Tíminn - 29.10.1942, Side 4

Tíminn - 29.10.1942, Side 4
513 TÍMINIV, fimmtndaginn 39. okt. 1943 139. blað tn BÆNUM Háskóli íslands var settur síðastliðlnn laugardag, fyrsta vetrardag. Var viðhöfn mikil og ríkisstjóri íslands og fulltrúar erlendra ríkja viðstaddir. — Pyrst var sunginn kafli úr kantötu Hallgríms Helgasonar við kvæði Jóns Magnússonar, „Heilög vé“. Því næst flutti Jón Hjaltalín Sigurðsson prófessor, rektor skólans, ræðu. Gat hann og athafna, er gerð- ar hefðu verið í umboði háskólans, og annars þess, er markverðast var úr sögu háskólans liðið skólaár. Að lok- inni ræðu rektors flutti Sigurður pró- fessor Nórdhl erindi um manndráp. Síðan var sunginn annar kafli úr kan- tötu Hallgríms Helgasonar, rektor á- varpaði stúdenta og áminnti þá um eljusemi og hófsemi, og að lokum var þjóðsöngurinn sunginn. Hjúskapur. Á fyrsta vetrardag voru gefin sam- an í hiónaband, ungfrú Ragnheiður Jóhannesdóttir frá Núpum í Ölfusl og Engilbert Hannesson, Bakka i sömu sveit. Blaðamannafélag íslands efnir til kvöldvöku í Oddfellowhús- inu næstkomandi föstudagskvöld og hefst hún kl. 9 stundvíslega. Valtýr Stefánsson ritstjóri stjórnar kvöldvök- unni, en skemmtiskráin er mjög fjöl- breytt. Soffía Guðlaugsdóttir og Jón Sigurðsson skrifstofustjóri Alþingis lesa upp, Kristján Guðlaugsson rit- stjóri talar um daginn og veginn, Ágúst Biamason og Jakob Hafstein syngja tvísöng og Jón Sen leikur á fiðlu. Að lokum verður dansað. Þetta er önnur kvöldvakan, sem Blaðamannafélag ís- lands efnir til á þessu hausti. Á fyrstu kvöldvökunni var húsfyllir og vafalaust verður eins á þessari kvöldvöku, því að þessar skemmtanir B. í. eru ein- hverjar þær vinsælustu, sem bæjarbú- ar eiga kost á. Ekið inn i Laufahúsið. Sá atburður skeði í fyrradag, að vörubifreið R. 1936, ók á rúðu í húsinu nr. 26 við Laugaveg, Laufahúsinu, og braut hana í mask. Laufahúsið er nýtt verzlunarhús og rúðumar i búð- arrfugeunum mjög stórar. Þessi atburð- ur varð með þeim hætti, að vörubif- reiðin kom akandi austan Laugaveg- inn. Allt í einu beygði bifreið, sem stóð við gangstéttina, út á götuna í veginn fvrir vörubifreiðina og til að forða árekstri ók vörubifreiðin upp á gangstéttina, en vegna þess, að hemlar bifreiðarinnar voru mjög lélegir, tókst bifreiðarstjóranum ekki að stöðva bif- reiðina fvTr en hún lenti á húsinu og braut rúðuna eins 0g áðior segir. 9 mánaða fangelsi og svifting ökuleyfis æfilangt. í sumar tók maður nokkur bifreið í heimildarleysi og ók hennl ölvaður um bæinn. Á þessu ferðalagl ók hann á mann og beið sá bana af. í fyrra- dag kvað lögregluréttur upp dóm yfir þessum manni. Var hann dæmdur i 9 mánaða faneelsi, sviftur ökuleyfi æfilanet og auk þess sviftur rétti tll að kaupa og nevta áfengis í 5 ár eftir afplánun refsingarinnar. Þýzk flugvél yfir Reykjavík. í fyrradag var gefið hættumerki, sem stóð í 45 mínútur. Engum sprengjum var vamað, en þýzkrar flugvélar mun hafa orðið vart yfir bænum og var hún hrakin burtu með skothrið úr loft- varnabyssum. Gjafir til nýja stúdenta- garðsins. Áður birt kr. 315.170,50. Hagn. af sumarskemmtun stúdenta kr. 62.994,82. Söfnun og gjafir: Verzl. Bjöm Kristj- ánssonar, 500,00, Ásgarður hf. 500,00, Pípuverksm. h,f. 300,00, Hamar h.f. 500,00, Penninn, ritfangaverzl. 