Tíminn - 01.12.1942, Qupperneq 3

Tíminn - 01.12.1942, Qupperneq 3
143. blað TÍMINN, í»rigjadagiim 1. des. 1942 567 «fón Þorleif§son kaupfélagsstjóri í Búðardal Jón Þorleifsson, kaupfélags- stjóri í Búðardal, andaðist að heimili sínu 25. okt. síðastliðinn. Kvöldið áður gekk hann heill til hvílu, að loknu annamikli^ dagsverki. Að morgni var hann látinn. Banamein hans var hjartabilun. Jón var fæddur 4. sept. 1886, að Gillastöðum í Laxárdal. Bor- eldrar hans voru Þorleifur Jóns- son, Laxdælingur að ætt, og Valgerður Bjarnadóttir, ættuð úr ' Miklaholtshreppi, sæmdar- hjón. Ólst Jón upp við fátækt og átti lítinn kost menntunar umfram það, sem þá var algengt í sveitum. Nálægt tvítugsaldri stundaði hann nám í unglinga- skóla, sem Sigurðtrí' Þórólfsson, síðar á Hvítárbakka, hélt þá uppi í Búðardal. Var þetta hin eina skólaganga Jóns um ævina. Næstu ár stundaði hann barna- kennslu á vetrum, en plægingar vor og sumar. Er enn viðbrugð- ið af þeim, sem til þekktu, alúð hans við barnakennsluna og á- huga hans og atorku um sum- arvinnuna. Á þessum árum tók hann og mikinn þátt í félags- lífi meðal ungra manna í sveit sinni, og var einn hinna áhuga- sömustu frumherja ungmenna- félagsins þar. Um þessar mundir var Kaup- félag Hvammsfjarðar enn í bernsku, en þó ört vaxandi. Gerðist Jón starfsmaður hjá félaginu og nokkrum árum síð- ar sölustjóri. En um áramót 1919—20 var hann ráðinn kaup- félagsstjóri og gegndi hann því starfi til dauðadags. Það er kunnugt, að undanfar- inn þriðjung aldar hafa orðið miklar breytingar á sviði at- vinnulífs og viðskipta með þjóð vorri. Á þessu tímabili hafa samvinnufélögin eflzt og blómg- azt, svo að þau eru nú orðin hin traustustu og farsælustu fyrir- tæki þjóðarinnar. Hafa þó ærn- ir erfiðleikar verið á vegi, á bar- áttu- og kreppuárum, sem vel hefðu mátt ríða þeim félags- skap að fullu, ef samtökin hefðu eigi verið nægilega sterk, eða ef skort hefði á um gætni og forsjá meðal forustumannanna. En það var gæfa samvinnufé- laganna, að margir úrvalsmenn réðust í þjónustu þeirra og helguðu þeim ævistarf sitt, án þess að ætlast til ríkmannlegra launa. Einn slíkra manna var Jón Þorleifsson. Hann var tveggja manna maki. Hann var kyrrlátur maður, og fyrir sjálf- an sig gerði hann engar kröfur, aðrar en þær að komast sóma- samlega af með fámennt heim- ili. En hagur þeirrar stofnunar, er hann stýrði, var honum fyrir öllu. Honum tókst líka farsæl- lega að halda hag kaupfélags- ins í réttu horfi gegnum kreppuárin öll, og nú er það eitt hinna traustustu og bezt stæðu samvinnufélaga landsins. Marg- ir góðir samvinnumenn í hérað- inu hafa lagt þar hönd að verki, en stærstur er hlutur Jóns Þor- leifssonar. Ævisaga hans er fag- urt dæmi um drenginn í kot- inu, sem hóf sig til ábyrgðar- starfa með eigin atgervi og varð forustumaður héraðs síns í hin- um mikilsverðustu málum. Jóns Þorleifssonar verður lengi sakn- að