Tíminn - 27.10.1942, Qupperneq 3
128. blað
TÖllMV. lirlðjmlagiim 27. okt. 1942
507
ANNÁLL
Afmæli.
Magnús Friðriksson frá Stað-
arfelli átti 80 ára afmæli 18. þ.
mánaðar.
Staðarfell í Dalasýslu er fög-
ur jörð. Bærinn stendur 'mitt í
stóru, vel ræktuðu túni undir
tígulegum hamrahlíðum. Fram-
undan er Hvammsfjörður, full-
ur af eyjum. Inn til landsins
opnast hinir mörgu dalir, sem
liggja inn í hálendið frá botni
Hvammsfjarðar. En hinu megin
við fjörðinn blasa við hin fögru
og breytilegu fjöll á Snæfells-
nesi.
Staðarfell er vel í sveit komið
og góð jörð. Það hefir verið höf-
uðból frá því í fornöld. Merkar
sagnir eru til um marga auð-
menn og valdamenn, sem átt
hafa heima á þessari fögru og
góðu jörð.
Magnús Friðriksson og kona
hans, Soffía Gísladóttir, festu
ung kaup á Staðarfelli og bjuggu
þar rausnarbúi. Magnús hefir
alla ævi verið mikill ræktunar-
frömuður og sjást merki þess á
Staðarfelli. Þau hjón reistu þar
mikið og vandað steinhús, eitt
hið stærsta, sem þá var til í
sveit. Þau hjón urðu vel efnum
búin. Þau höfðu margt fólk í
heimili og mikla risnu. Var þar
löngum gestkvæmt, bæði úr
héraði og langferðamenn.
Nokkru eftir fyrra heimsstríð
urðu þau Staðarfellshjónin fyr-
ir þeirri miklu sorg, að uppkom-
inn sonur þeirra, Gestur að
nafni, drukknaði í Hvamms-
firði. Gestur var hinn mann-
vænlegasti maður og gerðu for-
eldrar hans sér vonir um að
hann myndi taka við óðalinu
Staðarfelli- eftir þeirra dag. Nú
vildu þau reisa honum veglegan
minnisvarða og hlynna um leið
að jörðinni, þar sem þau höfðu
lengi biíið og fóstrað upp bæði
börn sín og fósturbörn. Varð
það að samkomulagi við Al-
þingi, að þau skyldu gefa ríkinu
Staðarfell fyrir húsmæðraskóla
Vesturlands, en ríkið galt þeim
lífeyri það sem eftir var ævinn-
ar. Eftir þetta brugðu Staðar-
fellshjónin búi og fluttu til
Stykkishólms. Tók Magnús þar
mannaforráð með góðu sam-
þykki Hólmverja. Hefir hann
verið raunverulega bæjarstjóri
í Stykkishólmi um langa stund
og mikill ráðamaður um rækt-
unarmál kauptúnsins og í hér-
aðinu.
En það er að segja af skóla-
hugmynd Staðarfellshjóna, að
hún átti í fyrstu erfitt upp-
dráttar. Tilætlun þeirra var að
saman skyldu renna kvenna-
skólasjóður frú Herdísar Bene-
dictson og Staðarfellsgjöfin. En
er til kom, þótti ýmsum mönn-
um við Breiðafjörð, sem vænt-
anlegur húsmæðraskóli gæti
verið á mörgum öðrum stöðum
heldur en Staðarfelli. Magnús
Friðriksson hafði að vonum
mikinn áhuga fyrir skólastofn-
uninni. Naut hann á Alþingi í
þeim efnum stuðnings margra
Framsóknarmanna og Jóns
Auðuns, þingmanns ísfirðinga.
