Tíminn - 21.10.1942, Side 1
RITSTJÓRI: \
ÞÓRARINN t>ÓRARINSSON. J
FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: \
JÓNAS JÓNSSON.
ÚTGEFANDI: '
FRAMSÓKNARFLOKKURINN.
26. ár.
Reykjavlk, miðvilcudagiim 21. okt. 1942 < 125. klað
KO SNINGAURSLITIN
Sjálfstæðisflokkurinn heflr tapað
1042 atkv. í R.vík siðan í vetnr
Jónas Jónssons
Nauðsynleg og
ónauðsynleg
kynni við setu-
liðið
Hér dvelja nú um stundar-
sakir nokkrir tugir þúsunda at
hermönnum frá þrem nábúa-
löndum okkar: Noregi, Eng-
landi og Bandaríkjunum. Þetta
eru þau lönd, sem viö munum,
ef allt er meö felldu, hafa einna
mest skipti við eftir að styrjöld-
inni lýkur.
í þessum hóp hefir komiö í
ljós, að eru nokkrir þeir menn,
sem gert hafa þjóð sinni minnk-
unn og skaða meö framkomu
sinni. En langsamlega mestur
hluti aðkomumannanna eru
prýöilegir menn. í þeirra hóp
eru áreiöanlega fjölmargir há-
menntaðir menn, sem engin
veruleg kynni fá af þjóð eöa
landi.
Mér sýnist, að tveir megin-
gallar hafi verið á sambúð okk-
ar við setuliðið. Annars vegar
hefir hið íslenzka mannfélag
látið leika um lönd og hól, þó
að hér dafnaði óátalið nokkuð
af lægstu kynnum, sem geta
orðið milli aðkomuhers og fólks,
sem býr með hernum. Aftur á
móti er rétt að minnast þess
með viðurkenningu, að yfirher-
stjórn Bandaríkjanna hefir fyr-
ir sitt leyti reynt að hindra, að
íslenzkar. stúlkur .væru. tál-
dregnar með svikulum loforð-
um um hjónabönd. Með því að
banna hermönnum Bandaríkj-
anna að giftast hér á íslandi, er
íslenzkum stúlkum og vanda-
mönnum þeirra ótvírætt gefið
í skyn, að ábyrgðin liggur hjá
hverjum einstakling, ef ver fer.
En samhliða því að hið ís-
lenzka mannfélag hefir sýnt
hinn ítrasta vanmátt við að
hindra þau kynni við borgara,
sem verið hafa báðum aðilum
minnst til sóma, og sem nú eru
auglýst í kvikmynd vestan hafs,
þá hefir fram að þessu verið
forðast frá okkar hálfu að koma
á nokkurri kynningu, sem verið
gæti til gagns og skemmtunar
bæði íslendingum og mönnum
úr setuliði þeirra þriggja þjóða,
sem dvelja hér um stund.
Þó er ein undantekning í þessu
efni. Biskup íslendinga, Sigur-
geir Sigurðsson, hefir reynt að
koma á kynnum milli erlendu
prestanna, sem starfa hjá hern-
um og íslenzku prestastéttar-
innar. Hafa þessi kynni orðið
íslandi til sæmdar og aðkomu-
mönnunum til ánægju.
Fyrir nokkrum árum eyddi
ísland af litlum efnum miklu
fé til að kynna land og þjóð
með þátttöku í sýningunni í New
York. Sú kynningarstarfsemi
var gagnleg, svo sem bezt mátti
vera. En ef rétt var að leggja
út í fyrirtæki eins og New York
sýninguna til að kynna landið
sem bezt í augum stærri þjóða,
þá er sannarlega athugavert, að
hafa hér svo árum skipti mik-
inn fjölda mjög dugandi manna
frá þeim þjóðum, sem við von-
um framvegis að eiga mest
skipti við, og haga sambúðinni
(Framh. á 4. síðuj
Þátttaka mun yfirleitt hafa orðið sæmileg í alþingis-
kosningunum á sunnudaginn og mánudaginn, Veðr-
áttan var víðast hagstæðari þessa daga en vænta
mátti og búist var við af þeim flokkum, sem sóttust
eftir að hafa kosningarnar á þessum tíma. Þó hamlaði
ófærð kjörsókn í nokkrum sveitum.