í Dölum og sæti hans er vandskipað. Jón var kvæntur Ingibjörgu Þorvaldsdóttur Sívertsen frá Hrappsey, hinni ágætustu konu. Einkadóttir þeirra er Hlíf, starfsmær í Búnaðarbankanum. J. G. feðrunum var heilagt. En flestir yngri höfundar hafa nú losnað undan valdi hans. Efnið í skáldsögum Kiljans, og þeirra, sem hann öpuðu, er lítið annað en þynnri og þynnri útþynnir á tveimur vísuorðum Bólu-Hjálmars: „Eru þar flest- ir aumingjar, en illgjarnir þeir, sem betur mega.“ Þetta skeyti sendi Hjálmar eitt sinn í bræði, og beindi að einu hreppsfélagi, sem hafði þjófkennt hann, ofsótt með málaferlum, og hrakið hann og hryggt á margan hátt. Kiljan þynnir þetta út áratugum sam- an í margar bækur, og lætur þessa lýsingu ná til allra manna, hvar sem er á landinu, til allra tíma. Skáldsögur hans eru fullar af ógeðslegum lýsingum á úlfgráum ömurleika hvers- dagslífsins. Ekki þarf um að kenna að Kiljan sé olbogabarn eins og Hjálmar. Honum hefir verið hampað og hossað meir en flestum öðrum, varla þurft að drepa hendi sinni í kalt vatn, mátt sinna ritstörfum einvörð- ungu og fengið að fara vítt um heim og skoða öll ríki veraldar og þeirra dýrð. Grátbroslegt er að hugsa um, að Kiljan skuli telja sig mál- svara hinna fátæku og kúguðu. Enginn hefir auslð íslenzka bændur og verkalýð öðrum eins óþverraskömmum og niði, til þess hefir hann varið öllum sinum kröftum í áratugi og meiri pappír og prentsvertu en flest góðskáld til fagurra verka. Hér skal tekinn lítill kafli úr „Fegurð himinsins": „Á þessari hafnlausu strönd var virðuleiki mannlegs lifs ó- viðurkvæmilegt hugtak ekki síður en hið himneska ljós, heimska, þrældómur og örbirgð voru hinar sönnu dyggðir þess alvarlega þjóðfélags, þess þrí- eini guð. Þetta myrka alræðis- vald gerði hverju barni brynju, þykka sem valnastakk, til þess að verja það allri hættu af menningu, en þó sérstaklega á- hrifum fegurðarinnar." í hópnum var eitt andlit frá Reykjavík. Það var í fullri and- stöðu við „sót, fýlunga, tros, kvefsýkil og lús“ þorpsins. Þessi lýsing er ekki einsdæmi. Lík þessu eru öll þorp og all- ar sveitir landsins. Allir bænd- ur og verkamenn, sem koma fram í sögum Kiljans, fá líkan dóm og þennan. Allir menn, er hann lýsir, eru annað hvort aumingjar eða illgjarnir og margir hvort tveggja. Við lesum bækur okkur til gagns eða gamans. En við þenn- an lestur fáum við fyrir vitin daunilla þokubrælu hins úlf- gráa ömurleika. Og þó finnum við, að Kiljan hefði getað orðið skáld. Ein- stöku sinnum er sem penni hans losni úr álögum þessa sjúklega mannhaturs. Snilldin, fegurð himinsins, skín i gegn um dýrk un hans á hinu ömurlega og ljóta. Er það þá ekki hinn ís- lenzki Halldór litli frá Laxnesi, sem vaknar snöggvast af öl- vímu hins erlenda „isma“ og finnur sjálfan sig? VI. Erlendar skáldsögur. Á hverju ári er fjöldi skáld- sagna þýddur úr erlendum málum. Flest eru þetta „reyf arar“, ómerkilegar