Tíminn - 21.10.1942, Qupperneq 4
496
TÍMBYTV, miðviknclagiim 21. okt. 1942
125. blað
ÍTSÖLUSTAÐIR TÍMMS t IIUYKJAVÍK
Verzluninn Vitinn, Lauganesvegi 52 .... Sími 2260
Þorsteinsbúð, Hringbraut 61 ... — 2803
Flöskubúðin, Bergstaðastræti 10 ... — 5395
Leifskaffi, Skólavörðustíg 3 ... — 2139
Bókaskemman, Laugaveg 20 B
Bókabúð KRON, Alþýðuhúsinu ... — 5325
Söluturninn, Hverfisgötu ... — 4175
Sælgætisbúðin Kolasundi
Verzlunin Ægir, Grófinni
Bókaverzlun Finns Einarssonar, Austurstræti 1 ... ... — 1336
Bókastöð Eimreiðarinnar, Aðalstræti 6 ... — 3158
Ólafur R. Ólafs, Vesturgötu 16 ... — 1754
Konfektgerðin Fjóla, Vesturgötu 29 ... — 1916
Jafet Sigurðsson, Bræðraborgarstíg 29 ... — 4040
ÚR BÆNHM
Loftvarnamerki
eru svo að segja daglegir viðburðir
hér í bænum um þessar mundir. í
gærmorgun kl. 9,02 var gefið hér
hættumerki og í Hafnaríirði og stóö
það í 52 mínútur. Þýzk flugvél flaug
hér yfir bæinn og nágrennið, en var
hrakin burtu af skothríð úr loftvarna-
byssrnn setuhðsins.
Bruni í Eimskip.
í gærmorgun kl. 11,46 var slökkvi-
hðið hvatt á vettvang að Eimskipa-
félagshúsinu. Hafði komizt eldur þar
í rusl, sem geymt var undir lyftunni.
SlökkvUiðið réði strax niðurlögum
eldsins og mun tjón hafa orðið lítið af
völdum elds.
Lík finnst við Ægisgarð.
Á mánudagsmorguninn fundu skip-
verjar af Laxfossi lík, sem lá á virum
bitanna, er heidur bryggjunni vestan
Ægisgarðs uppi. Líkið fannst alveg úti
við enda bryggjunnar og flæddi sjór
fast að því, ,er það fannst. Reyndist
lík þetta vera af norskum sjómanni,
er hvarf hér í september.
Sigurður Hjörleifsson múrari
átti 60 ára afmæli í gær. Hann er
fæddur á Vatnsleysuströnd, en hefir
dvalið hér síðan 1900 Stundaði hann
fyrst sjómennsku, unz hann gerðist
múrari. Sifurður hefir starfaö í mörg-
um félögum (Ungmennafélagi Reykja-
víkur, Víkingur, Múrarafélaginu,
Lúðrasveit Reykjavíkur o. fl.) og
reynzt hinn bezti félagsmaður. Hann
nýtur vinsælda ahra, sem hann þekkja.
Hámarki póstávísana
hefir verið breytt, þannig að það
hækkar úr kr. 5.000,00 í kr. 10.000,00 til
kaupstaða, og úr kr. 1.000,00 í kr.
2.000,00 til annarra póstafgreiðslustaða.
— Hámark póstkrafa hefir verið
hækkað úr kr. 1.000,00 í kr. 10.000,00,
ef póstkröfuávísunin á að útborgast í
kaupstaö, armars kr. 2.000,00. — Kaup-
staöir eru: Reykjavík, Akranes, ísa-
fjörður, Siglufjörður, Akureyri, Seyð-
isfjörður, Neskaupstaður, Vestmanna-
eyíar og HafnarfjörCur.
Skilagrein frá S. I. B. S.
Áheit: Frá Gottfred Bernhöft kr.
50,00, Önnu Óskars 15,00, kerlingu
20,00, manninum, sem ekki dó (í fyll-
iríinu) 60,00, kosningaráheit frá G S.
og E. H. 50,00. Gjafir: N. N. 25,00,
Oddi Jónassyni 100,00, N. N. 50,00,
Rannveieu Lund, Raufarhöfn 126,00
kr., Guðbjöreu Jónsdóttir, Ehiheimil
inu, til minningar um dóttur hennar:
Jónu Guðbjörgu Jónsdóttur 100,00 kr.,
gömlum manni 10,00 kr., Bjama Pét-
urssyni, Rvk. 500,00 kr„ starfsfólki
sama 110,00 kr„ ónefndum afh. yfir-
lækninum á Vífilstöðum (í vinnuheim-
ilissjóð) 1000,00 kr„ ónefndri konu
40,00 kr„ S. V. 20,00 kr„ Ingibjörg Cl.
