Tíminn - 01.12.1942, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.12.1942, Blaðsíða 2
S66 TÍMEVTV, þrigjodagiim 1. des. 1942 143. blað ©ímirnt Þi'iðjudag 1. des. Þing nýju stjórnar- skrárinnar Þeir eru áreiöanlega marg- ir, sem eru talsvert undrandi yfir skrifum íhaldsblaöanna um þessar mundir. Þessi blöð eru sífellt aö láta í ljós vantrú á því, að þingið geti myndað starfhæfa stjórn og tekið karlmannlega á mál- unum. Þetta stingur talsvert í stúf við skrif sömu blaða um „gæsa- stjórnarskrána“ á síðastliðnu vori. Þá sögðu þau, að Sjálf- stæðisflokknum væri óhjá- kvæmilegt að rjúfa samstarfið við Framsóknarflokkinn til þess að koma þingræðinu í ör- ugga höfn, — gera það traust- ara og starfhæfara, — með „gæsast j órnarskránni“. Hversu dýru verði Sjálf- stæðsimenn keyptu „gæsa- stjórnarskrána“ má gleggst marka á Vísi 26. þ. m. Þar segir skýrum orðum í forustugrein: „Sjálfstæðisflokkurinn hefir enga aðstöðu haft til að hrinda i framkvæmd róttækum dýrtíð- arráðstöfunum, með því að það var beinlínis sett sem skilyrði fyrir stjórnarsetu flokksins af hálfu beggja verkalýðsflokk- anna, að ekkert yrði gert, sem vakið gæti ágreining, meðan verið væri að hrinda kjördæma- málinu í framkvæmd.“ Sjálfstæðismenn keyptu þannig „gæsastjórnarskrána“ með afnámi allra róttækra dýr- tíðarráðstafana og fullkomnu aðgerðaleysi í þeim málum. Af- leiðingarnar eru öllum kunnar. Dýrtíðin hefir aukizt úr 83 stig- um í 160 stig. Frystihúsin eru nú rekin með tapi, en stór- græddu áður, þótt fiskverðið væri lægra. Smáútvegurinn er að fella saman seglin. Aldrei hafa horfur framleiðslunnar verið ískyggilegri. Þessi verzlun Sjálfstæðis- flokksins gæti þó hafa borgað sig, ef hún hejiði treyst og bætt þingræðið, eins og íhaldsblöðin héldu fram á síðastliðnu vori, að hún myndi gera. ' Það fær þjóðin að reyna þessa dagana. Hið trausta og endurbætta þing „gæsastjórnarskrárinnar" situr nú á rökstólunum. Þar er sjö sósíalistum fleira en áður. Þeir eru hinar raunverulegu endúrbætur „gæsastjórnar- skrárinnar“ og upplausnarinn- ar, sem fylgdi í kjölfar hennar. Þeir eiga nú að sanna þjóðinni, að Sjálfstæðisflokkurinn verzl- aði rétt, þegar hann tvöfaldaði dýrtíðina til þess að koma „gæsastjórnarskránni" fram. Er nokkur Sjálfstæðismaður, sem efast um,að þessir sjö þing- menn sósíalista séu ekki stór- kostlegar endurbætur á þing- ræðinu, aukin trygging fyrir starfhæfni þess og virðingu? Efast nokkur Sjálfstæðismaður um það, að hér eftir gangi ekki störf þingsins vel og greiðlega, þjóðin fái skjóta og góða lausn vandamáianna og betri og bjart- ari dagar séu í vændum? Eru Sjálfstæðismenn ekki almennt glaðir og fagnandi yfir þessari þýðingarmiklu endurbót á þing- ræðinu, sósíalistunum sjö, sem kostuðu þjóðina ekki meira en það smáræði, að dýrtíðin tvö- faldaðist? Þá má ekki gleyma sjálfum gæsunum, sem minnihlutarnir í tvímenningskjördæmunum sendu á þing. Þjóðin mun nú heldur betur fá að sjá, hví- lík stoð og stytta þeir verða fyr- ir þingræðið. Eru Sjálfstæðis- menn kannske í nokkrum vafa um það, að þeir Eiríkur, Garðar, Ingólfur og Jón verði ekki hinir sönnu bjargvættir þingræðisins, er komið var að fótum fram? Já, það er sannarlega