Tíminn - 28.11.1942, Síða 4
143. blað
\TV, langardaglim 38. n6v. 1943
564
<JR BÆNVIM
Skemmtisamkoma.
Pramsóknarmenn í Reykjavík halda
skemmtun í Oddfellowhúsinu n. k.
miðvikudagskvöld, 2. desember. Hefst
hún með Framsóknarvist. Ef dæma
má eftir vinsældum þeim, er þessar
samkomur hafa hlotið, þá er vissara
fyrir fólk, sem sækja ætla samkom-
una, að tryggja sér aðgöngumiða sem
fyrst á afgreiðslu Tímans.
BlaSamannakvöIdvaka
var í Oddfellowhúsinu á þriðju-
daginn. Sverrir Kristjánsson sagnfræð-
ingur var þulur kvöldsins. Skúli Skúla-
son ritstjóri sagði gamansögur frá
Noregi, Kjartan Gíslason skáld las
kvæði, Guðbrandur Jónsson prófessor
flutti langa ræðu (og hefði sú ræða
gengið hneyksli næst, ef ábyrgari mað-
ur hefði átt hlut að), Kristmann Guð-
mundsson rithöfundur las sögukafla,
Maríus Sölvason söng einsöng, Þorvald-
ur Steingrimsson lék á fiðlu við mikla
hrifningu og Ólafur Beinteinsson og
Sveinbjörn Þorsteinsson sungu tvisöng.
Pór kvöldvakan ágætlega fram að
vanda, ef frá er skilin ræða prófessors-
ins.
Árás á konu.
Á fimmtudagskvöldið var réðist
Bandaríkjamaður á konu, er var á ferð
í Höfðahverfi. Greip hann fyrir munn
henni og varpaði henni á götuna, svo
að hún hlaut af nokkurn áverka.
Reyndi hann síðan að draga hana út
á túnblett í grendinni, en þá tókst
konunni að berja árásarmanninn með
regnhlíf sinni og sleppa úr klóm hans.
Lögreglan var kvödd á vettvang, en
ekki tókst að finna sökudólkinn.
Árás í Hafnarfirði.
Fimmtudagskvöldið réðust tveir
Bandaríkjahermenn á mann á götu í
Hafnarfirði og börðu hann. Lögreglan
tókst að handsama tilræðísmennina.
Borunin hjá Rauðará.
Undanfarið hefir verið borað eftir
heitu vatni hjá Rauðará. Er búið að
bora niður á 190 m. dýpi. Er árangur-
inn þegar orðinn all góður. Vatnsmagn
í borholunni nemur 2(4 lítra á sekúndu
og er það 90 gráða heitt. Til saman-
burðar má geta þess, að á Reykjum
fást 200 lítrar á sek. af 87 gráða heitu
vatni, en þar hefir verið grafið lengst
niður 685 metra. Boruninn hjá Rauð-
ará verður haldið áfram. Það vatn,
sem þegar hefir fengist þar, myndi
nægja til að hita upp Austurbæjar
skólann og sundlaugina þar.
Samband ungra
jafnaðarmanna
hefir nýlega haldið þing hér í bæn-
um. Friðfinnur Ólafsson var endurkos-
inn formaður þess.
Bygging sjómannaskólans
er nú hafin. Hófst vinna við bygg-
ingu á þriðjudaginn. Verður hún um
1300 ferm. að stærð, auk vélahúss og
lejkfimihúss, og mun kosta um eina
milljón kr. í byggingunni verður hús-
næði fyrir stýrimannaskólann, vél-
stjóraskólann, loftskeytaskólann og
matsveinaskólann. Eins og áður hefir
verið sagt frá, hafði skólanum verið
boðin allstór lóð á Vatnsgeymishæð-
inni.
Danska félagið
í Reykjavík (Det Danske Selskab i
Reykjavík) hefir nýlega haldið aðal-
fund sinn. Pormaður var kosinn O.
Kornerup Hansen heildsali í stað Sv.
A. Johansen heildsala, er baðst undan
endurkosningu. Aðrir í stjóminni eru:
K. A. Bruun gleraugnasérfræðingur,
Johs Lundegaard verkfræðingur, A.
Herskind framkvæmdastjóri og A. P.
Nielsen verkstjóri.