Þorláksson 1000,00 k. „ þrem félögum
330,00, G. G. 100,00, H. C. 100,00, Guðl.
Jónssyni 50,00, Guðm Þórarinssyni
20,00 kr„ N. N. 97,00 kr.,‘ S. A. 10,00 kr„
N. N. að austan 50,00 kr„ P. Eggerts
50,00'kr„ A. M. 10,00 kr„ I. S. 25,00
kr„ Albert Einarssyni, Eb 50,00 kr„
Bjama Bjarnasyni 100,00 kr„ Ingú-
björgu Sígurðardóttur 10,00 kr„ N. N.
50,00 kr„ Arinbirni Sigurðssyni 100,00
kr„ Ólafíu Ingimundard. 50,00 kr„ Þóru
Sigurðard. 30,00 kr„ Ág. Guðm. og Pr.
Ágústs. 200,00 kr„ tveim systrum 100,00
kr„ S. S. 33,00 kr. Móttekið nafn-
laust í pósti 250.00 kr„ Þór. Ejörns-
syni 50,00. — Seld blöð og merki: í
Reykjavík kr. 29184.05, Hafnarfirði
1382,20 kr„ Eyrarbakka 381,15 kr.. Garði
453,00 kr„ Selfossi 401,30 kr.. Borgar-
nesi 728,00, Stokkseyri 305,00 kr„
Elönduósi 235,80 kr„ Akranesi 1074,00
kr„ og giöf frá skipshöfninni á v/b
Ver 100,00. — Hagnaður af skemmtun
í Oddfellow 4/10 kr. 2838,00. — Kærar
þakkir til allra þeirra, sem hér eiga
hlut að máli. — Ólafur Björnsson.
Tækifærisgj afir,
í góðu úrvall.
Trúlofnnarhringar,
Sent gegn póstkröfu.
Gnðm. Andrésson
gullsmiður.
Laugavegi 50. — Sími 3769.
Kennaranámskeið
á Akureyri
(Framh. af 1. síðu)
Mér fannst áliugi sá, sem kom
fram hjá þessum nemendum
fyrir íslenzkri tungu, óvenju-
lega ánægjuiegur og öilu meiri
en ég heíi oröið var við í öðr-
um héruöum, sem ég þekki. Má
eflaust þakka þetta að nokkru
leyti Snorra Sigfússyni skóla-
stjóra á Akureyri, sem er jafn-
framt námstjóri i Norölend-
ingafjórðungi og er óvenjulega
áhugasamur og fjörmikili mað-
ur.
Hjá þessum norðlenzku kenn-
urum rikir heilbrigður og þjóð-
legur andi, sem ég tel mikils
verðan fyrir störf kennarastétt-
arinnar.
í iþróttum var einkum leið-
beint um þær íþróttir, sem hægt
er aö iðka við eríiðustu skilyröi,
t. d. i þröngum skólastofum.
Margháttaðir leikar fyrir börn
voru kenndir og hjálp i viðlög-
um.
Friðrik Hjartar skólastjóri á
Siglufirði haíöi æfingar i staf-
setningu, en hann er maður
landskunnur fyrir áhuga á is-
lenzku máli.
Auk kennslunnar flutti ég tvö
erindi á námskeiðinu, annað
um mállýzku, hitt um málleys-
ur.“
Hvað er anhars að frétta úr
Norðurlandi?
„Mér finnst þar mikill mynd-
ar- og menningarbragur á
mörgu. Ég var við setningu
Menntaskóians á Akureyri og
virðist skólabragur vera þar með
ágætum. Umgengni prýðileg, og
ýmsar góðar erfðavenjur hafa
skapazt í skólanum. Að sama
skapi virtist mér ríkja góður
andi meðal kennara og nem-
enda i Barnaskóla Akureyrar.
Þessir skólar bera það með sér,
að þeim er vel stjórnað.
Meðan ég dvaldist á Akureyri
var stofnað Samband norð-
lenzkra barnakennara. Áður
hefir starfað Kennarafélag
Eyjafjarðar — og að mörgu leyti
unniö merkilegt starf.
Formaður hins nýja kennara-
sambands er Sigurður Gunnars-
son skólastjóri á Húsavík, á-
gætur maður, sem ég vænti
mikils af í framtíðinni.“
Hvað líður framburðarrann-
sóknunum?
„Ég notaði ferðina til að at-
huga framburð á Akureyri og
nágrenninu og á Siglufirði.
