Tíminn - 27.10.1942, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.10.1942, Blaðsíða 2
506 TÍMIM, þrlgjndagfim 27. okt. 1942 128. hlað s STÆRSTA MÁL NÆSTA ÞINGS: Þjóðnýting stríðsgróðans Eitt stærsta úrlausnarefni hins nýkjörna þings verður að tryggja enn betur en hingað til hefir verið gert, að stríðsgróðinn renni til þjóðarheildarinnar og verði henni til farsældar, en hafni ekki í fjárhirzlum örfárra manna og skapi þeim háskalega mikil völd á kostnað almenn- ings í landinu. Nýr skóli Húsmæðrakennaraskóli / Islands Þann 6. þ. m. var Húsmæðra- kennaraskóli íslands settur í húsnæði háskólans að viðstödd- um kennurum og nemendum. Ungfrú Helga Sigurðardóttir setti skólann, en hún verður forstöðukona hans. Þessi nýi skóli starfar í tveim hliðstæðum deildum: Hús- mæðrakennaradeild og skóla- eldhússdeild. Námstíminn í húsmæðra- kennaradeildinni er 21 mánuð- ur og starfar skólinn jafnt sumarmánuðina og veturinn. Nemendur, sem útskrifast úr þeirri deild, hafa rétt til að kenna við húsmæðraskóla landsins. Náminu í húsmæðrakennara- deildinni er skipt niður í þrjú tímabil. Hið fyrsta er við bók- legt nám í skólanum í Reykja- vík, annað tímabilið eru náms- meyjarnar úti á landi við ýmis almenn sveitastörf, garðrækt, hirðingu alifugla og svína, mat- argerð og jafnframt kynna þær sér ‘meðferð mjólkur. Þriðja námstímabilið er í skólanum í Reykjavík. Er það framhald af bóklega náminu fyrsta náms- tímabilið og jafnframt æfing í kennslu. Þeir nemendur, sem Ijúka námi frá skólaeldhússdeildinni, hafa að afloknu námi, réttindi til að kenna við skólaeldhús þau, sem starfandi eru í barna- skólum landsins, enda séu stúlkurnar kennarar að mennt- un, þegar þær hefja nám í Hús- mæðrakennaraskólanum. Námstíminn í þessari deild er 9 mánuðir. í vetur verða 11 kennarar. Traustí Ólafsson kennir efna- fræði, dr. Júlíus Sigurjónsson næringarefna- og vöruþekkingu og búreikninga. Jóhann Sæ- stærð, knúinn 40—45 hestafla Skandiavél. Báðir bátarnir þykja prýði- lega smíðaðir. Hitaveitan. Á bæjarráðsfundi á föstudag var rætt um nýja lántökft til hitaveitunnar, en engin fulln- aðarákvörðun var tekin. Mun nú vera fengin full vissa fyrir því, að við getum fengið allt það efni, sem vantar til hitaveitunnar, í Bandaríkjun- um, en ekki mun full vissa feng- in fyrir því, hvenær hægt verð- ur að fá efnið hingað. mundsson, tryggingaryfirlækn- ir, líffæra- og heilsufræði. Ung- frú Helga Sigurðardóttir hefir á hendi, jafnframt skólastjórn- inni, kennslu matreiðslu, baksturs og húsmæðrasögu. Bækur í þeirri grein eru engar til. Mun ungfrú Helga kenna húsmæðrasöguna í fyrirlestrum að mestu leyti. Þörfin fyrir þennan nýja skóla hefir verið rnjög mikil. Fram til þessa hafa þær stúlk- ur, sem ætlað hafa að fullnuma sig í húsmæðrakennslu, orðið að fara til útlanda til að ljúka námi, vegna þess að hér á landi hefir ekki verið nein stofnun, sem veitt hefir réttindi til slíkrar kennslu. Með stofnun hins nýja húsmæðrakennara- skóla er endanlega ráðin bót á þessu vandkvæði, og má telja víst, að hin nýja námsstofnun eigi eftir að verða húsmæðra- fræðslunni í landinu til mikils stuðnings í