bækur á slæmri islenzku, ætlaðar til þess að æsa hugann og kitla forvitn ina, meðan á lestrinum stend- ur og gleymast síðan. Enginn gerir miklar listkröfur til slíkra bóka. en hins ætti að krefjast, að þær séu svo meinlausar sem unnt er og á sæmilegu máli. Sumt fólk, ekki sízt kvenfólk og unglingar, er sólgið í þennan lestur, hann er ástríða eins og vín eða önnur eiturlyf. En þó er ekki sama, hvaða „rómana" fólkið drekkur í sig. Málfar þeirra smitar út frá sér, og sög- ur um glæpi og ólifnað eru engu háskaminni sem eiturlyf hugar- farsins en tréspíritus eða kó- kain fyrir líkamann. Ef til vill ætti þarna við ritskoðun, alveg ópólitísk, frekar en alls staðar annars staðar, og banna út- komu versta óþverrans. (Framh. á 4. síðu) ÞAÐ ER ÁNÆGJULEGT AÐ EIGA GOTT BÚ ötí FALLEGT HEIMILI, ARÐSAMA JÖRÐ OG FEITAR KÝR, en til þess að heimilið geti haft á sér menn- ingarbrag og fólkið lifað alhliða menningarlífi, þarf það að eiga gott bókasafn. Bókmenntirnar hafa haldið lífinu í íslenzku þjóðinni, og hvert það heimili, sem vanrækir að fylgjast með því, sem nýtt kemur fram í skáldskap þjóð- arinnar, fær á sig svip ömur- leika og andlegrar fátæktar þó að allar hlöður séu fullar af grænni töðu og allt fljóti í feiti og rjóma. Víkingsprent, Unuhúsi, Garðastræti 15—17, annast nú orðið sölu á verkum mikils meirihluta íslenzkra rithöfunda og skálda og annast útgáfu fyrir þá. Hver sá jslendingur, sem annars er læs, á því erindi i Unuhús og ætti að snúa sér þangað, ef hann vantar góða bók eða tímarit. Hér skulu taldar nokkrar bækur, sem panta má frá Víkingsprenti: Tímaritið Helgafell er langstærsta og myndarlegasta tímarit, sem hér hefir verið gefið út. Það þarf að komast á hvert einasta íslenzkt heimili, sem vill hafa á sér áberandi menningarbrag. Árgangurinn 40.00. Stjörnur vorsins, hin undursamlegu ljóð Tómasar Guðmunds- sonar. Verð 14.00. „Við hin gullnu þil“, nýjasta skáldsaga Sigurðar Helgasonar. Um þessa bók segir Magnús Ásgeirsson, rithöfundur, nýlega í bókmenntatímaritinu Helgafell: „Þessi stutta ljóðræna skáld- saga er að mínum dómi heilsteypt verk og hlutfallsrétt, unnið af gerhygli og vandvirkni11. Verð 10.00. „Draumur um Ljósaland", rómantísk skáldsaga eftir Þórunni Magnúsdóttur. „Sjö töframenn“, nýjasta bók Halldórs Kiljan Laxness. „Edda Þórbergs Þórðarsonar“. í Eddunni eru birt öll kvæði Þór- bergs, alls yfir 60, og fylgir hverju einstöku þeirra skýring. Bók- inni fylgir langur formáli og enn lengri eftirmáli, þar sem höf- undurinn meðal annars ráðstafar sínum jarðnesku leifum, eftir að skáldið hefir kvatt þær. Bókin er full af ótrúlegum skemmti- legheitum og htaiori. í Eddunni er meðal annars nákvæm lýsing á viðureign Þórbergs við þær systur Ólínu og Herdísi Andrésdæt- ur, en þau skemmtu sér við það mörgum stundum að kveðast á, og mun Þórbergur í þeim viðskiptum hafa komizt næst því að verða kveðinn í kútinn. Eddan