Norðlenzki framburðurinn á í
vök að verjast. Hann er yfirleitt
á undanhaldi og margt í hon-
um að hverfa.“
S A V O N
dc
P A.R I S
varðveita hörund yðar
—' gera það mjúkt og
heilbrigt og verja það
öllum kvillum. SAVON de PARIS
er mjúk sem rjómi og hefir
yndislegan hressandi rósailm. —
Notið beztu og vönduðustu sápuna!
- Notið SAVOA de PARIS -
Nauðsynlcg og ónauð~
synleg kynni . . .
(Framh. af 1. síðu)
þannig, að lélegasti hluti hinna
erlendu manna kynnist léleg-
asta hluta íslenzku þjóðarinn-
ar. En sá hluti erlendu gest-
anna, sem mest er í varið, sér
Esjuna og hið tæra skyggni, en
sér lítið af þeim íslendingum,
sem eru hin raunverulega þjóð.
Ég vil leyfa mér að benda á
nokkur atriði í þessu máli, sem
ekki er enn of seint að taka
til greina.
í fyrsta lagi að hafa frá hálfu
þjóðfélagsins aukið eftirlit með
kynnum milli íslendinga og
setuliðsins, sem eru til leiðinda
fyrir báða. f öðru lagi að gera
ráðstafanir til, eftir því sem við
á og óskað er eftir, að erlendir
setuliðsmenn haldi fyrirlestra
á ensku og norsku um landið og
þjóðina og sýni jafnframt
skuggamyndir og kvikmyndir
til skýringar. í þriðja lagi, að
menn úr hernum, sem stunda
norræna málfræði eða bók-
menntir, geti átt kost á hent-
ugri kennslu í þeim fræðum í
háskólanum. Og f fjórða lagi, að
freistað sé að koma á skipulegri
kynningu í sambandi við ein-
falda og yfirlætislausa risnu af
landsins hálfu, milli manna úr
setuliðinu og íslendinga, þann-
ig að saman nái til viðtals og
kynningar, verkfræðingar, hag-
fræðingar og bændur, skip-
stjórnarmenn, Iæknar, kennar-
ar, blaðamenn, guðfræðingar
o. s. frv.
Það er mikil yfirsjón, að Iáta
hinn mikla fjölda ágætra
manna úr þrem þjóðríkjum, sem
dvelja hér um stund, mynda sér
skoðun um landið og þjóðina,1
án þess að kynnast til muna
þeim íslendingum, sem eru
þjóðin.
Fyrstu ísl stúdentarnir
(Framh. af 3. síðu)
ir frá íslandi og aðstoða íslenzku
stúdentana gagnvart háskólun-
um í Bandaríkjunum. Hygg ég,
að enginn hér né heima hafi
verið betur til þess starfs fallinn
en hann.“
Þessir nýju meistarar hafa
báðir stundað nám við háskóla
á Norðurlöndum, auk háskóla-
náms hér.
Þorvaldur las alþjóðarétt í
Finnlandi, en Þórhallur hag-
fræði í Svíþjóð.
Þúsnndir vita
að gæfan fylgir trúlofunar-
hringunum írá SIGURÞÓR.
Sent gegn póstkröfu.
Sendið nákvæmt mál.
Tímarit Þjóð~
ræknisfélagsins
(Framh. af 3. síðu)
lega, og segðu frá þvi, þegar
heim kæmi, er þeir hefðu séð
og heyrt. Myndi þeim þá vera
láandi, þótt þeim yrði tíðrætt
um frændur sína fyrir austan
jöklana? Yrðu þeir ekki miklu
fremur brjóstumkennanlegir,
sem ekki gætu fundið hrærast
hjá sér einhverja verulega
löngun til þess að brúa bilið
milli austurs og vesturs? Má
vera, að einhverjum finnist
þetta fjarstætt og heimskulegt
dæmi, en það er ekki eins vit-
laust og það lítur út fyrir að
vera. Vestur-íslendingar eru að
minnsta kosti eins margir og í-
búar nefndra sýslna. Þeir eru
að vísu fjarlægari, en sú fjar-
lægð er þó ekki meiri en svo, að
það er skylda okkar, sem heima
erum, að telja þá nákominn
hluta af íslenzku þjóðinni. Þess
vegna eigum við að kaupa og
lesa timarit þeirra og blöð og
kynnast því, sem þeír eru að
gera til eflingar íslenzkri menn-
ingu. Lesið t. d. skýrslur og
þingtíðindi Þjóðræknisfélagsins
í þessum árgangi tímaritsins.