framtíðinni. Frá Noregi; Aitökurnar í Þránd- heímí o« íi. Dagana 6., 7. og 8. þ. m. voru 34 Norðmenn teknir af lífi í Þrándheimi. Meðal þeirra voru 10 gislar. Samhliða aftökunum, voru 110 menn fangelsaðir. Sænska blaðið „Arbetaren“ birtir þessar upplýsingar um af- tökurnar og telur þær eftir á- reiðanlegum heimildum: Finn Berg, liðsforingi, var ný- lega búinn að fylgja konu og syni á járnbrautarstöðina, þeg- ar hann var fangelsaður og líf- látinn einni klpkkustund síðar. Konan vissi ekki um aftökuna fyrr en hún sá hana í blöðun- um næsta dag. Birch, bankastjóri, var hand- tekinn á sveitasetri sínu á svo ómannúðlegan hátt, að kona hans fékk taugaáfall. ' Gleditsch, leikhússtjóri, beið í skrifstofunni eftir konu sinni, sem er þekkt leikkona, þegar þýzku lögreglumennirnir tóku hann. Hann óskaði þess, að mega bíða þangað til kona sín kæmi, svo að hann gæti kvatt hana. Þvi var neitað. Hann bað þá um að mega ná 1 frakka. (Framh. & 4. síSu) tpmirm Þriðjudag 27. oht. Stríðsgróðamenn ^og þíngsæti ^ Frjálslyndir menn í brezka íhaldsflokknum hafa oft gagn- rýnt það, að flokkurinn veldi menn til þingmennsku eftir efnahag, en ekki eftir mann- giidi. Það ætti sér iðulega stað, þegar kjördæmi losnaöi, að treggáfaður kaupsýslumaður væri tekinn fram yfir viður- kenndan hæfileikamann vegna þess, aö hann gæti lagt fram meii'a íé í kosningasjóðinn. Efnaðir kaupahéðnar keyptu sér þannig þingsæti og væri þetta ein aöalástæða þess, hversu fáa manndómsmenn væri nú að finna á þingi Breta. Rudoiph Churchill, sonur Churchills forsætisráðherra,hef- ir nýlega tekið svo til orða, að þetta væri ljótasti bletturinn á enska þingræðinu. Hann krafð- ist þess jafnframt, aö val fram- bjóðenda yrði hér eftir alger- lega I höndum kjósenda í hlut- aöeigandi kjördæmi. íslenzki íhaldsflokkurinn viröist á góðum vegi að taka brezka íhaldsílokkinn til fyrir- myndar I þessum efnum. For- usta hans teflir nú yfirleitt ekki fram öðrum mönnum í ný þingsæti en þeim, sem geta lagt ríflega á borð með sér.. Þing- sætin, sem Sjálfstæðisflokkur- inn ræður yfir, ganga orðið kaupum og sölum og vitanlega eru stríðsgróðamenn þar hæst- bjóðendur. Snæfellsnessýsla er glöggt dæmi um þetta. Sjálfstæðis- mönnum vestra lék hugur á að fá Ásgeir Ásgeirsson skrifstofu- stjóra til framboðs, þegar Thor Thors lagði niður þingmennsku. Ásgeir var frændmargur og vin- sæll í héraðinu, ötull og áhuga- samur. En sá ljóður var á ráði hans, að hann var andvígur uppvöðslusemi Thorsaranna í flokknum. Þeir vildu ekki fá sjálfstæðismann á þing, er var líklegur til mótstöðu gegn þeim. Hörð barátta hófst því um kjör- dæmið. Thorsarar tefldu fram óreyndum piltung úr Reykjavík, sem enginn héraðsbúi bar traust til. Ásgeir hafði traust og vin- sældir héraðsbúa á bak við sig, pilturinn naut stuðnings stríðs- gróðavalds Thorsaranna. Enda- lokin urðu þau, að fjármagnið sigraði manngildið, eins og oft hefir orðið við frambjóðenda- kjör hjá íhaldsmönnum í Bret- landi. Héraðsmenn sýndu, að þeir undu ekki þessum úrslitum. Pilturinn kolféll í næstu kosn- ingum. En stríðsgróðavaldið var ekki af baki dottið. Það átti nóg af síldarmjöli, brennivíni