300,00, Sæm. Stefánsson & Co. h.f. 200,00, Pr. Bertelsen & Co. h.f. 500,00, G. J. Foss- berg 300,00, Skipasmíðastöð Rvíkur 300,00, Geir Stefánsson & Co. h.f. ý00,00 Vélsm Héðinn 300,00, Slippfél. í Rvik 500,00, R. H. Blöndhl 300,00, Samtr. isl. botnvömunga 300,00, Lýsissaml. botn- vörpunga 300,00, ísaga h.f. 500,00, Verð- andi h.f 300,00, Kr. G. Gíslason & Co. h.f. 300,00, J. B. Pétursson 300,00, Nýja Bíó h.f. 500,00, Nathan & Olsen 1000,00, Ól. Gíslason w Co 300,00, V. Thorsteins- son w Co 300,00, Heildverzl. Edda 500,00, H. Benediktsson & Co 2000,00, Verksm. Reykdals, Hafn.f. 2000,00, Einar Am- órsson, hæstar. dóm. 500,00, Söfnun meðal stúdenta á Ak. 335,00, söfnun meðal stúdenta i Rvík 800,00. Alls kr. 393.200,32, Á víðavangi. (Framh, af 2. siBu) Þetta má víst til sanns vegar færa„ ef það er tekið fram um leið, að það er Sjálfstæðisflokk- urinn, sem hefir orpið þessum „soðnu egjum“ handa sósíalist- um. Um Sjálfstæðismenn má annars segja í þessu máli: Þið þóttust vitrir, en urðuð heimsk- ingjar. Hrun Frakklands (Framh. af 1. síOu) getu til að jafna deilurnar um hin efnalegu verðmæti, þótt hann hefði lengstum valdaað- stöðu og .hefði innan vébanda sinna hinar dugandi, bjargálna millistéttir, sem sjálfar voru bezta táknið um það, hvert veg- urinn átti að liggja. Aðalfundut F. U. F. í Reykjavík Aðalfundur Félags ungra Framsóknarmanna í Reykjavík var haldinn síðastliðið mánu- dagskvöld. Formaður félagsins, Sveinn Gamalíelsson, gerði grein fyrir starfsemi félagsins síðastliðið ár, fjárhag þess og áhugamálum. Síðan fóru fram kosningar. Formaður félagsins var endur- kosinn Sveinn Gamalíelsson, en meðstjórnendur Haukur Jósefs- son, Gunnlaugur Pétursson, Karl Sveinsson og Karl Einars- son. í fulltrúaráð Framsóknarfé- laganna í Reykjavík voru þess- ir menn kosnir af hálfu F. U. F.: Ólafur Jóhannesson, lögfræð- ingur, Jón Helgason, blaðamað- ur, Benedikt Bjarklind, stud. jur, Gunnlaugur Pétursson, skrifstofumaður, Þórarinn Þór- arinsson, ritstjóri, Eiríkur Páls- son, lögfræðingur, Benedikt Sigurjónsson, fulltrúi, Svelnn Gamalíelsson, verkamaður, Þor- gerður Þorvarðsdóttir, skrif- stofumær, Daníel Ágústinusson, erindreki. — Til var voru kjörn- ir Karl Sveinsson, verkamaður, Guðmundur V. Hjálmarsson, bankamaður, Ingvar Brynjólfs- son, menntaskólakennari, Arn- aldur Jónsson, blaðamaður, Haukur Jósefsson, verzlunar- maður, Karl Einarsson, skrif- stofumaður, Kolbeinn Jóhann- esson, skrifstofumaður, Krist- ján Friðriksson, forstjóri. Að kosningum þessum lokn- um hófust umræður um stjórn- málaviðhorfið og afstöðu Fram- sóknarflokksins til annarra stjórnmálaflokka. Tóku margir til máls og stóð fundurinn fram á nótt. Var umræðum og álykt- unum að lokum frestað til seinni funda. KramvörusteSnan . » . (Framh. af 1. tUu) þau leigja okkur. Það er líka bezt, að þjóðin viti það, að stjórnarvöldin í Washington hafa þegar kvatt íslenzka sendiherrann á fund sinn og skýrt frá því, að þau hafi ann- að með skipakost Bandamanna að gera, en að flytja luxusvörur og einkabíla til íslands. íslend- ingar geta fengið skip til að flytja nauðsynjavörur, en ekki óhófsvörur. Til eru þeir íslendingar, sem halda það í yfírlæti sínu, að það sé álitin merki um velmeg- un hér á landi, að framleiðsla ýmissa luxusvara vestra, eins og t. d. samkvæmisfata, skuli nú eingöngu byggjast á íslenzkri eftirspurn. En þetta er hrapal- legasta firra. Amerískir fjár- málamenn vita vel, að stundar- gróði íslendinga byggist á setu- liðsvinnu og háu fiskverði. Hvorttveggja þetta hverfur eft- ir stríðið. Ef íslendingar hafa því ekki framsýni til að geyma gróða sinn, heldur eyða honum í prjál og óþarfa, geta þeir ekki aflað sér þeirra nýju skipa og véla, sem þurfa að verða undir- staða atvinnuveganna eftir styrjöldina. Frá sjónarmiði útlendinga hafa íslendingar því alveg eins mikla þörf fyrir sparsemi nú og stríðsþjóðirnar. Þeir þurfa að