Þær skýrslur eru alls ekki þurr-
ar eða leiðinlegar í augum
þeirra, sem skynjað geta líf og
tilfinningu að baki þeim. Þar er
getið um söngfélög og söng-
flokka, íslenzkuskóla fyrir börn
og unglinga, söngferðalög, leik-
samkomur, íslendingadaga,
heimsóknir deilda á milli, bygg-
ingu minnisvarða,' bókasöfn,
söfnun gamalla minja og skjala,
fyrirlestrahöld og þinghald. En
miðstöð þessarar starfsemi þjóð-
ræknisdeildanna, er þjóðræknis-
félagið sjálft með hinn ótrauða
forseta, dr. Richard Beck í
broddi fylkingar. Ódrepandi á-
hugi og framúrskarandi dugn-
aður einkennir þann ágæta
mann. Hann hefir t. d. á liðnu
ári sett sér það mark að heim-
sækja í eigin persónu allar sam-
bandsdeildir, alla leið vestur að
Kyrrahafi. Er gott, meðan ís-
land á jafn lifandi áhugamenn
og starfsmenn í þjónustu þjóð-
ræknismálsins.
Jakob Jónsson.
Lesendur!
Vekið athygli kunningja yð-
ar á, að hverjum þeim manni,
sem vill fylgjast vel með al-
mennum málum, er nauðsyn-
legt að lesa Tímann.
Skrifið eða símið til Tímans
og tilkynnlð honum nýja áskrlf-
endur. Sími 2323.
Útbrciðið Tímanu!
GAMLA BtÓ-
Flóttamennirnir
(Strange Cargo)
Aðalhlutverkin leika:
CLARK GABLE,
JOAN CRAWFORD
Sýnd kl. 7 og 9.
Börn fá ekki aðgang.
Framhaldssýnlng 3V2-6V2:
Hjá Rio Grande
Tim Holt — Cowboymynd.
Börn inan 14 ára fá
ekki aðgang.
.NÝJA BÍÓ 1
Innrásar-
mennirnir.
(The Invaders).
Mjög spennandi amerísk
stórmynd. — Aðalhlutv.
leika:
LAURENCE PLIVER,
LESLIE HOWARD,
RAYMOND MASSEY,
ERIC PORTMAN,
ANTON WALBROOK.
Börn yngri en 16 ára fá
ekki aðgang.
Sýnd í dag kl. 3, 5, 7 og 9.
Smásölu verð
á v i 11 <1111111
Útsöluverð á enskum og amerískum vindlum má eigí vera
hærra en hér segir: *
Golofina Perfectos ... 25 stk. kassi kr. 40.00
— Londres . .. 50 — ' — — 61.25
— Conchas ... 50 — — — 46.25
— Royal Cheroots ... ... 100 — — — 55.00
Wills’ Rajah Perfectos .. . 25 — — — 20.00
Panetelas (Elroitan) .. . 50 — — — 47.50
Cremo . .. 50 — — — 42.50
Golfers (smávindlar) . .. 50 — — — 21.90
Golfers — 5 — pakki — 2.20
Piccadilly (smávindlar) ... . . .. 10 — blikkaskja — 2.75
Muriel Senators ... 25 — kassi — 25.00
Muriel Babies .. . 50 — — — 32.50
Rocky Ford .. . 50 — — — 36.25
Van Bibber 5 — pakki — 2.50
Le Roy — — — 5.00
Royal Bengal .. . 10 — .— — 3.75
Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má útsöluverð. vera 3%
hærra en að framan greinir, vegna flutningskostnaðar.
T óbakseinkasala
ríkisíns.
Vogrek.
í vor rak lítinn bát (skektu) á fjöruna fyrir fram-
an Selbúðir við Vesturgötu hér í bænum. Báturinn
er áralaus og nokkuð brotinn.
Er hér með skorað á eiganda að gefa sig fram
fyrir 1. nóvember n. k. og sanna rétt sinn.
Reykjavík, 17. okt. 1942.
Lögreglnstjóri.
Dómnefnd í verðlagsmálum
hefir ákveðið eftirfarandi hámarksverð á smjörlíki:
í heildsölu ...... kr. 4.35
í smásölu ........— 5.10
Reykjavík, 20. okt. 1942.
Dómnefnd í verðlagsmálum.
Tll brúOargjafa
Kaffi-, Te-, Matarstell o. fl.
Kristalvörur — Keramikvörur.
K. EINARSSON & BJ0RNSSON.
Rankastræti 11.
Innheímtumenn Tímans
um land allt!
Viimið eftir fremsta megni að innheimtu Tím-
ans. — Gjalddaginn var 1. júlí.
DIMEEHTA TLMMS.
T I M IIV IV er víðlesnasta auglýsingablaðið!