Loftvarnarmerki
verða ekki gefin framvegis hér í
bænum, nema þrjár óvinaflugvélar eða
fleiri séu nær bænum en 50 km. Áður
hafa verið gefin merki, þótt ekki yrði
vart nema einnar óvinaflugvélar.
Þrír dómar
hafa nýlega verið kveðnir upp í lög-
reglurétti Reykjavíkur yfir mönnum,
sem hafa ekið bifreiðum undir áhrifum
áfengis. Einn þeirra var dæmdur i 10
daga varðhald og sviptur ökuleyfi í 3
mánuði. Annar í 300 króna sekt og
sviptur ökuleyfi æfilangt, og sá þriðji
hlaut 10 daga varðhald og ökuleyfis-
missi í þrjá mánuði. Þá hlutu tveir
menn dóm fyrir að veita bifreiðastjór-
um vín, og hlaut annar 200 og hinn
300 króna sekt. Hinn síðamefndi einn-
r -’t °ð kaupa áfengi af setuliðinu.
flnndur
ljósgulur, með gráleita rófu,
stór uppstandandi eyru, nafn
Obbi, tapaðist frá Alviðru í Ölf-
usi. Hver, sem yrði hans var,
er beðinn að gera aðvart í síma
Alviðru, gegn ómakslaunum.
Óskilahestur
í óskilum á Hlíðarfæti i
Strandarhreppi, ljósjarpur hest-
ur, styggur, járnaður á aftur-
fótum. Mark: Sýlt, biti framan
vinstra. Réttur eigandi vitji
hans strax.
Vinnlð ötullega fyrir
Tínuuin.
Vélbátur strandar
Vélbáturinn „Þórður Sveins-
son” strandaði hjá Arnarstapa á
Snæfellsnesi aðfaranótt fimmtu
dagsins síðastliðinn. Var þoka
mjög dimm, þegar skipið strand-
aði.
Á skipinu voru 8 menn og
fóru þeir allir í skipsbátinn
rétt eftir strandið. Héldu þeir
sig utan brimgarðsins, unz
birti.
Menn í landi urðu varir við,
er skipið strandaði, og fóru tví-
vegis út á báti til að huga að
skipverjum, en komust í hvor-
ugt skiptið að skipinu, sökum
brims. í seinni ferðinni fundu
þeir skipsbátinn, þar sem skip-
verjar voru, og vísuðu þeim til
Arnarstapa.
Þar sem skipið strandaði éru
klettar og stórgrýtisurð og ó-
mögulegt að lenda. Ef veður
hefði verið verra, myndu skip-
verjar áreiðanlega hafa farizt.
Þegar seinast fréttist, var
brimið búið að brjóta skipið i
spón.
„Þórður Sveinsson“ var 111
smál. að stærð, tæplega fjög-
urra ára gamall, smíðað í Svi-
þjóð. Eigandi þess var Óskar
Halldórsson. Skipið var í flutn-
ingum.
Ræðismeim Islands
í Vesturheími
(Framh. af 1. siðu)
blað þeirra Björnsson-feðga,
Minneota Mascot, én fluttist ár-
ið 1935 til tvíbæjanna, Minnea-
polis og St. Paul. Þar hefir hann
síðan starfað sem blaðamaður
við Minneapolis Tribune og
fréttamaður (commentator) við
útvarpsstöðina KSTP.
Richard Beck er fæddur 9.
júní 1897, á Svínaskálastekk í
Reyðarfirði. Hann lauk stú-
dentsprófi frá Menntaskólanum
í Reykjavík árið 1920 og kom
skömmu síðar til Ameríku.
Lagði hann stund á norræn
fræði við Cornell háskóla,
Ithaca, og tók þar meistarapróf
(M.A.) 1924 og doktorspróf
(Ph.D.) 1926. Kenndi hann um
tíma við St. Olaf College í North-
field, Minnesota, en frá því 1929
hefir hann verið prófessor í
Norðurlandamálum og bók-
menntum við háskóla North
Dakotaríkis í Grand Forks. Síð-
an 1940 hefir Richard Beck ver-
ið forseti Þjóðræknisfélags ís-
lendinga í Vesturheimi.