kostar aðeins 22.00. (Fæst líka í skinnbandi). Indriði miðill, eftir Þórberg, er nýkominn út. Þarf varla að minna neinn á að eignast þá bók. Kostar 25.00. Spakmælabókin, með hátt á fjórða þúsund spakmælum frá ýmsum löndum og álfum, er nauðsynleg heimilisbók fyrir unga og gamla. Verð 40.00 í vönduðu bandi. Bak við tjöldin, eftir Hans Klaufa. Það er Haraldur Á. Sigurðs son, mesti skopleikari landsins, sem er höfundur þessarar bókar. Haraldur er ekki neinum líkur, hvorki sem rithöfundur né leikari, nema sjálfum sér, og hann er alltaf sjálfum sér líkur. Þess vegna skuluð þér ná í bókina hans. Hún kostar aðeins 15.00. „Álfar kvöldsins“ heitir nýjasta ljóðabók Guðmundar Böðvars sonar. Guðmundur Böðvarsson er bóndi og eitt af fremstu skáld- um okkar. Verð 12.00. í verum, saga Theodórs Friðrikssonar, er líklega mesta verk, sem gefið hefir verið út á voru landi í mörg ár. í bókinni eru allmikið á aðra miljón bókstafir og yfir 80 myndir. Þó kostar hún aðeins 60.00 í vönduðu bandi. Hrafnkatla, færð til nútíma stafsetningar af Halldóri Kiljan Laxness. 10.00. Laxdæla saga, færð til nútíma stafsetningar af H. K. Laxness. Nokkur eintök með myndum eftir Gunnlaug Scheving, listmálara, bundin í vandað skinnband. Verð 40.00. Myndir í Hrafnkötlu og Laxdælu, eftir Gunnlaug Scheving, listmálara. Verð 5.00. „Ferð án fyrirheits", heitir nýja ljóðabókin eftir Stein Steinarr. Steinn er mjög ört hækkandi stjarna. Verð 20.00. Tölusett og árituð 50.00. Það brýtur á boðum, rómantísk ástarsaga eftir Gunnar Bene tíiktsson. Verð 11.00. Sagan af Þuríði formanni og Kambsránsmönnum, eftir fræða þulinn Brynjólf Jónsson frá Minna-Núpi, er talin ganga næst íslendingasögunum að frásagnarsnilld. Kostar aðeins 22.00. Kvistir á altarinu heitir nýtt smásagnasafn, sem er rétt ókom ið út, eftir yngsta skáld landsins, Ólaf Jóhann Sigurðsson. Eigum enn örlítið af fyrri bókum hans, „Skuggarnir af bænum“ og „Liggur vegurinn þangað“. Verð 8.00. Aðventa, eftir Gunnar Gunnarsson. Örfá eintök enn óseld. Andvökur, síðustu ljóð „mesta mannsins meðal íslenzkra skálda“, Stephan G., eru birt í 6. bindinu, sem við gáfum út fyrir nokkru og enn er til. Verð 12.00. Barn náttúrunnar, ein af allra fyrstu bókum Kiljans. Fáein eintök komu nýlega í leitirnar. Gerska ævintýrið, eftir Halldór Kiljan Laxness. Kostar aðeins 14.00 i góðu bandi. Dagleið á fjöllum, eftir Laxness, kostar í góðu bandi aðeins 10.00. Einn er geymdur. Þetta frábæra safn af smásögum, eftir Hall dór Stefánsson, hefir vakið geysiathygli. Verð 16.50. Örfá eintök fást enn af fyrri bókum Halldórs. Dauðinn á þriðju hæð, og í fá- um dráttum. Sara, heitir hin gullfallega ástarsaga eftir Jóhann Skjoldborg. Kostar 16.50. Ljósvíkingurinn (4 bindi) er stærsta og fegursta verk Laxness Öll bindin í vönduðu bandi. Verð 76.00 íslenzkur aðall, eftir Þórberg, er af ýmsum talin hans bezta bók. Verð 19.25 í góðu bandi. Líðandi