Tíminn - 01.12.1942, Síða 4

Tíminn - 01.12.1942, Síða 4
568 TÍMIM, þrigjndagmn 1. des. 1942 143. blað _ Hátiðahöld stúdenta 1. deiember KÍ. 10 f.h. hefst merkjasala til ágóða fyrir Stúdentag'arðinn. Stúdentar selja merkin. Klfl.15 f.h. Stúdentar safnast saman við Háskólaim og' ganga í skrúðgöngu að Alþingishúsinu. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur. Kl. 2 e. h. Ræða af svölum Alþingishússins: Magnús J ónsson stud. jur. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur á Austurvelli. i+3 Kl. 3 e. h. Skemintun I Tjarnarbíó ' 1. Ávarp: Stefán Eggertsson, stud. theol. 2o Tvísöngur: Ágúst Bjarnason og Jakob Hafstein. 3. Ræða: Sigurður Einarsson, dósent. 4. Gamanvísur: Álfred Andréssson, leikari. 3. Listdans: Sif Þórs. (Einar Markússon leikur undir). B. Kímnisögur: Guðm. G. Hagalín, rithöfundur. 7. Þjóðsöngurinn leikinn. Kl. 4 e. h. Skemmtun í Hátíðasal Háskólans 1. Ávarp: Kristján Eiríksson, stud. jur. 2. IJpplestur: Gunnar Gunnarsson, skáld. 3. Ræða: Guðm. Finnbogason, landsbókavörður. 4. Einsöngur: Guðm. Jónsson, verzlunarmaður (Lndirleikur: Einar Markússon). 5. Einleikur á fiðlu: Þorvaldur Steingrímsson. Lndirleik aimast Fritz Weisshappel. 6. Kvartett syngur. Kvikmyndasýningar í Tjarnarbíó kl. 5, 7 og 9 til ágóða fyrir Stúdentagarðinn. Kl. 7,30 Hóf stúdenta að Hótel|Borg . _ _____ Ræðuhöld —— Söngur — Dans. ____„ Aðgöngumiðar verða seldir: 1. að skemmtun í Tjarnarbíó á kr. 4.00 og 5.00, í Tjarnarbíó 1. des., kl. 11—12 f. hád. og 2—3 e. hád., ef eitthvað veröur óselt. — 2. að skemmtun í Hátíðasal Háskólans á kr. 6.00 í Bókaverzlun ísafoldar og Hljóðfærahúsinu og kl. 11—12 f. hád. 1. des. í anddyri Háskólans, ef eitthvað verður óselt. STLDEATARÁD HÁSKÓLA ÍSLAIVDS. Hj L R BÆNLM Skemmtisamkoma Framsóknarmanna í Oddfellowhús- inu miðvikudaginn 2. des. byrjar stimd- víslega kl. 8,45 e. h. Þeir, sem ekki eru komnir þá að spilaborðunum, mega gera ráð fyrir að geta ekki tekið þátt í vistinni. — Þegar verðlavmum hefir verið úthlutað til sigurvegaranna í spilunum, verður skemmt sér við söng, ræður og dans. — Skemmtunin er fyrir Framsóknarmenn og gesti þeirra. Að- göngumiðanna verður að vitja á af- grelðslu Tímans fyrir kl. 4 e. h. á morgun. Ihaldsmenn... (Framh. af 1. síðuj vegunum á hné. Hver fram- leiðslugrein af annarri er að stöðvast. Atvinnuleysi og eymd blasir við, ef ekkert verður að- gert“. Vísir málar þó ástandiö enn dekkri litum. Þetta þættu Ijótar lýsingar á stjórnarafrekum Ólafs Thors, ef þær kæmu í Tímanum. En það eru hans eigin blöð, sem gefa þær. Þau geta heldur ekki armað. í stjórnartíð hans hefir dýrtíðin aukizt um helming, úr 83 stigum i 160 stig. Frystihús- j in, sem græddu, er stjórn hans kom til valda, eru nú rekin með tapi, þótt fiskverðið hafi hækk- | að. Svipað er meö fjölmargar! aðrar atvinnugreinar. Allar að- ; varanir ' Framsóknarmanna á ; síðastliðnu vori hafa reynzt réttar. En það er ekki nóg' að fá sjóniua. En það er ekki nóg, að í- haldsmenn sjái það, sem þeim hefir virzt hulið áður. Það er ekki nóg, að þeir sjái, að sú stefna var rétt hjá Fram- söknarmönnum, að reyna að fá flokkana til að fresta deilumál- unum og sameinast um dýrtið- armálin. Það er ekki nóg, að þeir sjái, að aðvaranir Framsóknar- manna, þegar Ólafur Thors myndaði stjórnina í vor, voru réttar og dýrtíðin hefir aukizt svo gífurlega í stjórnartíð hans, að atvinnuvegirnir eru að falla saman. Það er ekki nóg, að íhalds- menn sjái þetta. Þeir