safna sjóðum til að fullnægja verkefnum komandi ára. — Eyðslusemi íslendinga getur því ekki orðið til annars en van- virðu og álitshnekkis. Hún gref- ur undan tiltrú þeirra til þess að vera fjár síns ráðandi, enda mun hún valda fullkomnu hruni í stríðslokin, ef viðnámið verður ekki hafið tafarlaust. Allir ábyrgir menn verða því að sameinast gegn kramvöru- stefnunni. Það verður að koma í veg fyrir, að hún stimpli okk- ur sem tiltrúlausa óhófs- og eyðsluþjóð. Það verður að koma í veg fyrir, að hún glati mögu- leikum okkar til að fá leiguskip. Það verður að koma i veg fyrir, að hún eyði í fánýta hluti þeim fjármunum, sem eiga að vera til viðreisnar eftir styrjöldina. Það verður að hefja merkl hófsemi og sparnaðar, sem endurrelsi glatað traust þjóðarinnar og trygglr henni bjartari framtið. Þetta er eitt þeirra verkefna, sem næsta þing verður að taka föstum tökum. ÚTSÖLUSTAÐIR TÍMAJVS 1 REYKJAVÍK Verzluninn Vitinn, Lauganesvegi 52 ................ Sími 2260 Þorsteinsbúð, - Hringbraut 61...................... — 2803 Flöskubúðin, Bergstaðastræti 10 ................... — 5395 Leifskaffi, Skólavörðustíg 3 ...................... — 2139 Bókaskemman, Laugaveg 20 B......................... Bókabúð KRON, Alþýðuhúsinu ........................ — 5325 Söluturninn, Hverfisgötu .......................... — 4175 Sælgætisbúðin Kolasundi ........................... Verzlunin Ægir, Grófinni........................... Bókaverzlun Finns Einarssonar, Austurstræti 1 ..... — 1336 Bókastöð Eimreiðarinnar, Aðalstræti 6 ............. — 3158 Ólafur R. Ólafs, Vesturgötu 16 .................... — 1754 Konfektgerðin Fjóla, Vesturgötu 29 ................ — 1916 Jafet Sigurðsson, Bræðraborgarstíg 29 ............. — 4040 f...... GAMXiA *ÍÓ—____ Tom, Dick og Harry Amerisk gamanmynd. Aðalhlutverkin leika. GINGER ROGERS GEORGE MIJRPHY ALAN MARSHALL. Sýnd kl. 7 og 9. Framhaldssýning 3V2-6y2: TÖKUBARNIÐ (Mexican Spitfire’s Baby). Leon Errol — Lupe Valez. ——~~NÝJA BÍÓ--------- Sðngvagatan (Tin Pan Alley). Svellandi fjörug söngva- mynd. Aðalhlutv. leika: ALICE FAYE, John PAYNE, BETTY GRABLE, JACK OAKIE. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Hjartans pakkir til allra, nœr og fjœr, sem heiör- uöu okkur á gulVbrúÖkaupsdegi okkar. Sigríöur Sigtryggsdóttir, Einar Magnússon. Grávara Vér kaupum og tökum 1 umboðssölu allar tegundir af grá- vöru, svo sem: ftcfaskinn, Minkaskinn, Nelskinn. ÞAKKARÁVARP Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför föður mins og tengdaföður, Helga Einarssonar, Vatnshól. Maria Helgadóttir. Oddur Þórðarson. imáiölftverð ATH. — Vegna erfiðra söluskilyrða, munið að drepa refina og minnkana ekkl of snemma, þar eð feldurinn af slikum dýrum þolir illa geymzlu og er því verðminni. G, Helgason & Melsted h.í. Glerkýr og sam- kvæmisföt (Framh. af 1, síðu) legar aðgerðir til að verja sæmd innan íslenzks þjóðfélags, eiga með réttu bróðurpartinn af þeirri lítilsvirðingu, sem land- inu er sýnd með kvikmyndinni um „Hotel Jorg“. Tvö af dagblöðum bæjarins prentuðu í gær eða fyrradag greinar amerískra blaða, þar sem létt og skemmtilega var gert gys að lífsstefnu tilhalds- fólksins á íslandi. Þar er sagt, að þeir kiæðagerðarmenn í Bandaríkjunum, sem fást við að gera samkvæmisföt handa körl- um og konum, myndu nú ekki hafa neitt að gera við þá iðju, ef ekki væru til íslendingar. Frá þeim komi svo stórfelldar pant- anir um dýran veizlufatnað karla og kvenna í Reykjavík, að iðnaðurinn lifir á þessum skipt- um. Nú er svo ástatt í Bandaríkj- unum, eins og í Englandi, að allt óhóf og tilhald