skringi- legt, að sjá þessa vantrú á hinu nýja þingi „gæsastjórnarskrár- innar“, sem gægist nú fram á flestum síðum íhaldsblaðanna. Það hefði verið allt annað, ef þjóðin hefði enn búið við bölv- aða gömlu stjórnarskrána. Eru þá allar endurbætur „gæsa- stjórnarskrárinnar“ ekki meira Á KROSSG0TUM Bréf úr Rangárvallasýslu: Nýja sljórnarskráín hefír svipt Rangárvallasýslu þíngmanní Héðan berast sjaldan fréttir svo teljandi sé, enda er við- burðafátt hjá okkur í dreifbýl- inu, fátt fólk á bæjum og allir önnum kafnir við daglegu störf- in, því víða er nú með allra fæsta móti fólk, og má þykja gott á meðan hægt er að koma af hinum nauðsynlegustu störf- um. Tíð hefir verið fremur slæm allt þetta haust, kalt og um- hleypingasamt. Kýr komu snemma á gjöf, og mun víða lítil mjólk, þar sem ekki var hægt að gefa fóðurbæti eins og venja hefir verið undanfarandi ár. Bændur hafa nú í haust orð- ið að bíða eftir síldarmjöli, vegna þess að verzlanir hér hafa ekki fengið nema svo lítið af því til sölu, og svo er ennþá. Er víst að bændur eru almennt búnir að tapa á því töluverðu, því illa gengur að græða síð- bærar kýr, ef þær tapa nyt á haustnóttum. En hvernig vikur þessu við og hvar er síldarmjöl- ið? Þannig spyrja margir, en ekkert svar kemur og lítið af síldarmjöli. Mikið var þó látið yfir því, að nóg væri til í land- inu, og meira en verið hefir undanfarandi ár. Þegar einn kjósandi hafði orð á þessu á framboðsfundi í haust í Fljóts- hlíð, þá var Ingólfur á Hellu fljótur að bjóða þessum kjós- anda sildarmjöl, þótt hann væri ekki þá og sé ekki ennþá búinn að láta sína viðskiptamenn fá sínar pantanir af síldarmjöli. En sé það satt, að nóg sé til af þessum fóðurbæti, var og er á- stæðulaust að draga fram á vet- ur að láta verzlanir hér fá minni þunga af síldarmjöli en síðastliðið ár. Bændur áttu því ekki að venj- ast í stjórnartíð Hermanns Jónassonar, að spillt væri fyrir framleiðslu dreifbýlisins á nokkurn hátt, en það virðist nú helzta markmið núverandi stjórnar, að gera dreifbýlinu og þeim, sem þar eru enn, allt til bölvunar, og er því fullt útlit fyrir að eftir því sem meir er en þetta Eru sósíalistarnir sjö kannske ekki þess virði, að dýr- tíðin var tvöfölduð? Er þetta þá allur sigurinn í stjórnarskrár- málinu? Þ. Þ. þrengt að sæmilegri líðan sveitafólksins, því fleiri fari að sjónum, hvað sem við tekur. Það var af Framsóknarfram- bjóðendum bent á það síðastl. vor, að kjördæmabreytingin væri til þess að draga úr áhrifa- valdi sveitanna, en frambjóð- endur hinna flokkanna töldu það ósannindi. Hvað er nú kom- ið á daginn. Þingmönnum hef- ir fjölgað í landinu, en fækkað í dreifbýlinu. T. d. eftir kosn- ingar á síðastl. vori, átti Rang- árvallasýsla 3 þingmenn, nú 2, Árnessýsla 3, nú 2 o. s. frv. Allir, sem hafa opin augu og vilja sjá, hljóta nú að viður- kenna, að þar hafa Framsókn- armenn farið með rétt mál, sem þeir gera yfirleitt, en hinir far- ið með vísvitandi ósannindi. Það hefir sannast hér sem oft- ar, að það er lyginnar lán, að henni er trúað. Nú á dögum er oft talað um ýms met í margskonar hraða og allskonar íþróttum. Rangár- vallasýslu búar hafa sett tvenns konar heimskumet. Þó hart sé að