Stefán Einarsson er fæddur á
Höskuldsstöðum í Breiðdal 9.
júní 1897. Hann útskrifaðist úr
Menntaskólanum í Reykjavík
árið 1917 og stundaði síðan nám
i norrænu við Háskóla íslands
og lauk þaðan meistaraprófi
1923. Stundaði Stefán fram-
haldsnám við háskólann í Hels-
ingfors í Finnlandi, og lagði
einkum stund á hljóðfræði
(phonetics). Var það í þeirri
grein, sem hann skrifaði dokt-
orsritgerð sína, og var hún við-
urkennd af háskólanum í Oslo
árið 1927. Sama ár kom Stefán
til Bandaríkjanna og hefir síð-
an verið prófessor við Johns
Hopkins University í Baltimore.
Barði Skúlason er fæddur 19.
janúar 1871 að Reykjavöllum í
Skagafirði. Hann var aðeins
fimm ára er hann fluttist til
Vesturheims. Barði er útskrif-
aður frá háskóla North Dakota-
ríkis. Síðan 1897 hefir hann
stundað lögfræðistörf og verið
búsettur í Portland, Oregon í
mc:r en 30 ár.
Magnús Magnússon er fæcic’ur
1. janúar 1897 á ísafirði. Hefir
hann stundað sjómennsku frá
unga aldri, og gengið í sjó-
mannaskóla, bæði í Englandi og
í Bandaríkjunum. Magnús hefir
verið búsettur í Bandaríkjunum
í 26 ár og gegndi herþjónustu í
síðasta stríði. Hann hefir i mörg
ár verið skipstjóri í Boston á
eigin skipi, sem heitir Hekla.
Nú sem stendur er Magnús liðs-
foringi (lieutenant) i U. S. Coast
Guard.
Lesendur!
Vekið athygli kunningja yð-
ar á, að hverjum þeim mannl,
sem vill fylgjast vel með al-
mennum málum, er nauðsyn-
legt að lesa Tímann.
Nýmæli frá Alþíngi
Nokkrar nýjar venjur virðast
nú hafa verið teknar upp á Al-
þingi. Eru þær m. a. þessar:
1. Máli var útbýtt á þing-
fundi áður en Alþingi var búið
að samþykkja kosningu þing-
manna.
2. Forseti efri deildar er kos-
inn í fastanefnd í deildinni.
3. Á fundi í neðri deild
þriðjudaginn 24. nóv. tilkynnti
forseti, að á dagskrá miðviku-
dagsins væri til fyrstu umræðu
mál, sem flutt var í efri deild
af þingmanni þar.
4. Miðvikudaginn síðastliðinn
fékk Möller fjárlagafrumvarpið
tekið á dagskrá, en þar var það
til 1. umræðu. Var hann ekki
tilbúinn að afhenda málið fjár-
veitinganefnd, en þó var Ólafur
Thors að illskast yfir því fyrra
föstudag, að nefndin var ekki
kosin þá og taldi það tefja þing-
ið um 3 daga.
Allt eru þetta nýir siðir, sem
Sjálfstæðisflokkurinn hér er að
innleiða, en siðir, sem ekki ættu
að verða til eftirbreytni.
Starfsemi Ferðafélags
Islands fimmtán ár
(Framh. af 1. síðu)
það bent sem dæmi um athafn-
ir Ferðafélagsins, að nú er
þangað kominn bílfær vegur,
myndarlegt og vistlegt sælu-
hús risið upp , komin út ágæt
bók um fjöllin, prýdd mörgum
myndum, teikningum og kort-
um og öllum hinum helztu stöð-
um verið gefin smekkleg og
viðeigandi nöfn.
Nýr uppdráttur af íslandi.
Um þessar mundir er félagið
að láta prenta uppdrátt af ís-
landi í Washington. Verður það
bezti heildaruppdráttur af
landinu, sem völ er á; og leið-
réttar, samkvæmt nýjum mæl-
ingum, ýmsar skekkjur eldri
uppdrátta. Ágúst Böðvarsson
teiknaði þetta kort. Hlutföllin
eru 1:750000.
Deildin á Akureyri.
Ferðafélagsdeildin á Akur-
eyri hefir valið sér það sérstak-
lega verkefni að gera bíl-
færan veg úr Eyjafirði suður á
Hveravelli. Er þegar búið að
ryðja veg langleiðina upp á
Vatnahjalla.
„Fjallamenn“.