og öðru slíku góðgæti. Hinn drenglyndi mótstöðumaður þess var ausinn ótakmörkuðum rógi og níði, svo heimskulegu og lít- ilsigldu, að enginn heiðarlegur maður getur verið þekktur fyr- ir að hafa það eftir. Engin vopn voru spöruð. Bellibrögð stríðs- gróðavaldsins náðu líka tilætl- uðum árangri. Snæfellsnessýsla hefir nú fulltrúa á þingi, sem allir héraðsmenn voru andvígir í fyrstu og þó ekki sízt hinir mörgu Sjálfstæðismenn, er studdu Ásgeir Ásgeirsson. Þannig mætti lengi telja. Það er t. d. vissulega stríðsgróðinn en ekki manngildið, sem hefir lyft Gísla vélstjóra til þing- mennsku í Barðastrandarsýslu, Garðari Þorsteinssyni í Eyja- firði og Lárusi Jóhannessyni á Seyðisfirði. Þetta er tvímælalaust ein öm- urlegasta þróunin í stjórnmála- lífinu íslenzka. Þingsætin eru farin að ganga kaupum og söl- um til hæfileikalausra brask- ara og þýlundustu þjóna þeirra. Manndómsmönnum þingsins fækkar að sama skapi. Virð- ingin fyrir þinginu og þingræð- inu þverr. Hér verður að hefja öflugt viðnám, ef ekkí á ver að fara. Þ. Þ. Sú reynsla er fengin, að skattalög þau, sem nú gilda og hafa gilt undanfarin ár, hafa ekki náð tilgangi sínum í þess- um efnum. Sumpart stafar þetta af því, að lögin eru ekki nógu ströng, og sumpart af því, að eftirlitið með þeim er ekki nógu strangt. Lögin gætu ef til vill verið viðunandi á venjuleg- um tímum, en þau taka ekki nægilegt tillit til hins óvenju- lega ástands. Niðurstaðan verð- ur því sú, að of fjár safnast til einstakra manna. Þeir sölsa undir sig fasteignir og atvinnu- tæki og efla mannaforráð sín með hinum miður vel fengnu fjármunum. Hins vegar safnast tiltölulega lítið af stríðsgróðan- um í sameignarsjóði lands- manna og meginþorri fólks get- ur lítið sparifé eignazt, því dýr- tíðin etur upp verkakaup bænda og launafólks. í stríðslokin verð- ur hér því tómur ríkissjóður, fátækur almenningur og nokkr- ir stríðsgróðamenn, sem með yfirráðum sínum yfir atvinnu- fyrirtækjum og fjármagni verð- ur þá stórum auðveldara að afla sér mannaforráða en það jafn- vel reyndist á Barðaströnd og Snæfellsnesi að þessu sinni. Þetta er viðhorf, sem enginn hugsandi maður má loka aug- unum fyrir. Það er áreiðanlega skoðun mikils meirihluta þjóðarinnar, að stríðsgróðinn sé og eigi að vera sameign þjóðarinnar. Það er hvorki að þakka forsjálni eða dugnaði, þótt hann hafi lent til einstakra útgerðarspekúlanta og kaupahéðna. Það er tilvilj- unin ein, sem því hefir ráðið. Það er tilviljun ein, sem því hefir ráðið, að skuldugasta fyr- irtæki landsins er nú orðið rík- asta fyrirtæki landsins. Það er sams konar tilviljun og þegar blásnauður fjárglæframaður kemur inn á spilavíti og græðir þar of fjár á svipstundu. Ef stríðsgróðinn væri tekinn og notaður sem sameign þjóð- arinnar, getur hann líka orðið henni til blessunar, en annars ekki. Hann gæti þá skapað hér aukna atvinnu og velmegun hinna vinnandi stétta. En verði Orðiö ráðgáta hefir verið mjög ofnotað í sambandi við Sovét- ríkin. En raunar er það alger- lega táknrænt fyrir óvissu þá og þokukenndar hugmyndir, sem um þetta land ríkir í hugum al- mennings í öðrum löndum. Af bréfum og