Úrslit eru enn ekki kunn, nema í fáum kjördæmum,
og verður því enn ekkert sagt um heildarniðurstöður
kosninganna. Af þeim úrslitum, sem eru kunn, vekur
áframhaldandi tap Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
mesta athygli. Flokkurinn er búinn að tapa 1042 atkv.
síðan í bæjarstjórnarkosningunum í vetur.
Þessi úrslit eru þegar kunn:
Reykjavík.
Sjálfstæðisflokkurinn fékk
8292 atkv., Sósíalistaflokkurinn
5980 atkv., Alþýðuflokkurinn
3303 atkv., Framsóknarflokkur-
inn 945 atkv. og Þjóðveldis-
flokkurinn 1284 atkv.
Sjálfstæðisflokkurinn fékk
þessa menn kjörna: Magnús
Jónsson, Jakob Möller, Bjarna
Benediktsson og Sigurð Krist-
j ánsson. Sósíalistaf lokkurinn:
Einar Olgeirsson, Brynjólf
Bjarnason, Sigfús Sigurhjart-
arson. Alþýðuflokkurinn Stefán
Jóh. Stefánsson.
í sumar urðu úrslitin þessi:
Sjálfstæðisflokkurinn 8801,
Sósíalistaflokkurinn 5335, Al-
þýðuflokkurinn 3319, Fram-
sóknarflokkurinn 905, Þjóð-
veldisflokkurinn 618.
Hafnarfjörður:
Kosinn var Emil Jónsson (A)
913 (933), Þorleifur Jónsson
748 (756), Sigríður Sæland
(Sós.) 202 (100), Jón Helgason
(F) 37 (45),
ísafjörður:
Kosinn var Finnur Jónsson
(A) 628 (667), Björn Björns-
son (S) 431 (433), Sigurður
Thoroddsen (Sós.) 274 (214),
Guðmundur Ingi Kristjánsson
(F) 45 (39).
Akureyri:
Kosinn var Sigurður Hlíðar
(S) 1009 (1080), Vilhjálmur
Þór (F) 874 (902), Steingrímur
Aðalsteinsson (Sós.) 746 (650),
Jón Sigurðsson (A) 181 (214).
Siglufjörður:
Kosinn var Áki Jakobsson
(Sós.) 482, Sigurður Kristjáns-
son (S) 469, Erlendur Þorsteins-
son (A) 386, Ragnar Guðjóns-
son (F) 102.
Séyðisfjörður:
Kosinn var Lárus Jóhannes-
son (S) 214 (153), Jóhann Guð-
mundsson (A) 130 (180), Ás-
geir Blöndal Magnússon (Sós.)
72 (67), Karl Finnbogason (F)
48 (73).
Vestmannaeyjar:
Kosinn var Jóhann Jósefsson
(S) 708 (736), Þórður Bene-
diktsson (Sós.) 520 (461), Gylfi
Þ. Gíslason (A) 299 (272), Ste-
fán Franklín (F) 123 (131).
Borgarf jarðarsýsla:
Kosinn var Pétur Ottesen (S)
673 (700), Sverrir Gíslason (F)
345 (365), Sigurður Einarsson
(A) 295 (333), Steinþór Guð-
mundsson (Sós.) 98 (62).
Mýrasýsla:
Kosinn var Bjarni Ásgeirsson
(F) 487 (486), Friðrik Þórðar-
son (S) 343 (345), Jóhann Kúld
(Sós.) 104 (77), A-listinn 12 (11).
Austur-Húnavatnssýsla:
Kosinn var Jón Pálmason (S)
559 (591), Hannes Pálsson (F)
474 (494), Friðfinnur Ólafsson
(A) 42 (17), Klemens Þorleifs-
son (Sós.) 50 (29).
Árnessýsla:
Kosnir voru Jörundur Bryn
jólfsson (F) og Eiríkur Einars
son (S). A-listi fékk 153 (194),
B-listi 1285 (1341 og 1214), C-
listi 256 (238), D-listi 824 (861
og 713).
Kennaranámskeið á Akureyrí
Dagana 1.—10. okt. var haldið námskeið fyrir barnakenn-
ara á Akureyri að tilhlutun fræðslumálastjóra. Sóttu það
um 60 kennarar úr Norðlendingafjórðungi og einn austan
af Héraði. Snorri Sigfússon skólastjóri stjórnaði námskeið-
inu. Aðallega var kennd íslenzka og íþróttir. Kennarar voru:
Björn Guðfinnsson lektor, Friðrik Hjartar skólastjóri og
Þorsteinn Einarsson íþróttafulitrúi. Marinó Stefánsson
kenndi teikningu.