stund, Sigurðar Einarssonar dósents, fá eintök óseld 8.00 Hamar og sigð, ljóðabók Sigurðar Einarssonar, kostar 7.00. Ljóð Jóhannesar úr Kötlum, Hrímhvíta móðir (7.00), Hart er í heimi (8.00). Samt mun ég vaka (10.00) og Eitt eilífðar smáblóm (7.00). Ævisaga Jesú Krists, litmyndir, allar 3 bækurnar 10.50. Skilningstré góðs og ills, eftir Gunnar Benediktsson. Verð 7.00. Refskák auðvaldsins, eftir Þórberg Þórðarson, 3.00. Þar sem grasið grær, eftir Sigurjón Friðjónsson, 3.50. Vér lifum eitt sumar, ljóðabók eftir Steindór Sigurðsson, 12.00. Mjallhvít, listmyndabókin með ljóðum eftir Tómas. 15.00. Tjöld í skógi, ný skáldsaga fyrir drengi, eftir Aðalstein Sig- mundsson. Verð 17.00. Milla, síðasta bók Selmu Lagerlöf, 9.00. Athugið, ef yður vantar íslenzka bók, að síma eða skrifa til Víkingsprent, Uniihúsi, Garðastræti 15—17. Samband ísl. samvinnufélaga. SAMVINNUMENN! Afgreiðsla SAMVINNUNNAR er f Sambandshúsinu, 3ju hæð. Utivör - Dráttarvextir. Nú um mánaðamótin (2. desbr.) falla dráttarvextir á síðasta (y5) hluta útsvaranna 1942, þeirra gjald- enda, sem greiða útsvörin ekki reglulega af kaupi, skv. lögum nr. 23, 1940. Þá aðvarast gjaldendur, sem hafa ekki greitt útsvör sin ennþá og kaupgreiðendur, sem hafa ekki greitt útsvör starfsmanna sinna, um að lögtök verða nú gerð án frekari aðvörunar. Skrxfstofa borgarstjóra. Lögtak. Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík og að undan- gengnum úrskurði verða lögtök látin fram fara, á kostnað gjaldenda en ábyrgð ríkissjóðs, að átta dög- um liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, fyrir eftirtöldum gjöldum: Tekju- og eignarskatti, stríðs- gróðaskatti, fasteignaskatti, lestagjaldi, lífeyrissjóðs- gjaldi og námsbókagjaldi, sem féllu í gjalddaga á manntalsþingi 1942, gjöldum til kirkju, sóknar og há- skóla, sem féllu í gjalddaga 31. desbr. 1941 og 31. marz 1942, kirkjugarðsgjaldi, sem féll í gjalddaga 15. júlí 1941, vitagjaldi og skemmtanaskatti fyrir árið 1942, svo og áföllnum skipulagsgjöldum af nýbyggingum og útflutningsgjöldum. Lögmaðurinn í Reykjavík, 27. nóv. 1942. 18jöni ÞórSarson. M.S. „ARCTIC“ TIL S0LU Þcir, seni kyiinu að vilja g’era tilboð í skipið, sendi ]iau til fiskimálanefndar fyrir 5. des. n. k. Réttur er áskilinn til að liafna öllum tilboðum. W Urv. aí klassískum verkum (2 plöntur eða meira). Ýms önnur lítil hljómsveitarverk (1 plata). Einnig einsöngur, einleikur á píanó, celló, fiðlu- líekur og fleira, nýkomið. Komið tímanlega áður en jólaösin byrjar. Nýtízku dansplötur í feikna úrvali. Hljóðfærahú§tð Bankastræti 7. Lausar læknissiöður Á röntgen- og handlæknisdeild Landsspítalans eru stöður II. aðstoðarlæknis lausar frá 1. jan. 1943. JUmsóknir sendist fyrir 27. des. næstkomandi til stjórnarnefndar ríkisspítalanna, Arnarhvoli. Reykjavík, 13. nóv. 1942. Stjórnarnefnd ríkisspítalanna.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.