Féiagið „Fjallamenn", sem
Guðmundur frá Miðdal stofnaði
og hefir stjórnað, er einnig
skoðað sem deild í Ferðafélagi
íslands og nýtur ofurlítils fjár-
styrks frá þvi. Hafa „Fjalla-
menn“ reist sæluhús á Fimm-
vörðuhálsi.
Forsetar félagsins.
Fyrsti forseti Ferðafélagsins
var Jón heitinn Þorláksson.
Næstur varð forseti þess Gunn-
laugur læknir Einarsson, þá
Jón Eyþórsson og loks Geir G.
Zoéga vegamálastjóri, er gegn-
ir því starfi nú.
Ferðafélag íslands er þjóð-
þrifastofnun, sem Tíminn óskar
alls þrifnaðar og velfarnaðar.
Stúdentar vilja tá
umbótastjórn
(Framh. af 1. siðu)
ar í stað, í stað þess að eyða
dýrmætum tíma í einskisverðar
innbyrðis deilur. Þess vegna
skorar fundurinn á fulltrúa
þessara flokka á Alþingi, að
virða það traust, sem þjóðin
hefir borið til þeirra, með því
að trúa þeim fyrir málefnum
sínum á slíkri hættustund, og
nota umboð sitt á Alþingi til
að bægja frá landi og þjóð, með
sameiginlegu átaki, þeim hætt-
um, sem steðja að.“
Tilboð
óskast í refabúið í
Álfsnesi, éign H.F. Búi.
IJpplýsingar geía Jón
Guðjónsson, sími 4335
Rvík og Kolb. Högna-
son Kollafirði, sími
um Brúarland, sem
taka á móti itlboðum.
„Með sæmd var
stríðið báð“
(Framh. af 3. síðu)
segja, að Snæfellingum leizt
prýðilega á Bjarna Bjarnason.
Framsóknarmönnum í hérað-
inu var ljúft að treysta slíkum
manni til forustu, og auk þess
hnigu til fylgis við hann fjöl-
margir menn, sem líkaði svo vel
við manninn, skoðanir hans og
framkomu, að þeir vildu hafa
hann sem sinn umboðsmann á
Alþingi.
Sjálfstæðisflokkurinn sendi
einn af þeim mönnum úr sínum
hóp, sem þeir höfðu mest beitt
til framboðs á undangengnum
árum við hlið sinna eldri
manna. Ólafur Thors fór vestur
og hélt almennan fund með
kjósendum flokksins til fram-
dráttar Gunnari Thoroddsen.
Vorkosningin var sótt á viðun-
andi hátt. Tóku þátt i henni
um 80% af kjósendum. Bjarni
Bjarnason náði kosningu með
mjög myndarlegum meirahluta.
Hann hafði enga aðstoð fengið
utan frá. Hann átti sigur sinn
eingöngu að þakka starfi sinu
og framkomu og mjög ein-
dregnu hugsjónafylgi framfara-
mannanna í héraðinu. Gunnar
Thoroddsen beitti sér með elju
en nokkuð hóflega. Fylgismenn
hans bjuggust eindregið við
sigri, og er ekki vitað, að þeir
hafi beitt óvenjulegum áróðri
við vorkosninguna.
VI.
Þegar það fréttist, að Bjarni
Bjarnason hefði unnið kosningu
á Snæfellsnesi, vakti það hóf-
lausa gremju í hugum all-
margra af hinum æstustu áróð-
ursmönnum Sjálfstæðisflokks-
ins. Allt öðru máli var að gegna
um betri menn flokksins, bæði
á Snæfellsnesi og annars stað-
ar. Þeir viðurkenndu, að Bjarni
Bjarnason hefði unnið leikinn
með fullum drengskap. Hann
hafði enga aðstoð haft nema
persónulega yfirburði og góðan
málstað.
Hin myrku öfl á útjöðrum
Sjálfstæðisflokksins virðast
hafa ákveðið að spara enga
fyrirhöfn eða úrræði til að fella
Bjarna Bjarnason í haustkosn-
ingunni. Skiþuðu þessháttar
menn sér niður í kjördæmið.
Er talið, að um það bil tvennar
tylftir hafi dreift sér um Snæ-
fellsness- og Hnappadalssýslu.