Varð það að samkomulagi, að
mjög vel mennt og myndarleg
kona úr ísafjarðarsýslu, Sig-
urborg Kristjánsdóttir frá Múla,
leigði Staðarfell og hóf þar hús-
stjórnarkennslu með nokkrum
ríkisstyrk. Eftir stjórnarskiptin
1927 hlynnti ríkið meira að
Staðarfellsskóla og var þá í
gengið frá sameiningu beggja
minningarsjóðanna. Var lagt fé
úr Herdísarsjóðnum til að
stækka íbúðarhúsið á Staðar-
felli til mikilla muna. Er síðan
þá hægt að taka móti nálega
30 námsmeyjum árlega. Nýtur
skólinn mikilla vinsælda og geta
miklu færri nemendur fengið
inngöngu heldur en sækja um.
Þegar Staðarfellshjónin sáu,
að skriður var kominn á fram
kvæmdir um eflingu hús-
mæðraskólans á Staðarfelli,
gáfu þau 10 þús. krónur til þess
að unnt yrði að koma upp skóla
búi á jörðinni. Sýndu þau á all-
an hátt, að þau vildu gera sem
mestan veg þeirrar stofnunar,
er þau höfðu átt mikinn þátt í
að reisa. Hafa þau á efri árum
notið þeirrar ánægju, að sjá
Staðarfellsskólann blómgast og
verða vinsæla og þýðingarmikla
menntastofnun við Éreiðafjörð.
Hafa þau hjón með gjöf sinni
og umhyggju fest Staðarfell á
þann veg, að það verður á kom
andi öldum þýðingarmikið
æskuheimili ungra kvenna við
Breiðafjörð. • J. J.
ríkjanna, svo mikill sem hann
hefir reynzt, er ekkert furðu-
verk, þegar’ litið er á hervæð-
ingu þeirra, auðæfi Rússlands
og afstöðu þjóðarinnar. Við fá-
um aldrei réttan skilning á Só-
vétríkjunum, nema við hverf-
um frá þeim villigötum, að sið-
ferðilegur þróttur sé frumskil-
yrði fyrir efnalegri velgengni,
miðum allt við lýðræði og höf-
um aldrei reynt hið blóðuga of-
beldi, sem á sér stað í löndum,
þar sem einræði og skefjalaus
harðstjórn hefir ríkt öldum
saman, og þess vegna eigum við
erfitt með að skilja, að voldug
stjórn getur vakið býsna mikla
hollustu og hrifningu hjá mikl-
um hluta fólksins, þótt hún
skirrist ekki við að beita and-
stæðinga sína hræðilegu of-
beldi. Til þess að skilja þetta
þarf aukna sögulega þekkingu
og víðsýni.
Tökum til dæmis Rússland
árið 1812. Meginhluti þjóðar-
innar var þá í ánauð. Og hið
versta, sem segja mætti með
sanni um Sovéetstjórnina, væri
það, að sumt af fyrirskipunum
hennar væru þrælalög, sem
hlekkjuðu verkamanninn við á-
kveðna verksmiðju og bóndann
við sitt samyrkjubú. — Samt
sem áður átti Napóleon engum
föðurlandssvikurum að ;mæta í
Rússlandi. Hann mætti hinni
hörðustu mótspyrnu af hendi
rússnesku bændanna, þótt á-
nauðugir væru. Þeir vopnuð-
ust heykvíslum og haglabyss-
um og gerðu Napoleon hinar
verstu skráveifur með skæru-
hernaði. Það hefir farið eins
fyrir Hitler og Napoleon. Hann
héfir komizt í kast við það, sem
er harðsnúnara og þolbetra en
stjórnarkerfi keisarans eða
kommúnista, en það er föður
landsást rússnesku þjóðarinnar
Hjá nazistum í Þýzkalandi
má sjá annað gott dæmi þess.
að harðfengi í bardögum getur
vel farið saman við talsverða
harðstjórn og gerræðl í stjórn-
arháttum. Það væri mjög barna-
legt að þakka pyndingum þýzku
lögreglunnar hugprýði þá og
harðfengi, sem þýzki herinn
sýndi, er hann gerði innrásina
á Krít í svifflugum eða herjaði
eyðimerkur Lybíu í skriðdrek
um. En enginn mundi heldur
láta sér detta í hug, að hreysti
þýzka hersins afsannaði hryðju-
verkin í fangabúðunum í Da
chau og Sonnenberg eða blóð-
bað Hitlers 1934. Á sama hátt
haggar þrautseigja rússneska
hersins ekki þeirri staðreynd
að Kúlakkarnir eða stórbænd-
urnir voru látnir „hverfa“ úr
mannfélaginu, né afsannár
önnur dæmi um harðýðgi So-
vétst j órnarinnar.