Björn Guðfinnsson er nýkom-
inn að norðan, og hefir Tírninn
spurt hann tíðinda.
„Ég tel“, segir Björn, „að ég
hafi aldrei haft duglegri og á-
hugasamari nemendahóp eða
fengið meiri árangur af kennslu
á jafn skömmum tíma. Ég hefi
verið tálinn sæmilega vinnu-
harður, en þessi hópur vann svo
duglega, að ég þurfti ekki að
hvetja, og kennslustundir voru
líka hafðar eftir þörfum.
Kennd var málfræði, setn-
ingafræði og stafsetning. Jafn-
framt var lögð áherzla á að leið-
beina um, hvernig ætti að
kenna þessar greinar til þess að
ná sem beztum árangri.
(Framh. á 4. síðuj Bjöm Guðfinnsson.
J úii Eyþórsson:
Opið bréf
til Valtýs Stefáussouar, útvarpsráðsmanns og
ritstjóra MorgunMaðsins
Mér er það móti skapi að standa í opinberum deilum við sam-
starfsmenn mína í útvarpsráði. Framkoma yðar, sem ritstjóra
Morgunblaðsins, neyðir mig þó til að bregða út af þessu.
Þykir mér þá rétt og skylt að rifja jafnframt upp tildrögin til
þess, að ég bað Jóhann Sæmundsson lækni að fresta erindi sínu,
en aflýsti því siðan, er hann vildi ekki fallast á frestun.
Síðastliðinn miðvikudag sá ég, að Alþýðublaðið hafði tekið
upp harðar pólitískar ádeilur á andstöðuflokka sína, með fyrra
útvarpserindi læknisins sem höfuðrök. Ég sá þegar, að útvarps-
ráð átti á hættu að hljóta þungan áfellisdóm, ef það léti fram-
haldserindi læknisins koma í útyarpið samdægurs, án þess að
hafa svo mikið sem kynnt sér það. En það skal tekið fram, að
útvarpsráð er vant að taka erindi ólesin, þegar valinkunnir menn
eiga í hlut, og svo var um þéssi tvö erindi Jóhanns Sæmundsson-
ar, er hann bauð þau til flutnings.
Ég hringdi þegar til Jóh. Sæmundssonar og bað hann að lofa
mér að lesa handrit sitt. Var það auðsótt. Er ég hafði lesið þaö,
sendi ég handritið aftur með nokkrum bendingum, er ég óskaðí
að hann tæki til greina.
Síðar um daginn fékk ég bréf frá lækninum, þar sem hann
tilkynnti mér, að hann gæti ekki tekið bendingar mínar til greina.
Þegar svo var komið, vildi ég ekki ráða fram úr þessu máli án
þess að bera mig saman við einhverja samstarfsmenn mína,
eins og siður er. Fór ég þá út í skrifstofu Morgunblaðsins og rakst
á yður, hr. Valtýr Stefánsson, í anddyrinu. Skýrði ég yður stutt-
lega frá málavöxtum og spurði um álit yðar. Þér sögðuð þá orð-
rétt: „Það er ekki um annað að gera en að stöðva þetta>‘ Og eftir
nokkur fleiri orðskipti tölduð þér allt of óvarlegt að kasta þessu
sama sem inn í útvarpsumræðurnar, og endurtókuð að lokum:
„Við verðum að taka það á okkur að stöðva þetta.“ Ég kvaðst
mundu athuga málið nánar og náði nokkru síðar tali af Jóhanni
lækni í síma. Sagði ég honum, að ég vildi mælast til þess að fá að
fresta erindinu fram í næstu viku. Þessu neitaði læknirinn og
kvað sér einmitt áhugamál að koma því á framfæri fyrir ko^n-
ingar, svo að það yrði rætt og túlkað, „því að ég ætla'að vinna
að því öllum árum, að vísitalan verði lækkuð fyrir 1. nóv.“ Ég
dró í efa, að nokkuð yrði aðhafst í því efni fyrr en eftir kosning-
ar og erindið yrði þvi í fullu gildi. En er læknirinn vildi ekkert
sveigja til, tilkynnti ég honum, að ég sæi mér því miður ekki
fært .annað en að aflýsa erindinu, þótt mér þætti það leitt.