Stóð brasklýður Reykjavíkur
þar að baki öllum þeim mönn-
um. Þessi fjölmenni hópur
dreifði sér vikum saman um
kjördæmið eingöngu í áróðurs-
skyni. Þar voru ekki rædd
landsmálin, enn síður skipu-
lega hugsað um framtíð sýsl-
unnar og framfaramál hennar.
Hér skal ekki farið út í þá
sálma, hvaða röksemdum þess-
ir aðkomnu sjálfboðaliðar
beittu. Alþingi hefir fyrirskipað
rannsókn út af framferði þess-
ara manna, og má telja senni-
legt, að hún bregði nokkurri
birtu yfir vesturgöngu þessara
óeigingjörnu Reykvíkinga. Það
eitt má segja um alla þessa
sjálfboðaliða, að þeir voru
á því menningarstigi, að eng-
inn þeirra hefði getað gert
grein fyrir nokkurri landsmála-
skoðun opinberlega, hvorki í
ræðu né riti.
Bjarni Bjarnason hafði undir
mjög erfiðum kringumstæðum
á sumarþinginu gert marghátt-
aðan undirbúning að marghátt-
uðum framfaramálum héraðs-
ins, í samráði við áhugamenn
sýslunnar. Honum tókst jafn-
vel að hrinda í framkvæmd
brúarbyggingu yfir Svelgsá, til
stórmikils hagræðis fyrir tvær
sveitir. Hefir sú brú lengi verið
á döfinni. Á sama hátt vann
hann að mörgum hinum stærri
málum, svo sem rafveitu kaup-
túnanna þriggja.
Kosning Bjarna Bjarnasonar
var eins og vorboði í félagslífi
Snæfellinga. Framfaramenn
sýslunnar fundu, að þeir höfðu
fengið forvígismann, sem var
allra manna bezt undirbúinn að
skilja vandamál þeirra og lík-
legur til að ráða fram úr svo
að sem bezt mætti fara.
Fundirnir í haust urðu til
að fjölga með eðlilegum hætti
fylgismönnum Bjarna Bjarna-
sonar. En hinir mörgu áróðurs-
menn fjölguðu með sínum að-
ferðum andstæðingum hans.
Fólk, sem aldrei hafði kosið áð-
ur, var sótt og' flutt á kjörstað.
t—.... GAMLA BÍÓ—------
{ Æska Edísons
(Young Tom Edison).
1 Aðalhlutv. leikur:
MICKEY ROONEY.
Sýnd kl. 7 og 9.
Kl. 314—-6V2:
„FÁLKINS“ Á VEIÐUM.
með George Sonders.
Börn fá ekki aðgang.
— NÝJA BÍÓ ——
Ævíntýrí !
á ijöllum
(Sun Valley Serenade). j
Aðalhlutverk: I
SONJA HENIN, I
JOHN PAYNE,
GLENN MILLER
og hljómsveit hans.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Indriði iniðill
f Þetta er rammasta draugasaga eða merkasta rit
um spiritistisk fyrirbæri, sem hér hafa gerst.
Sagan af Indriða miðli er skráð af Þórbergi Þórð-
arsyni og er heimildarmaður hans Brynjólfur Þórð-
arson, organisti, sem var á flestum fundum Indriða.
Bókin er í senn merkilégt heimildarrit um þennan
merka mann og fyrirbærin, sem gerðust í sambandi
við hann, og frábærilega skemmtilegt verk, en hú
hefir þó fyrst og fremst gildi, sem bókmenntir sökun
óvenjulegra hæfileika Þórbergs Þórðarsonar, sem
sagnaritari.
Mállaus og heyrnarlaus stúlka S
var látin kjósa móti Bjarna, og !
kennt að gefa vísbendingu um, j
hver ætti að hjálpa henni við ;
athöfnina.
Niðurstaðan varð sú, með öll- !
um þessum feikna áróðri sjálf- !
boðaliðanna úr Reykjavík, að
Gunnar fékk rúmlega 30 at-
kvæði frarp yfir Bjarna.
VII.
Fyrri kosningin sýndi hug
Snæfellinga, þegar þeir voru
einráðir gerða sinna. Sama
kosningin .sýndi, hve mikill
þróttur er í Snæfellingum, að
Bjarni Bjarnason skyldi með
málstað sínum og hæfileikum
komast svo nærri fullum sigri,
þar sem svo rammefldur áróð-
ur óviðkomandi manna var
hafður í frammi.