verða einnig að lifa samkvæmt þessu. Þeir verða að sýna, að þeir vilji víkja eitthvað meira frá stefnu- málum sínum en þeir t. d. gerðu í kjördæmamálinu. Það er ekki nóg að heimta allt af öðrum. Það verður að gera sömu kröfu til sín og annarra. Þegar Sjálfstæðismenn hafa slegið af kröfum sínum í skatta- málunum og innflutningsmál- unum, verður kannske hægt að fara að taka þá alvarlega í þess- um efnum, en fyrr ekki. Gód grein (Framh. af 1, siðuj Eitthvert gleggsta dæmið um ófarnað þann, sem skapazt hef- ir við hið fyrirhyggjulausa og skaðlega brölt um gæsastjórn- arskrána, er Ólafsvík. Þar eru nú um hundrað menn atvinnu- lausir og nokkur hluti þeirra í atvinnuleit annars staðar, þar sem enga vinnu er að fá. En hið mikla og dýra hraðfrystihús í Ólafsvík stöðvast um þessi —----- GAMLA BÍÓ~—— Æska Edisons (Young Tom Edison). Aðalhlutv. leikur: MICKEY ROONEY. Sýnd kl. 7 og 9. Kl. 3V2—6V2: i„FÁLKINN“ Á VEIÐUM. með George Sonders. Börn fá ekki aðgang. -----— NÝJA BÍÓ-----— Ævintýri á ijöllum (Sun Valley Serenade). Aðalhlutverk: SONJA HENIN, JOHN PAYNE, GLENN MILLER og hljómsveit hans. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Hugheilar hjartans þakkir til ykkar allra, er sýndu okkur samúð og hluttekningu, við fráfall, kveðjuathöfn og jarðarför frú Kristbjargar Benjamínsdóttur Reynisdal. Fyrir hönd mína og annarra vandamanna. MAGNÚS FINNBOGASON. Iðgjaldahækkun Frá 1. desember verða iðgjöld til Sjúkrasamlags Reykjavíkur kr. 10.00 á mánuði. Sjúkrasamlag Reykjavíkur. mánaðamót, af því að eftir kauptaxta þorpsins borgar sig ekki að sjómenn úr Ólafsvík fari út á víkina, veiði þar fisk, sem er í afarháu verði og eftir- sóttur í Englandi. Hundrað menn eru atvinnulausir í Ólafs- vík af því að kaup þeirra þarf eftir töxtum upplausnarinnar að vera hærra, heldur en hrað- frystihúsið getur borið, þó að það eigi aðgang, nú sem stend- ur, að hærra markaðsverði, heidur en nokkurn tíma fyrr hefir verið völ á í England. Þannig standa málin nú. Einn maður úr þeim flokkum, sem gerðu samtök til að brjóta á bak aftur viðleitni þjóðarinnar til að stöðva bylgju dýrtíðar- innar, hefir sagt samherjum sínum beizkan sannleikann. Annað hvort verður að feta aft- ur á bak villuferðalag undan- gengna 12 mánuði, þar sem leit- að var að hinum svokölluðu „kjarabótum“, eða landið allt verður innan skamms stórlega stækkuð Ólafsvík, með atvinnu- tækin ónotuð og hrausta starfs- menn iðjulausa á torginu. Erlent yfsrlit (Framh. af 1. siðu) Þjóðverjar hlífa súr enn við öll- um stærri hernaðarátökum. í Líbýu er hlé á bardögunum. Brezki herinn býr sig undir árás á E1 Agheila. Ægilegur eldsvoöi varð í næt- urklúbb í Boston aðfaranótt sunnudags.Um 500rnanns fórust. Churchill flutti ræðu á sunnu- dagskvöldið, Hann sagði að styrjöldin yrði enn löng og hörð og lyki sennilega fyrr í Evrópu en Asíu. Hann sagði að kafbátar öxulríkjanna hefðu verið sigrað- ir við Norður-Afríku og í ný- lendum Frakka hefðu Banda- menn fengið helmingi meiri skipakost en þeir hefðu misst, vegna innrásarinnar. Á víðavangi. (Framha af 1, síðu) flokks, sem fyrir fáum mánuð- um rauf samstarf um dýrtíðar- málin vegna ímyndaðra flokks- hagsmuna og lét dýrtíðina tvö- faldast á sama tíma. Nú kallar þessi flokkur á hjálp annarra til að reisa við það sem hann hfeir lagt í rústir. Það er Sjálfstæðisflokkurinn, sem ber höfuðábyrgð á því, að atvinnuvegir þjóðarinnar eru að stöðvast og fjárhagur henn- ar er að lenda í