Því næst hringdi ég til yðar, skýrði yður að nýju frá málavöxt-
um og spurði yður að því síðast orða, hvort þér væruð ákveðið
í'ylgjandi þessari ráðstöfun. Þessu játuðuð þér hiklaust og á-
kveðið.
Þessu næst ræddi ég við Pálma Hannesson i síma, og féllst
hann á að þessi ráðstöfun mundi vera réttmæt eins og sakir
stæöu og bæri útvarpinu að gæta sérstakrar varúðar, þegar pólit-
ískar umræður stæðu fyrir dyrum.
Daginn eftir réðist Alþbl. og Vísir mjög á mig persónulega
fyrir þessa ráðstöfun. Morgunbl. þagði.
Á föstudag þagði Vísir og Morgunbl. en Alþbl. hélt áfram.
Ég bar af mér sakir lítils háttar í Tímanum. Ég lét yðar ekki
getið og taldi rétt að það biði fundar í úfvarpsráði.
Á laugardag flytur Mgbl. loks tvær svæsnar árásargreinar um
mig.
Ég hringdi til yðar og spurði, hverju þetta sætti. Þér voruð ekki
djarfmæltur, og ég vorkenndi yður. En ég skýrði Alþbl. og Vísi
frá málavöxtum, og um kvöldið lét ég útvarpið birta yfirlýsingu
um, að ég hefði ráðfært mig við yður og Pálma Hannesson um
aflýsingu erindisins.
Nú lýsið þér yfir því í blaði yðar á sunnudaginn var, að þetta
séu „rangfærslur og ósannindi.“ Þér krefjist þess, að ég segi af
mér formennsku í útvarpsráði vegna þess að ég boði þar ekki til
funda mánuðum saman og semji um dagskrárefni upp á eigin
spýtur.
Ég gæti svarað þessu með því að birta skýrslur um fundar-
sókn yðar, Valtýr, og sýna fram á hvor okkar hafi sótt betur
fundi siðan við fórum að starfa þar saman.
Þér hafið aldrei fundið að störfum mínum sem formanns,
það ég man til. En þér hafið þvert á móti viðurkennt, að ég
ynni þar meira en mér bæri skylda til, og þér hafið nýlega látið
í ljós, að þér telduð æskilegt að ég bætti þar á mig störfum.
Mér virðast því ummæli yðar i Morgunbl. benda til, -að yður
hafi ekki verið sjálfrátt.
Ég hefi aldrei þurft á því að halda að vinna eið á æfi minni,
en ég er reiðubúinn að staðfesta með eiði þau ummæli yðar, sem
tilfærð eru hér að framan.
Þau sýna, að það var eftir yðar tillögu, sem ég aflýsti erindinu.
Gg þau sýna að þér lýstuð yður undandráttarlaust samþykkan
þeirri ráðstöfun.
Það hefir oft komið fyrir mig og aðra formenn útvarpsráðs og
skrifstofustjóra, að við höfum orðið að ráða fram úr vandamál-
um, án þess að geta lagt þau fyrir útvarpsráð í heild. Það er þá
reynt að bera sig saman við tvo eða fleiri úr útvarpsráði utan
fundar, ef mögulegt er. En ég man aldrei eftir, að nokkur maður
hafi gengið frá slíku atkvæði sínu eftir á — fyrr en þér reynið
það nú, jafnframt því sem þér lýsið mig ósannindamann.
Þetta mál hefir frá minni hendi sætt sömu meðferð og fjölda-
mörg önnur vandamál, sem skrifstofa útvarpsráðs hefir þurft
að ráða tafarlaust fram úr. Slíkt verður ekki umflúið. Og þó að
það geti orkað tvímælis þá gert er, gefur það engan rétt til brigzl-
yrða um óheiðarlegt atferli, sízt af þeim, sem hafa verið kvaddir
til ráða. Slíkt er ódrengskapur og lítilmennska af verstu tegund.
Ég sé svo ekki ástæðu til að hafa um þetta fleiri orð að sinni.
Ég ætla heldur ekki að fara hörðum orðum um framkomu yðar.
Þar verða aðrir um að dæma eftir því, sem þeir eru drengir til.
Samstarf okkar í útvarpsráði hefir yfirleitt verið gott og vin-
samlegt engu síður en annarra, sem þar eiga sæti. Ég harma
nánast og vorkenni yður hinar illu nornir, sem virðast sitja um
manndóm yðar og drengskap.