Það mátti kalla hæðni örlag-
anna að Bjarni Bjarnason, sem
öllum þingmönnum fremur hef-
ir lagt stund á að auka drengi-
leg skipti í landsmálasviðinu,
skyldi vera sóttur með göldrum
hinna sjálfboðnu og menntun-
arlausu áróðursmanna úr
Reykjavík. En einmitt þessi
munur í aðferðum hefir mesta
þýðingu fyrir Snæfellsnes. Sú
staðreynd, að Bjarni Bjarna-
son vann eingöngu með and-
legum og siðferðilegum yfir-
burðum hefir orðið til stór-
kostlegrar vakningar í sýslunni.
Barátta Bjarna Bjarnasonar á
Snæfellsnesi er byrjun að nýju
framfara- og framkvæmda-
tímabili á Snæfellsnesi. Fram-
ganga umbótamannanna í
sýslunni er svo glæsileg, að
henni verður ekki gleymt.
Bjarni Bjarnason mun halda
áfram að sinna málum Snæ-
fellinga. Hann mun oft verða
þar á ferð, þó að hann sé ekki
þingfulltrúi héraðsins. Hann
mun verða í ráðum með fram-
faramönnum sýslunnar um öll
þau málefni, sem mestu skipta.
Þeir margháttuðu yfirburðir,
sem hafa gert Bjarna Bjarna-
son að svo stórvirkum land-
námsmanni á Laugarvatni
munu hjálpa honum til að eiga
góðan þátt á nsestu árum í því
mikla efnalega, andlega og fé-
lagslega landnámi, sem er að
gerast á Snæfellsnesi. Hið fagra
og góða hérað, sem verið hefir
kúgað svo lengi af dönskum og
hálfdönskum afætum nýtur nú
þess, að hafa framvegis við
lausn sinna vandasömustu mála
þann mann, sem hefir barizt
með sæmd og fullum dreng-
skap svo að minningin um
framgöngu hans mun lengi lifa
í pólitískum annálum þjóðar-
innar. J. J.
Egill Sigurgeirsson
hæstarétta málaflutningsmaður
Austurstræti 3 — Reykjavík
Dvöl
Dragið ekki lengur að
gerast áskrifendui' að
Dvöl, þessu sérstæða
tímarlti I islenzkum bókmenntum. —
Ykkur mun þykja vænt um Dvöl, og
þvi vænna um hana sem þið kynnizt
hennl betur.
Skrifið eða slmið til Tlmans
og tilkynnið honum nýja áskrií-
endur. Simi 2323.
Á víðavaiigi.
(Framh. af 1. síðu) |
t. d. vinnubrögð þýzku nazist-
anna áður en þeir tóku öll völd
í sínar hendur. Þeir gerðu
bandalag við aðra flokka og
sviku síðan öll loforð, rufu
samstarf og öfluðu sér nýrra
bandamanna til að svíkja.
En Morgunblaðið ætti jafn-
framt að líta í eigin barm, lita
yfir feril Sjálfstæðisflokksins á
síðasta ári og bera starfshætti
hans saman við aðferðir „ein-
ræðisflokka í öðrum löndum“.
Því að, hvaða flokkur hefir
skapað hér glundroða í stjórn-
málum, ef ekki Sjálfstæðis-
flokkurinn? Um áramót í fyrra
gerir hann bandalag við Fram-
sóknarflokkinn um lausn á-
kveðinna mála. Á útmánuðum
rýfur hann þessa samr.ípga og
gerir bandalag við verka-
mannaflokkana.
Og nú þykist hann vílja gera
bandalag við alla þihgf okka,
til að geta blekkt þá nlla í
einu og skapað enn meiri g und-
roða.
í haust sögðu blöð Sjál.t tæð-
isflokksins og ræViuaenn
þeirra í útvarpinu, að alU væri
í lagi, öllum liði vel — allir
hefðu nóga peninga.
Nú segja þessi sömu blöo, að
allt sé að hrynja. Björn Ólafs-
son segir, að nú verði að bjarga
þvi, sem bjargað verður á ell-
eftu stundu.
Sjálfstæðisflokkurinn hefir
lagt allt kapp á að skapa glund-
roða í þinginu — og tekizt það!