viðurkenna það um sam- sýslunga sína, er annað ekki hægt. Annað metið er í því fólg- Fram til skammt tíma hafa aðeins verið tveir öflugir stjórn- málaflokkar í Kanada, frjáls- lyndi flokkurinn og íhaldsflokk- urinn. Verzlunarmálin hafa ver- ið stærsta ágreiningsefni þeirra. Frjálslyndir hafa fylgt frjáls- um viðskiptum við aðrar þjóð- ir, en íhaldsmenn hafa fylgt tollverndarstefnunni. Á kreppuárum eftir 1930 misstu íhaldsmenn völdin í hendur frjálslyndra og hafa þeir haft stjórnina síðan. Fylgi íhaldsmanna hefir stöðugt minnkað á síðari árum. Allra seinustu árin hefir rót- tækur flokkur, Socialist Co- operative Commonwealh Fe- deration, aukið mjög fylgi sitt. Samkvæmt athugun Gallup- stofnunarinnar, sem reynir að fylgjast með almenningsálit- ið, að hér urðu til flestir ógildir : atkvæðaseðlar við alþingis- kosningar 18. okt. sl., en hitt er það, að Sjálfstæðismenn fengu hér tiltölulega flest atkvæði í tvímenningskjördæmunum, sem nú voru rænd rétti sínum, blátt áfram fyrir yfirgang og valda- græðgi þeirra flokka, sem vilja traðka á dreifbýlinu og eyði- leggja sveitirnar, en ganga grímuklæddir í refsbelgjum og telja sig allra stétta flokka, svo sem Sjálfstæðisflokkurinn. Það má vissulega lengi ljúga að heimskum og trúgjörnum mönnum. Ég heyrði einn mann segja fyrir kosningarnar: „Ég er viss um, að hér í sýslu eru menn svo fastir við Sjálfstæðisflokk- inn, þótt hann geri þeim allt til bölvunar, sem hann getur, að þeir munu samt kjósa hvaða flón eða heimskingja, sem hann situr á lista“. Slíkt er komið í ljós, bæði hér og annars stað- ar, að dindilmenni eru kosnir, en ágætis mönnum hafnað, t. d. í Snæfellsnessýslu og víðar. Rangárvallasýslu, 10. nóv. 1942. Dalakarl. inu á hverjum tíma, hefir hann t. d. tvöfaldað fylgi sitt síðan um áramót. Flokkur þessi berst jöfnum höndum fyrir aukinni samvinnu og þjóðnýtingu. Þessi þróun hefir orðið til þess, að margir óbreyttra fylg- ismanna íhaldsflokksins tóku það ráð fyrir nokkru að halda landsfund. Var hann fjölsóttur. Enginn af forráðamönnum fiokksins fékk að mæta þar. Fundur þessi gerði ályktanir um nýja stefnu fyrir íhalds- flokkinn. Hann skyldi alveg hverfa frá tollverndarstefnunni og krefjast alþjóðlegrar sam- vinnu um verzlunarmálin. Jafn- framt skyldi hann taka upp rót- tækari stefnu í innanlandsmál- um, t. d. ágóðahlutdeild verka- fólks í iðnrekstri, víðtækar elli- tryggingar, framlög ríkisins til Tíðindi frá Sléttu. Gunnlaugur Stefánsson, kaup- félagsstjóri á Raufarhöfn, var staddur í Reykjavík fyrir nokkru, og sagði hann frétta- mönnum Tímans ýmis tíðindi úr byggðarlagi sínu. Sagðist honum í megindráttum svo frá: — Þorskvertíð hófst hjá okk- ur í júnímánuði seint og lauk að þessu sinni með ógæftum seint í septembermánuði. Afl- inn var látinn í ís og seldur í skip. Aflatregða var og beitu- leysi framan af. Fjórir þiljabát- ar og átta trillubátar eru í Raufarhöfn og í sumar voru einnig fjórir aðrir þiljabátar gerðir þaðan út. Tveir þeirra hættu fiskveiðum á miðri ver- tíð. Haustafli hefir orðið lítill, enda aðeins búið að fara fjóra róðra um síðustu mánaðamót. Aflaðist þá fiskur til neyzlu í byggðarlaginu. Slátrun sauðfjár hófst að venju í lok