samtölum hefi ég orðið þess áskynja, að mörgum löndum mínum er næsta hug- leikið að fá einhverja skynsam- lega hugmynd um Rússland. Menn hafa á‘ tilfinningunni, að þeim hafi ýmist verið ofsagt eða vansagt. - Hvernig hefir Rússland, þar sem kúgunin á að vera svo gengdarlaus, getað veitt svo harðsnúið viðnám gegn vígvél- um Þjóðverja? Hvernig á að botna í utanríkisstefnu Stalins? Hvað verður um Sovétríkin eft- ir stríðið? Verða þau vígi félags- legs öryggis, eða verða þau önn- ur plágan á lýðræðisþjóðunum? Hverju hefir rússneska bylting- in áorkað um lífsafkomu og hugsunarhátt almennings eða stjórnarfar og atvinnuhætti á þeim 25 árum, sem liðin verða hann í eigu fárra stórbraskara, mun hann verða fjötur á frelsi og framtak hins starfandi fólks. Þess vegna verður krafan um þjóðnýting stríðsgróðans. sterk- ari með hverjum degi. Þess vegna er hún áreiðanlega ein ákveðnasta ósk þess mikla meirihluta þjóðarinnar, er studdi Framsóknarflokkinn, AI- þýðuflokkinn og Sósíalista- flokkinn í kosningunum fyrra sunnudag. Það, sem gera ber í þessum málum, er fyrst og fremst þetta: 1. Hækka stórlega skatt á öllum tekjum eftir að þær eru komnar yfir sæmileg þurft- arlaun. Þegar tekjurnar eru komnar yfir visst hámark, t. d. 80—100 þús. kr., eiga þær að renna allar í hina sameig- inlegu sjóði ríkis og sveitar- félaga. 2. Hækka stórlega skatt á stóreignum. 3. Taka varasjóði og endur- byggingarsjóði stórfyrirtækja í vörzlu þess opinbera. 4. Skipa menn, með nægi- legu valdi til að hafa eftirlit með framtölum. 5. Þyngja stórlega refsingar fyrir skattasvik. Hér er að eins drepið á nokkur atriði. Margt fleira er vissulega nauðsynlegt að gera i þessu sambandi. Einna mikilvægust þessara ráðstafana er opinber umsjón nýbyggingar- og varasjóða þeirra, sem stórútgerðarfyrir- tækin hafa safnað. Mun öllum ljóst, hversu háskasamlegt það er, að eiga rekstur og endur- byggingu flotans undir forsjá manna, sem eru frægastir fyrir mikla skuldasöfnun á þeim ár- um, þegar útsjónar þurfti við reksturinn. Stríðsgróðamenn munu vafa- laust reyna að efna til mót- blásturs gegn þessari sjálfsögðu þjóðnýtingu striðsgróðans, kalla hana sósíalisma og öðrum upp- nefnum. En þetta eru ráðstaf- anir, sem þegar hafa verið gerð- ar hjá helztu lýðræðisþjóðun- um, t. d. Bretum og Banda- frá upphafi hennar 7. nóv. í vetur? Allar þessar spurningar hafa orðið þyngri á metunum eftir að frammistaða Rúss- lands í styrjöldinni hefir sann- að, að það er sterkasta herveld- ið á landi i bandalaginu gegn Hitler. Áður en reynt er að svara spurningunum, væri rétt að gera stuttlega grein fyrir hin- um breytilegu viðhorfum al- mennings í Bandaríkjunum til Sovétríkjanna. Fyrstu árin eftir byltinguna urðu oft harðar deil- ur um Sovétrstjórnina á fund- um „Utanríkismálafélagsins". Hvað sem ræðumenn lögðu til málanna, lá jafnan við handa- lögmáli að lokum. Tveir harð- snúnir hópar mynduðu kjarna í deilunum. Annars vegar „vinstri hópur“, sem barðist eins og ljón fyrir Sovétstjórn- ina, hins vegar „hægri hópur“, sem í voru holdugir borgarar og rússneskir flóttamenn. Þeir voru ósammála um flesta hluti nema andúð á