er fordæmt með öllu. Alvara og starf ein- kennir allt líf þjóðarinnar. j Menn, sem koma í heimsókn til Bandaríkjaforseta koma í jakka- fötum og konur klæðast að sama skapi. Þegar pantanir koma frá íslandi um óhóf, sem jafnvel ríkasta fólk 1 hinum enskumælandi löndum lætur sér ekki detta í hug að viðhafa, þegar fiestum stærstu og vold- ugustu þjóðum heims blæðir nálega til ólifs af hörmungum stríðsins, þá vckja pantanir eyðslufólksins f Reykjavík leið- iniegar tilfinningar gagnvart íslenzku þjóðinni. Hér eru dag- lega auglýst í blöðum dýrustu tegundir af gólfteppum, sem unnt er að fá á heimsmarkaðin- um og konur hinna fávísu, ný- ríku manna draga að sér marga Ioðfeldi hver, vöru, sem einu sinni var í móð, en er það ekki lengur. Þær þjóðir, sem við eigum mest skipti við, og örlög okkar eru bundin við, spara, vinna og fórna. Allt, sem mönnum er dýr- mætast, er lagt í sölurnar. Meðan þessu fer fram, dregur hinn nýríki uppiausnarlýður á íslandi nafn og heiður lands og þjóðar niður f svaðið, með létt- STÚLKUR sem hafa 1 hyggju að taka að sér aðstoðarstörf á helmilum hér í bænum eða utanbæjar, ættu í tíma að tala við Ráðningarstofu Reykjavíkurbæjar. Þar eru úrvalsstöður á beztu heimilum á hverjum tima. RÁÐNINGARSTOFA REYKJAVÍKURBÆJAR. Bankastræti 1 Sfmi 4966. 10-15% a í sláttur á herra- og dömu- R YKFRÖKKUM, Drengj avetrarfrökkum, Dömu- og telpukápum, Nokkrum kjólum. VESTA, Laugaveg 40. Stúlku vantar i eldhúsið á Vífilsstöð- um. Upplýsingar gefur ráðs- konan í síma 5611. Það er fljótlegt að matreiða „Freía“ fiskfars, auk þess er það hollur, 6- dýr og góður matur. úðugri eyðsiu og með heimsku- legri framkomu. Glerkýrnar og samkvæmisfötin frá New York handa fslenzkum eyðslu- og letilýð eru verðugir minnisvarð- ar þess ástands, sem upplausn- in hefir skapað hér á landi. á Yindlinguni Útsöluverð á enskiun vindlingum má eigi vera hserra en hér segir: Players N/C med. 20 stk. pk............. kr. 2.50 pakkinn May Blossum 29 — — — 2.25 - De Reszke, Virgtnia 20 — — — 1.90 - Commander 20 — — — 1.90 - De Reszke, tyrkn. 20 — — — 2.00 - Teofani 20 — — — 2.20 - Derby 10 — — — 1.25 - Soussa 20 — — — 2.00 - Melachrino nr. 25 20 — — — 2.00 - Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má útsöluverðið vera 3% hærra en að framan greinir, vegna flutningskostnaðar. Tóhakseinkasala ríkisins. Tilkynning: Srá rikissij órninni. Hernaðaryfirvöldin hafa talið nauðsynlegt tll varúðar að setja reglur því til varnar, að íslenzk skip, sem stödd eru úti fyrir ströndum íslands eða í íslenzkum höfnum, yrðu fyrir árásum ef til hernaðaraðgerða kæmi milli ófriðaraðilja á sjó í námunda við strendur landslns. Öll skip, þar á mðal litlir mótorbátar, sem ganga til fiskiveiða, eru aðvöruð um, ef þau verða vör við hernaðaraðgerðir í nálægð sinni, hvort heldur skipsmenn sjá þessar aðgerðir eða verða þeirra áskynja með loftskeytatækjum sínum eða á annan hátt, þá verða þau að hegða sér eins og hér segir: Skip í höfnum skulu halda kyrru fyrir og bíffa fyrir- skipana frá brezkum effa amerískum flotayfirvöldum á staffnum eða amerískum her-yfirvöldum. Skip, sem eru á sjó, verða að gera eitt af þrennu: a) Sigla út á haf, svo aff þau séu úr augsýn frá landk b) Kasta akkerum. c) Nema staffar og stefna skipinu frá landl. Aðvörun mun verða tilkynnt ef hægt er með fyrirsklpuninní „STAND STHjL“ (VERIÐ KYRRIR). Sérhvert skip, sem nálgast land, eftir slika aðvörun, mun verða skoðað sem óvinaskip og verður ráðizt á það. Atviimu- og samgöngumálaráðimeytið, 28. október 1942.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.