septembermánaðar. Frystihús kaupfélagsins tók á móti öllu kjöti bænda á Aust- ur-Sléttu og Raufarhöfn til frystingar, ásamt miklu af geymsluvörum, er því barst til frystingar. Slátrun þurfti aldrei að stöðvast meðan beðið væri eftir skipi til þess að taka kjöt- ið, og var það mjög til hagræðis. Frystihús kaupfélagsins var reist í fyrra, en stækkað í vor. Beitusíld aflaðist í sumar og var sumt af þeim feng selt burt úr þorpinu. Nokkur forði beitu- síldar er þó geymdur til vertið- ar síðari hluta vetrar. Tíðarfar var óvenjulega kalt allt frá byrjun maímánaðar. Haustið var stormasamt, og vetrarveðrátta með köflum í októbermánuði. Uppskera úr görðum var ó- venjulega lítil. Sums staðar skemmdust kartöflur af frost- um og bleytum og urðu vart nýttar. Ekkert ber á fjárpestum á byggingar ódýrra og hentugra íbúðarhúsa, opinberar ráðstaf- anir til að tryggja öllum at- vinnu o. s. frv, Talið er víst, að forráðamenn flokksins telji sig nauðbeygða til að samþykkja þessa stefnu. Fari svo, verður raunverulega enginn stórvægilegur málefna- ágreiningur milli íhaldsflokks- ins og frjálslynda flokksins, nema frjálslyndi flokkurinn telji hinar breyttu aðstæður krefjast þess, að hann marki sér enn róttækari stefnuskrá en áður. Telja margir það lík- legt. þessum slóðum, enda svæðið af- girt. Kúasjúkdóma varð vart á þessu ári og drápust nokkrar kýr. Var talið að sýki sú hafi stafað af kalkskorti. Fátæk- ur fjölskyldumaður missti til dæmis tvær kýr í sumar. Mikil vandkvæði hafa verið á því í sumar að fá fluttar nauð- synjar með skipum til Raufar- hafnar frá hinum helztu höfn- um og birgðastöðvum. Úr þessu rættist þó, er leið á haustið. Til dæmis gat lifrarbræðsla kaup- félagsins ekki fengið flutt nema helming af lýsistunnum sínuni síðastliðið vor og hlutust af því óþægindi og jafnvel nokkurt fjárhagstjón. Einnig stóð á flutningi nauðsynjavara í júlí og ágústmánuði. Félagslíf er dauft, enda hefir margt fólk, einkum hið unga, farið að heiman í haust til langs eða skamms tíma. Sú endurbót hefir verið gerð á barnaskólanum, að baðtæki hafa verið sett í sjálft skóla- húsið. íslendingar í stríðinu. Samkvæmt Heimskringlu 2, september síðastliðinn hefir Vestur-íslendingurinn J. K. Hjálmarsson hlotið yfirfor- ingjastöðu í kanadíska hern- um eftir þátttöku í hinni frægu Dieppeárás. Er hann lieuten- ant-colonel. Sama blað skýrir frá því, að annar Vestur-íslendingur, H. T. F. Freysteinsson, hafi farizt í flugárás, sem gerð var á Ham- borg 28. júlí síðastliðinn. Hann var undirforingi (sergeant) í kanadíska flugliðinu. Hann var nýlega orðinn 20 ára. María Markan. New York. — María Markan opnaði opinberlega 19. alþjóða lista- og iðnsýningu kvenna í Madison Square Garden, með bví að syngja ameríska þjóð- sönginn. Meðal annarra heiðursgesta voru: Martha krónprinsessa Noregs, Charlotte stórhertoga- frú í Luxemburgh, konur sendi- herra Belgíu, Rússlands, Kína og Grikklands ásamt mörgum tignum gestum. (Frá ameriska blaðaf ulltrúanum). Námskeið í smjörgerð og mjólkurvinnslu var haldið í Reykjavík, á veg- um Búnaðarfélags íslands, 12— 20. október. Námskeiðið sóttu fjórir menn: Halla Halldórs- dóttir, frá Tjaldanesi, Dalasýslu, Ragnheiðuf