Sovétstjórnínni. Þegar leið að fundarlokum, var allt ríkjamönnum. Þar er engum manni leyft að græða nú veru- lega fjármuni. Allur stríðsgróði er tekinn til sameiginlegra þarfa. Engum dettur í hug að kalla Roosevelt eða Churchill kommúnista, þótt þeir geri þess- ar sjálfsögðu ráðstafanir. Dómurinrí um hið nýkjörna þing murí mjög fara eftir því, hvernig það tekur á þessum málum. Foringjar Alþýðuflokks- ins og Sósíalistaflokksins bregð- ast áreiðanlega kjósendum sín- um, ef þeir stuðla ekki að skjótri og róttækri lausn þess- ara mála. Þ. Þ. Á KROSSGOTUM Kauptaxti verkamanna. Verkamenn fá kaup greitt núna eftir mánaðamótin sam- kvæmt hinni nýju vísitölu 250. Fer hér á eftir yfirlit um kaup- taxta verkamanna, eins og hann verður á hvern tíma eftir að farið verður að greiða þeim kaup samkvæmt hinni nýju vísitölu. Grunnkaupstaxti Dags- brúnar er lagður til grundvall- ar: Almenn dagvinna kr. 5,25. Eftirvinna kr. 7,88. Nætur- og helgidagav. 10.50. Kolavinna kr. 6.88. Fagvinna kr. 7,25. Boxavinna kr. 9.00. Símalagningav. kr. 5.50. Kaup mánaðarkaupsmanna, sem hafa fengið launauppbætur eins og opinberir starfsmenn fæst með því að bæta 30% við fyrstu 200 krónurnar, 25% við það sem eftir er og bæta síðan við vísitöluuppbótinni. Nýir bátar. Skipasmíðastöð Kaupfélags Akureyrar hefir nýlega lokið smíði tveggja báta. Fóru þeir frá Akureyri fyrir fáum dög- um síðan. Stærri báturinn heitir „Eg- ill“ og er eign útgerðarmann- anna Jóns Sigurpálssonar og Sigvalda Þorsteinssonar í Ól- afsfirði. Báturinn er 27 smá- lestir að stærð, knúinn 100—125 hestafla Hesselman-dieselvél. Eigendurnir hyggjast að halda bátnum út til þorsk- og síld- veiða frá Ólafsfirði. Hinn báturinn var keyptur af Guðm. Guðmundssyni kaup- manni í Hafnarfirði. Þessi bát- ur, sem hefir hlotið nafnið „Muggur“, er 15 smálestir að komið í uppnám milli þessara hópa með hrópyrðum, skömm- um og gauragangi. En meiri hluti fundarmanna horfði hissa og ráðalaus á aðfarirnar, en for- maðurinn þráði það eitt, að geta slitið fundi án þess að þurfa að kalla á lögregluna. Hér var einmitt ágætt dæmi um eitt af því, sem mest hefir truflað skilning okkar á Rúss- landi. Afstaða okkar hefir mót- azt af tilfinningum og sleggju- dómum „með og móti.“--------- Þegar frá leið dofnaði áhug- inn fyrir því, sem gerðist i Rússlandi. Menn urðu leiðir og áhugalausir á þráttinu. Það var áreiðanlega í fullu samræmi við viðhorf almennings, að Banda- ríkjastjórnin neitaði að viður- kenna rússnesku ráðstjórnina. Svo kom 5-ára áætlun Sovét- ríkjanna samtímis því, er kreppan mikla skall yfir í Am- eríku. Þá hækkaði hlutur Rúss- lands snögglega, einkum meðal menntamanna og frjálslyndra. Rússland átti að vera eina land- ið, þar sem væri unnið skipu- lega fyrir framtíðina. Erlendir fréttaritarar, sem komu heim frá Moskva, og sögðu frá hungri og víðtæku njósnarkerfi, voru fyrirlitnir sem gagnbyltingar- menn. Alþýða manna í Bandaríkjun- um heldur þó áfram að hafa ýmigust á sovétskipulaginu. En það var ótrúlega mikið um gagnrýnislausa sovétvináttu meðal vinstri sinnaðra borgara í Ameríku, sem alls ekki telja sig til kommúnistaflokksins. Fyrsta