Virðingarfyllst.
Jón Eyþórsson.
Á víðavangi
KÓNGUR VILL SIGLA,
EN BYR HLYTUR AÐ RÁÐA.
Sjálfstæðis- og Alþýðuflokk-
urinn bjuggu til 3 ný þmgsæti
í vor, 2 í Reykjavík og 1 á Siglu-
firðí. Attu þau að vera eins kon-
ar sætabrauð með „steiktu
gæsun.um“ úr sveitakjördæm-
unum. En hjól hamingjunnar
hefir reynzt þessum vitru
mönnum hverfult. Kommarnir
komu til skjalanna og hrifsuðu
til sín sætabrauðið. Þeir fengu
Siglufjörð í sinn hlut og annað
þmgsætið í Reykjavík. Hinu
hélt Sjálfstæðisílokkurinn með
herkjum. Alþýðuflokkurinn.sem
ætlaöi að sigla háan byr — íékk
ekkert nema reykinn af rétt-
unum.
„ÞJÓÐARSKÖMM“ VÍSIS.
Vísir er sár yfir kosningaúr-
slitunum í Reykjavik fyrir hönd
Sjálístæðisflokksins. Hann seg-
ir að kommúnistar hafi aukið
fylgi sitt nokkuð í Reykjavík,
„og'er það þjóðarskömm“. Það
viíl svo vel til, að kommarnir
eiga fyrst og fremst Vísi og
hinni veiku stjórn Ólafs Thors
að þakka velgengni sína. Það
kemur því úr hörðustu átt, er
Vísir fer að kvema yfir „þjóð-
arskömm“ í þessu efni.
Það var Vísir og lið hans, sem
drýgstan átti þáttinn í þvi að
rjúfa starf gömlu þjóðstjórn-
arinnar og gera það að engu. >
Það er því eftir öðru hjá
þessu furöulega blaði, að byrja
nú að hrópa á nýja þjóðstjórn
daginn eftir kosningarnar! Nú
á ekki að horfa í smábita til
kratanna og kommanna, til þess
að Thorsfjölskyldan geti lafað
áfram við völdin.
VERKLÝÐ SLEIÐTO GI
telur óeðlilegt, að verðlagi á
afurðum ráði nefnd manna, þar
sem meirihlutinn geti verið
hliðhollur bændum. Hitt finnst
honum ofur eðlilegt, að stétta-
félög setji launataxta!
HVER STJÓRNAR
DAGSBRÚN?
Nýlega hitti ég góðkunningja
minn úr launastétt, gamlan
skrifstofumann, sem hafði sagt
mér það í vor, að hann hefði
kosið með kommúnistum.
Spurði ég hann að þvi, hvort
hann vissi hver raunverulega
hefði stjórnað Dagsbrún í smá-
skæruhernaðinum við Eimskip
í vor. Ekki vissi hann það, en
gat upp á formanninum, Sig-
urði Guðnasyni. — Ég vissi
betur. Ég vissi, að það var Þor-
steinn Pétursson! „Og hver er
hann?“ spurði vinur minn. —
Ég er ekki alveg viss um, að
hann kjósi með kommúnistum,
eftir að ég hafði sagt honum
vörn Þorsteins í þjófnaðarmái-
inu forðum daga. Og mér er
heldur ekki grunlaust um, að
honum hafi hrosið hugur við,
þegar hann gerðí sér grein fyr-
ir, með hverjum hætti þetta
mikla vald, valdið yfir verka-
lýðsfélögunum, sem fyrir löngu
er orðið of stórt til þess að geta
haldið fundi, hafði flutzt i
hendur á þessum heiðursmanni!
Stjórnarfleyið.
Stjórnarfleyið fer í hring,
ferðin hægt því gengur.
Undrar margan íslending,
ef það flýtur lengur.
Ei er kyn þó úfinn sjár,
yfir bátinn gangi.
Róa þrír með íhaldsár,
Óli, Kobbi, Mangi.
Um það vil ég engu spá,
allt þó merki beri.
Fleyið loks að lendi á
leyndu hættuskeri.
Skáld-Refur.
Ástand.
Góma-brandar gjalla hátt,
grómi blandast orðin þrátt,
Dóma vandar drengja fátt,
drómi grandar eymdar brátt.