Árnadóttir, frá Blönduósi, Salbjörg Halldórs- dóttir, frá Búðardal og Sigur- jón Sveinsson, frá Sveinsstöðum í Klofningshreppi, Dalasýslu. Erlandír pættir: Íhaldsílokkurinn í Kanada Bókalestar alþýðu Pistlar að norðan: Nú líður senn að jólum. Vinnudagarnir styttast, vök- urnar lengjast. Skammdegið þokast yfir, hægt og hægt er sem bæirriir lokist meir inni, af ófærum vegum og vaxandi myrkri. Og þó hefir skammdeg- ið jafnan átt sína birtu og yl í sveitunum. Síðan ritöld hófst, hafa bækurnar jafnan verið „Ijós í lágu hreysi, og langra kvelda jólaeldur. Við fórum nýlega til bóksal- ans, að afla bókafélaginu vetr- arforða. Fjárráðin með betra móti. Ríkisstyrkurinn til lestrarfélaga kemur líklega að betri og almennari notum en nokkurt annað fé veitt til menntamála. En vel mætti sá styrkur meiri vera, og eigi bundinn, því að öll lestrarfélög þurfi að knékrjúpa hreppi sín- um. Áður fyrr var bökaútgáfa mest bundin hausti og síðsumri, svo að bækur voru tiltækar, er lestrartími vetrarins byrjaði. Nú koma bækur út í Reykjavík um jólin og miðaðar við gjafir Reykvíkinga, en þær bækur verða of síðbúnar til lestrar samveturs hér nyrðra, en oft uppseldar næsta haust. Er þetta eitt dæmi þess, hversu farið er að miða allt við óskir Reykvík- inga, fremur en þarfir sveit- anna. II. Bækur eða glysvarningur. Gömul saga getur um ríka konu, er bað bóksala um tíu metra af bókum í skrautbandi til að fylla hillur sínar. Meira og meira er nú gert fyrir bókmenritakaup konu þessarar. Það er minna hugsað um efnið en útlitið. Útgáfan er ekki gerð fyrir fátækan, lestrar- þyrstan almúgann, er leitar sér hvíldar og afþreyingar hjá bók- unum í skammdeginu, heldur fyrir glysgjarna, tekjuháa Reykvíkinga, er setja metnað- inn í það að gefa vinum sínum sem allra dýrastar og skraut- legastar „jólabækur", en hirða minna um efnið. Við, sem höfum ánægju af lestri góðra bóka, en vantar fé til bókakaupa, fyllumst andúð gegn öllu offorsinu. Oft er full- ur helmingur pappírsins alauð- ur, auð blöð, geysilegar spássíur, fjöldi titilblaða í miðjum bók- um, ein vísa á síðu ljóðabóka o. s. frv. Prentað er með óþörfum myndum, sem hvorki eru lista- verk eða skýra efnið, og alls konar pírumpári. Til þess að fullnægja gjafaþörf Reykvík- inga ætti að nægja að gefa út mesta léttmetið í skrautút- gáfum. Hlutverk þeirra er fyrst og fremst, að liggja nokkra daga eða vikur til sýnís á „stássstofu" borðinu. Góðu bækurnar, sem allur almenningur vill lesa og þarf að lesa, eiga að koma út í smekklegum, traustum og vönd- uðum en látlausum erfiðis- klæðum. II. Áróðursritin. Furðanlega mikið ber nú á áróðursritum um erlend mál. Þetta eru raunar eldri bók- menntir, heldur vanskapaðar, furðanlega bólgnar og afmynd- aðar blaðadeilur. Tala þessara bóka skiptir tugum, en allar til samans eru þær ekki túskild- ingsvirði. Einna fyrst þ.essara bóka var rit Knúts Arngrímssonar, lof- söngur einróma um nazista, og last um alla aðra. Líklega hefir þýðing bókar- innar „Hitler talar“, átt að vera svar við oflofi Knúts. Mörgum virðist það torleyst gáta, hvers vegna nazisminn náði sliku heljarvaldi yfir einni stærstu, dugmestu og gagnmenntuðustu þjóð álfunnar. En engin