinn frægi ameríski grasafræðingur, gat nefnt meira en tuttugu og fimm þúsund jurtir með nafni. Samkvæmt ævi- sögu Júlíusar Cæsars gat hann nefnt þúsundir hermanna sinna með nafni. Babe Ruth gengur hins vegar erfiðlega að muna nöfn og þekkja fólk. Hann gengur um og gefur sig á tal við svo að segja hvern mann, þar er vel getur verið, að hann hafi kynnzt honum fyrri. Charlie Chaplin hafði sáma. einkaritara og blaðafulltrúa í þjónustu sinni um sjö ára skeið. Hann ferðaðist ávallt í fylgd' með honum, og þó skýrði einkaritari hans, Carlyle Robinson, mér frá því, að eftir þessi sjö ár hefði hann eigi enn munað ættar- nafn háns. Annar stærsti háskóli í heimi er skóli Múhammeðstrúarmanna i Kairó í Egiptalandi. í skóla þessum er þess krafizt af sérhverj- um nemanda, að hann geti þulið kóraninn utan bókar. Kóran- inn, sem er biblía Múhammeðstrúarmanna, er álíka langur og Nýja testamentið, og það fru ætlaðir þrír dagar til þess að hafa hann yfir. Þó leysa venjulega tuttugu þúsund nemendur þessa þraut. Byron lávarður miklaðiát af því, að hann gæti farið með öll þau ljóð, sem hann hefði ort. Sir Walter Scott var hins vegar næsta gleyminn. Hann lcfaði einu sinni mjög kvæði eftir sjálfan sig í þeirri trú, að Byron væri höfundur þess. Bacon lávarður gat þutið einhverja frægustu bók sina utan að, en Joseph Jefferson lék „Rip Van Winkle“ nær því á hverju kvöldi um margra ára skeið, og kunni það þó aldrei til hlítar. Þegar Abraham Lincoln vildi leggja sér eitthvað á minni, las hann það upphátt, svo að hann gæti í senn beitt sjónarminni og heyrnarminni. Macaulay, hinn miali enski sagnfræðingur, hefir ef til vill verið gæddur skarpara minni en nokkur maður annar, sem sög- ur fara af. Hann gat litið yfir prentaða blaðsíðu og fest sér hana í minni næstum því eins og um myndatökuvél væri að ræða. Hann gat haft orðrétt yfir heilan bókarkafla, enda þótt hann hefði aðeins lesið hann einu sinni. Hann ritaði sagnfræði- rit, án þess að þurfa einu sinni að skírskota til heimildarrita. Þess er getið í ævisögu hans, að hann hafi lært Paradísarmissi á einu kvöldi og unnið þannig veðmál. Calvin Coolidge hafði það fyrir sið að lesa nokkrar blaðsíður af Paradísarmissi á hverju kvöldi, áður en hann gekk til náða. Ef þú kynnir að eiga við svefnleysi að stríða, ættir þú að reyna Paradísarmissi Hann mun reynast betur öllum venjulegum svefn- lyfum. Þúsundir manna hafa verið gæddur frábæru minni. Theodore Roosvelt var í þeirra hópi. Hann hafði mjög mikinn áhuga fyrir því að kynnast fólki. Hann freistáði þess að uppgötva sérkenni þeirra, sem hann komst í kynni við. Hann virti andlit þeirra gaumgæfilega fyrir sér, gaf látbragði þeirra nákvæmar gætur og endurtók nöfn þeirra, unz þau höfðu fest honum í minni. Þetta reyndist honum mjög til heilla í stjórnmálabaráttunni. Það hafði undraverð áhrif á fólk, er hann nefndi það með nafni í annað sinn, sem hann sá það. Japönskum bankastjóra, sem Roosevelt hafði eigi séð um fimmtán ára skeið, brá í brún, er hann tók að ræða við hann um málefni, sem þeir höfðu deilt ákaft um fyrir fimmtán árum, strax og leiðir þeirra lágu saman að nýju. Þegar hann las eitt- hvað, sem honum þótti til um, hugsaði hann um það um hríð, til þess að festa sér það í minni. Hann þjálfaði sig í því að ein- beita huganum að sérstökum viðfangsefnum og láta ekkert koma sér úr jafnvægi, hvernig sem á stóð. Þegar Bull-Moose-fundurinn var haldinn í Chicago árið 1912, hafði hann aðalbækistöð sína í gistihúsi þingsins. Mikill mannfjöldi safnaðist þá saman úti og hrópaði: — Við viljum fá að sjá Teddy! Við viljum fá að sjá Teddy! Allt var í uppnámi. Mannfjöldinn æpti. Hljómsveitir léku. Stjórnmálamenn komu og fóru. En Roosevelt sat í hæg- indastól í herbergi sínu, lét sem hann heyrði ekki háreystið og las í ritum Horodotusar, gríska sagnfræðingsins. Þegar hann ferðaðist um hin óbyggðu héruð Brasiliu, hafði Sumband ísl. samvinnufélaffa. Bréfaskóli S. í. S. er skóli