Hin óvænta mótstaða Rússa
í ófriðnum á sér allmargar or
sakir. Sovétríkin hófu þegar víð
tæka hervæðingu árið 1931. Þá
var helming þjóarteknanna
varið til nýrra iðnfyrirtækja
aðallega járniðnaðar,, sem er
höfuðatriði í vígbúnaði. Vegna
þessara framkvæmda varð
þjóðin að leggja á sig mikinn
sult og seyru. Það kom harðar
niður vegna þunglamalegrar
vanstjórnar og vegna þess, að
bændurnir höfðu verið þving
aðir til að hætta sínum venju
lega búskap og neyddir til að
vinna á samyrkjubúum. En með
þessum harðráðu aðgerðum
tókst að framleiða býsna mikið
(Framh. á 4. slSu)
Jack London
Hann lauk menntaskólanámi á þrem mán-
uðum og ritaði 51 bók á 18 árum.
Fyrir hálfri öld lagði ungur maður leið sína fyrir hvers manns
dyr i Buffalo og bað um mat. Lögreglan tók hann höndum fyrir
ílakk. Hann var dæmdur til þrjátíu daga betrunarhússvistar, og
skyldi hann ganga þar að eríiðisvinnu. Um þrjátíu daga skeið
vann' hann að grjótnámi og fékk ekkert annað til matar en vatn
og brauð.
Aðeins sex árum síðar var þessi sami maður einhver frægasti
maður Vesturheims. Hann naut gestrisni hinna merkustu menn-
ingarfélaga í Kaliforniu og var hylltur af rithöfundum, ritdóm-
urum og ritstjórum sem einhver mesti snillingur á vettvangi
bókmennta samtiðar sinnar.
Hann naut eigi æðri menntunar fyrr en hann var nítján ára
gamall. Hann lézt fertugur að aldri. En hann lét eftir sig fimmt-
tiu og eina bók.
Þetta var Jack London, höfundur bókarinnar Óbyggðirnar
kalla.
Þegar Jack London ritaði Óbyggðirnar kalla áriö 1903, varð
hann frægur maður á svipstundu. Ritstjórar báru lof á þetta
ritverk hans, hver í kapp við annan. En honum græddist harla
litið fé á þessari bók. * Utgefendurnir — og síðar kvikmyndafé-
lögin í Hollywood — græddu miljón dollara á henni, en Jack
London seldi öll réttindi áð bók þessari fyrir aðeins tvö þúsund
dollara.
Hver sá, sem hyggst að skrifa bók, verður fyrst aí öllu að sjá
svo um, að hann hafi eitthvað um að skrifa. Þetta er einn leynd-
ardómurinn við hinn undraverða árangur Jacks Londons. Hann
hafði liíað óvenjulega viðburðaríku híi, þótt ævidagarnir yrðu
eigi margir. Hann var óbreyttur sjómaður, fiskimaður við vötn-
in miklu, ostruræningi og gullnemi. Hann fékkst við selveiðar
við nyrztu höf. Hann ferðaðist fótgangandi meira en nokkur
maður annar og skrifaði bók um flakk sitt. Oft átti hann ekki
málungi matar. Hann naut svefns á garðbekkjum, í heystökkum
og flutningavögnum. Hann svaf oft úti á viðavangi og vaknaði
svo stundum viö það, að hann lá í vatnstjörn. Stundum var
hann svo örmagna af þreytu, að hann sofnaði á hestbaki.