öngþveiti. Þetta er hræsni að hætti naz- ista. Allir hljóta að brosa — nema þeir sjálfir. Bókalestur alþýðu (Framh. af 3. síðu) Öll önnur bókmenntagrein eru sögur þeirra skálda, sem þykjast hafa einhvern boðskap að flytja. Margt hefir komið út góðra sagna, eftir fræga höf- unda, síðari árin. En sumir Spyrjið kunaingja yðar, sem lesið hefir Máfinn eftir Daphne du Maurier, hvernig honum líki bókin Svarið verður alllafs „MÁFURINN“ er skemmtilegfasta og bezta skáldsagun, sem út hefir komíð“ Ný bók eftír Vílhj. Þ. Gíslason: Snorri Sturluson og goðafræðin í þessari bók er sagt frá Snorra Sturlusyni og goðafræði hans. Hér er í aðgengilegu formi rétt- ur og nákæmur texti og fjöl- breyttar skýringar við eitt skemmtilegasta og glæsilegasta rit íslenzkra bókmennta, Gylfa- ginningu, og lýst’ á fræðhegan O" skemmtilegan hátt ritstörf- um og ævi hins merkasta höf- undar og höfðingja. — í bókinni er fjöldi mynda efninu til skýr- ingar, og einnig ýmiskonar ann- að bókarskraut. Myndirnar eru l.tmyndir og nýjar teikningar, gerðar sérstaklega fyrir þessa ^bók, eða sýnishorn af myndum eldri listamanna og teikningum. Einnig eru myndir af foinum gripum, steinsmíði og málm- smiði, tréskurði og vefnaði, þar sem efnið er tekið úr goöafræöi. Myndirnar eru því sýnishorn þess, hvernig skilningurinn á goðsögum og trú hefir þróazt í norrænni og germanskri list frá alda öðli og fram á þenna dag. Nýjustu myndirnar eru eftir Einar Jónsson, Ossian-Elgström og Jóhann Briem, þær elztu úr helluristum og af rúnasteinum. Margar þessar myndir eru sér- kennileg og ágæt listaverk. Þá eru þarna og myndir úr hand- ritum og gömlum útgáfum. Bók- arskraut, titilsíður, stafir og hnútar eru gerðir eftir fornum fyrirmyndum. Nákvæmar skár eru um efni og myndir. Bókin er -prentuð á fallegan skrifpappír og bundin í skrautband. — Upplag bókarinnar er lítið, — Ný bók eftir Stefán Jónsson: NKÓLADAGAR Stefán Jónsson er einn af beztu rithöfundum okkar. Hann er greindur maður og yfirlætislaus, og fer því minna fyrir honum en ýmsum öðrum. En bækur hans hafa hlotið einróma dóma. í fyrra kom út bókin Vinir vorsins, sem vakti mikla eftirtekt og seldist upp á skömmum tíma. Skóladagar er fram- hald þeirrar bókar. Má hiklaust ráða foreldrum til þess að gefa unglingum þessa bók. Hún er vel skrif- uð og falleg. BÓKAVERZLUN ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJU og útibúið Laugaveg 12. þessir „frægu“ erlendu höfund- | ar eru kvalræðislega leiðinlegir I aflestrar. Aðrar sögur eru jafn ömurlegar og skáldsögur Kilj- ans. Ég minnist sem dæmis sögu eftir finnskan höfund, „Skapadægur", eftir Sillanpáá. Höfundurinn er frægur, enda ^ hafa bækur hans hlotið ein- róma lof á íslenzku. Ég píndi mig til að lesa bókina alla, þótt endirinn kæmi í upphafi. Yfir allri bókinni hvílir hinn ógeð- felldasti ömurleiki. Finnar eru að dómi allra, er til þekkja, gagnmenntuð þjóð og mörgum ágætum mannkostum búin. f ,,Skapadægrum“ er fjöldi per- sóna. En þar finnst enginn heiðarlegur maður, sem ekki er alveg menningarlaus ræfill. Það er eins og bókin sé gefin út af óvinum finnsku þjóðarinnar, til þess að ófrægja hana og vekja andúð á öllu, sem finnskt er. Það er hið versta verk að þýða slíkar bækur höfunda, sem mark er á tekið, frá vinveitt- um frændum og nágrönnum. Ef við vissum eigi betur úr öðr- um heimildum, væri Finnland „Skapadægra" hið versta víti á jörðu. N. N.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.