yðar, sem at- vinnu vegna getið eigi sótt aðra skóla. Gerið tómstundirnar ánægjulegar og arð- bærar með því að verja þeim til þess að auka kunnáttu yðar. Leitið upplýsinga hjá Bréfaskólanum, Sambandshúsinu, Reykjavík. Garnastöðiua Upplýsingar á staðnum og í síma 4241. Saltkj öt lunan skamms fáum vcr spaðkjöt í mörgum I tunnnstærðum. Tökum á móti pöntunum í síma 1080 alla virka daga og gerum ráð fyrir að gcta hafið afgrciðsln kjötsins cftir miðjan októbcr. Samband ísl. samvinnufélaga. Aðalftindiir SKÓGRÆKTARFÉMGS ÍSLANBS verður haldinn í Baðstofu Iðnaðarmanna í Reykjavík, föstudag- inn 13. nóvember 1942. filagskrá samkvæmt fclagslögum. Nánar auglýst síðar. Stjórn Skógræktarfélagsins. hann það fyrir sið, er tjöldum hafði verið slegið á kvöldin, að finna þurran stað við rætur einhvers hávaxins trés, setjast þar á tjaldstól og lesa Hnignun og hrun Rómaveldis eftir Gibbon. Hann varð brátt svo niðursokkinn í lesturinn, að hann gaf því eigi minnstu gætur, er fram fór umhverfis hann. Það er sízt að undra, þótt maður, sem gat einbeitt huganum svo mjög að verki sínu, myndi það, sem hann las. George Bidder var auðugur Englendingur, sem lézt fyrir nær sextíu árum. Þegar hann var aðeins tíu ára gamall, reiknaði hann það í huganum, hvaða upphæð það væri, sem gæfi 4444 sterlings- pund í vexti á 4444 dögum gegn 4y2% vöxtum á ári. Eigi alls fyrir löngu lézt merkilegur maöur í Coldwater í Michi- gan, er nefndist Járnbrauta-Jack. Hann var gæddur frábæru minni. Um tuttugu ára skeið ferðaðist hann milli skóla og vakti undrun nemendanna. Hann var vanur að ganga inn í borðsalinn, þar sem skólapiltarnir sátu að snæðingi og segja: — Ég er Járn- brauta-Jack. Spyrjið mig einhvers úr sögunni, og ég mun svara ykkur. Þeir lögðu fyrir hann einhverja hlægilega spurningu eins og til dæmis: — Hvað var kona Sokratesar gömul, er hún giftist? Og hann svaraði þegar: — Öokrates kvæntist ekki fyrr en hann var fertugur og gekk þá, þrátt fyrir vizku sína, að eiga kvensnift, sem var aðeins nítján ára gömul. Spyrðu þeir hann hins vegar þess, hvar byssustingir hefðu fyrst verið notaðir, svaraði hann og án minnstu umhugsunar og kvað það hafa verið í orrustunni við Killiecranke í Skotlandi hinn 27. júlí 1689. Auðvitað buðu pilt- arnir honum að borða með sér og skutu því næst saman fyrir föt- um handa honum. Henry Ford var svo hrifinn af þessum hæfileika hans, að hann gaf honum bifreið til þess að hann gæti ferðazt um og rækt hina sérstæðu kennslu sina. En hann neitaði að nota bifreiðina og hélt áfram að ferðast um í flutningavagni. Hann hafði látið mála orð þessi á vagninn: — Járnbrauta-Jack — snillingur í sögu. Járnbrauta-Jack lézt í fornfálegu, mannlausu húsi sjötiu og níu ára að aldri. Hann vildi að lík sitt yrði sent til háskólans í Michigan, svo að heili hans yrði rannsakaður í læknaskólanum og þess freistað að komizt yrði að því, hver leyndardómurinn við minni hans væri. Ég skrifaði W. B. Pillsbury háskólakennara og bað hann að skýra mér frá leyndardóminum við hið fráfæra minni Járnbrauta-Jacks. Pillsbury tjáði mér, að Járnbrauta- Jack hefði varið mörgum árum til þess að læra um ákveðið efni, unz hann hefði hlotið óvenjulega þjálfun og kunnáttu í því. Hann let þess og getið, að efnt hefði verið til rannsókna á mönnum, sem væru taldir óvenjulega minnugir. Kvað hann þær hafa leitt það í ljós, að nokkrir þeirra væru gæddir frábærri þrautseigju, en flestir þeirra nálgaðist það hins vegar að geta með sanni tal- izt ístöðulitlir. Sért þú gæddur óvenjulega skörpu minni, ert þú því annað hvort snillingur eða dugleysingi. En sért þú hins vegar gleyminn eins og ég, þá getur þú að minnsta kosti huggað þig við það, að Leonardo da Vinci var ein- hver frægasti maður, sem getur, og gat hann þó ekki munað neitt, nema hann skrifaði það hjá sér. Og þegar hann skrifaði eitthvað hjá sér, týndi hann miðanum alveg eins og þú og ég.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.