lausn fæst á gátunni, þótt Hitler og nánustu vinum hans sé lýst sem óvöldum og hæfileika- snauðum glæpamönnum, er sé alls góðs varnað. Skammapésar og þykkar bókmenntir hafa komið til á- fellis Rússum og Japönum og fleiri þjóðum. En meira getur þó skrumauglýsinga um Rúss- ana. Mesta eftirtekt hefir vak- ið ævintýrið hans Kiljans og „Undir ráðstjórn". Sú bók er rituð af enskum prófasti, og ís- lenzkur prófessor ritaði formál- ann og á þetta að gefa bókinni sanngildi í augum sællrar ein- feldni. En því fer nú betur að íslendingar hafa aldrei trúað á óskeikulleika hárra embættis- valda, frekar en sína eigin heil- brigðu skynsemi, og hyggja flestir enn með Jóni Loptsyni: „páfann aungu vitrari sínu for- eldri“. Trúarkreddur og hind- urvitni pólitískra ofsatrúar- flokka blinda að vísu nokkra. En allir, sem varið hafa augu sín slíku moldviðri sjá og skilja, að himnaríki verður ekki stofn- sett hér á jörðu á einum áratug af venjulegum breyskum og misvitrum mönnum. Ráðstjórn- arbókin og Kiljanska ævintýrið málar gullnum litum á mörg hundruð blaðsíðum jarðneska paradís austur á sléttum Rúss- lands og Síberíu, algræna sæl- unnar sólskinsland, svo að hvergi sér skugga á lýsingun- um, blett eða hrukku. Heilbrigð dómgreind segir okkur, að hér muni logið meiru eða minnu, og ráðleggur okkur að trúa þá helzt engu, vegna þess að þekk- ingu vantar til að vinsa úr sannleikskornin, sem finnast kunna. Og eitt er víst: Ekki myndu rit, sem deildu á ráð- stjórn en lofsungu auðvalds- skipulag, öfugt við það, sem ráðstjórnarbókin gerir, hafa verið liðin í Rússlandi. Sýnir það muninn á frelsisást Engla og Rússa. Hafi þeir allir hina mestu vanþökk, sem vilja villa okkur sýn um þá stóratburði, sem nú eru að gerast í veröldinni, hvort heldur er með einhliða lofi eða lasti um helztu grannþjóðir. Hinum munum við bændur gjalda fyllstu þakkir, er sann- leikann’ vilja segja allan und- andráttarlaust, og án allrar hlutdrægni og áróðurs. Allmik- ið hefir komið út af slíkum rit- um, einkum frá fjarlægustu Austurlöndum, en flest miðuð við löngu liðna tíma. Tveir ís- lendingar, sem hafa dvalizt þar eystra, hafa ritað um þau bæk- ur. Bók Björgvins læknis um Malajalönd, er lifandi frásögn um eigin reynslu höfundar. Þessa söknum við í bók frú Oddnýjar Sen um Kína, sem virðist eingöngu soðin upp úr gömlum ritum, en reynsla henn- ar og þekking um Kínverja kemur litt fram. Þarna kemur fram munur á lifandi frásögn eða dauðri, skemmtilegu eða leiðinlegu. V. Skáldsögur. Enn sem komið er verður nýrra skáldsagna minna vart en að undanförnu þetta árið. Kon- ur hafa síðustu árin verið at- hafnasamar í þeirri grein. Hulda og Elínborg Lárusdóttir eru gamla skólans börn. Oftast fylgir sögum þeirra sólskin og sunnanblær, allt af hlýr og mildúr andvari, en stundum bregður fyrir grátklökkva, og stíllinn oft nokkuð langdreginn. Þórunn Magnúsdóttir lýsir nú- tímanum af næmleik og hlýju. Halldór Kiljan Laxnes hefir verið stórvirkastur allra í þess- ari grein, og tóku hann margir höfundar til fyrirmyndar um fáránlegt og sóðalegt orðaval, fyndnislausa kaldhæðni og grá- lyndar ádeilur um allt, sem

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.