áfallið, sem þessi „sam- fylking“ fékk, var blóðbaðið í rússneska kommúnistaflokkn- um, þegar frægir og þraut- reyndir byltingarmenn, svo sem Zinoviev, Kamenev, Rykov, Bukharin og Pjatakov voru skotnir. Þetta gat þó varla heitið meira en aðkenning af gagn- rýni. En þegar Stalin undirrit- ritaði sáttmálann við Hitler í ágúst 1939 og réðst síðan á Finnland, var sem fellibylur hefði skollið á. Sovétríkin hröp- uðu dýpra í áliti en nokkru sinni fyrr. Margir meðhalds- menn slitu sig úr lestinni bæði hryggir og reiðir. Sú skoðún festi rætur, að stjórn Stalins væri ekki aðeins kaldrifjuð, heldur jafnframt reikul í ráði og stæði völtum fótum. Þá var það næst, að Þjóðverj- ar réðust á Rússa í júní 1941. Flestir höfðu leiðst til þess að búast við skammri vörn af hendi Rússa. Eftir því sem mót- staða þeirra entist lengur, og þeir unnu jafnvel nokkra sigra í fyrra vetur, varð aftur snögg breyting á almenningsálitinu. Fyrrverandi sendiherra Banda- ríkjanna í Rússlandi hófst handa og lýsti Stalin sem stór- virkum ágætismanni, sem ynni sér jafnt hylli manna sem mál- leysingja. í stað þess að varla hafði verið unrít að fá nokkurn til að ljá eyra vinsamlegu orði um Rússland frá því að Stalin og Hitler gerðu sáttmálann, þar til er Þjóðverjar réðust á Rúss- land, mátti nú heita að allri gagnrýni væri vísað á bug, hversu rökstudd og vægileg, sem hún var. Allt slíkt var tal- ið til skaðlegs undirróðurs og skemmdarverka af fjöldanum, og þurfti ekki kommúnista til. En rússneska ráðgátan er ó- leyst sem fyrr, og hugsandi menn velta henni fyrir sér. Hvernig svo sem almennings- álitið hér hefir sveiflazt til, hefir verið samræmi í Rúss- landi. Stalin er sami maður og hann hefir verið. Rússneska þjóðin er söm við sig. Stalin, sem lét drepa hina gömlu bylt- ingarfélaga sína og undirritaði sáttmála við Hitler, hefir reynzt djarfur, skarpskyggn og þraut- góður forustumaður herskara sinna og þjóðar í hinum harð- asta hildarleik þeirra, síðan Tartarar herjuðu á þá. Rúss- neska stjórnin, sem afmáði hina þverúðarfullu bændur landsins með hungri, en drap 1 hópum menntamenn og yfirstétt keis- araveldisins, hefir átt því láni að fagna, að þegnar hennar hafa í miljónatali sýnt henni hollustu til hinnztu stundar í núverandi baráttu. „Sovétvinirnir" hafa ekki verið seinir á sér að vitna í mót- stöðu Rússa, sem óyggjandi mótrök við allri óhagstæðri gagnrýni á stjórnarfari, hag- kerfi og afkomu almennings í Sovétríkjunum. Fjandmenn þeirra, sem höfðu hætt sér nokkuð langt í spádömum um skyndilegt hrun Rússlands, voru eins vandræðalegir og sovét- vinirnir höfðu verið, þegar þeir fréttu um vináttusamning Sta- lins og Hitlers. En hernaðarmáttur Sovét- William Ilenry Chamberlain: Rússneska ráðgátan Grein þessi er lauslega þýdd og nokkuð stytt úr ágúst- hefti ameríska tímaritsins, Harpers Magazine. Höfundurinn leitast við að skýra afstöðu Sovétríkjanna í styrjöld og á friðartímum. Hann Várar við barnaskap þeirra, sem telja þau jarðneska paradís frelsis og farsældar, og hann mót- mælir hleypidómum hinna, sem álíta þau víti á jörðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.