Hann var handtekinn og hnepptur í fangelsi ótal sinnum í
Norður-Ameríku. Einnig var honum varpað í fangelsi í Mexikó,
Mansjúriu, Japan og Kóreu.
Jack London átti við skort og harðrétti að búa í æsku. Hann
lagði lag sitt við veiðiþjófa i San Franciscoflóa. Hvað um skóla
nám? Hann hló og lét öllum illum látum í skólanum og varði
tímanum helzt til leikja. Dag nokkurn lagði hann leið sína inn
i almenningslesstofu og tók að lesa Robinson Crusoe. Hann varð
frá sér numinn. Enda þótt hann væri soltinn, gaf hann sér ekki
einu sinni tima til að hlaupa heim og fá sér matarbita. Daginn
eftir hélt hann aftur til lesstofunnar til þess að lesa aðra bók.
Nýr heimur hafði bitzt honum — heimur, sem var eigi síður
furðulegur og dýrlegur en Bagdad Þúsund og einnar nætur. Frá
þessari stundu lagði hann óslökkvandi ást á bækur. Hann las
oft tiu og fimmtán bækur á einum degi. Hann las öll rit Nicks
Carters og Shakespeares, Herbert Spencers og Karls Marx. Þeg-
ar hann var nítján ára gamall, ákvað hann að hætta að leggja
erfiðisvinnu fyrir sig og hefja skólanám í þess stað. Hann var
orðinn þreyttur á flökkulífi sínu og viðskiptum við þjóna laganna
Þannig atvikaðist það, að hann hóf nám. við menntaskóla í
Oakland í Kaliforniu nítján ára gamall. Hann las nótt og dag
og unni sér vart svefns né matar. Hann lauk fjögurra ára námi
á þrem mánuðum. Þá innritaðist hann í háskólann í Kaliforniu.
Ætlun hans'var sú að verða frægur rithöfundur.. Hann kynnti
sér þvi vendilega Gulleyjuna, Greifann af Monte Christo og Sög-
una um tvær borgir. Bækur þessar las hann kappsamlega, hvað
eftir annað. Hann ritaði fimm þúsund orð á dag — eða með öðr
um orðum meðalskáldsögu á tuttugu dögum. Hann sendi stund-
um þrjátíu smásögur frá sér í einu. En þær voru allar endur-
sendar. Hann hafði eigi lært til starfa síns eins og með þurfti.
En dag nokkurn vann saga hans Fellibylur á Japansströnd
fyrstu verðlaun i samkeppni, sem blaðið San Francisco Call efndi
til. Hann fékk aðeins tuttugu dollara fyrir söguna. Hann var
snauður maður og gat ekki einu sinni greitt húsaleiguna.
Þetta gerðist árið 1896 — ár hinna miklu viðburða. Gull hafði
fundizt í Klondike. Tíðindi þessi bárust sem örskot um gervallt
landið, og þjóðin varð sem viti sínu fjær. Iðnaðarmenn yfirgáfu
verkstæðin, hermenn struku úr hernum, bændur hlupu frá jörð-
um sínum, og kaupmenn lokuðu verzlunum sínum. Gullæðið
var vakið.
Jack London slóst í för með þeim, er hugðust að höndla gullið,
Hann dvaldi árlangt sem gullnemi i Klondike. Hann átti við hin
kröppustu kjör að búa. Eggið kostaði tuttugu og fimm cent og
smjörpundið þrjá dollara. Hann svaf úti á berangri í sjötíu og
fjögurra stiga frosti. Þar kom að lokum, að hann hélt aftur
heim til Bandaríkjanna félaus maður.
Hann gekk að hvaða vinnu, sem bauðst. Hann þvoði upp diska
í veitingahúsum. Hann þvoði gólf. Hann vann sem hafnar-
verkamaðuj: og verksmiðjuverkamaður.
Þá ákvað harin það dag nokkurn að hætta þessum störfum og
helga sig aðeins ritstörfum. Þá var aleiga hans tveir dollarar,
Þetta gerðist árið 1898. Fimm árum síðar, 1903, hafði hann sent
frá sér sex bækur og hundrað og tuttugu og fimm smásögur og
var þá einhver frægasti rithöfundur Ameríku.
Jack London lézt árið 1916, aðeins átján árum eftir að hann
hóf raunverulega að fást við ritstörf. Á þessum tíma ritaði hann
að meðaltali þrjár bækur á ári hverju auk ótal smásagna.
Árstekjur hans voru helmingi meiri en forseta Bandaríkjanna
Bækur hans njóta enn mikilla vinsælda í Evrópu. Jack London
er einhver víðlesnasti rithöfundur Ameríku.
Óbyggffirnar kalla, sem hann fékk aðeins tvö þúsund dollara
fyrir, hefir verið þýdd á fjölmörg tungumál. Af henni hafa selzt
hálf önnur miljón eintaka. Hún er í tölu vinsælustu skáldsagna,
sem bókmenntasaga Ameríku kann frá að greina.
Kaupendur Tíman
utan Rcykjavíkur
eru minntir á, að gjalddagi 26. árgangs var 1
júlí síðastl. Eru þeir því vinsamlega beðnir að
greiða ársgjaldið, kr. 15.00, sem fyrst, til inn
heimtumanns blaðsins, eða hcint til afgrciðsl
unnar, Lindargutu 9A, Reykjavík.
Samband ísl. samvinnufélatfa,
Bréfaskóli S. £ S. er skóll yðar, sem at-
vinnu vegna getið eigi sótt aðra skóia.
Gerið tómstundirnar ánægjulegar og arð-
bærar með því að verja þeim tll þess að
auka kunnáttu yðar.
Leitiff upplýsinga hjá Bréfaskólanum,
Sambandshúsinu, Reykjavflc.
imáiölnyerð
á Tindlmgum
Étsöluverð á enskum vindlingum má eigi
vera hærra en hér segir:
Players N/C med. 20 stk. pk .... kr. 2.50
May Blossum 20 — — .... — 2.25
De Reszke, Virginla 20 — — .... — 1.90
Commander 20 — — — 1.90
De Reszke, tyrkn. 20 — — — 2.00
Teofani 20 — — — 2.20
Derby 10 — — — 1.25
Soussa 20 — — — 2.00
Melachrino nr. 25 20 — — — 2.00
Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má útsöluverðið vera 3%
hærra en að framan greinir, vegna flutningskostnaðar.
Tóbakseinkasala ríkisins.
■
]J Laugaveg 35
Výkomið:
astrakaxkApijr — vetrarkApur
og PELSAR.
Einnig svart PLYDS í kápur.
SIGLRÐLR GLÐMLNDSSON, sími 4278.
Viðgerðarmaður
getur fengið atvinnu við Kleppsspítalann frá 10. nóv.
n. k.‘— Upplýsingar í skrifstofu ríkisspítalanna og hjá
yfirhjúkrunarkonunni í Kleppi.
TilboO
óskast I hálfa jörðina Minni-Vogar, með %
úr Norðurkoti.
Sendist undirrituðum skiptaráðanda fyrir 10. nóvember n. k.
Skiptaráðandinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu, 23. okt. 1942.
Rergur Jónsson.
Eítirtalin veiðarfæri
höfum við að jafnaði á la&er:
KAÐLAR (sisal, manilla), allar stærðir,
DRAGNÓTATOG,
DRAGNÓTATEINA,
BOTNVÖRPUGARN,
FISKILÍNUR (sisal, hampur), allar stærðir.
Útvegum þessi og önnur veiðaríæri með stvttum fyrirvara
frá þekktum, brezkum flrmum.
Magni Guðmundsson - Heildverzlun
Laugaveg 11. - Súni 1676.
Innheimtumenn Tímans
nm land allt!
Vinntð eftir fremsta megni að innheimtu Tím-
ans. — Gjalddaginn var 1. júll.
EVNREIMTA TÍMANS.